Liverpool eftir 19 leiki í deild.

Vá hvað ég var spenntur fyrir þessu tímabili. Við vorum frábærir á tímabilinu á undan og skoðaði maður hópinn og hugsaði ég held að við verðum bara sterkari í ár. Ungu strákarnir komnir með meiri reynslu og þótt að maður saknaði Mane mikið þá hélt ég að Nunez myndi koma ferskur inn og núna værum við með heilt tímabil af Diaz sem mér finnst frábær leikmaður.

Eftir sigur á Man City í góðargerða leiknum þar sem við spiluðum virkilega vel þá sagði ég bara fuck it og spáði okkur sigri í deildinni en geri það nánast aldrei.

Sjáum hvernig staðan er á okkur.

1. Fulham úti 2-2 – Mikil vonbrigði en það getur verið erfitt að mæta nýliðum í fyrsta leik. Þetta er engin heimsendir.
2. C.Palace heima 1-1 – Manni færri og marki undir en náðum að bjarga þessu með góðum síðari hálfleik. Þetta er samt skelfileg byrjun en bara áfram með smjörið.
3. Man utd úti 1-2 tap – Þetta var hræðilegt. Þeir hafa litið illa út en við gáfum þeim sjálfstraust sem hefur ekki horfið síðar.
4. Bournmouth heima 9-0 – Yes, loksins er liðið mæt til leiks, núna förum við á fullt.
5. Newcastle heima 2-1 – Flott, þetta er gott lið og við náðum í mikilvæg 3 stig. Höldum þessum áfram.
6. Everton úti 0-0 – Þetta var einfaldlega lélegt og ég held bara að við séum ekki að komast í gang.
7. Brighton heima 3-3 – Ég trúi þessu ekki. Að við séum bara komnir á þennan stað.
8. Arsenal úti 2-3 tap – Við áttum ekkert skilið og svei mér þá, þá held ég að titilinn sé bara úr sögunni strax eftir 8.leiki.
9. Man City heima 1-0 – Loksins alvöru leikur þar sem við náum að sigra sterkan andstæðing.
10. West ham heima 1-0 – Ok, kannski var ég of fljótur á mér. Það er en þá von með þetta lið.
11. N.Forest úti 0-1 tap – Ég get þetta lið ekki lengur. Þeir gefa manni von og rífa úr mér hjartað.
12. Leeds heima 1-2 tap – Jæja ef þeir ætla ekki að nenna þessu þá er ég hættur að fylgjast með.
13. Tottenahm úti 2-1 – ok, ég er ekki hættur að fylgjast með ég get það aldrei. Flottur sigur en ég er ekki vongóður um framhaldið.
14. Southampton heima 3-1 – Við eigum að sigra þetta lið og við gerðum það.
15. A.Villa úti 3-1 – Flott að tengja þrjá sigra í röð í deild og liðið tilbúið eftir HM.
16. Leicester heima 2-1 – Þetta hafðist en við vorum ekki góðir.
17. Brentford úti 1-3 tap – Auðvitað kom svona skellur gegn svona liði.
18. Brighton úti 0-3 tap – Okkar lélegasti leikur á tímabilinu og segir það ansi mikið um þennan leik.
19. Chelsea heima 0-0 – Það var smá barátta en ekki góður leikur heilt yfir.

= Skelfilegt tímabil og það sem meira er Man City eru ekki að komast á flug og hugsar maður til árana þar sem við vorum frábærir og náðum í fullt af stigum en lentum í 2.sæti á eftir þeim í epic meistarabaráttu.

Það eru 19 leikir eftir í deild og er ekkert sem bendir til að við séum að fara á eitthvað svakalegt flug á næstunni. Vörnin óstöðug, miðjan okkar stærsta vandamál og sóknarlínan er annað hvort ekki með líkamlega(allir meiddir) eða andlega (að klúðra færum)

Ég samt sem áður elska mitt Liverpool lið og vona hið besta og úr þessu væri besti 4.sæti og smá bikar run og reyna að gera eitthvað næsta sumar til að styrkja liðið.

YNWA – Í blíðu og stríðu.

8 liða úrslit í Continental bikarnum hjá stelpunum – West Ham mæta

Bajcetic skrifar undir nýjan samning