Meiðsli (uppfært)

Mark Waller, læknir Liverpool er í [athyglisverðu viðtali á official heimasíðunni](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N148032050307-1254.htm) þar sem hann tjáir sig um þessi fáránlegu meiðslavandræði, sem Liverpool hefur lent í.

9, já NÍU leikmenn hafa farið í aðgerð á þessu tímabili. Það þrátt fyrir að við höfum selt Michael Owen síðasta sumar.


Uppfært (Kristján Atli): Sem betur fer er eitthvað af þessum gaukum að snúa aftur. Eins og staðan var gegn Newcastle voru eftirfarandi meiddir:

GK – Jerzy Dudek, Chris Kirkland, Patrize Luzi
DEF – Josemi, Djimi Traoré
MID – Xabi Alonso, Dietmar Hamann, Harry Kewell
ATT – Djibril Cissé, Florent Sinama-Pongolle, Fernando Morientes, Neil Mellor

Er það að furða að við skyldum vera slappir fram á við á laugardag? Einn framherji heill og þeir fimm miðjumenn sem byrjuðu inná hjá okkur höfðu aldrei spilað saman áður sem miðjuheild. Þannig að auðvitað hlaut, eftir á að hyggja, eitthvað að vera meira en mikið að sóknarleik okkar í þessum leik. Rafa einfaldlega hafði ekki aðra valkosti en að setja þessa fimm menn inná…

En nú horfir aðeins til bjartari tíðar. Á miðvikudag munu þrír leikmenn snúa aftur, þeir Didi Hamann, Jerzy Dudek og Harry Kewell. Fernando Morientes verður síðan orðinn heill fyrir Blackburn-leikinn á laugardaginn.

Þá skilst mér að það sé mjög stutt í að Josemi og Traoré komi aftur, á meðan Kirkland, Luzi, Pongolle, Cissé, Mellor og líklega (vonandi ekki samt) Alonso verði frá út tímabilið. Fáránlega margir, en við reynum að gleðjast yfir þeim sem ná þó að snúa aftur á næstunni…

Einhverra hluta vegna er ég ekki alveg jafn svartsýnn fyrir Leverkusen-leikinn nú og ég var strax eftir leik á laugardag. 😉

Ein athugasemd

  1. Sælir

    Já þetta er með ólíkindum, þetta toppar alla óheppni á einu tímabili.

    Maður sér kannski betur núna hversu snjall Benitez er sem þjálfari, þrátt fyrir öll meiðslin þá erum við í 16 liða úrslitum í meistaradeildinni og 5. sæti í deild.

    Guð einn veit í hvaða stöðu við værum ef Húlli hefði haldið áfram.

    Þar að auki eru 4 eða 5 leikmenn í láni ef ég man rétt. Vonandi fáum við að halda okkar lykilmönnum heilum til loka tímabilsins. Annars er maður ekkert hissa lengur þó að einn eða tveir leikmenn Liverpool haltri útaf í miðjum leik og eru síðan frá í nokkra mánuði.

    Þetta hlítur að tákna það að á næsta tímabili þá meiðast í mestalagi tveir leikmenn yfir allt tímabilið. Í þessu tilfelli á vonandi við að fall sé faraheill.

    Kveðja
    Kristján

Hversu mikið söknum við Xabi Alonso?

Leverkusen á morgun!