Arsenal á morgun í deildinni.

Á morgun mætum við Arsenal í deildinni í London. Eins og öllum er kunnugt þá náði Arsenal jafntefli gegn okkur í Meistaradeildinni á miðvikudaginn var þar sem Kuyt skoraði gott mark, 1-1. Ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta verði ekkert ósvipaður leikur þe. Arsenal sækir og við verjumst. Það er ekki ólíklegt að Rafa hvíli einhverja leikmenn því áherslan liggur frekar á Meistaradeildinni en deildinni sem stendur. Sigurinn gegn Everton gaf okkur smá olnbogarými fyrir akkúrat þennan leik í trílógíunni gegn Arsenal.

En hvernig stillir Rafa upp? Úff… já það er algjört Lottó en ég ætla að gera töluverðar breytingar á því sem og halda því fram að hann breyti um leikkerfi:

Reina

Arbeloa – Carragher – Skrtel – Riise

Pennant – Alonso – Lucas – Benayoun

Crouch – Voronin

Bekkur: Itandje, Hyypia, Babel, Kuyt, Finnan.

Það er ljóst að Mascherano er í banni þannig að hann er frá sem og Agger er meiddur. Mér þykir ekki ólíklegt að Rafa hvíli Gerrard og Torres eða í það mesta setji annan hvorn á bekkinn. Hyypia hlýtur að þurfa frekar smá hvíld en Carragher sem og við förum kannski í 4-4-2 leikkerfið og þá fer Babel út (enda var hann hræðilegur í síðasta leik). Kuyt gæti byrjað með Crouch uppá topp eða Voronin. Ástæðan fyrir því að ég held að Rafa skipti um leikkerfi er tvíþætt, til þess að koma Pennant og Crouch inní liðið sem og rugla Arsenal aðeins í rýminu, gera þá ekki of vana 4-2-3-1 útfærslunni. Svo má vel vera að Harry Kewell byrji þennan leik og fái að spila einn alvöru leik til að sanna sig ennþá einu sinni? Er hann kominn tilbaka?

Þetta er tilvalinn leikur fyrir þá leikmenn sem hafa litla ábyrgð fengið undanfarið eins og Crouch, Benayoun, Pennant o.s.frv. til að sanna sig og sýna frammá að þeir eigi byrjunarliðssæti skilið.

Arsenal hefur á einu mánuði glatað niður 5 stiga forystu á Man U niður í að vera 6 stigum á eftir þeim. Hins vegar tel ég að þeir séu komnir yfir vondan mars mánuð og sást það ágætlega í síðasta leik. Ég held að Wenger muni stilla upp sínu sterkasta liði gegn okkur þar sem þeir eiga ennþá raunhæfan möguleika á að verða enskur meistari. Skv. fréttum er Van Persie tæpur en aðrir ættu að vera leikfærir.

Ég ætla bara alveg að viðurkenna eitt, eina sem ég spái í núna er leikurinn á þriðjudaginn. Þessi leikur er eins og að millilenda í Færeyjum á leiðinni til London. Klára þetta verkefni af sómasamlega og síðan snúa okkur að alvörunni. Ég held að þessi hugsun sé alveg til staðar hjá öllum í kringum Liverpool liðið og þess vegna er kannski sterkur leikur að breyta töluvert liðinu og láta “minni” spámenn fá ábyrgð. Eina sem má ekki gerast er að við töpum stórt, það væri afar vont veganesti í LEIKINN. Ennfremur öll meiðsli á reglulegum byrjunarliðsmönnum eru afþökkuð.

Mín spá: Auðvitað fer þetta eftir því hvernig Rafa stillir liðinu upp, er hann með næstum okkar sterkasta lið (ólíklegt), setur hann stóru leikmennina út og blandar inní liðið “fringe” spilurum (líklegt) eða mun hann láta unga stráka byrja leikinn eins og Insúa, Spearing, Leto o.s.frv. (ólíklegt). Út frá byrjunarliðinu sem ég set upp þá held að ég að þetta verði jafn en óspennandi leikur sem endar 2-1 fyrir Arsenal. Crouch kemur okkur yfir snemma leiks en Arsenal vinnur á tveimur mörkum seint í seinni hálfleik…. and life goes on!

19 Comments

  1. Ég er að mestu sammála þessu

    • Þessi leikur er eins og að millilenda í Færeyjum á leiðinni til London

    Þessi snilld segir allt sem segja þarf, það væri gaman að ná úrslitum en maður myndi skipta á því og góðum úrslitum á þriðjudaginn. Allavega að rotera liðinu einhvað fyrir þennan leik

    (góð upphitun btw)

  2. Þið megið hlægja eins og þið viljið, en ég held að ef lykilmenn í liðinu verði hvíldir, þá komi hinir bara inn dýrvitlausir og tilbúnir til þess að sanna sig. Þetta verðure enginn leikur kattarins að músinni tel ég.
    Ég spái óvæntum úrslitum….ég gef ekki meira upp að svo stöddu, af virðingu við Íslenskar Getraunir.

    Carl Berg

  3. Já ég verð held ég bara nokkuð sáttur ef að Rafa stillir svona upp á morgun. Býst við tapi á Emirates í þetta skiptið, spá 2-0 fyrir Arsenal. Ef að Liverpool skorar flott mál, ef við Liverpool nær jafntefli frábært. Ef að Liverpool vinnur æðislegt og framar öllum vonum!

  4. en er ekki Kewell ekki meiddur… fannst ég lesa það einhverstaðar að hann hafi meiðst í Ástralíu leikjunum um daginn… en það getur bara verið eitthvað rugl sko… dreymt það eða eitthvað

  5. hehe góður Babu!

    Kewell meiddist örugglega á leiðinni til Ástralíu ef ég þekki hans feril rétt.

    Leikurinn fer 1-1 rétt eins og sá fyrsti. Gerrard með og skorar!

  6. Einhvernveginn þá bara fellur þessi leikur svo gjörsamlega í skuggann á hinum leikjunum 2 að tilhlökkunin sem vanalega er fyrir Liverpool leiki er bara ekki eins mikil og spennan í algjöru lámarki fyrir morgunndaginn.Myndi væntanlega samþyggja að gifta mig á morgunn ef þess væri kostur á…En ég spái samt sem áður sigri eins og tíðgast víst hjá flestum meðlimum þessa spjalls….Og Kuyt kemur til með að setja 2 svona upp á gamanið…

  7. Sammála með liðið.Held að Liv vinni ,Ars þarf líka að hvíla sína menn .Voronen og Crouch koma dýrvittlausir til leiks.Takk

  8. Ég hef það einhvernveginn á tilfinninguni að við eigum ekki eftir að vinna þennan leik, sem gefur þeim vonir á Anfield sem við eigum svo eftir að rústa 😀 góð upphitun einsog alltaf strákar

  9. Eruð þið vissir um að Voronin sé af holdi og blóði? Mér finnst svo absúrd að sjá hann í búningi Liverpool að ég er farinn að hallast að því að hann sé bara animation.

  10. Baros,ef Voronin verður með á morgun,þá sérðu það.!!!!Annars held ég að Torres og Gerrard verði á bekknum,svona til að hræða Ars, liðið.Sókn er besta vörnin. Crouch 1, Voronin 1, Ars 0.Allt getur gerst????????

  11. Trúi því helvítis rugli ekki að Benítez hvíli Torres og Gerrard. Sérstaklega í ljósi þess að Everton er með 3 gefins stig í dag.

                             Reina
         Arbeloa   Skrtel   Carra    Riise
         Pennant  Gerrard   Lucas    Benayon
                     Torres      Crouch
    
  12. Arsenal eiga eftir að sækja strax í byrjun leiks og við höngum í vörn.. Ég þoli ekki svoleiðis spil hjá okkur. Við eigum að byrja leikinn strax því ef við töpum í dag þá verður Arsenal með mikið sjálfstraust á þriðjudaginn í meistaradeildinni og það er eitt sem ég skil bara ekki það er Afhverju í fjandanum er ekki Crouch inná í flestum leikjum í staðinn fyrir Kuyt. Kuyt skorar kannski nokkur heppnismörk en Rafa gerði nýjan samning við Crouch og HANN ER EKKERT BÚINN AÐ SPILA!

  13. Bogi: Hvað er rugl við það að hvíla Gerrad og/eða Torres?

    Ámundi: Kuyt er inná í flestum leikjum í stað Crouch því hann er betri og passar í leikkerfið sem er verið að spila. Furðulegt að þurfa að segja þetta m.t.t. hvernig Kuyt hefur gengið undanfarið: vel.

  14. Hann hlýtur að taka einhverja unglinga úr varaliðinu og leyfa þeim að spila, enda eru þeir búnir að vera að standa sig.

  15. Þú hafðir rétt fyrir þér Óli, Plessis er í byrjunarliðinu. 🙂

Gestapistill: Grannaslagurinn

Liðið komið, Plessis byrjar!!