Liðið gegn USG

Nokkurnveginn eins og spáð hafði verið, en þó er Konate að byrja sem er algjör óþarfi:

Kelleher

Bradley – Konate – Quansah – Chambers

Elliott – Endo – Jones

Doak – Gakpo – Gordon

Bekkur: Pitaluga, Mrozek, Gomez, Diaz, Szoboszlai, Nunez, Tsimikas, Gravenberch, Scanlon, McConnell, Koumas, Hill

Kannski ekki margir möguleikar í stöðunni varðandi Konate, jú það hefði mátt setja Endo í miðvörðinn og spila McConnell. Vonum bara að menn komi heilir úr þessum leik. Biðjum eiginlega ekki um meira.

KOMA SVO!!!!!1!!!

17 Comments

  1. Svo sem erfitt að stilla upp yngra liði þannig séð, Klopp sér að vinna þennan leik og við sjáum örugglega Gomez skipta við Konate í seinni.
    En annars bara ágætlega spennandi lið og gaman að sjá þá Kaide Gordon og Ben Doak þarna frammi þó að þeir séu mjög líklega þokkalega ryðgaðir.
    Verður erfiður leikur með þessum mannskap en ég held að við tökum þetta 2-3

    1
  2. Það er e.t.v. ekki meðmæli með Konate – eins og ég mæri hann nú oft – en ég er drullustressaður að sjá hann þarna í miðverðinum. Einn spilaður leikur = einum leik styttra í langvarandi meiðsli.

    Og … er ekki kominn tími til að kop áhorfendur fari í nám hjá þessum aðdáendum evrópu-keppnis liðanna sem við mætum. Þvílíkt stuð.

    2
    • Já já, ágætis stuð en samt nei takk. Þetta er mest bara hávaði. Stuðningsmenn með trommur og önnur instrument er frekar glatað, finnst mér. Alvöru stuðningsmenn semja og syngja alvöru söngva um lið sín og leikmenn þess, að mínu mati.

      3
  3. Quansah flottur
    Og ja ekkert sýnt af þessu var checki maður sá bara rangstöðu.

    2
  4. Kelleher lætur taka sig á nærstöng… margir þarna sem eiga sér ekki framtíð hjá Lfc. Doak vonbrigði , curtis gefur hann ítrekað. Konate þarf að sýna eitthvað og haldast heill í meira en hálfan dag. Qansa flottur og yfirvegaður

    4
    • Curtis Jones væri aldrei í þessum hóp ef hann væri ekki enskur. Veikur líkamlega, klappar boltanum of mikið, fyrsta snerting of oft léleg og breytir ekki leikjum. Seinna markið sem Kelleher fær á sig er bara skortur á leikjum og fyrsta markið átti aldrei að standa. Annars er geggjað að svona margir squad players fái mínútur því allir eru með hugann við sunnudaginn!

      9
      • Ágætis punktar en langar að benda á að Curtis Jones breytti svo sannarlega síðasta deildarleik á móti Crystal Palace þegar hann kom inn á og lagði upp jöfnunarmarkið.

        7
  5. Ja hérna …. þetta er verra en slæmt …. óskiljanlega lélegt …. eru þetta ekki mennirnir sem eru að banka á dyrnar hjá aðalliðinu ….

    2
  6. Kelleher er búinn að dala svakalega. Hvað veldur skal ég ekki segja en það er áhyggjuefni og vonandi að Klopp finni lausn á því.

    Annars erfiður leikur fyrir marga unga stráka. Flott reynsla fyrir þá.

    Sjáum hvað setur í seinni.

    6
  7. Væri fínt að tapa ekki en nr. 1, 2 og 3 að fara ekki að meiðast í nágvígi við þessa galgopa.

    Mikið fjör en eitthvað segir mér að Union verði orkulausir þegar lengra líður á leikinn.

    Þá mætti gefa Nunezinum 15.

    1
  8. Þeissi leikur opinberar alveg svakalega hversu mikilvæg samsetningin á miðjumönnum og bakvörðum er mikilvæg í kerfi Klopp. Hvorugur bakvörðurinn sem byrjuðu leikinn eiga eftir að gera stöðuna að sinni. Það er í rauninni alveg svakalegt hvað Sabo og Maca hafa verið fljótir að koma sér inn í hlutina. Svo má ekki gleyma, um leikinn í kvöld, að leikmenn Liverpool eru ekki vanir að spila á svona kartöflugarði, spila eiginlega alltaf á hybrid-grasi

    4
    • Sammála þessu varðandi miðjuna og bakverði. Einnig varðandi völlinn; skiptir meira máli en margir halda.

      3

Stelpurnar heimsækja Everton í Continental bikarnum

Union St. Gilloise 2 – 1 Liverpool