Liverpool – Chelsea 4-1

Ekki hægt að kvarta yfir síðasta leik Liverpool á Anfield þetta tímabilið, liðið yfirspilaði Chelsea og skoraði 4 mörk í sannfærandi sigri. Engin sárabót fyrir síðustu helgi en þó gaman að sjá smá líf í okkar mönnum. Liðið var reyndar ekkert að spila mikið öðruvísi en það hefur verið að gera oft á tíðum í vetur, við bara skoruðum núna og það lak ekki allt inn hinumegin. Pressuleysið líklega það sem ræður mestu þar.

Spearing og Enrique fengu gríðarlega óvænt hvíld eftir frábæra frammistöðu beggja um helgina og byrjunarliðið var svona:

Reina

Carragher – Skrtel – Agger – Johnson

Downing – Shelvey – Henderson – Maxi

Carroll – Suarez

Bekkur: Doni, Coates, Kelly, Spearing, Kuyt, Sterling, Bellamy.

Fyrri hálfleikur var í raun bara beint framhald af síðasta hálftímanum á Wembley, Liverpool var með Suarez og Carroll frammi og þeir gjörsamlega rúlluðu vörn Chelsea upp og eftir á er maður bara agndofa yfir því að Kenny hafi ekki þorað að sækja á Wembley á þessa brothættu vörn Chelsea.

Á 7.mínútu byrjaði Suarez að gera lítið úr John Terry er hann klobbaði hann og komst einn í gegn en skaut framhjá. Frábærlega gert hjá Suarez sem hefði þó mátt nýta færið betur.

Á 17.mínútu reyndi Branislav Ivanovic sem er frábær skallamaður að brjóta stöngina á Liverpool markinu eftir horn. Eins og svo oft áður í vetur slepptu varnarmenn Liverpool bara að dekka besta skallamann andstæðingana en í fyrsta skipti í vetur sluppum við með þetta.

Þetta gerði þó ekkert nema kveikja ennþá frekar í okkar mönnum sem voru að sundurspila gestina og á 20.mínútu gerði Suarez einfaldlega grín að Terry og mest allri vörn Chelsea er hann vann boltann út á hægri kanti og lék framhjá Romeu, þaðan fór hann á Terry eins og hann væri ekki þarna og klobbaði hann aftur. Þaðan hljóp hann upp að marki Chelsea alveg út við stöng og sendi boltann bara í Essien og þaðan fór hann í netið. Sjálfsmark en gjörsamlega í eigu Suarez.

Stuttu seinna sá Carroll hvað þetta væri létt með Terry og klobbaði hann bara líka en fékk ekki að fara framhjá honum líka, Terry fékk þarna gult fyrir brotið á Carroll og kórónaði hræðilega byrjun sína í leiknum…eða það hélt maður.

Á 25.mínútu fékk Maxi boltann og sendi slæma sendingu sem var ætluð Henderson, Terry virtist vera með þetta hinsvegar rann klaufalega og Henderson slapp einn í gegn og lagði boltann af öryggi í netið framhjá Turnbull í markinu.

Þremur mínútum seinna hélt veislan áfram er Carroll rústaði Terry í baráttu um boltann eftir hornspyrnu, Carroll skallaði niður og fyrir markið þaðan sem boltinn datt vel fyrir Agger og hann skallaði af öryggi í markið. 3-0 og 28.mínútur búnar af leiknum.

Stuttu seinna nýtti Carroll sér enn ein mistök John Terry og virtist vera kominn í gegn en nýtti færið illa. Hinumegin var bara líf í Liverpool manninum í þeirra liði en Fernando Torres kom sér í gott færi sem hann þrumaði í þverslánna.

Downing átti svo restina af fyrri hálfleik og hann náði að minna okkur á hið rétta Liverpool í vetur og var alveg á pari við liðið í vetur. Fyrst tók hann frábært skot fyrir utan teig sem hafnaði auðvitað í þverslánni. Svo í uppbótartíma fékk Carroll víti eftir að Ivanovic braut á honum og Stewart Downing af öllum mönnum í heiminum fór á punktinn. Hann gerði bara bæði í spyrnunni sem einkennir leik hans og Liverpool vel í vetur, klikkaði víti og setti boltann um leið í stöngina.

Í hálfleik voru Fowler og Barnes án gríns að taka víti með bundið fyrir augun…og voru auðvitað öruggari en Downing sem bara verður að kíkja til sálfræðings í sumar.

Fowler og Barnes að taka víti með bundið fyrir augun.

Seinni hálfleikur byrjaði ekki vel og enn voru gamlir draugar að minna á sig hjá Liverpool því að á 50.mínútu skoraði Chelsea mark eftir fast leikatriði. Aukaspyrna sem var send inn á teiginn fékk að lenda óáreitt á Ramires sem mokaði boltanum yfir línuna framhjá Reina sem bjóst ekki við snertingunni frá Ramires, hann er reyndar sjaldnast viðbúin þetta árið.

Okkar menn voru þó ekkert að velta sér upp úr þessu, komu sér aftur inn í leikinn og héldu áfram að pressa Chelsea sem þoldi það afar illa. Á 60.mínútu fékk Turnbull boltann einu sinni sem oftar og gerði mistök þegar hann sparkaði út og sendi beint á Jonjo Shelvey fyrir utan teig og hann þakkaði pent fyrir sig og bombaði boltanum í netið. Þetta mark varð til þess að tímabilið í ár er ekki það versta þegar kemur að markaskorun Liverpool á Anfield í sögunni, þetta hefur verið það slæmt. Að auki er þetta í fyrsta skipti á þessu tímabili sem Liverpool skorar 4 mörk.

Heldur róaðist yfir leiknum allt þar til Lukaku sem kom inná fyrir Sturridge fékk dauðafæri á markteig en skallaði beint á markið og í Reina sem gerði hreinlega vel í að verja frá honum. Hinumegin komst Carroll í dauðafæri en hitti boltann hræðilega þegar hann ætlaði að bomba að marki.

Á 83.mínútu kvaddi Maxi Rodriguez að öllum líkindum Anfield Road og fyrir hann kom Dirk Kuyt inná. Á sama tíma kom Sterling inná fyrir Downing og hann var í innan við 5 sek í að koma sér í færi sem hann setti yfir markið. Daniel Agger var svo rétt búinn að skalla fyrirgjöf Andy Carroll í netið í uppbótartíma en boltinn fór rétt framhjá. Meira gerðist ekki og besti leikur Liverpool á Anfield og jafnframt sá síðast á þessu tímabili staðreynd.

Niðurstaða: Við skorum 4 mörk en skjótum samt tvisvar í tréverkið og klikkum á víti, allt reyndar í boði Downing sem átti þar bara nokkuð eðlilegan leik á sinn mælikvarða.

Maður leiksins: Luis Suarez var búinn að vinna þetta á 20.mínútu þegar hann var búinn gera lítið úr John Terry og reyndar allri vörn Chelsea. Þessi leikur var ekki mikið að marka og engin sárabót fyrir leikinn um helgina en ungu strákarnir á miðjunni verða að fá hrós fyrir sinn leik líka, Henderson var góður og Shelvey mjög góður. Steven Gerrard held ég að verði ekki hugaður aftur sem miðjumaður á næsta ári, eða það vona ég a.m.k. ekki.

Síðasta leikskýrslan mín á þessu tímabili og mikið djöfull skal þetta vera jákvæðara á næsta tímabili, við segjum þetta á hverju ári en enn eitt svona tímabil hjá Liverpool er bara ekki í boði og næstu vikur og mánuðir verða stórir hjá okkar mönnum.

Babu

64 Comments

 1. Spurningin sem allir Liverpool aðdáendur hljóta að vera að spyrja sig: “Af hverju spilaði liðið ekki svona alla leiktíðina?”

 2. Skil ekki hvers vegna Kenny notaði ekki Carrol í byrjunarliðinu úr bikarúrslitum. Vitað var að Chelsea var í vandræðum með hafsenta og þeir myndu setja mikla orku í að passa Carrol. Það myndi opna fyrir aðra í liðnu. Þarna fékk hann falleinkunn.

 3. Því miður held ég að fólk sé að vanmeta áhugaleysi Chelsea manna á þessum leik. Nýbúnir að hirða bikar “af” okkur og eru að fara að spila úrslitaleik í meistaradeildinni.

  Sá ekki allan leikinn en það sem ég horfði á voru andlausir Chelsea spilarar sem minntu mann full mikið á liverpool liðið í vetur.

  Annars fínn sigur til að minna á það að við getum unnið á Anfield þrátt fyrir allt.

 4. Sælir félagar

  Æ þetta var frekar hressandi og gaman að sjá okkar menn rassskella þá bláu. Þó þetta sé engan veginn sambærilegt lið og við áttum í höggi við þá sá maður af hverju Carrol átti að vera inná allan þann leik. Fleira var það ekki í kvöld nema þakka Maxxi mörg frábær mörk á sínum tíma með liðinu okkar.

  Það er nú þannig

  YNWA

 5. Strákar sýnir þessu leikur kannski einkvað um KK, þegar öll pressa og lítið er undir deild og FA farinn veður og vind þá spilar Liverpool eins og Liverpool eiga að gera leik eftir leik, þegar mikið liggur undir í langan tíma og pressa skapast þá reynir á þjálfarann, þá þarf hann að sýna úr hverju hann er gerður, fyrir mér liggur þetta ljóst hann er ekki með þetta lengur blassaður kallinn því miður.

 6. 2 Daníel: Ég vil ekki taka neitt af góðri frammistöðu okkar manna en þetta Chelsea lið spilaði verr en nokkuð sem við höfum mætt á þessari leiktíð. Vörnin þeirra og markvarsla var hræðileg.

  Annars frábær leikur. Framherjarnir mjög flottir og báðir miðjumennirnir. Shelvey ætti nú að vera skrefi nær aðalliðinu sem lofar góðu. Maxi var hljóðlátur en átti frábæra stoðsendingu á Henderson í sínum síðasta leik fyrir Liverpool. Downing var hinsvegar hræðilegur eins og venjulega og vonandi var þetta vonandi líka hans síðasti leikur fyrir liðið. Vörnin stóð sig fínt en Chelsea ógnuðu svo lítið að það er erfitt að segja.

 7. Haha það er nú ekki annað hægt en að hlægja af þessu, fáránlegt hvað við getum verið svakalega góðir og svo næsti leikur/ir hörmung.
  En góður enda leikur á Anfield, vorum mjög flottir í þessum leik. Carroll og Suarez sönnuðu að þeir eiga bara að vera saman frammi. Og ungu strákarnir allir svaka flottir, líka Sterling þótt hann var stutt inn á, hefði samt viljað fá hann svona 10 min fyrr inn á.

  Maður leiksins að mínu mati var Shelvey, fannst hann stjórna miðjunni virkilega vel og góður að skila boltanum, svo skoraði hann líka gott mark.

  YNWA – In King Kenny We Trust

 8. Tek undir með Babu Shelvey var skemtilega góður í dag, ég hef trú á þessum strák, hann hefur margt gott, dreifir spili betur en flestir hjá okkur í dag og skapar sér færi með áræðni og kjark, hann á eftir að verða góður, gætuð þig séð fyrir ykkur vörnina svona næsta vetur Johnson Skrtel Coetes Agger, ég hef trú á þessari uppstillingu næsta vetur, þá verður Coetes búinn að aðlagast betur, fyrir mér er hann mjög hæfileikamikill miðvörður sem mun reynast okkur vel næstu ár.

 9. Takk fyrir Anfield hluta tímabilsins… þó það hafi vissulega tekið á að vera sannkristinn þennann veturinn… reyndar ekki ósvipað og þann síðasta. Carrol klárlega maður leiksins og upprennandi hetja á Anfield… “mark my words”. Shelvey minnti rækilega á sig og svo auðvitað litli, bilaði markaskorarinn okkar líka 🙂 Vona að síðasti leikurinn verði tekinn á sama tempói svo allir fari með hausinn betur stemmdann inn í sumarið. Vona svo að það gerist stórir hlutir í sumar. Takk fyrir mig KOP stjórnendur, þið eruð að verða fastur liður í tilverunni 🙂 Sjáumst í haust.. 🙂

 10. Flottur sigur en nokkur atriði engu að síður:

  Finnst dapurt að þrátt fyrir að Chelsea vörnin hafi verið á rassgatinu allan leikinn að senterarnir okkar hafi ekki náð að koma tuðrunni í markið. Voru báðir að spila mjög vel í þessum leik en come on við verðum að hafa sentera sem klárað færi betur en þeir sýndu í dag sem og á öllu tímabilinu.

  Rosalega er Henderson takmarkaður og í raun lítið spennandi leikmaður. Myndi alveg “gúddera” hann ef þetta væri einhver ungur strákur að koma upp úr akademíunni hjá okkur en við borguðum einhverjar tæpar 20 mill. punda fyrir þennan strák og hann er nánast búinn að spila hvern einasta leik í vetur án þess að hafa nokkuð unnið fyrir því. Shelvey er hinsvegar flottur. Borguðum einhverjar 2.5 millj punda fyrir hann þegar að hann kom frá Charlton og þetta er klárlega strákur sem gæti nýst okkur í framtíðinni.

  Svo skil ég ekki í Kenny að skipta ekki fyrr inn á í 4-1 stöðunni. Það er alltaf að verið að tala um að menn verði að fá tíma og reynslu og svo kemur svona gjörningur. Hvað á maður að gera þegar það eru 7 mínutur eftir? Fyrst að hann var að gefa Sterling sénsinn að þá verður hann að gefa stráknum að lágmarki 25 min, tala nú ekki um að vera 4-1 yfir!

  Er ekkert að reyna að vera neikvæður en maður er farinn að hugsa um næsta tímabil og að eru klárlega hlutir sem þarf að pæla vel í yfir sumarið.

 11. Ótrúlega gaman að fá svona leik, þó að Chelsea hafi verið með hálfgert varalið. Þetta vermir allavega um hjartarætur og lætur mann horfa með smá bjartsýni til næsta tímabils.

  Mér fannst allir leikmenn stíga upp um eitt skref í þessum leik nema Agger (sem er alltaf jafn solid) og Henderson (sem er alltaf jafn slakur – þó hann hafi sett gott mark í dag).

  Það er alveg ljóst að það þarf að skipta út ákveðnum mönnum í þessu liði fyrir meiri gæði. Það er til dæmis fáránlegt að Maxi sé yfir höfuð að taka spilatíma af mönnum eins og Sterling. Og að Henderson sé búinn að fá að hamast í allan vetur þegar að mikið efnilegri maður á borð við Shelvey er settur í lán (jafnvel þó hann sé 10 sinnum ódýrari).

  Ef að leikmenn taka sig til og vinna svolítið í sínum veikleikum í sumar auk þess að við fáum 2-3 nýja menn í hópinn þá er ég alveg handviss um að við munum eiga betra season á næsta ári … annað er varla hægt. Ég vil allavega efast um að liðið verði eitthvað betra þó að menn fari á eitthvað spending spree og kaupi nánast heilt lið … það tekur líka tíma að slípa það.

  Munum að þetta tekur tíma…

 12. Ég blæs á að Chelsea hafi verið “áhugalausir” í leik sem skiptir þá engu máli, því að þeirra eina von um að spila í meistaradeildinni á næsta tímabili fór endanlega út um gluggann í kvöld, neeeema að þeir vinni B. Muncen á Allianz Arena í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
  Sem er auðvitað möguleiki, en eitthvað segir mér að það verði ekki í þetta skiptið.

  Ení hú.

  Mikið rosalega var nú gaman að sjá sóknir Liverpool skila mörkum, vonandi er það eitthvað sem við sjáum mikið af á næsta tímabili.
  Flott að enda heimaleikja hörmungarnar með stórsigri, nú er bara að taka Gylfa og félaga í síðasta leik tímabilsins svo maður geti farið með smá bros vipru inn í sumarið.

  Til lukku öll : )

 13. Eru menn ekkert að grínast með Henderson hann var frábær í þessum leik og átti varla feilsendingu og með fullt af góðum hlaupum. Gríðarlegt efni þar á ferð og á eftir að verða frábær.

 14. Sælir strákar,
  sorry off-top en ég verð að fá að spyrja hér..

  ég verð staddur í London um helgina, er einhver staður betri en annar til að horfa á Liverpool leik þar? .. Helst semí barnvænn (lesist, ekki of sjabbí bar) þar sem ég verð með dóttur mína með mér .. Anyone ? Ideas ? .. Verð í nágrenni Hyde Park , .. Paddington …

 15. Ég ætla að taka þann pól í hæðina að fagna glæstum sigri okkar manna í kvöld. Finnst sumir hérna ekki geta verið jákvæðir í garð liðsins. Skulum ekki gleyma því að Chelsea hafa verið á flugi undanfarnar vikur, unnið stóra sigra m.a. gegn Tottenham úti, auk þess sem þeir slógu Barcelona út úr Champions League. Þar að auki höfðu þeir að mun meiru að keppa í þessum leik, þeir urðu að vinna til að vera enn í baráttunni um meistaradeildarsæti.
  Chelsea spiluðu einfaldlega ekki betur en andstæðingurinn leyfði í kvöld. Við lékum fantavel á köflum og hefðum getað unnið ennþá stærri sigur.
  Það hefur ekki verið margt til að gleðjast yfir í vetur, reynum a.m.k. að fagna þegar glæstir sigrar vinnast!

  We love you Liverpool we do,

  we love you Liverpool we do,

  we love you Liverpool we do,

  ooooooh Liverpool we love you!

 16. Alveg er það merkilegt hvað þetta lýtur alltaf betur út þegar sumir miðjumenn eru ekki með,ég ætla ekki nefna nein nöfn en tveir þeirra byrja á S. Henderson og Shelvey voru þrusu góðir og hefðu átt að fá tækifæri fyrr.Takk Anfield fyrir veturinn sem er búinn að vera andskoti strembinn,vonandi gengur okkur betur næsta vetur.
  YNWA

 17. 18 Ég er svo sem ekki vel að mér í þessum málum en ég held að þú eigir ekki eftir að geta séð leikinn í beinni þarna úti. Allir leikirnir náttúrulega spilaðir á sama tíma og ég veit það allavega að Swansea-Liverpool er ekki sjónvarpsleikurinn þennan daginn. Gæti samt haft rangt fyrir mér og kannski gæti hann náðst einhvers staðar.

 18. vá hvað það verður sæt ef Chelsea tapar ámóti Bayern þá er minnsta sárabindandi að hafa unnið þennan sigur sem merkir að Chelsea verða ekki í meistaradeildinni næsta season 🙂

 19. Yndislegt ad Kenny setti Spearing og Enrique ur lidinu og i raun Bellamy lika.
  Skil ekki ennta afhverju vid pressudum ekki tetta lid i bikarnum. Teir eru lelegir ad spila ur vorninni. Mer fannst Carroll frabaer i kvold og Suarez er snillingur. Terry sefur ekki i nott. Stemmingin a vellinum storbrotin…

 20. 21 , takk Óli fyrir svarið .. Já það er satt , það getur vel verið .. en ég myndi sætta mig við að sjá City leikinn ef hann er sýndur e’h staðar , og sjá þá taka titilinn af Utd : ) .. einhver?

 21. Þetta var mikið ljúfur og góður leikur svona í alla staði og ég hafði bara mikið gaman af þessu, ekkert óþarfa leiðinda stress heldur bara allt svo gott eithvað. En rosalega fannst mér Carroll vera kominn í gott form, hljóp alveg allan leikinn aftur í vörn og svo aftur fram, barðist á miðjunni og var allstaðar og líka orðinn bara grennri en hann var sýndist mér. Hlýtur bara að komast á EM í sumar eða ég vona það nema ef Hodgson beri sárar tilfinningar til Liverpool? neeeiii…. og þó, stuðningsmenn Liverpool hafa nú verið full dónalegir við hann.

 22. Glæsileg úrslit…en djöful var léleg mæting á Górillunna í kvöld 🙁 Staðurinn hálf tómur og stemmingin eftir því…ég hélt að menn myndu nú mæta á síðasta heimaleik liðs síns og sýna að við styðjum okkar menn sama hvernig staðan er. Það virðist ekki vera málið.

 23. Margir flottir fótboltabarir uppi á Piccadilly Circus svæðinu í London, en sennilega er enginn leikur sýndur…

  Að leiknum í kvöld. Bara Amen minn kæri Kenny. Það var bara ekkert varalið í miðri vörn Chelsea þar sem Carroll og Suarez bara stútuðu hafsentaparinu sem var á Wembley. Suarez með sína fótafimi og Andy Carroll bara algerlega awesome í öllum sínum aðgerðum, átti bara eftir að skora. Shit hvað þessi strákur er búinn að bæta sig gífurlega í vetur – hann og Suarez munu sko heldur betur hræða líftóruna úr varnarmönnum á næstu árum ef svo fer fram sem horfir.

  Henderson fannst mér leika mjög vel í dag, er bara alls ekki að skilja þá sem pirra sig á þessum strák. Hann er alls enginn kantmaður, en þegar hann fær að vera inni á miðju vinnur hann fullt af boltum, á fáar feilsendingar, virðist geta hreyft sig endalaust, brýtur ekki mikið af sér. Semsagt svona “no-nonsense” leikmaður sem spilaði bara að mínu mati ákaflega drjúgt í kvöld, sér í lagi í varnarvinnunni. Hann er t.d. að mínu mati töluvert betri á sínu aldursári nr. 22 en ákveðinn Brassi var á sínum tíma!

  Maxi gerði lítið en Downing reyndi, held að við höfum öll átt erfitt með að horfa á karlangann eftir vítið. Hann reyndar held ég fékk skrifaða á sig stoðsendingu í kvöld, held að hann hafi átt sendinguna á Henderson. Hvað verður um hann kemur í ljós í sumar en mér finnst ekki ástæða til að losa hann frá, hann er að ganga í gegnum ótrúlegt mótlæti en hefur barist áfram í gegnum mótvindinn og ég vona enn að hann finni töfrana í skónum á næsta ári.

  Varnarlínan var bara feykiörugg, fer ekki ofan af því að þarna voru okkar bestu fjórir varnarmenn á ferð eins og spilast hefur síðari hluta vetrar. Þvílíkur munur að vera ekki með lokuð augun í hvert sinn sem Chelsea fór upp vinstri vænginn okkar, Carra lék mjög vel, fórnaði sér, barðist og stjórnaði. Agger er auðvitað enginn bakvörður en leysir þá stöðu 1000 sinnum betur en Enrique hefur gert að undanförnu.

  Jonjo Shelvey er feykilega spennandi leikmaður, það er búið að vera ljóst í allan vetur. Þessi strákur er á 20.aldursári en er svo graður í boltann, hleypur svo mikið og berst að hann líkist bara einum sem ég hef séð áður, en sá hefur náð langt hjá okkur. Markið hans var frábær afgreiðsla og ég held að það hljóti að vera klárt eftir undanfarnar vikur að það verður hlutverk fyrir þennan strák á komandi árum.

  En eftir stendur eitt ennþá sterkar í mínum huga.

  Hvers vegna í ósköpunum stillti þjálfarateymið ekki upp leikkerfinu 4-4-2 með þessa monsterframherja okkar á Wembley. John Terry hefur aldrei verið tekinn svona í gegn í leik gegn Liverpool, ég held án gríns að Carroll hafi unnið alla bolta í loftinu hann fór í og eftir 25 mínútur var hafsentapar orðið svo ráðvillt að vandræðin dreifðust um leikmannahópinn. Vissulega þýðir þetta leikkerfi að við erum opnari varnarlega, en vá hvað við fáum af færum. Hápressan var frábær og þessum leik var stútað á flottan hátt. Vissulega engin sárabót, en þó! Kenny. Ef þú verður áfram þá er þarna lærdómur sem þarf að síga inn taktískt takk.

  Það er auðvitað ekki hægt að líta fram hjá þeirri staðreynd að í öllum leikjum þar sem Fernando Torres hefur komið við sögu gegn okkur (kom ekki inná í sekúndu á Wembley) hefur hann tapað og enn ekki skorað mark. Gat reyndar ekki annað en vorkennt honum þegar hann skaut í þverslána á markinu á Kop-stúkunni sem fagnaði þá nærri meira en þegar við skoruðum og í andlitið fékk hann töluvert af “ógleðistáknum” og háðsglósum.

  Ef dæma á leikinn í kvöld, hvað þá ef að við skoðum frammistöðu þeirra framherja að undanförnu sem léku nú númer níu í liðinu er öllum heiminum ljóst held ég hvor klúbburinn lítur betur út í dag. Þetta 7.flokksmark Torres á Nou Camp hefur vissulega létt einhverju af honum, en ég er fullviss að í lestinni eða rútunni á leið niður til London er hann virkilega að velta fyrir sér hvað í ósköpunum hann var að gera.

  Og svei mér ef hann verður ekki bara á einhverri sólarströnd að horfa á Andy Carroll spila á EM í sumar. Ég ætla bara að leyfa mér að brosa út í annað með það!

  Rock on – Swansea næst og þá auðvitað síðasti leikur tímabilsins. Mikið vona ég að við fáum fleiri eins og í kvöld á því næsta!!!

 24. Jæja Maxi þakkar fyrir sig á Twitter.
  Maxi Rodríguez ? @MR11ok

  Thank you very much to the people of Liverpool for much love

 25. skemmtilegt stat:

  Tímabil: 2007-2008 Síðasti heimaleikur sigur 1-0 ámóti Man City 4. sæti

  Tímabil: 2008-2009 Síðasti heimaleikur sigur 3-1 ámóti Tottenham 2. sæti

  Tímabil: 2009-2010 Síðasti heimaleikur tap 2-0 ámóti Chelsea
  7.sæti

  Tímabil: 2010-2011 Síðasti heimaleikur tap 2-0 ámóti Tottehham
  6.sæti

  Tímabil: 2011-2012 Síðasti heimaleikur sigur 4-1 ámóti Chelsea
  8-9 sæti (líkleg sæti þar sem tímabilið er ekki búið)
  Sjá má þessu stat er þessi sigur er okkar fyrsti síðasti heimasigur
  síðast liðin tvö tímabil og með undantekningu þetta
  tímabil þá höfum lend í góðum sætum eftir hafa unnið síðasta
  heimaleikinn.
  Plús ef maður horfa á leikir og úrlits á liverpool.is
  http://liverpool.is/Season/Season.aspx
  þá má sjá líka Liverpool hefur bara tapað 3 síðasta heimleik síðan tímabilið 1999-2000 en höfum líka þó gert nokkur jafntefli en skemmtileg við þetta stat er síðast liðin tvö tímabil höfðum tapaði tvo síðustu heimaleiki en Liverpool hafði ekki tapað síðasta heimleikinn síðan tímabilið 2002-2003 0-1 ámóti Man City.
  Svo kannski er þetta merki á því að næsta tímabil verður miklu betra.

  heimildir: Liverpool.is og wikipedia síða Liverpool
  p.s má vera þessi stat gæti verð röng gaman er sjá Liverpool vinna á Anfield síðast liðin

 26. nr28 “[Henderson] er t.d. að mínu mati töluvert betri á sínu aldursári nr. 22 en ákveðinn Brassi var á sínum tíma!”

  Góður póstur, en ég er svo innilega ósammála þessari tilvitnun. Þegar Lucas var 22 ára voru Liverpool að leika sitt besta tímabil í deildinni í mörg ár. Lucas var ekki fastamaður þá en átti margar fínar innkomur og var oftast góður þá leiki sem hann byrjaði. Árið eftir dalaði frammistaðan hans reyndar. Þó var ljóst að Lucas var fyrst um sinn ekki að fitta vel inn í ensku deildina, komandi frá Brasilíu þurfti hann frekar langan aðlögunartíma. En ljóst var að þessi drengur hafði mikla hæfileika og Henderson kemur illa út úr þeim samanburði.

  Hins vegar var þetta deildarleikur númer 37 sem Henderson kemur við sögu. Hefur byrjað þá flesta, ekki alla. Að mínu mati er þetta aðeins annar leikurinn í deildinni sem hægt er að segja að Henderson leiki vel. Nokkrum sinnum hefur hann verið sæmilegur, en oftast sorglega lélegur, jafnvel þó hann hafi leikið inni á miðri miðjunni. Ég er ekki að afskrifa þenn dreng, en engu að síður hefur hann ollið mér alveg gríðarlegum vonbrigðum í vetur, eins og reyndar margir aðrir. Þetta er hans þriðja tímabil sem byrjunarliðsmaður í úrvalsdeild, svo hann er nú kominn með nokkra reynslu. Svo stígur hann upp núna í þessum leik, þegar lítið sem ekkert er í húfi, eftir að hafa nánast falið sig, með hendur í ermum, í öllum þeim leikjum sem liðinu var fyrirmunað að koma helvítis boltanum í netið.

 27. Drullu slæm nýting, 1 mark úr 6 vítum. Hefðum við skorað úr þessum vítum hefðum við fengið 8 stig í viðbót þ.e.a.s ef leikurinn hefði spilast eins eftir það. Jú við værum þá 1 stigi á eftir Chelsea með 60 stig og þá einu sæti ofar enn núna 7.sæti. Ef maður talar svo um stangarskotin….. hvað voru þau eiginlega mörg 40-50 veit það einhver???? Frekar svekkjandi að hann skildi ekki leka inn nokkru sinnum á Anfield því að 4 sætið er með 66 stig og 3 sætið er með 67 stig. Jú það er víst endalaust hægt að tala um, hvað ef o.þ.h. en mér finnst við hafa oft á tíðum (ekki alltaf) spilað þokkalega skemmtilegan bolta í vetur sem ætti líka að vera árangursríkur. Ég held að frammtíðin sé þokkalega björt og geri ráð fyrir því að það verði smá mannabreytingar ekki miklar en engar stórstjörnur eru að fara að koma. Hvað Kenny varðar þá einfaldlega veit ég ekki hvað sé best í því máli, ég held að við ættum að gefa honum eitt ár í viðbót þó að ég hafi ekki alltaf verið sammála öllu sem hann hefur verið að gera inná vellinum í vetur þ.e.a.s byrjunarlið og innáskiptingar. Þetta var fyrsta heila tímabilið hjá Kenny í mörg ár og karlinn svolítið ryðgaður og hefur hann örugglega lært mikið á því, eigum við bara ekki að gera ráð fyrir því að ryðið sé farið og við spilum okkur uppí topp 4 á næsta tímabili með betri nýtingu á vítum og skotum utan af velli.

 28. LOLOLOL menn farnir að lofsyngja Carroll og Hendo, sömu menn, vil ekki nefna nöfn (get það samt auðveldlega), og þeir sem hafa hraaaaaaauunað yfir þá í allan vetur.

  En flottur leikur, dautt yfir Chelsea en það á samt ekki að þýða að þeir láti valta yfir sig. Framherjaparið er bara að virka, Carroll+Suarez, þetta er blanda sem er að virka og mun virka enn betur ef við færum í 3 uppá topp held ég, 4 – 3 – 3, með Suarez, Carroll og svo einhvern svipaðan Suarez væri geðveikt. Láta bakverði um að gefann fyrir, láta djúpann (Lucas ofc.) sitja og svo Gerrard+Aquilani á miðjunni. Solid.

  Ágætt að enda þetta á Anfield með smá brosi, þetta þunglyndi sem hefur verið hérna á kop.is undanfarið er hrikalegt. Hvernig væri að vera jákvæðir en ekki flegja sér á netið eftir hvern leik og hrauna yfir leikmenn sem þið elskið svo vikunni seinna. Gagnrýna og vera dáldið málefnalegir í stað þess að kalla menn(mann) ónýtt hross sem getur ekki hlaupið, og lofsyngja hann svo þegar hann virkar einsog allt stefndi í. Afhverju ættu þeir hafa hafa trú á verkefninu ef stuðningsmenn missa hana við fyrsta mótlæti.

 29. Hefði frekar viljað tapa þessum leik sem skiptir engu máli og vinna síðasta laugardag! Af hverju gat KK ekki tekið mið af fulham leiknum eða bara síðustu leikjum og haft Agger í bakverði því Enrique er búin að vera hræðilegur undanfarna mánuði sem og jay Spearing, segir kannski mikið um kónginn sem manager. Óafsakanlegt að hafa þá í byrjunarliði í svona mikilvægum leik þegar tímabilið í heild sinni var frekar mikið í húfi.

  Annars flottur sigur í kvöld en hann er ekkert hjálpa manni að komast yfir FA tapið, þetta var líka b-lið Chelsea en jákvætt að Torres komist í það allavega.

  Vonandi eru bjartir tímar framundan og við fáum að sjá úr hverju John Henry og co eru gerðir í sumar.

  áfram liverpool og áfram bayern eftir 2 vikur

 30. 27 – eina ástæðan fyrir því að ég nennti ekki að fara á “heimavöllinn” er sú að á stærsta leik ársins, um síðustu helgi, varð ég frá að hverfa vegna Arsenal manna sem sátu sem fastast eftir Arsenal leikinn og héldu fremstu borðunum. Fór á hverfispöbbinn þar sem við fengum frábær sæti í fínni stemmningu – hélt mig við sömu uppskrift í gærkvöldi, að undaskyldri fíluferð á Górilluna.

  Er það nú heimavöllur – Arsenal menn í “the kop” :o)

 31. Mér fannst þetta flott spilað hjá okkar mönnum í dag.
  Sérstaklega voru ungu strákarnir að spila vel Jojo/Henderson/Carroll

 32. Ein setning í þessari ágætu umfjöllun segir allt sem segja þarf. “…með Suarez og Carroll frammi og þeir gjörsamlega rúlluðu vörn Chelsea upp og eftir á er maður bara agndofa yfir því að Kenny hafi ekki þorað að sækja á Wembley á þessa brothættu vörn Chelsea.”

  Sýnir hugsanlega hvað mótlætið dró kjarkinn mikið úr Kenny sem gæti, líklega án þess að vita það sjálfur, hugsaði meira um að tapa ekki en vinna.

  En Chelsea á ekki á góðu von í Munchen að mínum dómi.

 33. Góður leikur hjá Liverpool og mjög gott að enda síðasta heimaleikinn á sigri. Þessir heimasigrar hafa verið sjaldséðir í vetur.

  Henderson og Shelvey voru frábærir á miðjunni. Mikið svakalega er á ánægður með þessa tvo. Henderson hefur vaxið jafnt og þétt á þessu tímabili og ég er fullviss um að þetta verði lykilmaður hjá okkur í framtíðinni. Sé fyrir mér að hann og Lucas muni mynda mjög sterkt miðjupar. Einnig er ég rosalega sáttur við seinni hluta tímabilsins hjá Andy Carroll. Ég verð að viðurkenna að ég hafði miklar áhyggjur af Carroll, því ég var bara ekki að sjá nein gæði í þessum leikmanni til að byrja með. Núna er hann loksins farinn að sýna hvað í honum býr og ég hlakka til að sjá hann mæta enn sterkari til leiks á næsta tímabili. Hann og Suarez eru líka byrjaðir að ná vel saman. Luis Suarez er stórkostlegur leikmaður og frábært að sjá hann stúta John Terry í þessum leik.

  En mér finnst að menn ættu aðeins að róa sig í þessum yfirlýsingum með liðsupstillinguna núna vs. þá sem við sáum í bikarúrslitaleiknum. Chelsea stilltu upp miklu sterkara liði í úrslitaleiknum, hugarfarið var allt annað og þá var gríðarlega mikið undir. Ótrúlegt að menn haldi því fram að útkoman á laugardaginn hefði verið nákvæmlega svona bara ef Kenny hefði stillt upp Carroll í framlínunni þá líka.

  Þetta er búið að vera fáránlegt tímabil í deildinni, en ég hef samt fulla trú á Kenny og þessum leikmannahóp. Líklega eru Kuyt og Maxi á útleið, þannig að það þarf að kaupa sterka leikmenn í þeirra stað, en annars vil ég bara sjá alla þessa leikmenn hjá Liverpool á næsta tímabili. Ég er fullviss um að á næsta tímabili verði þetta stöngin inn en ekki stöngin út. Þá er það bara að klára Swansea í síðasta leik tímabilsins svo það sé hægt að enda þetta á sæmilega jákvæðum nótum.

 34. Já já flott og gamann af þessum leik og þannig verður það næsta tímabil 🙂 Ég held að Che$$$$$$ fái engan bikar og MU ekki heldur þannig að við stöndum með 1 stk og bara gaman ef það reynist rétt hjá mér, það verður þá erfitt að bögga okkur. En við endum í 7-8 sæti og getum um kennt, slæm nýting úr vítaskotum, rammaskot sem gefa ekkert og svo hornspyrnur sem voru flestar hjá Liv og gáfu fæst mörk, eða þannig.

  Blockquote

 35. Þó að úrslitin í þessum leik skipti í raun litlu þá var nú samt gaman að sjá spilamennskuna og fínt að enda síðasta heimaleikinn á þessum nótum. Alltaf gaman líka að sjá leikmenn og starfsfólk taka hringinn eftir leik og þakka fyrir sig.

  Er mikið búinn að vera að spá í nýju mönnunum okkar og þeirra framistöðu þetta tímabilið. Hér koma menn, stundum mis pirraðir, og hrauna mis mikið yfir hina og þessa. Vissulega á mörg gagnrýnin rétt á sér enda hefur framistaðan ekki verið til að hrópa húrra yfir nema í deildarbikarnum. Reyndar líka í FA því það að komast í úrslit er ekkert slor sama þótt að annað sætið sé fyrsta tapsætið í bikarkeppnum 🙂 En ég held að það sé í raun mjög ósanngjarnt að fara að taka menn út eins og Hendo, Carroll, Downing og jafnvel fleiri og senda þá í holræsið fyrir þetta tímabil. Það er nefnilega bara alls ekki hægt að horfa fram hjá þeirri einföldu staðreynd að varla nokkur maður í liðinu okkar hefur átt afgerandi tímabil þ.e. að nánast allir hafa verið slakir. Og hversu gott ætli það sé að vera nýliði í þessu liði þegar allt er á rassgatinu? Efa að það sé uppbyggilegt.

  Fleira má taka inn í þessa umræðu eins og t.d. Suarez vs. Evra og allt það. Framkoma t.d. Ferguson í garð Suarez, þvæluna í FA og allt það sem kemur þaðan en ég nenni svo sem ekki að fara í þá umræðu aftur. Verð þó að koma fram með smá punkt og það er hvernig Suarez hefur verið að spila undanfarið og það var vel hægt að sjá mörg atvik í leiknum í gær. Þessi strákur er heldur betur að stíga upp. Það er auðvitað trekk í trekk reynt að koma honum niður í grasið og grísa á að hann sé stimplaður dýfari en núna er hann meir og meir farinn að standa þetta af sér og takið bara eftir því í markinu sem hann sækir þarna í byrjun. Held að þarna sé hann að taka þann pól í hæðina, eins og komið hefur verið inn á í PodCöstum hér, að eina leiðin fyrir hann til að spila áfram á Englandi sé að sýna á vellinum að hann sé betri heldur en Ferguson og Evra halda fram. Á vellinum getur hann sýnt þeim puttann með framúrskarandi spilamennsku.

  Núna er einn leikur eftir, sem skiptir hvorugt lið nokkru máli held ég. Í framhaldinu kemur að undirbúningi fyrir næsta tímabil. Ég, líkt og fleiri, hljóma eins og djúpristuð plata þegar ég segi að ég hlakka til næsta tímabils. Hlakka til að fá Lucas aftur. Hlakka til að sjá hvernig liðið verður bætt fyrir næsta tímabil. Hlakka til að sjá hvernig liðið kemur undan sumri, reynslunni ríkari eftir síðasta tímabil og sjálfsagt enn hungraðra í árangur enda einn bikar í hús, annar var innan seilingar. Leiðin getur samt bara ekki annað en legið upp á við hjá okkur.

  Komið með næsta tímabil takk fyrir…..þá getur maður líka farið út á leik 🙂

 36. Pirrar mig mikið að einhver sé að hlæja að því að menn breyti um skoðun á leikmönnum þegar þeir fara að fíla þá. Ég get bara ekki ímyndað mér hvað menn fá út úr því. Menn rifja upp algenga sögu af Lucas Leiva, en þeir hafa nú verið fleiri sem hafa þurft tíma til að sanna sig. Skrtel t.d. átti ansi brösuga byrjun á sínum ferli hjá félaginu og í raun mætti nefna Johnson líka sem leikmann sem átti erfitt fyrst um sinn hjá Liverpool.

  Ég veit satt að segja ekki hversu margir horfðu á Henderson spila fyrir Sunderland, ég er á því að ansi margir hafi séð upphæðina sem við greiddum og reiknað með því að við værum að fá tilbúinn leikmann sem væri bara með þeim bestu í deildinni. Það útskýrði meistari Sammy Lee frábærlega á árshátíð klúbbsins þegar hann ræddi um “innanlandskvótann” og þau áhrif sem hann hefur haft á verðmiða ungra breskra leikmanna. En aftur að Jordan, hann fékk blaðastimpil á sig, “The New Gerrard” sem var arfavitlaust, aggressívheit SG eru mun líklegri að komi fram í Shelvey, og það hjálpaði honum ekki. Síðast en ekki síst hefur hann verið látinn spila u.þ.b. 75% leikja sinna úti á kanti. Það virðist nú vera ansi algengt í nútímafótbolta að láta leikmenn hefja sinn feril utan “hryggsúlunnar” í liðinu, Steven Gerrard t.d. lék fyrst töluvert sem hægri bakvörður og mikið á kanti. En svo var hann færður innarlega. Hendo er bara hann sjálfur, hann er að mínu mati langsterkastur sem gamaldags miðjumaður (ekki DM eða AM) þar sem hann fær svæði til að vinna milli línanna eins og við sáum í gær.

  En við búum ekki ein við þetta vandamál, Phil nokkur Jones var keyptur með brauki og bramli til United í haust, hóf ferilinn þar vel í liði sem lék vel. Upp á síðkastið hefur hann mikið verið meiddur og hreinlega leikið illa þegar hann hefur verið með. Er ekki lengur á miðju eða í hafsent. Heldur hvar? Hægri bakverði. Aðalástæða þess að Henderson hefur spilað svo mikið er að í vetur eru langar fjarverur Lucasar, Gerrards og Adam – án þeirra hefði hann mun oftar verið á bekknum. Vonandi þýðir þetta bara það að þegar klúbburinn hefur keypt öflugri kantmenn og reyndari mennirnir okkar eru heilir muni Henderson vera tilbúnari. Ég veit ekki hvort við höldum í Adam, en ég er sannfærður um að Hendo verður um langa hríð.

  Og þá er hollt að rifja upp söguna af Lucas Leiva, sem barðist í gegnum ofboðslegt mótlæti og er nú orðinn einn af mikilvægustu mönnum klúbbsins. Það er afar ólíkt hvernig mönnum tekst að aðlaga sig, ég held t.d. að Hendo, Adam og Downing séu u.þ.b. að ná besta deildarárangri sínum í ensku deildinni og alls konar þrautaganga hjá klúbbnum hefur ekki orðið til að hjálpa þeim.

  En þeir hafa ekki endalausan tíma eða afsakanir og vel má vera að LFC vilji losa um einhverja þeirra. Ég sjálfur vona að þeim verði haldið en keyptir verði fáir frábærir leikmenn inn í hópinn og aukið gæðin töluvert. Þá vonandi fara þessir leikmenn enn hærra.

  Líkt og Carroll hefur sýnt nú síðari hlutann þegar hann fær að spila með almennilegum sóknartýpum eins og Suarez og Gerrard um leið og hann hefur lagt sig fram um að verða betri.

  Og svo það sé á hreinu þá á það ekki við um mig að ég sé nú að lofsyngja menn sem ég hef rakkað niður. Eini leikmaðurinn sem ég hef ekki trú á að ráði við að spila með LFC er José Enrique en kúrva hans hefur legið hratt niður á við eftir að mótherjar okkar fóru að lesa í hans veikleika sem eru klárlega þegar hann rekur boltann sjálfur upp völlinn og hryllileg varnarstaða hans þegar bolta er stungið á bakvið hann. Ég held í alvörunni að hans tími hjá LFC sé nálægt því á enda eftir frammistöðuna á Wembley og þegar ég hef horft á þennan strák síðustu 3 mánuðina hefur nafnið Konchesky jafnvel stundum dottið í kollinn á mér. Þannig að nú tel ég mikilvægt að vinstri bakvarðarstaðan okkar verði styrkt auk kantstaðanna beggja, en það fannst mér ekki í janúar.

  Það er líka eitthvað sem við þekkjum, þegar leikmenn byrja vel og sýna hæfileika en dala svo. Það er ekki skemmtilegt, nýjasta dæmið er sennilega Ryan Babel sem nú er aðallega þekktur fyrir að skrifa skemmtileg komment á twitter – ekki fastamaður í liði um miðja deild í Þýskalandi, mörkin þornuð og er ekki í 32ja manna úrtakshóp Hollands. Og það þótt að “slakir” þjálfarar Liverpool sjái ekki um hann lengur…

  En held við ættum bara að láta síðasta leik klárast því ég vona enn að eigendurnir haldi sig við þá vinnureglu sína að reyna að kýla mál hratt í gegn þegar kemur að þjálfurum og leikmannamálum, ekki síst skiptir það máli núna þegar margir okkar leikmanna verða á EM og ÓL í sumar.

 37. Sölvi #35

  Ekki vissi ég að Terry, Ivanovic, Malouda, Sturridge, Essien, Torres og Ramires væru í B-liði Chelsea. Þeir voru að vísu með Turnbull, Ferreira, Bertrand og Romeu þarna inná, en að sama skapi vorum við með menn sem að eru ekki búnir að vera að spila mikið hjá okkur heldur. Því finnst mér ekki sanngjarnt að vera að gera lítið úr þessum sigri með því segja að þetta hafi verið B-lið eða varalið chelsea þar sem að allir þessir menn hafa verið í aðalliðið þeirra í vetur að Turnbull undanskildum. Ef að við erum að tala um að Romeu, Betrand og Feirreira séu í varaliðinu hjá þeim geta Carra, Maxi og Shelvey alveg fallið undir sama hatt þar sem að þeir hafa ekki fengið mikinn spilatíma hjá okkur þegar að litið er á veturinn.

 38. 18

  Ég bý í London og er einmitt ekki langt frá Paddington.
  Ég mæli með tveimur stöðum, annars vegar The Redan, hann er á Queensway í Bayswater sem er svona 15 mín labb frá Paddington og hins vegar The Walmer Castle, hann er í Notting Hill sem er kannski 25 mín labb. Walmer Castle er kannski aðeins “fínni” en allt í góðu að vera með krakka á báðum stöðum.

 39. Elías #36 …. finnst samt frekar vafasamt hjá þér að mæta ekki á Górilluna vegna þess að þú fékkst ekki sæti á STÆRSTA leik ársins…..kl hvað mættiru ef ég má spurja?
  Það kom fram í upphitun fyrir þann leik að fyrstur kemur, fyrstur fær og að ef að menn eru að kaupa sér á staðnum er þeim heimilt að vera áfram 😉
  Langaði bara að benda á það…þettar var ekki stærsti leikur tímabilsins en c’mon…

  En þetta var flottur leikur, Carroll klár maður leiksins og Shelvey kemur þar á eftir.
  Terry var eins og belja á svelli allan leikinn og mikið rosalega fannst mér að Ivanovic og Essien hefðu átt að fá rautt í þessum leik…þá er verið að miða við brotin sem þeir frömdu í þessum leik.

  En flottur leik, eina sem vantaði uppá að Carroll myndi skora….þá hefði þetta verið fullkominn leikur 😉

  YNWA – King Kenny we trust

 40. Rosalega var gaman að sjá Sterling koma inná, brosandi hringinn, greinilega fullur stolts og gleði að fá tækifæri til að spila í þessari treyju, á þessum velli og gegn Chelsky. Þetta hefur liðið vantað í allan vetur meira og minna. Það er styttra milli hjartans og bros en menn gera sér grein fyrir. Spyrjið bara King Kenny að því!

  (Þessi pistill var í boði Hollywood, þar sem allt endar vel í lokin).

 41. Maggi #42. Flottur pistill, skemmtileg rýning og gaman að sjá hvað maður getur verið fljótur að gleyma hvernig ákveðnir menn byrjuðu í okkar frábæra klúbb.

  Alltaf gaman að koma hér inn á Kop og sjá hvað menn eru og geta verið ástríðufullir. Þetta er bara eins og Scouserarnir sögðu á LFC árshátíðinni í fyrra

  ,,Liverpool is more than a football club, it´s a way of life”

  Tökum síðasta leikinn án pressu og vonum að Carroll gulltryggi sig á EM, við erum í evrópukeppni á næsta ári og ærin ástæða til að hlakka til næsta tímabils.

  YNWA.

 42. Carra byjar, þá er það oftast sigur, og líka sem fyrirliði þá er þetta orðið 100%. Tölfræðin með og án Carra er skuggaleg.

 43. Gilli #43

  Ég er alls ekki að gera lítið úr þessum sigri ég sagði að ég hefði frekar viljað tapa þessum leik og vinna á laugardaginn. Ég er bara ósáttur við það að Kenny hafi ekki spilað Agger í bakverði í stað Enrique sam hafði verið slakur og haft Carroll upp á topp enda búin að vera öflugur undanfarið, í FA leiknum. FA bikartapið svíður enþá og sárt að sjá Liverpool pakka Chelsea saman í gær með Agger í bakverði(í stað enrique) og Carroll frammi

  Annars hélt ég að þetta væri b-lið Chelsea út af Torres var þarna

 44. Jæja félagar…

  Gat ekki skrifað fyrr því ég brosti svo mikið, þetta var svo ljúfur sigur hvort sem þetta var a,b eða c lið Chelsea og hvort sem Jón eða Sér Jón spiluðu með okkar mönnum. Þetta var okkar ástkæra lið eins og það er flottast og á meðan á þessu stóð gleymdi maður alveg stöðu liðsins í deildinni og líka tapinu á laugardag.

  Þetta var það sem framtíðin ber í skauti sér, þeir gáfust ekki upp heldur bara spýttu í lófana og unnu stórsigur á FA -bikarmeisturunum.

  Sumarið verður frábært sól og blíða allan tíman og nýjar fréttir berast frá Mekka daglega um að allt sé á uppleið, Haustið kemur og þá uppskerum við eins og við sáðum og njótum svo uppskerunnar allan veturinn og langt fram á næsta vor. Hver svo sem verður við stjórn og hver svo sem spilar með. Í vorhreingerningum sem fara fram á Anfield þessa daga finnast skotskórnir sem týndust og allir fara að skora , nema kannski Reina,

  Félagar ég veit þetta er bjartsýni og já ég er með sólgleraugu allan sólarhringinn en þetta er Liverpool og þar getur allt gerst. Setjið því upp sólgleraugun, farið að safna peningum því það verður gjeggjað á Anfield á næstu leiktíð og mörkin svo mörg að það þarf reiknivél til að finna út hvað þau eru mörg.

  Þangað til næst YNWA

 45. Ég er mjög bjartsýnn og jákvæður eftir leikinn!
  Menn (og vonandi konur) eru búnir að dásama þá báða hér að ofan svo erfitt verður að toppa það.
  Þeir félagar eiga tvennt sameiginlegt (fyrir utan það að vera pjakkar) er annars vegar frábær boltatækni og sendingargeta og hins vegar gríðarleg barátta og keppnisskap. Þessir kostir eiga eftir að tryggja þeim langt líf hjá Liverpool og trúlega eigna þeir sér miðjuna frá og með næsta tímabili ásamt Lucas.

  Svartsýnin fer til Downing. Ég hef horft á örugglega 30 leiki með Liverpool og hann hefur oftast verið ósýnilegur eða óöruggur. Ég er öruggur á því að hann sé búinn að vera lélegasti kantmaðurinn í deildinni…allavega er hann með fæst mörk og stoðsendingar miðað við spilatíma. Bara sorry, en hann getur ekkert greyjið fyrir utan það að hlaupa hratt sem einfaldlega er ekki nóg hjá klúbbi eins og Liverpool (ég hef séð Völu Grand hlaupa hratt).
  Gangi honum samt vel…bara ekki hjá Liverpool.

  Jákvæðnin aftur. Í þessum leik var í fyrsta skipti hægt að sjá hið nýja Liverpool lið sem hefur verið á teikniborðinu undanfarið. Ungu mennirnir stigu upp og gáfu okkur brot úr framtíðinni.
  Ég verð að viðurkenna að ég er farinn að efast um skoðun mína á Dalglish sem hafði verið skrifuð í stein síðustu 6 mánuði.

  Áfram Kóngurinn….held ég…….vonandi

 46. Maggi: Maxi gerði lítið en Downing reyndi, held að við höfum öll átt erfitt með að horfa á karlangann eftir vítið.

  Maxi átti stoðsendinguna á Henderson samkvæmt Goal.com. Downing fékk vítaspyrnu en klúðraði henni. Hversu lélegt er það?
  Maxi: 727 mínútur, 4 Mörk, 1 assist og með 25% conversion rate.
  Downing: 2416 mínútur, 0 mörk, 0 assist og með 0% conversion rate.

  Munurinn á þessum leikmönnum er sá að Maxi gerir hlutina á meðan Downing reynir. Downing er ekki góður leikmaður því góður leikmaður væri búinn að skora og eiga allavega 1 assist í 35 leikjum. Ég er heldur ekki frá því að Reina sé með fleiri Dribbles heldur en Downing. Því miður að þá er Liverpool með Downing heilkennið.

 47. Varstu búinn að velta þessum Downing-brandara lengi fyrir þér?

 48. Vá, djöfull eru þetta aumkunarverð svör sem ég fékk. Já Downing fékk að taka vítaspyrnuna. Merkilegt að það sé til fólk sem reynir að verja Downing, spurning hvort þið yrðuð ekki ánægðir með Cameron Jerome og Richard Dunne?

 49. Horfði á leikinn í kvöld.
  Hvað þurfum við að borga fyrir mann eins og Radamel Falcao???
  Sá er með þetta… og svo sá ég á youtube að hann kann heldur betur að taka víti líka 🙂

 50. Hahahahha… ég skellti uppúr þegar ég sá þessa einkunnargjöf hjá Daily Mail. Shelvey, Henderson, Suarez og Carroll með 6 á línuna meðan Ivanovic og Terry fá 8, stórkostlega fyndið!

  En já því miður var bara gult spjald á brotið hjá Essien og einnig á olbogann hjá Ivanovic. Ef þessi tvö brot verðskulda gul spjöld þá veit ég ekki hvað þarf að gera í dag til þess að fá rautt. Var kannski málið að Essien mistókst að brjóta Carroll og Ivanovic hitti ekki í trýnið á Carroll?

  En það sem mér fannst sjást greinilega í þessum leik var hvað Chelsea mennirnir hötuðu að spila á móti Carroll. Það gjörsamlega sauð á þeim þegar hann var nálægt. Ég gæti líka vel trúað því að það sé ekkert sérstaklega gott/þægilegt að dekka hann og verjast honum. Ég get ekki annað en hlakkað til að sjá næsta season ef þeir félagar, hann og Suarez, fá nú að byrja flesta leiki saman!

 51. Nr. 63
  Þetta verður líka í sölu hér á Íslandi og ég held að það verði á alveg samkeppnishæfum prís.

Liðið gegn Chelsea

Netrúnturinn – opinn þráður