6 dagar í Liverpoolborg

Ég skellti mér til Liverpool fyrir rúmri viku síðan og varði þar 6 dögum. Ekki þarf að fara nánar út í gengi liðsins í þeim tveim leikjum sem fóru fram á þeim tíma, það vita allir hvernig þeir voru og fóru. Að vanda þegar maður skellir sér á svæðið þá hittir maður mikið af stuðningsmönnum liðsins, margir af þeim eru og hafa verið, season tickets holders í hinni frægu Kop stúku. Þrátt fyrir vonbrigði á vellinum, þá var ferðin sem slík frábær og alveg ótrúlega gaman að rabba við fólkið og heyra skoðanir þeirra.

Það er alveg óhætt að segja að skoðanir voru skiptar á málefnum félagsins, en skoðanir voru þó ekki skiptar um einn hlut. Eigendamálin voru efst á baugi nánast allra sem maður ræddi við og menn sammála um að breytingar á eignarhaldi liðsins væru mikilvægastar öllu. Menn eru vægast sagt reiðir og ekki einungis reiðir út í sjálfa eigendurna heldur líka stjórn félagsins og nafn Purslow kom ansi hreint oft upp í umræðuna og það á alls ekki jákvæðan hátt. Það var líklegast það sem kom mér mest á óvart, því sá gaur hafði komið mér bara nokkuð vel fyrir sjónir. Þrátt fyrir þá miklu undirliggjandi reiði sem ríkti í garð eigendanna og stjórnenda félagsins, þá breytti það engu þegar kom að upphitun og stemmningunni fyrir og á leiknum gegn Atlético Madrid, hún kom beint frá hjartanu.

Einhugurinn var samt ekki hinn sami þegar kom að upphituninni á Park fyrir leikinn gegn Chelsea. Flestir á svæðinu voru reyndar á leiðinni inn á völlinn til að styðja sitt rauða lið, en það voru þó nokkrir sem sögðu að tímabilið væri hvort eð er “fucked” þannig að þeir vildu hreinlega tapa leiknum til að koma í veg fyrir að þessir (ritskoðað) í næstu borg myndu vinna titilinn. Maður skildi alveg sjónarmið þeirra fyrir leikinn, en þegar inn á leikvanginn var komið, þá gat ég ekki fyrir mitt litla líf hugsað um neitt annað en að styðja þá rauðu og var hundsvekktur með tapið gegn þeim bláu.

Eftir leik fóru leikmenn hringinn til að þakka stuðningsmönnum fyrir tímabilið. Það er ávallt skemmtileg stund, þó svo að hún sé nú skemmtilegri eftir sigurleiki. Það sem var þó stórkostlegt (og ég veit ekki hvort það sást í sjónvarpinu) var þegar strákurinn hans Carragher labbaði inn á völlinn með pabba sínum og kom fljótlega að Chelsea stuðningsmönnunum. Það heyrðist hátt í þeim, enda komnir í prime stöðu gagnvart titlinum. Guttinn var nú ekki á því að láta þetta ganga yfir sig og setti höndina á loft, greinilega hrópaði vel valin orð í áttina að þeim og gaf þeim ýmsar bendingar beint frá hjartanu. Kallinn pabbi hans þurfti að rífa hann tilbaka og biðja hann að hafa sig hægan. Þetta kveikti heldur betur í stuðningsmönnum beggja liða í Anfield Road End stúkunni. Guttinn greinilega með gen hans pabba síns, um það verður ekki rifist. Það vakti einnig athygli heimamanna að Stevie G var einn að labba þennan hring, ekki með dætur sínar með og voru menn fljótt komnir á flug með ástæður þess.

En þá að “vinsælasta” umræðuefninu á Kop.is þetta tímabilið, Rafael Benítez. Nafn hans var sungið mikið bæði fyrir og á leiknum gegn Atlético. Stemmningin á Chelsea leiknum var mun minni, en engu að síður var nafn hans sungið. Ég hreinlega hélt að það væri minni stuðningur við kallinn þarna úti, allavega á meðal þessara hörðustu stuðningsmanna liðsins sem ég ræddi við. Það voru jú að sjálfsögðu skiptar skoðanir og sumir vildu bara að kallinn hyrfi á braut hið fyrsta. Það var þó mikill minnihluti. Flestir voru á því að vandamál félagsins lægju annars staðar og það myndi ekki bæta ástandið að losa sig við hann eftir þetta skíta tímabil sem er að klárast. Þeir sem vildu að hann færi núna voru þó engan veginn með einhverja heift í hans garð, en hreinlega töldu að hann gæti ekki tekið liðið lengra. Þeir sem vildu ekki heyra á það minnst að hann færi vildu meina að eitt mjög slakt tímabil ætti ekki að vera nóg til að hann væri látinn fara og við fengjum aldrei betri mann í hans stað eins og staðan er í dag.

Ég ræddi aðeins þessi stjóramál líka við Guðlaug Victor, sem æfir á Melwood með varaliðinu. Hann sagði að það hefði orðið breyting hjá Rafa í vetur, hann væri orðið minna á æfingasvæðinu sjálfu á meðan æfingar færu fram, væri meira inni á skrifstofu og léti þjálfarateymið um sjálfar æfingarnar. Sammy Lee stjórnar æfingunum að vanda, skemmtilegur kall, en grjótharður líka. Menn geta eflaust lesið hvað sem er út úr þessu, hver eftir sínu höfði, jákvætt eða neikvætt.

Persónulega hef ég undanfarið verið c.a. 40/60 í þessu. Þ.e. 40% af mér vilja að Rafa fari og 60% vilja halda honum. Ég er hreinlega svo langt því frá viss um að þó kallinn færi, þá værum við í eitthvað betri málum. En eins og aðrir, þá er ekkert hægt að vera viss um hvað gerist sama á hvorn veginn sem þetta fer. Ég vil til að mynda ekki sjá Jose Mourinho nálægt þessu félagi (ekki það að ég telji það nokkurn séns að hann kæmi til liðsins eins og ástandið er í dag). Ég ætti í svaðalegum erfiðleikum með að höndla hrokann, virðingarskortinn og ego-ismann sem fylgir þeim manni. En eitt er víst, ég mun styðja Liverpool fram í rauðan dauðann, hvort sem Rafa fer eður ei, hvort sem Jose kemur eður ei, hvort aðal stjarna liðsins í utandeildinni eftir 8 ár heiti Blood Wanker, ég mun styðja liðið.

Því miður þá er klúbburinn í vondu standi í dag og því miður sér ekki fyrir endan á því. Ég held að það skipti litlu máli hver framkvæmdastjórinn er, við verðum áfram í vondum málum nema lagað sé til í eigendamálunum. Ég hræðist líka brotthvarf okkar bestu manna, hræðist það meira ef Rafa fer heldur en ef hann yrði áfram. Allar okkar stærstu stjörnur skrifuðu undir nýja langtíma samninga um leið og Rafa fyrir ári síðan, og flestir þeirra voru ekki að kynnast honum fyrst þá, þeir vissu nákvæmlega fyrir hvað hann stóð og hvernig hann var.

Niðurstaðan í þessari langloku? Ég held að eftir helgina verðum við stjóralausir. Ég held að Rafa gefist endanlega upp á ástandinu og það verði tilkynnt eftir helgina. Ég mun ekki fagna því, ég veit að það eru margir hér á Íslandi sem munu fagna sem enginn sé morgundagurinn, en ég vona þó heitt og innilega að við getum fagnað saman því sem skiptir máli mjög fljótlega, öll sem eitt, þ.e. sigrum okkar liðs á fótboltavellinum.

50 Comments

  1. Flottur póstur Steini! Alveg sammála þér að við verðum ekkert í betri stöðu ef Rafa fer. Hver vill taka við klúbbnum í þessarri óvissu sem er framundann? Það er bara einn maður sem kemur til greina og sem kom strax upp í hugann

    Kenny Dalglish. Eini maðurinn sem gæti tekið þetta á hjartanu. Allavega þangað til að eignarhald klúbbsins er komið á hreint.

  2. Gaman að þessu Steini

    Er aðeins að verða þreyttur á þessu Mourinho hype sem virðist alltaf vera í gangi. Allt sem hann segir er “snilld” og hann virðist svo gott sem prumpa glimmeri.

    Ekki misskilja mig þetta er þvílíkt öflugur stjóri og það geta ekki allir unnið eins vel með stórstjörnur eins og hann.

    En hann spilar alls ekki skemmtilegan bolta og hefur unnið sér frægð fyrir að gera:

    A – Porto, eitt af þremur stærstu liðum Portúgals að ósigrandi vígi, á tímabili sem Benfica var í lægð. Hann gerði þá að CL meisturum sem er hans langmesta afrek á ferlinum.

    B – hann tók við mjög góðu liði Chelsea sem búið var að henda áður óheyrðum upphæðum í, hann fékk ennþá meiri pening til að henda í það lið og gerði að meisturum á Englandi. Náði þó ekki að sigra hin stóru liðin á Englandi í Evrópu.

    C – Var rekinn frá Chelsea af stórundarlegum eiganda liðsins og tók við Inter Milan, stærsta og líklega ríkasta liði ítalíu undanfarin ár (eftir að öll hin stóru liðin voru bust-uð í mútuhneyksli). Í Inter er hann með mannskap í höndunum sem er ekkert verri á pappír en sjálft Barca sem þeir slógu út um daginn.

    M.ö.o. þetta er flottur stjóri og hann nær vissulega árangri, en enn sem komið er virðist hann þurfa alveg helvíti mikið forskot á flesta aðra til að ná þessum árangri sínum. Forskot sem hann fengi ekki hjá Liverpool í dag þó klúbburinn væri að keppa í Skosku úrvalsdeildinni

    Frekar vil ég hafa Benitez áfram, láta hann fá pening og alvöru tækifæri til að halda sinni uppbyggingu áfram.

  3. Skil vel að þú sért þreyttur á Mourinho ást manna en ég er jafn þreyttur á því að menn reyni að gera lítið úr árangri mannsins eins og þú gerir hér að ofan. Þó liðið sé sterkt þá kemurðu ekkert til Englands og vinnur deildina tvö ár í röð án þess að vita hvað þú ert að gera. Ekki tókst Ranieri það með svipað sterkt lið. Helsta afrek Mourinho er samt að hann hefur ekki tapað heimaleik frá því hann var sjö ára.

  4. Var ég að segja eitthvað ósatt þarna?

    En tek aftur fram að hann er auðvitað þræl góður stjóri og hann nær árangri. Útgangspunkturinn hjá mér er bara að ég efa að hann næði betri árangri með Liverpool heldur en Rafa hefur gert.

  5. Takk fyrir þennan póst Steini, skemmtilegur lestur. En um leið hugsar maður: fudge – hvað er að verða um klúbbinn minn??

    Ég mun ekkert hoppa hæð mína í loft upp ef Rafa fer, ég mun ekki gleðjast yfir því ef til okkar kæmi einhver ónýtur í staðinn. Eins og staðan er í dag, þá finnst mér að eigendurnir þyrftu að rölta upp á Eyjafjallajökul án fylgdar, og nýir, ferskir og góðir eigendur fengnir í staðinn.

    Ég er skíthræddur … en ég mun ávallt elska Liverpool. Það breytist ekki.

  6. Skemmtileg lesning SSteinn.

    Ég er sammála því að forgangsatriði nr. 1 sé að fá inn nýja eigendur. Það þarf ekkert að ræða það frekar. Við tökum skref aftur á bak ef þeir verða áfram. Þeir hafa ekki fjármagn til að veita í leikmannakaup eða til að byggja nýjan völl. Félagið mun halda áfram að safna skuldum ef þeir verða áfram. Það getur bara endað á einn veg.

    Ég tek undir með þér SSteinn að mér finnst þessi óánægja í garð Purslow skrýtinn. Hvað hefur hann gert til að verðskulda þessa gagnrýni? Nefndu menn ástæður fyrir þessu?

    Með Rafa þá nenni maður nú varla að ræða þetta frekar, enda orðið ansi þreytt umræðuefni. Ég er svo langt frá því að vera eitthvað illa við Rafa eða eitthvað í þá áttina, ég tel bara að hann sé kominn á endastöð. Hinsvegar lenti hann í svipaðri stöðu hjá Valencia á sínum tíma og náði svo að snúa dæminu við árið eftir og vinna deildina. Kannski getur hann gert það sama með Liverpool. Ég mun ekkert missa mig ef hann heldur áfram, þó ég telji að það sé rétt að skipta um stjóra núna.

    Mér finnst samt broslegt hvað margir stinga hausnum í sandinn varðandi þessa umræðu. Babu endurspeglar þetta í sínum pósti þegar hann segist vilja láta Rafa fá pening og gefa honum “alvöru tækifæri”. Þarna er nú fokið í flest. Rafa er heldur betur búinn að fá allskonar tækifæri til að gera betur en hann hefur gert. Rafa hefur fengið fullt af peningum til leikmannakaupa, mun meira en margir. Ég veit að Martin O’Neal myndi hlægja ef hann myndi lesa þetta.

    Það er bara ekki Hicks og Gillet að kenna að Liverpool gátu ekki unnið Fulham, Birmingham, Stoke, Wigan, Blackburn, Sunderland og Portsmouth. Það getur bara skrifast á einn mann. Liverpool er með svo milklu betri mannskap en þessi lið. Ég gæti vel fyrirgefið það að lenda á eftir liðum eins og Manutd og Chelsea miðað við fjármangið sem þeir hafa haft í gegnum tíðina, en að missa 5 lið fram úr okkur á einu tímabili er bara svo svakalega langt frá því að vera eðlilegt. Við erum búnir að tapa 11 leikjum á tímabilinu. Ég nenni svo ekki að fara út í liðsuppstillingu og fleira því tengt á þessu tímabili. Það hefur bara einfaldlega verið forkastanlegur fáránleiki í gangi á köflum

    Ef Rafa fer mun ég alltaf hugsa vel til hans. Það eru mörg ógleymanleg móment sem við höfum upplifað í hans stjóratíð. Istanbul 2005, FA bikarinn 2006, frábær meistaradeildarkvöld þar sem við höfum unnið hvert stórliðið á fætur öðru, sigrarnir gegn manutd ofl.

  7. þetta með Purslow kemur manni nokkuð á óvart eins og þú segir sjálfur Sigursteinn.

    En voru það einhverjar ákveðnar ástæður sem menn nefndu sér til stuðnings í þeim efnum? Fyrir okkur almúgann hér á klakanum þá virðist maðurinn ekki vera að gera neitt nema góða hluti fyrir LFC og því erfitt að ímynda sér hvað það gæti verið sem er svona neikvætt.

    • Ég veit að Martin O’Neal myndi hlægja ef hann myndi lesa þetta.

    Frekar en að vera í baráttu við O´Neill og co hefði ég áhuga að vera í flokki með United, City, Chelsea og Arsenal. Eitthvað sem Liverpool hefur verið og vel það hvað stöðu í deildinni varðar undanfarin ár, þó þetta ár sé undantekning.

    Og til að fylgja eftir góðu tímabili í fyrra, hvað var gert á leikmannamarkaðnum? En árið þar áður? (ekki gleyma að taka mið af þeim leikmönnum sem hafa farið í stað þess sem við höfum fengið). Ofan á þetta bætist við fáránleg pressa sem fylgt hefur fávitunum sem keyptu klúbbinn.
    Ég veit svo ekki hvað það eru mörg dæmi sem það virðist hafa munað smá pening upp á að Benitez hefði getað fengið fyrsta kost en þurft að sætta sig við annan ódýrari…eitthvað sem ekki hefur verið að hrjá neinn á Old Trafford og alls ekki á Stamford Bridge.
    Að segja hann vera á endastöð eftir eitt slæmt ár og það þetta stórundarlega ár finnst mér bara álíka hlægilegt og þvertek fyrir það að vera með hausinn ofan í sandinum.

    • Ég tek undir með þér SSteinn að mér finnst þessi óánægja í garð Purslow skrýtinn.

    Þetta kom upp í grein sem Mummi linkaði á í síðasta þræði http://www.anfieldroad.com/news/201005063612/lfc-chairman-must-deal-with-damage.html/

  8. jæja er sjálfur á báðum áttum með Benna henda honum, gefa honum fjármagn og annað ár. En er sammt orðin þreyttur að sjá menn segja að Benites hafi ekki fengið nægilegt fjármagn til að vera að keppa við toppliðin, sem er eitthvað sem ég er bara ekki sammála. Hann hefur kannski ekk fengið eins mikið fjármagn og Chelsea og United en hann hefur ekki fengið minna en Wenger, O´neil eða Redknapp. Hvar eru þessir ungu menn sem hann hefur keypt, hvar? jú þeir eru í unglingalið að enda uppi sem næstu Mellor og Paul Anderson, því þeir fá ekki sénsin með aðalliðinu. Það eru fáir drengir að fara að gera einhverja hluti 22 ára þegar þeir spila sinn firsta aðalliðsleik. Eins og ég best veit þá eigum við Pacheo, Della Valle og Ince yngri sem eiga einhvern séns í að spila með okkur í framtíðinni. Bara mín skoðun.
    Er orðin þreyttur að sjá menn (nánast) drulla menn yfir árangur Morinhio og segja að hann er ekkert merkilegur því hann hann fái alltaf svo gott budget tilað vinna titla. já það er kannski satt en hann nær líka árangri. Spilar ekki ólíkt og Benites oft á tíðum leiðinlega bolta og tekur enga sénsa á að fá á sig mark, en hverjum er ekki sama?? Allavegna mér, á meðan liðið mitt vinnur titla þá er mér nokk sama hvort það spilar leiðinlega eða ekki það er sigurinn sem skiptir máli.

  9. Babu segir:
    En hann spilar alls ekki skemmtilegan bolta og hefur unnið sér frægð fyrir að gera:
    A – Porto, eitt af þremur stærstu liðum Portúgals að ósigrandi vígi, á tímabili sem Benfica var í lægð. Hann gerði þá að CL meisturum sem er hans langmesta afrek á ferlinum.
    B – hann tók við mjög góðu liði Chelsea sem búið var að henda áður óheyrðum upphæðum í, hann fékk ennþá meiri pening til að henda í það lið og gerði að meisturum á Englandi. Náði þó ekki að sigra hin stóru liðin á Englandi í Evrópu.
    C – Var rekinn frá Chelsea af stórundarlegum eiganda liðsins og tók við Inter Milan, stærsta og líklega ríkasta liði ítalíu undanfarin ár (eftir að öll hin stóru liðin voru bust-uð í mútuhneyksli). Í Inter er hann með mannskap í höndunum sem er ekkert verri á pappír en sjálft Barca sem þeir slógu út um daginn.

    Þannig að þú vilt ekki þjálfarann með lang besta vinningshlutfall í heimi til að taka við þesssari sökkvandi skútu ykkar því að þegar hann var með Porto voru Benfica í lægð.
    Því hann gerði Chelsea að meisturum 2 ár í röð annað árið sennilega besti árangur nokkurs lið ever í PL en jú það kostaði kaup á mönnum
    Og Tölum nú ekki um árangurinn sem hann hefur sýnt hjá Inter en af því liðið er svo sterkt er það ekkert æðislegt (liðið er nánast alveg eins og þegar Mancini var þar)
    En fyrst og fremst af því hann spilar svo leiðinlegan bolta?

    Ég spyr þig hr. Babu hefur þú einhvertíman séð Liverpool spila undir stjórn Benites?
    Liðið hefur nú ekki verið að spila neinn glimrandi sóknarbolta síðustu ár?

  10. Flottar pælingar og skemmtilegur pistill.

    Mér langar samt að spyrja Sstein, sem virðist vera nokkuð vel tengdur þarna úti, hvort fólkið í Liverpool tjái sig eitthvað um þá mögulegu kaupendur sem hafa verið í umræðunni síðustu dag, t.d. gaurinn frá Kína eða hvaðan sem hann var eða þá Dubai-familían. Hvernig líst fólkinu á það að annar hvor þessara aðila eignist klúbbinn?

    Og einnig hvort það geti virkilega verið að Kana-aularnir muni eiga klúbbinn í einhverja 18 mánuði í viðbót eins og þeir voru að tala um í morgun að gæti tekið þá að selja félagið? Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvar Liverpool FC verður statt eftir 18 mánuði ef þessir sauðir munu enn eiga félagið!

    1. Viljum við halda þverum manager sem getur ekki bakkað með fyrirfram gefnar hugmyndir fyrr en allar stoðir þeirrar hugmyndafræði eru hrundar eða viljum við fá inn mann sem hefur ástríðu og tilfinningu fyrir þeim bolta sem er spilaður inn á vellinum.
    2. Viljum við algjöra endurnýjun í liðið til að gefa Benitez einn séns í viðbót?
    3. Munu nýjir leikmenn breyta einhverju með núverandi þjálfara?
    4. treystum við Benitez til að kaupa nýja leikmenn ef hann fær pening til þess?
    5. Erum við til í að sætta okkur við hvaða eigendur sem er í staðinn fyrir kanana?
  11. Ég spyr þig hr. Babu hefur þú einhvertíman séð Liverpool spila undir stjórn Benitez? Liðið hefur nú ekki verið að spila neinn glimrandi sóknarbolta síðustu ár?

    Ahem…. Veistu hverjir skoruðu flest mörk í deildinni á síðustu leiktíð?

  12. @The Special One #11. Þú heldur því fram að LFC hafi ekki verið að spila glimrandi sóknarbolta síðustu ár. Í fyrra skoruðum við flest mörk allra liða í PL, ég mundi telja það nokkuð gott.

    • þannig að þú vilt ekki þjálfarann með lang besta vinningshlutfall í heimi til að taka við þesssari sökkvandi skútu ykkar því að þegar hann var með Porto voru Benfica í lægð. Því hann gerði Chelsea að meisturum 2 ár í röð annað árið sennilega besti árangur nokkurs lið ever í PL en jú það kostaði kaup á mönnum Og Tölum nú ekki um árangurinn sem hann hefur sýnt hjá Inter en af því liðið er svo sterkt er það ekkert æðislegt (liðið er nánast alveg eins og þegar Mancini var þar) En fyrst og fremst af því hann spilar svo leiðinlegan bolta?

    Já, reyndu nú aðeins að snúa út úr þessu hjá mér!

    Ég vill ekki Motormouth af svipuðum ástæðum og SSteinn, en það er samt ekki það sem ég er að segja hérna. Ég er að segja að ég hef ekki nokkra einustu trú á að hann myndi gera nokkurn skapaðan hlut betur en Benitez hefur gert væri hann í sömu stöðu og raunar held ég að hann væri löngu löngu farinn hefði hann fengið sömu meðferð hjá klúbbnum! Við förum varla að þræta um það?

    Þið talið eins og maðurinn sé bara hafinn yfir gagnrýni, hann hefur fengið mikið forskot á öllum stöðum sem hann hefur verið á eins og ég benti á. En hann hefur spilað frábærlega úr því, enginn að deila neitt um það og klárlega einn besti þjálfari í heimi, eins og Benitez. Það er mitt mat.

    • Ég spyr þig hr. Babu hefur þú einhvertíman séð Liverpool spila undir stjórn Benitez? Liðið hefur nú ekki verið að spila neinn glimrandi sóknarbolta síðustu ár?

    Ég hef séð svo gott sem alla leiki Liverpool já, t.a.m. í fyrra.

  13. Þessi grein staðfestir margt af því sem ég upplifði þegar ég fór á Liverpool – West ham um daginn. Ég ræddi við marga innfædda um stöðu liðsins og menn voru almennt orðnir þreyttir á gengi liðsins en það var engin almenn heift í garð þjálfarans eða leikmanna. Aftur á móti var mikið talað um eigendurna. Þá vildu menn burt en Rafa var enn í góðum metum fannst manni.

  14. Kiddi Keagan (#13) – ég legg til að þú lesir greinina sem Mummi vísaði í í síðasta þræði og Babú ítrekaði í ummælum #9 hér að ofan. Hér er hún einu sinni enn.

    Það sem mér finnst þú og nokkrir aðrir sem kommenta hérna fara á mis við er að þótt við getum gagnrýnt Benítez fyrir ýmis mistök (mér finnst ég segja þetta við þig á hverjum degi) þá er svo margt, margt fleira í gangi innan klúbbsins og það er bara ekki hægt að neita því, þótt menn hafi ekki hátt álit á Benítez, að eigendur og framkvæmdarstjóri liðsins, Gillett & Hicks og Purslow, hafa mjög augljóslega viljað losna við hann í dágóðan tíma.

    Það sem hefur hins vegar gerst, sem þeir reiknuðu kannski ekki með, er að það reyndist vera mjög óvinsæl fyrirætlun. Þegar fréttir láku af mögulegri Klinsmann-ráðningu varð allt vitlaust, stuðningsmenn héldu kröfugöngur og fánadaga til stuðnings Rafa og gerðu ítrekað aðsúg að Könunum. Þar lærðu þeir að það yrði ekki svo auðvelt að losa sig við manninn sem færði okkur Kraftaverkið í Istanbúl og þótt Benítez hafi sína galla sem flestir Liverpool-stuðningsmenn sjái greinilega var ljóst að það þyrfti mikið meira til en „nokkra galla“ til að réttlæta að hann yrði látinn fara.

    Sérstaklega þegar hann var að ná árangri, eins og að fara með okkur í úrslit CL 2007 og aftur í undanúrslit árið á eftir, og svo í annað sætið í deildinni eftir magnaða spilamennsku vorið 2009. Þeir gátu ekkert sagt og urðu þess í stað að láta eftir nokkrum af kröfum Rafa, svo sem að láta Parry fara (við héldum að hann væri slæmur en Purslow virðist vinna enn harðar gegn hagsmunum Rafa) og láta hann hafa nýjan samning.

    Hvað gerðist svo? Liðið byrjaði illa í haust og um leið var Gillett kominn í fjölmiðla að segja öllum að gengið væri Rafa að kenna. Síðan þá hafa reglulega lekið fréttir frá „innherjum“ í stjórn félagsins um hvað Rafa sé vondur og ljótur og leiðinlegur.

    Greinin frá Anfield Road sem er vísað í hér að ofan fer frábærlega ofan í þetta ferli. Svo ég velji úr örfá lykilorð:

    “Christian Purlsow’s arrival coincided with spending on transfers that, going off the fees available in public, went from being “net spend” to “net profit”. Liverpool brought more in than went out last year. That’s the calendar year 2009”

    Faglega orðað. Síðan Purslow tók við hefur Rafa ekki fengið neinn stuðning á leikmannamarkaðnum og skilað meiru í kassann en hann hefur eytt. Eruð þið hissa á ef satt reynist að Rafa setji þeim þann úrslitakost nú í vor að fá í það minnsta að koma út á sléttu þetta sumarið?

    “That new friend should have the balls to stand up in public and say what he’s saying privately to the press, if he truly believes it and feels it would stand up to scrutiny. But he knows that, despite claims to the contrary, most Liverpool fans either want Benítez to stay or only want him to leave because they feel he’s been worn down by the unnecessary pressures of the past few years. The vast majority of fans will always consider Benítez a hero, whatever happens.

    And that is what frightens the board member. He knows that sooner or later the manager will blow him up for what he’s done. He knows that more and more people are starting to see through him. And he knows that if he sacks the manager he’ll never be forgiven.”

    Með öðrum orðum, jafnvel þótt Benítez hafi sína galla og hafi gert sín mistök sem þjálfari er hann enn í það miklum metum meðal stuðningsmannanna að þeir geta ekki rekið hann. Hann er líka, af miklum meirihluta stuðningsmanna, réttilega séður sem fórnarlamb aðstæðna. Þegar nýir eigendur komu inn vorið 2007 var Rafa búinn að byggja liðið hægt og rólega upp og koma því í úrslit CL í annað sinn á þremur árum. Hann seldi haug af leikmönnum það sumarið til að kaupa Torres og gerði þann dreng svo að besta framherja í heimi. Liðið keyrði á öllum hestöflum í fyrra og náði samt bara öðru sætinu svo ljóst var að það þurfti að spyrna í lófana og bæta enn við sumarið 2009 til að geta mögulega gert enn betur árið á eftir.

    Og hvað gerðist? Rafa seldi Arbeloa og Alonso, fékk Johnson og Aquilani inn í staðinn. Svo, í miðri leit að nýjum framherja fékk hann þau skilaboð að það væru engin pund eftir til frekari leikmannakaupa (sem skv. Paul Tomkins gekk þvert á það sem honum hafði verið sagt fyrr um vorið þegar hann framlengdi samninginn) og því varð hann í stað þess að kaupa að láta sér nægja að kalla Andriy Voronin til baka úr láni. Fékk ekki einu sinni að eyða fénu sem átti að vera til eftir söluna á Robbie Keane.

    Sko, málið er það að við höfum kannski ekki gefið Purslow nógu mikinn gaum á þessari síðu því við höfum einbeitt gremjunni í átt að Hicks & Gillett. En það er vert að hafa í huga að þeir réðu Purslow og á meðan Ian Ayre virðist hafa náð í nokkra frábæra samninga fyrir félagið (t.a.m. við Standard Chartered) sem laga fjárhagsstöðuna hefur Purslow greinilega verið einbeittur í að grafa undan Rafa. Greinin á Anfield Road flettir mjög vel ofan af þeim tilraunum.

    Ég er einn þeirra sem kenni Rafa ekki nema að litlu leyti um ófarir okkar síðasta árið. Þótt það sé margt í hans fari sem fer í taugarnar á mér er ég ekki búinn að gleyma því sem hann hefur afrekað og því hvernig liðið getur spilað undir hans stjórn þegar vel lætur. Ég er því alveg til í að gefa honum annan séns, fari svo að hann verði kyrr.

    Hins vegar, ef ég gæti vaknað á morgun og valið hvaða Liverpool FC myndi blasa við mér myndi ég velja að losna við eigendurna, stjórnina, Benítez og þjálfarateymið hans og sennilega alla leikmennina nema svona fimm. Einfaldlega af því að, eins og greinin segir, Benítez kann að vera orðinn hálf bugaður undan pressunni og mótlætinu síðustu árin.

    Ef ég fengi að velja myndi ég heilsa frábærum eigendum, hjartahreinni (og moldríkri) stjórn, nýjum heimsklassaþjálfara með state-of-the-art teymi á bak við sig og nýjan hóp af leikmönnum sem hungrar í titla með þessu fornfræga félagi. Hugsa að ég myndi leyfa Pepe, Johnson, Agger, Mascherano og Torres að vera áfram en kveðja alla aðra sem að klúbbnum koma.

    Það er nefnilega svo gott að byrja upp á nýtt, stundum. Þið getið t.a.m. haft það á hreinu að jafnvel þótt nýir eigendur komi inn fljótlega og styðji við bakið á Rafa og hann styrki liðið helling í sumar, þá verður pressan á honum samt ótrúleg og mótlætið mikið strax í haust því það er orðið hverjum manni augljóst að gula pressan í Englandi þolir hann ekki og mun ekki linna látum fyrr en þeir fá höfuð hans á fati.

    Þess vegna er kannski best að Rafa víki um leið og eigendurnir og stjórnin. En af tvennu illu þá styð ég Rafa á meðan hann er stjóri og á meðan hann er í stöðu til að spyrna gegn þessum helvítis eigendum sem hafa ekki áhuga á neinu öðru en að fá besta mögulega gróða út úr því að keyra þennan klúbb í drullusvaðið á þremur árum.

  15. Veit ekki alveg hvað Benites hefur gert til að vera settur í sama flokk og Mourinho sem þjálfari en endilega bendið mér á það.

    En ekki þar fyrir að Mourinho er nátturlega ekki að fara þjálfa Liverpool neitt á næstunni.

    Þannig að verði ykkur af því að hafa Benites fjallhressan í brúnni áfram.

  16. Kiddi sagði:
    Ahem…. Veistu hverjir skoruðu flest mörk í deildinni á síðustu leiktíð?

    Já ég veit það 77 mörk og annað sæti á leiktíð sem allt gekk upp á. Glæsilegt

    Ahem en hin season-in veistu hvernig árangurinn hefur verið á þeim?

  17. Sælir stuðningsmenn og takk fyrir fína grein SSteinn.

    Ef einhverjir lesa http://www.liverpool.is þá hef ég aldrei legið á minni skoðun hvað varðar Rafa og hef oft verið harðorður gagnvart honum og kannski ósanngjarn en þeir sem standa hvað mest við bakið á honum virðast heldur aldrei vilja draga hann til ábyrgðar sem mér persónulega finnst í besta falli kjánalegt.
    Hann er einn þeirra manna sem mér hefur aldrei líkað við og það vita þeir sem þekkja mig.
    Rafa er samt eins og aðrir og á sína kosti og galla. Hann vann mikið afrek 2005 og eitthvað sem ég tel fáa menn geta gert með þá menn sem hann hafði í liðinu á þeim tíma. Það tekur enginn það af honum.
    2006 kom svo annað feykigott afrek eða FA cup sem er ein stærsta ef ekki stærsta bikakeppni heims.
    En síðan þá hefur ekkert gerst og þrátt fyrir komu mjög góðra leikmanna þá nær liðið ekki að klára dæmið.
    4 ár án titla finnst mér mjög slæmur árangur og stigamet og skoruð mörk skipta mig engu máli þegar enginn dolla kemur í hús. Það eitt skiptir máli en ekki að skora flesta mörk (þó það sé gaman) eða að vera í 2 sæti.
    Eins og einn góður maður sagði: “If you are first you are first. If you are second you are nothing.”

    Ég vil samt taka það fram að ég vil nýja eigendur eins og aðrir og ef það koma inn fjársterkir aðilar sem gefa Rafa mikla fjármuni þá er þetta einfalt. Ég vil sjá árangur á næstu leiktíð í deildinni enda er kominn ákveðinn kjarni í liðið og það þarf ekki að kaupa nýtt lið.
    Svo vil ég þá sjá Rafa kaupa menn inn í þær stöður sem vantar og ekki kaupa miðjumann og nota hann sem varnarmann eða kaupa sóknarmann og nota hann sem kantmann. Kaupa bara menn beint inn í stöður.
    Svo vil ég heldur ekki sjá það sem að hann gerði með t.d. Crouch og Keane að spila og spila þeim og svo komast þeir í gang og þá eru þeir settir á bekkinn. Þessi sálfræði er að mínu mati röng og brýtur niður það littla sjálfstraust sem menn loksins fá við að t.d. skora mörk.

    Ef Rafa fær aðra leiktíð og með fjármagn á milli handana þá verður hann að standa sig og er það hans síðasti séns. Fáum við ekki inn fjármagn þá vil ég nýjan stjóra fyrir næstu leiktíð og þá einhvern sem getur unnið án þess að hafa botnlausa vasa með peningum.
    Ástæðan er einföld að mínu mati og það er að Rafa byggir liðið upp á tveimur leikmönnum, Gerrard og Torres.
    Gerrard hefur verið á afturfótunum alla leiktíðina og Torres mikið meiddur og þegar að þetta gerist þá er fokið í flest skjól og Rafa hefur ekki hugmynd um það hvernig hann á að leysa það. Spilar sama kerfi og ekkert gengur því menn eru háðir Gerrard og Torres . Þetta er eitthvað sem Rafa hefur ekki leyst og ég held að hann komi ekki til með að leysa þetta og það er aðal ástæðan fyrir því að ég vilji að hann fari. Það er enginn annar í þessu liði sem getur spilað einn frammi og ég hélt að það væri búið að fullreyna það.

    En já, ég vona að ég hafi ekki móðgað neinn með mínum skoðunum hvað þetta varðar og þakka aftur fyrir góða grein.(þó ég sé ekki sammál öllu ;o)

  18. Ég er svo sannarlega ekki einn þeirra sem hef viljað Rafa í burtu. Maðurinn er einfaldlega frábær þjálfari. Ekki snillingur, eins og t.d. helvítið hann Ferguson, heldur þrautþjálfaður atvinnumaður sem trúir á svipuð gildi og ég. Þ.e. að vinnusemi, agi, gott skipulag og slatti af hæfileikum komi liðum á þann stað sem þau eiga skilið.

    Hitt er síðan annað mál að tími Rafa er liðinn. Það er ekki hans sök heldur vinnuumhverfisins sem honum hefur verið búið af eigendum liðsins. Í vetur brann Rafa upp í starfi og hefur ekki lengur neitt að færa Liverpool því miður.

    Ég þreytist seint á að harma hvernig komið er fyrir liðinu mínu. Bölvaður veri sá dagur þegar þessir sálarlausu motherfuckers “eignuðust” mitt elskaða Liverpool. Þeir Gillett og Hicks eru á góðri leið með að eyðileggja glæstasta félagslið enskrar knattspyrnusögu.

    Ég er ekki viss um að allir gera sér grein fyrir hvað staðan er fáránlega slæm. Ekki er nóg með að búið sé að hreinsa allan auð út úr félaginu. Í fyrsta skipti frá upphafi er Liverpool á leiðinni á vanskilaskrá. Svo svakalega hafa bandarísku hálfvitarnir leikið fjárhag Liverpool að félagið getur ekki einu sinni borgað vext af lánum hvað þá greitt þau niður. Vörumerkið Liverpool hefur beðið stórskaða af sem mun taka langan tíma að vinna upp ímyndartapið. Sjáum við litla stráka óska eftir treyju í jólagjöf merktri félagi sem aðallega er fjallað um vegna fjármálaskandala og brostinna drauma frekar en afreka á íþróttasviðinu?

    Við stuðningsmenn Liverpool verðum að undirbúa okkur undir mögur ár. Eins og staðan er núna verða að teljast meiri líkur en minni að síðustu krúnudjásnin, þ.e. helstu leikmennirnir, verði seld í sumar og þannig fullkomna Gillett og Hicks glæpinn. Fari þeir báðir til helvítis og allt þeirra hyski!

    Ég ligg á bæn og bið um að þetta reynist ekki rétt. Ég skanna vefsíðurnar og vona að ég hafi rangt fyrir mér. En staðan virðist þröng og það eina sem gæti bjargað málunum er að fjársterkur kaupandi taki félagið yfir. Sú von dvínar eftir því sem eigendurnir vinna félaginu meiri skaða.

    Þó hugga ég mig við eitt. Þetta getur ekki versnað. Jafnvel veikt Liverpool lið að berjast um miðja deild er skárri kostur en stórveldisdraumar byggðir á sandi.

  19. Veit ekki alveg hvað Benitez hefur gert til að vera settur í sama flokk og Mourinho sem þjálfari en endilega bendið mér á það.

    Í alvöru? Veistu það ekki?

    Tveir spænskir titlar, FA_Cup og CL titill með lið sem var með Djimi Traore sem vinstri bakvörð hefur kannski eitthvað með það að gera.

  20. Og hvað hefur hann gert síðan þá EÖE? Einn bikar árið 2006 og EKKERT annað. Hvað á hann að lifa lengi á fornri frægð?

    Í alvöru talað, þú ert farinn að láta alveg eins og þú gerðir þegar þú varst búinn að fá nóg af Houllier. Þú hefur ALLT á hornum þér gagnvart þeim sem eru gegn Benitez alveg eins og þú varst gegn Houllier á sínum tíma. Líttu þér nær maður!

  21. Rétt Einar Örn Traore var hjá liðinu á þessum tíma og tók þátt í CL en hann tók ekki þátt í nema nema 2 leikjum í Fa Cup. Lék í 22 mín í 7-0 sigri á Birmingham og svo í leiknum gegn Chelsea þar sem hann fékk 12 mínútur.

    Það er vitað mál að Rafa gerði vel í CL, ekki nokkur spurning en eins og Kobbi bendir réttilega á þá er þetta spurning hversu lengi hann á að lifa á þessu því það hefur ekkert komið inn í 4 ár.

  22. Kristján Atli, Fyrir mér er þetta eins og alkahólistinn sem kennir foreldrum sínum um ófarir sínar. Við vitum alveg hvernig Rafa hefur verið svikinn, nú síðast um 15 mills punda vegna sölu leikmanna sem áttu að vera notaðar í frekari kaup. En við getum ekki verið að velta okkur upp úr því endalaust og sagt Rafa fær ekki hitt og þetta og þess vegna er allt ómögulegt. Ég er mest ósáttur við hvernig hann bregst við stöðunni sem hann er í og hvernig hann notar karlana sem hann hefur. Því að staðan sem hann er í er eina staðan þegar tímabilið er hafið. Þá er ég að tala um litla notkun á hæfileika mönnum, of mikla notkun á vinnuhestum, of tilbreytingarlítið leiksskipulag, hræðslu við breytingar, of gelda hugsun í sóknarleik.

    Við erum með karla þarna inn á sem geta skorað. Torres, Kuyt, Babel, Benayoun, Aquilani, Agger, Gerrard og meira að segja Ngog getur skorað ef leikskipulagið býður upp á það. Hann hinsvegar elskar að reyna til þrautar leiðir sem virka illa eða virka of seint. sbr. lone striker, kick and hope kerfið. og hlaup upp kantana, með fyrirsendingu og 1-2 menn í teignum. Þess vegna tel ég að það besta sem gæti komið fyrir Liverpool væri að skipta um manager áður en eigendurnir fara, því það mun taka tíma að koma þeim burt. Rafa er teknískt góður manager ef hann er með topp leikmenn í hverju horni og sjálfsagt á hann metið í “ball possession” og “controlling the game” (sagt með spænskum hreim). Með sjö 20 milljón krónu leikmenn þá getur Rafa alveg unnið deildina en staðan er bara ekki þannig og verður ekki þannig nema við aukum töluvert við okkur skuldir.
    Þess vegna vil ég fyrst og fremst frá ferskan þjálfara og síðan fara að hugsa um eigendur og leikmenn.

  23. Sammála síðasta ræðumanni @27 Kidda Keegan, auðvitað er starfsumhverfi Rafa erfitt. Það velkist enginn í vafa um það. Hef einnig oft verið pirraður yfir ráða- og viðbragðsleysi Rafa í vetur í leikjum þar sem breytinga hefur verið þörf. Í stað þess a.m.k. að reyna að breyta leikkerfi (t.d. það augljósa að spila með tvo frammi en ekki einn) þegar ekkert hefur gerst lungan af leiknum þá er bara hausnum barið við steininn og haldið við sama kerfið út í rauðan dauðann.

    Gaman af því að þegar Rafa var að byrja með Liverpool þá var hann sakaður um of miklar breytingar en núna eru breytingarnar of litlar 🙂 vantar þennan gullna meðalveg 😉

  24. Þetta er alveg týpískt. Maður reynir að útskýra í mýmörgum orðum hvers vegna ástandið er ekki bara Rafa að kenna og Kobbi og Kiddi Keagan svara því með því að hunsa gjörsamlega ástandið og láta eins og það sé eingöngu á ábyrgð Rafa að liðið hafi ekki unnið titil síðan 2006. Ótrúlegt.

    Kiddi Keagan (#27) segir:

    „Kristján Atli, Fyrir mér er þetta eins og alkahólistinn sem kennir foreldrum sínum um ófarir sínar.“

    Hvað kemur þetta umræðu um Liverpool FC við? Þetta er ekki einu sinni rökrétt samlíking.

    „Ég er mest ósáttur við hvernig hann bregst við stöðunni sem hann er í og hvernig hann notar karlana sem hann hefur.“

    Gott hjá þér. Ég kýs hins vegar að vera aaaaðeins ósáttari við mennina sem hafa lagt hundruðir milljóna skulda á klúbbinn þrátt fyrir loforð um hið andstæða, eru ekki enn byrjaðir að byggja nýjan völl þrátt fyrir loforð um hið andstæða og hafa grafið undan framkvæmdarstjóranum í einu og öllu, þrátt fyrir loforð um hið andstæða. En neinei, höfum þetta einfalt.

    Ég er hættur að reyna að þræta við ykkur. Þetta er allt Rafa að kenna og ef við bara skiptum um stjóra verður allt í himnalagi á næstu leiktíð.

    Burt með Rafa. Áfram Liverpool! 🙄

  25. Sumir eru með steypu í hausnum! Það kemst ekkert í gegn.

    Rafa er ekki gallalaus. það er enginn framkvæmdarstjóri.

    Klúbburinn er rotinn að innsta kjarna og þann hluta þarf fyrst að laga.

  26. KAR :

    Hvar sagði ég að þetta væri ALLT Benitez að kenna? Þetta er LÍKA honum að kenna. Er erfitt að skilja það? Hættiði þessari endalausu meðvirkni drengir!

  27. Nr. 20 – Ó, sorrý, vissi ekki að síðasta tímabil væri ekki talið með í “síðustu ár”. My bad.

  28. Helmingur af þjóðinni er meðvirkur. Kobbi það er ekki nóg að segja það, þetta er sjúkdómur :O)

  29. Kristján Atli þú talar um að þú sért að útskýra þetta fyrir mönnum sem styðja ekki Rafa í mýmörgum orðum eins og þú orðar það ágætlega. Þetta er eingöngu þín skoðun og ef t.d. Kiddi Keagan útskýrir sitt mál í mýmörgum orðum tekur þú þá eitthvað meira mark á því?

    Ég meina stuðningsmenn velta hlutunum fyrir sér á ýmsan hátt og god knows if there is one að ég er svo langt frá því að vera inni í innri málum klúbbsins og það sama gildir um flesta okkar. En ég eins og t.d. SSteinn hef ég gott contact net úti í Bretlandi og þeir sem ég ræði við eru sammála því að eigendur séu rusl en flestir eru einnig sammála því að tími Rafa sé liðin. Svo er gaman að lesa komment á skysports því þar fer mikið fyrir því að stuðningsmenn Liverpool vilji Rafa burt og þá sérstaklega menn eins og ég sem hafa stutt klúbbinn í 30+ ár. Ég held hinsvegar að stuðningshópur Rafa sé háværari útá við, rétt eins og VG á Íslandi ekki alls fyrir löngu ;o)

    Svo vitnar þú í pistla eftir Tompkins og ég glotti þegar ég sé menn vitna í þá pistla enda maðurinn svo Rafa litaður út í gegn að það er ekki hægt að lesa pistla eftir þennan mann og hann bendir á sömu hlutina trekk í trekk bara í öðrum orðum. Allavegana hef ég ekki mikið álit á honum en það er kannski eðlilegt þar sem ég er ekki mikill stuðningsmaður Rafa.

    Það hafa allir sínar skoðanir og þrátt fyrir að stuðningsmenn Rafa hamri á því að þetta sé meira eigendum að kenna þá er það ekki rétta heldur einungis ykkar skoðun sem menn hafa vissulega fullan rétt á. Hún er samt ekkert réttari en okkar sem viljum að Rafa sé kominn á endastöð og ég held að menn hljóti að geta verið sammála um það. :o) Allavegana lít ég þannig á hlutina.

    Að lokum, ég held að enginn sé sáttur við eigendur, hvorki stuðningsmenn Rafa né þeir sem vilja hann burt. En ég ætla þó ekki að tala fyrir alla.

  30. Já ferðasagan er góð Steini og greinilega skiptar skoðanir hjá stuðningsmönnum Liverpool sem búa á svæðinu, og held ég nú að það sé hjá öllum stuðningsmönnum liðsins burt séð frá búsetu.
    Ég fyrir mitt leiti vill fá nýja eigendur eins og flestir og þar er alla vega eitt atriði sem flestir eru sammála um, enda þurfa menn ekki annað en að renna yfir allt það sem þessir eigendur hafa gert og í raun meira það sem þeir hafa ekki gert en verið duglegir að tala um og lofa.

    Í sambandi við benites virðast vera skiptar skoðanir um hann og hefur það margoft komið fram, ekki bara á þessari síðu heldur flestum þeim spjallsíðum sem fjalla um Liverpool og vilja margir að hann fari og margir vilja hafa hann áfram.
    Ég er nú bara þannig að ég tek mínar eigin áhvarðanir og mynda mér eigin skoðanir á því sem viðkemur Liverpool enda er ég ekki í sértrúarsöfnuði þar sem allir verða að hafa sömu skoðun og æðsti presturinn.
    Ég þarf engan til þess að segja mér hvernig stuðningsmaður ég á að vera og tel mig hafa fullan rétt til þess að ræða hvað má betur fara og hvað mér finnst um það sem er að gerast hjá liðinu.
    Flestir vilja nýja eigendur þar sem þessir eru ekki að standa sig og rökin eru þau sömu hjá öllum þeir hafa ekki staðið sig og geta menn allstaðar lesið sér til um það, staðreyndirnar tala jú sínu máli.
    Af sömu ástæðu vill ég benites í burtu sem fyrst og rökin fyrir því eru þau sömu og eiga við eigendurna, hann hefur ekki staðið sig og árangur liðsins síðustu ár seigja allt sem segja þarf um það.

    Margir stuðningsmenn benites vilja meina að hann hafi ekki fengið fjárhagslegan stuðning og þess vegna sé staðan eins og hún er, en ef menn skoða staðreyndir þá hefur Liverpool á að skipa mun betri mönnum í flestum stöðum en mikið af þeim liðum sem Liverpool tapaði fyrir á þessari leiktíð eða gerði jafntefli við eins og td,
    FC St Gallen, Rapid Vienna, Thailand, Espanyol, Sunderland, Olympique Lyonnais, Fulham, Birmingham, Blackburn, Fiorentina, Portsmouth, Reading, Stoke City, Wolves, Wigan Athletic og Lille.
    Og svo eru nokkrir aðrir leikir sem töpuðust gegn sterkari liðum og liðum sem eru kannski með svipað sterkan mannskap.

    Ég er viss um að skoðanir eru mismunandi á þessum liðum en við getum þó verið sammála um að það ætti að vera krafa um betri árangur gegn flestum þessum liðum og þá miðað við þá leikmenn sem Liverpool hefur haft þessa leiktíð.
    Og þá er spurningin hvað klikkaði var það uppstillingin, liðsvalið, taktíkin, svæðisvörnin, skiptingarnar, mórallinn, eða voru það kannski eigendurnir ?? nei það er einn maður sem ber ábyrg á þessu og hann er stjóri Liverpool og mér finnst allt í lagi að bölva honum fyrir öll þessi mistök eins og að hrósa honum fyrir þá tvo bikara sem hann hefur unnið á 6 árum en það er mín skoðun og stend ég við hana.

  31. Ég verð eiginlega að hrósa ykkur öllum fyrir dugnað við allar þessar „Rafa-eigenda-rökræður“ undanfarna mánuði. Margt áhugavert en mér finnst menn stundum missa af því að líklega erum við allir sammála um tvennt:
    1. Verðum að fá nýja eigendur
    2. Rafa er ekki gallalaus

    Að mínu mati snýst þetta um hvort gallarnir hans Rafa séu það miklir að það sé nauðsynlegt að losna við hann strax eða hvort „eigendaruglið“ hafi síðustu ár skemmt það mikið fyrir Rafa að hann eigi skilið að fá annan séns til að láta ljós sitt skína.

    Sjaldan veldur einn er tveir deila. Eigendurnir verða að víkja en ég á erfitt með að gera upp við mig hvort Rafa verði að gera það líka.

  32. Áhugavert viðtal við stjórnarformanninn sem allir ættu að skoða http://url.is/3hm Kemur þarna fram að það sé ekki ætlun stjórnenda Liverpool (eiganda, framkvæmdastjóra eða þjálfara) að selja Torres, Gerrard eða annað stórt nafn frá okkur. Segir að klúbburinn sé ekki í þörf til þess. Svo að ef annar eða báðir fara þá hlýtur það að vera vegja þess að þeir vilja það. Kannski off topic og meir í hinn þráðinn. Pósta þessu hér inn þar sem þessi þráður er the hot stuf at the moment 🙂

    Voða diplo svar samt með að þetta sé ekki spurning um upphæðir í leikmannakaup heldur mat á stöðunni, hvar þarf að styrkja, hverjir eru top target, hverjum er ofaukið og má selja o.sv.fr. Vonandi að það sé bara eitthvað púður bakvið svona yfirlýsingu. Athyglivert samt að hann telur að þetta sé bara spurning um mánuði að klára sölu en ekki rúmlega ár.

  33. Sá þetta á Sporting-Life áðan … eintóm gleði.

    REDS REVEAL £4m PARRY PAY-OFF

    Former Liverpool chief executive Rick Parry received a £4.295million pay-off when he left last summer, according to club’s accounts.

    The sum was apparently negotiated with former chairman David Moores around the time current owners Tom Hicks and George Gillett entered the bidding to buy Liverpool back in 2007.

    Under the terms of the deal, Parry received £4.238million in emoluments – the total remuneration for salary and bonuses – and a further £57,000 in company pension contributions.

    It is understood to be one of the biggest pay-offs ever to a sports administrator, dwarfing the £1.2million Brian Barwick received when he left his post as Football Association chief executive in December 2008 and Keith Edelman’s £1.5million deal from Arsenal in the same year.

    Parry, who became Liverpool’s chief executive in July 1998, announced he was quitting Liverpool in February last year after enduring difficulties in his relationships with both manager Rafael Benitez and Hicks, and eventually departed in the summer.

    Overall, the club’s finances have taken a hit as, in accounts to July 31 2009, they made an operating loss before tax of £16million – down from a £10.2million profit the previous year.

    Kop Holdings, the company set up by Hicks and Gillett to buy the club, continues to run up more debt as annual interest repayments on loans taken out to finance the purchase rose by £3.6million to £40.1million.

    The group made a loss before tax of £54.9million – up £14million from 2008.

  34. Júlli segist glotta þegar hann sér einhvern vitna í pistla frá Tomkins. Ég hinsvegar glotti þegar Júlli setur sig á þennan háan hest og telur sig vera málefnalegan á nokkurn hátt og fer að ræða Rafa og hans störf. Margir þekkja pistla tomkins, en ég veit ekki hvort þið þekkið pistlana hans Júlla . Þeir innihalda ansi áhugaverðar línur um Rafa, þær tala sínu máli:

    Já þessi maður er fáviti og dregur menn á asnaeyrunum bæði hjá Liverpool sem og Juventus. Hann kvartaði yfir því um daginn að fá ekki fund og nú frestar hann honum. Þessu kvikindi er ekki viðbjargandi og vona ég heitt og innilega að hann drattist í burtu af Englandi.

    Ég get bara ekki umborið þetta fífl lengur og ekki heldur metnaðalausa Liverpool stuðningsmenn og konur sem vilja halda þessu kvikindi í starfi.
    Kominn með upp í kok af fólki sem bakkar hann upp og ég er farinn að stórefast um greind þessa fólks því það hljómar eins og rispuð plata og c/p af bullinu sem kemur frá Rafa.

    Þó hann fengi 20 leikmenn þá mundi hann ekki gera einhverjar rósir. Maðurinn er kominn á endastöð og á að sjá sóma sinn í því að fara.
    En nei, hann vill láta reka sig og fá borgaðan upp samningstíman. Blóðsuga þessi maður sem hugsar fyrst og fremst um sjálfan sig.

    4 árið í röð án titla.
    Takk fyrir Rafa.
    4 árið í röð sem þú getur ekki stýrt liðinu til sigurs í einni einustu keppni, ekki einu sinni gömlu mjólkurdollunni.
    Lýsi enn og aftur undrun minni á mönnum sem styðja þennan spjanjóla djöful.
    Ég skil ekki hvað hrærist um í toppstykkinu á rafa, get bara ekki skilið það og enn síður menn sem syngja honum til heiðurs.

    Það er furðulegt að það finnist ennþá hálfvitar sem treysta Rafa fyrir þessu blessaða liði.

    Rafa er lygari
    Mannviðbjóðurinn er lygari. Djöfulsins fífl er þetta.

    Það er enn og aftur ótrúlegt að Rafa eigi sér stuðningsmenn. Menn sem styðja svona njóla ganga ekki á öllum.
    Andskotinn hafi það hvað mannhóran getur verið mikið djöfulsins fífl.
    Þessum manni þykir ekkert vænt um klúbbinn þó hann segi það að mínu mati. Hann er löngu kominn á endastöð, hann veit það en hann vill verða rekinn og fá greiddan upp samninginn.
    Þessi maður er eins og helvítis sjúkdómur.

    Þrátt fyrir að Rafa sé með bremsufar uppá hnakka þá hef ég bara ekki trú á því að Liverpool tapi þessum leik.
    Djöfull er maður kominn með mikinn viðbjóð á þessum spánverja djöfli. Hann er gjörsamlega að eyðileggja liðið.
    Svo kemur þessi blöðruselur í viðtal og segir sennilega eftirfarandi:
    “We where unlucky, we created chances, the pitch wasnt good enough o.sfrv.”
    Blessaður segðu af þér peningagráðuga svín ef þú berð einhverja virðingu fyrir klúbbnum.

    Rafa er líka óttalegur vitleysingur.
    Maðurinn kæfir leikmenn í föstu boxi á vellinum að því að virðist.
    Hann neitar að breyta til um kerfi til að bæta árangur.
    Ef leikmenn hafa verið í lægð eða eru ungir og fara að spila vel þá er undireins kippt undan þeim fótunum, hvaða hálfviti gerir svoleiðis?
    Hann hefurfengið tíma með klúbbinn.
    Hann hefur fengið peninga.
    Hann lætur Liverpool spila leiðinlegustu knattspyrnu sem til er og er orðið skemmtilegra að fylgjast með leikjum Stoke.
    Bjóðið mér frekar rotið lík á hliðarlínunni, það er líflegra en Rafa.

    Það er ekki nóg með að maðurinn sé þrjóskari en andskotinn heldur er þetta einn allra leiðinlegasti karakter sem sést á hliðarlínunni.
    Hann er samt sniðugur og gerði góðan samning sem tryggir honum væna summu verði hann rekinn. Hann fékk einmitt þennan samning í fyrra og í ár er bara eins og að hann vilji láta reka sig og hirða svo summuna.
    Hann hefur talað um það hvað honum þyki vænt um klúbbinn o.sfrv en ég held að þessi maður sé að reyna að losna til að fá aurinn eins og áður sagði. Ég meina hvaða önnur ástæða er fyrir svona hrikalegu hruni á milli tímabila?
    Sýndu sóma Rafa og komdu þér til Spánar, þú ert ekki velkominn á Anfield Road.

    Ég fann ekki núna pistilinn þar sem hann sagðist vilja drepa Rafa eða eitthvað í þá áttina, líklega þurft að taka hann niður. Þrátt fyrir það sést hér hvað þeir sem vitna í Tomkins eru kjánalegir og eiga skilið ekkert annað en glott í lítilsvirðingu (því það er málefnalegt að glotta). Get ekki séð hvernig nokkur maður getur litið framhjá svona línum eins og ég vitnaði í og ekki séð að allt er Rafa að kenna!!!

    Burt með Rafa. Áfram Liverpool! 🙄

  35. Ég neita að trúa því að Arsenal sé eina félagið sem getur rekið sig sjálft eins og það er kallað og samt verið með í baráttunni í þessum helstu keppnum. Þó svo að þeir séu reyndar ekki nálægt því að vinna neina titla virðast þeir vera mjög fjárhagslega staddir, það virðist sem menn geti hvort sem er ekki náð titlunum af Chelsea og United þó svo að miklu sé eytt. Auðvitað með nýjann völl sem telur svakalega og þeir selja líka dýraleikmenn öll sumur. Hvers vegna stóla allir á e-a ríka olíufursta eða útrásarvíkinga sem hafa nær allir eignast auðæfi sín á vafasamann hátt ?

  36. AAAAA maður er alltaf að leita af nýjum/góðum fréttum af liðinu en NEEEEI alltaf einhvað slæmt http://www.mbl.is/mm/enski/frettir/2010/05/07/liverpool_tapadi_55_milljonum_punda/

    shit hvað þetta er orðið þreytandi af hverju gerðist þetta fyrir mitt lið af hverju þessar ljótu kanamellur ! af hverju fékk ekki einhver sem elskar klúbbin að kaupa hann.. liðið væri ekki með neinar skuldir á bakinu nema kannski af nýjum velli sem væri verið að fara að vígja í einhverjum æfingaleik í byrjun ágúst !! mig langar til að gráta

  37. Reynir ég ætla að benda þér á að bloggið er minn persónulegi vettvangur og tala ég oftar en ekki í hita leiksins.
    Þeir sem þekkja mig vita hversu stuttur þráðurinn er og oftar en ekki hef ég þurft að biðjast menn afsökunar á framferði mínu sem ég geri reyndar með glöðu geði enda sé ég oftast nær að mér.

    Þú hefur hins vegar engan rétt á að c/p færslur af blogginu mínu og ég vil bara benda á að ég hef reynt að vera mjög málefnalegur hérna inni og setti mig alls ekki á háan hest og var þess þá heldur með skítkast eða níð á aðra spjallverja.
    Ég benti einfaldega á að mér finnst Tompkins tala í hringi en bara í öðrum orðum og set mig engan veginn á háan hest og hef ekki sýnt spjallverjum hérna neitt annað en virðingu en ég get því miður ekki sagt það sama um þig.

  38. Æ ég veit ekki Júlli hvað mér finnst um þessa útskýringu þína. Persónulegur vettvangur eða ekki… Á hvorum Júllanum eigum við að taka mark á? Málefnalega Júlla eða “Persónulega” Júlla? 😉

    Annars nenni ég varla að vera að blanda mér í þessi deilumál á milli spjallverja. Þetta er endurtekning á umræðunum veturna 2003-2004 og er eiginlega bara sorgleg. En kannski bara eðlilegt þegar allt er í skítnum hjá okkar liði og ekkert útlit fyrir miklar breytingar í bráð. Ég vona það besta en býst við því versta. Lifið heil.

  39. Ég vil bara benda á Gummi að ég var að taka til á blogginu enda margar færslur eins og ég sagði skrifaðar í reiði og alveg fáránlegar og mjög ósanngjarnar oft á tíðum.

    Komment mín hérna inn á http://www.kop.is hafa einungis verið ritaðar í rólegheitum því ég hef fengið nógu marga uppá móti mér í gegnum tíðina með fljótfærnisskrifum enda erfitt að taka orð til baka. (hefur því miður gerst alltof oft á http://www.liverpool.is.)

    Þess vegna ákvað ég þegar ég byrjaði að skrifa hérna að reyna allavegana að sýna kurteisi og gott málfar.

    Með persónulega vettvanginn þá bjó ég til blogg til að hafa mínar færslur og fólk getur kommentað ef það vill. Ákvað að hafa blogg og geta sagt “andskotinn” án þess að sé sett í stjörnur. Viðurkenni það samt fúslega að það gekk aðeins of langt og þess vegna hef ég eytt nokkrum færslum.

  40. Hvað finnst mönnum um uppgjörstölur LFC fyrir síðasta fjárhagsár ?

  41. Virkilega skemmtileg lesning og margt áhugavert sem þú kemur inn á. Ég er aðeins tiltölulega nýbúinn að heyra af þessari óánægju með Purslow og verð ég að viðurkenna að hún kom mér í svolítið opna skjöldu. Maðurinn kom alltaf vel út, Rafa tjáði sig að mig minnir um hve gott starf þeir ynnu saman en svo virðist sem að allt í einu hafi fótunum verið kipptum undan þeirri samvinnu – mjög slæmt ef svo er.

    Ég veit auðvitað ekkert hvað er í gangi á bakvið tjöldin á Anfield frekar en flestir stuðningsmenn liðsins, sé hins vegar satt að hann hafi til dæmis ekki látið Rafa fá peninginn sem samið var um að hann fengi fyrir leikmannasölur þá er hann að fara mikið á bak orða sinna og þannig mann vil ég persónulega ekki hafa í stjórn. Ég veit svo sem ekki hvort að það sé eitthvað svona stórfyrirtæki eða rekstur á einhverju svona stóru fyrirbæri þar sem allir stjórnendur komi hreint út, minn draumur að stjórn Liverpool er auðvitað sanngjörn, opin, hreinskilin og traust – er það kanski bara óraunhæf óskhyggja hjá mér?

    Ég hefði haldið að Purslow, sem hefur verið ársmiðahafi hjá Liverpool í mörg ár, myndi nú ekki gera sig sekan um slík vinnubrögð innan félagsins sem hann elskar.

    Hins vegar hef ég ágæta tilfinningu fyrir hlutverki hans Broughton innan félagsins. Margir gagnrýna ákvörðunina við að hafa Chelsea mann í stjórninni en ég held að þó hann haldi með rival liði þá er hann mjög góður kandídat í þessa stöðu. Hann er háttvirtur í viðskiptaheiminum, hefur verið success í flest öllum sínum störfum og ég stórefa að hann fari að leggja orðspor sitt í bransanum með einhverjum hálfvitaleik til að brjóta Liverpool niður að innan líkt og margir vilja meina/halda.

    Ég ef trú á að yfirtaka á félaginu verði klár fyrir áramót, jafnvel í sumar. Ég hef trú á að Broughton. Ég hef trú á að traust stjórn verði í Liverpool að yfirtöku lokinni. Ég hef trú á mjög bjartri framtíð Liverpool á næstu árum og áratugum.

  42. Kristján Atli, ég gefst líka upp. Mér finnst Gillette og Hicks algjörlega bera ábyrgð á því að Ngog hafi verið einn frammi í alltof margar mínútur með steindauða varnarsinnaða miðju til að bera sig uppi, þeir bera líka ábyrgð á því að Liverpool spilaði með óreyndan vinstri bakvörð, 20 milljón króna miðjumann sem lék tæpan 1/3 af tímabilinu, Miðjumann í hægri bakverði, sóknarmann á hægri kanti, sóknarmann á vinstri kanti. sendingar og skotgeldan miðjumann sem nú þegar hefur spilað fleiri mínútur en Torres. Og þeir eru algjörlega ábyrgir fyrir því að við eyddum tímabilinu í að kenna Lucas, Insua og Ngog fótbolta. ég get lofað ykkur því að Liverpool FC gerði miklu meira fyrir þessa menn heldur en þeir nokkurn tíman fyrir Liverpool. En við sættum okkur alveg við það því að þetta eru vondir eigendur. Fégráðugir andskotar sem greinilega ráða leikskipulagi og innáskiptingum og hafa ótrúleg áhrif á mennina á vellinum. Hinsvegar greiða þeir leikmönnunum sínum alltaf laun og eru búnir að eyða tæpum 150 milljónum í leikmannakaup á 3 árum en það hefur svo sem ekkert að segja því að það er ekki búið að byggja nýja leikvanginn og ég get lofað ykkur því að ef nýji leikvangurinn væri núna í byggingu þá hefði þetta tímabil farið allt öðruvísi. Því það er samasem merki þar, á milli leikvangs í byggingu og árangurs á vellinum. Já þessir eigendur maður. Djöfull fokkuðu þeir þessu tímabili upp.

  43. 49 :

    Kiddi, þeir vilja ekki skilja þetta. Fyrir þeim er Benitez heilagur og hefur verið síðan 2005. Alltaf eru tíndir til nýjir menn sem þeir geta kennt um ástandið, allir aðrir en Benitez. Ég veit ekki af hverju það er svona erfitt fyrir þá að kyngja þessu.

Fimmtudagsfréttir

Hull á sunnudaginn