Hvað er í gangi með Phil Jones?

Það er laugardagskvöld og ég nenni varla að skrifa, en ég verð að reyna að koma þessu á blað til að fá eitthvert vit í slúðrið. Þannig að hér hefst tilraun mín til að skilja hvað í fjandanum er í gangi með sölu Phil Jones frá Blackburn.

Eftir því sem ég best veit af því að lesa Twitter og fréttamiðlana alla vikuna er atburðarásin þessi:

  • Við lok tímabilsins var vitað að Liverpool, Man Utd og Arsenal hefðu áhuga á honum.
  • Samkvæmt blaðamönnum á Twitter voru Liverpool búnir að tékka óbeint á honum, væntanlega með því að tala við umbann hans eins og venjan er, fyrir síðustu helgi og fá þau svör að hann væri til í að koma til Liverpool.
  • Eftir því sem ég kemst næst buðu Liverpool svo u.þ.b. 10m punda í hann í byrjun vikunnar, og í kjölfarið fóru menn að tala eins og hann stefndi örugglega til Liverpool.
  • Á þriðjudeginum breyttist það þó þegar fregnir af 16,5m punda tilboði Man Utd bárust. Þessi upphæð er sögð virkja klausu í samningi hans sem gerir honum kleift að semja við viðkomandi félag.
  • Á miðvikudeginum, á sama tíma og Jordan Henderson er í læknisskoðun hjá Liverpool, fer Jones í læknisskoðun hjá United og samþykkir samningstilboð þeirra. Fer svo til Danmerkur með U21-landsliði Englendinga í þeirri trú að hann sé United-leikmaður, ásamt nýja Liverpool-leikmanninum Henderson.
  • Á fimmtudag fara að vakna spurningar því Liverpool kynna Henderson formlega en ekkert heyrist enn frá United og Blackburn varðandi Jones.
  • Á föstudeginum heyrast fréttir af því frá Blackburn að þeir vilji meina að klausan í samningi Jones sé aðeins þannig að 16,5m punda tilboð sé nóg til að leyfa honum að ræða við félagið, en Blackburn þurfi samt sem áður ekki að taka lægsta tilboði ef þeir fá fleiri en eitt tilboð yfir þessari upphæð í leikmanninn.
  • Blöðin ytra segja svo frá því í gær að Liverpool hafi ekki gefist upp og séu búin að bjóða 22m punda í leikmanninn.

Í dag segja The Telegraph frá því að United búist við að leysa flækjuna og tilkynna Jones sem sinn leikmann strax á morgun, sunnudag. Þetta gæti því verið orðin úrelt færsla hjá mér þegar sum ykkar vakna á hádegi á morgun og lesa þetta vitandi að Jones sé formlega orðinn United-maður.

Hins vegar segir Daily Mail í dag frá því að áætlanir United séu í tætlum, að moldríkir eigendur Blackburn og stjórinn Steve Kean hafi fundað í Mumbai síðustu tvo daga og ákveðið að berjast gegn sölunni til United. Þeir vilji helst halda Jones enda metnaður í gangi á þeim bænum en ef hann vilji fara muni þeir selja hann til hæstbjóðanda.

Sá hæstbjóðandi virðist í dag vera Liverpool með 22m punda tilboð sitt en Daily Mail segir einnig frá því að Arsenal hafi stokkið inn með tilboð sem er hærra en tilboð United. Þannig að það gætu verið a.m.k. tveir klúbbar að bjóða hærra en United í leikmanninn.

Þetta er hið flóknasta mál allt saman. Vilja Blackburn selja? Þurfa þeir þess? Ætla þeir að neyða Jones í annað félag en United ef hann hefur ákveðið að fara þangað? Hvernig virkar þessi klausa í samningnum hans eiginlega?

Ég geri fastlega ráð fyrir að Phil Jones verði orðinn leikmaður Man Utd áður en langt um líður, þó ekki sé nema bara út af því að hann hafi ákveðið sig og þegar klárað læknisskoðun þar. Það væri eiginlega óhugsandi að sjá hann enda hjá Liverpool eða Arsenal eftir að hafa gengið svo langt í að semja við erkifjendurna. Þannig að ég hef nákvæmlega 0% trú á því að hann komi til Liverpool eftir allt saman, þótt við eigum hæsta tilboðið.

Engu að síður sé ég mikla ástæðu til að gleðjast yfir því að Dalglish, Comolli og FSG skuli ekki gefast upp og bjóða 6m hærra en United í leikmanninn. Við getum lesið eftirfarandi atriði úr þeim aðgerðum:

  • Menn eru klárlega ekki hættir að eyða fyrst þeir eru tilbúnir að borga 22m fyrir Jones án þess að hafa ekki enn náð að selja einn einasta leikmann. Mjög jákvætt, peningarnir virðast vera til staðar.
  • Það er ákveðin grimmd í gangi um að klára mál sem fyrst og gera það sem til þarf til að landa fyrstu valkostum, hvað sem þarf til þá verður það bara gert til að klára málin.
  • Það er verið að senda United ákveðin skilaboð: ekki búast við að sitja einir að bestu bitunum í krafti nafns og hefðar næstu árin. King Kenny er til í slaginn. Mikið höfum við beðið lengi eftir að sjá þessi skilaboð send.
  • Jones er þrátt fyrir allan ruglinginn nánast orðinn United-leikmaður, að ég tel, en tilhugsunin um að þeir þurfi að borga 6-7m punda meira en þeir ætluðu sér fyrir hann vegna frekju í Liverpool fær mig til að brosa breitt. Mjög breitt. Get ekki að því gert. 🙂
  • Liverpool er að bjóða 22m punda í miðvörð. Jafnvel þótt Jones sé ekki að koma er ljóst að við ætlum að kaupa miðvörð í sumar. Leikur enginn vafi á því lengur.

Mín spá: Phil Jones verður leikmaður Man Utd á næstu dögum. Gæti tafist eitthvað af því að nú er hann að spila á fullu með U21-landsliði Englendinga en um leið og flækjurnar á milli United og Blackburn leysast (ég giska á að United hækki tilboð sitt á endanum til að ljúka málinu) mun þetta samt klárast. Ég skal éta hatt minn ef hann spilar fyrir annað lið en United á næsta tímabili.

Í kjölfarið mun Liverpool festa kaup á annað hvort Scott Dann eða Mahmadou Sakho. Þeir verða að lifa með því að vera annar eða þriðji valkostur en í þetta sinn verður varla hægt að sakast við klúbbinn. Ég vona bara að sá þeirra sem kemur reynist vera réttur kostur.

Það er allavega ljóst að Liverpool eru mættir á leikmannamarkaðinn. Það hefur ekki farið framhjá neinum, ekki einu sinni Sir Alex Ferguson. 🙂

87 Comments

  1. Skemmtileg lesning.
    Ef ekki annað, þá eru þetta mjög skýr skilaboð til Man Utd og annara liða í deildinni.
    Drullið ykkur frá, við erum að koma 🙂

  2. Jones er þrátt fyrir allan ruglinginn nánast orðinn United-leikmaður, að ég tel, en tilhugsunin um að þeir þurfi að borga 6-7m punda meira en þeir ætluðu sér fyrir hann vegna frekju í Liverpool fær mig til að brosa breitt. Mjög breitt. Get ekki að því gert. 🙂

    Þeta finnst mér vera lykilatriðið.  Það að við skulum pína júnæted til að punga út 6-7 milljónum aukalega með bara svona smá “stríðni” upp á 22 milljónir punda finnst mér alger snilld. Það er ekki eins og júnæted hafi verið að eyða skrilljónum í leikmannakaup þannig að það er spurning hvort að þessar 6-7 milljónir sem þeir þurfa að borga aukalega í þetta transfer komi ekki til með að setja smá strik í reikninginn hjá þeim. Þeir hafa þá alla veganna ekki efni á annarri Bebe vitleysu þetta sumarið 🙂

  3. Ég er mjög ánægður með að við skulum logsins vera farnir að sýna klærnar á leikmannamarkaðum. Held að þetta sé rétt að byrja hjá okkur 😀

  4. Mig langar rosalega mikið í hann en mér sýnist Dalglish vera að láta Utd eyða budgetinu sínu í Jones. 

    Thommo staðfesti líka að LFC eru búnir að bjóða 21m í Jones þannig þetta er eitthvað legit. Kom víst líka í Guardian. Vona að við fáum hann en tel litlar líkur á því.

  5. Mér finnst nafni minn að þú ritar united með stórum stöfum alltof oft…. þeir eiga það svo sannarlega ekki skilið 😉

  6. Myndi ekki gera mér miklar vonir um Sakho á þessu stigi málsins, hann hefur talað um að hann vilji vera áfram hjá PSG og þroskast meira sem leikmaður áður en hann fer einhvert annað.

    Hinsvegar hef ég mikla trú á Scott Dann, þar sem að hann er poolari og B’ham féllu. Væri samt mjög mikið til í að sjá Simon Kjær, alltaf verið hrifinn af honum, og hann er hefur oft talað um hversu mikið honum langar til Liverpool. Síðan eru Wolfsburg búnir að vera í svo miklu rugli að það kæmi mér ekkert á óvart þótt þeir myndu selja.

    Er samt sem áður gífurlega sáttur með þessa ákveðni í KK og Comolli, sýnir að við getum alveg spilað big ball við hin liðin. Vonum bara að Mata verði næstur inn til okkar!

  7. Á fimmtudag fara að vakna spurningar því Liverpool kynna Henderson formlega en ekkert heyrist enn frá United og Blackburn varðandi Henderson.

    Meinarðu ekki varðandi Jones? 🙂

    Annars skemmtileg lesning.

  8. Biðin hjá UTD er að öllum líkindum vegna þess að Jones, Young og De Gea verða tilkynntir formlega, allir saman eftir U21. Ef að Blackburn gæti aftur á móti barist gegn sölunni, þá væri enginn tilgangur með þessum klásúlum 🙂

  9. Skulum sjá, Indverjarnir eru fyrir það fyrsta hundfúlir að missa Jones og eru sagðir hörkubissnessgaurar sem munu ekki hafa glaðst yfir því að umbinn ætlar drengnum til United.
     
    Þeir munu taka hæsta tilboði og við skulum bara sjá hvort Glazerarnir eru í gírnum til að takast á.  Ég vorkenni Unitedmönnum vissulega að hafa skrýtna Kana sem eigendur en ég er alveg handviss um það að þetta mál er ekkert klárt og kvitt ennþá.  Ekki frekar en De Gea – Rauðnefur er í fríi og ég er viss um að hann fer að fá meltingartruflanir yfir baconinu sínu bráðum, ef það er ekki þegar orðið.  Hann verður að vera í leiknum þessa dagana, annars gæti hann misst af einhverju.
     
    Sjáum til…

  10. Maggi, við vorkennum manu mönnum ekki neitt. Það er gaman að sjá menn hnykla vöðvana á leikmannamarkaðnum, langt síðan það gerðist.

    Spurning þó hvort verðmiði þeirra leikmanna sem við verðum orðaðir við í sumar muni ekki hækka, þar sem menn vita að það eru peningar í boði. En þetta er og verður spennandi sumar.

  11. Rosalega líst mér vel á þessa nýju stefnu hjá Kenny og félögum, kaupa ungt og efnilegt, verðmiðinn mætti vera aðeins lægri, en ég held að leikmannamarkaðurinn í dag sé bara orðinn svona, þú kaupir ekki leikmenn lengur á undir 3 milljónum punda, nema að þeir heia Christian Poulsen.

  12. Lítur allt út fyrir að við vorum að hækka kaupverðið á honum fyrir united. FSG mean business
     
    Manchester United set to pay £20.5m for Jones after late £22m offer from Liverpool
    By Nick Harris
    SJA Internet Sports Writer of the Year
    12 June 2011
    Prompted by a ‘hardball’ attitude from Blackburn Rovers owners and a late £22m bid on Saturday from Liverpool for Rovers’ England under-21 defender Phil Jones , Manchester United have agreed to pay £20.5m for the player and the deal is expected to be completed imminently. It is mid-afternoon in India at the time of writing and the decisions were finalised this morning, Indian time.
    As has been widely – and correctly – reported, there was a £16.5m release clause in the extended Rovers contract that Jones, 19, signed in February.
    But the Rovers owners’ contention was that it didn’t necessarily force them to sell Jones as soon as one club triggered it with a bid of that amount.
    A crucial fact that muddied the waters is United appeared to know precise details about the terms of the release before Rovers had given any club permission to speak to the player. The only way United could have known this is if Rovers had told them – and sources insist they didn’t – or if somebody else told them when they shouldn’t have done so under the letter of the transfer laws.
    This fact, as well as Liverpool’s offer of £22m, gave Rovers some traction in negotiations. Well-placed senior sources in India have made it clear that a tapping-up complaint against Manchester United was an option open to them.
    If Manchester United felt they were on solid ground with their £16.5m deal and no more, that’s what they’d be paying. But they’re not paying that. That’s why the deal has been agreed at £20.5m. They are paying more to make the deal happen now.
    Venky’s did not want to go down the acrimonious route of official complaints if it could be avoided, and clearly feel there is no point in dragging the situation out further. In any case, Jones has made it clear his preference is to join United.
    In the end, it was decided that holding out for more than £20.5m wasn’t going to help manager Steve Kean’s planning. Kean flew into Mumbai yesterday. The owners and Kean spent yesterday in Pune, discussing their options.
    The Rao family, who bought Blackburn late last year, wanted to keep Jones. That was their preference. Income from a sale is of no relevance to them. But once it was clear Jones was never going to be persuaded to stay – even on £80,000 a week and with the future captaincy as bait – the issue was getting as much above £16.5m as possible.
    Sportingintelligence does not know whether Liverpool would have gone higher than £22m but that bid was made yesterday. If nothing else, this saga demonstrates that United and Liverpool are both going to spend large amounts this summer.

  13. Það væri frábært að eiga mann einsog Jones í Liverpool liði framtíðarinnar. En persónulega vildi ég frekar kaupa mann sem stekkur beint inní byrjunarliðið og styrkir það strax. sb, Cahill, Kjær, eða einhvern á því caliberi. Því það má ekki gleyma að við eigum einn granítharðann U21 miðvörð í Martin Kelly og sá verður mikið flottari leikmaðuren Jones undir handleiðslu King Kenny ásamt réttu magni af spilatíma á næstu árum.

    Long time reader, first time commenter 😉

  14. Shit hvað þetta er mikill “liverpool” pistill
    MU að fá geðveikan leikmann sem liverpool vildi, og það er skrifaður um það pistill hvað þeir eru lang næst bestir í að fá hann.
    “Í kjölfarið mun Liverpool festa kaup á annað hvort Scott Dann eða Mahmadou Sakho. Þeir verða að lifa með því að vera annar eða þriðji valkostur en í þetta sinn verður varla hægt að sakast við klúbbinn”
    Hvað er annað en að sakast við klúbbinn? MU er að fá hann ekki liverpool, afhverju ? Jú því þeir buðu á undan og voru graðari, ég sakast við klúbbinn að fá hann ekki

  15. Persónulega skiptir þetta mig ekki máli…erum með fyrir Carra (Aldur?), Skrtel (solid hjá KK), Agger (ef hann heldur sér heilum), Kyrgiakos (selja?), Kelly (roosalegt efni) og Wilson (fá fleiri leiki?). Við erum með ágæta miðverðu, að mér finnst. Danny Wilson hefur aðalega fengið bakvörðinn ekki miðvörðin þegar að hann er með fyrir utan nokkra leiki sem hann stóð sig mjög vel í og Kelly er náttúrulega sá leikmaður sem ég hrífst lang mest af af þessum ungi sem eru að koma upp!
    Ég mun ekki fara yfirum ef við náum okkur ekki í miðvörð beint inní byrjunarliðið, þ.e.a.s nema að hafa þá sem voru taldir upp heila….
    Hins vegar langar mig óskaplega mikið í almennilegan kantmann, Young er ekki að koma til okkar….Nasri?, Hazard?….þetta verður Awesome sumar held ég 😉

    YNWA – King Kenny!!!

  16. nr 17. Teddi
    Auðvitað er þetta liverpool pistill. Þetta er Liverpool síða. Ef þú vilt lesa scum fréttir eða eithvað annað þá ertu á vitlausri síðu.
    Þetta var mjög sniðugt orðalag hjá þér samt ” lang næstbestir í að fá hann” Ég hló alveg, en þessi pistil

  17. ….er ekkert um það held ég. Heldur að KK og FSG eru mættir og það verður ekkert gefið eftir á markaðnum í sumar. Heldur verður Scum og Chel$ci mætt af fullri hörku!

  18. Engan dónaskap þótt Teddi sé á annarri skoðun.

    Teddi, ég var ekkert að hrósa sigri yfir einu né neinu, bara að reyna að skilja atburðarásina. Ef þú last allan pistilinn til enda þá hlýturðu að hafa séð að ég spáði því að Jones yrði samt United-leikmaður og að ég hefði 0% trú á að hann kæmi til Liverpool. Ég var að reyna að líta hlutlaust á málið, en þetta er jú Liverpool-síða og því sjálfsagt að ég gleddist aðeins yfir grimmd nýju eigendanna á leikmannamarkaðnum.

    En það er auðvitað ekkert nýtt að United-menn komi hér inn og séu steinhissa á að það sé verið að hrósa Liverpool á Liverpool-síðu…

  19. hehe.. #22 Þú ert maðurinn
    Ég er ekki scum. Heldur mjög harður liverpool maður, en ég er bara ekki blindur á staðreyndir. Og staðreynd þessa máls er að Phil Jones er á leið til utd. en ekki liverpool, og það eru allir svo geðveikt anægðir með að við sýndum greddu í að fá hann, en greinlega ekki nógu mikla greddu er það? #19 #22 í lok dagsins standa utd uppi með geðveikan miðvörð sem liverpool langaði í en þurftu að settla fyrir annan eða þriðja kost en það 

    “verður varla hægt að sakast við klúbbinn”

    #18 Carra er 33 ára gamall, á þetta tímabil, ekki mikið meir. Agger, er alltaf meiddur, getur nánast sleppt honum í upptalningunni. Hef trölla trú á Kelly. Skrtel er kaggi. Selja Grikkjan, veit ekki með wilson. finst þetta ekki breidd upp á marga fiska. 

    Mér finst allveg klárt, og ég veit að það verður keyptur miðvörður til lfc í sumar, einhver grimmur

  20. Kristján Atli, ég hef komið inná þessa síðu daglega og lesið hvern einasta pistill inná þessari síðu í 2-3 ár. þetta er alltaf síða nr.2 sem ég opna á eftir FB. þannig að ég er alls ekki að dissa þessa síðu what so ever. ég veit þú gafst það nokkuð ljóst að títnefndur jones væri á leið í vitlaust lið. En það breytir samt ekki staðreyndinni að greddan sem LFC sýndi var kannski mikil og er ég virkilega sáttur með það líka EN hún var ekki nóg, og too little too late á smá við. Djöfull vona ég að ég þurfi að éta hattinn minn núna  😉

    En ég ætlaði mér nú ekki að valda mönnum kvíðakasti hérna, og biðst því afsökunar

  21. Sakho er betri en Phil Jones? Jones er bara svona mikils virði afþví hann er bara 19 ára. Er Sakho ekki 21 eða eitthvað svipað?

  22. Það var allt annað að sjá Skrtel og Glendu eftir að KD og Clarke Komust að þeim, júju Agger er alltaf meiddur og Carra sennilega á sínu síðasta tímabili í byrjunarliðinu, Soto fer pottþétt.

    Svo megum við ekki gleyma því að Kelly er að upplagi miðvörður og getur vel spilað sem slíkur, þannig að fyrir mína parta þá er nóg að kaupa LB fyrir þetta season i vörnina.

  23. Held að menn séu algjörlega á villigötum þegar þeir tala um að okkur vantar ekki endilega miðvörð í þetta lið. ‘Eg myndi segja að við yrðum að fá miðvörð inn í sumar, og topp mann að auki. Það er akkúrat ekki nein breidd í þessari stöðu hjá okkur og með smá meiðslum þá værum við í ruglinu.

    Myndi byrja á að styrkja vörnina, miðvörð og bakvörð og svo reyna við einhvern flottann á kanntinn. Hvernig er það annars, er ekki bara vel mögulegt að hafa Suarez á vinstri næsta vetur og Gerrard uppi með Carroll. Þeir geta svo svissað þessu fram og til baka í leikjum. Suarez fer alveg svakalega mikið þarna niður á vinstri allavegana.

  24. Oki, oki…játa á mig að hafa ekki hugsað þetta 110% til enda. 
    Þetta tímabil -> Carra, Skrtel, Wilson, Kelly? og Agger í örfá skipti. Soto verður seldur og Ayala gæti mögulega verið bekkjarsetumaður.
    Einn miðvörð og vinstri bakvörð, möst kaup!!

    YNWA – King Kenny!!

  25. Suarez getur alveg spilað úti á vængjunum og mun örugglega gera það eitthvað en ég vill fá 2 kantmenn, vill það mun meira en bæta við miðjuna en ef það er til hellingur af fé má alveg kaupa Henderson og Adam á miðjuna, 2 kantmenn, senter, vinstri bak og miðvörð, því meira því betra.

  26. Teddi – Utd bauð aldrei á undan, betra að vera með staðreyndir á hreinu.

    Liverpool var komið langleiðina með að klára þetta þegar PJ snérist hugur á síðustu stundu, endaði í Manchesterborg í stað Liverpool og gekk undir læknisskoðun sama dag og hann átti að gera slíkt hið sama í Liverpoolborg. Það var Utd sem komu inn og stálu honum af LFC, ekki “little to late” hjá púllurunum.

    Þetta hélt ég að hefði ekki farið fram hjá neinum. Allir “ITK” á twitter, rawk, ynwa ofl stöðum höfðu sagt þetta fyrir helgina “örlagaríku”, hætt var að taka við veðmálum þess efnis mánudagsmorguninn (að hann gengi til liðs við Liverpool FC) – en eitthvað náði til stráksins. Utd kom inn, með boð og stráknum varð ekki snúið. Hvort sem það var vegna hærri launa, taugar hans til Utd eða einfaldlega vegna þess að hann telur sig eiga meiri möguleika á að safna medalíum þar get ég ekki sagt til um.

    Hvað “GEÐVEIKAN MIÐVÖRД varðar kemur tíminn til með að leiða í ljós. Það er langur vegur á milli þess að vera efnilegur og geðveikur, spurðu bara Titus Bramble sem var eitt mesta efnið á sínum tíma – nefni hann til gamans þar sem hann spilar sömu stöðu. Dæmin eru ótalmörg. Annars er ég á þeirri skoðun að strákurinn hafi allt til brunns að bera til þess að verða frábær miðvörður. en 20mp er ótrúlega mikill peningur, eitthvað sem menn eru ekki eins fúsir að benda á og þeir voru með Henderson, sem var nokkrum kúlum ódýrari. Þannig að ég tek undir orð hér að ofan, ekki við klúbbinn að sakast.

  27. Þetta er athyglisverður og ágætur pistill en ég hnaut um einn af þessum punktum sem þú bendir á í lokin. Ég tel að þetta sé rétt sem þú bendir á að stjórnendur Liverpool séu að sýna aukin kraft og metnað og ætli sér stóra hluti. Ég tel það hinsvegar vera fullkomna óskhyggju að telja að United þurfi að borga 6-7 milljónum meira vegna þess að Liverpool ákvað að vera með frekju og bjóða 22 milljónir. Nú eru að koma fregnir um að klásúlan í samningnum hans sé 16.5 milljónir + 4 milljónir sem eru árangurstengdar og að Blackburn hafi ekki tekist að hrinda þessu. 

  28. Finnst engum öðrum það frekar súrrealískt, að eftir að við höfum hlegið að sykurpabbaklúbbunum Chelski og Man$ity síðustu ár fyrir að hafa keypt gommu af leikmönnum á langtumuppsprengdu verði, að núna er okkar ástkæra Liverpool farið að feta sömu braut?

    Nú veit ég afar lítið um Phil Jones eða Jordan Henderson (og aðra sem Liverpool er orðað við), þar sem ég hef afar takmarkaðan áhuga á að horfa á leiki með öðrum liðum en Liverpool, annað en að þeir þykja mikið efni. En 20+ milljónir punda fyrir ,,efnilega” leikmenn?! Kannski er ég bara svona gamaldags, en ég set bara skýlausa kröfu á að menn sem kosta slíkar upphæðir skulu bara gjöra svo vel og borga þetta margfalt til baka með frábærum frammistöðum (og titlum)!

    Ég verð hreinlega að friða samviskuna mína  og fá að vera pínulítið skeptískur á þessa kaupstefnu FSG. Jújú, ég gleðst auðvitað yfir því að mitt heittelskaða Liverpool getur loksins farið að berjast um stóru bitana á leikmannamarkaðnum, en ég er ekkert búinn að gleyma Knoll og Tott, sem keyrðu félagið mitt hársbreidd frá gjaldþroti. Ef Fowler lofar, þá munum við ekki þurfa að súpa seiðið af óskynsamlegri eyðslu FSG á næstu árum … eins og við gerðum þangað til á þessu ári. 

    Kveðja,
    leiðinlegi gaurinn í partýinu 🙂

  29. Held að margir einfaldlega hafi öfundað Chelsea og City fyrir að geta keypt svona mikið. Það sem menn eru kannski líka pirraðir yfir eins og með City td er það að þetta er kannski aðeins of ýkt á þeim bænum, þeir eru með frábæra fótboltamenn á ofurlaunum bara á láni hér og þar td. Ég persónulega mundi ekki syrgja það ef Henry og félagar myndu eyða 300 milljónum punda í sumar en veit það líka að það er ekki að fara að gerast.

    Við skulum líka alveg róa okkur í að bera FSG saman við þau 2 lið. Þó Liverpool kaupi 6-7 leikmenn í sumar jafnvel fyrir 70-80 eða 90 milljónir punda og selji í staðinn fyrir 30 milljónir þá er það ekkert samanburðarhæft við það sem City td hefur gert síðastliðin 2 ár og ég held að FSG séu ekki að fara gera neitt í áttina að því. Það má heldur ekki gleyma því að Liverpool hefur verið að koma út á 0 eða í plús síðustu 5-6 leikmannaglugga og ég sé ekkert að því núna að eyða töluverðum fjármunum í leikmenn en þó Liverpool kaupi 5-6 leikmenn þá held ég að það muni ekki verða raunin í hverjum glugga í framhaldinu eins og hjá City td.

  30. Homer- Liverpool er ekki að feta sömu fótspor og City og Chelsea eru búin að vera gera að mínu mati. City og Chelsea hafa verið að kaupa fullt af leikmönnum og ekki hugsað mikið um akademíuna hjá sér. Annað en Liverpool sem er núna að verða komin með eina bestu akademíuna á Englandi. Svo er stefna FSG að eyða aðeins pening sem félagið aflar sér annað en Chelsea og City, hvort þeir séu að gera það núna veit ég ekki. En auðvitað þarf að eyða pening til að komast á toppinn en það þarf að gera það skynsamlega. Annað en City og Chelsea eru að gera og eru alltof mörg dæmi um illa úthugsuð kaup hjá þeim. Liverpool er að mínu mati að eyða peningunum nokkuð skynsamlega með að kaupa leikmenn sem endast lengi og geta skilað peningnum til baka og margfalt það en einnig leikmenn sem geta haft hátt endursöluverð. Svo að mínu mati er Liverpool langt frá því að vera eins og þessir klúbbar.

  31. Er Mata sem er verið að orða við okkur, sá sami og var að spila hjá Spánverjum í U21, í treyju númer 10 ?

  32. Þetta eru ævintýralegar upphæðir. En það verð ég að segja að eftir að hafa séð leik enska U21 liðsins í kvöld þ.m.t. téðan Jones, sem allir vilja í sínar raðir, og svo okkar nýjasta leikmann, Henderson, að það er mikið verk óunnið með þessa leikmenn.

  33. Nr. 35 akademían hjá hjá Chelsea er mjög öflug og mikið verið lagt í hana síðustu ár en sorglegi hlutinn við hana er að erfitt er fyrir ungu leikmennina að komast í aðalliðið þegar alltaf eru keyptar einhverjar stjörnur. Enda er það krossinn sem þarf að bera ef leikmanna kaupstefna félagsins er svona. Ég þekki það vel og grunar að þið eigið eftir að kynnast því líka. En velkomnir í toppbaráttuna Liverpool menn því svona fer hún fram í dag með því að eyða (sad but true spurðu bara arsenal fan)

  34. Henry og co sögðu að þeir væru hér til að vinna titla. Þeir sögðu það sama um Boston Red Sox þegar þeir tóku við og gerðu þá að meisturum. Eina leiðin til þess,

    Er að kaupa samkepnishæfa leikmenn meðað við hin stóru liðin. Jú við komust langt með þennnan hóp sem fyrir er en það vantar meiri breidd til að fara alla leið og í meistaradeildina aftur takk fyrir.

    Ég fagna ári útrásar hjá Liverpool og vona að sem mestu verði eytt í leikmenn 🙂 

    YNWA!

  35. Aldrei hefur komið upp sú hugsun hjá mér að fara inná Man utd síðu á netinu, áhugi minn á þeim blúbbi er bara 0% , það eru hinsvegar nokkrir man utd menn sem geta ekki slitið sig frá Liverpool síðunum og eru síðan alveg steinhissa á umræðunni á þeim síðum.. Segir það ekki bara ýmislegt um þetta fólk 🙂

  36. Einhver sem er í Danmörku og fer á æfingu Englands eða leik. Getiði beðið Phil Jones um að árita Liverpool treyju og sjá hvað gerist?

  37. Þið hafið alltaf keypt leikmenn fyrir 30-40 millz 5-6 leikmenn…..ekki bara núna af því Daglish er kominn. Hann er engin galdramaður

  38. Dalglish hefur ekkert með eyðsluna að gera það eru nýju eigendurnir.

  39. Held að menn ættu bara að gleyma þessu með Jones. Hann er/verður United maður og er það bara búið og gert.

    Annars er ég svoldið sammála þeim sem efast örlítið um þessa hörðu stefnu með englendingana. Verðið á þessum strákum er að fara uppúr öllu valdi, bara því þeir eru enskir.

    ‘Ég er ánægður með að finna unga og efnilega menn en mér finnst þeir ekki endilega þurfa að vera enskir. Norður og vestur evrópskir leikmenn fitta flott inn í enska boltann, eru yfirleitt ekki með neitt vesen og fást á mun betra verði.

    Hvernig stendur annars á því að það er svona lítið um þýskara í enska boltanum. Ætli það sé enn svoldið aumt á milli þessara þjóða síðan í stríðinu ??

  40. Hvernig er það, missti af leiknum England-Spánn í gær…

    Hvernig voru þessir umræddu menn að standa sig? Henderson, Jones og Mata??

  41. #42 Haukur. Alveg rétt; ekki má dæma leikmenn eftir aðeins einn leik en ég var nett fúll yfir hvað lítið spil var hjá enskum í leiknum. Punkturinn var samt eiginlega sá að LFC, Scum o.fl. eru að fjárfesta rosalegum upphæðum í unga enska leikmenn. Og þótt ekki sé mikil sanngirni í að dæma lið og menn eftir einn leik, og allt eigi sjálfsagt eftir að breytast þegar líður á U21 keppnina, kemur óneitanlega upp sú hugsun hvort LFC sé að fá nóg fyrir peninginn?

    Tökum tékkann Borek Dochal sem dæmi um leikmann sem spilar svipaða stöðu og Henderson og leit óneitanlega mjög vel út í gær.

    En hvað veit ég í minn haus? Nákvæmlega ekki neitt!

  42. Nr 48 & 49 – takk fyrir að benda á hið augljósa, þetta hafði engum manni dottið í hug.

  43. Æji mér er nú alveg sama hvort þessi Marveaux komi ekki og eigilega vona að hann komi ekki, ég vill fá 2 sterka kantmenn eins og Mata og Downing, eða Downing og Lennon eða eitthvað í þá áttina og vill alls ekki að þessi gaur sé einn af 2 sem við fáum ef við fáum 2. Ef menn ætla að kaupa 2 sterka kantmenn og vilja þennan aukalega bara til að breikka hópinn væri það svo alt annað mál.

  44. Að borga 16,5 mills punda er of mikið fyrir leikmann sem Dalglish ætlaði hvort eð er að nota fyrir varaliðið.

  45. Jæja drengir er með staðfestar fréttir hérna: 

    Félagi minn var í Danmörku um daginn og hitti þar umboðsmann sem hann þekkir vel. Sá maður heitir Kenny Moyes og er bróðir David Moyes stjóra Everton.

    Þessi Kenny Moyes er einnig umboðsmaður Charlie Adam og hann sagði honum að kaupin á Adam til Liverpool væru frágengin. Á bara eftir að tilkynna það. 

    Þetta eru staðfest tíðindi.

  46. Ætla að leyfa mér að trúa því ef að snillingurinn Kenny Moyes segir það.  Því miður tók David bróðir hans ranga ákvörðun en Kenny er eðalmaður með miklar taugar til Íslands.  Vissi að hann væri umboðsmaður Charlie Adam og er hress og kátur drengur sem gæti alveg verið til í að enda í svona spjalli um drenginn þann.
     
    Hef mikla trú á því að þetta verði klárt fyrir vikulok.

  47. en ef þetta er allt svona löngu orðið klappað og klárt af hverju þá að bíða með að staðfesta það?? var jones ekki líka “klappað og klárt” þangað til að united bauð í hann. og þá var hann “klappað og klárt”  þangað. þangað til að Liverpool buðu eftur í hann og þá þurftu united að borga meira og þá var það loksins klappað og klárt!! ef Adam er klappað og klárt þá vil ég fá það (staðfest) en ekki sjá sir alex leika sama leik og sir King og koma með tilboð í hann til að neiða King til að borga meira..

  48. Henderson átti nokkrar góðar rispur í leiknum í gær, ég er spenntur fyrir honum. Hins vegar var Phil Jones að heilla mig upp úr skónum og ég er sannfærður um að þar er frábær leikmaður á ferð. Hefði viljað þennan dreng í Liverpool.

    Jeffren fannst mér virkilega slappur í liði Spánar, svolítill Babel fílingur, lengi að ákveða sig, gefa boltann of seint og hlaupa beint á varnarmenn og vona það besta.

    Mata var spennandi, Kyle Walker var virkilega góður, Martínez líka…

    Auðvitað bara 1 leikur og eins og sagt var hér áður eru menn ekki dæmdir þannig… Mun klárlega fylgjast með þessum liðum þegar líður á keppnina.

  49. @63

    Það var nú líka þannig á einum tímapunkti um Jones til Liverpool 😉

    En held að það sé voða lítil samkeppni um þessa menn og fínt að fá þá báða uppá breidd á miðjunni og köntunum. Ég ætla rétt að vona að það verði annar kantari keyptur með Downing, t.d Mata, því mér finnst Downing einfaldlega ekki nógu góður til að vera í byrjunarliðinu í Liverpool. Hann strækar mig einhvernveginn sem svona ósköp meðalgóður fótboltamaður. En eins og ég segi, fínt uppá breiddina 🙂

  50. 65 jú Hodgson ætti að taka því boði miðað við að hann skildi telja þessa 2 leikmenn nógu góða til þess að spila fyrir Liverpool, væri líka fínt ef hann keypti þá bara af okkur báða fyrir 8 milljónir punda sem er svipað verð og hann greiddi fyrir þá til Liverpool.

    Annars er frábært ef Adam og Downing eru að koma, þá vantar bara einn kantmann í viðbót og þá er miðjan orðin þrusugóð. Þetta er að lúkka vel allt saman

  51. Er það bara ég sem er ekki hress með að united eru linkaðir við menn eins og Sneijder,özil,modric og Nasri meðan við erum að rembast við C.Adam, Downing, Nzogbia?

    Ekki misskilja mig þetta eru ekki slæmir leikmenn en þeir eru klassa fyrir neðan þá sem eru linkaðir við MU

    Ég vona að allt fari vel í sumar og ég hef ekki áhuga á Downing eða týpum í hans gæðaflokki , ég vill fá þá bestu! 

    kv
    Sigurjón

  52. United er ekkert að fara fá þessa leikmenn er nokkuð viss um það. Megum heldur ekki gleyma því að við höfum ekki meistaradeildarboltann og því kannski erfitt að ætla sér þessa allra bestu.

    En hvað eru 2 ár síðan Man Utd keypti óþekktan aðila frá Wigan að nafni Valencia? sé ekki að N Zogbia td geti ekki komið til Liverpool og gert sömu hluti og Valencia er að gera hjá Man Utd.

    Adam er klassa spilari, Downing mundi nytast okkur mjög vel svo mér lýst vel á þá leikmenn sem við erum orðaðir við og eða erum að kaupa.

  53. ég veit að þeir eru ekkert að fara að kaupa alla þessa leikmenn en hugsanlega er Sneijder eða einhvejir fyrr uptöld á leiðinni til þeirra og þótt Adam hafi átt gott tímabil með Blackpool þá nær hann ekki með tærnar þar sem Sneijder hefur hælana.

    En ef nóg af peningum er í boði afhverju erum við ekki að reyna við menn á þessu caliberi og þar að auki hefði ég ekkert á móti því að reyna að ná í Neymar. Hann er efnilegasti leikmaður heims og FSG eru þekktir fyrir að eyða stórum upphæðum í leikmenn sem hafa getuna í að verða bestir. 

    Ég skil að það er uppbygging í gangi en ég held að það muni taka langan tíma að ná liðum eins og united og Chelsea meðan við höfum ekki fjármagn til að bjóða leikmönnum á hæsta caliberi alvöru samninga. 

    Auðvitað treysti ég Kenny en maður fær það á tilfinninguna að við séum frekar langt á eftir enþá og ég geri mér ekki of miklar vonir fyrir næsta tímabil

    kv Sigurjón

  54. Því miður er ég einhvernveginn ekki eins spenntur núna og ég var fyrir mánuði síðan. Ef þetta er rétt með Adam að þá erum við komnir með tvo miðlungsgóða miðjumenn fyrir verulega háar upphæðir. Veit að það er kannski ekkert að marka eftir einn leik en eftir að hafa horft á þessa leiki sem búnir eru á EM að þá finnst mér vera einn miðjumaður í hverju liði (fyrir utan Ísland og H-Rússland) sem hafa meira til brunns að bera en Henderson. Alveg viss að ef að lið eins og t.d Aston villa hefði keypt þessa menn hefði það verið fyrir miklu, miklu minni pening.
    Og er svo næsta target Downing?
    Okkur vantar klárlega fleiri menn með X-factorinn. Suarez er með hann en þessir 3 sem ég var að telja upp eru því miður án hans.

  55. leiðinlegt að seigja það en ég held að þetta se rétt hja ykkur! trúi ekki að það se verið að reyna að kaupa 27 ára gamlan einfættan hægan kantmann sem enginn vildi kaupa á betri aldri þegar hann var hja midlesborough fyrr en þeir féllu og urðu að selja hann og þá var það aston villa sem er miðlungslið sem keypti hann an nokkurar samkeppni frá stóru liðunum ! ef downing kemur til Liverpool þá mun ég allavega ekki kaupa mer treyju merkta honum ! getum allt eins haldið j.cole og hækkað launin hans aðeins !

    Downing er lelegur buisness mín skoðun !

  56. Fáránlegt að byrja sumarið á að kaupa tvo miðjumenn. Sérstaklega þar sem vængirnir eru áberandi slakastir hjá okkur? Þurfum eitthvað betra en Downing á þann vinstri.

  57. Veit einhver hvað JH, IA og TW ætla að gera í leikvangamálum?

    Langt síðan maður heyrði af því annars er ég hlyntur því að það eigi að byggja nýjan leikvang…

    😀

  58. Strákar við verðum bara að gera okkur grein fyrir því að menn eins og Sneijder, Hazard, Nazri og Aguero eru ekki raunhæf skotmörk þegar við höfum ekki meistaradeildina að bjóða, kannski smá séns á Aguero en ekki mikill.

    Charlie Adam, Downing, N Zogbia og þessir kallar eru samt leikmenn sem vissulega gætu bætt liðið okkar og hafa auk þess reynslu úr ensku deildinni sem er mjög jákvætt. Ég hefði viljað Ashley Young en hann er búin að velja United að öllum líkindum eingöngu vegna þess að þeir hafa meistaradeildina. Kannski væri agnarsmár séns á að kaupa Modric eða Bale og þeir hefðu ahuga á Liverpool því þeir hafa ekki meistaradeildina hjá sínu liði hvort eðer en til þess þyrfti að bjóða mjög háar upphæðir.

    Neymar er hinsvegar nafn sem vert væri að skoða, hann fer til Evrópu er ungur og ekki víst að hann sé sérstaklega bundinn því að velja meistaradeildarlið, hann gæti kannski sætt sig við að bíða í eitt til tvö ár eftir henni. Til þess að fá hann þarf líklega á milli 30 og 40 milljónir punda og það væri frábær leikur hjá Henry og félögum að negla hann en því miður sé ég það ekki gerast.

    Ég er sáttur með Henderson, Adam, Downing, MATA, Wickham og þar frameftir götunum en það væri frábært að fá eitt alvöru nafn með þessu líka sem gæti verið Aguero eða Neymar en ég tippa á að við fáum ekki inn svona nafn.

  59. Allt logar á twitter um að Adam sé að koma! Menn segja að hann sé að stitta fríið sitt á Dubai til að reyna að klára skiptin yfir..

    Svo smá innskot frá Poul Thompson sem segir meðal annars að Mata, Adam og Cahill séu þeir sem við erum að fara að vaða í næst:

    Pault86 Paul Thompson

    @matt_1989_96@Pault86 any word on who them other 2 players were?” – Mata, Adam, Cahill

    4 hours ago Favorite Retweet Reply

    Pault86 Paul Thompson

    I’m fine. Thanks for everybody asking. Charlie Adam 100% happening. I said Monday or Tuesday and I’m still expecting that to be the case.

  60. Hvernig er það, settu atletico madrid ekki lokadag á að bjóða í Aguero 15. júni, er þá ekki til valið fyrir liverpool að tjékka á því? var sagt að aðeins Juventus hafi sett sig í samband vegna aguero og ekki eru þeir í Champions league þannig að við ættum að eiga jafna möguleika og þeir ef ekki betri þar sem að Aguero hefur sagt að hann haldi með liverpool? ég segi bjóða í hann strax 35m punda og klára það

  61. Getur ekki verið að kaup sumarsins séu hugsuð með það að markmiði að komast í cl á næsta seasoni, það sagðiGerrard allavegana að það væri markmiðið.
    Þetta eru allt leikmenn sem geta hjálpað liðinu til að ná þeim árangri tel ég. . . 

    Svo þegar liðið er komið í CL þá er hægt að fara að leggja allt púður í classan fyrir ofan sem sættir sig ekki við annað en að spila í CL og búa til lið sem keppir um að vinna allar keppnir, þá eru þeir menn sem verið er að kaupa núna frábærir svona squad playerar (adam,nzogbia,downing. ekki henderson og Mata sem gætu verið að verða key playerar þá) og liðið komið með ógnvænlegan 24manna hóp.

    Annars veit ég ekki, en svona lúkkar þetta svoldið fyrir mér 😛

  62. Hvernig sannfærir þú mann um að koma til Liverpool? Bendir á leikmenn sem eru hjá klúbbnum? Saga og hefð? Anfield? Framkvæmdarstjóri og eigendur? Framtíðarsýn? Evrópukeppni? Hvernig líta keppinautarnir út? Allt eru þetta póstar og fleira til sem þarf að “selja” leikmönnum sem Liverpool er að reyna að fá til sín.
    Liverpool hefur ekki mjög marga leikmenn sem eftirsóknarvert er að spila með. Gerrard er kominn á seinni hluta feril síns en er klárlega ein aðal aflaklóinn. Carra veit ég ekki hvort hafi eitthvað aðdráttarafl. Reina…. tja hann er markmaður og ég held að það sé í besta falli hjá varnarmönnum þar sem markverðir hafi eitthvarð aðdráttarafl. Suarez og Carroll eru svona rétt að byrja mynda aðdráttarafl fyrir klúbbinn. Kuyt ætti að geta vakið áhuga hjá leikmönnum. Ég held að þá séu þeir leikmenn upptaldir hjá Liverpool sem eitthvað aðdráttarafl hafa. En sú fullyrðing er auðvitað mjög afstæð.
    Sagan og hefð. Söguna þekkja flestir og ef ekki að þá er alltaf jafn gaman að fara tour um bikarasafnið. Hefðin hefur ekki verið mikil síðustu árin og hefði sigurinn eftirminnanlegi 2005 ekki komið í hús og FA 2006, að þá þyrfti að fara aftur til fimmu árið 2001 til að benda á eitthvað bitastætt. Titlarnir og “runners up” koma ekki nógu og reglulega um þessar mundir en sýnir þó að Liverpool er eitt sigursælasta lið Evrópu og hefur þ.a.l. mjög stóran og breiðan stuðning um heim allann. Það eitt og sér ætti að geta togað flesta leikmenn til okkar.
    Liverpool endaði í 6.sæti á síðasta tímabili með 50,8% stigahlutfall. Man.City endaði í því 3. með 62,2% og þeir koma til með að fá flesta þá leikmenn sem þeir vilja sökum fjárhagslegs styrk. Því verða þeir og liðin í 1. og 2. sæti í topp 4 á næsta tímabili. Því er það spurning hvað Tottenham og Arsenal ætla að gera á leikmannamarkaðinum í sumar.
    Arsenal gætu misst þungaviktarmenn og hafa því róað sína stuðningsmenn með því að gefa það út að það verði keypt stórt í sumar. Ef bara Cesc og Nasri fara þá verða þeir að versla fyrir háar upphæðir bara svo “skríllinn” verði rólegur. Því það er ekki nóg að hluthafar séu ánægðir, stuðningsmenn vilja titla. Venger þekkir deildina vel og gæti komið á óvart og fengið reynda leikmenn til sín og þá er aldrei að vita hvað gerist á þeim bænum. Vonandi þó, okkar vegna, halda þeir sig við kaupstefnu undanfarinna ára og þá ætti Arsenal að vera í kringum 60% stigahlutfall áfram.
    Tottenham virðast ætla að vera rólegir á markaðinum í sumar en þó eru nokkrir leikmenn orðaðir í burtu þannig að þeir hljóta að versla einhverja leikmenn. Annars væri gaman að skoða fjárhagslega stöðu þeirra og kanna hvort það að missa af meistaradeildinni nú í ár sé eitthvað sem skaði þá mikið. Tottenham var með meistaradeildarbeitu á króknum fyrir síðasta tímabil, nú er ekkert svoleiðis til að flagga. Því ætti að vera erfiðara að fá leikmenn til að spila fyrir þá og því gef ég mér að þeir verði áfram með 54% stigahlutfall.
    Það hlýtur að vera markmið tímabilsins 11/12 að ná í eitt af efstu 4 í deildinni og komast í meistaradeildina. Eins og staðan er í dag að þá er eini raunhæfi kosturinn að velta Arsenal af stalli. Man. Utd, Chelsea og Man. City. eru einfaldlega of langt á undan okkur í stigum síðastliðið tímabil og leikmannahópur þeirra of breiður, til að það sé raunhæft að keppa við þá.
    Það er nú síðan svo skemmtilegt með alla tölfræði að það er hægt að rýna í hana á marga vegu og forsendur niðurstaðna geta verið breitilegar. Liðin sem enduðu fyrir ofan Liverpool á síðasta tímabili eiga það öll sameiginlegt að það var sami maðurinn sem stýrði liðinu allt tímabilið. Blessunarlega fyrir okkur Liverpool menn er það ekki svo hjá okkur. Eftir að Dalglish tók við að þá breittist stigahlutfall okkar til hins mun betra. Í þeim 18 leikjum í deildinni sem Dalglish stýrði var stigahlutfallið 63% og ef við færum það yfir á heilt tímabil skilar það 71 stigi í hús. Það er jafn mörg stig og Chelsea og Man. City enduðu með.
    Hvað þeir heita nú allir þessir leikmenn sem orðaðir eru við okkur þurfa þeir allir að fá samþyki Dalglish til að vera keyptir. Hvernig sem okkur stuðningsmönnum lýst á blikuna með þennan og þennan leikmann að þá hefur King Kenny svo margsannað fyrir okkur að hann veit upp á prik hvað hann er að gera þegar hann stýrir knattspyrnuliði. Því er það fyrir mér mjög gaman að Liverpool virðist nú geta borgað uppsett verð fyrir leikmenn. Þá er mér alveg sama hvað hann kostar svo lengi sem hann vill spila fyrir Liverpool. Leikfræðin hjá King Kenny Dalglish er náttúrulega bara dásamleg og gaman að horfa á. Ég þori ekki fyrir mitt litla líf að gagnrýna fyrirfram kaup Liverpool um þessar mundir.
    Ef Liverpool ætlar að ná árangri verður að koma upp stöðuleika í liðið. Það eru of margir leikmenn sem eru of oft meiddir í styttri eða lengri tíma. Henderson spilaði t.a.m. 93% mínútur í 38 deildarleikjum á síðasta tímabili. Þó svo að hann verði ekki máttarstólpi í liðinu á næsta tímabili er gott að vita af svona manni í hópnum. C.Adam var með 12 mörk og 9 stoðsendingar á síðasta tímabili, hann hlítur að hafa eitthvað fram að færa. Vörnin hjá Liverpool var ekki oft eins í vetur og það er erfitt að ná upp stöðuleika þannig. Innanhúsmenn eru með plön hvað varðar vörnina það er ljóst. Steve Clarke er sagður vera snillingur í að skipuleggja varnarleik. Því þarf Liverpool að bæta sóknarleik sinn til muna ef þeir ætla að vera “með”. Liverpool skoraði 59 mörk á síðasta tímabili og vil ég sjá bætingu um 15-20 mörk á því næsta.
    Liverpool hefur aðdráttarafl þótt engin meistardeild verði nú í vetur. Það eina sem ég vil vita núna er hvað gera á í vallarmálum?

  63. En hvað segja þessar tölur um C.Adams. Tók hann ekki allar vítaspyrnur, aukaspyrnur og hornspyrnur?

  64. 80# Hvaða máli skiptir það að Adam tók víti,horn og aukaspyrnur?
    er eithver i LFC sem er með betri statistík en Adam?
    er ekki snilld að fá svona mann sem skapar hættu hvar sem er á vellinum?
    Ég er svakalega spenntur yfir því sem er í gangi hjá LFC og CL here we come!!

  65. það skiptir bara miklu máli. Segir hvort að þetta mörkin komi úr vítum og assist úr föstum leikatriðum.
    Síðan erum við víst með mann sem heitir Kuyt sem er með betri statistík

  66. Vantar okkur ekki akkúrat það að geta nýtt okkur föst leikatriði (aðallega horn og aukaspyrnur) betur en siðustu ár? Ég hefði haldið það

  67. Þær segja að hann sé góður aukaspyrnu/hornspyrnu og vítaspyrnumaður, dickweed

  68. Freysi kemur með góðan punkt drengir, Hversu framarlega er Adam í goggunaröðinni í vítaspyrnum og aukaspynrum?

    Stór hluti marka hans á þessu tímabili komu úr auka- og vítaspyrnum svo það væri fásinna annað en að taka það með í reikninginn. Hann er ekki að fara fram fyrir Gerrard og Kuyt á vítapunktnum. Gerrard og Suarez eru svo mun frekari á að taka aukaspyrnurnar heldur en Adam, svo erum við með Mereiles og Aurelío…

    Adam er samt líklega hugsaður inn í liðið útaf sendingargetu og spilhæfni fremur en hæfileikum í að taka föst leikatriði. Bónusinn við hann er svo að hann getur skorað mörk og tekið þessi föstu leikatriði þegar menn vantar eða til að skapa óvissu um hver kemur til með að taka aukaspyrnuna.

    Persónulega myndi ég vilja að hann tæki hornspyrnur í stað t.d. Gerrard og Meireiles, þar sem Gerrard skapar hættu inn í teig og Raul er stórhættulegur í volleys. Svo veit maður ekkert hvernig Dalglish mun koma til með að still upp þessum mönnum með  Lucas, Henderson og jafnvel Shelvey og Spearing á hliðarlíunni…

    Fanga komu Adam og vona að hann standi undir væntingum

  69. Erum menn í alvöru að gráta það að klúbburinn okkar er að hreyfa sig duglega á leikmannamarkaðinum og það er ekki einu sinni búið að opna á Erlenda markaðinn.

    Það er 100% að við eigum eftir að fá fleiri menn til liðs við okkur og hvernig væri nú að sýna smá traust til manna sem hafa sýnt okkur á ekki lengri tíma að þeir eru traustsins verðir.

    Þessir menn hafa sýnt fram á það að þeir eru tilbúnir að klára hlutina ef viljinn er fyrir hendi

    Menn geta þá grátið í September ef það er ekki búið að fullmanna liðið að þeirra mati

    YNWA

Liverpool bjóða í Gael Clichy!

Liverpool: The Complete Record – forpöntun lýkur í dag!