Verður Borini fyrstur inn?

BoriniBBC slá því upp á sinni síðu í dag að Liverpool séu nálægt því að landa Fabio Borini frá Roma.

Borini er 21 árs gamall ítalskur framherji. Hann var í ítalska hópnum á EM, en spilaði engan leik. Hann spilaði 24 leiki fyrir Roma á síðasta tímabili og skoraði í þeim 9 mörk. Hann var næst markahæstur í Roma liðinu og í 20. sæti yfir markahæstu leikmenn í Serie A á síðasta tímabili.

Borini var á mála hjá Chelsea í nokkur ár og þar kynntist Brendan Rodgers honum og svo spilaði hann fyrir Rodgers hjá Swansea þar sem hann skoraði 6 mörk í 9 leikjum.

Það er alveg ljóst að Borini er ekki að fara að labba inní þetta Liverpool lið framhjá mönnum einsog Carroll og Suarez, en hann er ungur, efnilegur, þekkir Rodgers og kemur á um 8 milljónir punda. Á pappírnum hljómar það allavegana vel og hann mun án efa styrkja hópinn þar sem okkur vantar klárlega góða framherja.

191 Comments

 1. Í mörg ár hefur vantað breidd í sóknarlínuna og því er frábært að fá sóknarmann, hvort sem hann er hugsaður í byrjunarliðið eða sem backup.
  Þar að auki þekkir Rodgers til hans og Borini ætti að þekkja fótboltann sem hann vill spila. Ef Brendan Rodgers vill fá hann til Liverpool þá treysti ég honum 100%. Spennandi framherji sem er eflaust afar ákveðinn í að sanna sig og þarf ekki að spila undir pressunni að hafa kostað einhverja fáránlega fjárhæð. Hljómar bara ágætlega.

 2. Myndi frekar giska á að við séum að klára Clint Dempsey svona kortéri fyrir Ameríkutúr, ef satt reynist þá er sterk gubbulykt af því, þó svo Dempsey sé fínn leikmaður…

 3. Carrol
  suarez borini
  J.Cole!!!
  lucas gerrard
  enrique agger skrtel glenda
  pepe

  hljómar ágætlega verð ég að segja eeen hvað veit ég.

 4. Helvíti traustir miðlar sem taka undir þetta Borini mál svo að svei mér þá ég held maður geti farið að velta þessu almennilega fyrir sér.

  Það sem ég hef séð af þessum strák er að þetta er senter sem liggur í öftustu varnarlínu, mjög duglegur að hlaupa undir línurnar og klókur klárari. Orðinn ítalskur landsliðsmaður frekar ungur og töluvert mikið efni. Ef ég ætti að líkja honum við einhvern senter þá væri það Van Nistelrooy nokkur, þó með meiri tækni.

  Fínt mál, en ennþá erum við að eltast við unga leikmenn sem vissulega geta náð langt. Vona enn að við náum í reyndan leikmann sem er kominn lengra á veginn en Borini og aðrir ungir sem verið er að tengja við okkur núna.

  Dempsey óvart á lfc.tv er skrýtið að mörgu leyti og ég held að FSG langi mikið í amerískan leikmann. Af þeim er Dempsey bestur og það væri afar lógískt að hafa hann um borð fyrir túr.

  Sjáum til, en Borini virðist nálægt því að vera kominn. Þegar sá verður búinn að skrifa undir og veifa treflinum tökum við almennilega á stráknum…

 5. Borini væru góð kaup á þessum tíma, ungur,efnilegur og nógu góður í backup.

  Annars þá skil ég ekki afhverju mönnum finnst Dempsey ekki nógu sterkur til að breikka hópinn og þar að segja góð kaup..

  Hann nefnilega er góður á boltanum, hefur góðan leikskilning og kæmi mér ekki á óvart að hann myndi passa inní spilið hjá BR. Svo er eins og menn sögðu hér að ofan ekki vitlaust að kaupa ameríkana fyrir túrinn og er hann jú bestur af þeim (Fyrir utan Landon Donovan) 😉

  En þá myndi ég sjá hann fyrir mér fylla í skarð Kuyt.

 6. Jæja, Borini ! Dempsey ! Ekki eru þetta nú nöfnin sem BR átti við þegar hann sagði að aðdáendur LFC yrðu mjög spenntir fyrir alla vega einum leikmanni sem hann væri að vinna í að fá til liðsins. Vonandi góður fyrir framtíðina. Hann verður vonandi fyrsti Ítalski leikmaðurinn hjá Liverpool sem slær í gegn.

  Ég verð að segja að scum eru sniðugir, þeir passa sig á að vera allavega með einn Asíu leikmann í hóp. Það ætti að tryggja þeim góðan pening frá Asíu, í markaðsmálum, sölu á treyjum og fleiru. Þetta er það sem Liverpool á pottþétt að gera, held að þeir séu að vinna í þessu með að fá Dempsey varðandi Ameríkumarkað.

  YNWA

 7. Á hvaða deild voru menn að horfa í fyrra? Demspey var með betri mönnum þessarar ensku deildar og var algjör yfirburða maður i þessu Fulham liði. Miðað við frammistöður í fyrra, þá labbar hann inn í byrjunarliðið hjá okkur!

  Ég fagna því allavega ef hann skrifar undir!

 8. Clint Dempsey, yfirburðamaður í Fulham og allt það.

  Ég finn sterka Charlie Adam lykt af þessu.

  Hann gæti þó verið sniðug kaup upp á markaðsetningu í USA að gera, ásamt því að geta verið hinn fínasti squad player – eigum þó meira en nóg af þeim.

 9. Clint Dempsey, yfirburðamaður í Fulham og allt það.

  Ég finn sterka Charlie Adam lykt af þessu……
  dempsey er búinn að eiga 2-3mmjög góð tímabil, yrði meira en sáttur við að fá hann til okkar þarsem að hann getur leyst margar stöður á vellinum.. og man ekki betur en hann hefur klárað okkar elskulega lið nokkrum sinnum.. heheh og arsenal og ef ekki fleiri af stóru liðunum.. þannig að eitt stykki af amerískum amstaff í lið mitt.. 😉

 10. Smá pæling….hvernig í ósköpunum geta svona margir hérna verið svona rosalega svartsýnir og smámunasamir? Virðist vera helsta markmið sumra að finna allt Rodgers, leikmönnum, eigendum og svo auðvitað mögulegum nýjum leikmönnum allt til foráttu. Hvernig væri nú að setja á sig sumargleraugun og líta björtum augum til framtíðar? Treysta þjálfara og eigendum fyrir þessu spennandi verkefni og styðja þá með öllum ráðum. Því…ef við Púllarar erum ekki bjartsýnir…hvað erum við þá?

  Kveðja, Gunnar

 11. Borini virðist mjög efnilegur leikmaður. Ef hann er nógu góður til að Prandelli velji hann í landsliðið og ef hann er nógu góður til að Brendan vilji hann er hann nógu góður fyrir mig.

  Ég hef meiri áhyggjur af ítalska mentalítetinu fremur en fótboltahæfileikunum. Þótt ég beri djúpa virðingu fyrir Ítalíu, menningu þeirra og lífsháttum þá er einn skemmtilegur veikleiki á Ítölum. Ég tala af smá reynslu þar sem ég dvaldi í Perugia sem háskólaskiptinemi í eina tíð. Þetta eru svakalegir mömmudrengir upp til hópa og fljótir að væla af söknuði eftir mömmu og la famiglia. Ég hlýt að velta fyrir mér hvernig Borini aðlagast lífinu í Liverpool. Kannski flyst Mama Borini bara með til annast litla drenginn sinn?

  Annars bara pós á þetta. Brendan þekkir auðvitað sinn mann en ítalskur Scouser er ekki það fyrsta sem mér dettur í hug.

 12. Guderian, það vinnur reyndar með honum (ef einhver fótur er fyrir orðrómi þeim að hann sé að koma) að hann hefur búið á Englandi, kom þangað ungur til Chelsea og hefur svo spilað í Wales, þannig að hann veit alveg út á hvað þetta snýst og er væntanlega ekki með neina gríðarlega heimþrá ef hann kýs að fara aftur til Englands eftir tiltölulega stutta veru á Ítalíu.

 13. http://en.wikipedia.org/wiki/Paul_Konchesky
  Þessi ágæti maður kom til LFC eftir að hafa átt mjög gott tímabil (og nokkur ágæt þar áður) með Fulham. Við vitum öll hvernig LFC ferillinn hans endaði.

  Ég vill ekki sjá Dempsey! Þó að hann sé búinn að vera góður hjá Fulham þá er ekkert öruggt að hann verði það hjá LFC líka (en hann gæti líka orðið big hit). En hann er bara orðinn of gamall að mínu mati. Yrði sennilega ekkert meira en squad player held ég.

  Djöfull er ég samt hrikalega svekktur ef LFC ætlar ekki að krækja í G. Ramirez. Ég myndi frekar veðja mínum pening á hann en Dempsey, mér er alveg sama þó það sé töluverður verð munur á þeim. Það er líka 7 ára aldurs munur!

 14. @SSteinn

  Jamm, ég veit. Er eiginlega bara að djóka hálfpartinn. Hvarflar ekki að mér að Brendan þekki ekki hugarfar leikmannsins. Borini gæti líka stabiliserað Aquilani og ég sé ekkert nema hamingju við dílinn fari svo að hann gangi í gegn.

 15. Dempsey er búinn að spila í 6 ár ! í PL , CA var one season wonder.. Ef menn sjá ekki muninn þarna á milli þá þurfa þeir aðeins að fara að hugsa sinn gang. Slakasta heila tímabil Dempseys í markaskorun á þessum tíma eru 6 mörk í 36 leikjum, og hann meiðist mjög sjaldan, spilaði minnst 29 leiki 09-10. 184 leiki í PL og 50 mörk, alls ekki slæm statík, fanta leikmaður og ekki slæmur kostur miðað við budget-ið sem liðið hefur í dag

 16. Hvernig eiga enskir fjölmiðlar að hafa frekar rétt fyrir sér þessa vikuna heldur en síðustu. Eftir fréttamannafund blossar upp staðhæfingar enskra um að hinn og þessi sé að koma og eftir stendur Liverpool-fjölmenni sem lætur sig dreyma. Samt skaut BR blaðamenn alveg í kaf með það að það sem LFC er að gera er innan þeirra veggja. Leyfi mér að vera Reganar Reykás núna og efast um allt sem sagt er. Twitter-pressan er farin að stjórna því hver er (alveg-)að koma þá og þá stundina og allt sem er hægt að “fóto-sjoppa” er fóto-sjoppað sbr. Dempsey sem er yfir 27 ára viðmiðunaraldri stjórnarinnar. Efast um allt þar til undirskriftin er komin. .

 17. 17 mörk í 37 leikjum í deild. 3 mörk í 2 bikarleikjum. 3 í 7 landsleikjum.

  46 leikir – 23 mörk.

  Ætti að fást frekar ódýrt og myndi selja heilan helvítis helling af treyjum í USA. Af hverju ekki?

 18. Það er kannski borin von að fá eina stjörnu en hef samt góða tilfinningu fyrir því að á laugardaginn komi ein sem ég fæ í brúðkaupsgjöf frá mínu FALLEGA FÉLAGI 🙂
  Ég var í Perugia líka og jesus hvað mömmurnar ráða hahaha leigði hjá einni í smá tíma ( ég var 23 ára) og ég mátti ekki koma með stelpu heim og enga heimsókn kl 22 haha , var fljótur að redda mér íbúð TAKK FYRIR 🙂
  Njótið þess að vera til og ég hlakka til að eyða vetrinum með ykkur enda hin besti félagsskapur 🙂

 19. Kristján #22 Til hamingju með laugardaginn og hnapphelduna! Og mundu, eftir þann góða dag færðu ALLS EKKI neinar stelpur í heimsókn!! :O)

 20. Það hljómar bara nokkuð spennandi að fá Fabio Borini til liðs við félagið. Rodgers hefur mikið talað um kollinn á leikmönnum og hann vilji að hann sé í 100% standi. Borini er leikmaður sem Rodgers þekkir og er hrifinn af hugarfari hans.

  Ungur, með fína yfirferð, duglegur að bakka, ágætis finishing og þekkir til aðferðafræði þjálfarans. Fínn díll fyrir <10m, vonandi bara að hann standi sig 🙂

  Ég fór að reyna að grafa upp hvað í ósköpunum sé í gangi með þetta undarlega fagn hans og þetta er það sem ég fann á redandwhitekop spjallinu:

  His celebration comes from an Italian saying “knife between the teeth” apparently. It’s an expression to show how hungry you are to achieve your goals.

  Quote from him:

  “I’ve been planning that celebration for a long time,” declared
  Borini. “In Italy it means you’ve got the knife between your teeth.

  “When you want to achieve something so badly that you are angry to reach your goals, you put the knife between your teeth.
  “That’s what I was trying to show by putting the side of my hand in my mouth.”

  So there we go, it’s not some kind of salute to the third reich or anything.

 21. Ég fylgdist með Swansea þegar Brendan Rodgers tók við þeim í Championship deildinni þar sem þeir byrjuðu að spila þennan frábæra fótbolta og horfði á annan hvern leik með þeim þegar ég hafði tíma og á þessum tíma var Fabio Borini einmitt láni hjá þeim og eftir að ég hofði á þessa leiki þá get ég sagt þetta um hann – Hann er virkilega efnilegur, getur hlupið endalaust og kann að klára færin sín hann er kannski sá allra besti í bransanum en hann leggur sig allan fram þegar hann er að spila og hann er bara 21 árs var líka valinn í em hóp hjá Ítalíu og kostar bara 8m svo mér lýst bara mjög vel á þessi kaup.

 22. Mér líst vel á Borini..alveg þrælvel. Skil þó ekki alveg þessa samlíkingu við Kuyt.

  Dempsey er væntanlega fín viðbót. En ef hann verður keyptur á 6 milljónir plús þá hlýtur það samt að vera gegn þessari Moneyball-stefnu sem á víst að vera við lýði hjá klúbbnum…það mun lítið fást fyrir hann seinna því kappinn verður 30 ára í mars, eftir rúmt hálft ár. En ef hann getur komið og spilað vel í 3-4 ár, skorað fullt af mörkum og fjármagnað leikmannakaup með treyjusölum í USA þá er þetta kannski ekki svo vitlaust?

 23. Hvað segja menn um þær fréttir að ef Borini komi þá fari Carroll eitthvert á láni?

 24. 28.

  Carroll hefur sína kosti, er ungur og getur bætt sig. En þegar önnur snerting hans er undantekningarlaust tækling, þá sé ég hann ekki fitta inní tiki-taka.

 25. Ég get eiginlega ekki hugsað til þess að Carroll verði sendur í lán eða seldur fyrir miklu minni upphæð en hann var keyptur fyrir. Ef hann verður sendur í lán að þá erum við ekki að fara að fá pening sem gæti farið í annann framherja, þá erum við bara með Borini og Suarez. Þetta myndi ekki auka breiddina fram á við. En ef við seljum hann þá töpum við miklu en getum þá kannski keypt annann framherja á 10-15 mill.

  En aðal ástæðan fyrir að ég vill ekki missa hann er að hann bíður uppá svo mikla möguleika. Eins og sást með Barca á móti Chelsea í Meistaradeildinni að þá er vel hægt að stöðva þetta tiki-taka kerfi, meira að segja á móti þeim sem eru búnir að master-a það. Það sem Barca gerði í leiknum var að sækja alltaf nákvæmlega eins og reyndu að treysta á að það mynduðust opin svæði, sem gerðist svo ekki. Þarna fannst mér vanta e-n leikmann sem gæti komið með allt aðra vídd í sóknina hjá þeim.

  Þó svo að tiki-taka henti kannski ekki Carroll, að þá er hann mjög öflugt vopn til að hafa í búrinu. Ef að við myndum lenda á steindauðum leik þar sem mótherjinn er með svör við öllum okkar sóknum, að þá getur Carroll komið inn og boðið upp á allt aðra möguleika og þ.a.l. brotið upp leikinn. Hann átti þetta til í vetur.

  Mér finnst það frekar slappt af BR að (að því virðist) vera búinn að útiloka Carroll.

  Suarez – Borini – Carroll hljómar betur fyrir mér en bara Suarez – Borini.

  Dirk Kuyt & Andy Carroll út og Fabio Borini & Clint Dempsey inn? Ekki alveg það sem ég hafði ímyndað eða óskað mér í sumar……

 26. Ef að Carroll hentar ekki inní þá taktík sem Liverpool hyggst spila á næstu árum þá er hvorki honum né Liverpool gerður nokkur greiði með því að halda honum hjá félaginu. Þá eru tveir valkostir í stöðunni þ.e. að lána hann út eða selja hann. Ég ætla ekki að dæma um það hvort hann eigi að fara eða vera en ég á erfitt með að sjá hann fyrir mér í leikstíl sem byggir á miklum hraða og krefst stöðugra hreyfinga boltalausra manna. Hann á skilið að sanna sig og e.t.v. tekst Rodgers að finna honum hlutverk í liðinu, þó ekki væri nema í miðverðinum 🙂

 27. Vonandi verður Carroll ekki lánaður. Höfum verið að lána frá okkur öfluga menn einsog Joe Cole og Alberto Aquilani. Og þurft að burðast með Jay Spearing í staðinn.
  Hvernig væri að hafa smá breidd?

 28. Erum við í alvörunni að fara að kaupa mann sem skoraði 9. mörk í Serie A og var í tuttugasta sæti yfir markahæstu menn deildarinnar.
  Ég veit ekki með ykkur. En ég furða mig ekki á því að klúbburinn sé ljósárum á eftir keppinautum sínum.

 29. Ég hef fulla trú á Clint Dempsey þar sem hann hefur alltaf verið sá leikmaður Fulham sem ég hef hræðst mest þegar við spilum við þá. Ég er mun smeikari við þennan Borini sem ég veit lítið um . Vonandi verður hann góður fyrir okkar lið og vonandi fara þeir nú ekki að láta Caroll fara í láni til AC Milan það hefur ekki reynst neitt rosalega vel að lána menn þangað allavega hækka þeir ekki í verði þar.

 30. Ég skil vel að menn séu að reyna að vera bjartsýnir, þ.m.t. þeir góðu drengir sem stjórna þessari frábæru síðu. Það er nefnilega svo miklu skemmtilegra að vera bjartsýnn og jákvæður.

  Hins vegar verð ég að vera sammála mörgum hérna sem skilja ekkert í þessari stefnu og finnst liðið vera að keyra á vegi meðalmennskunnar.

  Ég held að við séum allir sammála um að það þurfi að styrkja leikmannahópinn nokkuð duglega ef liðið á að berjast um 1.-4. sæti.

  Hafa ber í huga að við erum búnir að missa Dirk Kuyt úr hópnum og mögulega, líklega, sennilega, munum við missa fleiri leikmenn, og þá líklegast Aquilani, Cole, Maxi, Spearing eða jafnvel sjálfan Big Andy Carroll.

  Því spyr ég: Sjá menn það fyrir sér að hópurinn muni styrkjast duglega við komu manna eins og Borini og/eða Dempsey? Geta menn svarað því játandi – og verið samkvæmir sjálfum sér?

 31. Vil benda wonderkid á að Chelsea tókst ekki að stöðva neitt hjá Barcelona. Að Chelsea skyldi komast áfram er líklega mesta grís hjá einu liði í sögu meistaradeildarinnar og flestir hljóta að vera sammála um það. Síðan eru allir að tala um að Chelsea hafi átt þetta skilið o.s.frv. sem er auðvitað svakalega bull.

  Mér finnst reyndar magnað hvað menn týna sér oft í umræðunni og þá ekki síst íþróttafréttamenn. Eftir EM töluðu allir um hversu sanngjarnt það hefði verið að Spánverjar hefðu unnið og allt það. Greinilega allir búnir að gleyma því að Spánverjar voru mjög heppnir á móti Króötum í undakeppninni og hefðu auðveldlega getað fallið út – fóru í vító á móti Portúgölum eftir leik sem þeir voru ekkert sérstakir í – voru ekki betri á móti Ítölum í fyrsta leik keppninnar en sýndu síðan sparihliðarnar í síðasta leiknum sem var reyndar frábær. Í þeim leik voru reyndar Ítalir alveg jafn hættulegir fram að fyrsta markinu sem ræður nú oft öllu í svona leikjum.

  En komin langt út fyrir efnið. Vil hafa Carrol áfram og líst hrikalega vel á Suso í klippunni hér að ofan þó auðvitað sé enska úrvalsdeildin allt annað mál. Hann er ekkert ósvipaður Xabi Hernandez á velli og er nú ekki leiðum að líkjast.

 32. Dude #37
  Þetta er það sem ég hef verið að reyna að segja en fengið takmarkaðar undirtektir,mér finnst vera búið að selja stórum hluta stuðningsmanna Liverpool þá hugmynd að Liverpool sé bara gott miðlungslið og menn eigi bara að vera fegnir ef liðið kemst í úrslitaleik í bikar á nokkurra ára fresti og vinni titil á 5 ára fresti og sé í þessarri 5-8 sætis baráttu í deildinni.

  En þeir mega eiga það að þeir eru góðir sölumenn,allavega hefur þeim tekist vel að selja þessa hugmynd þó ég og blessunarlega nokkrir fleiri séu ekki að kaupa!!!

 33. Ef að Clint Dempsey verður keyptur á ca 6m þá verður klúbburinn búin að fá þá upphæð til baka á ca 15mín í treyjusölu þegar þeir fara í USA túrinn.
  Ættu að vera ca 150-200þ treyjur í sölu og ef að Liverpool getur ekki markaðssett kananum þetta almennilega þá eru menn ekki að vinna vinnuna sína!
  Þannig að ég held að menn ættu nú að vera alveg rólegir með að tala um að þetta sé alltof há upphæð fyrir leikmann sem á ekkert rosalega mörg ár eftir og sé ekki nógu góður til að styrkja Liverpool.

  Real Madrid voru víst ca viku að fá meirihlutan af kaupverði CR7 til baka í treyjusölu á heimsvísu.

  Tek það fram að allar tölur er ca.!!! ;o)

  Annars líst mér vel á að fá Dempsey, leikmaður sem styrkir hópinn klárlega og hefur verið seigur hjá Fulham. Horfi á hann sem leikmann inn í staðinn fyrir Kuyt út.

 34. Eru menn virkilega að fara taka Borini af lífi áður en hann hefur skrifað undir hjá liðinu, hvað þá mætt á æfingu eða spilað einn æfingaleik með félaginu?

  Það að skora 9 mörk í 24 leikjum í Seríu A er býsna gott af 21 árs leikmanni. Þar á undan skoraði hann 6 mörk í 9 leikjum í ensku fyrstu deildinni með Swansea. Leikmaðurinn er í landsliðshópi Ítala og ef hann stendur sig vel hjá Liverpool á hann bara eftir að hækka í verði. Það að tala um metnaðarleysi að fá til sín 21 árs ítalskan landsliðsmann er með ólíkindum. Væri eitthvað skárra að fá hann ef hann væri íslenskur?

  Hvenær ætla menn að komast niður á jörðina og átta sig á því að Liverpool er ekki í þeirri stöðu í dag að geta náð í 30-50 milljón punda leikmenn án þess að selja frá sér leikmenn í svipuðum verðflokki (ef þeir eru til hjá félaginu í dag). Verkefni Liverpool er hins vegar að koma sér í þá stöðu að geta keppt um slíka leikmenn og slíkt gerist í smá skrefum. Eitt skref að því markmiði er að komast í Meistaradeildina.

 35. Fanta góður striker, djöflst stöðugt í andstæðingnum og er mjög tekniskur og held að hann smell passi inn í plön BR. Höldum Carrol líka og höfum Suarez, Borini og Carrol fremsta, hljómar öflugt… Jon Jo búin að framlengja og hann talar um að æfingar séu skemtilegar þar sem verið er að spila boltanum en ekki stöðug hlaup og spörka fram og aftur, hljómar vel… Varðandi CD frá Fullham þá er hann bara ekki svo slæmur kostur, og eins og menn segja hér þá er að ég held krafa um það hjá eigendum að fá kana í liðið og þá er CD bara nokkuð góður kostur að ég held… Verður fróðlegt að sjá hvað gesist næstu daga…..

  Áfram LIVERPOOL… YNWA…

 36. Auðvitað vilja allir að LFC berjist um alla titla, alltaf, en ég held að menn verði að vera svolítið raunhæfir. Það eru ekki olíupeningar á Anfield en ég hef ekki séð að FSG séu sáttir með 5-8 sætið og með titil öðru hverju. Þeir segjast vilja berjast um CL sæti og eru nýbúnir að reka Kónginn þrátt fyrir að hann hafi skilað titli og verið mjög nálægt öðrum. Þeir hefðu átt að vera himinlifandi með þann árangur ef eitthvað er að marka menn hér að ofan. Þeir hafa jafnframt sagt að þeir vilji reka klúbbinn almennilega og við ættum að hafa í huga að það er ekki langt síðan klúbburinn var nánast gjaldþrota.

  Ég get svo ekki séð að það að missa Aquilani, Cole, Maxi og Spearing skaði okkur mikið. Tveir fyrstu fá reyndar sinn séns og verða partur af liðinu ef þeir standa sig. Þeir eru reyndar á mjög háum launum og því gæti verið nauðsynlegt að losa þá…þ.e.a.s. ef einhver vill þá. Hinir tveir eru lítið annað en bekkjarmatur, Spearing fær þó sennilega sinn séns en það er að mínu mati allt í lagi að losna við Maxi. Held að það sé mikið meira vit í að yngja upp og gefa strákum eins og Sterling og Suso tækifæri.

  Mér sýnist reyndar á ummælum BR að það séu til peningar til að kaupa og að hann hafi fullan stuðning frá FSG. Hann virðist vera með ákveðið plan í gangi og er bæta við mönnum sem hann telur að muni bæta liðið. Ég held reyndar að við ættum að sætta okkur við það sem fyrst að við munum ekki fylla liðið af stórum nöfnum heldur muni BR kaupa menn sem henta hans fílósófíu. Það væri að sjálfsögðu gaman að fá stórt nafn en mun ekkert gráta mig í svefn þó að það gerist ekki.

 37. Áður en allir taka Borini strax af lífi þá má til gamans geta að hann skoraði fleiri en Totti í Seria A á síðasta tímabili.

 38. Í sambandi við leikmannamálin að þá voru jú keyptir menn fyrir miklar fjárhæðir síðasta sumar en félagið losaði sig einnig við fullt af mönnum þannig að eiginleg eyðsla síðan að kanarnir tóku við er alls ekki mikil, eitthvað um 35 millj. punda ef mig minnir rétt.
  Miðað við þá leikmenn sem eru orðaðir við okkur núna eru þeir greinilega ekki að fara setja miklar fjárhæðir í leikmannamál í sumar, allavega engan veginn nóg til að halda í við þau bestu.
  Vallarmálin eru einnig algerlega í lausu lofti. Kanarnir eru búnir að tala í marga hringi um þau mál og enn virðist engin ákvörðun vera í sjónmáli. Samt virðast þeir alltaf ná að róa mannskapinn niður með einhverjum orðaskrúð sem ekkert er á bak við.
  The Liverpool way, eins og margir tala um á þessari síðu, snýr ekkert að þagmælsku í sambandi við leikmannakaup, gamlar hefðir eða að tala endalaust um hversu frábær stofnun þetta félag er. The Liverpool way kemur frá þeim tíma þar sem að enginn sætti sig við annað en það besta. það var ætlast til að klúbburinn myndi keppa um alla titla og ekkert annað kom til greina.
  Ég er búinn að halda í vonina síðan 1992 að þetta væri alveg að koma og það vantaði einungis herslumuninn upp á að við værum aftur komnir á stall með bestu félögum í evrópu. Nú er maður hins vegar að átta sig á því að þetta er ekkert að fara að gerast í bráð. Mér lýst vel á Brendan Rogers en frábær þjálfari verður að hafa frábæra leikmenn til að ná frábærum árangri.
  Held að það sé enginn vafi á því að síðan að þessir bandarísku eigendur tóku við að þá hafa þeir sagt allt það rétta en ég held því miður að þá sé langur vegur frá að þeir hafi gert allt það rétta.

 39. duncan jenkins ?@duncanjenkinsFC
  @Josh_Laff_ we (me and my ?#mole?) now believe ?#dempsey? has legs. he has offers from ?#abroad? as well as ?#lfc? but interest is not B.S.

 40. Ég er alltaf minna og minna spenntur fyrir þessu silly seoson og nánast hættur að skoða youtube myndbönd af leikmönnum sem eru linkaðir við lfc. Það er svo mikið af þessu sem er kjaftæði og ef eitthvað er líklegt þá þarf oft mikið að ganga upp svo samningar náist. Jafnvel þegar maður sem alls ekki má ræða hérna (Gylfi Þór Sigurðsson) voru gefnar 90% líkur á að skrifa undir og utd menn byrjað að óska mér til hamingju með nýja liðsmanninn sagði ég mönnum aðeins að vera rólegir. Ekkert í höfn ennþá. Um leið og heimasíða Liverpool football club tilkynnir að samningar hafi nást um nýjan leikmann þá verð ég spenntur. Þangað I don’t give a fuck….fer meira segja saman við lífsmottóið The less a give a fuck the happier I am 🙂

  eigið sólríkan dag félagar 🙂

 41. Þó ég þekki ekki til Borini og viðurkenni fúslega að ég hafi aldrei séð neitt af honum þá finnst mér hann mjög spennandi á blaði. Níu mörk í 24 leikjum sem er mark í hverjum 2,67 leik sem er flott fyrir 21 árs strák en hann var einnig næst markahæstur í Roma sem voru ekkert ofarlega í töflunni og markahærri en sjálfur Totti. 8 M punda finnst mér gífurlega vel sloppið fyrir 21 árs Ítalskan landsliðsmann.

  Dempsey er líka maður sem ég væri meira en til í að fá inn og losa okkur við Aquiliani í staðinn. Dempsey er fjölhæfur og löngu búinn að sanna gildi sitt í Ensku Úrvalsdeildinni. Væri flottur rotation leikmaður sem spilar á miðju en ef þarf þá getur hann leist út á kannt eða verið frammi sbr. eins og spánn gerði með Fabregas sem Rodgers sagði sjálfur að hann væri hrifinn af.

  Ég er allavega bjartsýnn á komandi tímabil og lýst ótrúlega vel á Brendan Rodgers.

 42. Ég ver nú bara að segja að við höfum ekk verið orðaðir við neina spenandi leikmenn enþá. Nokkra efnilega leikmen jú en engann sem a ég sé bæta liðið strax. Held að þetta verði mjög svo óspennandi sumar sem verður fylgt eftir með mjög svo döpru tímabili.

 43. Skil ekki hvað menn eru að tala um varðandi einhvern Ameríkumarkað. Það er lítill sem enginn áhugi fyrir evrópskum fótbolta og hvað þá fótbolta yfir höfuð í Bandaríkjunum. Ef Liverpool kaupir Dempsey erum við ekki að fara að sjá neinn aukinn hagnað hjá klúbbnum útaf þessum svokallaða Ameríkumarkaði eins og einhverjir vilja meina.

 44. Ef að Dempsey fæst á 5-8 millur þá sé ég bara nákvæmlega ekkert að því.
  Þetta er ótrúlega lúnkinn leikmaður með mikla reynslu og getur spilað nokkrar stöður. Eins og áður hefur komið fram þá skoraði hann 23 kvikindi á seinasta tímabili og á nóg eftir.
  Hann á kannski ekkert eftir að selja miljón treyjur en ef hann skorar 15 + mörk á næsta tímabili þá dugar það mér fínt.

 45. Ég sé ekki alveg fyrir mér einhverja svaka aukningu í treyjusölu í Bandaríkjunum vegna Dempsey. Veit ekki til þess að hann sé einhver stórstjarna í Ameríku. En hann eykur tvímælalaust breiddina í framlínunni að mínu mati og það gerir Borini líka myndi ég halda.

  Ég sé heldur ekki alveg fyrir mér að Dempsey verði keyptur bara af því að eigendurnir vilja hafa Kana í liðinu. Á bágt með að trúa því að Rodgers láti slíkt yfir sig ganga. Ef hann verður keyptur er það fyrst og fremst af því að Rodgers telur hann góða viðbót við hópinn, ekki til þess að þóknast eigendunum eða til að auka treyjusölu.

 46. Eftir Gylfa dæmið þá ætla ég ekki að tjá mig mikið fyrr en þetta verður sett á Aðalsíðuna…..

 47. Liverpool verður að fjárfesta í góðum kantmanni svo ég geti eitthvað í fifa 13!!

 48. bara að hlusta á Brendan Rodgers er snilld þessi maður býr yfir ótrúlegum sannfæringarkrafti – ímyndið ykkur þá hvernig þetta mun virka á leikmennina. Eins og hann segir ef þú vilt ekki leggja þitt að morkum fínt þá er Liverpool bara “wrong fit for you” ef maður lokar augunum er þetta í ætt við það sem Bill shankly predikaði.

 49. Jæja, hver ætli sá fyrsti verði. Persónulega vona ég að það verði annað hvort Stevan Jovetic eða Borini.

  Báðir ungir og gríðarleg efni sem lofa góðu. Ekki það samt að okkar liði vanti unga og efnilega menn því Suso og Sterling eru jú að lofa mjög góðu.

  Ég er á sömu skoðun og margir hér inná með Dempsey, held að hann yrði góð viðbót við liðið því alltaf er nú verið að tala um þessa breydd sem ekki er til staðar í hópnum hjá okkar liði en hann kæmi með svolitla vídd þangað.

  Ekki myndi ég vilja sjá Big Andy fara frá liðinu, hvorki á lán né seldan….held að hann verði bara betri og betri með tímanum!!! Væri alger vitleysa að fara að senda hann í burtu frá liðinu um leið og hann er kominn í þannig form að hann geti spilað heilu leikina…..ekki var hann það brattur í byrjun tímabils. Halda Trölla, alveg klárt mál.

  YNWA

 50. Spennandi tímar framundan. Erum að sjá allt aðra nálgun á viðfangsefnið frá BR en hjá fyrirrennurum hans. Tel að það skipti mun meira máli heldur en kaup á einhverjum ofurstjörnum. Hans verkefni er ekki síður að ná eitthvað út úr þeim mannskap sem fyrir er heldur en að kaupa inn nýja menn.

  Ekki misskilja samt, er auðvitað spenntur fyrir kaupum á nýjum mönnum en ætla ekki að missa mig strax niður í neikvæðni eins og sumir hérna. C´mon, keep the faith.

 51. Það er farið að heyrast efasemdarhljóð áður en leikmenn hafa verið kynntir til sögunnar. Það veit enginn hver labbar inn í þeta Liverpool-lið og hver verður seldur. BR hefur ekkert gefið út um neitt annað en að hann ætli að gefa leikmönnum færi á að sýna að þeir skilji leikstíl hans og spari honum pening á leikmannamarkaðnum.

  Dempsey hefur sannað að hann er fínn miðjumaður með flott auga fyrir spili og að gera mörk af miðjunni. Hann yrði klárlega fyrsti miðjumaðurinn inn í liðið miðað við síðustu leiktíð (meðtalinn Gerrard!). Borini þarf í raun bara að mæta á svæðið til að slá út Andy Carroll enda er hinn hávaxni “Northerner” ekki að fara að henta inn í leikstíl BR að mínu mati.

  Ég hef ekki gefið upp á bátinn stærri nöfn en þetta snýst samt ekki alltaf um númerastærðina á leikmanninum sem kemur inn. Þetta er fyrst og fremst spurning um að þjálfarinn geri sér grein fyrir:

  a) hvernig hann ætlar að spila; (greinilega total football!)
  b) hvað hefur hann til staðar; (sterkari heild en hjá Swansea)
  c) hvað vantar uppá; (Kemur í ljós eftir USA ferðina)
  d) kaupa það sem vantar uppá. (sama og c)

  Gefum blessuðum manninum tækifæri á að allavega byrja tímabilið.

 52. 66

  Það er ekkert undarlegt við það. Roma og Parma fóru í uppboð um hann, þannig að annað hvort liðið varðkaupa hann. Menn eru ekkert smá að tala út um rassgatið á sér hérna!

  Reyndar er hægt að fresta uppboðinu á sumum leikmönnum þó að ég veit ekki hvort það var hægt með Borini.

 53. Endilega útskýrðu þetta þá fyrir rassgatinu á mér. Hvað er ekki undarlegt í sambandi við sameiginlegt eignarhald Parma og Roma, uppboð(?!?) og sölu til þriðja liðs á sama ári?

 54. Ég hef aldrey skilið þetta dæmi á Ítalíu um sameiginlegt eignarhald á leikmanni.

 55. Þetta lið er farið að verða frekar ungt að aldri hvað 21 meðaltal

 56. Ég er öfundsjúkur út í tottenham nýi búningurinn þeirra er geggjaður gerðu samning við under armour sem eru með flottustu íþróttafötin í dag. Hefði verið meira til í þá en warrior. En erum væntanlega með betri samning. Er ekkert smá heitur fyrir Stevan Jovetic í holunni er einhver búin að heyra eitthvað um að við séum að skoða eða reyna fá hann ?

 57. Mikið fer það í taugarnar á mér þegar menn eru með frasa eins og ,,tala út úr rassgatinu” hérna. Það er ótrúleg vanvirðing við þá sem eru að tjá skoðanir sínar hér.

  Veit ekki hvort að það á að vera töff að setja inn í færslur: Hann er bara að tala út úr rassgatinu á sér, hættið að tala með rassgatinu á ykkur etc… En það hljómar eins og það er skrifað: ótrúlega dapurlegt.

  Og eftir að hafa pirrast á þessu orðbragði sem stundum er viðhaft hérna, þá ætla ég að taka undir með Ívari Erni í # 69. Hvernig er hægt að bjóða upp leikmann og selja hann svo strax á eftir? Með aðeins milljón punda hagnaði?

  Kannski eru bara fjölmiðlar að fara offari með þetta eignarhald eins og þeim hættir stundum til og Borini er að koma. Þá er það vel. Hann er einmitt leikmaður eins og mig grunar að Liverpool sé að leita eftir. Ódýr, getur bætt sig, hefur tækni og enginn annar er á eftir honum svo að verð og launakostnaður rýkur ekki upp úr öllu valdi.

  Mín tilfinning er sú að verið sé að byggja upp lið núna sem eigi að smella saman og komast á topp 4 haustið 2014, vorið 2015. Það er ekki verið að leita eftir skammtíma lausnum, heldur leikmönnum sem munu þroskast og bæta við sig.

  En hvað veit ég?

 58. 69 :

  Roma fékk Borini til liðs við sig í fyrrasumar að láni og höfðu kauprétt á honum fyrir ákveðna upphæð.

  Í janúar keypti Roma helminginn af honum og fyrra samkomulag féll úr gildi. Roma og Parma voru búin að sammælast um að framlengja þessu 50/50 samkomulagi fram yfir næsta tímabil hið minnsta. Í þannig tilviki þarf samþykki leikmanns en Borini var ekki til í þetta. Hann vildi fá á hreint hvaða lið myndi eiga sig 100% og því átti sér stað þetta ‘uppboð’ einsog einhverjir ykkar vilja kalla það. Það á sér stað
  þannig að bæði lið senda inn til ítalska knattspyrnusambandsins lokuð umslög með tilboði sínu og það lið sem er með hærra tilboð fær leikmanninn.

  Roma bauð rétt rúmar 5m evra en Parma rétt rúmar 4m evra.

  Roma er því að verðmeta Borini á 10m evra og selja hann sennilega á bilinu 12-15m evra EF þeir fá Destro, annars selja þeir ekki Borini.

 59. Var að rína í tölfræðina hjá dempsey og fékk sjokk við það, hann er með langsamlega slökustu nýtingu á skotum á mark ef frátaldar eru aukaspyrnur og víti af tíumarkahæðstu mönnum deildarinnar í fyrra. Hann tók 141 skot og skoraði 14 mörk 9,9 prósent nýting og árin þar á undan var hann með 5,6 og 7,6 prósent hlutfall. Ef að maður skoðar leikmenn eins og yakubu eða grant holt þá eru þeir með 26 og 17,5 prósent nýtingu. Allt liverpool liðið var með 8,5 prósent nýtingu í fyrra og vorum við með eindæmum óheppnir. Eftir að hafa skoðað þetta þá renna á mig tvær grímur með dempsey

 60. Siggi

  Takk fyrir þetta. Útskýrir allt.

  En þetta er samt dálítið fáránlegt. En kannski stafar þetta af því að liðin á Ítalíu er flest orðin frekar blönk?

 61. 77 :

  Þetta kemur blankleika lítið við. Þetta hefur tíðkast á Ítalíu í mörg ár og ég skil alveg lógíkina á bak við þetta.

  Á Ítalíu hefur líka lengi verið mikið um leikmannaskipti án þess að peningar skipti um hendur, þetta er að vissu leyti annað form á því.

  Þetta getur líka verið sniðugt fyrir minni lið þegar þau selja stjörnurnar sínar í stærri lið. Selja kannski helminginn í leikmanni sínum, hann fer í stærra lið, og eykur verðgildi sitt þar og þá fá þeir meiri pening fyrir seinni 50% hlut sinn. Getur auðvitað farið í hina áttina ef leikmaðurinn floppar.

 62. Borini kemur og Aqua til þeirra? Er ekki einhver svoleiðis díll í gangi? Kannski er þetta Borini mál bara “Smokescreen” og við fáum eitthvað surprise? Er allaveg ekki neitt sérstaklega spenntur yfir þessum leikmanni. En hann nýtist okkur betur en Aqua. Þetta er það eina sem mér dettur í hug varðandi þennan leikmann.

 63. Var að skoða walkon.com og þar er verið að orða joe allen við okkur. Væru skynsamleg kaup fannst hann frábær hjá swansea

 64. Er Brendan Rodgers snillingur, hann er að kaupa Borini af því að hann uppfyllir tvö til þrjú mikilvæg atriði.Borini er ungur og efnilegur og á eftir að auka verðgildið sitt ólíkt hinni heilögu þrennu Carrol Hendo og Downing,ekki misskilja mig þeir eru fínir.Mikilvægasta atriðið er að hann er ítali og gæti hjálpað Aquaman til að finna sig hjá Liverpool sem nota bene eru talin vera ein verstu kaup hjá Liverpool í háa herrans.Það skildi þó aldrei verða að Aqualani myndi spila eins og engill undir leiðsögn Rodgers?

 65. Gaman að sjá hvað kemur upp þegar maður googlar “nettó eyðsla”. Spes hvað við poolarar erum uppteknir af þessu fyrirbæri 🙂

 66. Ég er núna nánast alveg hættur að kommenta hérna inn, og liggur við lesa kommentin, sem betur fer er hægt að skrolla bara niður og stoppa við gult…
  En eru þetta í alvuru Liverpool stuðningsmenn sem eru að drulla yfir klúbbinn og allt sem hann “gerir”? Eða er þetta bara troll?

  Ef þetta eru Liverpool mann þá bara skil ég ekki alveg hvað er í málið, í hvaða fantasy veröld lifið þið..

  Í fyrsta lagi þá er þetta allt sem komið er slúður, eftir að nýju eigendurnir komu erum við yfirleitt búnir að fá allt aðra menn en slúðrið segir, og sama má segja um þá menn sem fara út. Nema kannski ef það gerist innan nokkra daga..

  Í öðru lagi þori að veðja að helmingur ykkar sem er að drulla yfir Borini (sem btw er ekki einu sinni orðinn Liverpool maður og aldrei sannað sig í treyju LFC) þið hafði öruglega ekkert séð hann spila.
  Þar fyrir utan að splæsa í 21 árs gaur sem skoraði 9 mörk fyrir Roma á síðasta tímabili og þegar hann var í láni hjá Swansea (var semsagt yngri þar) og skoraði 6 mörk í 9 leikjum, sem er einmitt tekinn inn í EM landsliðshóp Ítalíu sem komst í úrslitaleik EM ooog það framm yfir fullt að það sem þið kallið stór nöfn, og já það er talað um verðmiðann 8mill pund. Hvernig geetur það verið svona slæmt?
  Er ekki lágmark að fá staðfestingu á að drengurinn komi og það að hann fái séns til að sanna sig, og auðvitað hann er 21 árs gamall (sem þýðir að hann er ekki orðinn fullvaxna leikmaður), svo að gefa drengnum kannski séns á að sýna hvað hann getur.

  Sama á við um þegar það er drullað yfir Brendan… Leyfið manninum að klára að miiinnstakosti að stjórna liðinu einn leik áður hann er glataður stjóri.

  Og svo þetta með að drulla yfir FSG, whats up with that? Það er ekki allt samsæriskenningar þó svo að síðustu eigendur drulluðu upp á bak. Þeir björguðu klúbbnum okkar frá gjaldþroti til dæmis, þeir eyddu möööörgum peningum (eins og menn vildu ekki satt?) þó svo að þeir leikmenn hafi ekki skilað sínu þá voru þeir samt ekki hræddir við að eyða. Skil þá þar af leiðandi vel að þeir reyni að vanda sig betur næst, en það þýðir ekki að þeir ætla að hætta að eyða og að þeir eigi enga peninga til að eyða.
  Svo eru þeir mjög duglegir í að taka fram ‘the Liverpool way’, King Kenny hjálpaði mikið við það. Og núna fer allt fram bakvið tjöldin eins og menn vildu, en núna eru menn brjálaðir yfir því að það séu engin risa nöfn komin, glugginn er ekki lokaður, slakið á. Það er ekki eins og öll önnur lið séu búin að splæsa í klikkað marga leikmenn með “stór” nöfn..

  Mæli nú með að allir róa sig aðeins og reyna að treysta þeim sem eru við völd við klúbbinn (FSG, Brendan og co.).
  Ekki dæma alla dauða strax.. Róm var ekki byggð á einum degi og Góðir hlutir gerast hægt.

  En ég er out núna, vonandi að þetta lagist nú aðeins hérna inni svo það sé hægt að skoða kommentin hér án þess að verða þunglindur 🙂

  YNWA Allir að brosa núna, við erum Liverpool

 67. vel mælt óli minn.. þú ert snillingur… en þá að öðru fann þennan skemmtilega “pistil” á netinu.. mæli með að þið lesið hann stuttur og góður yfir tölfræðina hjá Dempsey og Borini… http://anfieldred.co.uk/fabio-borini-and-clint-dempsey-stats/?utm_source=feedburner&utm_medium=feed&utm_campaign=Feed%3A+anfieldred+%28AnfieldRed+-+Kopites+unite+-+Liverpool+FC

  Liverpool’s most ‘consistent’ goal scorer last season was Maxi Rodriguez with a Premier League goal every 203 mins. Clint Dempsey scored a Premier League goal every 195 mins last season. Lastly, Fabio Borini, who scored a Serie A goal every 122 mins last season.

  To give you guys a better idea of what these to player are like, I went to do a little bit of snooping around on them. Let’s start of with their ages, Clint Dempsey turned 29 this year whereas Fabio Borini is 21. In 57 games, Dempsey scored 28 goals and made 7 assists in all competitions last season. In 20 games Borini scored 10 goals and made 0 assists last season. Let’s look at their stats in terms of league games now, in 37 league games Dempsey scored 17 goals and assisted 6. In 20 league games, Borini scored 9 goals and assisted 0.

 68. John W Henry: “We got that guy from Roma” – @LFCBoston reporting the Reds have completed a deal for Fabio Borini

  Vonandi sjáum við hann með fánan bara sem fyrst 🙂

 69. en og aftur twitter.. heheheh trúi ekki neinu fyrr en það er staðfest..

 70. við skulum bara vona að þessi boston twitter er með staðreindir… er nokkuð spenntur fyrir honum borini…

 71. Maðurinn verður að skipta um “fagn” , ég fékk hrikalegan kjánahroll þegar ég horfði á það.

 72. Það er alger skyldulesning á pósti #81! Frábær póstur sem fær meira en nokkur prik…hann fær stóra girðingu. Prenta hann út, ramma inn og setja upp á besta stað í stofunni.

  Varðandi slúðrið þá virðist aldan þung í tengslum við Borini og ég verð að segja að mér líst svakalega vel á ef Rodgers vill hann og ef hann fær hann. Drengurinn hefur reynslu af enska boltanum og kúltúrnum og Rodgers þekkir hann auðvitað vel. Þetta eru auðvitað lykilatriði. Við værum ekki að fá leikmann sem væri algert spurningarmerki eins og t.a.m. Aqua, þegar hann kom…eða kom ekki ;)Bíðum og sjáum…en Borini, 21 árs ítalskur landsliðsmaður með þessa forsögu…já takk.

  Andy Carroll. Tja, maðurinn var bara orðinn að þvílíku monster undir lok tímabilsins. Ef Rodgers telur sig ekki geta notað hann þá er það samt vandamál, en líklega best að bíða með að dæma um þetta mál fyrr en Rodgers opnar munninn almennilega um þetta.

 73. Ég er mjög sammála, Bond #88. Ef að Liverpool þarf ekki að selja Carroll þá er fínt að eiga hann sem valkost í sóknarleikinn. Auk þess fannst mér hann loksins vera að fá sjálfstraust aftur og þá er glatað að selja hann gjafprís.

  Liverpool vantar nauðsynlega þrjá leikmenn. 1. fyrir Kuyt, annann kantmann og auka sóknarmann.
  Borini, Dempsey og Callejon væru fínir valkostir í þessar stöður þar sem þeir eru allir mjög fjölhæfir. Þeir myndu allavega allir fríska upp á annars misgóðann sóknarleik okkar.

 74. Ég verð bara segja eins og er að ég vill bara alls ekki missa Carroll, hann var rétt byrjaður að sýna sitt rétta andlit í lok leiktíðar og verður rosalegur á komandi tímabili.
  Hann getur vel spilað þessa taktík sem BR vill spila. plús þá höfum við mjög góðan mann í föstum leikatriðum.

 75. Mér líst hreinlega gríðarlega illa á það ef Andy Carroll verður ekki hluti af liðinu okkar á næsta tímabili, bara ferlega illa. Þetta er algjört monster við að eiga og ég bara neita að trúa því að hann geti ekki passað inn í þennan bolta hjá Brendan. Ekki er nú Danny Graham sá nettasti í bransanum, heldur stór og sterkur framherji sem var öflugur að ráðast inn í teiginn. Get alveg séð fyrir mér Andy í svipuðu hlutverki. En kannski sér Brendan þetta öðruvísi.

  Ég trúi þessum fréttum ekki fyrr en ég sé eitthvað meira haldbært um þetta. Carroll er ekki ennþá kominn til æfinga og þeir hafa bara heyrst í gegnum síma. Hann er ungur, enskur og monster við að eiga og getur breytt leikjum ef svo ber undir. Ég allavega yrði ákaflega dapur ef ferill hans hjá Liverpool væri á enda.

 76. Mikið sammála SSteini hvað varðar Andy Carroll og Danny Graham, þetta eru leikmenn sem að eru mjög svipaðir í alla staði, hann ætti þar af leiðandi að getað spilað fyrir Rodgers og finnst mér það algjör vitleysa að losa sig við hann, sérstaklega í ljósi þess að hann var að vakna verulega til lífsins í lok síðasta tímabils og virtist vera komin í mjög gott líkamlegt form. Hann var keyptur á stóra summu og er ungur, efnilegur og enskur (reglur um heimaleikmenn).

 77. Nú skilst manni að allt sé að verða klappað og klárt með Borini, líklegast fátt sem getur komið í veg fyrir að hann verði okkar fyrstu kaup í sumar. Líst vel á hann verð ég að segja.

 78. Miðað við hvað Brendan sagði með það að hann gæti alveg séð liðið spila án sóknarmanna eins og Spánn þá gæti lífið á Anfield orðið erfitt fyrir Carrol greyjið.

  Hann spilar 4-3-3 ekki satt ?
  Eins og ég sagði hér að ofan þá væri ég alveg til í að sjá Carrol áfram EF að Liverpool eiga peninga til þess að styrkja liðið og eiga Carrol sem backup.

  En í liði með fljótandi fótbolta þar sem að menn þurfa að hafa frábæra fyrstu snertingu og góða sendingagetu þá er Carrol einfaldlega ekki rétti maðurinn því miður.

 79. Scott Slater segir að Andy Carroll sé formlega kominn á sölulista. (RAWK penni, nokkuð solid info).

 80. Ben Smith hjá Times er að segja það sama (að Carroll sé kominn á transfer list)

 81. Leiðinlegt að sjá þessa svartsýni á þessari síðu. En hún á alveg rétt á sér.
  Hvernig geta menn tapað sér í bjartsýninni eftir allt sem gengið hefur á undanfarin ár?
  Þetta er saga sem hefur endurtekið sig aftur og aftur.

  Stjórinn og leikmannahópurinn frábær. En svo er tímabilið allt í einu búið í desember eftir að hafa byrjað í október og menn strax farnir að bíða eftir því næsta.

  Vonandi verður annað uppá teningnum í þetta skiptið…

 82. Trúi ekki orði af þessum orðrómi um Andy Carroll og pressan hefur ekki grænan grun um hver hans staða er hjá Liverpool. Rodgers var ekki nógu afdráttarlaus þegar hann var spurður út í hann og þá fór spunadeildin á fullt.

  Við keyptum hann á 35m pund og borguðum á staðnum. Þ.e. við skuldum Newcastle ekki fyrir hann og það er nákvæmlega engin þörf á því að selja hann núna á vel rúmlega helmingi minni pening.

  Lán til AC Milan er auðvitað ekkert útilokað en það bara er svo ólíklegt að það tekur því ekki að tala um það. Sé ekki að verðmiðinn á honum myndi hækka við það eða að hann færi þangað til að fá leikreynslu og því bara enginn ástæða til að geyma hann þar frekar en að eiga hann bara til taks á Anfield.

  West Ham hefur líka verið nefnt til sögunnar en það sá ég í Powerade slúðrinu á fótbolta.net og því getum við bara gengið úr skugga um að það er ekkert að fara gerast (btw. er þetta jákvæð auglýsing fyrir Powerade?) Hann er ekki á því stigi í sínum ferli að hann fari niður á West Ham level og þó hann gæti einhverntíma endað þannig þá er hann alls ekki svo lélegur að þurfa að fara til Sam Allardyce.

  Brendan Rodgers hefur ekki einu sinni hitt manninn eftir að hann tók við Liverpool.

  Fagna svo ekki komu Borini fyrr en hann er brosandi á Anfield í Liverpool búning en umræðan um þennan leikmann er út úr kortinu finnst mér. Fæst okkar horfa á Ítalska boltann eða Championship deildina og vitum þ.a.l. nákvæmlega ekki neitt um þennan leikmann. Þjálfarinn okkar þekkir hann einna best allra þjálfara í boltanum og sér þarna 21 árs gamlan…já 21 árs gamlan ítalskan landsliðsmann á ca. 10m.

  Ég veit ekki alveg hverjar væntingarnar voru til FSG en held ég deildi skoðun flestra að vilja stór (Suarez) nöfn til Liverpool en ef það var eitthvað sem þeir lofuðu þegar þeir keyptu félagið þá var það að leita að nákvæmlega svona leikmönnum, ungum og mjög efnilegum sem eru ákaflega líklegir til að hækka í virði og eða bæta sig gríðarlega á næstu árum.

  Hugsanleg kaup á Borini bara geta ekki komið á óvart og ég er kannski með glasið hálffullt en hann virkar á mig sem fín viðbót við þá sóknarmenn sem við eigum nú þegar…þeir komu báðir fyrir innan við 2 árum. Þeir sem vildu Gylfa Sig ættu í það allra minnsta að vera jafn spenntir fyrir kaupum á Borini ef ekki mun spenntari.

 83. Það er ótrúlega erfitt að lesa í þessi orð Rodgers varðandi Carroll.
  Annað hvort er maðurinn að kalla á tilboð í manninn og láta vita að lán sé möguleiki eða hann er að “challenge-a” Carroll til að detta ekki í sama gír og 75% af síðasta tímabili. Spurningin er bara hvort eða bæði.

  Auðvitað á maður bara að bíða rólegur og sjá hvað gerist en það getur reynst erfitt og því þarf maður að ventilera aðeins sínar pælingar.
  Ég hallast að því fyrra, þ.e.a.s. að maðurinn sjái hann ekki fyrir sér í sínum plönum, auðvitað vildu flest lið hafa mann eins og Carroll í sínum hópi EN svo virðist sem hann þurfi að spila hvern einasta leik til að ná því besta fram í honum. Miðað við áætlaðan leikstíl Rodgers er ekki líklegt að maður eins og Carroll sé fyrsti maður á blað og því er hættan til staðar að sjálfstraustið falli aftur og leikmaðurinn verður enn verðminni. Hefur Liverpool efni á að vera með 35m punda leikmann sem er ekki hugsaður sem aðalmaður þegar tillit er tekið til þess að þetta er leikmaður sem hefur verið að berjast við sjálfstraust heilt tímabil?

  Ég óska þess að Carroll sé leikmaður sem smellpassar sem target center með léttleikandi menn eins og Suares og mögulega Borini (þó ég þekki ekkert til hans)

 84. Nr. 97 & 98

  Í fokkings alvöru? Þvílík tímasetning m.v. ummælin sem ég var að klára 🙂 #fjandinn

  Trúi þessu samt mátulega enn sem komið er og trúi ekki að við þurfum að selja hann á brunaútsölu og hvað þá lána hann fyrir kúk og kanil.

  Trúi reyndar bara ekki að við þurfum að selja hann og ef svo fer þá skal vera stór fiskur tilbúinn í staðin…stærri en Borini (sem má koma líka).

  Eins finnst mér allt undir svona 25m vera hálf kjánalegt fyrir FSG sem keypti Carroll og talað var um að þetta væri fjárfesting til margra ára.

 85. Ég held að Rodgers sé að setja pressu á Carroll, hann verði að standa sig; ekki af því að hann kosti svo mikið heldur af því að hann er leikmaður Liverpool og þeir sem klæðist rauðu treyjunni verða bara einfaldlega að vera góðir.

  Rodgers líður engar afsakanir og fer eftir því hvort menn séu góðir eða ekki í stað þess að horfa í aldur eða kaupverð.

  Mér líst vel á þennan Rodgers, hann virðist yfirvegaður og maður hefur það á tilfinningunni að enn sem komið er sé allt á áætlun hjá honum, hann hafi öll tromp á hendi.

 86. Eitt off topic hérna. Hafiði reynslu af the Tomkins Times? Er hún peningana virði?

 87. @Björnbóndi Tomkins Times er alger snilld finnst mér. Virkilega góðir pennar.

 88. Nr. 104

  Ef þú vilt bestu pistla/umræðu um Liverpool sem er í boði þá eru þessi 3,5 pund bara grín. Góðar reglur þarna inni sem er framfylgt og gjaldið heldur mestu trollunum í burtu (menn vilja frekar hækka verðið en hætta að rukka).
  M.ö.o. engin spurning.

 89. Ef Carroll er kominn á sölulista þá vona ég að ástæðan sé knattpyrnuleg, en ekki fjárhagsleg. Vissulega rennur um mann sú ónotalega tilhugsun að kaupunum á Borni verði að svara með að selja Carroll. Að Rodgers verði að selja til að fá að kaupa.

 90. Mikið er þetta háværa slúður um sölu á Carroll EKKI það sem aðdáendur Liverpool þurftu. Ef menn eiga að trúa að liðið sé á réttri leið eru ekki jákvæð skilaboð að kaupa efnilegan Ítala en selja dýrasta leikmann í sögu liðsins (sbr. slúður).

  Frekar hefði ég viljað hávært slúður um stór kaup en ekki stóra sölu.
  Þá er ég alls ekki að meina að þetta sé að fara að gerast heldur er ég aðeins að hugsa um hugarró okkar Liverpool aðdáenda á þessu djöfullega “Silly Season”

 91. @109

  Samkvæmt twitter ættum við voandi að “sjá” það á fim 🙂

 92. Alveg merkilegt hvað Liverpool eru alltaf lengi að koma með nýja leikmenn inn í gluggunum, maður er að verða hálf vittlaus á að bíða eftir að það komi nýjir leikmenn, þetta hlítur að fara koma hjá BR… Væri gaman að fá Borini, Ramirez og kanan frá Fullham… til að gera eigendurnar ánægða… Annars held ég að tveir leimenn úr unlingastarfinu eigi eftir að gera góða hluti á næstu leiktíð það eru Suso og Sterling… Suso er hreinlega að gera allt vittlaust með 19 ára liði Spánr, þvílíkir hæfileikar þar á ferð…. Koma svo LFC með nýjan leikmann sem fyrst….

  Áfram LIVERPOOL… YNWA…

 93. Podcastið er væntanlegt inn á morgun. Við tókum það upp í gær og það er með aðeins öðruvísi sniði þetta skiptið. 🙂

 94. Samkvæmt slúðrinu á þeim stór góða miðli Pressunni, er verið að míga utan í Theo Walcott.. Tek reyndar ekki mikið mark á þessu slúðri en væri samt til í að fá kappann..

 95. Er Theo Walcott ekki meiri frjálsíþróttamaður en fótboltamaður?

 96. Smá off topic:

  Hvaða síðum get ég treyst til þess að kaupa miða á völlinn í vetur ??

  Ég veit um travel2football og vitaferdir en er ekki einhver erlend síða sem er hægt að treysta ?? Takk fyrirfram fyrir veitta aðstoð!

 97. Ég er svo fáránlega ánægður með að sjá að Aquilani sé að fara að spila á Anfield í vetur og vonandi stjórna miðjuni með Lucasi mínum. Hann á eftir að henta frábærlega þarna inn hjá Rodgers, dvelja stutt á boltanum og finna menn í lappir.

  Bestu fréttir sem ég hef séð af Liverpool í sumar. Hann virðist meiðslalaus að mestu síðustu tvö tímabil og á bara eftir að styrkja þennan hóp. Og þið sem eruð að væla um breidd í liðið, ekki vera að hrauna yfir að hann verði áfram!

 98. Mér er nú bara nett sama hver er að koma orðið,aðalfrétt dagsins er auðvitað sú að Brendan er búinn að tala við Suarez,Agger og Skrtel um framlengingu og Rhaheem er í fyrsta viðtalinu sínu,shiiiii hvað ég er orðinn spenntur fyrir nýja tímabilinu!

  Er þetta ekki bara smá mindgame hjá stjóranum með Carroll að hafa karlinn bara á tánum fyrir tímabilið,ekki að ég myndi hata að fá t.d Ba í staðinn þó ég vilji samt ekki hugsa til þess að Carroll fari áður en hann fær heilt tímabil meiðsla og ístrulaus.

  Maður hefur náttúrulega sem ónáttúrulega áráttuhneigður eldheitur stuðningsmaður oft verið,sorry alltaf fyrir hvert einasta djö tímabil verið spenntur eeeeen núna er eitthvað alveg sérstakt að gerast,tíkall undir fyrir hvern sem þorir.

  YNWA

 99. Ég held að það sé engin ástæða til þess að trúa nokkru því sem umboðsmaður Aquilani segir. Hann er bara að halda sínum manni í umræðunni held ég.
  Ég er reyndar þeirra skoðunar eins og margir að það búið heilmikið í þessum leikmanni og að hann eigi að geta nýst okkur. En til þess þarf hann að koma hausnum í lag og skuldbinda sig við að ná árangri hjá félaginu. Þær forsendur að enginn vilji hann og hann þurfi að vera þarna eru ekki góðar fyrir neinn.

 100. Ef að Aquilani verður ennþá leikmaður Liverpool 1. sept skal ég trúa því að hann verði með Liverpool í vetur. Ekkert á móti því að halda honum en efast að hann verði hjá okkur út ágúst, sérstaklega ef umbinn hans segir annað.

 101. YNWL 8 sæti . Líst bara hrikalega illa á þetta. Alveg sama þó að ekki megi minnast á Gylfa. Af hverju vildi Gylfi ekki fara til Liverpool. Hafið þið Púllarar hugsað um það. Klúbburinn er á niðurleið.

 102. YNWL 8 sæti . Líst bara hrikalega illa á þetta. Alveg sama þó að ekki megi minnast á Gylfa. Af hverju vildi Gylfi ekki fara til Liverpool. Hafið þið Púllarar hugsað um það. Klúbburinn er á niðurleið.

  Afsakaðu dónaskapinn en takk fyrir þetta innlegg í umræðuna, svartsýnisrauns án skýringa og svo smá Gylfa röfl með því.

  Gylfi kom ekki af því að hann fékk betri samning og líklega loforð um stærra hlutverk annarsstaðar. M.ö.o. öðru liði langaði meira í hann. Ef þig langar að lesa skoðanir annara lesenda kop.is á þessu máli og hvort við höfum spáð í þetta þá bendi ég á flest allar umræður í júní mánuði. Gylfi er farinn, þessi umræða er útrædd og þessvegna illa séð hérna inni og svona innihaldslaus ummæli oft sett í ruslið.

  Klúbburinn er ekki á niðurleið af því að Gylfi kom ekki. Skil ekki hvernig það er hægt að fá það út. Klúbburinn hinsvegar tók mjög alvarlega dýfu þegar fyrri eigendur voru rétt búnir að setja hann á hausinn og seldu lykilmenn og tóku ein heimskulegustu þjálfaraskipti allra tíma. (eftir 1-3 ára borgarastyrjöld innan klúbbsins). Það er eins og þetta tímabil í sögu félagsins sé bara gleymt.

  Núverandi eigendur t.a.m. ráku mestu núlifandi goðsögn félagsins þrátt fyrir að hann hafi skilað félaginu í tvo bikarúrslitaleiki…það var aðallega út af því að við náðum ekki nærri því nógu góðum árangri í deildinni.

  Veit ekkert hvort þetta voru troll ummæli eða ekki en svona skilar afar sjaldan skemmtilegri umræðu, ekki margar vikur í röð a.m.k. og því oftast ritskoðað.

 103. Lítið að gerast á leikmannamarkaðnum því miður en ætla samt að vera bjartsýnn því Suso, Sterling og Shelvey eru hrikalega efnilegir og gætu verið eins og þrír nýir leikmenn auk þess sem Borini ef hann kemur gæti gert virkilega fína hluti.
  Ætla því að henda í eina liðsuppstillingu í tilefni þess að 10 dagar eru í fyrsta æfingaleik:
  Borini
  Suarez – Shelvey – Suso
  Gerrard
  Lucas
  Enrique Kelly
  Agger – Skrtel
  Rein

  Bekkur: Carroll, Henderson, Downing, Sterling, Coates og Doni
  Hvað segja menn um þetta?

 104. Held að mottó LFC sé að það sem hægt er að gera í dag er alveg eins hægt að gera bara á morgun. Alveg magnað hvað allt tekur langan tíma þegar það kemur að því að kaupa nýja leikmenn :p Endalaust slúður en ekkert virðist gerast og maður hefur það alltaf á tilfinningunni að þeir séu að missa af öllu. Vonandi að það fari eitthvað að gerast þarna í Bítlaborginni…

 105. Kom eittthvað brenglað reyni aftur:
  —————–Borini
  Suarez—— Shelvey —–– Suso
  —————-Gerrard
  ——————Lucas
  Enrique————————–Kelly
  ————Agger – Skrtel-
  ——————Reina

 106. … í viðbót við þetta byrjunarlið og bekk eru svo til staðar: Aqua, Cole, Adam, Johnson, Carra, Bellamy, Spearing, Robinson og Flanagan sem ættu kannski sumir allaveganna að komast á bekkinn þannig það er nú nóg af mannskap fyrir BR til að velja úr.
  Sé því enga ástæðu til að vera að kaup fleiri jafngóða leikmenn reyna frekar að landa einum klassa leikmanni sem getur breytt gangi leikja með einhverjum snilldartilþrifum.

 107. Owen heim, frítt. Hann gæti kennt Andy Carrol að vera skemmtilegur á twitter. Allir glaðir.

 108. Neita hreinlega að trúa því að LFC eða BR ætli sér að selja Carroll nema eitthvað stórt sé í pípunum, finnst þetta allt mjög furðulegt þar sem AC hefur heldur verið að koma til þannig að stórt nafn hlýtur að eiga koma í staðinn.
  Á hinn boginn verðum við helst að ná í meistaradeild til að fá risanafn þó klúbburinn sé stór.

 109. Mér finnst margir hérna inni vera nokkuð neikvæðir í garð Liverpool og þeirra leikmanna sem félagið er orðað við. Hér eru margir sem vilja meina að með þeim kaupum sem eru hugsanleg á þessum tímapunkti, sé Liverpool liðið ekki að fara að berjast um 1-4 sæti. Ég hef aldrei komið hérna inn með neinn hroka og ég vil ekki þessu sé tekið þannig, en Liverpool er ekki undir nokkrum kringumstæðum að fara að berjast um deildina á næsta ári. Þó svo að keyptir séu 1-2 “heimsklassaleikmenn”. Hópurinn einfaldlega býður ekki upp á það. Það eru mögur ár hjá Liverpool núna, og þið þurfið að sætta ykkur við það. Það þarf alvarlega að breikka hópinn um “squad players” og svo þegar klúbburinn hefur tekið eitthverja stefnu, þá má fara að tala um að bæta við gimsteinum. Dalglish, að mínu mati, sá þetta vandamál varðandi hópinn og var á réttri leið með hann. Taktík og leikjaútfærsla var aftur á móti hans Akkilesarhæll. Kaupin hans Dalglish eru öll réttlætanleg þegar litið verður til lengri tíma, að því gefnu að eftirmaður hans fái nógan tíma til að marka stefnu félagsins. Það þarf að kaupa leikmenn í ákveðnar stöður hjá ykkur, hvort sem það er starting eða backup. Það þarf að láta þá leikmenn spila þann bolta sem Brodgers vill spila. Það mun allt taka tíma. Þegar það er loksins farið að ganga, verða menn fyrst spenntir fyrir Liverpool aftur. Hvernig eiga stórstjörnur að vera spenntar fyrir klúbbnum og stefnu þess þegar margir aðdáendur eru það ekki? Brodgers þarf tíma, og það er eitthvað sem Liverpool hefur ekki veitt síðustu ár.

 110. Liverpool are understood to have made an offer to Fulham for Clint Dempsey and talks are ongoing. [Telegraph]

  Mér líst rosalega vel á þetta. Dempsey yrði mikil fengur fyrir Liverpool betri en Borini til skams tíma. Okkur hefur vantar mann eins og Dempsey. Hann getur spilað á köntum og sem framliggjandi miðjumaður og framherji. Hann er mikill vinnuhestur og skorar mikið úr föstum leikatriðum. Fullkominn eftirmaður Kuyt en ég hefði viljað skiptað Kuyt út af fyrir Dempsey fyrir svona tveimur árum. Eini gallinn við hann er að hann er orðinn 29 ára gamall. Annars vona ég að Lfc kaupi hann því ég er viss um að hann eigi eftir að vera frábær.

  http://www.youtube.com/watch?v=iCdTNAkFdec

 111. Er Carrol ekki enn í sumarfríi, kallinn er bara að passa að hann sukki ekki of mikið 😉

 112. Mike Jefferies ?@mikejefferiesL4
  Andy Carroll will not play for Liverpool again. It’s done. And it’s irrelevant how much money FSG lose. It’s only money. And it’s theirs.

  Þetta er að magnast…

 113. Trúi nú varla að Liverpool fari að selja Andy Carroll eftir fyrsta heila tímabilið hans þar sem að Dalglish var fljótur að smella honum á bekkinn ef það sáust góð tilþrif hjá honum úti á velli.

  Sérstaklega ekki þar sem að þetta er 35 milljón punda fjárfesting í ungum enskum leikmanni og ég sé ekki að klúbburinn sé að fara að laða að neina “kannónu” til að koma í staðinn fyrir Carroll… Því miður…

 114. Miðað við fyrstu loforð B.R þá á að koma fyrsti leikmaður sem hann kaupir annaðhvort í dag eða á morgun getum brosað yfir því 🙂
  YNWA

 115. 139.

  Það er mikill munur á því að vona og lofa. Hann vonaðist til þess að taka 1-2 nýja leikmenn með sér til USA.

  Annars verður spennandi að fylgjast með ágúst mánuði, ef að Carroll, Maxi og hugsanlega Bellamy eru á leiðinni út.

 116. Það þarf engan annan sóknarmann við eigum Suarez !!!!!
  Hann virðist skora þrennu í hverjum leik núorðið.

 117. Varðandi Carrol, þá held ég að þjálfarateymið og starfsmenn klúbbsins viti aðeins meira en við í þessum efnum. Daglish skellti honum á bekkin fyrir ástæðu, og gæti ein ástæðan fyrir því verið að hann var ekki nógu góður í byrjunarliðið. Þjálfara geta t.d. séð það á æfingum. Þó svo að Carrol hafi komið aðeins til baka í lok tímabils, þá er þetta bara ekki nógu góður leikmaður fyrir Liverpool. Þar að auki, þá passar Carrol engan veginn í kerfið hjá nýjum stjóra. Carrol þyrfti a.m.k. að standa betur í fæturnar og hafa hraðari lappir, því skipulagi byggir á sendingum í lappir og hlaupa svo í auð svæði.

  Ég vill Carrol í burtu, punktur.

 118. Ég er mjög ósammála tryggva #142

  Carroll getur vel spilað þetta kerfi, og plúsinn við að hafa svona sterkann mann í loftinu og taka niður háa bolta er mjög gott.

 119. Til að bakka Tryggva#142 upp, þá er klárlega ástæða fyrir því að Carroll endaði á bekknum eftir góða leiki…

  Pepe Reina sagði á Soccer AM þegar hann var spurður um hver væri verstur á æfingum að Andy Carroll væri það klárlega, hann bara nennti ekki að hreyfa sig.

 120. Dan Kennett, mjög góður penni (á TTT) kom með nokkuð góðan punkt á twitter sem gæti alveg verið málið:

  Rationalising the Carroll decision. Borini will cost ca. 50% of summer budget. Other priorities like cover at LB, RM and DM not yet progressed

  Ergo need to raise cash. Saleable assets include Reina, Johnson, Skrtel, Agger, Lucas & Suarez but these are “critical” players who’ll play 38 PL games if fit

  Who are the saleable assets but not “critical” to LFC? Carroll is prob top of that list hence decision to sell even without training under Rodgers

  Clearly the upside of AC when fully developed deemed less than the 2 “critical” players who will come in and play all 38 games in 2012/13

  Carroll’s book value is c£23m. Any sale price in July below that will be a loss in the FY12 results

  Sala á honum er því kannski möguleg, sérstaklega ef rétt verð fæst fyrir hann. Ef ástæðan er sú að við verðum að selja hann til að eiga efni á leikmönnum sem eru tilbúnir strax fyrir næsta tímabil þá hef ég smá áhyggjur enda Carroll keyptur með langtímamarkmið í huga.

  En ef Carroll er alls ekki í plönum stjórans þá er lítið annað að gera en að selja hann.

  Persónulega vill ég halda honum og held að það sé ekkert til í því að hann sé á sölulista.

 121. Gaman að skrolla niður og skoða innleggin hérna. Það er eins og að himinn og jörð séu að farast af því að það er ekki búið að kaupa menn í liðið. Silly seasonið er ekki búið og það gerist aldrei neitt fyr en í ágúst. allavega hefur mér ekki sýnst það.

  Gylfa umræðan er fáránleg, að hann hafi hætt við að koma af því að klúbburinn er á niðurleið. BULL. Gylfi Sigurðsson (með fullri virðingu fyrir honum) er langt frá því að vera besti leikmaður sem Liverpool hefur gert tilboð í. Tottenham langaði meira í hann end of story.

  Vissulega er Gylfi álitlegur kostur fyrir hvaða lið sem er. En hjá liðum eins og Liverpool og Tottenham er hann klárlega ekki fyrsti valkostur á völlinn burtséð frá hans getu. Það eru einfaldlega miklu betri einstaklingar að spila þessar stöður og það veit hann sjálfur. Hjá Tottenham þarf hann að keppa við menn á borð við Modric, Bale, og Van Persie. Eigum við að ræða það eitthvað?

  Gefum okkur að Gylfi hafi skrifað undir hjá Liverpool. Fyrsti leikur og Gylfi ekki í liðinu, annar leikur, Gylfi á bekknum, en kom aldrei inná o.s.frv. Sé fyrir mér umræðuna hérna, menn að missa sig yfir því að Gylfi sé ekki notaður. Ég er feginn að hann kom ekki til okkar. Hans vegna og umræðunnar á kop.is vegna hún er nógu neikvæð samt. Vona að okkur gangi allt í haginn í vetur, 4 sæti væri flott.

  YNWA

 122. Það er mikill hávaði varðandi mögulega brottför hárprúða skrímslisins okkar. Mér líst mjög vel á BRodgers en mér fannst þessi ummæli hans sem margir blaðamenn eru að tengja við vænta brottför vera afar klúðursleg.

  Ég sé ekki hvernig þessi ummæli eru að þjóna hagsmunum klúbbsins eða Carroll. Bara verið að búa til leiðindi auk þess að eyðileggja fríiið fyrir Carroll kallinum! Var ekki BRodgers líka búinn að segja að allir fengju séns? Kannski kom þetta bara vitlaust út úr nýja stjóranum okkar en allavega óvarlega talað, loðið og sáði óþarfa arfa-fræjum víða.

  BRodgers er klárlega einn efnilegasti þjálfarinn í dag, mér líst hörku vel á hann og hann hefur komið gríðarlega vel fyrir í viðtölum og á blaðamannafundum…en þarna skaut hann laaaangt yfir markið. En allir geta gert mistök…hann lærir vonandi af þessu. Maðurinn hefur auðvitað aldrei stýrt svona mega-klúbbi áður, og hvað þá stórstjörnum 😉

  Mín skoðun. Carroll þarf að fá séns. BRodgers þarf að skoða hann vel og vandlega áður en hann lánar hann eða selur hann á einhverju tombóluverði. Maðurinn var Monster síðustu metrana á síðasta tímabili og líka frábær með landsliðinu.

 123. Blockquote

  Hjá Tottenham þarf hann að keppa við menn á borð við Modric, Bale, og Van Persie.

  Blockquote

  Modric er búinn að fara fram á sölu og er líklega að fara til Real Madrid
  Bale spilar á kanntinum
  Van Persie spilar með Arsenal….

 124. Það eru einhverjir netmiðlar að tala um að Rodgers hafi ákveðið að “fórna” Carroll án þess að æfa með honum fyrst af því að hann þurfi peninga til að geta klárað leikmannakaupin. Þeir segja að hann hafi fengið ca. 20m punda til leikmannakaupa plús það sem hann fær úr leikmannasölum. Helmingur 20m muni fara í Borini og þá eigi enn eftir að kaupa t.d. vinstri bakvörð, varnartengilið til að bakka Lucas upp og a.m.k. einn annan sóknarmann/sóknartengilið. Þannig að hann hafi ákveðið að selja Carroll fyrir sem hæst fé til að reyna að búa til pening fyrir fleiri leikmenn á eftir Borini.

  Sel það ekki dýrar en ég stal því en ef þetta er málið þá er það allavega útskýring. Það er mjög skrýtið að ákveða að selja Carroll án þess að gefa honum séns í nýju kerfi en ef Rodgers þarf að fórna einhverju einhvers staðar skil ég það, þótt ég sé ekki endilega sammála því.

 125. Vá hvað Suarez er góður! Að sjá finishin hjá honum með Urugvæ á móti Chile er rosalegt, sérstaklega mark numer 2.

  Og já btw ég er United maður!

  Bjóst nu ekki við að fara að hrósa þessum leikmanni eitthvað mikið eftir sýninguna hjá honum á móti Evra i fyrra á Old Trafford. (nenni ekki að tala um atvikið á Anfield)

 126. Hef ekkert að segja annað um þetta carroll màl en GLÓRULAUST

 127. Hann passar ekkert inní lið hjá BR, algengasta snertingin hjá Carrol í fyrra var tækling eftir lélega mótöku á bolta. BR þarf frammherja eins og Suarez ofl. sem að geta spilað boltanum frá sér með einni snertingu, það getur Carrol ekki, nema hvað þá með hausnum en það er ekki taktik sem að hægt er að vænta frá BR.

 128. Ef það er rétt að Rodgers fái 20m til leikmannakaupa þá skýrir það til dæmis af hverju hann vildi ekki eyða næstum helming af því í Íslending og afhverju fjölmiðlar eru fullir af slúðri um að Carroll sé að fara til West Ham eða aftur ,,heim”!

  Ef Rodgers hefur úr svona tæpum fjármunum að moða skil ég afhverju hann kýs þá að hugleiða að selja Andy. Hann kaupir Borini á um 10m á þá eftir 10m plús það sem fæst fyrir Andy sem ættu að vera einhverjar 15-20m ef marka má fjölmiðla ytra. Fyrir þann pening er svo hægt að styrkja LB, DM og bæta við einum eða tveimur í sóknina.

  Var ekki eitt af því sem réði ráðningunni á Brendan rogers það að hann á að vera flinkur að spotta hæfileikaríka leikmenn sem kosta lítið og auka við verðgildi sitt á skömmum tíma? Þá eiga þessar 20m plús salan á Carroll að skila inn 4-6 ungum lítt þekktum leikmönnum og mögulega verða 50% af þeim kaupum góð, svo að um jólin verða allir LFC stuðningsmenn búnir að gleyma því að við höfum nokkurntímann átt Andy Carroll!

  Svo getið þið alveg hraunað yfir þessa skoðun mína, sennilega er hún algjörlega kolröng og ég bara orðinn helsýktur af bullinu úr bresku pressunni og því sem aðrir LFC-fans eru að velta fyrir sér í kommentakerfum lengst úti í heimi!

 129. Mikið til samt sem áður í því sem Didi Hamann sagði í gær á twitter. Hann er búin að vera í 18 mánuði hjá klúbbnum og einu skiptin sem hann hefur eitthvað sýnt var þegar að LFC hafði að engu að keppa í lok síðasta tímabils + innkoma í bikarúrslit gegn Chelsea þegar liðið var 2-0 undir.

  Maðurinn er í hinu mesta basli í móttöku á bolta, á því erfitt með að losa sig sómasamlega við hann hvað þá skapa sér pláss til að munda vinstri fótinn. Ég skil bara vel afhverju þessi umræða er kominn upp. Hve mörg tækifæri á hann að fá og hve lengi eigum við að spila honum til að vina að hann fari að geta unnið stig inn þegar mikið liggur við, ekki þegar engin pressa er til staðar.

  Ef þetta er satt, KAR, þá hefur maður áhyggjur. Nýr stjóri, fær aumar 20m til þess að versla. Það er ekki einus og að FSG hafi verið að leggja félaginu mikið til hvað fé varðar (utan sölur). Það var enginn að gera sér vonir um 100m+ en það hlýtur að vera einhver millivegur.

 130. Já, ef rétt reynist er þetta sárara en tárum taki að félagið hafi keypt Andy Carroll (ungan Englending sem allt snérist um á þeim tíma að væri málið) á 35m punda. Nýr stjóri í dag fái svo 20m punda úr að moða til leikmannakaupa í sumar, og LFC muni stórtapa á þessari AC fjárfestingu á ekki lengri tíma.
  Gott og vel, Carroll var ekki að finna sig á síðustu leiktíð, en ég spyr, hver gerði það? Liðið spilaði bara illa, var gjörsamlega vængbrotið og ekkert að virka. Ég hefði haldið að svona dýr fjárfesting ætti án efa að fá tækifæri á að sanna sig hjá nýjum stjóra áður en hann verður seldur á brunaútsölu. Ég bara neita að trúa þessu. Fjandinn !

 131. Ég hef nú smá áhyggjur af því hvernig framlínan verður mönnuð í fyrstu leikjum ef það AC verður seldur. Það er ljóst að Kuyt er farinn og þeir Bellamy og Suarez verða að spila á einhverjum áhugamannamóti í London og verða ekki með í byrjun. Jafnvel er talað um að Bellamy verði seldur. Það þarf að klára þessi kaup á Borini og fá annan mann að auki til að við verðum ekki framherjalaus á haustdögum.

  Svo er auðvitað hundfúlt að Suarez sé upptekinn öll sumur með landsliðinu sínu.

 132. Iss, við þurfum engan framherja í fyrstu leikina. Í tiki-taka spila menn 4-6-0 með góðum árangri, allavega ef þú heitir Spánn eða Barcelona:

  Reina

  Johnson – Skrtel – Agger – Enrique

  Henderson – Spearing
  Shelvey – Joe Cole – Gerrard – Downing

 133. Ég mun sjá mjög á eftir Andy Carroll ef hann fer í sumar. Ég vil alveg endilega halda honum hjá okkur ef möguleikinn er á því.

  Hins vegar þá vil ég frekar sjá einhverja leikmenn sem ekki fitta inn í hugmyndafræði eða leikstílinn sem Brendan Rodgers vill innleiða í Liverpool. Það er í sjálfu sér ekkert vit í því að hafa slatta af einhverjum leikmönnum sem annað hvort hafa ekki trú/þolinmæði á verkefninu eða passa ekki inn í formúluna. Það er líklega gáfulegra að safna pening með þeim mönnum til að fá inn menn sem hafa trú á þessu og passa upp í þessa jöfnu.

  Það er augljóst að Rodgers þurfi meiri pening til að geta fengið inn “lykilhlekki” í kerfið sitt og þó maður yrði leiður á að sjá t.d. Andy Carroll þá yrði það líklegast aðeins gert “for the good of the team” og leikmaður sem passar betur inn kemur í staðinn.

  Ég veit samt ekki alveg hvort ég kaupi það að Liverpool sé það desperate að selja Carroll að þeir eru tilbúnir að tapa 20m á honum og hafi eytt öllum gærdeginum eða deginum áður í að hringja í einhver félög og biðja þau um að kaupa hann. Mér fannst þessi ummæli Rodgers um Carroll um daginn vera frekar á þá leið að hann skoraði á hann að sýna fyrir sér að hann getur fittað inn – svo ég held að ef Carroll muni ekki gera það og komi til með að vera seldur þá muni það ekki vera næstum því strax, frekar í lok júlí/byrjun ágúst.

  Ég vona að ef peningar Liverpool eru svona hrikalega takmarkaðir að Rodgers komi til með að skoða alla þá leikmenn sem Liverpool hefur upp á að bjóða og sjái hvað hann getur notað af þeim og hvað ekki. Það að selja 6-7 leikmenn og kaupa svipað marga er ekki auðvelt né ódýrt og því vona ég að hann muni sjá hvort hann hafi einhverja “rotation” leikmenn sem hann getur notað sem eru nú þegar hjá félaginu og notist við þá (sama hvort þeir heita Carroll, Downing, Adam eða Joe Cole, o.s.frv.) frekar en að selja þá eitthvað ódýrt og þurfa að kaupa þá dýrari inn í staðinn.

 134. Ein pæling hérna.

  Nú er Bellamy sterklega orðaður við Cardiff. En það kom fram viðtal við Rodgers um daginn þar sem hann sagði að allt væri í fínu á milli þeirra og að hann væri hrifinn af Bellamy sem leikmanni. Líka það að er mjög gott að Bellers sé LFC fan og væri til að leggja sig allann fram fyrir klúbbinn. Rodgers segir að Bellamy sé akkúrat sú týpa sem hann vilji hafa í liðinu.

  Hvað breyttist eiginlega? Við erum ekki að fara selja Bellamy dýrt og hann var með markahæstu mönnum á síðasta tímabili. Í rauninni var hann einn af fáum sem voru virkilega að spila vel.

  Hvað gerðist nákvæmlega eftir viðtalið er svo stóra spurningin. Er þetta stjórnin sem er að neyða BR að selja hann (til að rýmka fyrir yngri leikmönnum og launakostnað)? Eða er það Bellamy sjálfur sem vill þetta (kannski ósáttur við að Dalglish var rekinn)?

 135. 159

  Launakostnaður myndi ég halda. Ef FSG ætla að leggja út 20 milljón pund fyrir leikmönnum, óttast ég að þeir ætli að ná þeim til baka með að skera niður launakostnað. Þeir voru lúmskir í fyrra og náðu stórum hluta af þessum rúmi 30 milljón pundum sem þeir eyddu umfram sölur til baka, með miklum hreinusunum og að lána Aquilani og Cole.

  Engu að síður er ég hóflega bjartsýnn fyrir leiktíðina.

 136. Ég held að Bellamy væri alveg til í að enda ferilinn hjá Cardiff en sem fan á Liverpool líka þá ætti ekki að vera vandamál að halda honum áfram myndi ég telja.
  En ef það er rétt að Brendan verði að selja Carrol til þess að eiga nokkrar millur til þess að kaupa aðra leikmenn þá er hann kominn í nákvæmlega sama pakka og Benitez þegar að gilletoghicks áttu félagið.

  Ég neita að trúa því að maðurinn fái ekki allavega 30-40 millur til þess að versla fyrir. Þú færð ekki vinstri bak, backup fyrir Lucas og kantmann fyrir 10 miljónir punda ef þessar sögur eru réttar.

 137. Ég hef enn sem komið er takmarkaða trú á því að Carroll fari en reynslan hefur sýnt manni að allt getur gerst.

  Þó ber að hafa það í huga að ef dæmið er sett upp á þann hátt sem Liverpool hefur barist mikið fyrir varðandi kaupverðið á Carroll og Torres söluna þá lítur dæmið öðruvísi út.

  Torres seldur á 50 milljónir punda – Carroll keyptur á 35 milljónir punda. Hagnaður Liverpool á skiptunum 15 milljónir punda. Þetta var last minute díll og Liverpool gerði þá kröfu að hagnast um 15 milljónir punda. S.s. nýr striker og 15 milljónir fyrir Torres. Ef svo Carroll er seldur á 15 milljónir punda núna þá má með Pollýönnu gleraugum líta svo á að hagnaður af Torres sé 30 milljónir punda. Sem satt best að segja er gott verð fyrir hann miðað við allt og allt ( þrátt fyrir titlasöfnun síðan hann fór).

  Þetta er eina leiðin sem ég finn til að réttlæta þessar slúðurfregnir. En að lána hann finndist mér algerlega útí hött og myndi stefna í annað AA dæmi.

 138. Ef að Carrol fer núna sýnir það bara það hversu stjarnfræðilega vitlaus þessi kaup voru á sínum tíma. Kaupverðið var afsakað með einhverjum fáranlegum reikniformúlum sem náðu ekki nokkurri átt.
  Kaupin sett í samhengi: Þú átt jeppa sem er metin á 4 millj. og þú ætlar að fá þér fólksbíl í staðinn sem er metinn á 2 millj. Þú nærð að selja jeppann á 5.5 milljónir og þá finnst þér í góðu lagi að borga 3,5 millj. fyrir fólksbílinn að því að þú gerðir svo góðan díl með jeppann!!!
  Það eina sem hefði afsakað þennan gjörning væri ef eigendurnir ættu endalaust af peningum, sem þeir eiga greinilega ekki.
  Þannig að ef að hann fer en núna erum við að tala um ca 20 millj. punda tap eða þá upphæð sem fjölmiðlar segja að BR hafi á milli handana í sumar og er líklegast ekki langt frá raunveruleikanum miðað við hvaða menn eru orðaðir við félagið.

 139. Já eða þú átt jeppa sem er 4 milljón kr. virði og þú ætlar að kaupa þér prins póló á 100 kr. Svo á einhvern ótrúlegan hátt nærðu að pranga jeppanum þínum á mann sem þarf jeppa strax á 5,5, milljón kr., þá finnst þér allt í lagi að borga 1.500.100 kr. fyrir prins pólóið af því að þú gerðir svo góðan díl á jeppanum.

 140. Eitt sem hefur vakið forvitni mína upp á síðkastið varðandi Raheem Sterling sem flestir telja vera mesta prospect Liverpool undanfarin misseri. Hvernig stendur á því að hann sé ekki í U19 landsliðshóp Englendinga sem er í undanúrslitum Evrópumótsins? Sterling er fæddur 1994 en hámarks aldur fyrir þetta lið er leikmenn fæddir 1993. Ef hann er það mikið efni af hverju er hann þá ekki í þessum hóp? Conor Coady og Jack Robinson eru í hópnum til að mynda.

 141. Fyrir mitt leyti byrjar B.R í stórum mínus í mínum huga ef hann selur eða lánar Andy Carrol

 142. Ég er ekki frá því að það hafi verið einhver örvæntingarfnykur af kaupunum á Carroll á sínum tíma. Torres gerði okkur náttúrulega engan sérstakan greiða með því að óska eftir sölu rétt áður en glugginn lokaði. Auðvitað þurfti nauðsynlega að fylla skarð hans með einhverjum hætti. Carroll var búinn að sýna ágætis tilburði í deildinni þann vetur, skora í ca. öðrum hverjum leik og því var rokið til og veðjað á hann. Eins og við vitum hefur hann engan veginn náð að uppfylla þær væntingar sem til hans voru gerðar.

  Allar þær fréttir sem maður hefur síðan séð um það að hann sé duglegur í bjórnum og annað gefur manni vissa hugmynd um að hann sé ekki alveg með hausinn í það að verða toppleikmaður. Held að þessi 35 milljón punda verðmiði hafi ekkert hjálpað honum neitt í þeim efnum heldur, bara aukin pressa á mann sem er að stíga sín fyrstu skref og skorti greinilega sjálfstraust sérstaklega til að byrja með.

  Og eins og einhver benti réttilega á í þessum þræði fór hann ekki að “blómstra” fyrr en undir lokin þegar pressan var í raun farin af liðinu og ekki orðið að neinu að keppa. Sú staðreynd að hann var inn og út úr liðinu finnst mér líka sýna að Dalglish treysti honum ekki 100%. Sú staðreynd að sá gamli fór og hélt í höndina á Carroll á einhverjum popptónleikum í fyrra segir nú eiginlega allt um traustið sem Carroll hafði hjá fyrri stjórnendum!

  Í ljósi alls þessa finnst mér ekkert einkennilegt ef BR vill losa sig við hann og fá þannig aukið fjármagn til að kaupa menn sem hann treystir betur í komandi verkefni og henta hugsanlega betur þeim leikstíl sem hann leggur upp með.

 143. Já en ekki má gleyma að það voru keyptir tveir leikmenn í þessum glugga, Carrol og Suarez. Ef við seldum þá báða núna, ætli við fengjum ekki svipaðan pening og við borguðum fyrir þá báða. Kannski 5-10 mills minna. Þannig mætti segja að fjárfestingin sem slík þennan gluggan hafi ekki verið alveg arfaslök.

 144. 169

  Eina sem ég sé út úr þessu er að þjálfarar liðsins telji hann ekki betri en þeir strákar sem valdir voru fram yfir Sterling. Mér fannst þetta bara svolítið sérstakt þar sem það er mikið búið að hype-a hann upp sem efnilegasta leikmann klúbbsins. Flestir leikmenn sem eru það efnilegir eru yfirleitt valdir í árgangana fyrir ofan sig.

 145. Hann er bara 17 ára og þeir nota svona unga stráka ekki 2 ár í röð á stórmótum.

 146. Mér finnst nú kominn tími á að menn þroskist aðeins hérna, menn drullandi yfir BR vegna þess sem slúðrið segir ? Man enginn eftir slúðrinu í fyrra ? vorum orðaðir við 66 leikmenn BARA Í JÚNÍ og enginn af þeim endaði hjá LFC. Þið eruð ekki knattspyrnustjórar Liverpool, svo þið takið engar ákvarðanir.

  ”If you can’t support us when we loose, don’t support us when we win”

  Þessi setning segir allt sem segja þarf, ef þið getið ekki sætt ykkur við ákvörðun sem félagið tekur, þá er kominn tími fyrir ykkur til að leita á ný mið.

 147. Jeg ætla að leyfa mér að vera jákvæður.

  Það er mjög uppörvandi að lesa viðtal við Raheem Sterling á opinberu heimasíðunni sem má alveg tala um. Þar er hann að tala um það að leikmenn njóti sín mjög vel á æfingum, Rodgers sé mjög jákvæður gagnvart öllum leikmönnum og vilji bjóða alla velkomna og halda öllum jöfnum innan liðsins.

  Það má bæta aðeins í kúlið hjá flestum okkar hérna. Örvæntingin er allsráðandi og það á að kaupa eins marga og dýra leikmenn og hægt er og helst í gær. Fyrir ári síðan var þetta gert. Félagið keypti dýra leikmenn sem lofuðu góðu bæði í sumar- og janúargluggunum. Liðið spilaði svo oft á tíðum vel og stjórnaði leikjum. Ef að liðið hefði svo unnið þá leiki sem það spilaði betur en andstæðingurinn hefði liðið mjög líklega náð meistaradeildarsæti og allir sáttir. Hins vegar fór sem fór, liðið vann ekki þessa leiki sem það átti að vinna og endaði þar sem það endaði. Miðað við þessa spilamennsku á köflum ætti hópurinn að vera góður, honum tekst bara illa að skora. Liverpool var með þriðju bestu vörnina í deildinni, sem verður að teljast nokkuð gott. Fyrir ári síðan þá vonaði maður og trúði því að liðið myndi ná meistaradeildarsæti og jafnvel öðru sæti ef að allt gengi upp. Hópurinn er sá sami, fyrir utan Kuyt, og ég leyfi mér alveg að hafa trú á þessum hóp. Miðað við það sem að Sterling talar um er liðið að sameinast í fótbolta; minni hlaup, meiri bolti. Það er batamerki og jákvætt. Þetta snýst um fótbolta. Við getum keypt endalaust af leikmönnum en það er ekkert meðal. Rodgers og hans fótbolti er hins vegar eitthvað sem getur læknað Liverpool Football Club.

 148. Við sem erum ekki með tvitter – og erum tæknilega heftir þegar kemur að allri tækni – þurfum að treysta á gamlar og reyndar leiðir til að fá sínar heimildir.

  Og þær segja að Maxi sé búinn að semja við Newell’s Old Boys í Argentínu – free transfer.

  Sömu heimildir herma að Borini sé búinn að samþykkja samning við Liverpool, og ekkert til fyrirstöðu að ganga frá þeim kaupum – 10 milljónir punda plús bónusar.

  Homer

 149. Tony Barrett á að koma inná það víst í Times á morgun að Rodgers sé að biðja Maxi um að vera áfram hjá liðinu. Plús að það hafi já verið samið um Borini fyrir 10.6 milljónir plús add ons

 150. Aðeins að Aquilani.

  Við megum ekki gleyma því að hann kom á erfiðum tíma hjá klúbbnum. Liðið átti frábært tímabil í deildinni árið áður og missti í kjölfarið sterkar stoðir í Alonso og Arbeloa. Hann átti að vera einhverskonar svar við sölunni á Alonso en þeir sem hafa eitthvað vit á fótbolta sjá að þar eru tveir gjörólíkir leikmenn þrátt fyrir að vera báðir titlaðir sem miðjumenn. Hann var mjög óheppinn hvernig hann kom inn í þetta þar sem hann var meira og minna meiddur og alltaf þegar hann var við það að hrökkva í gang komu minniháttar meiðsli í veg fyrir að hann næði mörgum leikjum í röð. Ég persónulega held að hann sé ákkúrat sá leikmaður sem gæti blómstrað undir stjórn BR þar sem hann er óhræddur að vera með boltann og hefur gott auga fyrir spili.

  Mæli með að þið sem hafið gleymt honum að glugga í þetta myndskeið – http://www.youtube.com/watch?v=q1xzDAdjcWE
  0:59 er augnakonfekt.

 151. Vona svo innilega að Aquilani spili með okkur næsta tímabil. Síðustu tveir stjórar gerðu að mínu viti mikil mistök að lána þennan dreng frá félaginu. Ég er farinn að halda að það séu örlög hans að spila fyrir Liverpool. Ég held með honum og hef fulla trú á því að hann geta nýst liðinu. Vonandi fær hann traust frá stjóranum.

 152. Sigga Marínó (Þór) í Liverpool, var bara með 3 mörk og 2 assist í kvöld í sömu keppni og Liverpool er í !!! Myndum fá hann á 50.000 pund

 153. Hér heima á klakanum hafa sumir velt því fyrir sér afhverju við ættum að kaupa Borini, sumir segja að Chelsea hafi látið hann fara því hann væri ekki nógu góður og svo framvegis..

  Ég vill meina að hann hafi farið frá Chelsea því hann vildi það sjálfur. Ekki það að Chelsea hafi viljað losa sig við hann því hann var ekki nógu góður. Chelsea gat ómögulega gefið honum sénsinn því þeir voru með stjörnur í hverri stöðu og Borini mjög aftarlega í goggunarröðinni.

  Hér er myndband frá því þegar hann var hjá Chelsea og hann minnir mann nokkuð á Morgan sem við eigum í okkar akademíu. http://www.youtube.com/watch?v=uRimBybtn_8&feature=related

  Svo var umræða um það hvort hann væri tilbúinn að spila fyrir Liverpool og svo framvegis. Persónulega er finnst mér hann vera tilbúinn því hann hefur sýnt það með Roma að hann kann að skora og duglegur að koma sér í færi. Hann þarf góða menn í kringum sig og það er einmitt það sem Liverpool hefur.

  Hér er myndband sem sýnir nokkur mörk með honum á síðustu leiktíð. http://www.youtube.com/watch?v=jqb9Z7kV6m8

  Annars þá er talað um að hann kosti okkur allt upp að 12m punda.. Ef það reynist rétt þá mun ég óska eftir mörkum frá manninum á næsta tímabili því það er ágætis upphæð.

  Enn og aftur er Liverpool að kaupa ungan og efnilegann leikmann, það er alls ekkert slæmt en auðvitað þurfum við að passa að eiga menn inn á milli sem hafa reynslu.
  Maxi hefur reynslu og auðvitað Gerrard, svo má ekki gleyma því að Suarez er að þroskast með hverjum deginum og bendir allt til þess að hann verði sjóðandi heitur þegar hann kemur til okkar eftir ÓL.

  Okkur vantar breiddina framávið og Borini eru góð kaup í breiddina. Mér finnst það vitleysa að selja/lána Carroll að svo stöddu en svo er bara spurning hvort BR sjái hann fyrir sér í leikkerfinu sínu.. það er stóra spurningin.

  Annars eru mín skilaboð til þeirra sem eru að fara á límingunum yfir því að Liverpool sé ekki búið að versla leikmenn og virðast vera að missa af vissum leikmönnum. Ekki örvænta.. BR er með plan og hann fer eftir því.. glugginn er opinn til sept. og þangað til getur hann keypt leikmenn til liðsins. Hann er að skoða leikmenn innan klúbbsins og vill ekki vera að flýta sér í að versla inn leikmenn ef hann svo þarf þess ekkert. Kemur allt með kalda vatninu 🙂

  Vill bæta því við að við getum verið stoltir af Þór fyrir að vinna 5-1 heima í dag! 🙂

 154. Sammála þessu!

  Rodgers: “Jordan got a wee bit of stick last year but do you know what, this is a boy who is 21 years of age.”

  “He’s come here for a bucket load of money, to a massive club, with massive expectation. He’s moved away from home, he’s on his own and he has to be a world beater straight away.

  “It was never going to happen. When I first saw him at Sunderland I thought ‘this kid is going to be a really good player’ – and this kid can play football.

  “If he is in a certain system – in an environment which is going to help him and educate him in the game – you will see he’s a player.”

 155. @187. 100% sammála líka. Drengurinn á eftir að sýna hvað hann getur.

 156. vill bara benta þeim sem GREINILEGA lásu ekki viðtalið sem var tekið við BR að hann sagði aldrei beint að AC væpri til leigu.. Hann var spurður út í mögurleikan og hann sagði að hann ætlaði ekki að sita og segja að hann yrði ekki lánaður ef hann yrði svo allt í einu lánaður þá yrði fólk segjandi á fullu að BR hafði sagt eitt en gert svo annað…..þess vegna yrði bara allt að koma í ljós… 😉

 157. 182, man svo vel eftir þessu, ef kuyt hefði náð að skora þarna þá hefði þetta verið eitt flottasta “liðsmark” í langan tíma 😛

Blaðamannafundur dagsins – opið

Kop.is Podcast #23 (Uppfært: Borini að koma!)