Dregið í Meistaradeildinni

Riðill A:
Ajax
Liverpool
Napoli
Rangers


Núna kl. 16 hófst athöfn þar sem dregið verður í riðlakeppnina í Meistaradeildina 2022-2023. Reikna má með að niðurstaðan verði ljós svona upp úr miðnætti.

Hægt er að sjá athöfnina hér, og við uppfærum færsluna eftir því sem þetta skýrist allt.

16 Comments

  1. Þegar liðið sjálft kemur úr sumarfríi má skoða það hvar þeir verða. Það mætti draga upp dagsetningu hvenær það verður.

    2
  2. Ef ekki verða keyptir miðjumenn þá förum við aldrei áfram úr þessum riðli.

    1
  3. Frábær lið í þessum riðli….Rangers-Liverpool verður áhugavert

    4
  4. Fisléttur riðill, minnir svona riðil sem Utd dregst yfirleitt í. Í fyrra fengum við þungan riðil en auðveldari lið í útsláttarkeppninni ef ég man rétt. Snýst þetta við í ár? Er allavega strax kominn með hugann við 16-liða úrslitin.

    2
  5. Finnst þessi riðill ekkert svakalega sterkur. Höfum oft verið í sterkari. Miðað við spilamennsku undanfarið verður þetta mjög erfitt en þó ekki óyfirstíganlegt.

    2
  6. Fínn riðill hef ekki yfir neinu að kvarta lið sem má samt ekki vanmeta.

    1
  7. Höfum ekkert að gera í þessa keppni með þennan meiðsla lista og þessa meiðsla Pésa
    .
    Menn höfðu áhyggjur af t.d konante og hans meiðsla sögu. Og viti menn strax meiddur og það á undirbúnings tímabili

    1
    • Hefur liðið ekkert að gera í þessa keppni ?? Á liðið þá bara að sleppa því að taka þátt ? Bara sleppa því að mæta í fyrsta leik ?

      Hverskonar rugl komment er þetta ?

      8
  8. Allt skemmtileg lið og góðir vellir með stemningu. Líst vel á þetta.

    6
  9. Miðað við hvernig Liverpool byrjar þetta tímabil að þá er þetta bara nokkuð sterkur riðill!

    2
    • Verður riðillinn sterkari af því Liverpool er að byrja sísonið illa ?

      Verður hann ekki veikari ef eitt liðið verður lélegra ? Hin liðin verða ekkert sterkari þó Liverpool hafi spilað illa í síðustu leikjum.

      3
      • Hin liðin eru pottþétt drullusátt með að hafa dregist á móti þessu glataða Liverpool liði. Þau lita öll á þetta sem 6 örugg stig. Meiðslalistinn er bara þannig.

        3
  10. Liverpool fer alltaf áfram úr þessum riðli það er nú bara þannig ?

    2
  11. hlakka til að hinn sífyndni brandari um að Ben Davies sé ekki til, skjóti aftur upp kollinum í kjölfar Rangers leikjanna.

    2
  12. Mér finnst þetta flottur riðill. Ajax spilar skemmtilegan fótbolta og þeir leikir gætu verið einhver veisla. Rangers verður líka mikil stemming. Mögulega verður Napoli erfiðast bitinn, sérstaklega útileikurinn.

    Ótrúlegt að lesa mörg neikvæð ummæli um þetta lið sem hefur verið að spila algerlega geggjaðan bolta undanfarin ár, spilað hvern einasta leik sem í boði var á síðasta tímabili og fór í alla úrslitaleiki sem hægt var að komast í. Unnu sömuleiðis alla leiki í þessum sk dauðariðli í CL. Núna er klárlega krísa sökum meiðsla meðal annars og liðið ekki líkt því sem maður á að venjast og bendir margt til þess að ekki verði um sömu velgengni að ræða og á síðasta tímabili. Mér finnst ég ekki eiga neina heimtingu á að það muni alltaf allt ganga vel og það verði aldrei neitt vesen. Við erum með einn besta manager sem í boði er í boltanum í dag og mér finnst líklegt að hann muni vinna vinnuna sína núna eins og áður og að liðið muni komast í gegnum þetta krísu tímabil. Maðurinn náði þriðja sætinu með Nat Phillips og Rhys Williams for fucks sake. Auðvitað vilja allir fá ný signings og að það séu keyptir spennandi leikmenn en það virðast bæði vera meiri hömlur á eyðslu og að Klopp vill ekki kaupa bara til að kaupa. En það er einmitt lið í næsta nágrenni sem virðist búa við minni hömlur og hafa verið duglegir að kaupa stór nöfn á mikin pening. Allir rosa spenntir að fá nýja leikmenn en gengið er samt bara niður á við. Hefðu menn t.d. viljað kaupa þrítugan Casemiro á 60 mills og setja á risa launapakka? Hefði það bætt spilamennskuna og móralinn í hópnum? Kannski, kannski ekki.

    5

Gullkastið – Bring Back The Mentality Monsters

Spá Kop.is – síðari hluti