Gerrard & Agger komnir í sumarfrí

Fyrst: Voru ekki allir búnir að lesa færslu SSteins um árshátíð Liverpool klúbbsins, og panta sér svo miða?


Meiðslafréttir: það er núna staðfest að Steven Gerrard er kominn í sumarfrí, en meiðslin sem tóku sig aftur upp fyrir síðustu helgi hjá honum munu halda honum frá út maí. Þá var Daniel Agger einnig kominn í sumarfrí eftir að hafa meiðst í liðböndum við hné gegn W.B.A. um síðustu helgi.

Glen Johnson og Martin Kelly verða frá í a.m.k. þrjár vikur áður en þeir geta spilað aftur og ég mæli með því að þeir fái að fara í sumarfrí líka. Það er ekki að miklu að keppa og fyrir mér er mikilvægara að þessir menn séu allir orðnir 100% á undirbúningstímabilinu í sumar heldur en að láta þá rembast út af engu núna.

Hvað segiði annars, væri ekki ágætt að hafa Insúa þessa dagana?

36 Comments

 1. Gefa þeim bara frí út tímabilið og taka engar áhættur. Þýðir ekkert að láta þá spila alltaf hálf meidda og láta þá meiðast endalaust aftur. Núna er bara markmiðið að halda okkur fyrir ofan Everton og byggja upp fyrir næsta tímabil. Það er kjörið tækifæri til þessa að gefa ungu leikmönnunum séns og ég vona að við fáum að sjá það í leikjunum sem að eftir eru.

 2. Það var þá tíminn til að fá ferð á Anfield í ammælisgjöf.. Djö mar..

 3. Er að spá í að fara búa mér til dagatal núna sem telur niður dagana sem eftir eru af þessu tímabili, sennilega meiri spenna þessa dagana að vakna á morgnana og krossa yfir einn dag í einu og sjá tímabilið klárast hægt og rólega heldur en að spá í það hvað okkar menn eru að gera.

  Mér finnst reyndar eins og okkar menn séu allir löngu komnir í sumarfrí.

  En mikið svakalega hlakka ég til sumarsins, hef það á tilfiningunni þessa dagana að sumarið verði hrikalega spennandi fyrir okkur Liverpool menn.

 4. Hey…. aldrei að gefast upp… það kemur maður í manns stað og nú förum við kannski að sjá eitthvað af ungu leikmönnunum spila. Það eru fullt af leikjum eftir og ég býð spenntur eftir þeim öllum og vill vinna þá alla. Ég er ennþá sannfærður um að við lendum í 5.sæti. YNWA

 5. Ég held við munum ekki sjá þessa ungu stráka fá tækifæri. Það er ennþá sjéns á Evrópusæti og Everton með yfirlýsingar um að ná okkur (4 stig skilja okkur að) svo við munum sjá áfram frekar varnarsinnaðar uppstillingar. Ég myndi vilja sjá okkur fara í 4 3 3 með Cole, Carrol og Suarez og Spearing, Lucas og Merieles. 4 4 2 með Merieles á vinstri kanti er ekki að virka.

 6. #10 Beggi. Jú á bekknum 🙂 Vil bara gefa Cole sjéns í nokkra leiki og sjá hvort hann nýtir það. Mér finnst Kuyt virka best í stóru leikjunum þar sem við erum ekki að sækja hratt og meira um miðjuhnoð.

 7. Upp með flanagan og Robinson, verða allavega ekki lélegri heldur en að hafa carragher í bakverðinum.

 8. Er það vitleysa eða hefur Gerrard verið lélegur á þessu tímabili og síðasta?

 9. Hvernig verður þá vörnin í næstu leikjum? Carra-Skrtel-Kyrgiakos-Wilson?

 10. Þannig í liðinu eru

  Hægri bak: Flannaghan

  Vinstri bak: Robinson

  Miðv: Wilson, Carra, Skrtel og Kyrki

  Ekki mjög góðir kostir þarna

 11. Mér finnst yfirgnæfandi líklegt að vörnin okkar verði Carra – Skrtel – Kyrgiakos – Wilson fram á vorið. Aurelio gæti spilað einhverja hálfleiki en hann endist aldrei nema 1-3 leiki áður en hann dettur aftur í meiðsli. Flanagan og/eða Robinson gætu hins vegar verið á bekknum og fengið að koma inná í einhverjum leikjum fyrir vorið.

 12. Reporters also wanted to know what Dalglish made of Basketball star LeBron James becoming a minority stakeholder in the club.

  “I don’t think he’ll be available for Monday, will he?” the boss joked

  Fleiri gullkorn.

 13. Við erum ekki á leiðinni í Evrópu, þannig að nú eiga kjúklingarnir að fá að breiða úr vængjunum. Ekki fleiri miðjumenn á kantinn og ekki fleiri miðverði í bakvarðarstöður. Eigum við ekki annars fleiri fleiri tugi ungra leikmanna sem eiga að geta hlaupið í skarðið?

 14. Þetta er alveg til að toppa þetta og síðasta tímabil sem hafa verið algjört djók.
  Vonandi fer þetta rugl að hætta allt saman!

 15. Eina sem að ég vil sjá á þessu tímabili er að við endum fyrir ofan Everton í deildinni! Annað væri algjörlega óásættanlegt!!

  En hversu lélegir þurfum við eiginlega að vera til þess að Everton endi fyrir ofan okkur? Var þetta ekki okkar lélegasta byrjun í deildinni í 60 ár eða einhvað?

 16. Inn með ungu strákana!! Reyna að fá sem mestu reynslu í þá svo þeir geti verið okkar aukabreidd á næsta tímabili!

  En leiðinlegur endir á slæmri leiktíð.. Vonandi að þeir jafni sig allir 100% og haldist betur út í framtíðinni.

 17. hræddur um það að Spearing og Lucas verði með miðjuna út tímabilið:/

 18. Gerrard er ekki meiddur fyrir 5aura Þetta er ekkert nema lygi hann hefu bara heimtað sumarfrí því tilhvers á hann að spila þessa leiki sem eftir eru gjörsamlega pointless og hann hefur vald innan liverpool til að gera þa’ð sem hann vill

 19. Ég get ekki trúað öðru en að Agger verði seldur í sumar. Okkar besti miðvörður má ekki vera meiddur meira en hálft tímabilið. Spái því að Agger hafi endanlega verið að smella sér á sölulistann með þessum meiðslum, þolinmæðin hlýtur að vera á enda.

 20. Daglish: At this particular moment in time I’m as good a player as Steven.”

  Hvaða læti eru þetta alltaf að henda Agger á sölulistann, í fyrsta lagi myndi enginn vilja borga neina fúlgu fyrir svona meiðslapésa og svo er hann alltaf mjög góður þegar hann er heill.
  Agger á ekkert að líða fyrir skort á breidd heldur á bara að nota hann þegar hann er heill og versla inn fleiri gæðaleikmenn svo allt fari ekki í fokk ef/þegar hann meiðist.

  Svo vil ég bara halda honum útaf þessu momenti 🙂
  http://www.youtube.com/watch?v=n0IUaLLbK3g

  Hvenær opnar markaðurinn annars? 1.júlí ?

 21. Glugginn á Englandi opnar á síðasta degi hvers tímabils þannig það er hægt að kaupa leikmenn í maí og júní. FSG gáfu út að þeir ætluðu að reyna að klára leikmannakaup í maí/júní svo þetta byrjar snemma hjá okkur.

 22. @suarezlfc7

  Leikmannaskiptaglugginn opnar 1. júlí ár hvert.

  Vissulega eru þreifingar og jafnvel samningaviðræður í gangi fyrir það en leikmaðurinn er ekki opinberlega skráður sem leikmaður félagsins fyrr en 1. júlí.

 23. Algjörlega off topic :); en þekkið þið eitthvað til þessa; einhver prófuð:

  http://www.tvpc-stream-pro.com/#how

  ekki alveg staðurinn til að ræða – en þið stjórnendur hendið þessu þá bara út. En gæti verið ein leið til að horfa á liverpool leiki.

 24. Hvað segja menn: haldið þið að Guðlaugur Victor hefði fengið tækifæri núna væri hann enn hjá LFC?
  Ég er ekki viss…
  Annarsvegar þá var hann fyrirliði varaliðsins og er að spila vel hjá Hibbs.
  Hinvegar þá finnst mér hann ekkert spes með u21.
  Hefði hann átt að vera lengur hjá LFC?

 25. glugginn opnar 1.julí og lokar 1 sept eða 31 águst fer eftir hvort að hann detti inn á helgi þá er lokað hjá enska knattspyrnu sambandinu:) hva segja með með að fá RAFA aftur hefur kenny þetta sem þarf??? mín skoðun er að Rafa er rétti maður fyrir Liverpool, rétt skipulag og hefur góð áhrif á leikmenn liðsins! svo afhverju er ekki búið að semja við Kenny! einfald hann er bara þar til sumars.

 26. Það er bara einn maður sem ég myndi vilja sjá í stjórastól Liverpool fyrir utan Kenny. Og það er hinn snjalli Boas, 33 ára gamall og gæti þess vegna verið jafn lengi hjá okkur og Ferguson hefur verið hjá United.

Árshátíð Liverpoolklúbbsins 2011

Opinn þráður