Opinn þráður – Barcelona þarf að borga

Það besta af twitter í dag er klárlega innleg Paul Joyce um klársúluna sem Michael Edwards setti í samning Liverpool og Barcelona þegar Coutinho var seldur í janúar. Ekki bara fékk hann £142m fyrir Coutinho sem er auðvitað sanngjarnt fyrir samningsbundinn leikmann sem Liverpool vildi alls ekki selja heldur tók hann fyrir frekari Barcelona sögur í tengslum við okkar leikmenn til 2020. Einmitt ótrúlega lítið um fréttir af Messi, Xavi, Iniesta, Puyol, Suarez, Coutinho, Mascherano, Busqets, Albol, Dembele og hvað þeir heita nú allir að tala ENDALAUST um það opinberlega sem og óopinberlega hvað Firmino myndi kunna vel við sig í Barcelona eða hvað Salah ætti nú skilið að spila með Messi.


Barcelona hafa auðvitað verið fullkomlega óþolandi þessi ár sem Liverpool var að jafna sig eftir Hicks og Gillett. Macsherano salan var mjög pirrandi en let´s face it Roy Hodgson var stjóri Liverpool. Suarez sagan var einnig pirrandi og augljóst að Barcelona beitti öllum sínum brögðum til að fá hann og hann hjálpaði rétt rúmlega til við að knýja fram sölu sjálfur. Coutinho eltingaleikurinn var síðan viðbjóður og frábært að Edwards hafi komið með þennan krók á móti bragði núna og slökkt á þeim til 2020.

Þetta er auðvitað ekkert staðfest en Paul Joyce og The Times eru nokkuð góðar heimildir þegar kemur að Liverpool.

Michael Edwards er að sanna sig sem sá besti í sínu starfi síðan Geoff Twentyman sá um að hjálpa stjórum Liverpool að kaupa leikmenn og Klopp er á Paisley leveli einnig. Auðvitað er Klopp númer 1, 2 og 3 í þessu öllu og það er ekki tilviljun að innkaup Dortmund voru líka algjörlega frábær þegar hann var þar stjóri.

Edwards og hann teymi hljóta samt að eiga hellings credit skilið líka og það er vanmetið hjá okkur hversu gott það er að tala vel um þessa deild Liverpool. Höfum varla gert það í 30 ár. Edwards byrjaði reyndar að vinna hjá Liverpool árið 2011 og hefur unnið sig upp síðan þá. Hann tók formlega við sem Sporting Director þegar Ian Ayre hætti í maí 2017 en var þá búinn að vera einn af lykilmönnunum á bak við leikmannakaup Liverpool í 12-18 mánuði. Við hrósum honum en á bak við hann vinnur auðvitað hópur sem þessa dagana er að mynd ansi sterka heild hjá Liverpool sem gerir færri mistök en við höfum áður sáð. Ewdards var lykilmaður í kaupum á Roberto Firmino, Sadio Mané, Mohamed Salah, Virgil van Dijk, Andy Robertson, Alex Oxlade-Chamberlain, Gini Wijnaldum og í sumar komu fjórir sem gætu allir endað sem lykilmenn (Fabinho, Alisson, Shaqiri og Keita).

Matip, Klavan, Karius og Sloanke kostuðu eitthvað um 10m samanlagt og Solanke gæti ennþá alveg orðið bestur af öllum þeim sem Edwards hefur keypt.

Hvar væri Brendan Rodgers í dag hefði hann unnið með The Transfer Committee frekar en á móti henni?

12 Comments

 1. Fyrst að það er opinn þráður fæ eg að spyrja um heimasíðuna, er þetta endanlegt look á síðunni eða á eftir að bæta meira í rauða litinn? Sakna dálítið gömlu með flottu bannerunum efst og rauða litnum allsráðandi.

  Bestu kveðjur

 2. Snilld, ánægður með okkar menn, við ættum að vera nokkuð seif með okkar menn þá til ársins 2020..

 3. Árið 2020 er Liverpool að taka við símtölum frá Barca leikmönnum sem vilja taka þátt í ævintýrinu.
  YNWA

 4. Það væri óskandi að okkar menn fengju að vera í friði næstu árin. Algjör óþarfi að gera hvern leikmanninn eftir annan kláran og í toppstand fyrir spænsku deildina. Mascareno, Alonso, Suarez og Couthino má telja þar upp. Sjálfsagt bera einhverjir víurnar í Sallah og Firmino á næstu árum en þá verður félagið að vera í þeirri stöðu að allir þeir bestu vilji vera með okkar frábæra liði. Þá þarf að vinna titla og það fleiri en einn.

 5. Mögulega rétt hjá Láki, en það er dulítið sorglegt hvað LFC hefur tapað flottum strákum, eins og t.d. Alonso sem hreinlega móðgaðist við Benites því hann vildi fá, man ekki nafnið í augnablikinu, en var þegar allt kom til alls ekki hálfdrættingur á við Alonso. Síðan man ég að á tímabili áttum við fyrrverandi leikmenn í stærstu liðunum, og það marga.. Vonandi er þetta liðin tíð. Held að Barca og RM séu svona fallandi, búin að renna sitt skeið í augnablikinu.

  YNWA

 6. Alonso fór útaf Benitez , Mascerano fór þegar allt var í rugli hjá okkur, Suarez var að bíta menn og annan og hans tími var kominn á enda þá og liverpool fékk tilboð í Coutinho sem erfitt var að hafna og leikmaðurinn sjálfur vildi fara.
  Ég er ekkert hræddur við að Firmino sé að fara frá okkur en stórliðinn eru ekki að fara að kaupa leikmenn á metfé sem er framherji sem skorar lítið en við kunnum að meta hans framlag.
  Salah gæti verið erfitt að halda og spáir maður því að hann er ekki að fara að enda ferilinn sem liverpool leikmaður en ef við gætum haldið honum 3-4 ár í viðbót og hann vinnur titla með liðinu þá er hægt að þakka góð störf og fá fullt af penningum ef honum langar að fara annað.

  Liverpool er samt orðið elít klúbbur aftur eftir að Klopp reif okkur í gang og er meira um að leikmenn vilja spila fyrir okkur en að fara frá okkur.

 7. Eg væri til í að sjá Diego Costa koma í janúar, honum gengur illa hjá Atlatico og er örugglega til í að snúa aftur til Englands. Hann er skorari dauðans og þegar Klopp er búin að snúa hann í gang værum við ógnvænlegir

 8. Mané skrifaði undir langtíma.
  Það er commitment í hópnum og menn ætla sér með Klopp í titlana.
  Veisla.
  YNWA

 9. Ég vil ekki sjá Diego Costa! Steiktur í gegn. Og fauti andskotans.

 10. Vaaaaaá!! hvað Costa passar bara engan veginn inn í það starfsumhverfi, elju og vinnuframlag sem Klopp er að byggja upp á Anfield.
  Ég hef í gegnum tíðina fylgst mjög vel með þýska boltanum, og það sem Klopp afrekaði þar, er ekkert minna en kraftaverk!
  Eftir þessu fyrstu þrjú ár hans. Hef ég bara orðið svo mikla trú á hans starfsaðferðum, að ég hef töluvert minni áhyggjur af brotthvarfi einstakra leikmanna, heldur en að Klopp kjósi að starfa á öðrum vetfangi.

 11. ég væri til í að sjá Christian Pulisic og Ousmane Dembélé helst í januar, framlínan er frekar þunnskipuð og miðjan má allveg við sterkum sóknarmanni líka. Hvorugt er samt líklegt í Janúar glugganum.

Gullkastið – Steini Success

Mané skrifar undir nýjan samning