Gerrard ekki með til Asíu

LFC.tv staðfestir í dag: Steven Gerrard fyrirliði fer ekki með liðinu til Asíu í næstu viku.

Að vissu leyti er þetta eðlilegt og sniðug ákvörðun. Gerrard er að jafna sig eftir uppskurðinn sem batt enda á tímabil hans í mars sl. og því skiljanlegt að hann verði eftir heima til að einbeita sér að því að jafna sig. Hins vegar er þetta líka þörf áminning að við getum ekki treyst á Súpermann lengur. Gerrard er nýorðinn 31s árs gamall og ekki jafn sprækur og hann var fyrir 4-5 árum.

Það verður að byggja upp í kringum hann og nota hann sem plús ofan á það sem er fyrir, í stað þess að leggja of mikla ábyrgð á hans axlir og panikka svo ef/þegar hann meiðist eitthvað. Þess vegna grunar mig að við höfum byrjað sumarið á að kaupa Henderson og séum líka að reyna við Adam, af því að þá er breiddin á miðjunni áfram feykigóð þótt Gerrard eða Spearing, sem hafa meiðst mest af miðjumönnunum okkar sl. ár, missi eitthvað úr.

Breiddin skiptir máli. Fyrirliðinn minnir okkur á það. Vonandi þýðir þetta að hann verður 100% klár og óþreyttur í fyrsta deildarleik í ágúst, þótt vissulega sé svekkjandi fyrir aðdáendur í austurlöndum fjær að fá ekki að berja Súpermann augum.

Einnig: Gael Clichy, sem við buðum í, er farinn annað. Ég ætla ekki að hafa áhyggjur, ég ætla ekki að hafa áhyggjur, ég ætla ekki að hafa áhyggjur…

17 Comments

 1. Ágætis fréttir, að mér finnst. Ef hann er eitthvað tæpur er best að hafa hann heima og láta þá menn sem eru heilir spila sig saman, fá þétta og solid miðju.

  Hlakka til að sjá hvernig þessu verður háttað með liðsuppstillingu, vona að King Kenny taki þetta og hristi aðeins upp í liðinu!

  YNWA – King Kenny!

 2. Flott að taka enga áhættu með Gerrard, Hann verður vonandi 110prósent klár í fysta leik og spilar eins engill. En Hárrétt hjá þér Kristján það er ekki hægt að treysta lengur á Gerrard, hann mun meiðast og þá verða að vera til leikmenn sem geta spila hans stöðu. T.d Adam og Hederson
  Ég er sammála þér að ég hef enga áhyggjur af leikmanna kaupum í sumar, það er einn kóngur og hann veit hvað hann er að gera. Hef bullandi trú að Liverpool á eftir að vera mjög vel mannað í fyrsta leik í ágúst, hvot það sé bekkur eða byrjunarlið.
  Held að fólk þurfi aðeins að hugsa raunsært á hlutina. Í drauma heimi og fm væri búið að kaupa Aguero, Mata, Hazard, Young, G.Cahill og fl en þetta er ekki alveg eins auðvelt og í fm. Þetta kemur allt Carroll, Suarez og Hederson eru bara byrjunin af því sem koma skal.
  Y.N.W.A and in kenny we trust.

 3. Leiðinlegt samt fyrir locals sem voru ábyggilega flestir spenntastir fyrir að sjá Gerrard

 4. góðan dag,
  mig langaði að vita hvort einhver þarna úti gæti bent mér á hvernig sé best fyrir mig að nálgast miða á leik Arsenal vs Liverpool þann 20.ágúst næst komandi. ætlaði að fara með tvo syni mína með mér. okkur myndi þá vanta 3 miða á leikinn. ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að hafa samband við Arsenal klúbbinn úti eða liverpool klúbbinn? eða á ég að hafa samband við Liverpool kúbbinn hér heima?
  ég er ekki í liverpool klúbbnum en er stuðningsmaður liverpool, ég er hvorki skráður meðlimur hér heima né úti.

  hvernig væri best fyrir mig að snúa mér í þessu máli?
  kv,
  steini

 5. Getur athugað gosports.is
  Talaði við hann fyrir 2 árum þegar mig vantaði ferð með stuttum fyrirvara, gat reddað öllum fjandanum.  Þurfti bæði miða Í kop og VIP á trafford.  Böl að eiga united menn fyrir vini. Hann reddaði því og fleiru til fyrir okkur.  Kostaði reyndar sitt.

 6. Örugglega gáfulegt að taka enga sénsa með Captain Fantastic, en kom hann ekki fram í viðtali um daginn þar sem hann talaði um að hann hefi ekki verið í álika formi og hann er nú í mörg ár?
   
  Þannig að hér er um taktíska ákvörðun að ræða, ekki það að hann sé eitthvað tæpur

 7. Munum við þá ekki loksins sjá Aquilani aftur í einhverri stórri rullu?

  Er það ekki bara mjög jákvætt út af fyrir sig?

 8. Eina vitið fyrir Gerrard að vera ekki að flækjast í einhverja auglýsingaferð heldur einbeita sér að því að geta spilað alvöru fótbolta. Hann ætti auðvitað að hætta í hvelli að spila með enska landsliðinu til að geta hámarkað lok ferilsins hjá Liverpool.

 9. Fabio Coentrao er líklegast á leiðinni til Real Madrid er Marcelo þá ekki orðinn bekkjarsetumaður, er ekki málið að skella sér á hann?

 10. Stonefree.
  Travel2football.is er að auglýsa hér fyrir ofan.
  Fór á leik síðasta vetur í gegnum þá og var mjög fínt..

 11. Ef Augero er að hugsa um að fara til Juve afhverju í fjandanum er Liverpool þá ekki á eftir honum. Juve lenti í 7. sæti í Seria A á síðasta tímabili og er ekki á leið í neina evrópukeppni frekar en Liverpool þannig að ef Augero er til í að fara til Juve þá ætti hann nú alveg klárlega að vilja fara til Liverpool. Suarez, Carroll og Augero saman frammi það er náttúrlega bara draumur í dós.

 12. Það er fínt að Gerrard mæti ekki í þessa leiki í Asíu enda þarf hann að koma 100% í byrjun deildarinnar og ég persónulega myndi óska þess að Gerrard myndi hringja í Capello og segja honum að hann væri hættur að leika með landsliðinu til þess að lengja ferilinn hjá Liverpool. Með Gerrard heilan allt næsta tímabil þá er ég bjartsýnn á að við náum í topp 4 í deildinni. Tottenham tókst þetta enda með gott lið en það hjálpaði þeim gríðarlega að hin liðin voru að keppa í CL og þar með meira álag á þeim.

 13. Stonefree …. Talaðu við Lúðvík ( Lúlla ) hjá Vita ferðum, hann hefur gríðargóð sambönd í Englandi og alveg 100% náungi, hugsa að ef hann ekki getur reddað þér miða á þennan leik þá getur það enginn

 14. Ég ætla ekki að hafa áhyggjur, ég ætla ekki að hafa áhyggjur, ég ætla ekki að hafa áhyggjur…
   
  He he, þetta er einmitt það sem maður hugsar núna.
   
  En ég treysti því að við fáum eina bombu í lokin á glugganum, einhvern sem við höfum ekki verið orðaðir við (ekki margir eftir) sem er samt stórt nafn.
   
  En þessi blessuðu bakvarðar mál verða þó að leysast sem fyrst… bara svona til þess að halda geðheilsunni.

 15. Hvað er aftur málið með Insua? Var samningurinn hans að renna út eða verður hann eitthvað áfram?

Jovanovic á förum, hjólin byrjuð að snúast?

Hugmyndafræði akademíunnar