Reynið að finna David Bentley

Sjaldan eða aldrei í sögu Liverpool bloggsins hefur meira verið sett eitthvað hér inn bara til þess að setja eitthvað hér inn!

Í þessu er þó skemmtilegt verkefni þar sem menn eiga að reyna að finna David Bentely og eins gerir Mike Phelan heiðarlega tilraun til að gera útaf við Ferguson og það er ekki hægt annað en að fíla hann fyrir það!

Að auki eru hérna síðan leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að skella sér norður…

Það kemur svo upphitun á morgun og vonandi jákvæðari skýrsla á laugardaginn.

13 Comments

  1. Ekki get ég sagt að þetta sé það sem maður vilji heyra frá RH: “There are going to be lots of other games this season when people are expecting us to win and we don’t.” Úr grein Liverpool Echo.+

    Sérstakleg finnst mér neikvætt að sjá orðið lots þarna og finnst þetta ekki gott viðhorf hjá þjálfara Liverpool.

  2. Smá off topic, en ég var að tala við 365 og var að ath hvort að ég fengi þá að sjá Íslenska boltann i staðinn fyrir Enska á morgun þar sem að þeir loka fyrir rásina sem ég hef borgað fyrir til þess að sýna stjarnan breiðablik en það verður auðvitað ekki í boði.
    Mér finnst fáranlegt að það sé lokað fyrir rásina sem ég hef borgað fyrir til þess að sýna íslenska boltann en hvernig væri þá að koma til móts við þá sem borga fyrir þetta og leyfa okkur þá að sjá þennan íslenska bolta í staðinn.

  3. @ Ásmundur #4

    Það er ekkert við þetta eigandi. Ég er búinn að standa í argaþrasi við 365 í einhver ár núna. Það er ekkert hægt að eiga við þetta.

    Ég fyrir mitt leyti tók þessa peninga (Og það eru ekkert litlar fjárhæðir) og setti þá annað. Það er enginn nauðbeygður að skipta við þessa vitleysinga. Það eru aðrar leiðir til að sjá enska boltann.

  4. Tek undir orð Sigurjóns hér að ofan.

    365 er ótrúlegt apparat.

    Þeir láta alltaf eins og þeir séu að gera manni greiða með því að leyfa þér að vera áskrifandi.

  5. YESSSS Var einmitt að fara að renna norður en ekki viss í hvaða átt ég á að fara. Takk fyrir mig !!

  6. Var það ekki KSÍ sem lét banna sýningu á þessum leik svo að fólk færi frekar á völlinn eða eitthvað álíka? Mig rámar í að ég hafi lesið það einhversstaðar. Eða er ég kannski að rugla eitthvað?
    Fáránlegt engu að síður.

  7. Roy Hodgson að kvarta yfir mótmælunum gegn eigendunum:

    Fans are planning to stage a sit-in protest against American owners Tom Hicks and George Gillett on Saturday when Sunderland visit Anfield.

    Hodgson added: “The protest doesn’t help but the situation is something I’ve had to live with since I arrived.”

    Verður eflaust vinsælt hjá stuðningmönnum Liverpool.

    Og bætti síðan þessu við:

    “If we’d had a positive result on Wednesday this would have been quite a positive press conference,” he told reporters ahead of the Premier League match against Sunderland.

    “People would have been talking about (the 3-2 loss at) Manchester United, and how well we did in the second half.”

    “But all of that flies out of the window.”

    Það er gott að metnaðurinn er ekki meiri en það að eiga góðan seinni hálfleik í tapi.

Liverpool 2 Northampton 2 (2-4 í vító)

Sunderland á morgun!