Union St. Gilloise 2 – 1 Liverpool

Mörkin

1-0 Einhver Belgadjöfull (32. mín)
1-1 King Quansah (40. mín)
2-1 Annar Belgadjöfull eða kannski sá sami mér er drull (43. mín)

Hvað þýða úrslit leiksins?

Nákvæmlega ekki neitt.

Hverjir stóðu sig vel?

Jarell Quansah sýndi enn eina frammistöðuna þar sem yfirvegun einkenndi leik hans. Persónulega er ég mjög spenntur fyrir þessum leikmanni, og fyrst Matip er úr leik (og væntanlega búinn hjá Liverpool, því er nú fjandans ver og miður), og Joemez er farinn að daðra meira við að vera cover fyrir báðar bakvarðastöðurnar, þá má alveg færa rök fyrir því að Quansah sé orðinn þriðji á eftir Virgil og Konate. Breytir í sjálfu sér engu með að það má alveg kaupa miðvörð í janúar, meiðslin hjá Matip gulltryggðu þá þörf, en þetta er kannski ekki alveg jafn gargandi nauðsynlegt með hann í hópnum.

Aðrir leikmenn komust misvel frá þessu tækifæri, Conor Bradley var sprækur, Luke Chambers í aðeins meira brasi. Kaide Gordon leit út eins og leikmaður sem var að koma til baka eftir 20 mánuði á hliðarlínunni vegna meiðsla, Ben Doak leit út eins og leikmaður sem þarf að komast á lán og fá spilatíma. Enginn þeirra var að standa sig eitthvað illa, það er bara mjög eðlilegt að B og jafnvel semí-C lið Liverpool sé ekki að spila sama þungarokkið og Alisson, Virgil, Trent, Salah et al. Þeir höfðu örugglega allir gott af þessum leik, og mega endilega fá fleiri tækifæri sé þess nokkur kostur.

Hvað hefði mátt betur fara?

Leikmenn eins og Jones og Gakpo hefðu alveg mátt grípa tækifærið fastari tökum. Gleymum því nú samt ekki að báðir hafa sýnt góða spretti þegar á þá hefur reynt í vetur. Þessi leikur dæmir þá ekki einn og sér.

Hvað er framundan?

Nú fer þessi keppni í “smá” pásu fram í mars, en þá taka við 16 liða úrslitin. Sem betur fer sleppa okkar menn við umspilið sem 3ju sætis liðin úr Meistaradeildinni spila gegn liðunum sem urðu í 2. sæti í Evrópudeildarriðlunum.

En alvaran tekur við á sunnudaginn, þegar United mæta á Anfield. Leikurinn síðan í fyrra (þið munið, þessi sem fór 7-0) setur að vissu leyti tóninn fyrir þennan leik. Sérstaklega þar sem að liðin komu inn í þann leik þannig að Liverpool var á hælunum eftir lélegt gengi í deildinni en United voru í raun fullir sjálfstrausts, en nú er því öfugt farið. Bæði lið eru að glíma við meiðsli, United mögulega í verri stöðu hvað það varðar, en svo er það kannski bara betra fyrir þá að lötu prímadonnurnar skuli ekki vera leikfærar og ungu pjakkarnir fái þar með tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þannig að förum varlega í að dæma þennan leik unnin fyrirfram. Það bara á alltaf við um viðureignir þessara liða, að það skiptir í raun ekki nokkru einasta máli í hvernig formi liðin eru, alltaf skal maður vera drullunervus fyrir þessa leiki.

En nú fær Klopp föstudag og laugardag til að rífa menn í gang, því það er ekkert annað í boði en 3 stig á sunnudaginn. Öðruvísi halda menn ekki toppsætinu.

22 Comments

  1. Strákar úr varaliði í bland við unga stráka í aðalliðinu ásamt Konate/Gomez 45, Endo 45 og Gakpo og sá síðastnefndi líklega mestu vonbrigðinn í kvöld. Algjör kartöflugarður sem Union eru líklega öllu vanari þó þetta hafi ekki verið þeirra völlur og allt undir hjá þeim. Okkar menn auðvitað daprir en fínt að þetta sé búið og nánast allir sem þurftu hvíld fengu hvíld. Nú taka við þrír leikir á Anfield og vonandi komumst við aðeins í betri takt þar.

    6
  2. Gott fyrir ungu leikmennina að fá spiltíma og að engin meiddist, annað skiptir ekki máli. Næst er alvaran x 3. Væri til í sigra í þeim öllum 🙂

    5
  3. Fínn æfingaleikur fyrir fringe players og meiðslalaust. Kelleher steig aðeins upp í seinni hálfleik og Quansah heldur áfram að heilla.

    Mikil alvara framundan og leikurinn gegn United gæti orðið erfiður, enda mjög sært dýr þessa stundina. Sá leikur verður þó að vinnast og svo má alls ekki tapa í 6 stiga leik á móti Arsenal. West Ham mun líklega mæta afgangi þó ég vilji sjá okkur fara alla leið í bikarkeppnum og Evrópudeild þetta tímabilið.

    Áfram Liverpool!

    8
  4. Skiptir litlu máli þessi leikur. Viðurkenni þó að mér fyndist varaskeifur okkar mega vera betri en þetta. 3 skot á mark og 2 horn á móti þessu liði. Nú er vonandi komið að betri frammistöðu hjá liðinu því spilamennskan upp á síðkastið verið ansi döpur. Miðjumenn og sóknarmenn liðsins verða að fara að sýna betri frammistöður ef ekki á illa að fara.

    1
  5. Þessi leikur skipti litlu máli. Ég hef samt áhyggjur af Konate, mér finnst eins og hann sé ekki 100% ,hvort það eru meiðsli eða hreinlega skortur á leikformi. Endo er ekki nógu góður. Ef þeir ætla að gera atlögu að titlinum verða þeir að taka upp veskið í janúar.

    6
  6. Vona að skýrsluhöfundi fyrirgefist að hafa ekki lýst leiknum alveg niður í frumeindir. Það eru bara stærri geltir sem þarf að flá núna um helgina.

    24
    • Daniel, þú mátt nú alveg sýna aðeins meiri virðingu fyrir andstæðingnum og byrta nöfn þeirra sem skoruðu fyrir USG með öðrum orðum enn þeim sem þú notar

      Annars er annað sem þú skrifaði bara fínt hjá þér.

      Leikurinn um helgina er algjör skyldusigur!

      2
      • Ég veit, þetta eru bara dæmigerð hortugheit í mér.

        Lofa samt ekki að gera eitthvað svipað næst þegar ég er með skýrslu í United leik.

        1
  7. Ég var með einhverskonar væntingar fyrir leikinn, ekki um að við værum að fara að sjá einhverja krakka taka risastórt skref og stimpla sig inn með látum samt.
    Vonaðist eftir að við myndum sjá unga menn með vilja til að sýna sig og sanna í yngsta liði sem spilað hefur evrópuleik.
    Nett vonbrigði.

    Hefði viljað sjá menn eins og Jones sem fékk fyrirliðabandið ekki vera slappan.
    Hefði viljað sjá Elliott standa sig betur og líka Konate.

    En hey, efsta liðið í Belgíu vann vara-varaliðið okkar með eins marks mun á sínum “heimavelli”.

    Engin hörmung.

    YNWA

    5
  8. Mig grunaði þetta yrði endurtekning á leiknum í frakklandi það var eitthvern meigin þannig bragur yfir þessu.
    Því miður þá hafa ungu leikmenn bara alls ekki verið að heilla mann mikið á þessu tímabili eins mikið og manni langar það. Quansah er að sjálfsögðu undantekningin á því ! búinn að standa sig með príði finnst mér.

    Maður bjóst við meira frá Doak og fleirum en eins mikið og maður fílaði hann til að byrja með þá virðist hann eiga mjög langt í land en þetta eru ungir leikmenn og eiga klárlega helling inni.

    Hvað er að gerast með Curtis Jones ? er hann að spila hálf meiddur eða hvað ekki alveg að skilja hvað er í gangi með kappann.
    Ætla ekki að fara búa til eh langan lista til að drulla yfir leikmenn þvert á móti þetta var leikur sem skipti 0 máli nema uppá stoltið en það eru mikið mikilvægari leikir núna framundan og þétt prógram fram að áramótum.

    YNWA

    4
  9. Vonandi verða stærri geltir flægðir í komandi sunnudagsleik. Það væri pínu týpískt að koxa á honum, farandi inn í leikinn með betra lið sem er í betra formi, hafandi unnið þá stórt nokkuð oft síðustu misserin þegar það skipti stundum ekki máli. Núna skiptir það miklu máli.

    Þetta er allt öðruvísi titilbarátta núna en þessi 3-4 síson þegar maður hafði enga trú á öðru en að Liverpool kæmi ósigrandi inn á völlinn. Núna finnst manni allt geta gerst, og það á við um öll hin toppliðin líka. Úrslit eru oftast ekki að ráðast fyrr en á lokamínútum leikja.

    Þetta gæti orðið barátta 4-5 liða allt fram í apríl/maí. Væri gríðarlega sterkt að stinga ögn af í þessari jólatörn og halda haus fram yfir hana. Ef liðið okkar gerir það eiga drengirnir stórgóðan möguleika á að standa uppi sem meistarar í vor.

    Við höfum verið að klína ansi mörgum leikjum að undanförnu í hús á einskonar yfirdrætti. Væri gaman að hreinsa reikninginn og fá hreint sjálfstraust í janúar sem skilar titlinum heim. Liðið á að geta gert það. Byrjum á sunnudaginn, vonandi. Ekkert gefið þar en ef liðið mætir stemmt til leiks þá á þetta að vera sigur og ekkert annað.

    Klopp hefur verið heilinn á bakvið jákvæð úrslit síðustu deildarleikja og bestu leikmennirnir staðið upp á úrslitastundum. Það væri gott að fara bráðum að sjá heildstæðari frammistöðu og liðssigra frekar en einstaklingsafrek. Ef góð holning og stabíletet næst á liðið er það til alls víst. Manni finnst það ennþá geta brotnað við mótlæti en á móti kemur að karakterinn sem Klopp hefur fært leikmönnum síðustu ár er óbrjótgjarn og það vantar bara eitt skref til að taka völdin þennan veturinn, ná þessu “ósigrandi-elementi” og skapa öðrum liðum ótta við styrkinn.

    Þetta er að mörgu leyti skemmtilegasta síson í ensku deildinni nokkuð lengi, þar sem flest er ófyrirsjáanlegt og búast má við óvæntum úrslitum í nær hverjum leik.

    Auðvitað trúum við. Annað væri rugl. Áfram veginn.

    YNWA

    4
  10. Hreinlega þoli ekki þegar Liverpool tapar leikjum en tek þessu sem hverju öðru hundsbiti og er bara ánægður með að ekki hafi neinn af lykilmönnum liðsins lagt sig í hættu í þessum leik og treysti herr Klopp í liðsvalinu og að hann viti hvað hann sé að gera
    Er eins og venjulega skíthræddur við næsta leik og að það sé sært dýr sem á að leiða fyrir okkur á sunnudaginn veldur mér kvíða en vænti góðra úrslita að venju

    1
  11. Utd menn eru mjög smeykir við þennan leik.

    Þeir glíma við mikil meiðsli í viðbót við “heppilegt” fimmta gult spjald hjá Bruno. Plús það að sumir leikmenn nenna þessu ekki lengur og sýna það upp í opið geðið á Ten Hag. Sjö núll leikurinn er ennþá mikið trauma í huga stuðningsmanna.

    Ég segi: ef Liverpool tekur þennan leik sæmilega föstum tökum frá upphafi, þá er ekkert að óttast. Veiki hlekkurinn hjá okkur er sexan en ég treysti Klopp til að stilla þessu vel upp.

    1
  12. Best væri að vinna Utd 1 – 0 með marki á 80. mínútu, þá getur EtH komist að þeirri niðurstöðu að þeir hafi bara staðið sig nokkuð vel og hann verður ekki rekinn alveg strax.

    5
    • City hefur bara unnið einn leik af síðustu sex. Segi það með þér: hvað er í gangi?

      • Æi, þetta fór undir vitlaust komment. En það var erfitt að horfa á atvikið í Bournemouth og stjóri Luton gekk grátandi í kringum völlinn til að þakka áhorfendum eftir að leiknum var frestað.

        3
  13. City hefur bara unnið einn leik af síðustu sex. Segi það með þér: hvað er í gangi?

    3

Liðið gegn USG

Upphitun: Manchester United á Anfield