Viðtal við John W. Henry og Tom Werner

BBC Sport tóku í dag upp einkaviðtal við forsprakka NESV-hópsins, þá John W. Henry og Tom Werner. Viðtalið verður sýnt í heild sinni á BBC í hádeginu á morgun og við munum reyna að finna vídjó af því til að setja á síðuna ef við getum. Hins vegar hefur Dan Roan hjá BBC verið að birta nokkra áhugaverða punkta úr viðtalinu á Twitter-síðu sinni síðustu klukkutímana.

Meðal þess sem kemur fram í viðtalinu:

* Henry segist gera ráð fyrir að Roy Hodgson verði með Liverpool FC út þetta tímabil og einnig á næsta tímabili. Tilvitnun í Henry: “I have no problem at all with Roy Hodgson.”

* Tom Werner verður stjórnarformaður Liverpool FC. Hann tekur þá sæti í stjórninni ásamt Joe Januzewski (NESV-maðurinn sem er klikkaður Púllari og lét Henry upphaflega vita af möguleikanum á að kaupa félagið) og þeim David Ginsberg og Michael Gordon. Það eru þá fjórir NESV-menn sem munu sitja í stjórn félagsins og spurning hverjir fleiri munu fylla upp í auð sæti.

* Liverpool FC ætlar sér að kaupa bestu leikmennina á markaðnum. Henry: “We are definitely in the market for the highest calibre players.” Þeir lofa titlum og ítreka það loforð sitt að allur gróði af rekstri félagsins verður settur í að fjárfesta í félaginu aftur (leikmannakaup, leikvangur, o.sv.frv.).

* Tom Werner segist vera mjög hrifinn af hugmyndinni um að spila leiki erlendis. Hann segir að því mikilvægari sem leikirnir eru, því meira aðlaðandi sé að selja þá til erlendra landa. Þetta mun væntanlega setja af stað aftur alla umræðuna um möguleikann á að spila stöku leiki í Úrvalsdeildinni í stórum löndum utan Bretlandseyja.

Þetta er svona það helsta sem er komið í bili. Mæli með að menn fylgist með Dan Roan á Twitter. Og já, það virðist vera nokkuð niðurneglt að Roy Hodgson er kominn til að vera, þannig að menn þurfa kannski að anda aðeins rólega og fara að halda með karlinum aftur. Hann hljómar nokkuð öruggur í starfi út þetta tímabil, allavega.

54 Comments

  1. Á meðan við erum að vinna leiki þá hef ég ekki yfir neinu að kvarta varðandi Roy.
    Anda líka aðeins léttar fyrst Comolli er kominn, þá fær Roy ekki að ráða öllu einn í janúar 🙂

    Annars eru þessir eigendur að gera ágætis hluti, enn sem komið er.

  2. Maður er svona á bitrann hátt farinn að hlakka til að sjá, hvaða Poulsen-a og Konchesky, karlinn nær að landa í jan. Souness náði að toppa sig á hverjum leikmannamarkaði í slæmum kaupum og þar sem ég sé mikinn Souness í Hodgson geri ég ráð fyrir hinu sama.

  3. Gott að þessi maður ( Henry ) veit hvað fótbolti er og hann ætlar sér að kaupa mjög góða leikmenn ekki alltaf þessa meðal leikmenn !!

  4. Jákvætt og neikvætt. Ég vil Hodgson burtu en gaman að sjá að hann sé ákveðinn í aðberjast um bestu bitana. Manni sýnist eins og það sé verið að skjóta á Roy kallinn fyrir að kaupa ekki yngri menn (Meireles 27, J. Cole 28, Konchesky 29 og Poulsen 30 td).

    En, H&G sögðu líka margt gott. Henry verður ekki dæmdur strax, menn eru dæmdir af gjörðum sínum en ekki orðum. Þó byrjar þetta vel, því er ekki að neita.

    Er einhver annars með link á seinni skammtinn af svörunum frá Henry við spurningum stuðningsmanna? Fyrri parturinn kom inn hér um daginn…

  5. Lýst vel á þetta og vonandi verður staðið við það að kaupa bestu leikmennina, sé fyrir mér Messi, Ronaldo og Rooney alla í treyju Liverpool eigi síðar en næsta sumar.

    Nei nei segi svona en miðað við þessi orð er nokkuð ljóst að það á að kaupa alvöru leikmenn og væri ég nú bar sáttur til að byrja með að fá Ashley Young, einn þrusu senter og alvöru vinstri bakvörð. Verður spennandi að sjá hvað næstu mánuðir bjóða uppá.

  6. Mér finnst þessar pælingar um að spila leiki í öðrum löndum frekar kjánaleg. Ég get ekki heldur séð hvernig þeir ættu að græða eitthvað á þessu. Þ.e. ef þeir eru virkilega að tala um að spila leiki í deildinni eða í formlegum keppnum á öðrum stöðum.

    sá sem sér eitthvað jákvætt við þetta má endilega láta ljós sitt skína.

  7. Það er allt gott og blessað að tala um að fá sterka leikmenn í janúarglugganum en verða einhverjir heimsklassaleikmenn(ekki Roy klassa takk) á lausu í janúar ?

  8. T.L.F #2 Comolli sér reyndar um kaupin núna… ekki Roy

    Hjalti #4 það var búið að semja við J.Cole áður en Roy kom. En punkturinn þinn er samt alveg jafn góður.

    T.L.F #7 Það er gríðalegur gróði fyrir félög að spila leiki utan Bretlands. Að komast meira inná markaði í Asíu og Bandaríkjunum. Sölugróði á varningi og miklu meira. Þeir væru ekki að þessu ef það væri ekki gróði í því.

  9. Þessir eigundur eru að gera góða hluti með félagið eins og sínist í dag en ég veit ekki um frammtíðina en ég vona bara að stjórnin verður stöðug og kaupir góða og unga leikmenn..
    maður sá nú W.Henry og frúnna uppí stúku í glsilegum seinni hálfleik í gær… varðandi það þá held ég að hann sé búinn að sjá fleiri leiki heldur en hann hicks og gillet til samans… langaði bara að koma með það. vona allra besta og að kaupin í janúar verði góð og kannski að fá fleiri menn eins og comoli til liverpool.

    GOGO LIVERPOOL !

  10. Of snemmt að segja hvort þetta sé gott eða vont, enda auðvelt að fara í drottningarviðtöl og lofa öllu. Tek þó undir hugmyndir Henry þar sem að síðasti talentinn af Melwood area er sjálfur kafteinn ofurbrók !

    Sjáum til með að lofa þá eitthvað meira fyrr en ég sé aðgerðir. Fór flatt á því síðast (eins og fleiri).

  11. ég vona þeir munu setja svipað reglu og Man utd um kaupa bara leikmenn undir 28 ég vill ekki sjá kaup einsog J cole , Paulsen men sem eru bara leita af elli laun og gefur Liverpool ekki sér framtíð og er glaður Liverpool mun senda marga scouta til Þýskaland enda hafa þeir mjög gott unglingastarf og svona ég vona líka að unglingalið Liverpool verði styrkt enda er það lykill á góðu hagnað bara sjá Barcelona

  12. Það sem ég hef séð af þessu viðtali er mjög áhugavert. Hugmyndir um að hnattvæða ensku deildina eru auðvitað brilljant við fyrstu sýn.

    Heilt yfir virðist þetta NESV teymi vera miklir fagmenn og nálgast þetta frábæra verkefni, þ.e. að koma LFC í þær efstu hæðir sem félagið á að vera, af skynsemi og yfirvegun.

    Hvað varðar Roy Hodgson þá blasir við að karlinn verður áfram með liðið. Ekki þjónar neinum tilgangi að skipta út framkvæmdastjóra bara til að skipta um framkvæmdastjóra. Það verður að vera boðlegur maður til staðar en því er ekki til að dreifa því miður. Einhverjir hafa nefnd Frank Rikhjard til sögunnar en mér er með öllu fyrirmunað að sjá þann vandræðapésa stýra LFC. Það sem er í gangi er að leita að rétta manninum og það kann að taka tíma enda gerast góðir hlutir yfirleitt hægt.

    Hitt er einnig ljóst að Roy er ekki neinn framtíðarkostur. Ráðning Comolli til að gegna lykilhlutverki við þróun mannaflans á Anfield var ekki einu sinni borinn undir þann gamla sem segir allt sem segja þarf.

  13. Það er ekki eins og Henry sé að lofa Roy vinnu fram á áttræðisaldurinn. Allt opið í þessu

    http://www.skysports.com/story/0,19528,11669_6489026,00.html

    American Henry, who took over at Anfield last month with his company New England Sports Ventures, says there are no immediate plans for a change in management, and when asked if under-pressure Hodgson was the right man for the job he told Sky Sports News: “He certainly is at this point.”

    However, the owner added: “I can’t make any promises about the future for anything in the organisation because two months ago I didn’t know that much about English football.

    “We tend to stay with our managers and our general managers. Roy didn’t build this team so I think he has been unfairly criticised this year.

    “I think it is my role at this point to support him in every way, to make s

  14. ég ætla að segja þetta ég vona að commentið mitt verði ekki hent út eins og þið hafið verið að gera (talið svo um að þetta sé spjallsíða þar sem menn mega segja skoðanir sínar).

    Ég vil sjá Andy Carroll og/eða herbergisfélaga hans Kevin Nolan í liverpool í janúar. Samt aðallega Carroll ég held að þessi strákur eigi eftir að verða topp striker. Með nef fyrir markinu og gríðarlega sterkur í loftinu. Akkurat eitthvað sem okkur vantar í framlínuna.

  15. Dudes, þið eruð í e-h rugli í sambandi við Joe Cole! maðurinn kom frítt, svo vinsamlegast skoðið það þegar þið takið hann sem dæmi. Hann var heitasti maðurinn á markaðnum í sumar, og verðum við að teljast virkilega heppnir að hann hafi ákveðið að koma til okkar, og verið í botnbaráttu (JEIJ) þegar kauði er buinn að vera englandsmeistari mörgum sinnum, og alltaf í toppbaráttu. En Poulsen er drasl, einnig konchensky, nenni ekki einu sinni að finna rétta nafnið á þeim gæja. En sammála ykkur með að það þarf að yngja upp kaupin, og er enginn sammála um að okkur er vantar nýjan og sterkan miðvörð? Sem hefur HRAÐA, allir strákarnir okkar eru sniglar sem geta skallað. Losa okkur við Skrtel, hafa Agger og Hercules sem starting með þeim sem við kaupum, og Carragher….utaf hann er Carragher sem backup.

  16. Og Guðmundur Ingi, Newcastle eiga aldrei eftir að selja nýja Shearerinn sinn.

  17. @9

    Er þá ekki nóg að eyða pre-season leikjum í það eins og Real og Barca gera?

  18. hef rosalega góða tilfiningu fyrir því “væbi” sem er í gangi í herbúðum Liverpool frá því að þessir náungar tóku við, var aldrei að búast við neinni stökkbreytingu en skrefið sem við virðumst vera að taka þessa síðustu vikur og daga virðast allir vera í rétta átt. Er fyrir minn part allveg rosalega spenntur fyrir næstu árum hjá okkur, þangað til annað kemur í ljós. Ég er bara nokkuð sáttur Liverpool maður þessa dagana, verð sáttari á sunnudaginn vonandi og svo allveg ótrúlega sáttur og stoltur eftir 1 til nokkur ár þegar við verðum óstöðvandi 🙂

  19. Guðmundur Ingi – Carroll er frábær knattspyrnumaður og mikið efni … en hann býr núna hjá Nolan á reynslulausn af því að hann lamdi fyrrverandi kærustu sína. Í vor nefbraut hann fyrirliðann sinn vegna þessarar fyrrverandi kærustu.

    Mér væri sama þótt Carroll væri efnilegri en Messi, þessi gæji er slæmar fréttir fyrir allan peninginn. Hann á ekki að koma nálægt Liverpool FC frekar en kollegi sinn Joey Barton.


    Annars er merkilegt að hlusta á Henry leggja mikla áherslu á að keyptir verði ungir leikmenn í BBC-viðtalinu. Þegar Hodgson kom í sumar talaði hann um að liðið vantaði reynslu og það var aðaláherslan í sumar. Benítez var þegar búinn að redda Jovanovic, 29 ára, og stjórnin var að semja við Joe Cole, 29 ára, þegar Hodgson kemur inn og bætir þeim Poulsen, 30 ára, Konchesky, 29 ára og Meireles, 25 ára, við. Lætur bara yngri leikmenn eins og Insúa, Aquilani, El Zhar, Plessis og Mascherano fara í staðinn.

    Ég er nánast handviss um að ef NESV hefðu keypt félagið í maí, frekar en október, hefði nánast ekkert af þessum leikmannakaupum/-sölum orðið að veruleika. Kannski bara Meireles, og auðvitað Mascherano-salan sem erfitt var að stöðva (auk lélegri pésa eins og Plessis og El Zhar sem áttu enga framtíð hjá LFC). En áherslan hefði örugglega ekki verið á eldri menn og það eru 0% líkur á að Poulsen hefði verið keyptur, hvað þá fyrir 5m punda yfir þrítugu, sem og að Joe Cole hefði fengið svona góðan samning þegar hann er að nálgast þrítugt sjálfur.

    Ég hlakka mikið til í janúar. Kannski hentar það Hodgson einfaldlega betur að einbeita sér að því að þjálfa liðið, og vera svo bara hluti af nefnd sem sér um að ákveða leikmannakaup. Ég skil þessar breytingar í vikunni svo að Comolli muni leiða nefnd ásamt njósnurum, Hodgson og líklega Dalglish og hann muni stýra þeirri nefnd í að útnefna möguleg leikmannakaup. Þær tillögur verði svo bornar undir Werner og Henry sem muni taka lokaákvörðun um hverju má eyða í hvern og sjá um að semja við félög og leikmenn ásamt Comolli.

    Með öðrum orðum, það er hálfgerð meirihlutanefnd að vinna saman að þessum málum hjá okkur, rétt eins og þetta virkar hjá Arsenal (sem Henry og Werner virðast báðir dást að og líta á sem fordæmi í Englandi) og Lyon í Frakklandi.

    Ég hlakka til í janúar. Eflaust munu þeir reyna að styrkja aðalliðið strax með 1-3 leikmönnum sem bæta 18-manna hópinn, ef ekki byrjunarliðið, strax, en einnig er hægt að gera ráð fyrir að sjá nokkra unga stráka koma inn. Stráka sem gætu skilað sér inn í aðalliðið á næstu árum. Þau kaup munu segja okkur ansi margt um hvernig týpu af leikmönnum þessi ‘nefnd’ er að hugsa sér fyrir Liverpool til framtíðar.

    Dæmi: Lyon leita að ungum leikmönnum frá Frakklandi og Brasilíu og leggja áherslu á að menn séu sérfræðingar í sinni stöðu, frekar en fjölhæfir. Annað dæmi: Arsenal leggja áherslu á tækni og hraða, það er einfaldlega enginn hægur leikmaður í þeirra liði. Hverjar verða áherslur Liverpool?

    Gaman, gaman.

  20. Tekið af fótbolta.net 7.feb 2008

    Leikir í ensku úrvalsdeildinni leiknir í öðrum löndum?
    – Aukaumferð sem spiluð er erlendis í framtíðinni?

    Ensk félög skoða nú þann möguleika að leika einhverja leiki í ensku úrvalsdeildinni utan Englands í framtíðinni en þetta hefur BBC eftir öruggum heimildum.

    Á fundi í London í dag samþykktu öll 20 félögin í deildinni að skoða þann möguleika að fjölga leikjunum á tímabilinu úr 38 í 39.

    Þessi aukaumferð, tíu leikir, yrðu leiknir á völlum annarsstaðar í heiminum og myndu stórborgir geta sótt um að fá leikina.

    Talið er að það yrði dregið hvaða lið myndu mætast í þessari aukaumferð en fimm efstu liðin í deildinni gætu ekki mætt hvort öðru.

    Ólíklegt er að nokkur ákvörðun verði tekinn fyrr en á árlegum fundi úrvalsdeildarinnar í júní næstkomandi.

    Ljóst er að ef þessi hugmynd gengur í gegn þá munu stórborgir í Asíu, Mið-Austurlöndum og Norður-Ameríku væntanlega sýna mikinn áhuga á að fá þessa leiki til sín en væntanlega fengju fimm stórborgir leikina og yrði þá einn leikur á laugardegi í hverri borg og annar á sunnudegi.

    http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=57888

    Getur svo lesið ítarlegra um þetta hér: http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_prem/7232390.stm

    Þar er meðal annars fjallað um gróðann af þessu

  21. Roy er að skoða leikmenn til þess að kaupa í janúar, þessir menn eru: Dossena frá Napoli, Zenden frá Sunderland, Titus Bramble líka og svo Phil Neville, þetta eru mjög sterkir leikmenn að mati Roy, ekkert síðri en Poulsen…

  22. @ 22

    Vissi reyndar af þessu en þessari hugmynd var hent út af borðinu á endanum bæði vegna þrýstings frá áhagendum og svo leikmönnum og hagsmunasamtökum þeirra.

    Get ekki séð samt að þeir ættu að taka eitthvað meiraí kassann fyrir að spila við Birmingham í New York t.d. en að spila pre-season leik við NY Red Bulls?

    Er þetta ekki bara einhver crap tillaga sem þeir vita að verður ekkert úr til þess að byggja upp eitthvað “traust” til sín frá áhagendum.

  23. John W Henry greinilega allur í lambakjötinu 🙂 en sú stefna hans að fara kaupa unga efnilega leikmenn til liðsins hljómar virkilega vel í mínum eyrum enda sorglegt að sjá hversu lítið hefur komið uppúr unglingastarfinu síðustu 10 ár,,,nákvæmlega ekkert komið upp síðan Gerrard og Carra komu upp. Hvorki Benitez né Houllier náðu að rækta það starf almennilega e.t.v. vegna mikillar pressu utanað að ná góðum árangri á skömmum tíma sem gerði það að verkum að margir miðlungsleikmenn voru keyptir og fengu að spreyta sig í stað ungra leikmanna sem þurftu að ná í reynslu.

    Unglingastarf Liverpool hefur skilað upp mörgum frábærum knattspyrnumönnum. Vil ég meina hefði Liverpool verið með almennilega framkvæmdastjóra milli 1990-2000 þá hefði liðið getað náð í miklu fleiri dollur. Því miður tók Souness við á þessu tímabili og síðar Roy Evans sem var einfaldlega alltof mjúkur. Afleiðingin var að burðarásar liðsins voru þekktir undir nafninu Spice Boys þar sem áhersla leikmanna vera að looka vel út á vellinum í stað þess að spila vel, eiga flotta bíla og stunda næturlífið grimmt (Hámarkinu náð þegar liðið mætti í ljósum Armani jakkafötum á Wembley í úrslitaleik gegn Utd). Engu að síður komu frábærir leikmenn þarna fram eins og Fowler, Redknapp, McManaman, Owen ásamt öðrum ungum leikmönnum sem fengnir voru eins og David James, Jason McAteer og Stan Collymore. Klárlega voru þarna meistaraefni en því miður voru ekki almennilegri framkvæmdastjórar til þess að hafa aga á mannskapnum.

    Allavega skref í rétta átt og spurning um þolinmæði en maður ætti nú að vera búinn að þjálfa hana eftir árangur síðustu 20 ára.

  24. Já en Kristján Atli 21 hugsaðu aðeins hvað mescherano er ný búinn að segja við fölmiðla ” fór bara vegna Hicks og Gillet gömlu eigendur liverpool´” ef þetta er rétt þá hefði hann ekki farið ef liverpool hefði verið selt fyrir 28 ágúst, hefðum örugglega verið með aqualiani og insúa enþá og verið með betra lið heldur en í dag… og það sem ég vil sjá hjá liverpool að ekki verði keypt leikmenn yfir 27 ára gamlir en mega vera yngri þá verð ég sáttur. væri sáttur ef hann roy að hann myndi reyna við að kaupa llorente , cavani , lavezzi, cardozo , contreao, hamsik, mata, og bojan ef hann myndi fá 2-3 af þessum kppum væri ég sáttur vri mest spennandi að fá contreao, lavezzi og bojan að mínu mati,
    en hvað veit ég þetta er það sem ég vona að hann geri kaupi svona sterka menn.

  25. Hvaða leikmenn eru líklegir til að koma í janúar, svona raunhæft ?

    Ég væri til í :
    1 af þessum á miðjuna/kant : Luis Suárez, Ashley Young, Lukas Podolski ? , Diego(Juventus), Yoann Gourcuff…
    set spurningu um Podolski því hann hefur ekkert verið sérstakur með Bayern né Köln, geðveikur með Þýskurum…

    Vörn : Chilleni í vinsti eða Philip Lahm ? :: Christoph Metzelder… 🙂

    Svo vantar backup striker ef Torres er ekki að finna sig og … eða verður meiddur endalaus
    Veit að það eru ekki allir að elska hann en Diego Forlan væri flottur frammi með eða án Torres.
    Landon Donovan eða Luis Fabiano? Benzema?

    Veit ekki hvað af þessu er raunhæft en maður má gera sér vonir og auðvitað viljum við fá TOPP leikmenn, en janúar er held ég sá tími sem leikmenn eru ekkert að reyna drífa sig burt? eða hvað

    Áfram VIÐ! áfram Liverpool!

  26. 24 persónulega er ég á móti þessari hugmynd en þessi tillaga þeirra er greinilega byggð á þessari hugmynd. Þetta er allt hluti af auglýsingarherferð og þær skila yfirleitt af sér gróða nema þær séu illa ígrundaðar. Knattspyrnuliðin eru að verða meira og meira að markaðsfyrirtækjum og þessi hugmynd er hluti af því.

    Í mínum augum lítur þetta svona út… Því fleiri leiki sem Liverpool spilar t.d. í Bandaríkjunum og Asíu, því meira selst af vörum. Því mikilvægari sem leikirnir eru, því meira eykst áhuginn.

    Þó að þessi hugmynd sem var lögð til 2008, þá er þetta líklegast það sem koma skal (vonandi þó ekki þessi hugmynd). Hvað með bikarleiki framtíðarinnar sem á hvort sem er að spila á hlutlausum velli?

    Ég held að félögin sjái gróðann í því, einhverstaðar heyrði ég að önnur lönd séu byrjuð á þessu. (engin heimild)

    En ég er hvorki viðskiptafræðingur né hagfræðingur, þannig kannski er ég bara að fara með fleipur

  27. Lavezzi á minn disk takk – var frábær í fyrri hálfleiknum á fimmtudaginn.

  28. Þeir félagar eru allavega að segja réttu hlutina en eins og svo margir hafa sagt þá er það aðgerðir sem telja en ekki orð. Þeir byrja afskaplega vel með því að ráða Comolli til starfa að mínu mati og vonandi var hann ekki bara fenginn til starfa til að kaupa leikmenn heldur einnig til þess að losa Liverpool við Hodgson rétt eins og hann losaði Tottenham við Martin Jol. En maður ætti kannski ekki að vera að væla yfir Hodgson meðan Liverpool er að vinna leikina sína og ef það vinnst sigur á morgun þá fær hann plús í kladdann ! Ég ætla samt að spá því að Chelski verði of stór biti fyrir Hodgson að kyngja og það muni standa ansi lengi í honum !

  29. Ömurleg ummæli hjá Kristjáni Atla #21. Hann dæmir manninn algjörlega án þess að hafa svo mikið sem snef af vitneskju um málið. Kvarlaði aldrei að þér að gellan væri bara að ná sér í pening og athygli, svona eins og gellan sem Koby Bryant var sagður hafa nauðgað??? Ömurlegur hugsunarháttur að dæma menn útaf sögusögnum og ber vott um skítlegan- og barnalegan hugsunarhátt. Þú ættir að skammast þín!!! …er þá ekki Gerrard vangefinn ofbeldismaður, hann var jú í þannig aðstæðum fyrir ekki svo löngu síðan. Klárlega fáviti sem lemur allt og alla!!! (dööö!!)

    Að efninu, ég væri svo sannarlega til í að fá hæfileika eins og þá sem Andy Carrol býr yfir til Liverpool. Ég fæ gubbið uppí háls þegar ég hugsa til þess að Liverpool á ekki betra back up fyrir Torres en N’Gog eða Dirk Kuyt.

  30. Tekið af Wikipedia um Andy Carrol:

    “Carroll has been involved in many off-the-pitch incidents in his career. On 14 September 2008, Carroll was arrested by police called to the Pudding Chare in Newcastle responding to a report that a woman had been assaulted, and later accepted a police caution for assault. On 7 December 2009, he was arrested in the aftermath of a nightclub brawl, accused of smashing glass in a man’s face outside of the Blu Bambu night club in Newcastle city centre.[38] He was charged with assault [39] and is currently on bail awaiting a Crown Court trial. He was also arrested after an incident on the training ground which allegedly left teammate Steven Taylor with a broken jaw.[40] Carroll reportedly suffered a broken hand in the incident, and he was shortly photographed in a pop concert with bandages to both hands.”

    Held við þurfum ekki þennan mann til Liverpool.

  31. Vááá Halldór Bragi #32. Hvernig væri að anda aðeins með nefinu áður en þú skrifar inn svona setningar og orð. Auðvitað er Kristján Atli ekki innanbúðarmaður hjá Newcastle, í ensku pressunni eða búsettur hjá Andy Carroll en hann er auðvitað bara að vitna í það sem hann las og í raun við allir lásum.

    Ég á þónokkra Newcastle vini sem eru virkilega spenntir fyrir Andy Carroll en viðurkenna þó ALLIR að hann er vandræðapési sem nær ekki að stjórna skapinu sínu. Hinsvegar held ég að hann gæti plummað sig hjá alvöru stjóra og hjá alvöru klúbbi (ekkert illa meint til Newcastle). Svo gæti líka alveg verið að hann væri þessi Barton, Bellamy týpa sem mun ALLTAF vera í ruglinu og persónulega þá held ég það. Maðurinn þarf að taka risa stórt þroska skref áður en hann verður að “alvöru” fótboltamanni sem fær virðingu frá meðspilurum og andstæðingum.

    Leikum okkur vel börnin góð.

  32. Davíð Arnar sannað mál mitt, takk fyrir þetta.

    Jónsi, hvað hafa Bellamy og Joey Barton gert svona mikið af sér að það verðskuldar að útskúfa þá sem einhverja vandræðapésa?

  33. joey barton var dæmdur fyrir að slökkva í sígarettu í auganu á einhverju 18 ára strák þegar hann spilaði með everton held ég.. hann lamdi einhvern liðsfelaga sinn hja man city til óbóta.. svo sat hann í fangelsi held ég 2008 fyrir að berja einhvern á djamminu.. svo hefur hann átt margar heimskulegar tæklingar.

  34. Slökkti hann í sígarettu í auganu á 18 ára strák HELDUR þú? Lamdi hann liðsfélaga sinn til ÓBÓTA? Endilega rökstuddu þetta eða ertu bara að segja eitthavð sem þú heldur?? Veist í raun ekkert um málið???

    Heimskulegar tæklingar? Þannig að þú setur Steven Gerrard í þennan hóp líka eða??? Hann átti þær nú ófáar hérna áður fyrr…

  35. Halldór Bragi, er ekki allt í góðu? Ertu virkilega að segja mér að þú vitir ekkert um menn eins og Barton og Bellamy og hraunar svo hérna yfir Kristján Atla fyrir það að hafa talað um hluti sem eru bara akkúrat ekkert leyndarmál. Voðalega ertu eitthvað viðkvæmur fyrir þessum málum. Joey Barton málin eru sko engar vangaveltur, hann er dæmdur maður og hefur setið inni, þetta með sígarettuna eru heldur engar vangaveltur, hann játaði brot sitt baðst afsökunar og tók út refsingu fyrir það enn og aftur. Svo ert þú að rífast hérna og biðja menn um rökstuðning? Lestu þér bara til um þetta áður en þú ferð að hrópa á menn og annann hérna inni.

  36. SSteinn, finnst þér rangt af mér að biðja menn um að rökstyðja mál sitt þegar þeir koma með svona sleggjur? Finnst þér í lagi ef ég myndi kalla þig barnaníðing(þetta er dæmi, ekki á nokkurn hátt er ég að kalla þig það) án þess að rökstyðja það á nokkurn hátt?

    Joey Barton sat inni já, en að hann sé með öllu vondur gæji útaf því er ég alls ekki tilbúinn að kvitta undir. Sama með Bellamy og jafnvel Pennant ef útí það er farið, báðir toppmenn að ég best veit. Smá hliðarspor sem smáguttar á ekki að marka menn til frambúðar.

    Point-ið mitt í þessu er í raun að þó menn geri mistök þá er algjörlega fáránlegt að stimpla þá. Allur fréttafluttningur um þessa menn er svo ýktur því það er svo auðvelt að koma með svona sleggjur því margt fólk er fífl og trúir þessu. Barton sat inni, og mjög hugsanlega réttilega, en það er ekki þar með sagt að hann sé vond persóna. Kristján Atli dæmdi manninn bara sem fávita þó hann þekki hann ekki vitund og veit í raun ekkert ástæður þess sem gerðist…ef það þá yfir höfuð gerðist!

    …og ég vil kannski taka fram að ég hef ekkert á móti Kristjáni Atla persónulega, var bara á móti þessu sem hann skrifaði og tel það forkastanlegt að dæma menn vegna fyrri mistaka.

  37. Góður SSteinn

    Skil Halldór Braga upp að vissu marki en þessi síða er ekki lögfræðiskjal þar sem staðreyndir verða að vera rökstuddar og að öðrum kosti vísað burt!
    Þetta er nákvæmlega sá staður þar sem menn geta komið með hugsanir sýnar og pælingar og þurfa bara akkúrat ekkert að rökstyðja eitt né neitt varðandi það.

    Að öðru, ég var að horfa á viðtalið við Henry og mikið rosalega er ég sáttur með kallinn. Þeir eru harðákveðnir með að koma Liverpool upp í fremstu röð á Englandi. Hann er búinn að hitta Gerrrard og Torres og spjalla við þá um núverandi ástand og framtíðina og vill meina að þeir séu bjartsýnni á framtíðina heldur en margir halda. Og varðandi Roy þá getur hann auðvitað ekkert verið að gefa annað út, þegar hann er spurður beint, en að Roy hafi hans fullan stuðning. Það væri beinlínis heimskulegt að gefa annað í skyn. Ég held að þeir séu að leyta að góðri framtíðarlausn í framkvæmdarstjórastólinn og á meðan verður Roy að gera sitt besta til að halda Liverpool á floti. Og sem slíkur þá verðum við, stuðningsmennirnir að styðja hann og liðið allt. Hlutirnir munu batna hægt og rólega, ég sé t.d. ekki fyrir mér nein svakaleg kaup í Janúar, kanski einn til tvo leikmenn og vonandi einhverja góða en verða líklega frekar einhverir ungir.

    Málið er kanski það að ég er orðinn rólegur varðandi stöðu Liverpool. Við munum bæta okkur og við munum vinna titla á næstu árum. held að það sé nokkuð öruggt og þá getur maður farið að horfast í augun við ManU dúddana án þess að gnýsta tönnum og snúa sér undan.

    Frábær síða strákar, eigið miklar þakkir skildar fyrir að halda þessu úti þrátt fyrir stundum ósanngjarna gagnrýni.

    YNWA!!!

  38. Svona í framhaldi af umræðunni um vandræðapésa í boltanum þá held ég að Liverpool séu breinnimerktir af áhættunni af því að taka þess háttar karaktera inn í liðið sitt. Stan Collymore var frábær knattspyrnumaður með alveg stórkostlega hæfileika, en snarklikkaður utan vallar sem varð til þess að grafa fór undan knattspyrnuferlinum. Barton var virkilega efnilegur og hafði alla burði til að vera virkilega góður en hann náði aldrei að taka það skref vegna vandamála utan vallar, eins og kannski Bellamy og gæti orðið til þess að hrella Carroll ef hann heldur þessu áfram.
    Ef menn vilja fleiri dæmi um hvernig breskir knattspyrnumenn hafa stútað ferlinum með vandamálum utan vallar má líka benda á Gazza, George Best og mögulega Wayne Rooney. Skil Mancini gríðarlega vel að vera hneykslaður á menningunni þarna.

  39. SSteinn, finnst þér rangt af mér að biðja menn um að rökstyðja mál sitt þegar þeir koma með svona sleggjur? Finnst þér í lagi ef ég myndi kalla þig barnaníðing(þetta er dæmi, ekki á nokkurn hátt er ég að kalla þig það) án þess að rökstyðja það á nokkurn hátt?

    Ef þú lest kommentið þitt aftur, finnst þér að vera mjög gáfulega fram sett? Voru öll þessi stóru lýsingarorð nauðsynleg til að koma þinni skoðun á framfæri? Það eru staðreyndir sem menn eru að tala um hérna gagnvart þessum “vandræðapésum” og sama hvað hver segir, þá breyta menn því ekki. Þetta er því fyrst og fremst spurning um hvað mönnum finnst mikið rangt við þessa gaura, svona prívat og persónulega. Þér finnst greinilega OK þó menn hafi verið villtir og gert ákveðna hluti af sér, hvort sem það eru líkamsmeiðingar eða eitthvað annað. Aðrir eru bara á annarri skoðun og vilja ekki sjá slíka menn. Er það ekki bara allt í lagi og þarf það nokkuð að kalla á lýsingarorð sem innihalda “ömurlegan”, “skítlegan” eða “barnalegan”?

  40. Þú verður bara að eiga það við sjálfan þig ef þér finnst í lagi að hengja menn fyrir mistök sem þeir gera…þú ert auðvitað svo frábær að þú hefur aldrei gert mistök eða hvað?

    Þú hlítur að skilja hvað ég er að fara í þessu, það er ótrúlegt hvað menn mála dökka mynd af þessum mönnum afþví að þeir einu sinni einhverntíman gerðu mistök. Finndist þér ekki ósangjarnt ef ég fyndi einhver mistök sem þú hefðir einhverntíman gert og málaði dekkstu mögulegu mynd af þér sökum þeirra? Ég ætla að leyfa mér að vera hrópandi ósammála þér og öðrum sem stimpla menn vandræðapésa(eða eittvhað þaðan af verra) sökum einna eða tveggja mistaka sem þeir gerðu.

    Ég verð samt að spyrja, ef Joey Barton slökkti í sígarettu í AUGANU á manni, er maðurinn þá ekki blindur? Hvað gerði Barton nákvæmlega við þessa konu? Labbaði hann að henni og lamdi hana uppúr þurru eða var hún að drulla hressilega yfir hann og að lemja hann þar til hann fékk nóg og ýti henni í burtu, hún datt og kærði? Málið er nefnilega ekki alltaf svona svart og hvítt. Ég er ekkert að reyna fegra ef hann hefur lamið konu, heldur að benda á að mála ekki dekkstu mynd ef þið hafið ekki hugmynd um hvað raunverulega gerðist.

    Samkvæmt þessum sömu rökum er Steven Gerrard kolbrjálaður ofbeldismaður….sem ég held að við getum öll verið sammála um að er ekki rétt!

  41. Samkvæmt þessum sömu rökum er Steven Gerrard kolbrjálaður ofbeldismaður….sem ég held að við getum öll verið sammála um að er ekki rétt!

    Joey Barton var dæmur í steininn á hardcore sönnunum eftir að hafa gengið í skrokk á mönnum, Steven Gerrard var sýknaður af öllum ákærum, örlítill smá munur þar á eða hvað?

  42. Fyrir að ganga í skrokk á mönnum? Það er nákvmælega þetta sem ég er að tala um. Útskýrðu fyrir mér hvað gerðist, hvernig aðstæður voru….eða ertu bara að reyna mála sem dekksta mynd af þessu því þetta hljómar mjög illa hjá þér???

    Ég veit að hann var dæmdur en ég veit ekki hvernig aðstæðurnar voru, var hann að verja sig eða voru þessir menn búnir að vera bögga hann allt kvöldið og jafnvel gáfu fyrsta höggið? Gerrard viðurkenndi að hafa látið hnefan tala í garð þessa DJ, þannig að hann hlítur þá samkvæmt þinni skilgreiningu að vera hardcore ofbeldismaður.

    En ég ætla ekki að þræta um þetta við þig. við verðum greinilega bara að vera ósammála. Ég vil gefa mönnum séns ef þeir taka hliðarskref og alls ekki dæma þá nema vita allt um málið en þú vilt hengja þá…þar við situr greinilega.

  43. Halldór Bragi, þetta náðist allt á CCTV í miðborg Liverpool, það er ekki nokkur minnsti vafi að hann gekk í skrokk á fórnarlambi sínu, enda allt til á myndbandi. Ef þú vilt ekki trúa því, þú um það, breytir akkúrat engu. Þú getur eflaust fundið myndbandið á netinu, sá það á sínum tíma, eins og flestir, en ekki séns að ég nenni að leita að því. Ef þú neitar að trúa þessu, þá bara þú um það. Nenni ekki að rífast lengur við þig um þetta. Over and out.

  44. Samkvæmt þessu eiga konur skilið að vera lamdar og ég myndi ráða Dabba Grensás í vinnu. Meira ruglið 🙂

  45. Skemmtilegt hvernig þú kýst að snúa útúr orðum mínum Gummi Halldórs 😉

  46. Halldór Bragi er að slá einhvers konar met í fáránlegri umræðu. Er ekki best fyrir alla að slaufa henni bara? Maðurinn hnýtir bagga sína augljóslega ekki sömu hnútum og samferðarmenn.

  47. Er einhver krónísk þörf á að búa til sankassaleik úr ólíklegustu þráðum og gera gjörsamlega úlfalda úr mýflugu, notið barnaland í svona umræðu/væl í guðana bænum. Kop.is er bara nokkuð greinilega ekki fyrir viðkvæma.

    Spurning um að loka þessum þræði og einbeita okkur bara að Chelsea leiknum?

Liverpool 3 – Napoli 1

Chelsea er víst að mæta á Anfield – upphitun