Góð grein um félagaskipti

Það er föstudagur, leikur á morgun og Liverpool hætt að kaupa í bili. Lítið að frétta, sem sagt. Það er því um að gera að gefa sér tíma til að lesa eins og eina frábæra grein: “Miguel Delaney: 500 days of summer“.

Greinin útskýrir mjög vel hvers vegna leikmannakaup og -sölur taka jafn langan tíma og raun ber vitni. Manni finnst alltaf að það ætti varla að taka nema 1-2 daga að semja um verð við seljanda eða kaupanda og samning við leikmanninn en þetta getur oft tekið vikur, jafnvel mánuði. Greinin útskýrir vel af hverju.

Gott dæmi:

“In the case of Wesley Sneijder, for example, it is understood that he does not want to actively push for a move to Old Trafford because he would relinquish up to €7m in loyalty payments.

Inter, meanwhile, want to sell. But, because of the facts that he is a supporter hero, an asset that could command a huge fee and that they want sufficient money to reinvest elsewhere, their official line is that they don’t want to sell.

As for Ferguson’s denial of any deal? A few months before allowing Ronaldo to leave he said he wouldn’t sell “that mob a virus”.”

Sem sagt: Sneijder vill fara en vill ekki fara fram á sölu því þá missir hann af peningum. Inter vilja selja fyrir toppverð en vilja ekki láta sjást að þeir vilji selja þar sem Sneijder er vinsæll í Mílanó og segjast því ekki vilja selja. United vilja kaupa en vilja ekki sýnast örvæntingarfullir og segjast því ekki vera á leiðinni að kaupa hann. Og þess vegna mun þessi díll taka allan gluggann, og jafnvel þá er ekki öruggt að Sneijder fari til United eftir allt saman.

Góð grein, mæli með henni. Það er t.d. engin tilviljun að Alex McLeish, stjóri Aston Villa, sagði að Stewart Downing væri ekki til sölu, viku áður en þeir seldu hann til Liverpool. Þeir vissu vel að hann væri á förum til Liverpool en urðu að bjarga andlitinu eftir söluna á Ashley Young og létu því eins og þeir ætluðu ekki að selja. Downing beið og beið og varð á endanum að fara fram á sölu til að fá skiptin í gegn. Liverpool urðu að hækka tilboðið sitt en biðu með það þangað til Downing steig fyrsta skrefið og þá loks tóku Villa tilboðinu.

Með öðrum orðum, allir sigra: Villa gátu sagt að þeir hafi ekki viljað selja en þeir hafi neyðst til þess þar sem Downing heimtaði að fara og Liverpool gerði þeim tilboð sem þeir gátu ekki hafnað. Liverpool gátu sagt að þeir hafi fengið sinn mann og borgað nákvæmlega það sem þeir vildu fyrir hann. Downing fékk að fara til Liverpool. En í stað þess að klára þessi kaup á nokkrum dögum tók þetta tvo mánuði, allt til að hægt væri að spila pólitíkina og láta líta út eins og allir væru sigurvegarar.

Þess vegna taka félagaskipti svona langan tíma. Mæli með þessari grein.

29 Comments

  1. er að reyna að kaupa mér aðgang á liverpoolfc.tv fyrir leikinn á mrg… veit einhver hvað þetta Issue number er þegar þú átt að gera kreditkortanr..?

  2. @Sverrir

    Það er 3 stafa upphleypt númer aftan á kreditkortinu þínu. Annars myndi ég frekar bara skrá mig í klúbbinn úti, færð 3 mánaða áskrift af LFC TV með fyrir einhvern 3600 kall. 

  3. okey getum við græjað það fyrir morgundaginn? get bara millifært eða verið í mailsambandi?

    það sem er aftan á kortinu er securitie number sem maður gerir held að issue number sé eitthvað annað …

  4. Skemmtilegt að lesa þessa grein, gaman að sjá þetta sett upp svona.

    Vona samt innilega að Sneijder endi ekki hjá Man Utd eftir 3-4 vikur og helst bara aldrei 

  5. ótrúlega mikið vald sem leikmenn hafa í dag, sæi þetta fyrir 10-15 árum síðan, mönnum hefði bara verið sagt að setjast niður og halda kjafti … player power er viðbjóður

  6. Smá þráðrán hérna, en vil ekki setja færslu fyrir ofan þessa færslu, við bara benda áhugasömum Poolurum á að forskráning er hafin í Liverpool Open golfmótið sem verður haldið á Urriðavelli þann 6. ágúst nk.  Nánar hérna.

  7. Ég er svo sáttur að Liverpool fær færi á að sýna Norðmönnum stuðning og samstöðu 1. ágúst komandi með leið gegn Valerenga.
     
    Ég vona að þessir hörmungaratburðir í Oslo verða ekki til að breyta neinu vegna ótta við hryðjuverk. Gerist það eru þeir aumingjar sem gera svona að vinna.
     
    Norðmenn: YNWA!

  8. #9 hvað þíðir þetta?
    “Gerist það eru þeir aumingjar sem gera svona að vinna.”
    biðst fyrirfram afsökunar á fáfræði minni

  9. #12 einfaldlega að ef við breytum hegðan okkar á neikvæðan máta vegna svona aðgerða þá eru þeir sem gera svona hluti að ná fram markmiðum sínum.
    Tilgangur hryðjuverka er oftast að skapa upplausn og óánægju. Þótt Liverpool og fótbolti er smávægilet í samhengi við hvað er að gerast þá væri það sorglegt (og í samræmi við markmið hryðjuverkamanna) ef Liverpool þyrfti/myndi hætta við Noregsferð vegna ótta við hryðjuverk.

  10. #15 tek nu ekki mark á þessum íþróttarfréttarmönnum á mbl, þeir báru fyrir sig heimildar af wikipedia um að eiður smári væru orrðin leikmaður west ham

  11. Jafn sáttur og ég er með kaup sumarsins þá get ég ekki annað en hugsað til þess þegar það var verið að tala um það að við værum að fara signa eitthvert risa nafn. Hvenær átti að ganga frá því um næstu páska eða var ég kannski bara að lesa einhverja dellu.

  12. Ætli það hafi verið eitthvað svona flókið plott í gangi þegar Torres fór??

  13. Afsakið þráðránið….en verður ekki leikurinn á morgun sýndur á players?

    er búinn að vera að hringja þangað nokkrum sinnum í dag og kvöld en fæ bara talhólf.

    kv.
    Freysinn

     

  14. Það er verið að segja að leikurinn á eftir sé bara sýndur á Liverpool online, er það eitthvað annað en Liverpoolfc.tv er einhver sem veit það ?

  15. Sælir,
    Ég spyr eins og Freysinn veit einhver hvort leikurinn sé sýndur á Players?  Heimasíðan er dáin, kemur bara talhólf þegar maður hringir þangað og fb síðan segir ekkert…

  16. Maður fer bara að halda að Players sé out of business, enda hringdi ég þangað í gærkvöldi og maður myndi halda að eitthvað staff myndi vera á staðnum til þess að svara símanum á föstudagskvöldi!

  17. Ef að Players er í fullum rekstri þá held ég að starfsfólkið hafi annað að gera en að svara í símann á föstudagskvöldum.

  18. ef maður hringir í þá á föstudagskvöldi, áður en ösin byrjar og enginn svarar símanum, þá boðar það nú samt ekkert gott…eins hefur maður verið að hringja í dag og talhólfið kemur bara fram, þá er maður farinn að gruna ýmislegt…

    Ég persónulega tek það fram að eftir að hafa stundað þennan stað í hartnær 8 ár að staðurinn hefur hrapað í þjónustustigi og almennri framkomu við viðskiptavininn, en það eina sem hefur haldið sínu er maturinn, sem hefur þó hækkað í verði en hefur ekki droppað í gæðum eins og allt annað síðan nýju eigendurnir tóku við…

    kv.
    Freysinn 

  19. Hafliði ég var að hringja þangað fyrir um 20-30 mín og það svaraði enginn fékk bara talhólf, efast um að það sé það mikið að gera í hádegi á laugardegi…
    Nema kannski þeir séu á fullu að henda liðinu út sem var hjá þeim í gærkvöldi 🙂
    Og fyrir utan að heimasíða þeirra liggur niðri “This Account Has Been Suspended” sem boðar ekki gott…

Samkeppnin – staðan á hinum stóru liðunum?

Æfingaleikur: Hull City í dag (Uppfært: 3-0)