Liverpool bjóða í Gael Clichy!

Ja hérna. Maður er ekki fyrr að átta sig á staðfestum félagaskiptum Jordan Henderson að næsta sprengja fellur. The Times segja frá því í kvöld að Liverpool hafi boðið 5m punda í vinstri bakvörð Arsenal, Gael Clichy. Það er ekki hægt að lesa grein The Times án áskriftar en The Guardian og Daily Mail hafa líka tekið fréttina. Tony Barrett skrifar samt fréttina fyrir The Times og ef hann segir eitthvað er varla hægt að kalla það slúður, þannig að við getum treyst þessu.

Clichy er á 26. ári og á ár eftir af samningi sínum við Arsenal. Heimildir segja að hann hafi tilkynnt Arsenal að hann ætli ekki að endurnýja samning sinn og sé því falur fyrir 5-6m punda. Þó er talið næsta víst að þessu fyrsta boði verði hafnað, að þeir muni vilja meira en 6m punda fyrst það er Liverpool sem býður og muni örugglega reyna að berjast gegn því að missa hann til keppinauta eins og okkar. Þannig að þótt áhuginn sé sterkur hjá okkar mönnum er langt í land með að þetta geti orðið að veruleika.

Hvað Clichy sjálfan varðar veit ég ekki hversu hrifinn ég er af þessu. Hann er vissulega betri kostur í mínum huga en Jose Enrique, Emilio Izaguirre og fleiri sem ég hef heyrt nefnda en er hann nógu góður? Það er spurningin. Hann bætir allavega talsvert það sem við höfum fyrir og getur leyst vandamálastöðu á meðan Jack Robinson er bara 17 ára og því ekki enn tilbúinn að taka yfir þessa stöðu.

Við sjáum hvað setur.

Já, og ég átti samtal við United-aðdáanda í dag sem reyndi að pirra mig eitthvað með því að Phil Jones hafi valið þá Man Utd fram yfir Liverpool og Arsenal. Ég minnti hann góðfúslega á að hjá Liverpool er ungur, enskur miðvörður sem heitir Martin Kelly og ég er ekki að kaupa það að Jones sé neitt betri en Kelly. Og við þurftum ekki að eyða 16m punda í Kelly. Þannig að þá vitið þið hverju þið eigið að svara ef einhver United-aðdáandinn reynir að spæla ykkur. 😉

103 Comments

 1. já það er nú líka að koma í ljós að blackburn eru ekki alveg að fara láta hann frá sér á 16 mills… eða það segir allavega slúðrið… eitthvað fáránlega orðað að hann megi tala við önnur lið ef boð uppá 16 mills komi en blackburn þarf ekki að samþykkja það og þeir ætli ekki að gera það….. hann hefði betur á að halda kjafti og sleppa því að drulla yfir liðið sitt hehehehe

 2. Ég held að það séu til betri menn en Clichy. Ég horfði á mjög marga Arsenal leiki á liðnu tímabili og það sem stendur uppúr í hans leik er að hann getur ómögulega krossað. Og þurfum við ekki einhvern sem getur matað Carroll, þó auðvitað að kantarar séu til þess

 3. Að mínu mati eru Clichy, A. Cole, Evra og Baines bestu vinstri bakverðir Úrvalsdeildarinnar.

  Að næla í einn af þeim er solid move, sérstaklega á undir 10 milljónir punda. Gott mál!

 4. Ég veit ekki með Clichy! Hann hefur vissulega verið að berjast um vinstri bakvarðarstöðuna í franska landsliðinu við Evra þannig að það er mikið spunnið í þennan dreng vissulega. Svo er hann vanur enska boltanum sem er stór kostur. Ég myndi helst vilja Baines en Clichy er ekkert mikið síðri kostur að mínu mati og mun betri kostur en Enrique að mínu mati! 

  Ef hann er að koma á þetta 5 – 7 milljónir punda þá segi ég bara já takk!

 5. Af hverju finnst mér eins og Wenger myndi frekar halda honum út samninginn í staðinn fyrir að selja hann til Liverpool ? Sama gildir um Nasri 🙂

 6. Nú er verið að tala um að ástæðan fyrir því að kaupin á phil jones til scum se ekki gengin i gegn seu vegna þess að LFC seu bunir að bjoða 19 millz í kauða

 7. Væri alveg til í að sjá Clichy koma til okkar. Fínasti bakvörður sem fæst á mjög góðu verði, og ekki væri leiðinlegt að nappa honum svona frá Arsenal.
  Hvað Jones varðar þá missi ég ekki svefn yfir því, það er til tonn af góðum miðvörðum, það þarf bara að kaupa þá. Reyndar var síðasti miðvörður sem manchester united “stal” af okkur ekki svo slæmur, Vidic.

 8. Vona að þetta gangi í gegn, mun hrifnari af honum heldur en Enrique.

  Djöfull er gaman að fá sprengjurnar svona á færibandi, vona að áframhald verði á þessu og að okkar menn verði komnir með nautsterkt lið áður en langt um lýður

 9. Jones er talinn vera næsti Terry, svo hann fellur vel inní kramið hjá Giggs & Rooney

 10. Nú hef ég lesið þessa síðu og komment hennar í talsvert langan tíma og í hvert einasta skipti sem að umræðan um vinstri bakvörð kemur upp er talað um þá sem hugsanlegir eru; Gael Clichy, Jose Enrique, einhver Cisshoko gaur sem ég veit ekki alveg hver er, Inusa og Izaguirre eru nöfnin sem yfirleitt eru nefnd.
  Það skrýtna hinsvegar er að nánast í hvert einasta skipti sem nafn þess síðastnefnda er nefnd þá fylgir því oftast “Ég vil hann samt ekki” eða “Ég er ekkert sérstaklega spenntur fyrir honum” án þess að það sé rökstutt neitt frekar. Í þessari grein þinni KAR varparu upp þeirri spurningu hvort Gael Clichy sé nógu góður kostur í vinstri bakvarðarstöðu Liverpool og í þeim vangaveltum fullyrðiru að þér finnist hann meira spennandi heldur enn fyrrnefndur Izaguirre. Mætti ég biðja um rökstuðning á því hvers vegna þú telur hann ekki nógu spennandi kost, það óspennandi að kostir hans og gallar eru vart ræddir? Nú veit ég ekki hvort að þekking þín á skoskum úrvalsdeildarbolta (eða annara sem hafa minnst á nafn hans) sé það góð að þú sért í þeirri stöðu að geta útilokað hann strax frá umræðunni en mér þætti gaman að ræða kosti hans og galla.
   
  Ég á góðan vin í Skotlandi sem er mikill Celtic aðdáandi og hann heldur vart vatni yfir þessum strák. 25 ára gamall frá Hondúras og var að klára sitt fyrsta tímabil í fjarlægu landi þar sem hann hafði spilað seinustu 6 tímabil með liði Motagua í höfuðborg Hondúra, Tegucigalpa. Hann spilaði víst 33 leiki í deildinni, skoraði eitt mark og lagði upp 6.
   
  Hann var valinn unamimous leikmaður ársins í Skotlandi af öllum aðilum sem völdu; fjölmiðlum, aðdáendum og leikmönnum, eitthvað sem hefur ekki gerst þar í landi síðan Henke Larsson brilleraði þar á fyrri hluta seinasta áratugs. Dómnefndin kallaði hann “Class act” og enginn annar hafi komið til greina. Aðstoðarþjálfari Celtic Johann Mjallby sagði víst líka að Izaguirre “…could become one of the best players in his position in world football”
   
  Ég vildi því gjarnan vita hvað þið snillingarnir vitið sem ég veit ekki um þennan strák, og hvers vegna hann er undantekningarlaust skilinn útundan í umræðunni um kosti í bakvarðarstöðuna? Mér finnst það alltaf hálf undarlegt.

 11. Upplýsingar um Izaguirre eru teknar af Wikipedia (hafði ekki orku eða nennu í ítarlegri heimildarleit og biðst einlæglega afsökunar á þvi framtaksleysi).
   
  Hér kemur orðrétt þar sem skrifað er um Style of Play hjá honum:
   
  “Izaguirre is a left back who plays like an old fashioned wing back. He is most known for his overlapping runs and ability to fashion attacking moves with other players down the left hand side of the pitch and support forward play. He possesses great pace, is a skillful dribbler and a good crosser of the ball. He is also very composed on the ball when his side are defending and rarely gives away possession.
   
  Izaguirre is also a good reader of the game as despite spending a lot of his time attacking, his pace means that he is not caught badly out of position and his attacking play has rarely exposed his current side Celtic defensively. Although he is rather short and slight of build, he is not easily pushed around by opposition players though his height does make him a vulnerable target in the air.”


 12. Hörður, ég veit lítið sem ekkert um Izaguirre. Hann hefur þótt góður hjá Celtic og það kann vel að vera að hann sé svona óþekkt nafn sem getur slegið í gegn í Englandi. Ég sagði einungis að mér þætti Clichy betri kostur, þó ekki sé nema vegna þess hve reyndur hann er í Úrvals- og Meistaradeildunum.

 13. Snild ef við fáum hann á undri 10mil og vonandi að við fáum þá einhvern annan í þessa stöðu líka þá. Að vera með heila TVO í vinstri bak væri frábært! (Tel Aurellio sem 0 semsagt..)
  En öllu gríni sleppt þá væri ég til í að hafa Clichy, Aurellio og fá Insúa aftur að berjast um að fá sætið í liðinu/semsagt ef enginn annar kæmi að þá fá Insúa aftur). Vonandi bara að Aurellio haldist heill og þá væri þetta bara nokkuð fínt mönnuð staða hjá okkur, og auðvitað þá getur Johnson leyst þessa stöðu líka eins og hann sýndi eftir komu Kóngsins.

 14. Hvers vegna vill Clichy ekki skrifa undir nýjan samning við Arsenal en væri tilbúin að skrifa undir hjá Liverpool ?

 15. Hvar er linkur á það að Jones hafi drullað yfir Blackurn, Liverpool og Arsenal?  Ég held þetta sé uppspuni frá rótum.

  scums á eftir Nasri, mikið innilega vona ég að þeir sleppi Young og að við fáum hann.

 16. Ian McGarry (@garbosj) hjá BBC er skotheldur tengill í LFC-mál og hann var að segja eftirfarandi á Twitter í morgun:

  Connor Wickham mun ræða við Liverpool eftir U21-mótið. Er með Englandi þar núna. Þannig að við þurfum að bíða aðeins og svo verður gengið frá því í upphafi júlí.
  Gael Clichy er séður sem annar kostur á eftir Jose Enrique og líklega buðum við í Clichy til að þrýsta á Newcastle að hætta að tefja söluna á Enrique, sem hefur gert þeim ljóst að hann vill fara.
  Charlie Adam til Liverpooo: klappað og klárt.

  Miðað við þetta ættum við að heyra fréttir af Adam fyrst en bíða aðeins eftir Wickham-staðfestingu. Og svo er það á milli Enrique og Clichy í vinstri bakvarðarstöðuna.

 17. Já, ef Clichy vill koma til okkar er hann velkominn, en ég skil bara ekki alveg af hverju hann myndi vilja það. Izaguirre veit ég ekkert um, en hann lítur vel út miðað við það sem Hörður skrifar.
  En annar leikmaður sem hefur verið tengdur við okkur er Jeffren hjá Barca, en ég hef aldrei heyrt neitt um hann hérna á blogginu, er einhver ástæða fyrir því? Væri ekkert á móti því að fá hann..

 18. Mikið svakalega er maður spenntur að sjá hvað Kenny er að hugsa með miðjumenn. En erum við ekki algjörlega komnir yfirum ef við fáum Adam líka ??

  Adam, Jordan, Lucas, Gerrard, Aqualini, Spearing, Meireles, Shelvey !  Geri mér grein fyrir að við munum reyna að selja Poulsen og Aqualini en það verða nú einhverjir að vilja kaupa þessa menn.

  Poulsen td held ég að hafi engan áhuga á að fara, hann er kominn með flottann díl á frábærum launum. Honum virðist skítsaman hvort hann spili eða ekki.  Takk Hodgson !

  En kannski verður þá Meireles seldur, Shelvey lánaður og við þá með Lucas Adam og Gerrard sem fyrstu kosti !

 19. Ian McGarry (@garbosj) talar líka um að Ashley Young muni hitta bæði LFC og MUFC áður en hann skrifar undir. Búinn að hitta MUFC og hefur ekki fengið nein “loforð” um hvar hann fittar inn í liðið og spilatíma. En hann hefur fengið að vita hvernig MUFC sér fyrir sér að nota hann…

  Spurning hvort Liverpool nái að telja honum hughvarf…

 20. Er þessir menn sem Kristján segir að séu líklegastir: Wicham, Enrique, Adam og svo auðvitað Henderson að fara að gera okkur að toppliði? Vonandi að þetta sé bara byrjunin hjá Kenny og að hann lumi á 1-2 leikmönnum sem eru í hæsta klassa.

 21. Kobbih

  Ég gæti trúað að Henderson, Adam og Enrique/Clichy myndu spila flesta leiki Liverpool á næstu leiktíð. Wicham er síðan líklega ekki meira en 4 kostur frammi á eftir Suarez, Carroll og Kuyt á næsta tímabili en engu að síður mest spennandi af þeim öllum. Mjög mikið efni.

 22. mér líst vel á Gael Clichy allavegana mikið betur en Jose Enrique og fleiri og þá sérstaklega ef verðið er bara 5-6 milljónir þá held ég að þetta eru frábær kaup á frábærum bakverði

 23. Þetta eru auðvitað allt bara vangaveltur og ekkert staðfest fyrir utan Henderson. Get bara ekki séð að bæði Henderson og Adam spili báðir flesta leiki á næsta tímabili þar sem að miðjan er fyrir okkar sterkasti partur af liðinu. Henderson getur spilað sem vængmaður en hann er klárlega sterkari sem miðjumaður. Væri alveg til í að Kenny myndi sleppa Adam og einbeitti sér frekar að því að fá topp vængmann eða vængmenn. Sem að getur vel verið að hann sé að gera.

 24. Paul Thompson segir þetta á Twitter:

  “Not suprised by Youngs snub at LFC. He has gone to the MUFC for another 45k a week. Yet another £££”

  Young er OLD news…. 😛

 25. nr. 27 ég er sammála þessu kannski er bara best að einbeita sér að einhverjum öðrum en Charlie Adam hvað eigum við að gera við hann? við höfum Gerrard, Meireles, Henderson, Lucas, aquilani, Spearing og Shelvey hann myndi sjaldan komast í lið. Þótt að hann standi sig vel hjá Blackpool þá þýðir ekki að hann stendur sig vel hjá Liverpool

 26. Fint að hafa Adam til þess að henda honum inná þegar við fáum aukaspyrnu á hættulegum stað 🙂

 27. Nr. 30.
   
  Respekt, en við erum ekki að tala um handbolta á þessari síðu ;->

 28. ég  bara skil ekki þetta miðjumannadæmi. Getur einhver sagt mér hvað kenny er að pæla með því.

 29. Gael Glichy á minna en 7milljónir punda eru góð kaup á hverjum einasta degi. Miklu betri kostur en nokkur annar sem hefur verið orðaður við vinstri bakvarðarstöðunna hjá okkur og helmingi betri kostur en þeir leikmenn sem eru hjá okkur fyrir.

 30. Gael Clichy, NEI TAKK. Gerir mörg mistök í leik og er einn ofmetnasti og um leið slakasti leikmaður deildarinnar, ég vil ekki borga hátt verð fyrir ruslið frá Arsenal þegar það eru betri menn til í heiminum.

 31. Hamlet 31 ég er nú alveg 110% viss um það að Ágúst Bjarni hafi verið að djóka í svarinu fyrir ofan þig.

  Annars lýst mér vel á öll þau kaup sem liðið  virðist ætla að gera á næstunni en hef þó áhyggjur af því að liðið sé fyllt af miðjumönnum og ætla ég bara rétt að vona að Dalglish sé ekki að hugsa þetta þannig að hann noti miðjumenn úti á köntunum eins og Gerrard, Meireles eða Henderson. Þurfum 1-2 kantmenn með þessum leikmönnum sem virðast vera á leiðinni og þá er maður orðinn afar sáttur.

  Mer finnst í góðu lagi að eiga Gerrard, Meireles, Lucas, Henderson og Adam á miðjunni, lána kannski shelvey og Spearing sem 6 kostur, selja svo Aquilani og Poulsen.

  Væri svo mjög til í að fá bara Bæði Mata og Downing og eiga þá Maxi og Kuyt með þeim sem kantmenn og losa okkur við Joe Cole og Jovanovich.

  Að skipta svo N Gog út fyrir Wickham er bara snilldin ein og vil ég þá auðvitað sjá Wickham koma strax til okkar en ekki fara á láni neitt.

 32. Jón Björn, á frekar að borga hærri upphæð fyrir bakvörð frá Newcastle, sem er ekki betri en Clichy. Ef Clichy býðst á minna en 7 MP þá á að ganga frá því áður en Wenger áttar sig á því hvað hann hefur gert.

 33. Er Fergie Hræddur við Kenny? eða er hann bara með sama áhuga og menn sem liverpool eru að reyna kaupa

 34. Sé að sumir hafa áhyggjur af fjölda miðjumanna sem verið er að eltast við. Mér finnst það ekkert áyggjuefni því þetta eru allt vel spilandi leikmenn sem geta aldið bolta vel og hafa sendingagetu. Hef trú á að Gerrard spili fremst á miðjunni næstu árinn og geti því alveg flokkast sem framherji. Kanntmennirnir eiga eftir að koma og það verða allar stöður sterkar í haust og margir möguleikar á breytingum. Kóngurinn veit alveg hvað hann er að gera:-)

 35. Fyrir min smekk væri ég til í Clishy….betra að hafa hann í þessari stöðu en Aurelio sem er alltaf tæpur/meiddur. Hafa Clishy og Robbinson í þessari stöðu á næsta tímabili með Aurelio/Insua upp á að hlaupa. Ég held að það væri ágætur kostur, svo væri alltaf hægt að leita til Johnson þegar að Kelly er orðinn heill 😉 .

  En miðað við önnur lið líkt og scumutd þá eru þeir með 6 miðjumenn, þ.e. Fletcher, Carrick, Anderson, Giggs, Park og Gibbson.  
  Okkar menn hefðu jafnvel gott af því að hafa þessa breidd, þ.e. Gerrard, Meireles, Henderson, Lucas, Adam, Aquilani og Shelvey/Spearing. Finnst ekkert að því að geta haft þessa breidd til staðar á næsta tímabili. Flott að hafa miðjuna með Meireles, Adam og Lucas með Gerrard í holunni…..KLASSI!

  YNWA – King Kenny!

 36. Ég held að við ættum að kaupa Adam
  fyrr – miðjumenn: Gerrard,Lucas,Meireles,Jonjo,Spearing,Cole,Poulsen,Henderson,Adam
  spearing og jonjo lánaðir eða spearing sem back-up
  cole og poulsen seldir (vonandi)
  eftir – miðjumenn: gerrard,lucas,meireles,henderson,Adam,(spearing ef hann verður ekki lánaður)
  svo getur henderson spilað sem hægri miðju/kantmaður
  mér líst bara ekkert smá vel á þessa miðju sem kom út.
   
   

 37. Eg er orðinn mjög leiður á því að tapa í baráttunni um leikmenn fyrir MUFC. Þeir náðu af okkur Jones og Young. Við náðum Henderson en ég veit reyndar ekki hvort MUFC reyndi almennilega að keppa um hann.

  Núna er maður samt fyrst að finna að við eigum séns á að keppa um sömu menn. Það er eðlilegt, (vegna þess að leikmenn eru oft nautheimskir og fatta ekki að það er betra að vera á bekknum hjá Liverpool en í byrjunarliði Scummaranna.) að lið í 6. sæti tapi í baráttu um topp leikmenn við liðið í 1. sæti. 

  Liverpool verður að fá eina cannónu í sumar, Aguero, Sanchez, Hazard t.d. Veit ekki með stöðu þessara manna en ljóst er að öll toppliðin hafa mikinn áhuga.

 38. Fyrst það er aðeins minnst á ungu leikmennina hérna er þetta vonandi ekki of langt frá umræðuefnis þráðsins. Ég var að spá hvort einhver gæti búið til lista eða talið upp þá leikmenn sem gaman væri að fylgjast með á U-21 mótinu frá sjónarhorni Liverpool stuðningsmanns. Maður hefur lesið lista og heyrt um þá sem eiga að vera mest spennandi heilt yfir á mótinu og stærstu nöfnin en mér þætti gaman að vita hvort einhver gæti talið upp þá leikmenn sem eru í Liverpool (er það bara Henderson?), þá sem hafa verið orðaðir við Liverpool (einhverjir fleiri en Jeffren og Mata?) og jafnvel einhverja fyrrverandi leikmenn (t.d. Mikel San José).

 39. Sammála Agli og væri líka gott að fá lista yfir þá leikmenn sem eru auðvitað í Liverpool og eru að spila á EM u-21 =)

 40. hvenær spilar annars Henderson fyrir England í Danmörku?

 41. Frábært ef að Clishy kemur til okkar, það er gríðarlega mikilvægt að fá mann ser er búinn að vera fastamaður í einu af besta liði Englands síðustu ár, ég horfi á flesta leiki með Arsenal og þeir sem eru að segja að þessi drengur sé ekki góður eru í ruglinu, hann er hrikalega fljótur, það hefur nú vantað uppá hraðann í vinstri bak hjá okkur helv lengi…
  Ég styð þessi kaup heilshugar! Clishy, Cole og Evra eru bestu left back í deildinni..
  ps. Ætli Bjorneby sé hættur í boltanum ?

 42. Það eru nú enn einhverjar sögusagnir um að blackburn maðurinn hafi ekki komist í gegnum læknisskoðun hjá ógeðisliðinu vegna þessara hnémeiðsla sem héldu honum frá keppni í 3 mánuði á síðasta tímabili… en ef þessi umsögn frá honum sé rétt þá má hann bara hanga í blackburn fyrir mér með ónýt hné eða hanga á bekknum hjá ógeðisliðinu fyrir 16 millur.
   
  Skil bara ekki alveg þessa umræðu um að menn vilji ekki fá mann frá arsenal sem þeir gátu ekki notað, þeir gátu alveg notað hann fram að því að hann NEITAÐI  að skrifa undir nýjan samning og þá ákvað villi væla (wenger) frekar að nota hinn efnilega Gibbs og henda clichy út úr hóp sem ég skil alveg vel

 43. Nr. 51 Oki, hélt hann væri orðinn góður.

  Kuyt er sjentílmenni mikið. Eflaust bara að gefa dömunni kurteisis putta á dansgólfinu. 

 44. Vonum að þetta sé satt sem ég var að lesa hérna í slúðrinu. Frábær knattspyrnumaður sem er upp á sínu besta og getur gert mikið fyrir Liverpool, fljótur upp og líka góður varnarlega þrátt fyrir að hann spilar oft á kantinum. Með honum gætum við tryggt okkur vinstri bakvörð + vinstri kantmann sem kann að setja boltann í netið. Tvær stöður sem Liverpool vantar! Svo þegar Robinson fær að spila þá fer bara Bastos á kantinn. Helvíti vona ég að þetta sé eitthvað til í þessu 🙂
   
  Liverpool made a bid for Lyon and Brazilizn Leftback Micheal Bastos according to reports….
  Juventus also trying to sack him..

  YnWa..
  _jAsY_?
   

 45. Kuyt hefur ekki hikað við að hamra þessa ef ég þekki hann rétt enda ekki við eina konu kenndur þessi kvennabósi.
   
  En þetta með Henderson gerði manni lífið leitt, nú er maður orðin svo æstur í að klára öll sumarkaupin sem fyrst svo þeir mæti allir strax á æfingar og verði með frá upphafi en komi ekki 30 ágúst og fari beint í landsliðsæfingar og svoleiðis rugl eins og oft áður undanfarin ár.

 46. Hvar var Comolli að segja að Henderson væri aðeins byrjunin?

  Væri náttúrulega snilld að fá Bastos, það er klassa bakvörður og mjög skemmtilegur leikmaður.

 47. Fyrir þá sem eru ungir,þá má alveg segja frá því að Liverpool keypti einu sinni mann frá Arsenal sem hét Ray Kennedy og mig minnir að hann hafi verið einn af þeim fyrstu sem Bob Paisley fékk til liðs við sig og það voru mikil kjarakaup og hann varð lykilmaður í sigursælasta liði Liverpool svo að mín vegna má alveg prufa að versla hjá Arsenal aftur.

 48. Held reyndar að við verðum aðeins að róa okkur líka í að vera niðurlútir þegar önnur lið koma og “stela” leikmönnunum sem okkur langar í og átta okkur á því að við erum ekki að fara keppa í neinni evrópukeppni og margir af þessum “láglaunuðu” mönnum dreymir um að spila í champleague, en hins vegar trekkir liverpool alltaf að vegna þess að þetta er liverpool.
   
  Ef hins vegar félaginn hér að ofan var ekki að plata með Bastos þá yrði ég mjög sáttur með að fá hann þar sem hann er mjög fljótur og flinkur kantmaður…… svona saga eins og hjá Bale… byrjaði í bakverði og frábær fram á við en lélegur í vörn þannig að hann var færður á kanntinn þar sem hann brilleraði, en getur samt spilað líka vörn en ekki vel.

 49. eg lofa ad vid spilum i meistaradeild eftir næsta seson med thessu

  kaupa-adam-downing-henderson-lavezzi-hamsik-gourcuff-og bjóðum bara 20 milz i chlicy og nasri

  selja-kyrgiakos-ngog-aquaman-og fleiri

  stjórar-fá-ray wilkins-fara-sammy lee/chubby boy

 50. Mér finnst nú athyglisvert að sjá þróunina á markaðnum. Skyndilega er Gamli Rauðnefur rokinn af stað að signa nýja menn en ég man nú ekki betur að hann hafi varlað opnað veskið í fyrra. Nú í fyrsta skipti í mjög langan tíma eru Liverpool orðnir afl á markaðnum og eru farnir að sýna klærnar en einmitt þá fer gamli að versla og setur markmiðið á nánast sömu menn og Liverpool ! Ætli það sé eitthvað sambandi þarna á milli ?

  Ég held að gamli viti sýnu viti og hræðist sinn gamla keppninaut Daglish og okkar nýju eigendur. Kannski ekki á næsta tímabili en eftir það gætu hlutnirnir farið að breytast. Ég held að það sé engin tilviljun að við erum að berjast um sömu bitana einmitt í fyrsta glugganum sem við höfuð getað verslað eitthvað í ein 4 – 5 ár.

  Auðvitað hafa United yfirhöndina þegar þeir geta boðið leikmönnum titla og Meistaradeild en við megum nú þakka fyrir að við virðumst enn heilla menn þrátt fyrir að hafa ekki orðið englandsmeistarar í yfir 20 ár, en það er spurning um hversu lengi það endist án nokkurra titla og þá aðalega PL titilinn.

  Við lifum svoldið enn á Meistaradeildarsigrinum 2005 og að komast í úrslitin 2007 en það fer nú að fjarlægjast óþægilega mikið !

  Mér líst alveg sérstaklega vel á framtíðina en vona að menn dæmi okkur ekki of mikið á komandi tímabili, Róm var ekki endurbyggð á degi eða tveim en það er svo sannarlega búið að taka fyrstu skóflustunguna !

 51. Finnst þessar samsæriskenningar um að Ferguson sé bara að kaupa leikmenn sem Liverpool vill eða hann sé að kaupa á fullu því að Liverpool sé komið á fullt á leikmannamarkaðnum með því fyndnara sem ég hef lesið.

 52. kobbih ef að þú hefur ekki lesið margt fyndnara en þetta þá getur þú ekki haft góðan húmor.
  Hinsvegar er það klárt mál að King Kenny og Miss Alex vilja fá svipaða menn.
  Finnst samt athvert að þeir leggja mikinn pening í kantmann, þeir hafa nokkra góða menn þar og frekar furðulegt að A Young að fara þangað jafnvel þó að þeir séu í meistaradeildinni, hann myndi td fá að spila mikið meira hjá LFC og það myndi hjálpa honum meira varðandi landsliðið..

 53. Kobbih

  Já já auðvitað eru þetta samsæriskenningar. En samt sem áður þá er eitthvað “trend” komið í gang í ensku deildinni og ég er ekki frá því að Liverpool með FSG í fararbroddi hafi sett þetta aðeins í gang.

  Hvenær keypti Rauðvínslegni Tyggjóskjúklingurinn tvo enska leikmenn og þar af einn varnarmann þegar hann er sennielga með bestu vörnina á englandi í dag ???

 54. Ég er fyrst og síðast ánægður að sjá að menn eru í vinnu á Anfield!
   
  Spáið í það, á sama tíma í fyrra var verið að reka stjórann og taka svo fleiri vikur í ráðningarferli sem réð vanhæfasta stjóra í sögu félagsins og 1.ágúst höfðum við engan keypt, en þó samið við Cole.  Eftir fáránlegan ágústglugga var liðið ekki tilbúið!
   
  Burtséð frá því hvaða leikmenn við viljum þá er ljóst að Comolli er á skrifstofunni og Kenny stutt undan, ákveðnir í því að grípa gæsir.
   
  Jordan Henderson hefur verið á lista Rauðnefs í tvö ár, átti að taka við hlutverki Paul Scholes.  Ekki margir hér vita kannski að Dalglish bauð á sínum tíma upphæð sem hefði farið nálægt því hæsta sem við höfðum þá greitt í þann rauðhærða leikmann erkióvinanna, áður en sá hafði spilað með aðalliðinu þeirra.  Jordan Henderson er ferlega orkuríkur og flottur sóknarmaður, að mínu mati fullkomlega á pari við Jack Wilshere og jafnvel betri sökum fjölhæfni.
   
  Kaup okkar á honum hafa nú rekið Rauðnef í það að reyna að kaupa Phil Jones – rauk til og bauð 16 millur trúandi því að við værum að fara að bjóða í hann.  Fyrir 2 dögum var talað um að málið væri frágengið, en hvað?  Ég held einfaldlega að tilboðinu hafi verið hent í gang og nú sé verið að “ræsa” menn á Old Shithouse til að reyna að fara í málið.  Hjá Utd eru 4 hafsentar og 2 miðjumenn sem eru meira í því að vinna bolta en spila honum.
   
  Mun þá Jones styrkja lið United næsta vetur?  Held ekki, ég held einfaldlega að ýtt hafi verið við Rauðnef og hann séð að Kenny ætlar sér núna að snúa dæminu við og fella hans lið af stalli.  Það mun kveikja í “skrattanum” í kolli þess gamla og ég hef trú á að hann kaupi fullt af leikmönnum.
   
  Svo hvað – það er búið að tala um að De Gea “sé klárt” og Young sé “frágengið”.  En hvað?  Er ekki fín samsæriskenning að bara hugsa út í það að erkifjendur okkar búa enn við þann viðbjóð að vera í eigu “asset-strippers” sem hingað til hafa ekki verið tilbúnir að “sleppa öllu lausu” á markaðnum….
   
  Kannski ekki, hver veit.
   
  Gael Clichy er í raun holdgervingur Arsenal.  Mjög góður sóknarlega, teknískur og fínn.  Fyrir 2 árum einn efnilegasti bakvörðurinn í heimi en síðustu 2 leiktímabil hefur hann verið mistækur – bara eins og liðið.
   
  Miðað við þær fréttir sem berast frá Emirates að Bendtner fari pottþétt, Cesc heimti að fá að fara og Nasri vilji ekki útiloka að fara til Utd. þá er sko heldur betur flott hreyfing hjá Frakkanum Comolli að tékka á löndum sínum í London og fá þarna öflugan vinstri bakvörð fyrir ekki mikinn pening.  Johnson getur spilað vinstri á móti honum, jafnvel Aurelio og í framtíðinni Robinson.
   
  Spáum líka í það.  Í fyrra var það Arsenal sem sótti að okkar mönnum og bauð í þá.
   
  Því dæmi hefur allavega verið snúið við!

 55. Svo er ég alls ekki sannfærður um að Young sé svarið okkar við vængmálum, hann vill spila striker eða kantstriker sem leysir inn.
   
  Okkur vantar kantmann sem fer framhjá bakverði og sendir á kollinn á Carroll.  Downing og Lennon draumar mínir þar, eða Hazard.  Á sama hátt var Izaguirre hjá Celtic mjög flottur fram á við í þeim leikjum sem ég sá hann og vel þess virði að skoða kaup á honum.  Gæti held ég alveg leyst vinstri kantinn, þó vissulega sé rétt hjá KAR að það er töluverður getumunur á SPL og EPL.

 56. ‘Eg treysti King Kenny og Comolli og okkar frábæru eigendum fullkomlega.
  Þeir vita algjörlega hvað þeir eru að gera.
  Þetta eru fagmenn á sínu sviði. Eitthvað sem Liverpool þarf.

 57. Maggi sammála þér með Downing og Lennon, væri ekki slæmt að fá þá báða bara. Menn hérna inná síðunni eru eitthvað misshrifnir af Lennon en ég fyrir mína parta hef lengi verið afskaplega hrifin af þeim leikmanni.

 58. Ég held nú frekar að málið snúist ekki um að Ferguson sé hræddur við Liverpool og sé að reyna að kaupa frá okkur. Liverpool er einfaldlega loksins að verða almennilega samkeppnishæft á markaðnum til að berjast um stærstu bitana. Við virðumst hafa peningana til þess, söguna/orðsporið, metnaðinn og bjarta framtíð. Okkur skortir titlana (uppá síðkastið) og að geta boðið mönnum uppá evrópukeppnir á komandi tímabili.
  Þess vegna er alveg skiljanlegt að Scum skuli hafa betur i einhverjum tilfellum en við fáum inn megnið af því sem að Kenny og Comolli vilja. En ég líka fullviss um að næsta sumar getum við boðið mönnum uppá meistaradeildarbolta og verðum þá fullkomlega samkeppnishæfir á markaðnum.

 59. Eftir að hafa kynnt mér Wickam meira þá verð ég að segja að ég er vægast sagt mjög spenntur fyrir honum, hann virðist vera aljörlega með þetta, ( reyndar er til myndband af scum-oshey á youtube sem lætur hann líta vel út)
  Sko… Til þess að keppast um topp 4 á næsta seasoni…..
  Reina heimsklassamarkvörður
  Johnsson allt annað að sjá pilt eftir að Dalglish/Clarke tók hann í gegn ( og klippti GLENDU hárið )
  Skrtel sem var skelfilegur f. áramót en var þó skárri eftir áramót spilaði allar okkar mínútur í vetur.
  Agger algjör klassi, þegar hann er ekki meiddur
  Carra Liverpool hjartað, elska hann er samt ekki 110% viss um hann eigi að vera alltaf í x11
  Gerrard þarf ekkert að segja um þennan mann, nema að ég get ekki beðið eftir að sjá hann mata Carrol og Suarez, þetta verður rosalegt.
  Lucas mjög vanmetinn lekm. Ég bókst.. hatað.. hann en… en algjörlelga búinn að breyta um skoðun á pilti, þvílík vinnusemi, átti flestar heppnaðar tæklingar í enksu deildinni í vetur.
  Mireles er að fýla hann í botn, algjör nagli, passar vel í flúraða gegnið okkar, klassaleikmaður
  Kuyt ekki besti tækn-gaurinn í liðinu en vinnusemin er ótrúleg, duglegasti leikm. deildarinnar.
  Carrol er mjög sáttur með blönduna af honum og Suarez litli stóri, held að þeir eigi eftir að verða góðir saman
  Suarez þvílik byrjun hjá einum leikmanni, man varla eftir svona góðri byrjun hjá leikm. sem kom úr annari deild, varð að láta þetta fylgja http://www.youtube.com/watch?v=U_UWXNXYKUc byrjar á 37 sek gæsahúð

  LEIKMENN SEM Á AÐ SELJA…
  Kyariagos-Concesky(stafs)-Jovanovic-Poulsen-Ngog-Brad Jones

  Spurnigamerki? (ekki viss með)
  J.Cole á að geta miklu betur

  Maxi í Febrúar hefði ég sett hann í söludálkinn, en svo í lok tímabils var ahnn frábær

  Aurelio alltaf meiddur, allt í lagi kannki back up

  Aquilani er akki viss með kauða veit ekki hvort hann sé nógu harður af sér fyrir enska boltann

  Lána.
  Shelvey lána hann til blackburn-Newcastle-Sunderland láta guarinn spila miklu meira þar ég er virkilega spenntur fyrir þessum leikmanni, grunar samt að King Kenny láni hann ekki, var ávallt fyrsti maður inn

  Spearing held bara að miðað við að við séum að kaupa Henderson, og menn segja Adam þá bara ekki pláss

  D.Wilson lána hann sömuleiðis bara til Rangers í eitt season láta hann spila þar, sjá hvernig gegnur

  Pacheco- Lána hann líka gefa honum 1 season í viðbót 

  Ungir og efnilegir

  Flanagan og Robinson lýta báðir mjög vel út, láta finna fyrir sér, vonandi taka þeir næsta skref og verða enn betri

  Adam Morgan skoraði fullt af mörkum fyrir Varaliðið þar á meðal í 14 leikjum í röð, er local lad lýst mjög vel á pilt.

  Sterling er ennþá mjög ungur en mun verða hörku leikm. f. LFC einn daginn

  C.Coady minnir mig oft á Gerrard á sínum yngri árum, harður nagli á miðjunni, skotviss

  Gæti talið upp fleiri, en mér finnst þessir skara framm úr.

  ÞAÐ SEM VIÐ ÞURFUM AÐ KAUPA nauðsynlega

  Vinstri bakvörð-Vinstri og Hægri kant-Framherja

  Sko málið er að scum…. t.d. eru alltaf með 2 menn í hverri stöðu það er eikkað sem okkur sárlega vantar, það er lika eikkad Henry og félagar tóku eftir strax hversu breiddin var litil, þannig að ef við seljum 5 leikmenn þá verður við að fá inn amk. 8 kvikindi, staðfest, annars aukum við ekki breiddina.

  Eitt viðbót með okkar aðal erkióvin, Rauðnefs-viski-son hann er alltaf með 4 framherja (99 yorke-cole-solskaer og teddy s) 2009 (r9-tevez-evertonShrek-barbapabba) núna júdas-litlu mexikoBaun-evertonShrek og barbapabba

  Við erum með Suarez og Carrol, ég tel Ngog ekki með han verður líkega seldur, við þurfum despretly(stafs) annan framherja kannski 2) til að geta coverað meiðsli og annað lendum ekki í vþí sama og með Torres að han sé að spil 33 leiki í röð og meiðast, dreifum álaginu

  Jordan henderson á bara eftir að verða betri leikm. er virkilega sáttur með þau kaup

  ÞANNIG AÐ LB-ML-MR-ST(2) ÞÁ erum við nokkuð vel settir

  Afsaka lengd og stafs…

  Lengi lifi LIVERPOOL og Robbie Fowler

 60. hvað með að fá fowler sem aðstoðarþjálfara eða eitthvert inn í  þjálfarateimið fyrst hann er fluttur heim til englands.

 61. sammála 77 ! alveg nóg að fá hann bara til að standa þarna og seigja hey ég er robbie fowler ! spurning um að láta líkja hengja upp mynd af honum fyrir ofan stigan hliðina á ” this is anfield” hræðir mótherjan ennþá meira

 62. 76 Fowler 9.

  Ég er nú kannski ekki sammála þér með því að við þurfum að kaupa 8 leikmenn og selja 5 til þess að auka breiddina. Það er alltílagi að selja 6 og kaupa 6 en vera samt með helmingi meiri breidd, þá á ég við að selja 6 ruslapoka sem lítil sem engin not eru í og fá inn 5-6 alvöru spilara.

  Selja eða losa okkur við td Konchesky, Poulsen, Aquilani, Jovanovich, Joe Cole og N gog, hugsanlega fleiri eins og Kyrgiakos og Maxi.

  Kaupa í Staðinn Henderson, Wickham, Clichy, Charlie Adam, Juan Mata og Downing.

  Ef þetta gengi eftir væri nú breiddin finnst mér orðinn töluvert meiri en hún var þar sem leikmenn sem færu væru leikmenn sem spiluðu lítið sem ekkert í fyrra eins og Poulsen, Jovanovich, Joe Cole, Konchesky og Aquilani en inn kæmu menn sem væru betri spilarar og mundu svo sannarlega bæta hópinn.

  Það er alveg nóg að fá inn einn senter sem væri Wickham og fá hann strax en ekki lána hann, þá hefðum við frammi Carroll, Suarez, Kuyt og umræddan Wickham ásamt flottri miðju og vængmönnum. Menn verða svo að vega og meta hvort þeir kaupi einn miðvörð og skipti út í staðinn Kyrgiakos sem væri auðvitað flott en held að við getum alveg lifað einn vetur enn án þess að kaupa miðvörð ef Agger helst meira heill en venjulega og Carra og Skrtel spila eins og menn.

  Hópurinn gæti verið sirka svona ef kaup og sölur verða eins og ég nefni hérna fyrir ofan.

  Reina plús annar ( Doni kannski )

  Hægri bak Johnson, Kelly, Flanagan

  Miðverðir Carra, Skrtel, Agger og Kyrgi eða nýr.

  Vinstri bak Clichy, Robinson Aurelio, spurning með Insúa en væri svo sem fínt að selja hann bara.

  Miðjumenn Gerrard, Henderson, Lucas, Meireles, Adam og Shelvey eða Spearing, lána annan þeirra eða selja

  Vængmenn væru þá Mata, Downing, Kuyt og Maxi eða Joe Cole og svo er hægt að nota Suarez sem vængframherja 

  Frammi Carroll, Suarez, Wickham og svo er hægt að nota Kuyt þar.

  Þessi hópur væri mjög sterkur svona. Svo er líklegt að Dalglish spili með þrjá inná miðjunni, 2 vængframherja og einn uppá topp og þá er Suarez meiri brædd uppá vængmennina og því tel ég nóg að eiga bara Carroll, Suarez og Wickham sem framherja og þurfi ekki að kaupa tvo.

 63. má eg segja fréttir ef einhver kannast vid bryan ruiz spilar med twente og hefur skorað 50mork í 57 leikju með twente og liverpool buið að bjóða 6 milz í kjellin

 64. Veit ekkert hver þessi Bryan Ruiz er og er ekki spenntur, vill frekar fá Wickham frá Ipswich en takk fyrir þessar fréttir engu að síður.

  Hvar sástu þetta annars?

 65. Veit ekki hver þessi Bryan Ruiz er en hann hefur verið orðaður við Liverpool áður. Persónulega myndi ég frekar velja Connor Wickham eða Bojan Krkic. En mig langaði aðeins að minnast á miðjumenn. Talið er líklegt að við kaupum Charlie Adam af blackpool, sem er í sjálfu sér mjög gott, 26 ára skoti með frábærann vinstri fót, en ég var aðeins að velta fyrir mér hvort það væri betra að kaupa Keisuke Honda í staðinn? Ári yngri, á að vera mikill aukaspyrnusérfræðingur og myndi koma sér vel fyrir markaðssetningu Liverpool í Asíu. Hvað segja menn hérna inni? Hvorn mynduð þið frekar vilja, Adam eða Honda?

 66. Í tilefni þess að það er ekki mikið að gerast skora ég á ykkur að taka upphitanir og skýrslur fyrir leiki íslands á em u21 🙂

 67. Adam er með góðan vinstri fót sem ég held að kenny vilji og síðan væri ég alveg til í að hann komi og ég myndi ég fíla það að fá þessar flottu aukaspyrnurnar hjá honum til okkar

 68. Svo til að taka þátt í umræðunni þá væri ég allann tíman frekar til í að fá Honda til okkar!
  Er það vitleysa í mér eða getur hann ekki verið á kanntinum líka?

 69. Ef að allt gengur upp þá væru þetta byrjunarlið sem við getum séð.

  4-5-1                Reina
  Johnson-Carra/Agger-Dann/Jones-glichy
  Lucas/Adam
  Gerrard-Henderson
  kuyt/Downing                      Mata
  Suarez
   
  4-3-3
  Reina
  Johnson-Carra/Agger-Dann/Jones-glichy
  Lucas/Adam
  Gerrard-Henderson
   
  kuyt/Juan Mata- Carroll-Suarez
  4-4-2
  Reina
  Johnson-Carra/Agger-dann/Jones-glichy
   
  Lucas/henderson-Gerrard
  Kuyt/Downing                 Mata
  Suarez
  Carroll

 70. Sagði Jones ekki að hann vildi ekki spila fyrir Liverpool?
  Ef svo er þá hef ég enga löngun að fá hann til Liverpool, sama hversu góður hann er..
  Væri náttúrulega snild ef við værum að bjóða þetta verð og þá þurfa manchester united að bjóða hærra en við og þar af leiðandi draga úr transfers money þeirra 🙂

 71. Martin Kelly er ekki jafngóður leikmaður og Phil Jones. En spurning hvort munurinn á þeim sé það mikill að það réttlæti að við borgum 20 m punda fyrir Phil Jones? Kannski ekki. Ég hefði persónulega viljað fá leikmann sem gæti styrkt vörnina núna, enda ekki vanþörf á.

 72. Er Arsenal maður og væri mjög svo til í að selja ykkur Clichy. Hann er ekki nógu góður til að vera byrjunarliðsmaður hjá Arsenal. Það eina sem hann hefur er hraðinn, sóknarhæfileikarnir eru af mjög skornum skammti er t.d. með hræðilegar fyrirgjafir. Varnarlega er hann mjög mistækur, er oft illa staðsettur en bjargar sér með hraðanum, spilar oft andstæðinga réttstæða og panikkar gjarnan á mikilvægum augnablikum. Hann var mjög góður tímabilið 2007-2008 en hefur alls ekki náð sér á strik núna í 3 ár. Væri til í að losna við hann og fá Baines í staðinn.

Opinn þráður – YouTube myndbönd

Hvað er í gangi með Phil Jones?