Samkeppnin – staðan á hinum stóru liðunum?

Blessunarlega er staðan hjá okkur stuðningsmönnum Liverpool í dag þannig að við erum aðallega að velta okkur uppúr okkar eigin liði og hvað sé að gerast í leikmannakaupum og sölum hjá okkar mönnum. Loksins virðumst við vera að fá leikmenn til liðsins án þess að þurfa að selja góða leikmenn í staðinn og raunar höfum við eins og staðan er núna aðallega keypt leikmenn og ekkert selt að ráði. Liverpool-liðið er klárlega að styrkjast og óhætt að fullyrða að flest erum við ágætlega bjartsýn fyrir næsta tímabil, töluvert meira en fyrir síðasta tímabil þó fæstir búist við einhverri flugeldasýningu þar sem við rúllum deildinni upp, ekki nema þú hlustir á suma stuðningsmenn annarra liða alhæfa um stuðningsmenn Liverpool. Ekki taka það samt sem svo að ég sé að útiloka neitt, Liverpool er fullfært um nákvæmlega hvað sem er.

En það er líka gaman svona þegar ekkert er að gerast í enska að skoða helstu keppinauta Liverpool og hvað þau lið eru að gera. Við enduðum erfiðasta tímabil í sögu Liverpool í 6. sæti og stefnum hærra næst og því einblíni ég auðvitað aðallega á þau lið sem voru fyrir ofan okkur í ár og í fyrra. Eins og staðan er núna trúi ég því meira en áður að baráttan geti orðið ansi jöfn á toppnum og ljóst að þrátt fyrir að okkar menn séu að styrkjast er ekki þar með sagt að liðin sem enduðu fyrir ofan okkur hafi ekki verið að því líka.

Arsenal

Arsene Wenger er þekktur fyrir að vera frábær í að nýta sálfræði eins og hann getur til að hvetja leikmenn sína og eitthvað segir mér að hann sjái alveg tækifæri í þeirri umræðu sem hefur verið í kringum Arsenal-liðið í sumar. Vonandi fyrir þá þjappar frekar neikvæð leikmannasöluumræða hópnum saman og að þeir sanni það (enn og aftur) að þetta er mjög gott lið. Arsenal gæti a.m.k. byrjað mótið furðu pressulaust enda lítið sem ekkert spáð í neinu varðandi þeirra menn fyrir utan hugsanlega sölu á Nasri og/eða Fabregas, ásamt auðvitað Clichy sem er þegar horfinn á braut.

Staða Arsenal í sumar og raunar undanfarin sumur er engu að síður ansi furðuleg miðað við félag af þessari stærð. Þeir eiga einn flottasta og arðbærasta völl í heimi, einn virtasta stjóra í heimi, lið sem er ALLTAF í Meistaradeildarsæti og þar fram eftir götunum og á samt í tómum vandræðum með það á hverju ári að halda sínum bestu leikmönnum og þurfa jafnvel að selja þá til liða sem þeir eru annaðhvort að keppa við eða liða sem eru að reyna að keppa við þá (City). Því síður skil ég af hverju þeir hafa ekki fyrir lifandis löngu styrkt liðið almennilega og stigið það skref sem þarf að stíga til að fara aftur að vinna titla. Þeir ná því ekki með því að selja bestu leikmenn liðsins án þess að fá jafngóða eða betri menn í staðinn. Það er engin tilviljun að liðið hefur brotnað undir lok tímabils undanfarin ár og alltaf vantað herslumuninn uppá.
Það er auðvitað erfitt að keppa við eða neita City og Chelsea þegar þau lið ákveða að kaupa leikmann og raunar hafa City menn styrkt Arsenal vel fjárhagslega undanfarið. Ef maður skoðar samt hópinn hjá Arsenal þá eru þeir með þrusu lið og enn eitt árið eiga þeir unga leikmenn sem eru að koma upp árinu eldri og verða lykilmenn á næsta tímabili. Menn eins og Wilshere, Ramsey, Gibbs og Walcott sem er ekki beint gamall þrátt fyrir að vera mjög leikreyndur. Engu að síður hefur það komið á óvart að sjá Arsenal fara ekki af meiri krafti inn í sumarið og þeir bara verða að fara skrúfa endanlega fyrir fréttir af Nasri og Fabregas. Missi þeir þessa menn sem klárlega eru burðarásar í liðinu þurfa þeir tíma til að byggja upp leik liðsins á ný án þeirra. Haldi þeir þessum mönnum og styrkja hópinn enn frekar þá eru þeir til alls líklegir í öllum keppnum frá upphafi til enda þetta árið. Þetta held ég líka að haldist vel saman, kaup á “proven” alvöru leikmönnum og færri fréttir af lykilmönnum sem langar í burtu.

Verða þeir áfram á Emirates í vetur?

Gervinho ætti að verða öflug viðbót og í anda þess sem ég er að meina. Varnartengiliður sem vit er í myndi gera mjög mikið og er líklegur inn myndi maður ætla þar sem Denilson er farinn aftur heim til Brasilíu. Markvarðastaðan er enn á ný hulin ráðgáta hjá Arsenal. Szczecesny er mjög efnilegur og gæti loksins leyst þessa stöðu, en það er þó áhætta að treysta á svo ungan markmann og þá eru þeir bræður Fabianski og Almunia eftir sem hafa ekki verið nógu góðir undanfarin ár til að réttlæta lykilstöðu í liði Arsenal. Hvað Almunia hefur á Wenger mun ég reyndar aldrei skilja en ég held að þetta hafi eitthvað með strípurnar að gera.

Ef Arsenal myndi bæta við sig leikmönnum af sama kalíberi og t.d. Reina og Lucas litist mér strax ekkert á þá. Þó held ég að þeir þurfi hreinlega að styrkja allar þrjár stöðurnar í aftasta hluta hryggsúlunnar, byrja á því að kaupa alvöru miðvörð, svo varnartengilið, skoða svo markvörð og loks vinstri bakvörð fyrir Clichy. Sóknarmaðurinn er kominn í Gervinho. Ef maður skoðar hópinn samt sést vel að þetta er ennþá hörkulið og þessar viðbætur eru alls ekkert óhugsandi neitt. Ég bjóst við meira lífi í Arsenal í upphafi sumars en útiloka heldur ekkert að þeir taki stóran ágústmánuð. Fabregas- og Nasri- sögurnar tefja þetta auðvitað eitthvað hjá þeim en eftir breytingar á eignarhaldi félagsins bjóst ég við og býst ennþá við að þeir setji meiri kraft í leikmannakaup í sumar.

Chelsea

Góðu fréttirnar úr herbúðum Chelsea er að þeir þurfa að byrja nýtt tímabil á því að venjast nýrri leikaðferð, nýjum stjóra og nýjum aðferðum. Einnig eru þeirra lykilmenn ennþá nær því að vera komnir á aldur og meiðsli leikmanna eins og Essien hjálpa þeim ekki. Vondu fréttirnar (fyrir okkur hin) eru þær að þessi nýji stjóri sem þeir þurfa að venjast er Villas Boas og þessar nýju leikaðferðir eru að öllum líkindum mun meira sóknarþenkjandi og öflugri en þeir sýndu á síðasta ári. Þessi stjóri virðist vera þvílíkur winner og eitthvað segir mér að hann verði ekki í miklu basli með að hafa stjórn á leikmannahópi Chelsea og gera þær breytingar á liðinu sem nauðsynlegt er að gera. Ég hef mikla trú á að honum fylgi mjög ferskur vindur og liðið verði a.m.k ekki verra í ár heldur en á síðasta ári, sem var nú engin hörmung ef út í það er farið. Án þess að þekkja persónu Villas Boas þá virkar þetta á mig sem gæji með nógu mikið sjálfstraust til að missa engan svefn yfir því að særa prímadonnur/stjörnur Chelsea-liðsins og trúi ég að hann fari gjörsamlega eigin leiðir í stjórnun sinna liða.

Villas Boas mættur aftur á Stamford Bridge, nú sem "kallinn í brúnni".

Chelsea hefur svo sem ekki ennþá hafið leik á leikmannamarkaðnum í sumar þó þeir séu jafnan orðaðir við stærstu bitana. Villas Boas er greinilega að koma sér fyrir og að meta hópinn en lætur pottþétt til skarar skríða á næstu vikum. Hann erfir einn besta sóknarmann í heiminum sem ég efast ekkert um að muni finna sig mikið mikið betur hjá Villas Boas heldur en Ancelotti í fyrra. Ramires og Luiz eru einnig nýkomnir til félagsins og hópurinn var ekkert slor fyrir.
Ég tippa á að Chelsea verði svo sannarlega með í vetur og mig grunar að þeir vinni annaðhvort Meistaradeildina eða Úrvalsdeildina.

Man United

Early favorites að mínu mati þó auðvitað sé allt of snemmt að fara að spá fyrir næsta tímabili. Ferguson hjólaði eins og skot í það að fylla upp í þau skörð sem vitað var að þyrfti að fylla og heldur þrátt fyrir það kjarnanum af liðinu sem vann deildina í fyrra og fór í úrslit Meistaradeildarinnar. Skarð Edwin Van Der Sar er gríðarlega erfitt að fylla, hann var algjörlega frábær í fyrra og ég er ekki viss um að Lindegaard eða De Gea, sem keyptur var á stórfé, fylli það skarð eins og skot. De Gea er engu að síður einn efnilegasti markvörður í heiminum og með mikla reynslu úr toppliði í spænska boltanum. Hann er kannski enginn VDS eins og er, en þetta er klárlega enginn Taibi heldur.

Smalling og Jones, ansi gott miðvarðapar að eiga til vara.

Annað merki þess að United ætlar svo sannarlega ekkert að slaka á klónni voru kaupin á Phil Jones, einum af stærstu bitunum á markaðnum í ár. Vörnin hjá þeim hefur oft verið tæp þegar Ferdinand eða Vidic eru frá en það að hafa Smalling og núna Jones upp á að hlaupa sýnir að miðvarðarstaðan verður ekkert vesen í vetur. Rio og Vidic eru farnir að eldast og því öflugt að hafa Smalling og Jones sem eru framtíðarmiðvarðarpar bæði United og Englands. Sterkt hjá United að hafa tryggt sér þá strax og geta gefið þeim nokkur tímabil til að taka við keflinu endanlega. Reyndar fór Wes Brown loksins en hann hafði verið á leið frá félaginu eftir að hafa drullað yfir Ferguson í fyrra (gáfulegt) og John O´Shea sem hefur reynst þeim betri en enginn í gegnum tíðina en þeirra skörð verða þó fyllt eins og skot, bæði með kaupum á leikmönnum eins og Jones og síðan strákum úr unglingastarfi félagsins sem er engu minna öflugt en okkar.

Ashley Young fyrir Paul Scholes er síðan bæting á hópnum að mínu mati, a.m.k. getulega en kannski ekki heilt yfir enda Scholes gríðarlega reyndur og virtur sigurvegari. En 36 ára er hann ekki betri í fótbolta heldur en Young sem verður öflugur með Nani og Valencia fyrir aftan sóknarmennina.

United eru örugglega ekkert hættir á leikmannamarkmaðnum í sumar og verða líklega sterkari í ár heldur en fyrra ef eitthvað er.

Man City

Líklega eru eigendur City-liðsins nákvæmlega á áætlun með uppbyggingu sína og þeir eru pottþétt ekki hættir. Þeir ætluðu sér klárlega að komast í Meistaradeildina og eru komnir þangað og sigur í FA Cup var líklega upphitun fyrir komandi titlaár. Þetta lið er bara ekki að keppa á jafnréttisgrundvelli og getur gert nánast það sem þá langar til að gera. Þeir hafa aldrei spilað í Meistaradeildinni og strögglað í hálfa öld en geta samt keypt bestu leikmenn Arsenal, lánað liðum eins og Real Madrid og AC Milan sóknarmenn og gert einhvern stærsta auglýsingasamning sögunnar svo gott sem upp úr þurru þar sem þeir þurfa að koma pening inn í rekstur félagsins sem falla að nýjum reglum UEFA. M.ö.o. eru peningar nákvæmlega engin fyrirstaða þrátt fyrir nýjar FFP reglur og sem betur fer fyrir City-menn eru það peningar sem tala í fótbolta líkt og öðrum íþróttum.

Hvað verður um Tevez?

Ef allt er eðlilegt ættu þeir að verða í 1. eða 2. sæti á næsta tímabili og þetta segi ég áður en þeir byrja að styrkja hópinn að einhverju ráði. Það liggur fyrir að fyrirliði liðsins og besti leikmaður, Carlos Tevez, er að öllum líkindum að fara frá félaginu sem er áfall fyrir þá en alls ekki óyfirstíganlegt. Eins hafa þeir misst Shay Given og hjá einhverjum liðum hefði það nú verið slæm frétt. Jo fór síðan loksins frá félaginu í dag á frjálsri sölu.
Þegar þetta er skrifað hafa tveir leikmenn skrifað undir hjá City í sumar og ef eitthvað er að marka fréttir þá bauð Liverpool í þá báða, Gael Clichy og Stefan Savic. Reyndar grunar mig stundum að City sé nánast að spila live útgáfu af Football Manager með svindlinu og hreinlega kaupi leikmenn svo önnur lið kaupi þá ekki. OK kannski ekki alveg, það er margt í starfi City sem er mjög áhugavert og afar vel gert, en það er stundum erfitt að skilja hvernig þeir ætluðu að nota Emmanuel Adebayor, Mario Balotelli, Craig Bellamy, Edin Dzeko, Jo, Roque Santa Cruz, Alex Tchuimeni-Nimely og Carlos Tevez alla á sama tíma. Þetta eru allt leikmenn sem voru ennþá á skrá hjá City í vetur og við erum bara að tala um sóknarmenn. Allt leikmenn sem kostuðu gríðarlegar fjárhæðir þó vissulega láni þeir megnið af þeim. Engu að síður stjórna þeir þannig hvert þessir leikmenn fara og þá er kannski hægt að færa rök fyrir því að þeir kaupi leikmenn bara til að þeir styrki ekki keppinautana?

Eigendur Man City virðast vera tilbúnir til að setja nánast hvaða upphæð sem er í þetta verkefni sitt í Englandi. Ég sé ekki hvernig þeir koma til með að fá þessa fjárfestingu sína til baka og þeir hafa „sóað“ töluvert „of mikið“ af peningum í leikmenn sem þeir hafa fengið lítið fyrir til baka. En ef við horfum aðeins framhjá því og lítum kannski á þetta með augum stuðningsmanna City þá vita þessir menn mjög vel hvað þarf til að ná árangri í fótbolta og virðast svo sannarlega vera að byggja upp til framtíðar. Liðið er þegar komið í hóp þeirra bestu og virðast ekkert vera fara úr þeim hópi í bráð. Að auki hafa þeir ráðið til sín toppfólk í flestar stöður innan félagsins.

Ný akademía City verður m.a. með 7.000 sæta stúku

Hvað þennan samning við Etihad-flugfélagið varðar þá má vera að hann hljómi stórfurðulega frá bæjardyrum þessa flugfélags, en þetta er ekkert nema spennandi fyrir stuðningsmenn City. Þeir ætla moka pening í uppbyggingu á svæðinu í kringum völlinn, byggja stórglæsilega akademíu og skilja þannig eftir spor sem lifa löngu eftir þeirra tíma hjá félaginu. Ofan á það verður síðan eftir upphæð sem hægt er að nota til að rétta af rekstur félagsins til að uppfylla skilyrði FFP.

Það sér það auðvitað hvert heilvita mannsbarn að þessi samningur er tilraun eigenda til að fara framhjá nýjum reglum FFP, m.ö.o. svona fjárhæðir kæmu aldrei frá Etihad-flugfélaginu (lesist: eigendum City) hefði ekki komið til FFP relgur UEFA. Ég er ekki að segja að þetta sé ólöglegt enda hafa þeir pottþétt kannað reglur FFP frá öllum hliðum.

Tottenham

Við ættum að sjá það vel eftir sumarið 2011 hver staða Tottenham er í raun og veru meðal toppliða deildarinnar. Núna eru þeir búnir að fara í Meistaradeildina, stóðu sig svo sem vel þar en komust ekki aftur í hana á þessu tímabili og virðast eiga í einhverju basli með að halda stærstu nöfnunum ánægðum. Luka Modric langar í burtu og getur líklega fengið mikið meiri pening annars staðar. Það er klárlega áhyggjuefni fyrir stuðningsmenn Tottenham enda liðið að hluta til byggt upp í kringum hann þegar hann er inná og reyndar alveg ljóst að Levy & co hafa nákvæmlega engan áhuga á því að selja hann. Þar fyrir utan eiga þeir stóran hóp af góðum leikmönnum sem kannski verður erfiðara að halda ánægðum og er líklega nokkuð dýr hvað launakostnað varðar.

Sex ára samningur í fyrra, hvað gerðist síðan?

Það má samt ekkert útiloka það að Spurs bæti við sig nokkrum sterkum leikmönnum eins og þeir hafa verið að gera undanfarin ár og mæti sterkir og ferskir til leiks, en ég hef það á tilfinningunni að nýjabrumið sé svolítið farið af þeim og Harry Redknapp er ekki alveg eins ofboðslega snjall á leikmannamarkaðnum og hann heldur sjálfur.

Eins og staðan er núna býst ég a.m.k. ekki við þeim sterkari í ár heldur en í fyrra og Brad Fridel var ekki sú lausn sem þeir þurftu í markvarðarstöðunni. Þeir eru engu að síður vel settir í öllum stöðum og ekki hægt að sjá neinn greinilega veikleika hópnum. Þeir mega auðvitað við fleiri hágæða mönnum í sama klassa og Modric og sóknarlínan þarf líklega nýtt blóð eftir dapurt síðasta tímabil.

…..

Þetta eru þessi lið sem fyrirfram er talið sem topp 6 á næsta tímabili. Spurs og Liverpool þurfa auðvitað að brjóta sér leið í Meistaradeildarsætin á ný og það er ljóst að það verður ekkert grín.

Ekki má gleyma að mörg af minni liðunum eru einnig mjög vel mönnuð og líkleg til að taka fullt af stigum frá toppliðunum yfir allt tímabilið. Stoke virðist hafa fundið fjársjóð og styðja vel við bakið á Tony Pulis við að byggja upp sterkt og hundleiðinlegt lið á Brittania. David Moyes nær alltaf að stilla Everton af þegar líður á tímabilið. Blackburn er með nýja og fjársterka eigendur þó enn eigi eftir að heyrast eitthvað frá þeim, Newcastle og Sunderland eiga slatta af peningum og hafa styrkt sín lið mjög vel. Villa á helling af pening og ríkan eiganda … svona er svo hægt að telja áfram.

Hvað sem viðskiptum og stöðu keppinauta Liverpool líður þá er ljóst að okkar menn eru á hraðferð í rétta átt, bæði hvað varðar núverandi byrjunarlið og auðvitað uppbyggingu á ungum leikmönnum. Er FSG keypti félagið var greinileg þörf á að leggja áður óheyrðar upphæðir í leikmannakaup og þeir hafa gert nákvæmlega það. Leikmannasölur rétta bókhaldið eitthvað af, en það er klárlega verið að styrkja hópinn í hverju tilviki og alltaf á okkar forsendum.

…..

Vonandi særi ég ekki stuðningmenn annarra liða sem lesa síðuna reglulega of mikið með þessum vangaveltum og gaman væri að fá þeirra sjónarmið á temmilega málefnalegum nótum.

41 Comments

 1. Vá hvað þetta var vandaður og skemmtilegur pistill, Takk fyrir!
  En þetta verður djöfusins barátta í vetur, en ég stend fast á mínu, Liverpool er lið sem ég hef alltaf á hverju sumri talið lið sem getur farið alla leið, en það hefur alltaf vantað nokkra x factor-a, 1,2 og 3 Breidd, 4 world class vængmann, 5 þjálfara sem er winner af eðlisfari. Nú í sumar erum við með allt þetta covered. Þurfum bakvörð og miðvörð, og ég mundi ekkert gráta annan striker.
  Liverpool 1
  Man city 2
  Man utd. 3
  Chelsea 4
  Arsenal 5

  Djöfull þykir mér vænt um þessa síðu… 

 2. Þessi pistill er ástæða þess að þetta er fyrsta íþróttasíðan á netinu sem ég heimsæki. Er ég nú ekki aðdáandi Liverpool né neins af þessum ensku stórliðum. Þessi síða er á topp 3 yfir bestu íþróttasíður netsins að mínu mati.
  Er ótrúlega sammála flestu sem kemur fram í þessum pistli. United verða sterkir eins og vanalega en ég held að þeir verði ekki jafn sterkir til baka við brotthvarf VDS. Chelsea verða gríðarsterkir í vetur með tilkomu AVB. Hann hefur einhverja siguráru yfir sér að manni finnst. City verða á svipuðu róli og síðasta tímabil, þar sem hræðslan við að tapa á eftir að kosta þá betra gengi.
  Arsenla liðið er svo sama ? og áður. Þeir verða líklega sterkir til að byrja með og fjara svo út í lok tímabilsins að vanda.
  Svo er nú komið að liðinu ykkar allra. Ég veit eiginlega ekkert hvað mér á að finnast um kaup sumarsins hjá Liverpool. Finnst svona miðað við lok síðasta tímabils þá séu Henderson og Adam eiginlega meira breikkun á hóp heldur en bein styrking á byrjunarliði. En aftur á móti gæti Downing komið með skemmtilega vídd í liðið hjá ykkur. Góð byrjun á mótinu og þið gætuð keppt um 1-3 sætið en ég er hræddur um meistaradeildarsætið ef þið startið illa í fyrstu 5 umferðunum.
  Um Tottenham hef ég ekkert að segja þar sem mér líkar bara engan veginn við Harry og vona að þeir endi um miðja deild.
  Mín spá:
  1. Chelsea
  2. Man United
  3. Man City
  4. Liverpool
  5. Arsenal 

 3. Er þreyttur og var á leið í svefn þegar ég gerði það sem ég geri alltaf áður en ég leggst uppí sem er rétt að kíkja á KOP.IS, bjóst ekki við nýrri færslu enda hafði ég verið inná síðunni klukkustund áður, lét mig samt hafa það að lesa þennan pistil og sé ekki eftir því, einfaldlega frábær pistill.

  Skemmtilegar vangaveltur og það er sko alveg rétt að þetta verður ekkert grín fyrir okkar menn og ég er enn á því sem ég sagði hérna í vetur, við þurfum að eyða hátt í hundrað milljón pundum í þessum glugga ef við ætlum að berjast á toppi deildarinnar, erum búnir að eyða sirka 40, vinstri bak, miðvörður og hægri vængur eða senter er það sem enn vantar uppá að mínu mati til þess að vera að svipuðum styrkleika og þessi efstu 3-4 lið deildarinnar að mínu mati.

  Ég er ekki að segja að okkar menn geti ekki náð 3-4 sæti og kannski ofar ef ALLT gengur upp en þetta verður dásamlega erfitt þótt hópurinn sé orðinn mjög sterkur og ég mjög sáttur við kaup sumarsins, hin liðin eru bara með FÁRÁNLEGA sterka hópa og mér finnst okkar mönnum ennþá vanta 2-3 klassa spilara.     

 4. Frábær pistill… verður mjög spennandi tímabil og mikil barátta um meistaradeildarsætin.
  Man City verða í fyrsta skipti í CL og það mun eflaust kosta eitthvað.

  Chelsea, Utd og Liverpool verða sterkustu liðin á komandi tímabili, þetta byggi ég náttúrulega bara á gengi þessara liða eftir áramót. Baráttan verður síðan milli Arsenal og City um 4. sætið.

 5. man.utd vinnur síðasta titil sinn í mörg ár í ár.   
  Chealse verður númer 2
  svo city.
  Svo við.
  Eða arsenal.

  Tottenham verður ekki í keppni.  Harry nær aldrei mörgum góðum árum í röð.  Ekki án þess að setja lið á hausinn.

  En ég var að koma heim af barnum, kannski endurskoða ég þetta eftir mánuð.  Enn eru heldur ekki öll lið fullmönnuð svo ef við kaupum varnarmann, vinstribakvörð og kannski hægri vængmann, færi ég okkur í 3 sæti. 

 6. OG takk fyrir frábæra síðu.  Það fyrsta semég les þegar ég vakna og þegar ég er búinn að kyssa konuna góða nótt, þá laumast ég fram og lít á kop.is, rétt áður en ég skríð upp í rúm.

  Svona er forgangurinn í ástarlífinu hér! 

 7. Ég er stuðningsmaður Newcastle og tel mig því miður þar af leiðandi vera nokkuð hlutlausan þegar kemur að toppbaráttunni þó að ég hafi alltaf sterkari tilfinningar til þeirra liða sem reyna að spila skemmtilegan fótbolta.
  Ég er alveg sammála Babu að það er hálf fáránlegt að lið eins og Arsenal sé að berjast um að halda sínum sterkustu leikmönnum í stað þess að styrkja sig. Lið sem hefur ekki mist af meistaradeildarsæti í mörg ár, er með mjög hæfileikaríkan stjóra og spilar skemmtilegan bolta ætti samkvæmt öllu að eiga auðvelt með að halda sínum leikmönnum. Að mínu mati er þrennt sem hefur komið í veg fyrir að Arsenal hafi unnið til verðlauna síðastliðin ár, í fyrsta lagi er það að eiga ekki mann til að fylla skarð Van Persie þegar hann meiðist. Að mínu mati er Persie ein besti og skemmtilegasti strikerinn í deildinni þegar hann er heill en vandamálið er að hann er aldrei heill og það er vitað mál að lið sem ætlar að reyða sig á Bendtner mun aldrei verða englandsmeistari (hann er sem betur fer að fara). Chamack hefur líklega verið fenginn til að leysa vandamálið en hann heillaði mig aldrei, byrjaði ágætlega en síðan var eins og sjálfstraustið  hyrfi við minnsta mótlæti. Í öðru lagi er það þrjóska Wengers við að kaupa alminnlegan markmenn. Ef þú berð markmenn Arsenal saman við Pepe, Van der Saar eða Cech þá er himinn og haf þarna á milli og ég fullyrði að með heimsklassa markmenn myndi Arsenal enda með 10 stigum meira. Ég er alveg sammála því að góður varnartengiliður og miðvörður eru líka þættir sem má bæta en ég tel þó að heill Thomas Vermaelen bæti vörnina mikið. 
   
  Ég held að tímabil Chelsea eigi mikið eftir að ráðast á því hvaða menn verða keyptir. Þjálfarinn kemur með fína ferilskrá frá Portúgal en á móti kemur að Portúgalska deildin er ekki sú sterkast og evrópudeildin virðist hafa breyst í deildarbikar Evrópukeppnanna þannig að það er ekki gefið að hann eigi eftir að standa sig vel í ensku deildinni. Liðið er frekar gamalt og töluverð endurnýjun þarf að fara fram, hér á árum áður fannst mér alltaf miðjan vera sterkasta vopn Chelsea. Það voru ófáir leikirnir sem Lampard, Ballack og Essien hreinlega keyrðu yfir andstæðingana, bæði Lampard og Essien eru skugginn af sjálfum sér þessa daganna og það var ótrúlegt að sjá ekki betri miðju en Giggs og Carrick valta yfir Chelsea miðjunna skipti eftir skipti síðasta vetur. Ef þeir kaupa Modric mun hann styrkja þá gríðarlega, hann var að mínu mati lang besti leikmaður Tottenham á síðasta tímabili. Annað sem ég ætla að spá að verði sterkt vopn er Benayoun, einn vanmetnasti leikmaðurinn í deildinni, fannst hann alltaf virkilega góður hjá Liverpool (Liverpool og þá sérstaklega Torres söknuðu hans mikið) og ég gæti trúað því samvinna hans og Torres eigi eftir að verða lykilatriði hjá Chelsea.
   
  Man City er að mínu mati lang leiðinlegasta liðið af þessum sex svo ég horfði varla á leik með þeim í fyrra þannig að ég er ekki hæfur að dæma þá. Ég vona samt innilega að þeim gangi sem verst (efast samt um það), lið sem er með þetta góðan mannskap á endalausan pening en tekst samt að spila eins óspennandi bolta og raun ber vitni á ekkert gott skilið. Ég held samt að það hjálpi þeim mikið að liðið er búið að slípast saman á seinasta tímabili og því miður sé ég þá sem meistarakandídata. Það gæti þó háð þeim hve varnarsinnaður Mancini er og kæmi mér ekkert á óvart ef jafntefli á móti slakari liðum á útivelli kæmu þeim um koll þegar upp er staðið. 
   
  Stuðningmenn Liverpool vilja oft bera sig saman við Man Utd og hef ég heyrt ófáa kvarta yfir því að Liverpool sé ekki að styrkja sig nóg meðan Manchester er að kaupa hvern mannan á fætur öðrum. Þar held ég menn séu að gleyma því að lykilmenn hjá United hættu eftir síðasta tímabil og þeir þurftu að fylla í ákveðin skörð og miðað við þá menn sem keyptir hafa verið þá tel ég þá ekki vera með sterkari lið núna en í fyrra. Á meðan hefur Liverpool haldið öllum sínum leikmönnum (sem eigi erindi í hópinn) og bætt við sig mönnum sem styrkja hópinn. 
  Ef við skoðum þá leikmenn sem komu til United þá er ég viss um að allir United menn vildu frekar hafa Van Der Saar i rammanum en spánverjann sama hversu efnilegur hann er. Miðað við það sem ég sá ef Jones á EM þá virkar hann virkilega góður og á eflaust eftir að spila stóra rullu hjá United í framtíðinni en á næsta tímabili sé ég hann ekki styrkja liðið mikið. Young er hins vegar leikmaður sem ég hef mikla trú á, það er oft talað um kantspilið sem kost hjá United en ég er samt þeirrar skoðunar að styrkja þyrfti vinstri vænginn. Nani gat ekkert eftir að hann var færður yfir á vinstri kant þegar Valencia kom aftur úr meiðslum, Park er fínn á móti stóru liðunum en þegar það þarf mann til að splundra 10 manna varnarpakka hjá Stoke þá er hann varla rétti maðurinn í það verk. Þeir hafa enn ekki keypt mann á miðja miðjuna (þó að fastlega sé búist við slíkum kaupum) en að mínu mati vantar liðunu bæði varnar og sóknartengilið til að miðjan geti talist samkeppnishæf við Man City, Arsenal og Liverpool. En það er allaveganna gríðarleg reynsla horfinn með Neville, Scoles, Van Der Saar, Brown og O´Shea þannig að það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif það hefur á liðið.
   
  Ef Tottenham heldur öllum sínum mönnum og þá sérstaklega Modric plús að bæta við sig alvöru framherja hef ég fulla trú á að þeir geti gert atlögu að meistaradeildarsæti. Þeir spiluðu virkilega skemmtilegan fótbolta á síðasta tímabili ég geri ekki von á öðru en þeir haldi því áfram. 
   
  Af öllum topp sex liðunum held ég að hingað til að Liverpool sé eina liðið sem hafi virkilega styrkt sig þannig að ég skil vel að þið séuð fullir bjartsýni fyrir komandi tímabil (það væri leiðinlegt ef svo væri ekki) og ég held að meistaradeildarsæti sé vel raunhæft markmið. 
   
  Allaveganna fyrir hlutlausan áhorfanda held ég að toppbaráttan verði sú mest spennandi í langan tíma. Það er miklu skemmtilegra þegar það er einhver barátta um meistaradeildarsæti en ekki að fjögur lið eigi áskrift að þeim eins og var hér fyrir ekki svo löngu.
   

 8. Frábær pistill Babu og skemmtileg lesning. Ótrúlega miklar pælingar og bara jáá…

  1. Chelsea
  2. Man Utd
  3. Man City
  4. Liverpool
  5. Arsenal         

  Besta síða ever ! YNWA 

 9. Frábær samantekt. Skemmtileg lesning á kostnað vinnuveitandans 🙂

  Þetta verður skemmtilegt mót og ég tel að ýmislegt eigi eftir að ganga á í félagaskiptaglugganum í ágúst.  Arsenal, Chelsea og Man. City og jafnvel Tottenham eiga eftir að láta til sín taka á markaðnum. Þau hafa verið að bíða af ýmsum ástæðum. Chelsea með nýjan stjóra og hin liðin í vandræðum með hausinn á lykilleikmönnum sínum. Fari svo að þessi lið missi þessa leikmenn er ekki ólíklegt að þau fjárfesti strax í leikmönnum fyrir háar fjárhæðir.

  Ég tel þó að þrjú lið verði að bítast um meistaratitilinn þ.e. Man. Utd., Chelsea og Man. City.
  Liverpool, Arsenal og Tottenham munu koma til með berjast um 4. sætið. Arsenal liðið er hins vegar óútreiknanlegt og gæti allt eins blandað sér í titilbaráttu. Eins og staðan er í dag þá tel ég Liverpool sé einfaldlega ekki með nægjanlega sterkan hóp til þess að fara alla leið þetta árið. Niðurrisstarfsemi G&H var einfaldlega svo mikil að það mun taka meira en eitt ár að gera liðið að meistaraefnum. Ég tel hins vegar að með þeim kaupum sem liðið hefur gert í sumar þá er Liverpool liðið búið að minnka til muna bilið á hin liðin frá því sem það var í fyrra.

 10. Greinilega stemmning fyrir að koma með tipp á top 5
  1. Liverpool
  2.QPR (Augljóst Heidar Helgu)
  3. Fulham (Augljóst Damien Duff)
  4. Chelsea (Augljóst Benayoun)
  5. Manchester City (Augljóst Quatar)

 11. Sælir félgar
   
  Frábærlega skemmtilegur pistill og fín yfirferð yfir þau lið sem líklega keppa á toppi deildarinnar.  Ég tel miðað við stöðuna í dag að Tottenham og Arsenal muni verða þau lið sem erfiðast eigi uppdráttar í toppbaráttunni á komandi tímabili.  Á hitt ber samt að líta að staða Arsenal getur breyst ef þeir gera eitthvað af vitit á leikmannamarkaðinum.
  Mín spá í 6 efstu miðað við stöðu dagsins.
  1. Chelsea
  4. Liverpool
  3. Man City
  2. Manchester United
  5. Arsenal
  6. Sunderland
  Tottenham verður á sínum stað í 8. til 10. sæti ásamt A.Villa, Everton og fleiri slíkum.
   
  Það er nú þannig
   
  YNWA

 12. Eins og flestir hér vil ég byrja á því að þakka fyrir frábæran pistil og hrósa ykkur sem haldið þessari frábæru síðu uppi.

  Hvað pistilinn varðar er ég sammála lang flestu sem þar kemur fram. Fyrir mér eru þó flestu liðin enn svolítið óskrifað blað eins og staðan er í dag og erfitt er að ímynda sér hvernig breytingarnar hjá topp liðunum eigi eftir að fara með þau.

  Man Utd
  Eru fyrir mér núna að skipta um ham að mörgu leiti. Gömlu jaxlarnir sem hafa verið þarna síðan Alex Ferguson uppgvötaði tyggjóið eru farnir að týnast út einn af öðrum. VDS, Scholes, Neville, O’shea og Brown eru allir farnir og hef ég munað eftir þessum leikmönnum síðan ég fór að fylgjast með boltanum. Ef Giggs væri hættur líkur myndi ég segja að hamurinn væri alveg farinn hjá þeim United mönnum.
  Auðvelt er að velta því fyrir sér hvort eða hvernig áhrif þetta mun hafa á liðið. Ég held þó að við eigum eftir að sjá annað hvort ein stór kaup hjá Ferguson í viðbót á sama caliberi og Sneijder eða þá að hann sé búinn í bili. Fyrir mér hefur Ferguson virkað þannig að hann fær þá sem hann vill fá eða engan.
  Eitt er þó víst að á meðan Ferguson er við völd verður Man Utd alltaf í top 4.

  Chelsea
  Lítið hefur gerst hjá Chelsea fyrir utan að nýr stjóri er mættur á brúnna. Hann hefur sannað sig hjá Porto síðastliðin ár og virðist hafa allt til þess að geta stýrt Chelsea til sigurs í flestum keppnum. En eins og Babu segir þá hlýtur það að vera áhyggjuefni fyrir Chelsea aðdáendur að meðalaldur liðsins fer ört hækkandi og svo virðist vera að kynslóðaskiptin hjá þeim bláum gerast hægt. Einnig hef ég áhyggjur af breiddinni fyrir hönd þeirra bláu að breiddin þeirra sé ekki nægileg. Þar sem lykilleikmenn eru ekki að yngjast og að álagið er mikið fyrir lið sem spila í öllum keppnum þarf Chelsea að bæta við sig fleiri leikmönnum sem geta komið inn. Ég spái að Chelsea verði sterk til að byrja með eins og seinasta tímabil en þegar álagið fer að segja til sín fer að fjara undan þeim. Ég man svo skýrt eftir því þegar Drogba sagði við fjölmiðla í fyrra: “Horfið á okkur stinga hin liðin af”. Nokkrum vikum seinna fór allt í rugl hjá Chelsea.

  Arsenal
  Enn og aftur virðist Fabregas vera á leiðinni til Barca en ofan á það virðist Nasri vilja fara líka. Eins og Babu segir þá er varnastaðan og markmannsstaðan þeirra veikasti linkur og skil ég ekki af hverju Wenger er ekki löngu búinn að fjárfesta í þessar stöður. Að skora hefur ekki verið vandamál hjá Arsenal heldur að halda hreinu. Það sást mjög vel í fyrra að eftir að Varmaelen meiddist þá var vörn Arsenal sem og markmaðurinn mjög ótraust og sást vel í mörgum leikjum þar sem Arsenal var með sigur vísan en tapaði niður forystu á síðustu mínútum. Ég mun seint gleyma Newcastle leiknum.

  Man City
  Ég hef sömu skoðun á City og sumir hérna, ég hreinlega þoli ekki City. Þessi FM leikur sem eigendurnir leika sér að finnst mér vera eyðileggja fótbolta. Mér finnst þjálfarinn leiðinlegur, leikstíllinn leiðinlegur og flestir leikmennirnir finnst mér vera leiðinlegir. Fyrir utan leikmenn eins og David Silva og Adam Johnson þá finnst mér megnið vera leikmenn sem persónulega mér finnst óspennandi.
  Ég veit að mörgum finnst þessi skoðun vera hörð og kannski ósanngjörn en þegar lið kemur og hreinlega kaupir allt sem hreyfist og notar svo leiðir svipað þeim sem eru í gangi núna með vallarnafnið, þá finnst mér þetta orðið aðeins of gróft.
  En að City í vetur. Ég sé fyrir mér að meistaradeildin muni taka mikla orku frá þeim svipað og hjá Tottenham í fyrra. Það kæmi mér ekkert á óvart að City mundi lenda í fimmta sæti en ná í 8 liða úrslit í CL.

  Tottenham
  Fyrir mér er þetta blaðra sem við það að springa. Hafa staðið sig mjög vel síðustu ár en ef svo færi að Modric myndi yfirgefa liðið og Harry tækist ekki að fylla í hans skarð sé ég þá ekki eiga í stærstu liðin í vetur. Ég er þó mjög hræddur fyrir hönd Tottenham að þeir séu að detta í Aston Villa gírinn þar sem Villa virtist vera að fara festa sig sem eitt af topp liðinum þangað til liðið hrundi eftir að Martin O’neill hætti með þá.

  Það er þó nóg eftir af félagsskipta glugganum og aldrei að vita hvort þessi lið munu styrkja sig enn frekar. Það verður þó gaman að sjá hvort þessi vetur verð eins spennandi og maður vonast eftir.

 13. Þetta er mjög góður og málefnalegur pistill. Ég sé ekkert í fljótu bragði sem ég er ekki sammála. Það er nokkuð ljóst að Manchester United er það lið sem þarf að steypa af stóli. Tel líkurnar á að okkar menn takist það vera minni en meiri en þó veit maður aldrei. Chelsea er það lið sem ég spái titlinum engu að síður og það nýja brum sem fylgir Andre Villa Boas muni fleyta þeim ansi langt í vetur. Ég er sammála NUFC manni að eins og er allavega er Liverpool búið að styrkja sig mest þessa liða. Þrátt fyrir að United sé búið að kaupa leikmenn þá er Jones ekki að fara að byrja leikina og Young er ekki staðgengill fyrir Scholes að mínu viti. De Gea er því í raun eini leikmaðurinn sem Ferguson hefur keypt sem fer beint inn í byrjunarlið United. Hinir tveir þurfa að hafa talsvert meira fyrir því. Young á auðvitað eftir að spila fullt af leikjum og reynast United góð kaup pottþétt. En hann er ekki að bæta neinum gæðum í liðið sem voru ekki fyrir eða að fylla í stöðu sem var veik fyrir. En þegar ég segi að Liverpool sé búið að styrkja sig mest þá er ekki þar með sagt að Liverpool hópurinn sé orðinn betri en hinna liðanna, það er ennþá eitthvað í land með það og það þarf enn að styrkja nokkrar stöður á vellinum betur eigi það takmark að nást. Þetta í það minnsta lofar góðu og ekki hægt annað en að vera fullur bjartsýni á framhaldið. Ég hef nú samt enga trú á öðru en að Chelsea og City eigi eftir að kaupa stór nöfn í sumar þannig að þeirra hópar eiga eftir að styrkjast. Ferguson er svo líka klókur og hann á eftir að bæta inn einum miðjumanni í viðbót og láta svo gott við sitja. Hann er loksins að eyða Ronaldo peningunum að virðist vera. Hvað Tottenham og Arsenal gera svo eru ennþá spurningamerki í mínum huga. Það virðist fara mest orkan hjá Arsenal í að halda leikmönnum frekar en að vera að einbeita sér af því að kaupa. Tottenham er svo lið sem er ekki eins fjárhagslega sterkt og ég sé engin stórkaup koma til hjá þeim. En Redknapp er fær stjóri og á pottþétt eftir að kaupa eitthvað snjallt fyrir minni peninga. 

  Mín spá miðað við það sem komið er:

  1. Chelsea
  2. Liverpool
  3. Manchester United
  4. City

  Það er alveg raunhæft fyrir Liverpool að ná öðru sæti en það verður erfitt og til þess þarf ansi margt að ganga upp. Leikjaálag er svo eitthvað sem ég hugsa að eigi eftir að spila með Liverpool þetta árið. En þetta er auðvitað bara spá. Ég sé ekki titla í farvatninu þetta árið. 

 14. Síðasta season var frekar sérkennilegt og ég fer ekki ofan af því að Manchester United vann ekki vegna þess að þeir voru að gera sérlega góða hluti heldur vegna þess að aðrir voru að gera slæma hluti. Held að létta boltaæfingin hjá Barcelona þar sem Manchester United var notað sem keilur styðji þessa skoðun mína.

  Ég er ekki að skilja þessa trú á Chelsea. Það er ekki eins og að það sé verið að skipta út ómögulegum stjóra fyrir frábæran. Þetta er ekki svona Hodgson í Kenny dæmi, heldur er verið að skipta einum góðum fyrir annan góðan. Hef grun um að Villas Boas komi til með að eiga við sama vandamál og allir aðrir stjórar hjá Chelsea sem er afskiptasemi Abramovich. Með fullri virðingu fyrir Þann sem við nefnum ekki með nafni (ÞSVNEMN) þá var einn besti leikur Chelsea í fyrra síðasti leikurinn áður en ÞSVNEMN fór til þeirra, með Anelka og Drogba fremsta. Voru enn í fullri barráttu um efsta sætið og síðan bara sim-sala-bimm; símtal og ávísun frá Abramovich og öllu raskað. Held að hefði Chelsea bara haldið sínu áfram er ekki víst að Manchester United hefði klárað þetta með þessum mun.
  Villas Boas og meiri tími fyrir ÞSVNEMN að koma sér inn er það jákvæða fyrir Chelsea en á móti kemur að allir lykilmenn eru ári eldri. Þetta eru margir hverjir frábærir leikmenn en að mínu mati voru flestir með lakari season í fyrra en árið áður. Mest hræddur um að Benayoun detti inn á gott season (en yfirleitt átti hann bara góða staka leiki) og nái að kveikja í ÞSVNEMN. Það verður aftur á móti áhugavert að sjá hvaða vinnufrið Villi Bóa fær ef ÞSVNEMN skorar ekki í fyrstu 2-3.
  Jújú – Chelsea verður í topp 4-5.
   
  Manchester United er eins og kynfæravörtur – það vill engin hafa þetta og ómögulegt að losna við. Tveir helstu kostir SAF eru etv að hann stjórnar og lætur aðra ekki trufla sig og hann er búin að sanka að sér mjög breiðan hóp góðra leikmanna. Þannig þoldi liðið að Rooney var ekkert spes stóran hluta síðasta árs (en ekkert spes Rooney er nú samt góður leikmaður…). Ef hann fékk mojo ígrætt með nýja hárinu þá getur það gert mjög mikið í vetur. Helsti veikleiki verður (vonandi) að fáir stjórar eru færari í að rústa markvörðum en SAF. Manchester United verður þarna í topp 3.
   
  Manchester City held ég að nái ekki að spila sem LIÐ og þar liggur veikleiki þeirra. Stundum er of mikil samkeppni um stöður neikvætt og þarna eru 2-3 klassamenn í nánast allar stöður. Þá fara menn að hugsa meira um að gera ekki mistök. Þar með er búið að taka neistann og frumkvæðið úr þessu. Tevez var skítsama og hann hafði þetta en ég var ekki að sjá neina sköpun hjá mörgum öðrum þarna. Teknískt etv besta lið deildarinnar. Ef Manchester City væri í myndlist þá væri þetta svona „paint by numbers“ fyrirbæri. Topp 5 en verður sögulega lélegasta „return of investment“ í fjármálasögunni.
   
  Tottenham er n.k. Múlakaffi fótboltans. Nokkuð öruggt en ekkert spennandi. Verða í topp 6.
   
  Arsenal hef ég of mikla virðingu fyrir. Því miður. En ég er alveg sáttur við þessa stefnu að byggja upp ungt, léttspilandi lið og neita að greiða grilljónir í laun. Held að sé meiri virðing í hvernig Arsenal hefur staðið í uppbyggingu undanfarin 10 ár en hvernig t.d. Manchester City fer að. Ég vona að Wenger nái að halda liðinu þarna í toppnum. Helst í öðru sæti en ALLS EKKI ofar en Liverpool!
   

 15. http://twitpic.com/4vmqkz

  Chelsea átti hrikalegan kafla frá Nóvember – Janúar 
  Eftir áramót voru þeir frábærir þrátt fyrir að Torres stóð sig ekki vel.

  Chelsea hefði unnið deildina hefði þeim tekist að standa sig skítsæmilega á tímabilinu Nóvember-Janúar

 16. Og Liverpool hefðu unnið deildina ef þeir hefðu rekið RH strax í Ágúst 🙂

 17. 19 Kristinn, við skulum frekar orða það þannig að ef eigendurnir hefðu sleppt því að gera þessi einu mistök sem þeir hafa gert sem hefði verið að reka Hodgson sama dag og þeir keyptu klúbbinn og ráðið Dalglish fyrir Everton leikinn þá værum við hugsanlega að taka þátt í meistaradeildinni í vetur

 18. Orðaði þetta fáránlega hér að ofanm átti að koma svona út

   19 Kristinn, við skulum frekar orða það þannig að ef eigendurnir hefðu sleppt því að gera þessi einu mistök sem þeir hafa gert sem var að reka ekki Hodgson sama dag og þeir keyptu klúbbinn og ráðið Dalglish fyrir Everton leikinn þá værum við hugsanlega að taka þátt í meistaradeildinni í vetur

 19. hehe… ég ætlaði nú ekki að alhæfa neitt, var bara að leiðrétta comment nr 17 (gettra) sem segir að hlutirnir hafi hrunið eftir að Torres kom sem er bara kolrangt.

  Í 13 leikjum á tímabilinu Nóv-Jan náðu Chelsea í 16stig, semsagt 1.2 stig í leik
  Í hinum 25 leikjunum voru þeir með að meðatali 2.2 stig í leik

  Eitthvað segir mér líka að ef síðustu tveir leikir mótsinst hefðu skipt Chelsea einhverju máli þá hefðu þeir ekki tapað f. Everton og gert jafntefli við NUFC… Ég veit það nú samt vel að það þýðir ekkert að alhæfa svona eftirá, stöðugleika þarf til að vinna deildina.

  Það sem ég skil ekki er þessi ofurtrú á Man City… Það kemur mér á óvart ef þeir verða í baráttu um eitthvað meira en 4. sætið

 20. Fínn pistill Babú, og Barca og NUFC fan eru með þetta líka. Ég held að það sé raunhæft að ætla að herja á fjórða sætið, Chelsea og Man U berjast á toppnum. Við megum ekki gleyma því að eins og staðan var í vor þá vorum við ansi langt frá þessum tveimur og þau þurfa í sjálfu sér ekki mikla styrkingu til að vera í topp2. Möguleikinn er að Man City blandi sér í þetta en mér sýnist 4.-5. sætið verða okkar ásamt Arsenal. Það er þó alltaf séns, eins og Barca fan segir, þá er góð byrjun gulli betri og ef sjálfstraustið kemur í okkar menn þá eru þeir til alls líklegir. Eins er rétt sem kemur fram að Mancini gæti klúðrað þessu fyrir City með varfærnum leik. Þá er líka ómögulegt að segja hvernig það lið gelast saman.

 21. birkir.is:
  Þannig að Sá sem við nefnum ekki með nafni skoraði ekki vegna þess að leikirnir skiptu ekki máli?
   
  Frá 6. febrúar (fyrsti leikurinn sem ssvnemn spilaði. Á móti LFC….. 0-1 fyrir LFC….) og að loka PL þá spilaði Chelsea 14 leiki; tapaði 4, 3 jafntefli og vann 7 = meðaltal 1,71 pr leik.
   
  Reyndar er merkilegt að ÁÐUR en Abramovich “took out the trash” þá er Chelsea með að meðaltali 1,83 pr. leik. Þannig að já – raskið sem þetta olli og óvissan með stjórann (þeir staldra svo stutt við að maður leggur ekki nafnið á minnið) var ekki til batnaðar.
  Að velja eitthvað smátímabil og nota það í svona tölfræði er vafasamt. þannig get ég alveg sagt að Liverpool hafi að meðaltali fengið 3 stig fyrir að vinna leiki.
   
  Kjarni málsins er þessi: Skiptir ekki máli þótt Jesús tæki við Chelsea: Ef hann fær ekki frið getur jafnel hann ekki unnið kraftaverk.
   

 22. Bæði Torres og Dzeko voru janúar-kaup sem stóðu ekki undir væntingum… Þetta verða eflaust allt aðrir menn á komandi tímabili… Benayoun held ég að eigi líka eftir að gera góða hluti hjá Chelsea.

  Ég hef bara enga trú á öðru en að Chelsea verði í topp 2 og tel það líklegra heldur en að ManUtd verða þar enda voru þeir að skipta út bæði Scholes og Van Der Sar… eiga náttúrulega ennþá eftir að finna eftirmann Scholes.

  Annars sé ég ekki hvað er vafasamt við að notast við þessa tölfræði, ég er bara að benda á að Chelsea byrjaði mótið þrusuvel og virtust ætla að stinga alla af… Svo tók við skelfilegt tímabil um mitt mótið ( 13x leikir er 1/3 tímabilsins ) sem þeir reyndu að bæta fyrir eftir áramót en það dugði ekki til.

  Að öðru leiti er ég sammála því sem þú skrifar. 😉

   

 23. Flottur pistill en spurning hvort að hann hafi ekki mátt bíða aðeins betri tíma. Til dæmis virðast Man City og Chelsea varla vera byrjuð með sumarkaupin sín. Ég treysti bara á að við fáum uppfærða stöðu í byrjun tímabilsins 🙂

  Það er svolítið gaman að skoða sögu Ferguson hjá United, í hvert skipti sem hann missir stórstjörnu, hvort sem þeir eru komnir á aldur eða ekki, frá sér þá virðist það taka Ferguson a.m.k. eitt tímabil að stilla liðið til aftur.

  1994 verður United meistari, Bryan Robson er seldur og United lenda í öðru sæti árið eftir en vinna svo 2 ár í röð.
  1997 verður United meistari, Eric Cantona hættir og United lenda í öðru sæti árið eftir en vinna svo 3 ár í röð.
  2001 verður United meistari 3. árið í röð, þá er Jaap Stam seldur (og reyndar Andy Cole og Teddy Sheringham líka) og United lendir í 3. sæti árið eftir.
  2003 verður United meistari, þá er Beckham seldur og united vinnur ekki titilinn 3 næstu ár.
  2009 verður United meistari, þá er Ronaldo seldur (og reyndar hverfur Tevez líka) og United nær “bara” 2. sæti árið eftir.
  2011 verður United meistari, Van der Sar og Scholes hætta og hvað gerist þá?

  Eina stóra undantekningin á þessu sem ég sé er þegar Schmeichel hætti 1999 þá urðu þeir samt meistarar árið eftir en samkvæmt þessu ætla ég að leyfa mér að spá að United verði ekki meistarar á næsta ári. Spurningin er bara hver taki dolluna. Ef liðskipan liðanna verður eins og hún er núna væri ég ekkert svartsýnn fyrir okkur Liverpool menn en ég er bara ansi hræddur um að Chelsea og City eigi eftir að kaupa ansi stórt inn núna í lok júlí eða byrjun ágúst og því eigi það eftir að taka okkur aðeins lengri tíma að ná titilinum en hann kemur fljótlega 🙂

 24. Fyrir mér er Villa Bóas hjá Chelsea algjörlega óskrifað blað. Ég hef svosem ágætis trú á honum sem stjóra en Chelsea skiptir álíka reglulega um stjóra og Real Madrid og krafan á Brúnni er árangur strax á fyrsta tímabili. Auk þess bíður hans það erfiða verkefni að beisla mestu prímadonnur deildarinnar sem eru flestir jafnaldrar hans og báru litla virðingu fyrir stjórum eins og Grant, Anchelotti og Scolari.
  Það kæmi mér hvorki á óvart þó Chelsea myndi sigra deildina örugglega,,, eða Bóas verði látinn taka pokann sinn áður en tímabilið er úti. 

 25. Bjarki, fraebert video thott eg hafi sed oll thessi mork oft og morgum sinnum. Thad er samt alltaf jafn frabaert ad horfa a konginn, og eg held ad flestir herna seu ad spa i hvad hann a eftir ad gera a naesta sesoni.  Min spa er ad hann a eftir ad vera rosalega mikilvaegur, kannski ekki bestur en a ogurstundu mun hnn reynast okkur vel.  Eg er sammala flestum herna ad thetta komandi timabil er eitt mest spennandi i araradir og eftir ad hafa verid bjartsynn i 5 ar, tha er ekkert sem bendir til svartsyni, nema thad ad thad se of mikil bjartsyni. Thvi thad er ju thvi midur thannig ad thvi meiri bjartsyni hja Liverpool thvi verr gengur.  En thad er eitt sem breytir theirri stadreynd, og thad er ad thad er einn madur tharna hja Liverpool semheitir KENNY DAGLISH og thad eitt er nog til thess ad vid munum enda sem sigurveigarar i thetta skipti.  Eg var rosalegur Rafa fan og eg er viss um med hans leikadferdum og KD hugarfari munum vid bara einfaldlega vinna deildina.  Semsagt min spa.
  1. LIVEPOOL
  2. Man.c
  3. Man.u
  4. Arsenal
  5. Chelsea
  6. Fulham

  9. Tottenaham

  Ja min spa er kannski odruvisi en adrar en eg er vissum ad hun getur raest, og eg veit ad allir eru til i thad.   

 26. Það var ótrúlegt hreint út sagt að Chelsea skuli ekki hafa rúllað upp deildinni síðast. Veit ekki hvað gerðist hjá þeim en þeir voru klárlega með besta liðið, að mér fannst. United sýndi stöðugleika, en blómstruðu aldrei. Þetta var hálfgert basl á þeim en einhvernveginn er hugsunarhátturinn á þeim bænum þannig að menn tapa bara ekki leikjum, punktur. 

  Ég held aftur á móti að United eigi eftir að taka deildina í ár og það nokkuð létt. Ekkert í gangi þar á bæ, svipað lið og í fyrra og þó þeir hafi misst Scholes og VDS þá er það ekkert í líkingu við að missa stórstjörnu líkt og Ronaldo.

  Chelsea eru með nýjan þjálfara og það tekur yfirleitt svoldin tíma að aðlagast. Þeir verða svoldið óskrifað blað reyndar. City eru enn of brothættir og ef Teves fer verður erfitt að fylla hans skarð. Arsenal verða þarna í 3 til 4 sæti og það kæmi mér ekki á óvart að við mynum lenda í harðri baráttu við þá um fjórða sætið. Tottenham missa Modric og enda í 6 til 8 sæti. 

 27. Frabær pistill, þetta er ástæðan fyrir því að ég er búin að fylgjast með þessari síðu nánast frá byrjun. 
  Varðandi okkar menn, þá fylltist ég slíkri bjartsýni eftir að liðið fór að spila fótbolta aftur eftir að KD tók við að ég hef alla tíð verið viss um að liðið muni blanda sér í baráttuna í vetur.  Kaup og sölur sumarsins hafa ekkert dregið úr þeim væntingum einungis bætt í þær. 
  Þess ber þó að geta að ég hafði álíka væntingar fyrir síðasta tímabil RB og einnig undir lokin hjá GH, þegar hann  keypti Diouf, Diao og félaga.   En ég hef gríðarlega góða tilfinningu fyrir vetrinum. 

 28. Klassa pistill eins og ávallt hér á þessari frábæru síðu, takk fyrir það.
   
  Ég persónulega geri mér engar sérstakar væntingar fyrir komandi tímabil, aðrar en þær að ég vonast til að Liverpool verði á topp 4 í Mai 2012. Mín trú er sú að það sem er í gangi hjá klúbbnum sé “work in progress” og vonir um 1 sætið séu því fjarstæðukenndar.
  En auðvitað getur all gerst, það er í það minnsta það sem ég tel sjálfum mér í trú um þegar ég kaupi Lottó miðann minn 😉
  Það er þó alveg ljóst að komandi tímabil verður mjög líklega skemmtilegra en síðustu 2.

 29. Ef ég væri nýr eigandi Liverpool, þá mundi ég ráða Hodgson bara til að geta rekið hann AFTUR

 30. Nr. 28 Gylfi

  Mig langar bara að skjóta því að, fyrst þú varst að setja kónginn í caps, þá heitir hann Kenny Dalglish, ekki Kenny Daglish.

 31. Framúrskarandi pistill á einu besta knattspyrnubloggi veraldarinnar.

  That is all.  

  Nei reyndar ekki. Ég ætlaði líka að giska á efstu 6:

  1. Man Citeh
  2. Man Utd.
  3. Liverpool 
  4. Chelski
  5. Arsenal
  6. Villa 

  20. Spurs  

 32. Og aftur kemur snilldar pistill á þessa síðu.

  mín spá

  Liverpool tekur 4. sætið ( held það sé raunhæft markmið )
  Chelsea tekur titilinn og Torres fer á kostum

 33. Við verðum í topp 4, það er klárt. En það er ekki raunhæft að spá nákvæmlega um lokastöðuna í deildinni að svo stöddu.  Margt virðist eiga eftir að breytast hjá flestum liðum.  En hvað segja Twitter-arnir núna? Eru fleiri lappir á leið til Liverpool? Og hverjir eru að fara? Nú er m.a. í slúðrinu að Marcell Jansen sé í sigtinu.  Veit lítið um kauða annað en hann er vinstri bakk, með 36 landsleiki fyrir Þýskaland.  Hann lítur vel út á pappír og eitthvað sem okkur gæti vantað, enda hefur okkur í raun vantað einn grjótharðan þýskara síðan Hamarinn kvaddi.
   
  Ps. Frábær pistill!

 34. Margir að seigja að ef dalglish hefði verið frá byrjun síðasta tímabils hefðum við jafnvel unnið enn núna erum við með carrol,zuares,adam,downing,henderson og aqua uuuu  við vinnum bara deildina 🙂 eða king kenny vinnur deildina

Kop.is Podcast #3

Góð grein um félagaskipti