Gullkastið – Aftur á sigurbraut

Liverpool liðið sem við þekkjum og elskum sneri aftur gegn Bournemouth en það skyggði aðeins á helgina að City sparkaði Sarri-boltanum út í hafsauga. Liverpool er annars komið í smá pásu og því völdum við í gamni okkar besta byrjunarlið Liverpool skipað leikmönnum sem við höfum séð live. Útvarpsmaðurinn og poppfræðingurinn Kjartan Guðmundsson var með okkur en kappinn sá hefur m.a. búið í Liverpool borg.

00:00 – Bournemouth leikurinn
28:20 – Vinnur Man City rest?
37:55 – Sæti Sarri Sjóðandi?
42:50 – Spurs eru eins og kakkalakkar
49:00 – Bestu byrjunarlið Liverpool sem við höfum séð live

Stjórnandi: Einar
Viðmælendur: SSteinn, Maggi og Kjartan Guðmundsson fjölmiðlamaður.

MP3: Þáttur 227

Besta byrjunarlið Liverpool sem við höfum séð live:

4 Comments

  1. Sælir félagar

    Takk fyrir þáttinn sem var öðruvísi en venjulega en því ekki það. Gott að breyta til. Ég tók eftir því að enginn minntist á King Kenny Dalglish þegar verið var að velja besta lið Liverpool í gær. Þó enginn af þatttakendur hafi séð hann “live” þá er ótrúlegt að enginn minnist þessa galdramanns sem er ein af þremur, fjórum bestu leikmönnum Liverpool fyrr og síðar. Svo var hann magnaður stjóri líka. Annars bara góður 🙂

    Það er nú þannig

    YNWA

  2. Það er nú ekki allskostar rétt hjá þér Sigkarl, því Kjartan talaði um hann og var einnig með hann í liðinu sínu, enda sá hann King Kenny Live.

  3. Svosem ekkert ótrúlegt að við sem ekki sáum hann ekki live minnust ekki á hann þegar við erum að raða upp besta byrjunarliði leikmanna sem við sáum spila með berum augum! 🙂

  4. Sælir félagar

    Afsakaðu SSteinn fór framhjá mér. Einar, ég var bara hissa á að bærist ekki í tal, ekki að hann væri ekki í liði. En SSteinn er búinn að leiðrétta mig svo þetta er allt í góðu.

    Það er nú þannig

    YNWA

Kvennaliðið tekur á móti MK Dons í bikarnum

Klopp ákærður