Gestapistill: Grannaslagurinn

Við fengum þennan gestapistil sendan frá Vilhjálmi, gallhörðum nítján ára Púllara sem fór á sinn fyrsta leik með Liverpool um helgina gegn Everton. Pistillinn er birtur hér í heild sinni. Ég mæli með að þið lesið þennan pistil, enda fróðlegir hlutir sem koma fram í honum, m.a. safaríkt slúður um möguleg kaup Liverpool í sumar. – Kristján


Góðan dag góðir hálsar!

Vilhjálmur heiti ég og var á leik Liverpool gegn Everton og var beðinn um að koma með smá pistil um þennan grannaslag, svo sem stemninguna í borginni og ýmislegt sem að tengist leiknum á einn eða annan hátt.

Allavega, ég hvet alla til þess að fara á Anfield. Nú fáiði að heyra hvernig uppskriftin að góðri ferð og góðum leik á Anfield er. Manni fannst maður vera harður stuðningsmaður en núna er maður algjörlega gallharður.

Leikdagur byrjaði frekar rólega; fórum félagarnir um hádegisbilið í hádegisverð í borginni þar sem John Aldridge og hinn geysivinsæli Phil Thompson voru gestgjafar.

Meðan við snæddum hádegisverð þá fór Thompson yfir gamla leiki á Anfield gegn Everton og hans eftirminnilegasti sigur á þeim var þegar að GaryMcAllister skoraði sigurmarkið í leiknum í viðbótartíma frá miðjunni sem var gríðarlega eftirminnilegt.

Næst fór karlinn og fann út hvert byrjunarliðið ætti að vera og var gríðarlega sáttur við það vegna þess að:

1. Hann sagði að Riise væri mun betri kostur vegna þess að Aurelio hefur spilað einn grannaslag og var gríðarlega lélegur í þeim leik,á meðan Riise vissi nákvæmlega út á hvað þetta gengi.

2. Talaði um hve sterkt væri að hafa Hyypiä í vörninni sem hreinlega ælir af reynslu.

3. Var hins vegar ekki sáttur við Leiva því honum finnst hann einn sá lélagasti í liðinu í dag en gat reyndar ekki nefnt neinn annan sem væribetri kostur en hefði munað gríðarlega að hafa Javier Mascherano í leiknum (mun betri leikmaður en Lucas).

Þarna voru um tveir tímar í leik þannig að við ákváðum að fara á The Park ( sem er svona stuðningsmannabar Liverpool-manna fyrir leik þar sem þeir syngja saman öll helstu lögin). Ég hef bara aldrei á minni hunds- og kattartíð lent í þvílíkum hávaða, þetta var ekki mennskt! Þetta er minn fyrsti leikur og lærði maður fjöldan allan af lögum en mér fannst náttúrulega Torres-lagið slá öll met:„na nana na nanna … Fernando Torres Liverpool nr. 9“- algjörlega sturlað.
Svona var stemningin á The Park.

Getiði ímyndað ykkur stemninguna ? Þetta var bara gaman.

Svo var haldið á völlinn og stemningin í algjöru hámarki. Þegar maður gekk upp stigann og sá allt fólkið og stemninguna hreinlega táraðist ég. Svo gengum við á völlinn og tilfinningin að vera þarna á vellinum sem mann hefur dreymt um að vera á síðan maður var 7 ára(12 ára bið á enda)!

Á þessum tímapunkti voru um 20 mínútur í leikinn.Svo komu leikmennirnir fljótlega inná völlinn og “You´ll Never Walk Alone” byrjaði – það var ótrúlegt en þegar maður horfir í sjónvarpinu fær maður yndislega tilfinningu og gæsahúðin blossaði upp og mér fannst ég loksins vera kominn í fyrirheitna landið.Svo hófst leikurinn með marki Fernando Torres – Liverpool nr 9 haha 😀 – Svo var sungið og sungið alveg streitulaust.

Eftir leik lá leiðin aftur á matsölustaðinn til Phil Thompson þar sem hann krufði leikinn í botn og sagði margt sem maður hélt að hann vissi ekki. Það sem hann sagði var þetta:

1. Lucas á ekki heima í þessu liði, hann á ekki að vera í hóp. Kom mér svolítið á óvart að heyra hann segja þetta.

2. Aldridge sagði að þeir Alonso og Mascherano væru engan veginn framtíðarmenn á miðjunni, allavega ekki Alonso því hann væri alltof hægur í þessa bolta á miðjunni (þrátt fyrir að hann hefði búið til markið).

3. Riise, Kuyt,Crouch og Arbeloa væru allt menn sem væru á förum og Thompson var með tvo leikmenn sem kæmu í staðinn. Það eru þeir Robbie Keane sem hann sagði að hefðu verið samningaviðræður við áður og sagði að fjölskylda hans væru miklir áhangendur Liverpool.Hinn var David Bentley hann sér hann brillera í stöðu Kuyt þrátt fyrir að hann hafi verið maður leiksins að mínu mati.

4. Var ekki í vafa um að Benitez yrði áfram og ástæða þess að Liverpool væri ekki í titilbáráttu væri sú að þeir hefðu 13-15 góða leikmenn en hin liðin 18-25. Alveg hárrétt að mínu mati.
Eftir þetta spjall fórum við á The Park aftur og þá voru menn farnir og þá sáum við hvernig staðurinn leit út í raun og veru, HAHA.Þar vorum við að sjálfssögðu í okkar sparifötum (Liverpoolbúning), ogokkur var sagt að ef við færum í þeim í bæinn værum við að bjóða hættunni heim því þetta væri eini tíminn á árinu sem mætti ekki vera í treyjunni.

Stemningin í borginni var samt ekki eins góð og ég bjóst við, var mun daufara í borginni heldur en áður sem kom mér gríðarlega á óvart.

Á mánudag fórum við í skoðunarferð um Anfield sem var frábært og fórum í búningsklefana sem mér fannst bara frekar lélegir, bara eins og í sundlaugum Reykjavíkurborgar, ótrúlegt að sjá þetta. Við skoðuðum búningsherbergið og nuddsvæðið og svo aðalskiltið – THIS IS ANFIELD – algjörlega frábært.
Svo fórum við inná völlinn og settumst á varamannabekkinn sem var ljúf tilfinning. Við spurðum fararstjórann af hverju þeir stækkuðuekki bara stúkuna til að koma fleiri áhorfendum fyrir og þá sagði hann að skoðað hefði verið að lækka völlinn og byggja stúkuna niður en það væri alveg rosalega dýr pakki. Myndi varla borga sig. Það sem hann átti við var að grafa völlinn niður og byggja stúkuna niður.
Síðan röltum við yfir á The Kop og þar fannst mér sætin vera þrengri en þar sem við vorum enda standa þeir allan leikinn. Þessi skoðunarferð var frábær og ferðin í raun öll.

Ég vill þakka kærlega fyrir mig og ég spyr: Hvern langar ekki að sjá sitt lið á Anfield? Þetta er bara eitt skemmtilegasta sem ég hef gert og þetta ER FÍKN.

Hvet alla til þess að koma sér á Anfield …

Hvernig leist ykkur á þessa leikmenn? Bentley virðist á leiðinni og jafnvel Robbie Keane líka, ef eitthvað er að marka Phil Thompson.

-Vilhjálmur Kristjánsson, Liverpool-stuðningsmaður

46 Comments

 1. Rosalega vel skrifuð grein.
  Vááá hvað maður væri til í að fara í svona ferð og ekki myndi skemma fyrir að fara á sigurleik
  Gaman að heyra um leikmennina nokkuð fróðlegt.
  Meira af svona skrifum TAKK snildarpenni á ferð

  Palli

 2. Djöfull væri ég til í svona ferð maður, kíkka á pöbbinn og svo á leik!! Hljómar bar’í lagi sko. Sammála Palla, góður penni á ferðinni

 3. Kannast við það að tárast. Ég hágrét fyrstu 15 mínúturnar á mínum fyrsta Anfield leik. Var eins og kerling en skammast mín ekkert fyrir það. Enda sýnir bara ástríðuna. Góð grein. Alveg til í að fá Keane!

 4. Úffffffff!!!! Einu skiptin sem ég hef virkilega tárast af gleði var í sitthvort skiptið sem ég fór á Pearl Jam (já, ég er rooooosalegur aðdándi), þegar Liverpool vann CL 2005 og þegar dóttir mín fæddist.

  Ég er samt sem áður 100% viss um að ég myndi skæla eins og smástelpa ef ég verð nokkurn tíma svo frægur að komast á Anfield Road. Gæti gerst í haust. Fingers crossed 🙂

  Annars frábær grein og ég er sko alveg til í Bentley og Keane gæti komið vel út.

 5. Ef af verður koma þessar sölur ekki mikið á óvart, einna helst Arbeloa.

  Riise: Við þurfum betri bakvörð sem getur bæði sótt og varist.
  Crouch: Eins og ég sagði í þræðinum um Arsenal leikinn þá er nokkuð ljóst að að hann er að fara, því miður. Af hverju kom hann ekki inn á? Væri frekar til í að selja Voronin en þarna munar líklega um 8 milljónum eða eitthvað í kaupverði.
  Kuyt: Hefur verið góður í tveimur leikjum núna en hvernig var hann fram að því? Ég er ekkert á því að selja hann samt sem áður.
  Arbeloa: Ágætur kostur en ef Rafinha er að koma, eins og talað hefur verið um, þá þarf hann eða Finnan að fara.

 6. Sé ekki fyrir mér að Spurs fari að selja varafyrirliðan sinn og einn helsta markaskorara nema hann sé eikkað hundfúll, sem ég efast stórlega um enda alltaf í byrjunarliðinu og varafyrirliði, eða þeir fái brjálaða summu fyrir hann, sem þeir þurfa reyndar ekki þar sem eigandi Tottenham er einn sá ríkasti á Bretlandi.
  En allt getur gerst og meistaradeildinn heillar alla.
  Annars skemmtilegur pistill.

 7. “Aldridge sagði að þeir Alonso og Mascherano væru engan veginn framtíðarmenn á miðjunni”

  MASCHERANO hvernig er hægt að detta þetta í hug!!

  Ef þetta er satt þá er Phil Thompson hestur.

 8. Mascerano er kóngurinn og ekkert kjaftæði.
  Ég væri til að sjá Robbir Kean og Bentley í Liverpool.

 9. Fínn pistill en vantar rökstuðning nema þann sem var um Xabi… Frekar þreytt að nefna einhver nöfn án útskýringa. Arbeloa er kominn í landslið sitt sem segir manni að eitthvað er varið í kauða. Er ekki líklegra að Finnan fjúki. Annars er ég viss um að Thompson viti fjári mikið um fótbolta.

  Mascherano er kóngurinn og ekkert kjaftæði.

 10. keane er ofmetinn letingi og sjálfvitringur, en líst mjööög vel á bentley

 11. Flottur pistill Villi… Takk fyrir góða ferð…. en vildi segja frá því að Phil Thompson sagði að hann hafi verið að spjalla við Robbie Keane og hann sagði að Keane myndi gera gjörsamlega allt til að fá að spila í liverpoolbúning, þannig að ég held að ef Liverpool myndi hefja viðræður við hann þá myndi hann örugglega þrísta helvíti mikið á stjórnina hjá Tottenham til að leyfa sér að fara þannig að ég gæti trúað að Keane væri virkilega virkilega raunhæfur kostur. En leikmaður á hans kaliberi væri náttúrulega ekki ódýr.

 12. Vægast sagt furðuleg álit á leikmönnum, einnig hljóma Bentley og Keane eitthvað lítið spennandi. 😛

 13. Skemmtileg lesning.

  Varðandi það sem Thompson og Aldridge segja, þá skil ég ekki af hverju þeim líst ekki á Arbeloa, Alonso, og sérstaklega Mascherano. Það er að mínu mati fáranlegt halda því fram að Masch sé ekki framtíðarmaður, en þeir mega hafa sína skoðun á þessu eins og aðrir. Hinsvegar líst mér mjög vel á að fá Bentley og Robbie Keane.

 14. Ég vildi þakka kærlega fyrir mig.
  Vona að þið hafið haft gaman af því að lesa þessa grein.
  Njótið vel

 15. Ég Persónulega skil ekki þetta Bentley æði. Er þetta ekki bara miðlungsleikmaður sem lítur vel út í óteknísku vinnuhesta liði?
  Eins og einhver sagði um daginn. “slakið á með þetta bentley röfl hann er ekki Pele” eða eitthvað þannig. Hann er allt í einu orðinn heitasti leikmaður.

 16. Hann er allavega með flestar fyrirgjafir í deildinni sem er nákvæmlega það sem kanntmenn eiga að gera.

 17. Takk fyrir þennan pistil, Vilhjálmur, og til hamingju með ferðina! Maður á sjálfur enn eftir að upplifa þetta, en maður gerir það!

  Varðandi pælingarnar um leikmennina, þá er ég hissa á að heyra þetta um Leiva, þar sem ég held að hann eigi eftir að koma til, og einnig fannst mér skrýtið að heyra að mönnum þætti Mascherano ekki líklegur framtíðarmaður á miðjunni.

  En takk aftur Vilhjálmur, áfram Liverpool!

 18. Pennant var líka, að mig minnir, með flestar fyrirgjafir í deildinni tímabilið áður en hann kom til okkar. Þannig að það segir voða lítið. Ég er ekkert voðalega spenntur fyrir Bentley en hann yrði samt skárri kostur en Keane að mínu mati.

 19. Robbie Keane til Liverpool? Það er bara ekki séns að það sé að fara gerast. Hann elskar Tottenham og verður þar á næsta tímabili.

 20. Bæta við að hann (Keane) er samt ruddalega góður í fótbolta. Einhver 22 mörk í fyrra og komin með 22 núna líka í vetur. Einhverjar tíu-fimmtán stoðsendingar líka. Myndi verða góður fyrir L’pool.

 21. Tottenham striker Robbie Keane expects to stay at White Hart Lane for the rest of his career.

  The 27-year-old, who had four clubs in three years before settling at Spurs in 2002, agreed a contract last summer to remain with the north-London outfit until 2012, and the Ireland captain sees his long-term future at the club.

  He told the London Evening Standard: “I can’t see myself going anywhere or playing for anyone else now. That is why I signed a long-term contract.

  “I am more than happy here and I want to stay here for as long as I can. If I keep doing well and the club want me, then I am happy to stay here for the rest of my career.”

  Hljómar ekki beint eins og náungi sem gengur á milli manna segjandi að hann vilji spila fyrir Liverpool.

  Sorry fyrir að kommenta þrisvar.

 22. Það segir nebblega heilmikið. Pennant er bara ekki buin að nýta sín tækifæri í Liverpool treyjuni nógu vel. En Bentley er samt klárlega ekki hægri kanntmaður sem Liverpool ætti að sætta sig við sem fyrsta kost. Myndi aldrei komast í liðið hjá hinum 3 stóru.

 23. þessi pistill er nú með því skrítnara sem ég hef séð. hvað hefur phil thompson gert í þjálfun fyrir utan aðstoðarmennsku við houllier. veit hann betur en Rafa. besti maðurinn í brasilísku deildinni getur ekki rassgat?? Robbie Keane??
  Fýlupoki aldarinnar?? David Bentley? David Bentley er bara Pennant aftur. Maður sem er að gera það gott í miðlungsliði en var áður hjá stórliði meðan hann var unglingur. gæti alveg gengið en engan veginn öruggt. Þetta er pistill fullur af hearsay og af því menn namedroppa einhverjar stórar heimildir fyrir þessu þá á þetta að vera alveg rosalegt. Sorrý bara kaupi það ekki.
  En annars bestu kveðjur og þetta hljómar eins og frábær ferð hjá þér

 24. jáhh hljómar bara mjög spennandi ferð og væri gaman að upplifa eitthvað þessu líkt.

  Gaman af þessarri grein en vill ekki sjá Bentley væri frekar til í quaresma en þarna erum við Thompson ósammála.
  Flott grein

 25. Ferðin hefur verið frábær eins og við er að búast. Hef náð tveimur grannaslögum, t.d. þessum þegar McAllister skoraði og er ekki viss um að það verði auðveldlega toppað.
  En skora á þig Villi að fara aftur og skoða bara borgina, næturlífið er frábært, en maður þarf að vita hvert á að fara. Svo var nú líka leikurinn sunnudagsleikur, mikill munur er á því og laugardegi, allavega mitt mat.
  Phil Thompson hefur nú ekki Benitez í miklu uppáhaldi og því ætla ég ekkert að pirra mig á því sem hann segir. Eins og með Souness ber ég virðingu fyrir honum sem leikmanni, en eins og klárlega kemur fram í ævisögu Gerrard hrakti hann Robbie Fowler frá Liverpool og sýndi þá greinilega hvert vit hann hefur á knattspyrnu og hvaða áherslur hann leggur.
  Ummælin um Mascherano, Alonso og Lucas eru auðvitað hlægileg og til þess eins fallinn að þakka fyrir að þessir menn koma ekki að liðinu okkar. Ummælin um að Alonso og Mascherano séu of hægir segir bara það að þessir menn skilja ekki leikkerfið sem verið er að spila. Hraðinn liggur framan við þessa tvo og þeir þurfa fyrst og fremst að vinna boltann (Masch) og koma honum í leik (Alonso eða Lucas).
  Varðandi leikmannakaupin gæti ég trúað öllu nema Kuyt og veit ekki með Keane. Kuyt er ekki að fara, það held ég að sé alveg ljóst, sér í lagi eftir frábæra frammistöðu og ummæli Rafa á miðvikudagskvöldið. Arbeloa, Riise og Crouch örugglega nálægt útgöngudyrunum, enda að mínu mati enginn þeirra nægilega góður til að vera lykilmaður í meistaraliði en góðir í hóp ef þeir sætta sig við það.
  Bentley er að mínu mati besti kosturinn í Englandi á hægri kantinn, þ.e. af þeim sem eru á lausu. Vissulega erfiður á margan hátt, en líka frábær spyrnumaður sem getur leyst allar fimm miðjustöðurnar í okkar leikkerfi. Ég vill reyndar líka frá Quaresma, því ég tel okkur þurfa svoleiðis tæknitröll í hópinn. Robbie Keane hefur oft í gegnum tíðina verið orðaður við Liverpool og er rauður í gegn. Hann hefur átt farsælan feril með minni liðum og er á góðum stað í dag. Hins vegar hefur Tottenham lengi haft áhuga á að fá Crouch aftur (hóf ferilinn þar) og ekki væri útilokað að þau skipti yrðu.
  Langsótt örugglega, en ég væri til í það!
  Takk aftur fyrir skemmtilega lesningu Villi, þetta er nú ein aðalástæðan fyrir því að svo gaman er að fara þarna út og tala við fólkið sem er með puttann á púlsinum!!! Jafnvel þó maður sé hundósammála þeim…..

 26. Flottur pistill Villi…..ég er sammála því að taka Bentley inn á kantinn. Á svo marga krossa inn í box.

 27. Verður leikurinn gegn Arsenal ekki í beinni á sýn2 (stod2 sport eitthvað)?

 28. Ég vill ekki sjá Lucas fara, enda eftir að vera besti leikmaður Brasilísku deildinnar á hann skilið 2 ár til þess að sanna sig í Evrópu. Hann er alls ekki búinn að vera nógu góður en það sýnir hvað sjálfstraust segir mikið, þegar hann fær það á nýju tímabili þá gæti hann alveg blómstrað.
  Ég hlusta ekki á þessi ummæli með Masch og Alonso, og svo finnst mér Arbeloa vera okkar langbesti bakvörður.
  þurfum bara að bæta við okkur öðrum heimsklassa bakverði annaðhvort hægri eða vinstra megin því Arbeloa gæti þess vegna spilað vinstra megin.
  Ég er alveg tilbúinn að selja Crouch, Kuyt, Riise, Pennant og fleiri til að rýma fyrir nýjum mönnum, þessir menn eru búnir með sín tækifæri.

  En glæsileg ferð Vilhjálmur og til lukku með hana. Ég man hvað mér fannst gaman að fara í mína fyrstu ferð á Anfield.

 29. Jói, erum við búnir að vera að horfa á sama Lucas? Hann hefur heillað mig mjög mikið, þótt hann hafi átt einn og einn slakan leik inn á milli. Hann er þegar búinn að spila fleiri leiki og stærra hlutverk en menn áttu von á á hans fyrsta tímabili, og miðað við að þetta er tvítugur brassi að upplifa sinn fyrsta vetur í Evrópu þykir mér þetta nokkuð góð fyrirheit um framtíðina.

  Svo getið þið líka spurt leikmenn Everton eða Inter hvort þeim þyki hann lélegur. Hann hefur tekið bæði lið í bakaríið í vetur. 🙂

 30. Það er “möst” að fara á Anfield, ég er búinn að fara 2x á Anfield og 5x í allt á leiki í Englandi með Liverpool. Stemmingin á Anfield er einstök og sérstaklega á Liverpool – Everton, fór fyrst á Anfield þegar Gerrard var rekinn útaf og við unnum 3 – 1 árið 2006. Viðmótið hjá fólki er líka frábært – ég fór síðast á Liverpool – Man Utd, leik sem við því miður töpuðum. Þegar við (vorum 4 saman) fórum til baka var allt stappað. Við náðum seint um síðir að taka strætó sem fór á Lime Street Station. Ég spurði strætóbílstjórann hvort hann færi nálægt hótelinu okkar, hann sagði nei en sagðist samt skutla okkur á hótelið sem hann og gerði, keyrði okkur upp að dyrum á hótelinu 🙂
  YNWA

 31. Mér finnst allir einbeita sér á miðjumönnum okkar á miðjunni Gerrard og Mascherano í stað þess að horfa á kantarana, við verðum að fá til okkar heimsklassa kantara sem getur komið með góðar sendingar inn í það sé svo greinilega í leik okkar að okkur vantar kantara þegar við notum tvo framherja í þessar stöður. Eru Kuyt og Babbel vikilega okkar firsti kostu í þessum málum. Vaðandi Alonso, Gosi hefur rétt fyrir sér hann er orðin hægur en það er meiðsla vandamál spurning um uppfærslu á honum.

 32. Ég sem Spursari get sagt ykkur að Robbie Keane fer ekkert, og ef hann myndi fara sem er mjög ólíklegt þá er ég viss um að Spurs myndi ekki vilja láta hann fara til Liverpool. Tottenham stefnir á að komast í meistaradeildina á næsta tímabili, og þar er Liverpool einn mesti keppinautur Tottenham. Ég efa það að stjórn Tottenham myndi láta jafn góðann leikmann og Keane er til Liverpool. Það er mín skoðun en þið hafðið kannski aðra.

  Ég sé fram á massíft tímabil á næsta tímabili, en þá held ég að Spurs muni gera góða atlögu að þessum “topp 4 klúbbum.” Einnig fleiri lið Man City og jafnvel Aston Villa.

  Öll kaupin í sumar munu líklega bæta öll met, peningarnir munu flúgja útum allt. Stór stjörnur eins og Drogba, David Villa og Ronaldinho munu líklega allir finna sér nýtt lið.

 33. Vel skrifað og skemmtileg grein.

  Ég er hins vegar afar ósammála bæði Aldridge og Thompson. Lucas hefur staðið sig betur en ég átti von á. Ég tel einnig afar ólíklegt að Keane sé að fara frá Spurs, tel meiri líkur á að Berbatov verði seldur í sumar (þá til Man U eða Chelsea).

 34. En Ingimar hvað ef við látum þig fá Riise og Crouch fyrir Keane?
  það er þrusu díll 🙂

 35. Stór stjörnur eins og Drogba, David Villa og Ronaldinho munu líklega allir finna sér nýtt lið.

  Ég hélt að við Liverpool menn værum bjartsýnir að eðlisfari.

 36. Riise og Crouch 🙂 hehehehe… Tjahh neeee! Ég skal hugsa um Gerrard og Xabi saman á bretti 😀

 37. Lucas er framtíðin.hann er á sínu fyrsta tímabili og það er bara þannig að menn þurfa 1 tímabil til þess að aðlagast nýju landi hvað þá nýrri heimsálfu,þótt það seú til undantekningar um þennann aðlögunartíma eins og með snillinga á borð við Torres sem þarf ekki þennann aðlögunartíma þótt það væri nátturulega bara snild að hann væri bara að aðlagast því þá yrði hann rosalegur þegar sá aðlögunatími er liðinn…..
  En mér finnst það eingannveginn réttlátt að seigja að Lucas sé ekki að gera sig svona strax á fyrsta tímabili.Babel viðukennir það meiriseigja sjálfur að hann sé en bara að aðlagast og ég myndi seigja það sama um Lucas

 38. Hehe Einar Örn ég var ekki að meina að Drogba, David Villa og Ronaldinho væru að fara koma til Spurs. Ég var nú bara að tala um að þessir leikmenn væru að fara frá liðinu sínu.

  • Stór stjörnur eins og Drogba, David Villa og Ronaldinho munu líklega allir finna sér nýtt lið.

  • Ég hélt að við Liverpool menn værum bjartsýnir að eðlisfari.

  Haha ætli hann sé ekki að meina þeir fari einhvert annað ,ekki allir í Spurs 😉

  En aðeins út fyrir þessa umræðu (og þessa skemmtilegu ferðasögu) þá er ein pæling varðandi slúðrið….

  • Dirk Kuyt leikmaður Liverpool ólst upp 3,2 kílómetrum frá heimili Pieter Vink dómara leiks liðsins gegn Arsenal í Meistaradeildinni á miðvikudag en Vink úrskurðaði að Kuyt hafi ekki verið brotlegur er hann reif Alexander Hleb niður innan vítateigs í leik liðanna. (Daily Star)

  Ég veit að þetta er ómerkilegt slúður og léleg samsæriskenning, en hafið þið einhverntíma áður heyrt svona væl? Þegar það verða t.d. vafaatriði í enska boltanum, ætli það sé athugað hvað það sé langt milli æskustöðva leikmannsins og dómarans?;)
  3.2 km fjarlægð milli leikmanns og dómara myndi ekki einu sinni vera marktæk þó þeir væru báðir frá íslandi.

 39. úbbs, ég var svo lengi með þennan glugga opinn að ég sá ekki Nr. 41 í tæka tíð

 40. Ingimar, Ingimar, Ingimar. Þú veist að leikmenn og karakterar eins og Gerrard eru ekki falir fyrir allt fé í heiminum! En ég skil vel að þú villt ekki crouch og riise fyrir keane enda þykjist ég vita að Spursarar vilja ekki sjá þá þegar að Ramos er buin að lofa metnaðarfullum breytingum.

  En þú ert ágætur 😉

 41. Hehe, auðvitað veit ég að Gerrard sé ekki falur, svo myndi hann ekki ganga til liðs við Tottenham, ég held að það sé nokkuð ljóst. Já rétt hjá þér Riise og Crouch er ekki menn sem ég vil sjá koma til Spurs.
  Ég myndi segja það án þess að hika að Robbie Keane, Berbatov og Bent eru allir betri en Crouch og við þurfum ekki annan framherja.

  Þú ert svo sem allt í lagi Raggi líka 🙂

 42. er reyndar sammála thomson með alonso hefur verið mjög slakur í vetur. Ekki hrifinn af því að fá mann eins og Quaresma hef séð hann í leik með Porto og hann heillaði mig lítið þetta er dúkka sem verður pakkað saman ef hann mætir til englands. Þetta verður spennandi í sumar. Vona bara að það verði góðar vorhreingerningar. Voronin, Crouch, Pennant, Finnan, Riijse, Alonso, Kewel sennilega eða vonandi allir á útleið fyrir þokkalegann pening. Bennayon gæti líka farið.Í staðinn þarf að kaupa 3-4 heimsklassamenn striker, bakverði og kantmenn.

One Ping

 1. Pingback:

Mascherano í tveggja leikja bann í viðbót

Arsenal á morgun í deildinni.