Stelpurnar heimsækja Everton í Continental bikarnum

Á meðan strákarnir okkar eru nýlentir í Belgíu (og það er blaðamannafundur í gangi í þessum skrifuðu orðum), þá eru stelpurnar okkar að fara að spila sinn næsta leik í Continental Cup bikarnum núna kl. 19:00, en svo ætla þær að fylgja fordæmi strákanna og spila við United á sunnudaginn í deild.

Þessi leikur mun litlu máli skipta, liðið er búið að tapa tveim fyrstu leikjunum í þessum riðli og er því ekki á leið upp, en hei þetta er Liverpool vs. Everton og það er alltaf heiðurinn að veði.

Svona ætlar Matt Beard að stilla upp:

Laws

Parry – Fisk – Clark – Daniels

Missy Bo – Holland – Lundgaard

Kiernan – Roman Haug – Lawley

Bekkur: Micah, Koivisto, Bonner, Hinds, Nagano, Höbinger, van de Sanden

Það vantar enn þær Enderby og Flint sem voru báðar frá um helgina vegna meiðsla, en annars er svolítið verið að rótera enda 3 leikir á 8 dögum.

Það virðist eiga að sýna leikinn á Youtube rás Liverpool, sem kemur kannski pínku á óvart í ljósi þess að þetta er útileikur, en við tökum því að sjálfsögðu fagnandi.

Fögnum því að geta horft á alvöru fótbolta svona á miðvikudagskvöldi.

KOMA SVO!!!

2 Comments

  1. 1-2 sigur í leik sem var vitað að myndi engu breyta um hver ynni riðilinn, Roman Haug og Yana Daniels með mörkin. Okkar konur auðvitað mikið betri aðilinn og Everton rétt náðu að pota inn einu skítamarki í uppbótartíma. Þá er það bara United á sunnudaginn, skömmu áður en okkar menn taka á móti United.

    8

Royale Union Saint Gilloise – lokaleikurinn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

Liðið gegn USG