Mané skrifar undir nýjan samning

Geggjaðar fréttir, Sadio Mané skrifaði undir langtímasamning við Liverpool.

Samningsmál Mané hafa verið umræðuefni mest allt þetta ár og því frábært að búið sé að tryggja Mané næstu árin.

20 Comments

  1. Sælir félagar

    Þetta er dásamlegar fréttir, húrra!!!

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Frábærar fréttir! Á sama tíma og þetta er að gerast þá er hálft scums-liðið sem vill fara í janúarglugganum ?

  3. Mjog goðar frettir en kemur hvergi fram hvað hann fær i laun. Eru ekki Salah og Firmino a svipuðum díl uppá sirka 180 til 200 þus pund a viku ? Væri gaman að vita hvort Mane se ekki bara a einhverju svipuðu 🙂

  4. Viðar, áttirðu von á því að samfara þeim fréttum að Mané hafi skrifað undir nýjan samning, kæmi yfirlýsing frá klúbbnum, um hvað þeir væru að greiða honum í laun fyrir að spila fótbolta ?
    Þekkirðu einhver dæmi þess að klúbburinn sé að upplýsa fólk um hvað menn fái í laun ?

    Eða áttirðu von á því að hann myndi skýra frá því sjálfur, við tilkynningu um að hann hafi skrifað undir nýjan samning ? Veistu um einhver dæmi þess, að menn séu að skýra frá því hvað þeir eru með í laun, við undirritun samninga ??

    Hvernig sástu þetta annars fyrir þér ? Hvaða aðili finnst þér eðlilegast að upplýsi okkur um hvað hann er að þiggja í laun samkvæmt nýja samningnum.. svona fyrst þér finnst það vanta í þessi tilkynningu ?

    Insjallah
    Carl Berg

  5. Viðar!

    Ég er persónulega að bíða eftir svörum við öllum sex spurningum Carl Bergs. Ég myndi gjarnan vilja fá þær vel rökstuddar með tilvísanir í heimildir. Er það eru heimildir af netinu væri ég þakklátur ef þú gætir látið tengla fylgja þar sem það myndi spara mér tíma þegar ég fer að kanna heimildirnar.

  6. Alveg rolegur carberg en otrulega oft þegar menn gera nyja samninga lekur það ut td siðast i morgun er tekið fram að Kante fai 290 þus pund i laun a viku i samningnum sem hann var að gera við Chelsea ,atti ekki von a að hann sjalfur eða felagið myndi greina fra þvi en man nu ekki betur en að við höfum ansi oft fengið þessar upplysingar td með Suarez, Coutinho, Firmino, Van Dijk,Salah og fleiri sama hvaðan þær upplýsingar koma en oftast eins og með flest annað þa virðast blöðin komast að ansi miklu.

    Heyrði að Van Dijk væri launahæstur með 180 þus pund og bæði Salah og Firmino væru komnir a svipaða samninga. Sturridge var vist launahæstur og er vist enn með 150 þus pund a viku.

    Ansi oft heyrir maður þessar tölur hvort sem þær seu altaf rettar eða ekki. Vildi bara vita hvort Mane hefði farið i sama flokk og Salah og Firmino. En mer finnst eg nu oftar en ekki þegar menn gera samninga heyra launatolurnar. Td með Sanchez hja Man Utd , Harry Kane og mjog oft með þjalfarana líka svo eg veit ekki alveg hvaðu ert að blaðra og hvað ætti að vera svona ótrúlegt eða nýtt i þvi að menn heyri þessar tölur 🙂

  7. Allt í kringum klúbbinn er bara yndislegt þessi misserin. Megum þakka Klopp fyrir það að talsverðu leyti en líka FSG og þeirra framlagi. Hafði ekki endilega mikla trú á því að hlutir myndu breytast þegar Bandaríkjamenn tóku við eignarhaldi – nokkur dæmi þess í enska boltanum að slíkt eignarhald hafi farið illa með félög – en margt hefur breyst og þeir hafa sýnt mun meiri metnað en maður bjóst við. Nú erum við aftur komin á topp 10 yfir stærstu félög heims, leikmenn sýna traust og þetta endurspeglast allt á vellinum… Frábært að fá Mané til lengri tíma, einstakur leikmaður.

    Allt er upp á við og því ber að fagna!

  8. Frábærar fréttir. Það er stórgott að vera með framherjalínuna vel samningsbundna nú þegar þetta season virðist að mestu leyti fara í að stilla varnarleikinn af. Sérstaklega í ljósi þess að við stuðningsfólk vorum farin að venjast leiftrandi sóknarleik og mikilli markaskorun síðustu tímabil öfugt við þetta tímabil sem hefur einkennst af „meistara“ úrslitum.

    Það er áhugavert að rýna aðeins í eigin tilfinningar varðandi þetta umbreytingarskeið sem er að eiga sér stað í liðinu þetta tímabil. Ég hef alloft haft orð á því síðustu misseri að ég sé sátt við 4. sætið svo framrlega sem ég fæ 90 mínútur af kung fu fótbolta fram á við, þ.e. að skemmtanagildi sóknarleiksins trompi úrslitin. Vissulega hefur lek vörn og opið mark verið svekkjandi oft á tíðum, en samt, flugeldasýning!

    Nú er ég hins vegar farinn að fagna hreinni skýrslu sem 5-0 sigri sé og hver sókn andstæðingana sem brotin er á bak aftur jafnast á við mark. Jú, jú auðvitað sakna ég leikjanna sem liðið slátrar andstæðingnum en úrslitin virðast eftir allt saman trompa flugeldasýningarnar. Það er eitthvað jafnvægi að nást í tilfinninga flórunni gagnvart fótboltanum.

    Af þessum sökum fagna ég kannski undirskrift Mané svona ákaft. Með tilkomu Allison og Van Dijk hefur óhjákvæmilega átt sér, og á sér stað, umbreytingatímabil í framkvæmd fótbolta liðsins. Slíkar breytingar þarfnast þolinmæði og sérstakrar athygli eins og týndur sonur sem er boðinn velkominn aftur heim. Það sem undirskrift Mané og langtímasamningar Firmino og Salah segja mér hins vegar er að jafnvægið er í þróin og mörkin munu koma.

  9. Annars verð eg að viðurkenna að eg er með hjartað i buxunum fyrir leik morgundagsins og enn meira því eg get ekki verið aleinn heima og labbað i hringi yfir leiknum heldur þarf eg að fara uti bæ og horfa 🙂

  10. #12 Viðar,

    Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu. Hér er frétt frá klúbbnum úti um að Mané hafi skrifað undir samning. Þitt komment á þá frétt var að það kæmi hvergi fram hvað hann væri með í laun, svona rétt eins og það væri alvanalegt að slíkar upplýsingar fylgdu með þegar klúbburinn sendir svona fréttir frá sér!!

    “T.d síðast í morgun er tekið fram að Kante fái 290 þús pund í vikulaun” ….

    Bíddu hver tók það fram ? Var það hann sjálfur, eða klúbburinn ??

    Það hefur allavega ekki verið vaninn hjá klúbbnum okkar að birta launatölur leikmanna við undirskrift.

    Þessar launa vangaveltur eru mest megnis ágiskanir og slúður úr einhverjum sorpritum, og fáránlegt í rauninni að gleypa við öllu þessu bulli eins og um heilagan sannleika sé að ræða!!

    Fréttin snýst um að Mané hafi skrifað undir nýjan samning, en þú virðist hafa mestan áhuga á einhverjum leigubílasögum og slúðri, sem sannast sagna, fæstir Liverpoolmenn nenna að spá í!!

    Ég veit ekki hvernig ég á að svara þessu öðruvísi… Þú ert bara að velta þér uppúr einhverju slúðri á meðan fréttin er um eitthvað allt annað!!

    Insjallah
    Carl Berg

  11. Ég heyri eða les það á mönnum að það er allt of langt frá síðasta leik.
    Það lagast á morgun 🙂

    Býst við erfiðum leik en menn klára þetta síðustu 20.

    YNWA

  12. Carlberg minn eg er mjog ánægður með samning Mane en held þu skiljirmig nu alveg..

  13. Carl Berg er líklega pírati, það heilkenni er bara svona og ekkert við því að gera. Afsakið en ég varð að koma þessu að ?
    Allir 3 fremstu búnir að semja, því ber að fagna.
    Leikurinn á morgun er aftur einn af þeim útileikjum sem við værum vísir með að klúðra/tapa. Fróðlegt verður að sjá hvernig okkar menn klára hann.
    Guð blessi ykkur.

Opinn þráður – Barcelona þarf að borga

Watford – Liverpool: upphitun + leikþráður