Blackpool á morgun!

Áður en við hitum upp fyrir leik helgarinnar þurfið þið að heimsækja Tomkins Times og lesa greiningu Paul Tomkins á vandamálum Liverpool undir stjórn Roy Hodgson hingað til. Greinin er opin öllum.

Drífið ykkur. Ég bíð á meðan. …

… …

… Búin? Flott. Þá getum við haldið áfram. Okkar menn taka á móti nýliðum Blackpool í sjöundu umferð Úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Eftir sex umferðir eru okkar menn í sextánda sæti með sex stig en nýliðarnir eru einu sæti ofar með stigi meira. Þeir hafa vakið nokkra athygli fyrir að spila skemmtilegan og áhættusaman sóknarbolta í nær öllum leikjum í vetur. Það hefur leitt til nokkurra stórra tapa, svo sem á útivelli gegn Arsenal (6-0) og Chelsea (4-0) en þeir hafa líka náð að skella liðum eins og Newcastle og Wigan. Hvort þessi nálgun þeirra dugir út veturinn skal ósagt látið en það er allavega ljóst að þeir mæta á Anfield á sunnudag með sóknarbolta í huga.

Og hví ekki? Eins og greining Tomkins hér að ofan sýnir greinilega er stærsti vandi Liverpool í dag sá að Hodgson er að nota leikmenn sem Rafa Benítez keypti með það í huga að pressa ofarlega á vellinum og láta þá liggja aftarlega og verjast djúpt. Það hentar ekki öllum okkar leikmönnum og umbreytingin virðist vera mönnum talsvert erfið því það er ekki nóg með að liðið liggi aftarlega og sæki minna heldur virðist það líka óskipulagðara og viðkvæmara varnarlega en áður, sem er akkúrat þveröfugt við það sem maður myndi ætla með varnarsinnaða uppstillingu.

Hodgson einfaldlega verður að fara að taka handbremsuna af þessu liði. Lykillinn að því að vera með lið sem liggur djúpt er að geta sótt hratt upp völlinn þegar boltinn vinnst, og það getur Liverpool einfaldlega ekki í dag. Menn eins og Kuyt, Maxi, Benayoun, Mascherano, Alonso og Crouch (svo nokkrir séu nefndir) svínvirkuðu í leikkerfi Rafa því þeir pressuðu ofarlega, unnu boltann iðulega á vallarhelmingi andstæðinganna og þurftu því ekki að sækja hratt upp völlinn. Kuyt er ekki sprettharður leikmaður en það kom aldrei að sök þegar hann var nær alltaf að fá boltann við vítateig andstæðinganna. Sama gilti um Benayoun, Riera og flesta hina. Torres og Gerrard höfðu og hafa sprengikraft og Babel var sennilega keyptur með það í huga að fjölga fljótum leikmönnum í vopnabúri Rafa en í dag einfaldlega höfum við ekki nægilega marga fljóta leikmenn innan liðsins til að geta beitt hröðum skyndisóknum.

Ef eitthvað er, þá er liðið hægara eftir að Hodgson tók við. Hann fær Poulsen inn fyrir Mascherano, held að sá danski sé nokkuð augljóslega hægari, og Konchesky er ekki jafn fljótur og sókndjarfur og Insúa. Þá eru Meireles og Joe Cole ekki neitt sérstaklega fljótir leikmenn og sennilega kæmi meira út úr þeim ef þeir gætu spilað boltanum hátt á vellinum, í stað þess að ætlast til þess að þeir séu að sækja hann inn á eigin vallarhelming og gera eitthvað í kjölfarið.

Jovanovic er sennilega eini fljóti leikmaðurinn sem kom til okkar í sumar en hann virðist vera búinn að missa stöðu sína í liðinu hjá Hodgson, allavega í bili.

Ég veit að ég er enginn þjálfari og að ég þekki leikmenn liðsins ekki jafn vel og stjórinn, en ef ég væri þjálfari myndi ég reyna að nýta styrkleika leikmannahópsins og sækja svolítið ofarlega gegn Blackpool á sunnudaginn. Þá væri liðið einnig að slá vopnin úr höndum nýliðanna því þeir leggja upp með að sækja sjálfir og eru viðkvæmir ef þeir lenda undir pressu eða geta ekki spilað boltanum sín á milli.

Ég myndi vilja sjá Hodgson stilla upp eftirfarandi liði …

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Kelly

Gerrard – Meireles
Kuyt – JCole – Jovanovic
Torres

… og láta það pressa andstæðingana frekar framarlega! Agger og Konchesky eru víst báðir frá þannig að Kelly (ef hann er þá sjálfur heill, sem er víst tvísýnt) yrði að kóvera þrátt fyrir að vera ekki sá sókndjarfasti sjálfur. Við gætum þá skilið Meireles eftir á miðjunni og leyft Cole að hjálpa Jovanovic vinstra megin, á meðan Johnson kæmi upp hægra megin og héldi áfram góðri samvinnu síðustu leiktíðar með Kuyt þeim megin. Gerrard gæti svo sótt inn í holuna og hann og Torres fengju að vinna saman í kringum vítateig andstæðinganna, eitthvað sem ég held við getum öll verið sammála um að hafi sárvantað hingað til í haust.

Þetta lið ætti að geta pressað Blackpool í 90 mínútur og unnið nokkuð þægilegan sigur.

Hins vegar sýnist mér allt benda til þess að Hodgson breyti liðinu sem minnst frá því á fimmtudag og að aðeins Lucas muni víkja fyrir Gerrard. Þá mun liðið líta svona út:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Kelly
Poulsen
Kuyt – Meireles – Gerrard – J Cole

Torres

Miðað við allt sem maður hefur lesið um Hodgson – greiningar á ferli hans, störf hans hjá Fulham, orð fyrri leikmanna eins og Danny Murphy og Diomansy Kamara – þá vill Hodgson halda þéttu skipulagi, hafa fjóra varnarmenn sem sækja ekki of mikið (sem hefur skiljanlega ruglað Johnson mikið í ríminu) og pottþétt öryggisnet á miðjunni (Poulsen, í þessu tilfelli).

Ef þetta reynist rétt þá sé ég ekki hvernig okkur á að ganga mikið betur gegn Blackpool á sunnudag en í undanförnum leikjum. Torres verður einangraður frammi, Kuyt, Meireles og Cole verða beðnir um að droppa djúpt til að sækja boltann og bera hann upp í stað þess að geta verið hærra á vellinum og valdið meiri skaða við vítateig andstæðinganna, Gerrard verður sem fyrr ekki viss um hvað hans hlutverk nákvæmlega er, Poulsen heldur áfram að virka þunglamalegur og með lélega sendingargetu og gvöð má vita hvers konar sjálfstraust Johnson hefur með sér inná völlinn í þetta skiptið.

Já, og markahæsti maður Englands í öllum keppnum verður áfram á bekknum. Frrrrrábært.

**MÍN SPÁ:** Ég vona að menn hafi rétt fyrir sér þegar þeir segja að það taki Hodgson tíma að koma sínum hugmyndum í framkvæmd. Ég vona að þetta fari að smella og við förum að sjá hvers vegna í ósköpunum menn höfðu trú á að þessi ráðning myndi bæta lið síðasta tímabils. Ég vona að ég verði látinn éta orð mín strax á sunnudaginn. En þangað til verð ég að vera samkvæmur sjálfum mér og byggja spána á því sem ég hef séð hingað til hjá Liverpool.

Við töpum þessum leik 0-2. Ætla samt að setja tómatsósu og remúlaði á hattinn minn, til öryggis.

Góða helgi.

71 Comments

  1. Þykir leiðinlegt að segja þetta núna strax í byrjun október en ég áttaði mig á því eftir að hafa lesið frábæra grein Tomkins að það eina sem ég var ósammála var þetta:

    There should be no calls for Roy’s head – I find that unacceptable at this stage

    Liðið er hörmulegt eins og er, stuðningsmönnum Liverpool til skammar og alls ekki á réttri leið. Hann er að leggja upp með sama bolta og hann notaði hjá Fulham og nákvæmlega eins og stuðningsmaður Fulham kom inná að hann myndi gera og líklega fara í taugarnar á stuðningsmönnum Liverpool.

    Ég held að það sé núna strax að verða augljóst að Hodgson er ekkert að fara uppfæra leikstíl sinn á Anfield og svona aumingjalegan og graut leiðinlegan varnarbolta nenni ég ekki að hafa á Anfield. Það er allavega ljóst að þetta er þegar farið að fara virkilega í taugarnar á mér og þá er ég ekki bara að tala um mínar fínustu. Plan A, Plan A og Plan A eins og hann lagði upp með hjá Fulham og virðist ætla að gera hjá okkur er ekkert nema heimska enda fáránlegt að hafa 7 manns á bekknum í hverjum leik en leggja samt upp með að nota þá alls ekki nema algjörlega í neyð. 63 ára gamall kall með yfir 30 ára reynslu á að sjá fljótlega í byrjun seinni hálfleiks í síðasta lagi að plan A er ekki að virka gegn stórliðum eins og Northamton (setjið inn lið sem við höfum mætt undir Hodgson að eigin vali) og brjóta þá það sem er ekki að virka upp og reyna eitthvað annað. Ekki setja met í þrjósku við að trúa á leikplanið sitt.

    Eins byrjaði hann þegar hann mætti á Anfield á því að furða sig á því hvað hópurinn hjá Liverpool væri fáránlega stór, eitthvað sem enginn hafði tekið eftir áður og það er aldeilis að skila sér, sérstaklega núna þegar meiddi bakvörðurinn sem hann endurheimti hefur ekki verið heill í heila mínútu og sá nýji er þegar meiddur…sem er btw jákvætt því hann er svo djöfulli lélegur.

    Liðið er í handbremsu og meðan Hodgson er ekki að ná að losa hana og uppfæra graut leiðinlegt leikskipulag sitt má hann svo sannarlega missa sín strax á morgun fyrir mér.

    Við eigum Blackpool næst á Anfield Road og ég er alls ekki bjartsýnn fyrir leik og yrði ekki hissa á að sjá jafntefli, sem yrði sama niðurstaða og ég sagði að yrði fyrir Utrect leikinn!! Ég meira að segja giskaði rétt á viðtalið eftir leik þá!! Þið athugið að ég er að tala um Utrecht og Blackpool!!!

    Þetta er agalegt.

  2. Hvernig er ekki hægt að vera bjartsýnn fyrir leik á Anfield? Það er ekki hægt, ég tala nú ekki um á móti liði eins og Blackpool.

    Liverpool vinnur þennan leik 7 – 1 og við erum back in business.

  3. Ég ætla bara að FULLYRÐA það að ég gæti náð meira út úr þessu liði en Roy. Hann er bara einhver millilending hjá fíflunum tveimur sem stjórna þessu ástsæla félagi núna, og nota bene, annað fíflið er celski maður og líður örugglega mjög vel núna. Ég efast ekki um að hann talar við Abramovich í hverri viku.

    Sama ástand hjá LFc og í ríkisstjórn. VANHÆF stjórn !

    YNWA

  4. Ja ef spáin hans Kristjáns um 0-2 tap í leiknum rætist er ég hræddur um að einhver snillingurinn taki sig til og kveiki í Anfield.

    Ég er svo sem ekki ósammála þesari spá hjá Kristjáni vegna þess að það er ekkert sem bendir til þess að Liverpool muni vinna þennan leik, þetta mun líklega þróast eins og allir aðrir leikir tímabilsins sem er þannig að við verðum slakara liðið á vellinum og virkum ráðalausir og einfaldlega ekki að gera neitt af viti. Ef Leikurinn vinnst þá verður það líklega hepnissigur eins og gegn WBA og þá sennilega 1-0…. Það verður eitthvað að fara að breytast og það strax… Ég geri kröfu um 6-0 sigur í þessum leik, líkurnar á að mér verði að ósk minn eru minni heldur en að ég vinni 1 vinninginn í víkingalottóinu í næstu viku…

  5. Nei, líkurnar eru klárlega meiri á 6-0 sigri Liverpool heldur en 1 vinning í víkingalóttóinu í næstu viku.
    Ég segi þetta verði 2-1 sigur Liverpool á Anfield gegn nýliðum Blackpool.

  6. Nú hefur gamla góða króníska Liverpool bjartsýnin tekið völdin enn og aftur og ég er því sannfærður um að við tökum þetta a.m.k. með tveimur mörkum. Torres verður með tvennu, ef ekki þrennu. Það verður blússandi sóknarbolti!

  7. Það er óþarfi að vera svartsýnn, þetta fer öruggt 0-0 þar sem eitt færi á eftir að líta dagsins ljós

  8. sammála didda það er alltaf gott að ná í eitt stig og að halda hreinu á heimavelli er alltaf gott ! sterkt eitt stig í þessum leik.. 0-0 sanngjarnt

  9. EF okkar menn taka þetta nökkuð örugglega þá held ég að boltinn byrja að rúlla, en ef við vinnum 1-0 gerum jafntefli eða töpum þá held ég nú varla að mórallinn lagist, en verð að vera bjartsýnn.

  10. Frábærar greinar hjá Kristjáni og Tomkins…Í versta falli endar þessi leikur með jafntefli. Það hlýtur að koma að því að LFC skori snemma og leikmenn fyllist áhuga á sinni vinnu.
    Þrátt fyrir að vera United aðdáandi númer 1 þá vil ég alls ekki sjá LFC hljóta sömu örlög og Leeds.
    Það eina sem ég bið um er að United vinni leiki sína gegn LFC og við séum aðeins ofar á töflunni.
    Ég held að við getum allir verið samála um að allra bestu leikirnir í Úrvalsdeildinni eru viðureignir okkar manna.
    Gangi LFC vel um helgina.

  11. Flottur pistill hjá þér Kristján.

    Ég er nokkuð viss um að ég hafi lesið samt á http://www.liverpoolfc.tv að Kelly sé líka meiddur ásamt þeim Konchesky og Agger. Að mínu mati væri besta lausnin úr þessum varnar-vanda að skella Kyrgiakos í miðvörðinn ásamt Skrtl og láta Carra í vinstri. Kyrgiakos hefur oftast staðið sig mjög vel þegar hann hefur spilað og finnst mér hann smá vanmetinn, hann er rosalegur í loftinu og virkilega öruggur í starfi miðvarðar, Er ekki að segja að þetta sé besta uppstillingin.. en samt sem áður það besta sem er í boði þennan sunnudaginn.

    Svo það sem hefur farið svakalega í mig er að Roy leyfi Joe Cole ekki að spreyta sig í holunni með þá Gerrrard og Meireles fyrir aftan sig. Hann kemur lang best út þar, svakalega skapandi leikmaður og getur búið til FULLT úr engu, nýtist engan veginn eins mikið á kantinum. Og ég er viss um að ef Gerrard og Meireles gætu náð vel saman á miðjunni, Meireles talaði nú um þegar hann kom fyrst á Merseyside að hann dáist af Gerrard og telur Gerrard vera einn besta miðjumann í heimi ásamt Iniesta og Essien ef ég man rétt, og taldi sig getað náð vel með honum á miðjunni. Ég hef fylgst með þessum leikmanni og er mikill aðdáandi hans.

    Jovanovic finnst mér ekki hafa fengið að spreyta sig nóg. Þetta er svakalega hraður leikmaður sem ég tel geta býst okkur vel á kantinum. þ.e.a.s. ef Hodgson viðurkennir kanntmenn! en ég var mjög spenntur fyrir Jova þegar hann kom fyrst og vil sjá meira af honum! Svo að sjálfsögðu á Kuyt að vera á vinstri og Torres að vera frammi, þarf enga útskýringu þar.

    Svona myndi ég vilja sjá liðið á Sunnud. 4-3-3 og ef ég mætti ráða láta þá pressa hátt uppi og gefa þessum Blackfools ekkert pláss og hammra á þá í 90 mín! en við skulum ekki missa okkur, Roy hefur sínar aðferðir(sem ég viðurkenni ekki og tel ekki sæma liði eins og Liverpool FC) og mun líklegast halda sig við þær.

    Mín spá: ég spái þessum leik 2-1 fyrir Liverpool, Torres setur eitt og Meireles opnar markareikninginn sinn.

    YNWA

  12. Hef því miður enga trúa á Hodgson. Liðið á eftir að vinna einn og einn leik en nú er verið að vinna skemmdarverk á Anfield! Þessi orð Reina úr Echo (For me, I’m working in a slightly different way. It is an English style of goalkeeping coaching) skelfa mig verulega. Spænskur markmannsþjálfari á braut og enskur tekinn við. Enskir markmenn eru auðvitað í heimsklassa eins og allir vita! Það er ekki síður mikilvægt að Hodgson fari frá Liverpool en eigendurnir. Lýsi síðan ánægju minni með ummæli # 10 sem og önnur ummæli MW hér inni:-)

  13. fyrirsögn á sunndags eftirmiðdegi eða snemma á manudag…..

    Liverpool manager pleased with a draw…they just were the better team to day!!!!!!!!!!!!

    svona mun þetta verða næstu mánuði og er hræddur um næsta tímabil líka.

  14. Ég spái því að við vinnum öruggan sigur á morgun og komumst á sigurbraut. Ég hef enn trú á að Hodgson muni snúa þessu við og skila Liverpool í CL á næsta ári.

  15. Liverpool Bloggið íslensk aðdáendasíða besta liðs í heimi

    bara minna ykkur á að þetta er aðdáendasíða ekki niðurrif og væl síða

  16. Roy Hodgson lýsir eftir sjálfboðaliða í vinstri bak í leikinn á morgun. Konchesky er meiddur, sem og Aurelio, að ógleymdum Agger og Kelly, sem er eitthvað tæpur eftir leikinn gegn Utrecht. Áhugasamir sendi meil á sos@lfc.tv, ekki seinna en núna. Viðkomandi þarf að vera duglegur í að halda aftur af sér í sóknaraðgerðum og passa að fara ekki mikið fram yfir miðju. Verkefnið krefst ekki færni í fyrirgjöfum, en sækni í gul spjöld æskileg.

  17. Framherji, ég skil alveg hvað þú meinar en það er frekar erfitt að “væla” ekki aðeins þessa dagana. Að sjá Liverpool spila eins og þeir gera núna er óbærilegt. Það hefur áhrif á skap flestra sem lesa þessa síðu hvernig liðinu gengur. Það getur vel verið að það sé asnalegt en mér er drullusama, þannig er það bara. Mér finnst lífið skemmtilegra þegar Liverpool gengur vel eða a.m.k. virðist hafa áhuga á að berjast og vinna leiki. Það er búið að vera skelfilegt að sjá liðið upp á síðkastið og ég man ekki eftir að hafa séð svona mikið rugl í gangi áður. Ég verð fertugur í febrúar, andskotinn hafi það, og þarf ekki þetta líka.

    Úff, einhver sem hefur heyrt góða plötu sem hann/hún mælir með?

  18. Liverpool Bloggið íslensk aðdáendasíða besta liðs í heimi
    bara minna ykkur á að þetta er aðdáendasíða ekki niðurrif og væl síða

    Þó að margir okkar skrifi Liverpool FC þegar spurt er um trúarbrögð þá er ekki þar með sagt að þetta sé einhver halelúja söfnuður. Ef við lýsum ekki áhyggjum okkar á gengi liðsins og stöðu klúbbsins núna þá veit ég ekki hvenær og ef Liverpool bloggið er ekki vettvangur fyrir slíkt þá veit ég ekki hvar sá vettvangur er? Auðvitað af því gefnu að slíkt sé gert á sæmilega málefnalegan og kurteisan hátt.

  19. Ég hef ekki spáð úrslitum 2 síðustu leiki og þeir hafað endað með jafntefli, svo má ekki vera lengur og spái ég liv 3—0 enda Reina búinn að fá á sig nóg af mörkum. Hin toppliðin eru að strögla eins og Liv en ég hef ekki áhyggjur, þetta kemur ef menn fara að vanda sig og spila boltanum INN í MARKIÐ. Koma svo PÚLLARAR ALLIR SEM EINN.

  20. Þá er liðið fyrir morgundaginn búið að leka út og það er nákvæmlega eins og ég spáði nema að Kelly er ekki heill og Kyrgiakos kemur inn, Carra fer í bakvörðinn.

    Liðið sem ætlar að verja jafnteflið gegn Blackpool á Anfield á morgun lítur því svona út:

    Reina

    Johnson – Kyrgiakos – Skrtel – Carragher
    Poulsen
    Kuyt – Gerrard – Meireles – Joe Cole

    Torres

    Sóknarbolti? Ég myndi ekki veðja á það að þetta lið ætli sér að liggja í stórsókn allan tímann. Get ekki séð að Hodgson sé að stilla upp með slátrun í huga.

  21. Já, og í dag erum við í fallsæti eftir meira en 5 umferðir í fyrsta skipti síðan 1984. Og enn er raunhæfur möguleiki á níu stiga refsingu í þessum mánuði. Ekki halda að Liverpool sé of stór klúbbur til að falla. Fleiri stórlið hafa fallið í þá gryfju á síðustu árum.

    Djöfull þoli ég ekki að þurfa að vera svona svartsýnn á ástandið. Vonandi rekur liðið þetta ofan í mig á morgun, og vonandi fáum við nýja eigendur sem allra, allra fyrst. Þá fyrst geta menn horft fram á veginn.

  22. Ferguson sáttur með jafnteflið við Sunderland. Ættu Manchester United aðdáendur þá ekki að afhausa hann?

    Ferguson hefur nú eitthvað smávægilegt gert til að vinna sér inn þolinmæði hjá Man Utd stuðningsmönnum. Ólíkt kannski Roy Hodgson. Auk þess sem að útileikir gegn Sunderland eru nú vanalega taldir erfiðir.

  23. Liverpool vinnur 4-0 á morgun og hoppar í efri hluta deildarinnar aðeins 4 stigum á eftir Manjú sem er í öðru sæti. Allir á þessari síðu byrja að tala um að við eigum að taka þetta fjórða sæti því að við séum betri en hin liðin sem eru að keppa um meistaradeildarsætið.

    Kristján Atli: Ég er nokkuð viss um að Kuyt spilar frammi með Torres og Meireles verður á hægri kanti í 4-4-2 leikkerfi.

    Örn: Black Keys og platan Brothers.

  24. Ég skil svosem að svartsýnustu menn skuli spá jafntefli, enda kominn október og ekkert við deildarkeppnina hefur glatt mann hingað til. En við erum að spila á heimavelli gegn slakasta liði deildarinnar og höfundur póstsins spáir 0-2 tapi. Við erum með Gerrard, Cole, Meireles og Torres í góðu standi og ég sé bara ekki hvernig Roy Hodgson gæti séð til þess að við töpum þessum leik.

  25. Það væri hreinn draumur ef að liðið væri sett svona upp:

    ———————-Reina————————

    ——-Kyrgiakos—–Srktel—-Carra———-

    -Johnson——————————-Kuyt—-

    ——-Gerrard—-Poulsen—-Meireles——-

    ——————–Joe Cole———————

    ———————Torres———————-

    En því miður lifum við í því sem heitir raunveruleikinn og því miður hefur KAR væntanlega rétt fyrir sér með mögulega uppstillingu, en maður getur alltaf vonað.

  26. Kristján Atli (no 23) er þetta lið ekki með því betra sem við höfum til tags núna, það vantar alvöru v/ bak og Polsen ekki að gera gott en endilega að gefa honum cens, Kuyt – Gerrard – Meireles – Joe Cole eru menn sem geta skorað og að sjálfsögðu Torres og það verður gert á morgun, sanniði til og hvað er betra en að sjá björtu hliðarnar þótt allt í kringum okkur sé á lítill siglingu.

  27. Kanill minn. Takk fyrir fína plötu, hver sem þú ert. Búinn að renna henni í gegn á Spotify. Þessi fer heldur betur á listann. Ekki bara eitt og eitt gott lag heldur mjög góð heild. Þeir hafa greinilega hlustað á Cream á sínum sokkabandsárum. Trommarinn kemst svei mér þá nokkuð nálægt Ginger.

    Já, já, Liverpool burstar Blackpool á morgun. Þetta lítur allt miklu betur út núna.

  28. Það er bara tvennt sem kemur til greina á morgun, 1-1 jafntefli eða 5-0 sigur. Mig grunar að jafnteflið verði hlutskiptið en vona auðvitað hið síðarnefnda.

  29. Ég ætla ekkert að vera með leyðindi en vildi bara benda mönnum á það að við erum í fallsæti. Eitthvað sem Hodgson virðist vera sáttur með þar sem hann segist ávalt vera sáttur við úrslit leikja okkar uppá síðkastið sem hafa skilað okkur þessu sæti.

  30. Fyrst hann er svona sáttur með öll úrslitin til þessa þá er mjög rökrétt að halda því fram að hann sé sáttur við að vera í fallsæti? Ég sem stuðningsmaður hef ekki verið ánægður með einn einasta leik, sérstaklega ekki leikinn á móti WBA sem við unnum (ósanngjarnan) 1-0 sigur.

    Fari RH norður og niður, hef engan áhuga á að fylgjast með honum eyðileggja liðið lengur.

  31. Í síðasta leik ákvað ég ekki að spá fyrir úrslitum því við vorum aldrei búnir að vinna sannfærandi á þessari leiktíð þegar ég gerði það… eeen þá vitum við það að spá mín var ekki ástæðan fyrir slæmu gengi, svo að ég ætla bara að byrja aftur að spá úrslitum.

    Bjartsýni mín er heldur betur farin að dekkjast svo að ég spái þessu 1-0 fyrir okkur í leiðinlegum leik að vanda.. Ngog kemur inná og skorar (kemur auðvitað inná á 75-80min sem fyrsta skipting)

  32. Einar Örn #26, nákvæmlega það er ekkert að því að vera sáttur við að ná í stig á sterkum útivöllum. Það er slæmt að vera sáttur með jafntefli á heimavelli gegn Sunderland, en það er ekkert að því að vera sáttur með sig á útivelli gegn Birmingham og Utrecht, sem voru í topp sjö í Hollensku deildinni í fyrra. Ég er ósáttur með byrjun Hodgson hjá Liverpool, en ég er bara að benda á ekki ALLT sem hann hefur gert er ömurlegt og að hann tali bara tóma steypu í hvert skipti sem hann opnar munninn eins og margir hér eru að halda fram.

    Annars biðst ég bara afsökunar á að trufla aftökuna sem er í gangi hér á síðunni. Höldum hengingunum áfram, það er lítið fjör í öðru. Ég sé að ég hef meira að segja verið þumlaður niður hér að ofan fyrir að spá Liverpool sigri á morgun.

  33. Babu 30, ég sef alveg ágætlega enda á ég góðan bangsa til að kúra mig við 😛

    Annars tel ég þetta ekki vitlausa uppstillingu með þremur sterkum varnarmönnum, mönnum á köntunum sem geta pressað á vængmenn andstæðingsins, sterka og þétta miðju og svo með vel spilandi sóknarmenn.

  34. hvað með þessa svartsýni ef við skoðum töfluna þá eigum við en mjög stóran möguleika að fara hærra eftir þennan leik sem ég held verður sigur á Blackpool 2-0 það eru nú bara 2 sigrar frá öðru sæti og vona það besta.

  35. Meireles á kantinum aftur eftir að hafa spilað allan sinn feril sem miðjumaður og Poulsen að halda honum af miðjunni?

    Ég setti Torres í fantasy en miðað við liðið sem hann fær support frá á morgun hefði ég frekar átt að setja Drogba sem captain

  36. ekki það að 1-0 séu frábær úrslir á móti wba þá skil ég ekki hví allir voru svona óánægðir með það.. ég meina ekki hafa tottenham eða arsenal getað borið höfuðið hátt eftir sína leiki gegn þeim ! en ég er bjartsýnismaður og liverpool tekur þettta á mrg ! með 2-5 mörkum !
    YNWA

    • Spá Kop.is er 0 – 2, frábært hjá ykkur.

    Spá KAR er 0-2 og þrátt fyrir að við skiljum alveg hvað þú ert að meina þá er kannski óþarfi að tala um hann í fleirtölu (hann er í Gaflara Sport alla daga að reyna að vinna í þessu kallgreyið) ! Hann hefur svo fulla rétt á sinni skoðun, sérstaklega á síðunni sinni.

  37. Er ekkert bjartsýn fyrir þennan leik, held að hann tapist 0-1. (hef alltaf rangt fyrir mér) 😀

    Finnst þetta blessaða lið sem RH er að reyna púsla saman ekki vera sýna mikið enþá, þó þeir segjast eflaust vera í 5 gír, þá eru þeir, því miður ekki í nema 1 gír og í 6 þúsund snúningum, bíllinn er að bræða úr sér og allir að verða brjálaðir í blokkinni!

    Vill fara sjá alvöru sóknarbolta með kanntspili og helst 3 manna vörn… Torres og Ngog frammi, Gerrard í holunni. Taka þennan forljóta dana og senda hann heim til Danmerkur(þar á hann víst heima) Skrtel finnst mér virka eins og 100kg sleggjukastari í þunglyndi, veit ekki hvað málið er… Torres virkar 50% tilbúinn en svona eini ljósi punkturinn finnst mér er Reina, sem virðist vera búinn að setja í sig linsurnar eftir frekar slappa byrjun. :/
    (Vona svo innilega að við vinnum 3,4,5 – 0 )
    KOMA SVO!!!!
    YOU’LL NEVER WALK ALONE!!!!

  38. Birnir (#42) segir:

    „Spá Kop.is er 0 – 2, frábært hjá ykkur.“

    Þetta er ekki spá Kop.is, bara mín spá þar sem ég skrifaði upphitunina. Þarf ekkert að vera að hinir strákarnir séu sammála mér.

    Svo er vert að minna á það að þetta er engin hallelúja-síða. Við erum ekki bara að halda þessu úti til að klappa sjálfum okkur á bakið fyrir að styðja jafn frábæran klúbb og LFC er. Við erum hér til að ræða hlutina af alvöru og skiptast á skoðunum, hvort sem þær skoðanir eru jákvæðar eða neikvæðar.

    Ég spáði okkur 0-2 tapi á morgun og sé ekki af hverju það á að vera svo langsótt. Jújú, liðin heita Liverpool og Blackpool og spila á Anfield en ég hef séð bæði lið spila undanfarið og ef Hodgson ætlar að stilla upp svipað og gegn Sunderland fyrir viku er hann að spila upp í hendurnar á sókndjörfu Blackpool-liði. Og ef þú heldur að nýliðar sem eru í fyrsta sinn í Úrvalsdeild geti ekki komist í 0-2 forystu á Anfield þarftu að rifja upp hvernig Hull City gekk á Anfield fyrir tveimur árum.

    Auðvitað er ég Liverpool-stuðningsmaður og myndi ekkert fíla frekar en að sjá Torres negla þrennu á morgun og liðið reka spána ofan í kokið á mér með 6-0 sigri á morgun. Það væri frábært. En ég verð að vera samkvæmur sjálfum mér þegar ég spái og þótt ég geti alveg séð frábært einstaklingsframtak lykilmanna okkar kafsigla Blackpool-liðið á morgun get ég alveg eins séð fyrir mér að þeirra taktík gangi upp, við spilum upp í hendurnar á þeim og þeir fari frá Anfield með frægan sigur.

    Vona að ég hafi rangt fyrir mér. En það er óþarfi að gera lítið úr mér þótt ég vogi mér að vera svartsýnn fyrir leik.

  39. Kristján Atli ekki ertu hissa á viðbrögðum manna við því að þú spáir 0-2 tapi gegn Blackpool á Anfield í upphitun fyrir þennan leik? Menn gerast ekki mikið svartsýnni. Þessi “upphitun” er nú bara til að drepa áhuga mann á leiknum.

  40. Roy Hodgson kaupir pulsuna á 4.550.000(hækkar víst um 1m fer eftir afrekum hans og liverpool), meireles á 11.5m (upphæðir teknar af lfchistory). Pulsan á að vera einhver djúpur miðjumaður sem drepur niður spil andstæðinga(og liverpool), hann virðist ekki enn vera búnað ákveða hvar meireles á að spila…
    Rafael van der Vaart fór til tottenham fyrir 8m og er búnað skora 4 mörk í þrem heimaleikjum tottenham. http://www.visir.is/redknapp-i-skyjunum-med-van-der-vaart/article/2010794944416

    En kannski hefði rafael van der vaart bara drullað sér niður í meðalmennskuna með hinum liverpool leikmönnunum og stjóranum…

  41. Ef þessi aumingjasöngur er sannur og það sem hann hafði að segja um byrjuna sína og mögulegar væntingar okkar má hann alveg endilega fara standsetja húsið sitt í London aftur!

    http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/liverpool/8038680/Roy-Hodgson-launches-strident-defence-of-his-start-to-life-as-Liverpool-manager.html

    Hljómar eins og maður sem er að finna vel fyrir pressunni ef þú spyrð mig. Andúð mín á Hodgson er að aukast fjandi hratt verð ég að segja.

  42. Ok, Hodgson er basically að segja að hann ráði ekki við lið þar sem gerð er krafa um titla. Bara sorrí gaur, þú ert hjá liði þar sem helsta hefðin er að vinna titla. Ég var nú að vona að Hodgson gæti aðlagast Liverpool, frekar en að Liverpool þyrfti að aðlagast honum, hugarfarslega séð. Hann er byrjaður að brjóta MIG niður… en andskotinn að maður fari að sætta sig við það að vera ekki borinn saman við bestu liðin.

    Hvað ef liðið fer að vinna leiki, t.d. á móti “the big three”??, er það þá bara heppni Roy eða…?

  43. Ég sem var að vona að RH mundi sjá ljósið og breyta um taktík því þetta er ekkert að virka hjá honum en það er bara klárlega ekki að fara að gerast. Djöfull varð ég pirraður á að lesa þetta þó að ég var nú búinn að átta mig á þessu sjálfur

  44. “hjá ykkur” var óþarfi, afsakið.
    Ætlaði ekki að móðga þig Kristján, hef lesið bloggið ÞITT í langan tíma og finnst þú aðdáunarverður penni. En aftur á móti finnst mér neikvæðnin alveg vera í fyrirrúmi á þessari síðu á þessu tímabili og mér finnst neikvæðni leiðinleg og niðurdrepandi. Og fannst mér þessi spá leiðinleg.
    Hef ég trú á því að okkar menn vinni glæsilegan sigur í dag 4 – 0 cole og torres með sitthvor 2.

  45. Neikvæðni er leiðinleg og niðurdrepandi – það er alveg rétt hjá þér og á jafnt við inná vellinum sem og utan hans. Hver einasti leikur á þessu tímabili, að undanskyldum kanski 45 mínútum, hefur verið hörmung og maður hugsar nánast eftir hvern leik, afhverju er ég að eyða tíma í þetta. Það er ekki bara að úrslitin hafa verið okkur óhagstæð, meira að segja þau fáu stig sem við erum komnir með hafa komið inn í leikjum þar sem við höfum verið síðari aðilinn í leiknum.

    Ef maður rifjar upp þessa leiki sem eru búnir, þó að undirmeðvitundin reyni að loka á það, þá hafa þessir leikir verið algjör hörmung. Við höfum líklega fengið færri en 10 (dauða)færi í þeim 6 deildarleikjum sem við höfum spilað. Liðið hefur nánast undantekningarlaust verið minna með boltann og 1-3 leikmenn liðsins tekið þátt í sóknarleik liðsins.

    Ég er oftast ekki svona svartsýnn í mínum skrifum – þvert á móti hef ég alltaf reynt að líta á jákvæðu hliðarnar. En þeir sem eru ósammála mér, endilega bendið mér á rangfærslur í mínum skrifum hér að ofan. Við erum nota bene m.a að tala um leiki gegn WBA, B´ham, Sunderland þar sem tveir af þessum þremur leikjum voru heimaleikir.

  46. Kristján, 2-0 tap? Mikið svakalega eru pistlahöfundar Kop.is neikvæðir.

    Mér finnst samt alltof snemmt að biðja um að RH verði rekinn. Það er engan vegin tímabært. Það var alltaf vitað mál, RH eða ekki, að þetta tímabil yrði gríðarlega erfitt og það er að koma á daginn. Liðið ætti að geta halað inn mörg stig í október og fengið aukið sjálfstraust þegar við rústum botnliði deildarinnar á Goodison.

  47. Það er stillt uppí varnarsinnað 4-1-4-1 sem er glatað á heimavelli gegn stórliði Blackpool, liði sem kann ekki að verjast og hefði sennilega verið hægt að slátra en menn virðast hafa meiri áhuga því að verja þetta eina stig sem menn hafa í vasanum þegar leikur hefst, ÓÞOLANDI….

    Hefði strax litið betur út ef N, Gog væri í liðinu á kostnað Poulsens og leikkerfið 4-4-1-1 eða 4-4-2

  48. Ég er nú sammála mörgu í viðtalinu við Hodgson. Hann er greinilega að lækka væntingarnar viljandi hjá stuðningsmönnum í þessu viðtali sem eru jú, MJÖG MIKLAR og oft óraunhæfar. Það hjálpar ekki liðinu að hafa neikvæða aðdáendur sem rífa allt í sig og rangtúlka þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og þeir sáu í draumum sínum. Þetta tal um að Hodgson kunni bara að stjórna miðlungsliðum og að Liverpool sé stjórnað eins og Fulham er fyrir mér algjör þvæla. Miðað við stöðuna fyrir mót er útilokað að hann hefði unnið alla leiki og verið í topp 3 eftir nokkra leiki.

    Ég get lofað ykkur því að hann sé mjög ákveðinn í klefanum, hann vill vinna alla leiki og verður óánægður á bekknum þegar leikmenn gera mistök eða sóknarfæri eru ekki nýtt.

    Það er ekki bara Hodgson sem hefur þurft að aðlagast nýjum klúbbi heldur þurfa leikmenn að aðlagast nýjum þjálfara (og sumir nýjum klúbbi) og þegar þeir fá trú á verkefninu fer boltinn að rúlla. Leikmönnum vantar nokkra góða leiki í röð til þess að fá sjálfstraust á samherjum og leikkerfinu. Leikurinn í dag verður fyrsti kaflinn í þessu rönni.

  49. Ég held að Hodgson muni fá uppreisn æru eftir dræma byrjun . Leikmennirnir munu verða ansi hræddir við hann í því ástandi og fara að taka sig á.
    No more mr. nice guy!

  50. Kanill kemur með góðann punkt með væntingarnar. Hverjar eru væntingar aðdáenda ? Halda menn virkilega að það sé hægt að vinna deildina með veikari hóp en í fyrra þegar árangur síðasta árs var eins og hann var ?

  51. Rosalega er upplífgandi og traustvekjandi að lesa commentin hér. Ég er bara orðinn alveg rosalega bjartsýnn fyrir leikinn í dag.

  52. Ég held það geri sér allir grein fyrir því að Liverpool er ekki að fara að vinna deildina í ár. Væntingar manna hljóta samt að vera að vinna allavega lið eins og Birmingham, Northampton, Sunderland og Utrecht. Menn með minni vætningar en það ættu að skammast sín!

  53. Ekki hélt ég að m u mundi gera 2 jafntefli í röð eða að Cel$$$$$$$ tapa fyrir M C allt getur gers og Liv gæti alveg unnið deildina. Verum jákvæð og glöð.

  54. Auðvitað væntir maður þess að liðið vinni Northampton, Sunderland og Utrecht. En ekki gleyma því að ástandið á Anfield var svo slæmt að nánast enginn af þeim þjálfurum sem voru í umræðunni eftir að Rafa var rekinn vildi taka við Liverpool. Hræðilegir eigendur, margir leikmenn í liðinu spiluðu langt undir getu, engir kantmenn, MIKLAR VÆNTINGAR stuðningsmanna, máttarstólpar liðsins vildu fara frá liðinu og fleiri atriði sem eru ekki beint til þess fallin að draga að góða þjálfara.

    Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður Hodgson en kallinn hlýtur að fá meiri tíma til að greiða úr flækjununum áður en hann er tekinn af lífi af stuðningsmönnum.

  55. Án þess að vilja bera Roy og Rafa saman þá er Roy og Liverpool í fallbaráttu,en Rafa og Inter á toppnum og vann í vikunni 4/0 yfir Bremen sem er töluvert betra lið en Ulrect. Ég var að lesa viðtal við Rafa og hann ætlar ekki að selja húsið sitt í Liverpool og ætlar að flytja þangað aftur þegar hann hættir að þjálfa. Góður kall og sennilega er skömmin öll hjá stjórnendum og eigendum klúbbsins,en ekki hjá Rafa. En um leikinn á eftir þá held ég að Liverpool vinni einfaldlega vegna þess að Gerrard kemur óður inn og dregur vagninn til sigurs,sem sagt ekki útaf Roy og hans leikskipulagi, sem ég er farinn að efast um passi fyrir Liverpool.

  56. Þetta er ástæðan fyrir því að ég bara get ekki verið sáttur RH. Ef hann er virkilega að reyna að gera sömu hlutina og hjá Fulham á hann ekkert erindi í þjálfarastöðu hjá Liverpool

    “Í tvö og hálft ár var ekkert neikvætt skrifað um mig hjá Fulham. Það hefur breyst en ég er samt að gera sömu hlutina.

  57. Ég hef ekki pælt voða mikið í R H en m u maður sagi mér að hann ætti flottan feril, sel það ekki dýrara en osf,

  58. Eftir þennan leik er ljost að Hodgson þarf að fara. Hann nær ekki til leikmanna og liðið virkar illa skipulagt. Menn geta borið fyrir sig meiðslum en þegar Liverpool liðið er yfirspilað trekk i trekk þa er það ekki asættanlegt. Liðið reif sig reyndar upp i seinni halfleik en það var bara of seint. Leikmannahopur Liverpool gæti verið sterkari en það afsakar eki hvernig liðið spilar þessa dagana. Kjöldregnir i fyrri halfleik af nyliðum Blackpool a Anfield…
    Hodgson burt.

FC Utrecht – Lið í Liverpool búning 0-0

Liðið gegn Blackpool