Jovanovic á förum, hjólin byrjuð að snúast?

Samkvæmt frekar öruggum heimildum á Twitter, þá er Milan Jovanovic á förum frá félaginu og er að hefja viðræður við gríska félagið Olympiakos. Það kemur fram að þetta sé samkvæmt íþróttamiðlum í Serbíu, heimalandi hans. Einhverjir halda því fram að hann fái fría sölu, og að Liverpool þurfi ekki að greiða upp samninginn hans. Gott ef satt er, þá allavega kostar hann okkur ekki frekari pening í laun og slíkt.

Annars mætti liðið okkar til æfinga í dag aftur, allir nema Luis Suárez, Lucas og Henderson. Henderson fær auka frí vegna þátttöku í U-21 í sumar og hinir tveir eru uppteknir í Copa America. Aquilani er meira að segja mættur. Eins er gleðilegt að sjá þá komna í boltaæfingar þá Agger og Kelly. Stevie G er í sér þjálfun, enda að jafna sig eftir uppskurð. Hægt er að sjá myndir hérna.

Annars má nú búast við að hjólin fari að snúast, ef við erum að fara að losna við einhverja af launaskrá sem ekki eru inni í plönum King Kenny. Held að það sé fyrst og fremst það sem er að hægja á málum varðandi leikmannakaup. Charlie Adam hefur staðfest það að Blackpool og Liverpool hafi rætt saman um kaup á honum og reikna ég með að það klárist núna á næstu dögum. Eins er það alltaf að verða sterkari og sterkari orðrómur að Downing kaupin klárist fljótlega. Sjá hvað setur, næstu 2 vikur verða fróðlegar svo ekki sé meira sagt.

50 Comments

  1. Mikið rosalega verð ég sáttur að losna við Milan Jovanovic enda hefur sá maður ekki gert annað en að þiggja laun fyrir nákvæmlega ekki neitt. Núna þarf svo bara að losna við Poulsen og Koncheskey og þá eru launahæstu farþegarnir farnir frá. Ég vonast til þess að Joe Cole fái annað tímabil hjá okkur enda hefur hann sýnt það í fjölda ára að hann er frábær leikmaður og svona leikmaður glatar ekkert hæfileikunum bara með því að flytja til Liverpool.
    Ég sé að Kyrgiakos er ennþá þarna en ætli hann fari ekki bráðlega líka þrátt fyrir að hafa fengið nýjan samning um daginn ( sem fékkst bara með því að spila ákveðið marga leiki).
     
    Vonandi fara hjólin að snúast hratt núna og nýjir menn að mæta á svæðið.

  2. var henderson ekki að æfa með liðinu í dag? eða fær hann lengra frí vegna u21

  3. Ég held að mér hafi orðið óglatt við það að lesa að Adam kaupin klárist á næstu dögum og svo að Downing kaupin séu hugsanlega á leiðinni, maður er bara buin að lesa þetta sennilega daglega í svona 14 daga en þetta hlýtur að fara að klárast

    En mjög jákvætt ef við förum að losna við eitthvað af ruslinu svona helst eins og 4-5 stk og tökum 4-5 góða leikmenn í staðinn.

  4. Maður getur nú bara séð útfrá sjálfri myndinni af Poulsen þarna í Part One myndasafninu hversu arfaslakur knattspyrnumaður er þar á ferðinni.

  5. Ætlast til þess að við losum okkur við:
    Konchesky
    Jovanovic
    Kyrgiakos
    Poulsen
    N’Gog
    Maxi
    Slakir leikmenn sem eru á góðum degi meðal-leikmenn fyrir félag eins og Liverpool.
    Vonast svo eftir að KD og félagar gangi frá því góðir leikmenn eins og þeir sem orðaðir hafa verið við klúbbinn að undarförnu verði keyptir snarlega.
     

  6. Insúa var ekki mættur til æfinga Babu, og ég hef ekki hugmynd um af hverju! Var hann ekki annars samningslaus 1. júlí ?

  7. Er einhver hér sem getur frætt mig um hvað sé málið með þessi svörtu stuttu “vesti” sem allir útileikmennirnir eru í á æfingunni? Er þetta þyngingarvesti eða e-ð annað nýtt sem farið er að nota við æfingar?

  8. Jæja. Clichy farinn til City. Það verður  áhugavert að sjá hvað gerist í þessum vinstri bakvarðar málum hjá okkur.

  9. Ég er búinn að vera svo spenntur í allt sumar að líkja þessu má við að eignast barn. Ég var tipplandi á tánum um allar síður að sjá hverjir voru linkaðir við okkur og í hvert skipti ég sá nýtt nafn þá var farið á youtube og fundið video af viðkomandi og svo var pælt í því hvernig hann passaði í liðið og svo framvegis. Núna þegar nokkrar vikur eru eftir af glugganum þá er ég hættur að pæla í þessu og er orðinn frekar stressaður, kíki við og við og held ég haldi mig bara til hlés og mæti bara uppá fæðingardeild þegar glugginn lokar og klappa konunni á öxlina “well done” og læt mig hafa það sem kemur en treysti á King Kenny að ala það rétt upp svo það komi til vits og ára fyrir mig og félagið.

  10. Minni á Úrgvæ leikinn í kvöld fyrir þá sem eru komnir með fráhvarfseinkenni eins og ég. Skárra að horfa á 1 liverpool mann en ekki neinn á meðan maður bíður eftir að þeir mæti 11 í haust.

  11. Ef að maxi er slakur þá þarf nú skipta út öllu liðinu nánast.Í þessu fáu skipti sem maður gat brosað á síðasta tímabili var yfirleitt honum að þakka. Hann á skilið ár í viðbót. En samt mest þreytandi að sjá alla mest spennandi leikmennina á markaðinum sem voru orðaðir við okkur fara í önnur lið. Það gefur ekki ástæðu til mikillar bjartysýni þó ég voni að ég hafi rangt fyrir mér……..

  12. Gael Clichy in 2009: ‘I really believe if you are a player who thinks only about money then you could end up at Manchester City,’

  13. rottubergur þú ert nettengdur. en eg skal gefa þér einn séns hann byrjar 22:05.

  14. Að losna við Jova er bæði mjög jákvætt fyrir liðið sem og hann. Ábyggilega ágætis leikmaður en hann passaði bara enganveginn inní þetta Liverpool lið.
    En þegar að þetta er gengið í gegn væri alger draumur (sem rætast nánast aldrei) að losna við Poulsen, Konchesky, Ngog og jafnvel Soto. Maxi og J.Cole finnst mér að ættu að fá séns á næsta tímabili því ég er samála þeim sem segja hér að ofan að menn eins og J.Cole missi ekki hæfileikana bara við það að koma til Liverpoolborgar.

    Þetta Downing/Adam mál er orðið verulega þreytt! Ég vona að King Kenny sé að bardúsa eitthvað á bakvið töldin og svo hendast fram fréttir um að eitt stórt nafn sé að koma, jafnvel sóknarmaður.

    Mér finnst að Insua eigi að koma til baka til okkar og verði þá allavega backup því guð má vita það að Aurelio er ekki að fara að haldast heill allt tímabilið og ef við náum að losa okkur við Geimveruna þá er fínt að fá Insua inn og Robbinson verður til vara.

    En, núna er bara að bíða og sjá…eeeendalaus bið!

    YNWA – King Kenny!

  15. Babu nr. 2:
    Veit ekki betur en Insua hafi losnað undan samningi 30. júní sl. Skil alls ekki af hverju samningurinn hans var ekki framlengdur því hann er mjög efnilegur vel spilandi sóknarsinnaður bakvörður.

  16. Ég er farin að taka minna og minna mark með hverjum deginum sem líður á einhverju twitter slúðri frá einhverjum ´´áreiðanlegum´´ heimildamanni!

  17. við þurfum að bæta liðið verulega samt til að geta verið í topp 4 miðað við hversu mikið öll hin liðin ætla að kaupa og gera. Nú eru það ekki lengur risarnir 4 ! heldur 6 lið sem keppa um fyrstu 4 ! sem er náttúrulega geðveiki !… er einhver möguleiki á öðru sætinu ?

  18. Suarez að standa sig frábærlega en ég vona samt að úrugvæ tapi…þó svo að suarez standi sig vel.
    Það þýðir þar með sagt að kallinn okkar fær meiri hvíld og kemur betri inn í PL.  Flokkast sem eigingirni og margt ljótt…veit það… en mikið hlakka ég til að sjá hann í sama formi í vetur að spila fyrir Liverpool!

  19. #33
     
    Vargas er með einn svaðalegasta vinstri fót í bransanum. Tilhugsunin um hann á vinstri kant og jafnvel Baines fyrir aftan hann er alls ekki dónaleg (tjah, ekki nema að þú ætlir að misskilja “fyrir aftan hann” partinn).

  20. Ólafur Ingi 28: Djeefull er ég sammála þér! Sá líka að Hansen markmaðurinn var líka með hanakamb, en Agger er náttúrlega sé nettasti í bransanum.

    Og vá hvað var gaman að horfa á Luis Superman Suarez áðan! Maður fékk smá sprautu af Liverpool á að horfa á hann, frákvörfin frá Enska Boltanum(Liverpool) komin á hátt stig hérna megin..

  21. Ég er kannski að skúbba en voruð þið búnir að heyra að Charlie Adam málið ætti líklega að klárast á næstu dögum ? Og jafnvel Stewart Downing líka ?

  22. @36. Já, fyrir svona 6 vikum síðan. Ætli þessi félaskipti klárist ekki á næstu 64 dögum.

  23. Eftir leikina um helgina ætla ég að halda með Chile, langskemmtilegasta liðið (þó þeim vanti kannski ögn betri striker). Og Vidal er svakalegur, myndi alveg sóma sér vel í Liverpool (ha, vantar okkur ekki miðjumenn?)

  24. Spurning með vinstri bakvörðinn hjá okkur. Kannki er ekki vitlaust að halda Konchesky og hafa valið á milli hans, Robinson eða Johnson. Ég get ekki séð að þeir bakverðir sem hafa verið orðaðir við okkur séu með mikla yfirburði yfir þessa leikmenn. Konchesky og Robinson eru auðvitað mikil spurningamerki en Robinson er árinu eldri en í fyrra og minni kröfur eru á Konchesky svo kannski fer hann að blómstra? Johnson yrði þá backup fyrir þá og Flanagan kæmi í hægri bakvörð.
    Þetta þýddi meiri pening til að kaupa í aðrar stöður.

  25. Kannki er ekki vitlaust að halda Konchesky

    Nú slekkur þú á tölvunni og hleypur eins og fætur toga tíu hringi í kringum húsið sem þú ert staddur í. Þetta er augljóslega nauðsynlegt.

  26. Haha vonandi, ég er í alvöru að leggja til að kop.is fari í sumarfrí á þessum árstíma bara útaf þessum ummælum.

  27. Ég legg svo til að við endurvekjum í snarhasti “Bjartsýnisverðlaun Brösters” og stimplum okkur í sumarfríið á kop.is með að afhenda Kanil þau!!!

     

    Ég horfði í gær á video af æfingunni frá í gær og bara verkjaði að sjá Konchesky, Poulsen og Jones á henni en þó gladdist ég að sjá Dalglish flissa með akkúrat þessum mönnum.  Gæðakarl kóngurinn og ljóst að hann ætlar ekki að hrauna yfir eitt eða neitt þar á bæ!

     

    Fannst tveir leikmenn vanta af öllum hópnum, sá hvergi Kuyt og Maxi.  Veit einhver hvort þeir fengu aukafrí drengirnir.

     

    En takk Kanill, you made my day, trúin þín á kröftum Dalglish gefa mér nýja von.

     

    Svo er það bara fríið….

  28. Ég tek glaður við bjartsýnisverðlaununum. Það er best að vera bjartsýnn.  

Kevin Keen ráðinn þjálfari.

Gerrard ekki með til Asíu