Bajcetic skrifar undir nýjan samning

Í dag var tilkynnt að hinn 18 ára Stefan Bajcetic (eða Stevie B eins og gárungarnir kalla hann) hefði skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið. Klopp er þar með að verðlauna strákinn fyrir framgöngu sína undanfarnar vikur og mánuði, og þessi nýji samningur er fyllilega verðskuldaður.

Ef við hefðum spurt fyrir ári síðan “Hvaða leikmaður U18 eða U21 heldur þú að verði næsti leikmaður til að byrja deildarleik með aðalliðinu?” þá stórefast ég um að margir hefðu merkt við Bajcetic. Fyrir ári síðan var hann rétt svo búinn að vera ár hjá klúbbnum, og þá eingöngu spilað með U18. Ég hugsa að flestir hefðu líklega nefnt Kaide Gordon, mögulega leikmenn eins og Balagizi, hugsanlega einhver hent í Musialowski. Owen Beck og Conor Bradley hefðu sjálfsagt fengið nokkur atkvæði. Jafnvel Cannonier.

Þetta sýnir því hvað þessi framganga kjúklinganna okkar er ófyrirsjáanleg. Leikmenn sem eru á allra vörum og líta út fyrir að vera alveg að springa út geta auðveldlega fengið vaxtarverki í heilt ár (eins og Kaide Gordon), nú eða einfaldlega rekist á einhvern vegg og aldrei stigið upp úr því að vera efnilegir (eins og virðist vera að gerast með Musialowski). Við sjáum þetta með markmennina, fyrir ekkert svo löngu síðan þótti Kamil Grabara vera lang mesta efnið meðal kjúklinganna okkar, Kelleher var vissulega ekkert langt undan, en klárlega meira talað um Grabara. Við sjáum hvernig þeir eru í dag, Kelleher er núna sá markvörður sem hefur unnið flestar vítakeppnir í sögu klúbbsins. Geri aðrir betur.

Eftir þessa lýsingu á því hvað það er geðveikislega erfitt að spá fyrir um þessa hluti, þá skulum við leggja spurninguna hér að ofan fyrir ykkur, lesendur góðir:

Hvaða leikmaður U18 eða U21 heldur þú að verði næsti leikmaður til að byrja deildarleik með aðalliðinu?

Endilega hendið ykkar ágiskun í athugasemdir við færsluna, og megið alveg setja rökstuðning með ef þið eigið slíkan í handraðanum. Hér má nefna alla leikmenn U21 og U18, hvort sem þeir spila með Liverpool í dag eða eru á láni. Einnig má svara “Einhver sem er ekki hjá klúbbnum”, því sá möguleiki er að sjálfsögðu fyrir hendi. Athugið að bikarleikir teljast ekki með, enda mun algengara að leikmenn fái tækifæri þar án þess nokkurntímann að eiga séns á að spila í deildinni. Rétt svar kemur í ljós um leið og einhver nýr leikmaður úr akademíunni byrjar deildarleik. Hvenær það verður er svo ógjörningur að segja, en ég ætla þó að spá því að það gerist á meðan Klopp stýrir klúbbnum.

17 Comments

 1. Og bara til að árétta: hér er spurt um næsta akademíuleikmann sem mun byrja deildarleik – og hefur ekki gert það nú þegar. Þannig eru því Trent, Curtis, Kelleher og Bajcetic allir dottnir úr púllíunni.

 2. Það áttu að fara inn broskallar hjá mér, en þeir urðu að asnalegum spurningamerkjum.

  1
 3. Fyrst þyrfti maður nú eiginlega að vita HVERJIR eru í þessum ungmennaliðum. Ertu ekki til í að henda inn lista handa okkur, Daníel?

 4. Þetta fer svolítið eftir því hvort Kelleher verður seldur í sumar eða ekki. Án hans þarf að taka inn ungan markmann í hópinn og þá sennilega Marcelo Pitaluga ef hann verður búinn að ná sér af meiðslum.

  Annars skýt ég á útileikmenn: Miðjumanninn Tyler Morton, hægri vængmanninn Conor Bradley eða framherjann Fidel O’Rourke, þó ekki væri nema út af fornafninu.

  1
 5. Það er nú svosem ekki stórmál að kíkja hingað inn:

  https://www.liverpoolfc.com/team/academy

  En fyrir þá sem tíma ekki að fara af kop.is síðunni (og ég skil það bara mjög vel!), þá er hér listinn:

  Markverðir:
  ============
  Oscar Kelly
  Jakub Ojrzynski
  Fabian Mrozek
  Harvey Davies
  Liam Hughes
  Luke Hewitson
  Nathan Morana
  Marcelo Pitaluga (á láni)
  Vitezslav Jaros (á láni)

  Varnarmenn:
  =============
  Billy Koumetio
  Owen Beck
  James Norris
  Lee Jonas
  Luke Chambers
  Charlie Hayes-Green
  Calum Scanlon
  Terence Miles
  Niall Osborne
  Wellity Lucky
  Kerron Samuels
  Josh Davidson
  Nathan Giblin
  Francis Gyimah
  Oludare Olufunwa
  Adam Lewis (á láni)
  Jarell Quansah (á láni)
  Anderson Arroyo (á láni)
  Conor Bradley (á láni)

  Miðjumenn:
  ==============
  Matteo Ritaccio
  Tom Hill
  Dominic Corness
  Melkamu Frauendorf
  Luca Stephenson
  James Balagizi
  James McConnell
  Isaac Mabaya
  Tommy Pilling
  Michael Laffey
  Cody Pennington
  Kyle Kelly
  Leighton Clarkson (á láni)
  Tyler Morton (á láni)

  Framherjar:
  ==================
  Fidel O’Rourke
  Layton Stewart
  Max Woltman
  Harvey Blair
  Oakley Cannonier
  Mateusz Musialowski
  Kaide Gordon
  Iwan Roberts
  Bobby Clark
  Ben Doak
  Ranel Young
  Trent Kone-Doherty
  Lewis Koumas
  Keyrol Figueroa
  Jayden Danns
  Elijah Gift
  Paul Glatzel (á láni)
  Jack Bearne (á láni)

  Augljóslega fullt af leikmönnum á þessum lista sem hafa byrjað bikarleiki, eða komið inná í deildinni, en endilega leiðréttið mig ef þið munið eftir deildarleik sem einhver þeirra byrjaði.

  4
  • Þetta er svo stór listi að ég fæ valkvíða og segi bara pass.

   YNWA.

   • Jordan Pass? Já ég sé að ég hef gleymt honum í upptalningunni.

    6
 6. Nú er að vona að hann spili ekki eins og Elliot og Jones byrjuðu að spila þegar þeir fengu sínu risa samninga, en hef trú á að hann sé betri en þeir.
  The season’s back on! Get in!

  4
 7. Nokkuð viss um að þessari spurningu hafi verið velt upp fyrir um ári síðan og þá var Kadie Gordon klárlega líklegastur, eðlilega og miðað við meiðslavandræði Liverpool núna og innkomu hans í aðalliðið væri hann líklega nú þegar búinn að spila ef hann hefði ekki lent í…skoðar glósur… vaxtaverkjum!!

  Ef að Ben Doak byrjar ekki deildarleik það sem eftir lifir tímabils sé ég Tyler Morton klárlega koma aftur inn í hópinn hjá Liverpool í sumar. Hann var flottur og þegar hann fékk séns á síðasta tímabili og fékk töluvert traust hjá Klopp. Hann er að fá góða reynslu núna á hærra leveli en aðrir á þessum lista eru að gera og spilar stöðu þar sem líklegast er að verði tækifæri hjá Liverpool. Það segir hinsvegar það sem þarf um miðjuna hjá Liverpool í fyrra að Morton var að byrja leiki, m.a. í Meistaradeildinni og að núna sé Bajcetic að byrja leiki. Ungir leikmenn þurfa oft heppni líka til að fá sénsinn og miðjumenn Liverpool eru heldur betur að gefa færi á sér. Alexander-Arnold var ekkert mikið í umræðunni fyrr en Clyne og Gomez meiddust alvarlega. Clyne hafði nánast ekki misst úr leik fram að því.

  Ben Doak er svo farinn að banka nú þegar þrátt fyrir að vera max 11 ára. Það er rosalegur kraftur í þessum strák og hann minnir á svona Owen / Sterling innkomur þegar þeir voru á svipuðum aldri. Vonandi lendur hann ekki í svipuðu og Gordon þó það virðist vera lögmál hjá öllum ofurefnilegum leikmönnum Liverpool að missa a.m.k. eitt tímabil úr vegna meiðsla (Elliott, Gomez, Glatzel, Stewart, Gordon…) Hann virðist vera fremstur af þeim núna en það eru ótrúlega margir gríðarlega efnilegir í akademíunni núna sem gætu alveg sprungið út frekar.

  Oakley Cannonier er t.a.m. orðin 18 ára og skrifaði undir nýjan samning í ágúst. Hann skoraði 41 mark í U18 ára á síðasta tímabili.

  Það er vonlaust að vita stöðuna á Kaide Gordon eftir meiðslin, líklega þarf hann að fara á láni eða a.m.k. komast aftur út á völlinn því hann var klárlega efstur á þessum lista í fyrra og nokkuð afgerandi.

  Bobby Clark er klárlega með gæði sem gætu þróast hratt á næstu árum. Klopp hefur augljóslega áhuga á honum.

  Billy Koumetio og Calum Scanlon voru svo með þeim efnilegri fyrir ekki svo löngu síðan.

  Trent Kone-Doherty er svo ári yngri en Doak, líka mjög hraður vængmaður og töluvert hype-aður.

  3
 8. Í minni nostalgíu þá horfði ég á meistaradeildar einvígi okkar á móti shitty tímabilið 2017-18 og til gamans þá sá ég að Liverpool er enn með 7 leikmenn í hóp í dag, en shitty 6 leikmenn !
  Ég sem hélt að breytingin væri miklu meiri hjá þeim en okkur, en þeir eru enn að berjast um titla en við ekki. Hver er skýringin ? Leikjaálag ? Nú voru Liverpool ekki með eins marga leikmenn á HM, m.a.s. Brighton voru með fleiri leikmenn þar en LFC, samt léku þeir sér að okkur.
  Er málið hjá okkur bara andlegt ? Þarf Jóhann Inga á þá ?
  Hvað þessa stubba í vara eða unglingaliði okkar varðar þá er ENGIN þeirra lausn okkar núna. Við þurfum KLASSA MIÐJUMENN ! en því miður fáum við þá ekki í janúar, meðan chelsea kaupir og kaupir og kaupir og fara á skjön við FFP reglurnar áður en þeim verður breytt. Af hverju í andsk erum við þá ekki að gera það líka ? ? ? ? ÖLL lið í topp 10 eru að styrkja sig, mun meira en LFC.

  Og BEN DOAK er málið, en því miður er brighton of sterkt fyrir stórveldið LIVERPOOL í dag. Þeir eyða ekki fúlgum í leikmenn. Það er ekki alltaf málið.

  2

Liverpool eftir 19 leiki í deild.

Brighton and Hove Albion í bikarnum