8 liða úrslit í Continental bikarnum hjá stelpunum – West Ham mæta

Ekki náðist að spila nema örfáar mínútur á sunnudaginn, en það er allt útlit fyrir að stelpurnar okkar nái að spila leikinn gegn West Ham í 8 liða úrslitum í Continental bikarnum núna kl. 19:30 á Prenton Park. A.m.k. var ekkert auglýst með “pitch inspection” fyrir leikinn. Þær urðu í 2. sæti í sínum riðli á eftir City, en nokkur lið í 2. sæti í sínum riðlum með besta markahlutfallið komust áfram, og okkar konur voru þar á meðal.

Smá breyting á liðinu, og Matt Beard virðist vera að svissa yfir í 4-3-3:

Kirby

Koivisto – Fahey – Bonner – Hinds

Kearns – Nagano – Holland

Lawley – Stengel – Daniels

Bekkur: Laws, Robe, Campbell, Matthews, Furness, Lundgaard, Humphrey, Taylor

Fyrsti leikurinn hjá Faye Kirby í byrjunarliði, verður gaman að sjá hvernig hún mun pluma sig. Annars líklega bara okkar sterkasta lið, þó það megi reyndar örugglega færa rök fyrir því að Furness t.d. gæti verið þar líka. Kostirnir á miðjunni eru a.m.k. orðnir allnokkrir.

Leikurinn verður sýndur á The FA Player, og merkilegt nokk virðist ekki þurfa VPN til Englands!

Það væri nú ekki leiðinlegt ef stelpunum okkar tækist að komast í undanúrslitin…

KOMA SVO!!!

3 Comments

    • Sammála, þetta var algjör óþarfi hjá henni. Ekki það að ég vil Dagnýju allt hið besta, og ég fagna því mjög að hún sé ekki bara að spila fyrir það lið sem hún hefur haldið með frá barnæsku, heldur sé líka fyrirliði! En hún hefði alveg mátt sleppa þessu.

      1

Gullkastið – Janúar!

Liverpool eftir 19 leiki í deild.