Fimmtudagsfréttir

Það er svei mér eins og við séum búnir að spila alla okkar leiki, enginn talar um viðureignina við Hull heldur snýst umræðan enn og aftur bara um sölu á klúbbnum og stöðu Rafa.

Rafa virðist vera að heimta að staðið verði við loforð um að öll innkoma fyrir leikmenn renni beint til leikmannakaupa, ofan á þá upphæð sem félagið hafði tekið frá til þeirra (talað um að það hafi verið 15 milljónir punda í sumar). Ef að hann fái skriflegt loforð þar um muni hann vera áfram.

Hin fréttin er svo enn ein gleðisprengjan frá eigendunum þar sem Tom Hicks segist reikna með að það taki 18 mánuði að selja klúbbinn, um leið og hann viðurkennir alveg að liðið sé alls ekki “hans líf” eins og hjá mörgum öðrum eigendum.

Ég fékk velgju í munninn. Eigendum sem er nokk sama um klúbbinn og Chelseamaður formaður. Þetta bull í eigendamálum félagsins er að verða einn ljótasti bletturinn á sögu þess, auðvitað utan harmleikjanna.

En væntanlega vitum við meira eftir daginn…….

27 Comments

  1. Klúbburinn þolir illa 18 mánuði í sölu og í raun þolum við illa 18 mínútur meira af núverandi eigendum! Sala á klúbbnum þyrfti helst að vera frágengin eftir hádegi á morgun og þá með það gulltryggt að Gillett og Hicks fái ekki grænan eyri í gróða út úr þessu.

    Sumarið sem ætti að verða eitt það stærsta hjá klúbbnum lengi lengi lítur ekki vel út enda klúbburinn með fáránlega óvissa framtíð og ekki í þeirri keppni sem lokkar til sín albestu leikmennina.

  2. Ég er aftur á móti alveg handviss um að við komum ekki til með að vita neitt meira eftir daginn. !!

    Þetta er orðin þvílík andskotans kvöl bara, að maður á bara ekki til orð.

    En góðir hlutir gerast hægt, sagði einhver vitleysingurinn, og maður vonar bara að svo eigi við í þessu tilfelli.

    Insjallah..
    Carl Berg

  3. Mummi, var einmitt að pæla að linka þessa grein. Er algjör skyldulestur, vænn skammtur af reality þarna á ferðinni.

  4. Mjög áhugaverð grein Mummi, maður veit svosem ekki hversu miklu maður á að trúa í þessu öllu en þetta er flott grein hjá höfundi.

  5. Ég neita að trúa að þeir geti tafið söluna þar til þeir fái þær 800 mp sem þeir vilja fyrir klúbbinn – það er engin að fara að greiða slikt bull verð.

    RBS getur gjaldfellt skuldinna á félagið og snúið uppá hendurna á eigendunum hvað varðar söluna – það voru jú þeir sem komu nýjum formanni að.

    RBS lætur ekki 2 ár líða á meðan klúbburinn grotnar niður og söluvirðið minnkar með hverjum mánuðinum sem líður – lykilleikmenn eldast og/eða fara, það er orðið það slæmt að löngunin til þess að horfa á leik með LFC minnkar með hverri vikunni. Og við erum að tala um að fyrir þessa leiktíð hafði ég ekki misst af leik með liðinu (þ.m.t. æfingarleiki) í rúm 6 ár.

    Þetta er eins og með fíklana, maður vonar að nú sé botninum náð – en þetta virðist vera botnlaus pittur og klúbburinn í frjálsu falli. Guð hvað þetta verður leiðinlegt sumar, fréttalega séð.

  6. Ég man ekki betur en að það taki amk sex vikur, bara að fara yfir gögn félagsins, þegar málin eru komin á það stig að væntanlegir kaupendur séu nokkuð vissir um að þeir kaupi. Það er ekki eins og það sé allt vaðandi í áhuga á félaginu, þó eru tveir hópar áhugasamir eftir því sem ég hef lesið. Þetta tekur tíma, kannski ekki 18 mánuði, en þetta er ekki eins og að kaupa bíl.

  7. Þessi eigendamál eru að verða að alræmdri gíslatöku núverandi eigenda. Það má heldur ekki gleyma sekt David Moores sem seldi þessum ribböldum félagið. Það má telja lán í óláni að erfiðleikar á bankamarkaði muni gera það að verkum að aukinn þrystíngur verður frá bankanum að núverandi eigendur hverfi frá félaginu sem allra fyrst þannig að nýjir aðilar geti komið með nýtt fé. Það sem er sorglegast í þessu öllu dæmi er gríðarleg skuldaaukning á þessum örfáu árum sem þessi menn hafa verið hjá klúbbnum, mér þætti forvitnilegt að sjá sundurliðað hvernig hún er til kominn. Voru e.t.v. skuldir af öðrum félögum þeirra manna fluttar yfir á Liverpool?.

    Ég hreinlega býð ekki í aðra eins leiktíð og þá sem nú er að líða undir lok, þannig að það er algjört must að ganga frá þessum málum á næstu 3-4 vikum. Alveg klárt að tíminn vinnur ekki með félaginu í þessum efnum.

  8. Já og kommon, Tribalfootball? Er ekki til betri síður til að vitna í?

    Til að mynda er greinin sem Mummi benti á góð, Balague hefur verið með ágætis pistla um Rafa og svo er athyglisverð frétt á Echo um Aquilani. Reyndar er bara vitnað í umboðsmann hans, sem er aldrei góðs viti.

    Og á meðan ég er að vera leiðinlegur mætti alveg eins vitna í þetta sem frétt: “Liverpool are hoping to land Marseille’s £14m-rated striker Mamadou Niang and may use Albert Rieira, Ryan Babel, Philipp Degen and Yossi Benayoun as part of the deal.
    Full story: caughtoffside.com”
    Það stendur AND Yossi. Semsagt á að láta þá alla fyrir Niang? Frábær “frétt” alveg.

    Eða hérna: Chelsea have been offered the chance to sign Real Madrid striker Gonzalo Higuain for £34m if they fail in their attempts to sign Liverpool forward Fernando Torres.
    Full story: Daily Telegraph

    Eins og Torres færi einhverntíman til Real.

    Eða hérna: Rafael Benitez will hold crunch talks with Liverpool chairman Martin Broughton on Thursday with his position as manager in the balance and the club reeling from Chelsea’s bold move for forward Fernando Torres.
    Full story: Daily Mail

    Er komin dagsetning á fundinn?

    Spaniard Benitez seems set to reject the advances of Juventus who have changed the terms they have offered to him to tempt him away from Anfield.
    Full story: Daily Mirror

    Allt úr sorp-pakka BBC.

  9. Og ein enn: “So far Michael Owen, Danny Murphy, Craig Bellamy, Dietmar Hamann, Robbie Fowler, Steve McManaman, Jamie Redknapp, Gary McAllister and Steven Warnock have all signed up to play for Liverpool.”

    Spila allir í góðgerðarleik Carra þann 4. september.

    Echo

  10. Sælir félagar

    Miðað við þá slæmu stöðu sem félagið er í þá sýnist mér þetta enda með að Rafa fer og Guðjón Þórða taki við

  11. Hjalti, held að þú sért að misskilja með að Chelsea kaupir Higuain ef þeir, þ.e. Chelsea, fá ekki Torres.

    Annars þarf að sortera út þessi eigendamál áður en haldið verður áfram. Það er algjört grundvallaratriði og ég hef ekki nokkra trú á að það taki 18 mánuði að selja klúbbinn. Það tók nú bara nokkra klukkutíma að græja Man. City kaupin. En hvernig er það samt, eru menn hérna alveg til í að fá bara ríkan sykurpabba til að hífa liðið upp? Eru menn virkilega ok með það ?

    • En hvernig er það samt, eru menn hérna alveg til í að fá bara ríkan sykurpabba til að hífa liðið upp? Eru menn virkilega ok með það ?

    Á meðan hinn kosturinn eru núverandi vitleysingar þá er svarið hell yeah!! Eins og staðan er núna hefur maður áhyggjur af klúbbnum enda gjörsamlega á kúpunni! Nýjir ríkir eigendur væri eins og að vinna í lottó…því miður.

  12. Hjalti 10 :

    ‘Chelsea have been offered the chance to sign Real Madrid striker Gonzalo Higuain for £34m if they fail in their attempts to sign Liverpool forward Fernando Torres. Full story: Daily Telegraph’

    Hvar og hvernig lestu í þetta að Real Madrid sé að reyna fá Torres? Augljóslega segir fréttin að Chelsea sé að reyna ná í Torres og sé með Higuain sem ‘Plan B’.

    Engu að síður bull einsog 99% af öllum þessum ‘fréttum’.

  13. Það er einsog þið ágætu félagar áttið ykkur ekki á því að forsendan fyrir því að liðið komist á sigurbraut á ný er að Benitez fari. Það gerist ekkert með því að kaupa einn eða tvo góða nýja leikmenn. Þjálfarinn er kominn á endastöð. það er sárt að viðurkenna það en svona er það. Hann hefur sína ótvíræðu kosti en þeir nýtast ekki lengur. Viðurkennum það og síðan er hægt að ræða framhaldið. Ef ástandið væri þannig núna að við værum öruggir með Meistaradeildina og verið í baráttunni um dollurnar fram eftir vori, þá væri maður ekkert yfir sig svekktur. En góðir félagar, við vorum svo gott sem dottnir út úr öllu fyrir áramót. Þetta er svakalegt. Það þarf eitthvað meiriháttar að eiga sér stað til að rétta stefnuna. Og það gerist ekki nema menn byrji á að ræða réttu hlutina af hreinskilni.

  14. Fixed

    Það er einsog þið ágætu félagar áttið ykkur ekki á því að forsendan fyrir því að liðið komist á sigurbraut á ný er að eigendurnir fari. Það gerist ekkert með því að skipta bara út þjálfara. Eigendurnir eru komnir á endastöð. það er sárt að viðurkenna það en svona er það. Þeir hafa sína ótvíræðu ókosti sem þeir nýta. Viðurkennum það og síðan er hægt að ræða framhaldið. Ef ástandið væri þannig núna að við værum öruggir með Meistaradeildina og verið í baráttunni um dollurnar fram eftir vori, þá væri maður ekkert yfir sig svekktur. En góðir félagar, við vorum svo gott sem dottnir út úr öllu fyrir áramót. Þetta er svakalegt. Það þarf eitthvað meiriháttar að eiga sér stað til að rétta stefnuna. Og það gerist ekki nema menn byrji á að ræða réttu hlutina af hreinskilni.

  15. Ég skil ekki hvað allir hafa á móti Martin Broughton, hann er Chelsea maður en það er bara hóbbý. Þessi maður er professional og vinnan gengur fyrst. Hann er ekki að fara að gera eitthvað sem kemur klúbbnum illa, hann veit alveg hvað hann er að gera.
    Og skemmtil fact þá er hann 500mill dollurum ríkari en Hicks og Gillett til samans.

  16. Sammála þér Ási, furðulegt að menn nenni að gera mál úr þessu, ég meina Carra var grjótharður Everton aðdáandi for crying out lout.

    Annars ætla ég ekkert að vera að commenta á þessar kjaftasögur sem nú ganga um alla mögulega hluti varðandi Liverpool, ætla bara að bíða og sjá hvað gerist rólegur.

    Mér líður í dag mjög svipað og mér leið í hálfleik þann 25 maí 2005, frekar ömurlega, allt virðist vera tapað og ekki nokkur leið virðist greið til að upplifa þessa gleði sem Liverpool hefur svo oft veitt manni (sérstaklega okkur sem munum eftir árunum á milli 1980-1990)
    Svo er flautað aftur til leiks og áður en maður veit af eru allar dyr galopnar.

    Koma tímar, koma ráð 🙂

  17. Hicks er líklega bara að reyna að skapa sér sem besta samningsstöðu með því að setja 800 mills á klúbbinn og með því gefa út að salan geti tekið allan þennan tíma. Virkar það? Nei, ekki ef þetta eru óraunhæfar kröfur. ,,Varan” Liverpool er viðkvæm vara og svona rugl í gangi í annað season gerir ekkert annað en að lækka klúbbinn í verði. Þetta veit Hicks og því segi ég að hann mun selja í sumar en er bara að reyna að fá sem allra mest með þessum kjánalegu kröfum sínum.

  18. Ási og Hafliði, eru margir að drulla yfir hann?

    Sé ekki betur en að reiðin sé gegn eigendum klúbbsins og (skv. þessari grein frá Mumma) C. Purslow !

  19. Babu, ef þú lest greinina hans Magga hér fyrir ofan þá sæir þú að sú staðreynd að Martin Broughton er aðdáandi Chelsea varð þess valdandi ásamt öðru að Maggi fékk “fékk velgju í munninn” 😉

    thats all.

  20. Það eru einhverjir bunir að vera að bölva því að hann skúli vera Chelsea maður. Og plús það rivalinn milinni liverpool og chelsea hefur ekki verið langur. Þetta er ekki áratugabarátta eins og hjá Man utd og Everton. Þessi rival byrjaði eftir CL 2005. 5 ár það er ekki nein saga þarna á bakvið meðað við aðra rivala.

  21. Benítez? Farðu að skrifa ævisöguna þína núna. Vill fá hana fyrir jól og ekki skafa utanaf innanhús pólitík og smákóngaleik innan klúbbsins.

Eru Chelsea að bjóða 70m í Torres?

6 dagar í Liverpoolborg