Plan B?

Eins og bent var á í ummælum má hér sjá það gáfulegasta sem Hodgson datt í hug þegar við lentum 2-1 undir á SJP í dag:

Þetta hjálpaði ekkert. (fengið héðan)

54 Comments

  1. Sjá þetta fífl sem við höfum fyrir stjóra.

    Tilfinningar mínar eru enn að bera mig ofurliði

  2. Ég veit ekki með ykkur en þetta var það eina í leiknum (utan við jöfnunarmarkið) sem gladdi mig eitthvað. Þó að þetta sé algjörlega lýsandi fyrir leik liðsins, sem er sorglegt, þá finnst mér eitthvað við þetta svo hrikalega fyndið. Það er eins og hann sé að reyna að hrista hugmyndirnar fram úr hrukkunum en ekkert gerist.

    “Maybe, if I rub my face like a maniac something good might actually happen… god knows I ain´t gonna figure it out by myself”

  3. Ég held – í alvörunni – að í lokin á þessari klippu prumpi hann í höndina á sér og þefi svo af henni.

  4. Sá ekki leikinn, sem betur fer, og var að koma heim settist fyrir framan tölvuna til að lesa um leikinnog fréttir tengdar honum. Ég opnaði http://www.newsnow.co.uk/ og sá að efsta frétt í Top stories var af opinberu heimasíðunni með titlinum “OFFICIAL LFC STATMENT”, hugsaði með mér að loksins væri búið að reka kalkúninn, neinei þá var verið að biðja púllara að styðja einhverja píu í breska X-factor.
    Þetta augnablik þegar ég komst að því að ekki var búið að reka “The Hodge” var jafn mikil vonbrigði og ég varð fyrir þegar ég komst að því að hann hefði verið skipaður stjóri LFC.

  5. Er ekki nóg að aðrir fótboltaáhugamenn nuddi manni uppúr stöðunni dags daglega, þarf “stjórinn” að gera það líka???

  6. Það eru einhverjir komnir með nýja útfærslu á YNWA
    “You’ll Never Win Away”
    Dapurlegt en ömurleg staðreynd.

  7. Stuðningsmenn Liverpool sungu þetta víst hástöfum í kvöld á vellinum

  8. Vorum við ekki orðinn nánast debt free klúbbur…
    Tevez hands in a transfer request
    Myndi ekki leiðast Torres og Tevez saman hjá nýjum stjóra sem hefði pung að fara á eftir sleggju!

  9. Þessi leikur var jafn mikil vonbrigði og að fara heim með feitri stelpu með lítil brjóst

  10. Þetta tap var mikil vonbrigði. Eina sem ég hef út á Hodgson að setja er að kippa ekki Torres útaf í hálfleik! maðurinn hefur engan áhuga á þessu og var átakanlega lélegur!

    Hodgson lagði leikinn ágætlega upp en einstaklingsmitök urðu okkur að falli í dag…

    Á að reka Hodgson?
    já ef hann nær ekki að mótivera menn betur upp en þetta.. En leikkerfið varð okkur ekki að falli.

  11. Komment nr. 11 á skilið einhver verðlaun, mér er sama hvaða verðlaun, bara einhver því þvílíkur húmor hef ég ekki lengi séð 🙂

  12. Það sést að hr. Hogdson er galdramaður. Hann getur breytt um svip. Ætli það sé þó ekki að mestu upp talið.

  13. Kallinn augljóslega búinn að vera. Annars eru bara svo margir slakir leikmenn hjá liðinu í dag sem hefur ekkert með motiveringu að gera. Sjá t.d. Martin Skrtel í síðustu leikjum ásamt reyndar fleirum. Erum með lið í dag sem skartar miðlungsleikmönnum og ómótiveruðum gæða leikmönnum. Það þarf að hrista upp í öllu þarna.

  14. Hvernig geta menn eins og Torres kvartað yfir liðsfélugum og metnaði hjá félaginu ef þeir geta ekki klárað einföldustu færi !! Þetta er í þriðja sinn á mjög stuttum tíma sem hann klúðrar hálfgerðu dauðafæri. Svona menn eiga ekki skilið að vera seldir vegna þess að þeir segjast ekki vinna neinn hjá Liverpool.

    Ef þú er bestur í deildinni og skorar 30 mörk þá getur þú kvartað, en ekki ef þú getur ekki klárað einföldustu færi !

    Setja kallinn á bekkinn og láta hann hugsa sinn gang.

  15. hann rétt snerti rassinn á sér því hann var að “tjékka” hvort hann væri búinn að skíta á sig… hann komst aðþví, að hann væri búinn að skíta vel á sig. Svo fann hann lyktina bara til að vera viss.

  16. þórhallur jónsson says:
    01.07.2010 at 18:20
    Gríðarlega ánægður þetta er mikið gæfuspor fyrir félagið. Breti við stýrið klár karl og vel sjóaður sjálfsagt verða breytingar en þær verða allar til góðs

  17. Var að spá… þar sem myndin datt út, veit einhver hvað gerðist við ngog ?

  18. Hann lenti í samstuði við liðsfélaga í horninu rétt á undan held ég.

  19. Eiga ekki eigendurnir að svara spurningum aðdáenda á Liverpooltv á morgun? klukkan hvað er það þá? Reyndar sé ég ekki stöðina en verða pennar kop.is sem sjá stöðina ekki að upplýsa okkur hina jafn óðum eins og þegar salan á félaginu gekk í gegn, treysti á það….

    Varðandi þetta á morgun er ég með eina pælingu, þar sem það er alveg ljóst hvaða spurningu þeir munu þurfa að svara og mest mun heyrast verður af hverju Hodgson sé ekki látin fara og þetta vita þeir nú sennilega og því fékk ég þá frábæru pælingu áðan sem ég er farin að trúa, verður ekki kallinn bara rekin í fyrramálið áður en þetta show byrjar hjá eigendunum og þeir fá þá frekar að svara skemmtilegri spurningum eins og hver tekur við og hvað gerist í glugganum í Janúar???

  20. Það er engin hætta á öðru en að við fylgjumst vel með spurningatíma Henry og NESV-manna á LFC TV á morgun. Verðum eflaust með opinn þráð þannig að það geti allir uppfært með nýjustu fréttum.

    Ég skal hundur heita ef þeir verða ekki spurðir í þaula um framtíð Hodgson. Maðurinn bara getur ekki unnið útileiki. Allt annað – betra gengi á Anfield, meiri sóknarbolti, meira traust á ungu strákana – skiptir ENGU ef þú getur ekki unnið fjandans útileikina. 9 útileikir, 1 sigur, 1 jafntefli, 7 töp í vetur. EKKI. NÓGU. GOTT. FYRIR. LIVERPOOL.

    Við fylgjumst spenntir með á morgun.

  21. Erum við ekki búnir að tapa 6 útileikjum í deild í vetur og einum heima gegn Blackpool?

    En takk Kristján hafði svo sem engar áhyggjur af því að við hinir yrðum ekki upplýstir um þetta.

    En klukkan hvað er þetta á morgun? vitið þið það?

  22. Einhvernveginn finnst mér aldrei talað um stjórann á gagnrýnan hátt á þessari blessuðu sjónvarpsstöð LFCTV og skiptir þó ekki máli hvort þeir séu með innhringiþætti eða ekki. Efast um að það breytist eitthvað á morgun.

  23. Afhverju í ósköpunum er ekki búið að reka þennan mann?
    Töpin eru fleiri en sigrarnir og erum í mínus í markatölu eftir 17 umferðir. Hvað ætli sé langt síðan það gerðist síðast?

  24. Sammála nr. 27.
    Ég er með áskrift að LFCTV og þar skauta menn ákveðið fram hjá gagnrýni á Hodgson þó annað blasi við.
    Auðvitað skiljanlegt, erfitt að hleypa þannig efni að og ég hef enga trú á að NESV fái að heyra það óþvegið í þættinum á morgun. Hugsanlega verður þó tæpt á einhverju undir rós og við getum líka verið vissir um að ef ekki verður búið að reka Hodgson fyrir þáttinn þá mun NESV styðja kallinn fram í rauðan dauðann…svona opinberlega allavega.

    Talandi um það …Við stuðningsmenn erum akkúrat núna að upplifa “Rauðan dauða”….

  25. Ef að þeir ætla að taka símtöl frá aðdáendum þá ráða þeir varla hvað þeir aðdáendur spurja um og það er alveg á kristaltæru að þeir verða spurðir um þetta. Vona að þeir verði ærlega látnir heyra það á morgun og menn láti þá vita að þetta er eitthvað sem stuningsmenn lðsins sætta sig ekki við.

  26. Þegar ég sá þetta í gær þá hugsaði ég strax. Þarna er Hodgson að fatta að eftir nokkra daga verður hann rekinn.

  27. LOL…En RH var reidur eftir leikinn i gær og alls ekki sattur vid sina menn…Thad er skref framm a vid 🙂

  28. Komment nr.11 er eitthvað það allra besta sem ég hef séð. Annars er spurning um að láta Sammy Lee bara stjórna liðinu á útivelli og geyma Roy gamla heima.

  29. Kallinn verdur ekki rekinn fyrir jol ! Thad er mannvonska ad reka folk ur vinnu stuttu fyrir jol , thad vita allir retthugsandi menn. 2 januar er liklegur dagur eda 29 mai !

  30. (Sennilega af því það vantar á mig pung) þá skildi ég ekki alveg hvað var svona fyndið í kommenti nr. 11. Getur einhver hjartahlýr Liverpool-aðdáandi tekið að sér að útskýra fyrir mér pönslænið í því ?

  31. Við erum með jafnmörg stig og WBA og Blackpool eftir 17 fokking leiki!!!

    Staðan fyrir Henry og félaga er einföld.

    a) Höldum Hodgson, vinnum 2 útileiki á tímabilinu og lendum í 5-10. sæti. Missum svo Torres og Reina næsta sumar og reynum að byggja upp hlutina þá, væntanlega með nýjum þjálfara.
    b) Rekum Hodgson strax og reynum að redda því sem hægt er að redda á þessu tímabili. Það eru 9 stig í fjórða sætið, sem er lágmarkið ef við ætlum að halda okkar allra bestu mönnum. Menn einsog Torres munu ekki þola 2 tímabil án Meistaradeildarinnar.

    Hversu mikla þolinmæði hafa þessir menn eiginlega gagnvart Hodgson. Ég trúi því varla að hún sé mikil. Ég bara trúi því ekki. Ég vona bara að John Henry hafi lesið Twitter skilaboðin sín frá því í gærkvöldi.

    Tíminn til að láta Hodgson fara er akkúrat núna þegar að prógrammið er létt. Það að hann vinni næsta leik á heimavelli breytir nákvæmlega engu.

  32. 41 Ég sagði tveimur punglausum stelpum (já sem betur fer voru þær punglausar) og þær hlógu sig máttlausar.

    Hugsanlega vantar húmorinn líka í þig Lana mín.

  33. 41 Lana, punkturinn i brandaranum er (að mínu mati) að konur (og karlmenn líka oft á tíðum) sem eru feitar hafa brjóst í stærri kantinum. Ástæðan er náttúrulega söfnun fitu á líkamanum og þar sem brjóstin innihalda fitu þá stækka þau með. Tengingin við Roy Hodgson eru ábyggileg vonbrigðin sem maður verður fyrir þegar maður áttar sig á því að maður hafi “tekið við” svikinni vöru eða “not the whole set”.

    En segið mér þeir sem vita meira en ég, er það rangt hjá mér að samningur Emiliano Insúa renni út næsta sumar?

  34. Liverpool deilir 8-11 sæti með 22 stig með 3 öðrum liðum og það eru þau 3 lið sem voru að koma upp !!!! WBA, Blackpool, Newcastle og Liverpool ! hversu sorglegt?? ég spyr hversu sorglegt?? !!!!!!!

  35. hérna mér þykir leitt að segja það en ég held að hodgson verði bara ekkert rekinn, hann mun gera okkur að skíta miðlungsliði áður en við vitum það og nýju eigendurnir munu ekkert gera í því
    en jújú hann verður örugglega rekinn fyrr eða síðar, bara örugglega ekki á næstunni..

    talandi um nýju eigendurna, þeir sögðu að þeir myndu hlusta á stuðnings menn þeir ættu þá að hlusta á þetta:VIÐ VILJUM ROY HODGSON BURT!

    held að það séu margir sammála mér “thumbs up” ?

  36. Ég held að gefðu mér gott í skóinn sé betra svona:

    Gefðu mér gott i skóinn. Góða besta N.E.S.V
    Og
    Carlos Tevez,Metzelder eða það að Hodgson fer!(Eina dúkku ígulker eða bara hvað sem er)

    Jólasveinar 1 og 8.(miðlungskallar á risa launum)/(Jólasveinar og Roy hodgson)

    Þetta er eitthvað sem ég mun syngja

    YNWA

  37. Þessi maður á að vera löngu farinn, það er bara þannig.. En spurning, er kannski hægt að láta vefstjóra henda upp skoðunarkönnun af kannski 6 raunhæfum kandídötum sem gætu tekið við. Og hvern menn vildu.
    There is no I in team, but there is a U in cunt.. til þín Roy

  38. Einar Örn eru stuðningsmenn Liverpool mikið búnir að vera þrysta á Henry á twitterinu hans eða?

  39. Já, Viðar, það voru hundruðir skilaboða til Henry stuttu eftir leik (og skipta eflaust þúsundum núna) og þau voru öll eins – Rekið Hodgson!

  40. Svona er þetta því miður. Ég mun aldrei þræta fyrir það að ég var alveg sáttur við að fá Roy inn í upphafi tímabils en ég held nú að karlinn sé lítil lausn fyrir klúbbinn og skal alveg éta það ofaní mig.

    Ég veit að það er hans að velja liðið og finnst að hann eigi að gefa minni spámönnum séns sérstaklega þar sem liðið er hreinlega á rassgatinu leik eftir leik á útivelli.

    Ég ætla líka aðeins að tjá mig um eitt við núverandi stjóra sem einkenndi reyndar fyrrum stjóra líka því miður. Torres og Gerrard virðast svo heilagir fyrir þessum stjórum okkar að það er það sem er ein af rótum vandans. Án gríns, horfið á leiki án þessara manna og þá loksins drullast liðið til að spila sem lið. Í leiknum gegn Newcastle var Maxi kannski með tuðruna og N´gog og Kuyt í fínni stöðu en nei, það var alltaf leitað af Torres sama hversu vonlaus staðan var á honum.
    Ekki misskilja mig, mér finnst Torres og Gerrard frábærir leikmenn en það er líka það sem þeir eru, leikmenn en ekki heilt lið og við getum ekki bara reytt okkur á þessa 2 menn leik eftir leik. Við höfum 11 leikmenn í þessu liði og hvernig væri að stjórinn mundi nú nýta þessa menn alla sem einn.
    Það er rosalega einfalt að mæta Liverpool í dag því ef þú klippir út þessa tvo leikmenn þá höfum við enginn ráð og hlaupum í hringi eins og hauslausar hænur.

    Ég finn mig ekki oft knúinn til að hrósa Sir Alex Ferguson en hann er að gera hárrétt svo oft og eins og núna, Rooney slakur og bara á bekkinn með hann. Af hverju er þetta ekki líka gert hjá okkur? Af hverju eiga sömu menn áskrift í þessu liði leik eftir leik sama hvernig þeir spila.

    Ég er á því að við erum ekki með eins sterkan hóp og Chelsea, Man Utd, Man City, Arsenal og Tottenham. Ósköp einföld rök, við eigum sennilega 3-4 menn sem kæmust í þessi lið og það eru Torres, Gerrard, Reina og kannski Meireles. Skrtel, Soto, Konchesky, Johnson(eins og hann hefur spilað í vetur), N´gog, Maxi og Kuyt svo einhverjir séu nefndir kæmust vart á bekkinn hjá þessum liðum nema kannski Johnson. Við erum bara því miður ekki sterkar en c.a. 6 sætið í dag miðað við hóp og stjóra.

    Persónulega vil ég sjá vörnina okkar svona í dag þegar allir eru heilir: Kelly-Carra-Wilson-Aurelio. 2 reynsluboltar með kjúklingunum og getur þetta bara ekki versnað.
    Svo vil ég hreinlega færa Gerrard á kantinn enda geta Lucas og Meireles alveg spilað á miðjunni þó Lucas hafi verið slakur á laugardaginn. Hann er langt frá því að vera stærsti gallinn í þessu liði.

    Svo vil ég landa Martin O´Neill á meðan það er hægt og láta hann sjá um janúarkaupin og hætta að spila aðeins 2 mönnum af 11 í leikjum.
    Einnig auglýsi ég eftir því að menn eins og Meireles og Gerrard skjóti meira fyrir utan og að sóknarmennirnir hirði fráköstin. Eitthvað sem virðist bara ekki vera lengur til staða hjá Liverpool.

  41. ánægður með þessi skilaboð til Henry og þar sem ég hef séð ykkur vera að tala um Henry á þessu Twitter þá virðist maðurinn nota þetta stöff og ætti því að hafa séð vonandi fleiri þúsund slík skilaboð en ég nota þetta ekki og sé það ekki gerast, facebook dugar mér fínt.

    Er samt svekktur núna var farin að trúa því að þegar ég vaknaði í dag væri búið að reka Hodgson en þar sem það er ekki búið er ég farin að trúa því að mannfýlan klári seasonið, kannski spurning um að menn hætti að mæta á völlinn eða þá að allir leggjist á eitt og syngi söngva um að við viljum nýjan stjóra.

Newcastle 3 – Liverpool 1

Skylduáhorf