Sunderland á morgun!

Þetta hefur ekki verið góð vika. Fótboltinn getur verið upp og ofan en því miður virðist það svo hjá Liverpool á árinu 2010 að það hefur verið mestmegnis ofan. Byrjun þessa tímabils hefur ekki fært miklar breytingar á því og nú þegar liðið undirbýr sig fyrir sjöttu umferð Úrvalsdeildarinnar er það stigi frá fallsæti, en þó aðeins þremur stigum frá fjórða sætinu. Þrátt fyrir erfiða byrjun er þessi Úrvalsdeild galopin, nái menn að rétta úr kútnum.

Fyrsta tilraun til þess verður gerð á morgun á Anfield, en þá taka okkar menn á móti Sunderland. Svörtu kettirnir eru um miðja deild með sex stig, stigi meira en okkar menn, og af þeim er það helst að frétta að þeir eru enn án fyrirliða síns og andlegs leiðtoga, ljúfmennisins Lee Cattermole sem afrekaði það að fá tvö rauð spjöld í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Þá mun Titus Bramble leika þennan leik en hann var handtekinn í vikunni fyrir meinta nauðgun, en svo sleppt aftur í gær. Ég er nokkuð viss um að hann verði baulaður hressilega niður á Anfield á morgun.

Af okkar mönnum er það helst að frétta að Roy Hodgson staðfestir í dag að hann muni ekki spila neinum af leikmönnunum sem skitu á sig gegn Northampton á miðvikudagskvöldið í deildarbikarnum. Það þýðir því miður, að mínu mati, að Daniel Agger mun ekki byrja inná gegn Sunderland en ég hefði klárlega viljað sjá hann í vörninni, þó ekki væri nema til að hafa allavega einn varnarmann sem getur leikið boltanum úr vörninni.

Hodgson sagði að byrjunarliðið frá því gegn Man Utd um síðustu helgi kæmi til greina auk Dirk Kuyt sem er við það að verða leikfær. Ég ætla hins vegar að tippa á að Kuyt verði aðeins á bekknum á morgun og að Hodgson stilli upp sama liði og gegn Man Utd:

Reina

Johnson – Carragher – Skrtel – Konchesky
Poulsen
Maxi – Gerrard – Meireles – Cole

Torres

**BEKKUR:** Jones, Kyrgiakos, Agger, Lucas, Jovanovic, Kuyt, Ngog.

Verum ekkert að blekkja okkur. Þetta er ekki 4-2-3-1 eða 4-4-1-1. Þetta er 4-1-4-1 með Poulsen sem hreinræktaðan varnartengilið og Torres einangraðan fremst.

**MÍN SPÁ:** Eins og glöggir lesendur hafa eflaust séð býst ég ekki beint við blússandi stórsókn á morgun. Carra og Skrtel verða duglegir að senda fallhlífarsendingar yfir miðjuna hjá okkur og í plássin sem Torres á að vera að hlaupa í og skiptir þá engu þótt hann verði dekkaður af einum af fáum miðvörðum sem eru svipað fljótir og hann (Bramble). Maxi og Cole munu báðir leita mikið inn á miðjuna og því mæðir mikið á að Konchesky og Johnson komi sterkir upp vængina og nái að koma fyrirgjöfum inn í teiginn.

Ég er bara ekki bjartsýnn á þennan leik. Þetta endar 1-1 eftir að Sunderland kemst yfir. Vona að ég hafi rangt fyrir mér og að morgundagurinn marki upphafið á jákvæðri kúrfu í gengi liðsins en ég verð að meta hlutina eins og ég sé þá og frammistaða liðsins á Englandi í haust hefur ekki gefið mér neitt sem segir að heimaleikur gegn Sunderland sé skyldusigur.

Áfram Liverpool. YNWA.

77 Comments

 1. Vonandi að roy hætti þessu varnarbulli og blási til sóknar á morgun og verði með Cole í holunni og Gerrard og Meireles á miðjunni og Maxi og Babel á köntunum engan varnasinnaðan miðjumann takk fyrir. Segi að við tökum þetta 3-1 á morgun Torres með 2 og Meireles með 1

  Áfram liverpool.

 2. Væri allveg til í að sjá Babel inn fyrir Maxi sem gat lítið seinustu helgi. Hann er með hraða og sprengikraft og gæti valdið meiri usla en Maxi.

 3. RH verður að fara átta sig á því að þetta er ekki Fulham, þetta er Stórveldið Liverpool sem hann er að stýra! Við viljum ekki vera á þessum stað í deildinni heldur viljum við vera 2 stigum frá toppsætinu, ekki fallsætinu!
  Ég vona svo sannarlega að RH fari að ranka við sér og noti sóknarþungan sem að okkar menn geta lagt á önnur lið.

  Mitt lið væri ábyggilega sett svona upp:
  Reina – Johnson – Carra – Agger – Konchesky – Babel – Gerrard – Meireles – Jovanovic – Cole – Torres

  En við látum okkur dreyma enn og aftur.
  Ég vona innilega að okkar menn sýni klærnar um helgina og taki þennan leik 4-0 með mjöööög samfærandi leik! Ég spá því að Torres fari í gang þessa helgina eftir alla þessa gagnrýni sem hann hefur fengið!

  YNWA – COME ON REDS!!!!!

 4. Ég er algjörlega sammála þér með liðið, þetta er nokkuð borðleggjandi held ég. En ég trúi ekki öðru en að annaðhvort Gerrard eða Meireles (jafnvel báðir) fái leyfi til að sækja meira á morgun, miðað við United leikinn. Þar vorum við á erfiðum útivelli, á morgun er leikur á heimavelli sem á og verður að vinnast. Það hlýtur að vera gerð krafa um að menn rífi sig upp af rassgatinu og spili eins og menn.

  Ég spái 2-0 sigri, Torres grillar Bramble og setur tvö.

 5. Nr 2 sjá Babel inni ? Hafa menn ekkert verið að horfa á liðið upp á síðkastið ? Er sammála því að Maxi er búinn að vera slakur en Babel hefur á móti ekki getað rassg…..

 6. Arnar Styr og Sigfinnur, hversu mörgum sinnum þarf Babel að spila illa til að menn hætti að biðja um hann í byrjunarliðið?

  Babel hefur fengið sénsa og ekkert getað. Núna undir stjórn tveggja þjálfara þannig að það er ekki lengur hægt að saka einn mann um að hafa horn í síðu Babel. Hver svo sem ástæðan er þá getur Babel einfaldlega lítið sem ekkert lengur og sýnir nákvæmlega ekkert sem bendir til þess að hann eigi erindi í Liverpool-liðið.

  Þá myndi ég frekar gefa Pacheco sénsinn, já eða fara í 4-4-2 og nota Ngog eða Jovanovic sem framherja. En að velja Babel fram yfir jafnvel Maxi eða Jovanovic? Ekki til umræðu að mínu mati. Ryan hefur fengið sína sénsa, hann er bara ekki betri en þetta. Því miður.

 7. Í haust var ákveðið að gera nýjan samning við Aurelio af því hann var í svo góðu standi að sögn Hodgsons. Í þessu viðtali (http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/hodgson-plans-big-changes) kemur svo þetta fram ,,… the only serious injury situation is Fabio Aurelio.” Stórmerkilegt allt saman!! Sú bjartsýnisglæta sem ég eygði í haust er algerlega að hverfa og hverfur alveg nema Sunderland leikurinn vinnist. Skil ekki þessa ákvörðun að spila Agger úr stöðu trekk í trekk meðan Carragher og Skrtle eru ekki að standa sig vel.

 8. Er á því að þetta verði liðsskipanin eins og þú leggur upp KAR, en ég vonast eftir 2-1 sigri.

  Enginn af þeim sem lék á miðvikudag á að fá að vera með, þó Agger stæði næst því, þeir einfaldlega þurfa meiri tíma til að þrífa á sér bakið.

  Ryan Babel á ekki að koma inná í mínútu í þessum leik eftir frammistöðu hans á miðvikudaginn og þeir sem telja hann eiga skilið að vera í byrjunarliðinu gætu bara lesið twitterfærslurnar hans sjálfs. Hann áttaði sig á því sjálfur að hann brást og í fótbolta er þetta einfalt. Ef þú stendur þig illa þá á einhver annar að fá sætið þitt.

  Eða er það ekki? Ég allavega myndi ekki nenna að æfa með liði þar sem einhver kemst í liðið fyrir það að vera lélegur og það þurfi að “spila honum reglulega í form”.

  En þetta verður erfitt, nema að stjörnurnar í hópnum standi nú upp og sanni það að þeir séu leikmenn í heimsklassa en ekki bara oflaunaðar dekurdrósir…

 9. ég vil sjá mereiles og Gerrard saman á miðjunni með Jova, Cole og maxi og svo Torres einan frammi.

 10. Andleysið, doðinn og aumingjaskapurinn mun halda áfram í þessum leik held ég því miður. Ég spái 0-2 sannfærandi sigri hjá Sunderland. Spái því einnig að Torres haldi uppteknum hætti og nenni ekki að hreyfa sig.

 11. Sælir félagar

  Góð og raunsæ upphitun hjá KAR. Að öllum líkindum er hann að stilla upp því liði sem stjórinn ætlar að vera með í byrjun. Það er ekkert í spilunum sem segir að liðið okkar eigi eftir að mylja Sunderland undir sig í þessum leik. Hitt er annað að nú verða okkar menn að rífa sig upp úr eymdinni og sýna hvað í þeim býr.

  Það er enginn vafi að hver og einn leikmaður liðsins sem KAR stillir upp hefur getu og hæfni til að gera mun betur en þeir hafa sýnt fram að þessu (flestir). Það er svo annað mál hvernig þessir einstaklingar spila sem lið og hvernig mótivering, uppstilling og leikskipulag verður.

  RH verður að sýna að hann og liðið hafi það þrek sem til þarf. Sóknarleikur sem brýtur hið ólseiga lið Sunderland á bak aftur er það eina sem stjórinn og liðið geta boðið stuðningsmönnum upp á. Annað er ekki ásættanlegt.

  Það er nú þannig.

  YNWA

 12. Ég myndi vilja að RH færi í 4-4-2 : Reina, Johnson, Carra, Skrtel(Agger), Konchesky, Gerrard, Meireles, Poulsen, Cole, Torres, Ngog.

  Það sást í united leiknum að þegar ngog kom inn á fyrir maxi, þá lifnuðu liverpool við og settu tvö mörk á stuttum tíma og leikurinn varð jafnari, hann kom inn á 62 mín og mörkin komu á 64 og 70 mín, en því miður lét hodgson þá bakka aftur og halda í stigið og því fór sem fór, en ég held að þessi uppstilling myndi svínvirka. 2 framherjar eru allt í lagi á móti sunderland á andfield !!!

  Áfram Liverpool

 13. Ég er nú reyndar á því, þó svo að ég hafi ekki verið mikill aðdáandi hans, að besta leiðin í þessum leik væri að stilla N´gog við hliðina á Torres framlínunni. Þó svo að hann hafi ekki verið mjög góður í síðasta leik (skoraði reyndar mark) þá fanst mér liðið ekki fara að virka almennilega á móti Man Utd fyrr en að Ngog kom inná og meirels fór út á kantinn (fór að mínum mati að virka betur útaf taktíkinni en ekki N´gog). Er ekki kominn tími til að spila 4-4-2 og hafa þá Poulsen og Gerrard á miðjunni og meireles og Cole á köntunum. Það er nú einu sinni þannig að N´gog er lang markhæstur okkar manna með 7 mörk í öllum keppnum og finst mér því alveg að hann eigi að fá tækifæri til að fjölga þeim.

 14. Ég vil ekki sjá neina kantmenn inná á morgun enda eru þeir sem við eigum svo ömurlegir að ég vil ekki sjá þá á vellinum.
  Bara spila 4-1-2-1-2 með Poulsen djúpan og Gerrard og Meirales á miðjunni með Cole í holunni og Torres og N’gog saman frammi.

 15. Góður Rúnar var að skrifa mitt comment á meðan þú póstaðir þínu 🙂

 16. Ótrúlegt hvað hlutirnir eru fljótir að breytast hjá ykkur Reykásunum. Í fyrra var allt eigendunum að kenna. Rafa fékk ekki peninga til að kaupa þá menn sem hann vildi o.s.frv. Nú er það skyndilega stjórinn sem alla ábyrgðina að ykkar mati. Það er ekki lengur talað um hvað eigendurnir hafi slæm áhrif á liðið og þar fram eftir götunum. Hvað kemur næst?

 17. Ég vil fara að sjá Skrtel og Agger saman í miðvörðunum.Gefa Carragher frí.Eins myndi ég vilja sjá Torres fá einhverja hjálp uppi á topp með td Ngog sem er duglegur og nennir að elta boltann og trufla varnarmenn.ég er alltaf svartsýnn fyrir leiki ,en ég held að það sé komið að sannfærandi sigri hjá okkar mönnum4-1!!!

 18. skil þetta ekki, erum með mannskapinn til að vinna alla (ekki það að við séum að gera það, en ætum allavega að eiga roð í ÖLL lið!) en samt spilum við eithvað svo varnalegan bolta. Væri til í að sjá liðið mæta bara drullu brjálaðir til leiks, með svaka kraft og tækla allt sem hreyfist og hrista það ef það hreyfir sig ekki bara til að tækla það. Koma með svaka kraft inní spilið og sýna mótherjunum enga virðingu, og svo seinast en ekki síst, enginn af þeim leikmönnum sem er inná má vera of góður fyrir liverpool liðið! t.d hefur Torres, Gerrard ekki efni á því í augnablikinu! ég vil bara að liðið verði KLIKKAÐ! Svo er ég alveg viss um það að bara það þegar hausinn er á réttum stað, getur liðið spilað svona 90% betur…. vil bara að liðið verði smá durgar, og þegar liðin sjá að þau eiga leik við okkur eiga þau ekki að geta látið sé detta í hug að fá stig, heldur bara, hvað ætli við getum tapað með litlum mun?

  takk fyrir mig, nenni ekki að lesa yfir og laga eithvað, er að reyna að skrifa af mér reiðina 😉
  annars enda ég bara á fallegustu orðum í heimi!

  You’ll Never Walk Alone!

  P.s þá vil ég líka að pool-arar hugsi um þessa setningu, hún gerir okkur að þeim sem við erum!
  kveðja frá ungum, eeen efnilegum POOLARA! og já, stoltum POOLARA!

 19. Ágúst í #15.

  Neita að vera Reykás, aðalvandinn frá því í ágústlok 2009 hefur verið fjársvelti eigendanna til starfandi stjóra, frá því hefur augljóslega verið ójafnvægi í leikmannahóp liðsins.

  Stærsti vandi þessa félags eru því þeir, en þeir geta ekki verið ástæða þess að við töpuðum fyrir D-deildarliði á miðvikudaginn, eigendalausir eigum við ekki að tapa slíkum leikjum. Þar þurfa leikmenn og stjórinn að skoða sín mál.

  Ég ætla alveg að standa mig í því að vera þolinmóður en það er 100% ljóst að ekkert dregur fjöður yfir ömurleika miðvikudagsins og maður má vera reiður við alla sem að þeim ömurleika komu, bæði leikmenn og þjálfara.

  Ég er í dag miklu reiðari við Lucas, Kyrgiakos, Spearing, Jovanovic og Babel en RH. En hann verður að sýna það að hann geti brugðist við slöku gengi haustsins og fært leik liðsins í rétta átt.

 20. Kristján Atli – ég veit ekki með ykkur en ég veit að Babel hefur verið að hlaupa og reyna við boltan (fara á markmenn þegar að sending kemur aftur á hann) annað en Torres blessaður (sem að er í miklu uppáhaldi en hefur ekki verið að gera neitt uppá síðkastið).

  Maggi – Þú segir: ,,Ryan Babel á ekki að koma inná í mínútu í þessum leik eftir frammistöðu hans á miðvikudaginn og þeir sem telja hann eiga skilið að vera í byrjunarliðinu gætu bara lesið twitterfærslurnar hans sjálfs. Hann áttaði sig á því sjálfur að hann brást og í fótbolta er þetta einfalt. Ef þú stendur þig illa þá á einhver annar að fá sætið þitt.”
  Með þessum ummælum ertu einnig að vitna í Torres, sem ég hef aldrei séð jafn latan og áhugalausann yfir því að spila, annað en N’gog. Ég er kannski eini sem held eitthvað uppá Babel (þó svo að ég sé ekki alltaf að vísa í þetta helv….. Twitter dæmi hans, þessar heimildir eru jafn traustar og allt sem þið finnið á wikipedia, sem að ALLIR GETA SKRIFAÐ) því að hann er snöggur og hefur tækni, annað en Maxi, hann hefur hvorugt, hann er ekki maðurinn sem þú vonar að taki mann á í leik.

  Ég fæ kannski marga putta niður fyrir þetta en og hef allavega trú á okkar mönnum, þ.e.a.s ef að við stillum ekki Poulsen og Lucas saman inná, þá er ég svona nánast alveg sáttur með liðið. Ngog á að fá fleiri tækifæri eftir að skora í nánast hverjum leik sem hann byrjar inná og Pacheco leit mjög vel út í seinasta leik, vann á fullu og átti marga bolta sem hann átti alls ekki að eiga, mjög gott.

  YNWA – COME ON REDS!!!

 21. Að undanskildum mögulegum einstaklingsframtökum hjá Torres eða Gerrard, þá sé ég Liverpool ekki skora í þessum leik. Því miður. 1-1 væru því fínustu úrslit þó ég búist reyndar við 0-0 eða 0-1. Það verður tekið Liverpool frí þessa helgina á mínu heimili.

 22. Ætla ekki að horfa á leikinn sökun lélegrar byrjunar.. Neinei, verð að vinna svo ég missi eflaust af fyrsta 2-0/3-0 sigrinum í deildinni. Þessi leikur er must win. Þessi leikur Á að rífa menn af rassgatinu og vera byrjunin á löngu win streak-i. Við ÞURFUM að vinna þennan leik, Blackpool, Everton (ú), Blackburn og Bolton (ú) til þess að hafa sjálfstraustið í lagi þegar Chelsea mætir í heimsókn. Og langsótt er það en við ÞURFUM að vinna Chelsea ef við ætlum að gera einhverja hluti í vetur. Ef verr fer en 3 stig á morgun þá er ég “hættur” að horfa á fleirri leiki, eða orðum það frekar að ég ætla ekki að hafa jafn mikinn áhuga að horfa á fleirri leiki í vetur. Mér gæti ekki verið meira sama um byrjunarliðið hjá Liverpool, erum með betri leikmenn en þeir í hverri einustu stöðu og aðeins þarf að hafa gætur á Darren Bent og A. Gyan. Bið bara Carra og hans meðspilara að fara vel með þá og ekki leyfa þeim að komast upp með það að gera neitt í leiknum.

  Sakna þess að sjá FT 3/4/5-0 í lok deildarleiks og vona það svo innilega að ég geti horft á highlightið á laugardagskvöldi með bros á vör.

  Áfram Liverpool
  YNWA

 23. Ætla ekki að spá hvernig leikurinn fer en hitt er svo annað að Liverpool leikmenn verða að fara að spila FÓTBOLTA en ekki bara að hirða launin sín.

 24. Liðið mitt á morgun Reina
  – Kelly – Carra – Agger- Konchesky
  Glenda – Gerrard – Meireles – Jova
  Cole Torres

  Ekki meira Maxi
  Ekki meira Lucas
  Ekki meira Babel
  Það er komið gott af þessum plebbum.

 25. Eg myndi stilla þessu upp svona, þetta lið myndi vinna Northamton 3-0!!!!!!!!
  4-1-3-2
  manager: Benny Hill

               Mike Hooper
  

  Josemi – Biscan – Mauricio Pellegrino – Jan Kromkamp
  Lucas
  Bruno Cheyrou – Salif Diao -Bernard Diomede
  Sean Dundee – Voronin

 26. Ég er ekki frá því að KAR sé með liðsuppstillinguna spot on, og hvað taktíkina varðar þá efast ég ekki um að við munum liggja vel til baka og beita kick and hope. En fyrir mitt leiti mætti Hodgson setja sjúkraþjálfarann í byrjunarliðið, ég fer bara fram á sigur í þessum leik og að við sýnum smá baráttu…sömu baráttu og við sýndum síðasta hálf tímann á móti United.

 27. Ég er bara alveg sammála Hodgson um að nota engan af þeim sem spiluðu á miðvikudaginn þeir eiga það bara ekki skilið alveg sama hvort það er Agger eða Ngog. Þeir leikmenn sem spiluðu þann leik þurfa að hugsa sig alvarlega um hvort þeir séu þess verðugir að spila í Liverpool búning.
  Sfinnur#20 hvernær hefur Bable sýnt eitthvað til að eiga það skilið að vera í þessu byrjunarliði. Hann getur nú ekki brillerað á móti 4 deildar leikmönnum þá hefur hann nú lítið að gera í vanarmenn Sunderland. Og hvernær ætla menn að átta sig á því að Babel hefur aldrei spilað sem sóknarmaður þó hann vilji spila frammi. Hann hefur verið vinstri kanntur alla tíð hefur kannski spilað sem vængframherji stundum en hann hefur aldrei spilað heilt tímabili sem framherji. Það er líka mjög gáfulegt að líkja Bable og Torres saman.

 28. Hvað hefur t.d Torres sýnt á þessu tímabili fyrir utan þetta eina mark að hann eigi að vera í byrjunarliði?? Hann er búinn að skora jafn mörg mörk á þessari leiktíð og Babel, sem er frekar skemmtilegt að segja. Ngog er búinn að skora 7 en auðvitað fær hann bara litlu leikina, er það ekki? Ég ætla mér ekki að líkja þeim saman, Babel og Torres en Babel hefur alveg átt sína spretti, tekið menn á, eða allavega reynt!
  Hann á kannski ekki heima í byrjunarliði en Maxi á það ekki heldur! Ekkert sem segir það, hann hefur ekki hraðann til að taka á, hann á ekki marga krossa og ekki er tæknin uppá marga fiska.

  Ég skal samt segja að ef það fer fyrir brjóstið á mönnum að hafa Babel inná þá lítur liðið vel út svona líka : Reina – Johnson – Carra – Agger – Konchesky – Cole – Gerrard – Meireles – Jovanovic – Pacheco – Torres.

  YNWA – COME ON REDS!!!!

 29. Vona bara að RH fari að hætta með 2 varnarsinnaðamiðjutitti os spili sóknarleik og hafð það í sér að henda carra maðurinn er bara búin lætur keðjureykjandi búlgara rúlla sét upp.

 30. Hvernig er það er leikurinn ekki sýndur á s2sport þó að íslenski boltinn sé á sama tíma?

 31. Ég á strandbolta.

  Ég ætla að fórna honum fyrir leikinn á morgun með að rista á hann gat.

 32. Ég tel okkur vera sterkasta liðið í fallbaráttunni því tel ég okkur sleppa við fall.

 33. Sfinnur
  Babel hefur aldrei sýnt það að hann eigi heima í byrjunarliðinu hefur kannski átt einn af hverjum 10 leikjum þokkalega. Torres er með 73 mörk í 122 leikjum fyrir Liverpool. Þannig það er bara fáránlegt að líkja þeim saman. Torres hefur ekki verið að finna sig það sem af er leiktíðar en hann hefur sýnt að hann hefur hæfileika það hefur Bable ekki gert. Bable er búinn að skíta á sig í síðustu tveim leikjum sem hann hefur fengið í byrjunarliðinu og á því ekki heima þar. Er reyndar alveg sammála með Maxi en hann spilaði hins vegar ekki á miðvikudaginn, allir sem spiluð þann leik eiga bara vera heima hjá sér og skammast sín á laugardaginn.

 34. Segja mörkin allt? Er það ekki frammistaða í hverjum leik sem gildir, eða það myndi ég halda. Ngog á byrjunarliðið, er langt á undan öllum á þeim stóli.
  Það er ekki hægt að bera á saman með mörk, annar er sóknarmaður, pure striker, en hinn er kantmaður og þeir eiga það til með að skora minna, eins og gefur að skilja.
  Þrátt fyrir það held ég enn áfram að segja að hann eða Maxi?? Klárlega Babel! Okkur vantar mann sem getur tekið varnarmann á, getur skapað eitthvað og hefur tækni. Ég hlít að hafa rétt fyrir mér þeð það, right? Ef maður hugsar um leik Maxi, hvað hugsaru?? Hann tekur stuttar sendingar inná miðju eða langa fallhlífarbolta sem enda í markmanni eða varnamanni.
  Ég hef trú á að Babel geti þetta (eins og flestir trúa að við réttum úr kútnum og hafa trú á því að Torres, Gerrard og J.Cole komi okkur í gang).

  YNWA – COME ON REDS!!!!

 35. Sfinnur, Babel hefur aldrei getað tekið menn á, það er einmitt hans veikasta hlið. Það hefur ítrekað gerst þegar Babel fer á flug upp vænginn að í staðinn fyrir að taka bakvörðinn á og sóla hann, þá einfaldlega hleypur Babel beint á bakvörðinn og tapar boltanum.

 36. Annars var Usher á pósta þessu á Twitter…

  19 man squad named for tmrw. Babel out, kuyt in, otherwise same 18 as manc game + spearing.

 37. Ég vona svo innilega að þú hafir rang fyrir þér Kristján Atli.
  Ég held að það séu allir orðir mjög þreyttir á skelfilegu gengi liðsins, en við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum með Konchesky, Poulsen, Mireles og Joe Cole, sem eru ALLIR að spila sína fyrstu leiki fyrir Liverpool, það er ekki alltaf létt að mæta í liðið án þess að hafa farið í æfingaleiki eða æfingaferð “saman” allt liðið.

  Ég held að við ættum að taka þennan leik, en held samt að það verði mjöööööög ervitt, Sunderland náði jafntefli gegn Arsenal sem eru að spila mjög vel að mínu mati.
  Ég ætla að tippa á 2-1 ( Torres, Cole?)

  Held líka að það ættu allir að gleyma þessum síðustu leikjum, stöndum með okkar mönnum gegnum súrt OG sætt, sama hvað, þessvegna erum við jú bestu stuðningsmenn í heimi 😉

  Getum líka bara spurt okkur, er betra að byrja tímabilið ílla og vinna það svo upp og enda vel, EÐA byrja vel og enda það svo í algjöri frati? Ég vel það fyrra.

  You’ll Never Walk Alone!

 38. Framherjar verða að fá úr einhverju að moða og Tores hefur lítið fengið af því, sendinga geta manna er mjög slöpp en þetta kemur sannið til.

 39. Merkilegt að sjá eftirfarandi í viðtalinu (http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/hodgson-plans-big-changes) við Hodgeson ,, … the only serious injury situation is Fabio Aurelio.” Hann var í svo góðu standi í sumar að það var gerður við hann tveggja ára samningur!!!! Ótrúlegt. Hvað leikinn varðar þá kemur ekkert annað til greina en sigur því sú órlitla bjartsýni sem gerði vart við sig í sumar er óðum að dofna. Sammála Kristján Atla með liðið en mun sjálfsagt aldrei skilja af hverju Agger er látinn spila úr stöðu eða settur á bekkinn meðan Carragher og Skrtle spila jafn hörmulega og þeir hafa gert.

 40. Roy Hodgson að kvarta yfir mótmælunum gegn eigendunum:

  Fans are planning to stage a sit-in protest against American owners Tom Hicks and George Gillett on Saturday when Sunderland visit Anfield.

  Hodgson added: “The protest doesn’t help but the situation is something I’ve had to live with since I arrived.”

  Verður eflaust vinsælt hjá stuðningmönnum Liverpool.

  Og bætti síðan þessu við:

  “If we’d had a positive result on Wednesday this would have been quite a positive press conference,” he told reporters ahead of the Premier League match against Sunderland.

  “People would have been talking about (the 3-2 loss at) Manchester United, and how well we did in the second half.”

  “But all of that flies out of the window.”

  Það er gott að metnaðurinn er ekki meiri en það að eiga góðan seinni hálfleik í tapi.

 41. Við vinnum þennan leik á morgun ef það verður spilaður sóknarbolti. Skiptir ekki öllu hverjir byrja, þetta eru allt leikmenn sem hafa góða reynslu og flestir eru landsliðsmenn. Punkturinn er þessi: Við erum með fínan mannskap, það þarf bara að stilla strengina rétt og fá liðið til að fúnkera.

 42. Ég spái grútleiðinlegu 0 – 0 jafntefli ! Það er voðalega gaman að horfa á Liverpool spila þessa dagana eða hitt og heldur ! Ef ég ætti að velja liðið sem byrjar á morgun væri það eftirfarandi:

  Reina – Konchensky, Agger, Carra, Johnson – Gerrard, Mereiles, Poulsen – Jova, Torres, Cole

  Semsagt 4 – 3 – 3 og ekkert bull. Hætta þessum helvítis kítting fram og vona það bestu heldur fara að spila þessum blessaða bolta, renna sér í tæklingarnar og sína smá anda. Ég veit upp á hár hver ræðan mín væri í búningsklefanum ef að ég væri RH. ´´Drepa, drepa drepa. Við erum Liverpool FC og á Anfield drepum við´´. ´´Ég vil sjá pressu, pressu og pressu ´´. VIÐ ERUM LFC!!!!!

 43. Maggi #19
  “Ég er í dag miklu reiðari við Lucas, Kyrgiakos, Spearing, Jovanovic og Babel en RH. En hann verður að sýna það að hann geti brugðist við slöku gengi haustsins og fært leik liðsins í rétta átt.”

  Eftir að hafa séð leikinn er ég sammála þessu, en margir létu ansi stór orð falla án þess að hafa horft uppá það sem gerðist. Frammistaða þessara leikmanna var hryllilegra en nokkuð sem ég hef séð í LFC búning á þeim 26 árum sem ég hef fylgst með. Gæti líka nefnt fleiri leikmenn, sem þó geta skýlt sér bak við ungan aldur og reynsluleysi.
  Og það er ansi hart að RH þurfi að taka frammistöðu þeirra alfarið á sig þó ég vilji ekki fegra hans ábyrgð með nokkru móti. Stundum dansa limirnir (leikmenn) eftir höfðinu (stjórans) og oft er mikið til í því, en undantekningar eru á öllu,
  Maður hefur heyrt komment eins og “allir aðrir stjórar hefðu náð að leggja þetta lið”. Var þá plan miðvikudagsins að leika illa og tapa leiknum?

  Liðið stendur svo sannarlega upp við vegg, og oft fá menn aukakraft þegar þeir geta spyrnt í vegginn. Ég er alls ekki svartsýnn. Þeir leikmenn sem byrja gegn Sunderland þurfa að bæta upp fyrir skömmina sem liðsfélagar þeirra ollu okkur stuðningmönnum sl. miðvikudag. Vonandi hafa þeir eitthvað stolt.

 44. Nietzsche

  Finnst þér ekkert athugavert við það að RH skipti ekki neinum inná fyrr en eftir 90 mínútur?

 45. 45

  Jú, set reyndar fjölmargar spurningar varðandi RH í leiknum. Til dæmis hefði Babel átt að fara út af í hálfleik og á ekkert annað skilið en að verða fyrstur í einhverjar vikur. Shelvey hefði átt að koma inná mikið fyrr og margt margt annað. Tilfinningin var engu að síður sú að mér fannst eins og sumir væru frekar fúlir yfir að þurfa að spila þennan leik. Að leikurinn væri fyrir neðan þeirra virðingu.

  Ég hef nokkuð oft pirrast út í RH vegna þess hvað hann hefur viljað bíða lengi með skiptingar, og það sama var líka uppá teningnum í tíð RB.

 46. Liverpool tapar og Hodgson verður rekinn í næsta mánuði, Sammy Lee tekur við og þá fara hlutirnir að ganga !….ekki nema Torres hrökkvi í gang og fari að sýna eitthvað

 47. Einhverjir eru að segja að þetta sé byrjunarliðið á morgun..

  Reina, Johnson, Skrtel, Carragher, Konchesky, Meireles, Poulsen, Kuyt, Gerrard, Cole, Torres

 48. Ekki átti ég von á að segja þetta en…. ég sakna Kuyt! Hann kemur inn á morgun og leiðir okkur á beinu brautina. YNWA.

 49. held að þetta lið sem Mummi 48 setur upp sé okkar sterkustu 11 nema kannski fyrir utan Agger í stað Skrtl.. ég er smá stressaður fyrir þennan leik.. Steve bruce er góður í að ná sér í stig á Anfield ! en þar sem ég held svo mikið með þessu liði ætla ég að vera bjartsýnn og spá okkur sigri ! verðum bara að taka 12 stig úr næstu 4 leikjum !!

  þetta er gott lið! Cole á vinstri og Kuyt á hægri Torres frammi, Gerrard og Meireles fyrir aftan og Poulsen djúpur! þessir kantar er þeir hættulegustu sem við eigum Cole með gott auga fyrir spili og er teknískur og Kuyt er bara eins og hann er, brussast áfram, hleypur og hleypur og býr alltaf einhvað til og mer finnst alltaf koma mest úr Johnson sóknarleg með honum. þeir ná alltaf nokkrum fyrirgjöfum og að brjótast í gegn uppá endalínu. með þessu byrjunarliði eigum við að fúkking massa þetta 🙂 kominn tími á sigur !!!!

 50. 1-4 fyrir Sunderland, Gyan rasskellir Carra og setur tvo og Bent med tvo ur vitum. Ngog klorar i bakkann.

 51. Ég vil helst sjá 4-4-2. Gerrard og Meireles á miðjunni, Kuyt á hægri og Cole á vinstri og N’gog uppi á topp með Torres.

 52. Það er kannski ekki sanngjarnt að rakka Liverpool niður í svaðið eftir þessar fyrstu 5 umferðir.
  Leikjaprógrammið hefur ekki verið það auðveldasta. Berið það saman við leikjaprógramm Chelsea í fyrstu umferðunum. Við höfum spilað við manchester liðin og Birmingham úti, Arsenal og WBA heima . Chelsea hefur spilað við Blackpool West Ham Wigan Stoke og WBA.
  Víxlum þessum prógrömmum hjá liðunum. Gæti Liverpool þá ekki verið á toppnum með 15 stig og Chelsea í ströggli með 5 stig. Bara smá pæling.

 53. Þessi leikur mun sýna fram á karakterinn í Liverpool liðinu. Mun liðið stíga upp og sýna að það geti blandað sér í topp 4 baráttuna eða er það einfaldlega komið í gæðaflokkinn sem berst um laust sæti í UEFA cup. Miðað við yfirlýsingar frá Gerrard og Cole þá hafa þeir verið að biðja stuðningsmenn um þolinmæði þar til að liðið muni taka við sér. Nú er þessu þunga byrjunar prógrammi lokið þar sem ég vil meina að liðið hafi komið út below par. Eftir tap gegn Mun Utd. og sögulegt tap gegn Northampton á heimavelli vil ég meina að þessi leikur er stórt test hvort leikmenn séu menn eða mús.

  Ég myndi vilja sjá Hodgson taka áhættu í þessum leik (eiginlega sorglegt að tala um áhættu að spila sóknarbolta á heimavelli á móti Sunderland). Ég myndi vilja sjá Gerrard og Meireles á miðjunni. Cole í holunni, Torres frammi og mér er nokkuð sama hverjir verða settir á kantana. Vil að liðið pressi Sunderland ofarlega á völlinn og fari með það markmiði að setja mark á Sunderland snemma til þess að þeir freistist til þess að þurfa fara framar á völlinn snemma. Í því liggja tækifæri Liverpool að nýta sér þá holurnar sem skapast fyrir aftan bakverðina.

 54. Ég hef TRÚ á okkar mönnum, nenni ekki þessari neikvæðni alltaf hreint 🙂 Hef TRÚ á að okkar menn taki sig til í andlitinu og blási til sóknar á morgun!

  4-1 fyrir okkur! Torres 2, Gerrard 1 og Cole 1.. Og þeirra mark kemur úr skyndisókn því við gleymdum okkur aðeins og sóttum of mikið 🙂

 55. Við vinnum þennan leik sannfærandi. Þrátt fyrir að þeir sem skitu uppá bak í bikarnum verði ekki með eru allir í liðinu meðvitaðir um óánægju okkar stuðningsmanna liðsins, ekki síst RH. Okkar menn mæta brjálaðir til leiks og hefna í leiðinni fyrir strandbolta helvítið.

  Það munu því ansi margir verða svekktir hér á blogginu eftir þennan leik, ekki vegna þess að hann hafi farið illa, heldur vegna þess að hann er ekki sýndur í sjónvarpi loksins þegar okkar menn eru að brillera : )

  Walk On!

 56. Vá hvað ég væri til í að gefa allt til að vera í sporum þeirra sem fá að spila fyrir Liverpool. Ég held að vandamál Liverpool undanfarin ár sé hugarfarið, þeir verða trúa því að þeir geti unnið deildina. Danir unnu evrópumeistaratitill 1992 þannig Poulsen gæti verði nógu ruglaður til að halda að hann vinni deildina.

  Annars verð ég að segja að við erum að fara að spila við Sunderland á morgun á heimavelli Liverpool sem er Anfield. Við erum ekki að fara að tapa þeim leik, það er svo einfalt því við töpu eiginlega ekki á heimavelli. Við erum Liverpool.

 57. Það er því miður talsverður jafnteflisfnykur af þessum leik. Sunderland hafa gert 3 jafntefli á þessum 5 leikjum sem búnir eru, m.a. gegn Man City og Arsenal. Svo hefur einhver logið því að Steve Bruce að jafntefli gefi 2 stig því hann er sérfræðingur í jafnteflum. Ég er logandi hræddur við þennan leik (eins og við allir við alla leiki Liverpool). Er að vona að við skorum nokkur mörk og að varnarmenn Sunderlandi misstígi sig. Er samt hræddur um að þetta fari 1-1.

 58. Ég las fyrsta komment og nýjasta komment og einhver eldri komment undanfarna daga. Ég er hissa á þessari umræðu undanfarið. Það eru fimm leikir búnir af 38 í deildinni, bjuggust menn virkilega við því að nýr stjóri myndi byrja tímabilið með 10+ stig eftir 5 leiki? Er þetta ekki bara nokkuð “eðlilegt”, sérstaklega miðað við mótherjana? Auðvitað er maður ekki ánægður eða sáttur – en bjuggust menn virkilega við fljúgandi starti? Maður er virkilega ósáttur með úrslitin á móti manu og arsenal miðað við gang leikja en annað er eftir bókinni mundi ég segja miðað við hvernig þetta hefur farið af stað með Mascherano dallasinn, Torres og fleira í sambandi við upphaf tímabils. Þetta er mín skoðun amk.

 59. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessum leik. Við munum vinna Sunderland í dag.

  Ég hef meiri áhyggjur af stjóranum okkar. Mér líst ekkert á að helvítið hann Ferguson skuli mæra Hodgson og hlakka til að kíkja í glas með honum eftir leik. Hver stjórinn af öðrum talar um hvað gott sé að Rafa sé farinn og enskur sófaköttur kominn í brúnna. Síðast í morgun er Steve Bruce að henda skít í Rafa en klappa á bakið á Roy!

  Þegar framkvæmdastjórar annarra félaga hjóla í okkar stjóra hljómar það sem fegurstu ópusar Radiohead í mínum eyrum. Þegar andstæðingar okkar tala um stjórann okkar eins og hann væri gjöf Guðs til ensku knattspyrnunnar hljómar það í mínum eyrum eins og Victoria Beckham reyndi að syngja Bohemian Rapshody við undirleik Árna Johnsen.

 60. Hef ekki áhyggjur af þessu og nenni ekki að vera velta mér uppúr neikvæðum hlutum.
  Spái 2-0 sigri Liverpool í dag.

 61. Sælir piltar !!!
  Auðvitað líta hlutirnir ekki vel út hjá okkar ástkæra liði. En ber að hafa í huga að hlutirnir voru í algjöru rugli og niðri í svaðinu þegar að Roy Hogdson tók við. Klárlega vorum við að vonast eftir betri byrjun en við hverju voru menn að búast ?? RH er búinn að vera með liðið í nokkra mánuði, það er mikið um nýja leikmenn í liðinu og hefur hann fengið lítinn tíma til þess innleiða sitt kerfi, sinn leikstíl og ná öllum leikmönnunum saman. Ég meina þið sáuð mannskapinn sem hann hafði úr að moða á undirbúningstímabilinu. Hann þekkti enga af þessum leikmönnum og vissi ekkert við hverju var að búast þegar að “stjörnurnar” kæmu aftur á Melwood.

  Núna hefur þetta farið rólega af stað hjá liðinu okkar og jú þetta dat á miðvikudaginn er gjörsamlega óafsakanlegt en samt sem áður er ég alveg slakur. Þegar að hann nær liðinu saman (hvenær sem það verður) þá koma stigin, ég er fullviss um það. Mér finnst samt líka vert að taka það fram að þetta er ekki eingöngu RH að kenna heldur verður líka að líta á menn sem hafa gjörsamlega brugðist. Horfum á Maxi, Johnson, Carragher og fleiri leikmenn sem hafa alls ekki verið að standa fyrir sínu og hreinlega að spila langt undir getu. Er það Roy Hodgson að kenna ?

  Þetta verður löng og erfið leiktíð fyrir okkur stuðningsmennina en ég kýs að vera rólegur enn um stund og fylgjast með batamerkjum á leik liðsins sem klárlega komu í ljós á móti Man Utd.

  2-0 eða 3-1 er mín spá.

  Koma svo, hættum svartsýninni.

 62. Jovanoic spilar ekki á morgunn rh ætlar ekki að nota neinn sem spilaði á miðvikudaginn

 63. 63 Algerlega sammála þessu. Ég fékk hroll þegar vinirnir Ferguson og Hodgson gengu inn á Old Traford.

 64. er að horfa á city-celsky. djöfull eru allir kjötaðir í þessu chelsea liði það tekur ekki nein undir 100 í bekk og vel flestir yfir 120kg

 65. 68

  Já þetta eru mjög hraustir og massaðir strákar þarna lang flestir en ég á nú bágt með að trúa að Ramires taki 100+ og ef þú skoðar varamennin þá þarf enginn að segja mér að Benayoun sé að taka álíka upphæð. 🙂

 66. er leikurinn sýndur á stöd2 sport 2 í dag? man eftir einhverju rausi um að íslenski boltinn yrði sýndur frekar, getur einhver sagt til um þetta.

 67. leikirnir eru ekki sýndir beint útaf íslenska bolltanum en þeir verða klukkan 4.

  okei það taka allir yfir 100 nema kannski ramires og a.cole þeir taka 90kg en ég var líka bara að horfa á liðið sem er inná vellinum 🙂

 68. Liðið komið !

  The Liverpool XI in full is: Reina, Johnson, Konchesky, Carragher, Skrtel, Gerrard, Poulsen, Meireles, Cole, Kuyt, Torres. Subs: Jones, Kyrgiakos, Lucas, Ngog, Agger, Jovanovic, Maxi.

  Kuyt kominn aftur !

 69. Reina, Johnson, Konchesky, Carragher, Skrtel, Gerrard, Poulsen, Meireles, Cole, Kuyt, Torres. Subs: Jones, Kyrgiakos, Lucas, Ngog, Agger, Jovanovic, Maxi.

  Fínt lið, algjörlega nógu gott til þess að vinna Sunderland.

  Þangað til annað kemur í ljós…. 🙂

Reynið að finna David Bentley

Liðið komið!