Liverpool 2 Northampton 2 (2-4 í vító)

Klukkan er tíu. Ég ætlaði að skrifa þessa leikskýrslu eftir tvo tíma, þegar ég væri búinn að horfa á leikinn í óbeinni og drekka í mig alla spennuna sem myndi eflaust fylgja auðveldum heimasigri á liði sem er 69 deildarsætum neðar en Liverpool í dag. Gældi í laumi við þá tilhugsun að Ngog myndi bæta hressilega við markatöluna sína í kvöld.

69 deildarsæti. Það er, eins og fullorðið fólk veit, frekar dónaleg tala. Fyrir Liverpool reyndist hún sérstaklega dónaleg í kvöld.

“Ég myndi sleppa því að horfa á þennan leik.” -Einar Örn í SMSi.

Einar vissi að ég ætlaði að horfa á allan leikinn í óbeinni en ákvað af mannúðarástæðum að bjarga mér frá því. Takk, Einar. Þú ert sennilega eini Púllarinn sem stóð sig vel í kvöld.

Þannig að, nei, ég hef ekki séð þennan helvítis leik. Var rétt búinn að sjá Jovanovic koma okkar mönnum yfir á 9. mínútu þegar ég fékk símskeytið. Fyrir þá sem vilja kvelja sig er hægt að lesa leikskýrslu BBC hér. Ég horfi kannski á mörkin á netinu í kvöld eða á morgun, þegar ég er búinn að kyngja ælunni.


Hvað er eiginlega að gerast með liðið okkar? Staðan er að verða nokkuð skýr, eftir vatnaskilin í sumar og bjartsýnina í kjölfarið á því. Ég man glöggt eftir því þegar menn eins og Joe Cole og Martin Skrtel (auk fleiri, eflaust) töluðu í sumar um að það væri vel hægt að vinna titilinn með þessu liði. Voru þeir að fíflast í okkur?

Það eru búnar fimm umferðir í Úrvalsdeildinni. Við vissum að þetta yrði fáránlegt prógramm og í raun er erfitt að dæma Hodgson eftir þessa fimm leiki. Við vorum nálægt því að vinna Arsenal og nálægt því að sleppa með óverðskuldað jafntefli frá Old Trafford. Þá vorum við heppin að vinna W.B.A. á heimavelli og sleppa með jafntefli frá Birmingham úti. Man City tóku okkur ósmurt í óæðri endann. Fimm stig eftir fimm leiki, stigi frá fallsæti og aðeins fjögur mörk skoruð í þessum fimm leikjum. Chelsea hafa skorað 21, Man Utd 14.

Í Evrópu hafa hlutirnir verið eðlilegri. Fimm leikir, fimm sigrar. Mótherjarnir ekki eins sterkir og við eigum að venjast í Evrópu en samt, sigrar eru sigrar og einhverra hluta vegna hefur maðurinn sem átti að gjörþekkja enska knattspyrnu en vera óreyndur í Evrópukeppnum með ensk lið staðið sig miklu betur í Evrópukeppninni.

Og svo kemur leikurinn í kvöld. Ég renndi yfir lýsinguna á BBC og ummælin á þessari síðu. Liðið okkar bitlaust, ekkert að skapa, ekkert að gerast, lenda undir í framlengingu og bjarga á marklínu til að sleppa naumlega inn í vítaspyrnukeppni sem tapast svo. Hodgson skiptir ekki leikmönnum fyrr en á 90. mínútu. Hann notar varamennina jafnan svo seint að menn er farið að dreyma um að fá 70. mínútu-skiptingar Rafa aftur, eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast.

Hvað var planið í vetur? Ætluðu menn sér titilbaráttu? Eða bikar? Langaði menn á Wembley? Hodgson virtist langa, hann stillti upp frekar reyndu liði í kvöld. Þetta voru engir kjúklingar sem töpuðu fyrir Northampton. Pacheco og Kelly þeir einu í byrjunarliðinu undir tvítugu. Samt tapaðist leikurinn.

Gefum Matta, stuðningsmanni Liverpool og virkum lesanda þessarar síðu, orðið:

Eftir að hafa horft á alla leiki Liverpool á þessari leiktíð hef ég komist að einfaldri niðurstöðu. Knattspyrnustjórinn Roy Hodgson er auli sem á ekkert erindi hjá Liverpool liðinu. Liðsval, uppstilling, taktík og ummæli fyrir og eftir leiki sannfæra mig um að hann var á réttri hillu hjá Fulham.

Einhverjir vilja sennilega gefa honum séns en ég er búinn að sjá nóg.”

Eftir ellefu leiki get ég ómögulega verið ósammála þessari staðhæfingu. Svo virðist sem Roy Hodgson hafi ekkert erindi í starfið. Það eina sem ég er ósammála Matta í er að ég er ekki búinn að sjá nóg. Það er ekki stíll Liverpool að reka stjóra eftir nokkra slæma leiki. Hann fær tíma til að byggja upp sitt lið. En það styttist í því, á endanum verða menn að fara að sjá einhverjar framfarir. Þess í stað virðist liðið renna æ hraðar aftur á bak.

Ég vona að efasemdir mínar um Roy Hodgson hverfi fljótlega og að þetta reynist aðeins hafa verið erfiður aðlögunartími í upphafi stjórnar hans. Það krefst þess enginn að hann berjist um titil í vetur en raunsætt mat segir okkur samt að fjögur mörk í fimm deildarleikjum, fallbarátta (eins og staðan er í dag) og tap á heimavelli gegn Northampton í deildarbikarnum er langt því frá að vera Liverpool sæmandi.

Vonandi fer þetta að ganga betur hjá kallinum. Ég er hins vegar ekki bjartsýnn.

Fokking Northampton…

85 Comments

  1. Ég held að þetta sé mesta niðurlæging sem ég hef orðið fyrir sem stuðningsmaður Liverpool FC :/

    Held ég verði í freyðibaði eða einhvað í næstaleik 😀

  2. Mér er bara illt í maganum út af þessu Liverpool-liði, þetta nær engri átt!!! Ég bara trúi þessu ekki…

  3. Þetta er of niðurlægjandi, ég er ekki með skapið í þetta.

    Er alvarlega að íhuga að segja upp sport pakkanum hjá stöð 2 því að ég get ekki horft á þetta lengur og þetta kemur bara með slæman móral á heimilið.

  4. næstu 4 leikir Liverpool í deildinni eru Sunderland heima, Blackpool heima, Everton úti, blackburn heima !! þetta er kjörið tækifæri fyrir liðið til að rífa sig upp úr mannaskítspollinum sem þeir eru að drukkna í ! ég fer fram á 12 stig í þessum leikjum að MINNSTA MINNSTA kosti 10 stig. heimaleikirnir eiga að vera örugg 9 stig og svo er bannað að tapa Everton leiknum. ef Roy nær þessu ekki til að rífa liðið upp þá er hann aldrei að fara að gera það og má skila inn uppsagnarbréfi !!

  5. Ég vil 12 stig úr næstu 4 leikjum og ekkert minna. Ég er ekki búinn að átta mig fullkomlega á þessari niðurlægingu. Vissulega verður stjórinn að axla sína ábyrgð, og hver má hafa sitt áliti á honum en Roy Hodgson er enginn aukvissi. En hvað var þetta eiginlega? Undir hvaða stjóra sem er í heiminum ætti þetta að vera öruggur sigur. Hvað vakti fyrir þessum leikmönnum sem voru inná vellinum?

  6. Það er skelfilegt að fylgjast með þessu, ég er farinn að halda að það væri réttast að taka newcastle á þetta… þ.e. að fara niður í championship, vinna hana og koma svo aftur upp fullir sjálfstrausts.

  7. Ótrúlegur maðurinn. Viðtal við RH eftir leik:

    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/roy-s-reaction-to-cup-exit

    Afsökunin er: nr. 1. LFC spilaði ekki nógu góða vörn. (Einmitt, það er einmitt ástæðan fyrir því að úrvalsdeildarlið tapaði fyrir lið úr 4 efstu deild.) Nr. 2. Allt leikmönnunum að kenna. Nr. 3. Það er bara óheppni að detta út í vító (af hverju fór þetta í vító hr. RH).

    Hann á ekki heima hjá LFC.

  8. Er ekki bara málið að fá alvöru þjálfara og ráða Roy Hodgson sem blaðafulltrúa Liverpool FC, hann er svo frábær á blaðamannafundum.

    Fokking Northampton

  9. Guðjón Þórðason hefði lamið þetta Liverpool lið, sem var inn á, til sigur á móti þessu Northampton liði….þó það hefði ekki verið nema bara fyrir karamellu verðlaunin….

    andsk..#$# nú er að telja upp á 20 eða meira….taka þessa næstu fjóra deildarleiki sem menn vilja 12 stig úr….og taka svo púlsinn.

  10. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki verið sérstaklega hrifinn af Hodgsyni í þessum fyrstu leikjum. En ég voru menn nokkuð sérstaklega ósáttir við liðsuppstillingu hans fyrir þennan leik?
    Þegar við gerum upp tímabilið í vor verður þetta ekki leikur sem við horfum sérstaklega til. Öllu máli skiptir hvernig kemur til með að ganga í deildinni.
    Við skulum sjá hvað setur og ég skrifa ekki undir yfirlýsingar Matta um að Hodgson sé auli eftir aðeins 5 deildarleiki. 5 deildarleiki… Nú er ég ekki sérlega hrifinn af þessum fyrstu leikjum, en það hlýtur að teljast til góðra siða að gefa manninum a.m.k. fram að áramótum til að sýna hvað hann hefur fram að færa.

  11. Sammála Baros að mestu, en en en, ef við VINNUM ekki Sunderland þá missi ég endanlega allt umburðarlyndi.

  12. Takk minn kæri æðri máttur að láta mig gleyma þessum leik.

    YNWA

  13. Eg vildi ad eg hefdi sed skyrsluna adur og horft a Gossip Girl med konunni i stadinn!
    Thid sem saud thetta ekki getid ekki imyndad ykkur hvad thetta var slæmt 🙁

  14. já en það var nú fínt að við lánuðum Aquilani og hver þarf Van der Vaart í sitt lið þegar það hefur svona kalla inn á. Og hver þarf varamenn?
    Ekki Liverpool, við þurfum ekkert varamenn, bara svona í blárestina svo að þessir sperhræddu komist fyrr í sturtu.
    já já, fullt af jákvæðu hægt að sjá út úr þessum leik.

  15. Hvar er metnaðurinn hjá sumum leikmönnum Liverpool.
    Þegar menn klæðast Liverpool treyjunni eiga menn að vera tilbúnir að deyja fyrir félagíð.
    Allt of margir áhugalausir leikmenn í þessu liðiþ

  16. Það eru leikmennirnir sem tapa leiknum. þetta eru atvinnumenn sem vita hvað þeir eiga að gera Þegar Liverpool spilar við lið af þessu kaliberi á ekki að skipta máli hvaða taktík er lögð upp, hvenær skiptingar fara fram eða hvort að Roy Hodgson eða 10 ára gamalt barn stjórnar liðinu. Leikmennirnir eiga einfaldlega að klára svona leik undir öllum kringumstæðum. Eina undantekningin frá þessu er ef að taktíkin sem lögð er upp sé að tapa leiknum.

    Áfram Liverpool

  17. Það að tapa fyrir liði eins og Northamton með hálfgerðu varaliði er auðvitað eitthvað sem svosem gerist, keppni sem skiptir afskaplega litlu þannig og allt það. Með þessu er ég að segja að “slys” eins og tap gegn Northamton er ekki eitthvað sem ég er að stressa mig of mikið yfir. Ekki misskilja mig þetta er hreinn og klár aumingjaskapur, ekki stuðningsmönnum Liverpool á nokkurn hátt bjóðandi og hreinlega niðurlægjandi fyrir klúbbinn.

    Það sem ég óttast mest er það að liðið hefur verið gjörsamlega steingelt í öllum þessum leikjum sem af er tímabili og um leið og mótherjinn getur eitthvað á Hodgson gjörsamlega engin svör. Ég eins og sumir fór hreint ekki leynt með það þegar verið var að velta fyrir sér hugsanlegum kostum í þjálfarastöðuna að Hodgson væri nafn sem væri ansi neðarlega á óskalistanum, raunar ekki á honum. Þegar úr varð að hann yrði ráðinn var auðvitað ekki annað hægt en að vona það besta og ekki hefur hann gert margt rangt í viðtölum og slíku fyrr en núna rétt á síðustu vikum. Hann er fyrir mér ennþá á því tímabili sem maður gefur honum til að sanna sig, svipað og maður sagði þegar kanarnir keyptu klúbbinn 2007.

    En ég er afar hratt að missa þá litlu trú sem ég hafði Hodgson, augljóslega kannski segja margir enda vorum við að falla úr leik í bikarkeppni gegn Northamton, en það er alls ekki bara út af því þó þetta sé einn versti ósigur í sögu Anfield!! Ég man ekki einu sinni eftir að hafa spilað við Northamton í manager og hef aldrei heyrt um neinn sem spilað hefur fyrir þetta lið.

    En aðallega er ég að missa trúna og raunar alveg að verða vitlaus á því að maðurinn virðist trúa því statt og stöðugt að hann sé ennþá að þjálfa Fulham, og það Fulham án tröllvaxins sóknarmanns eins og Bobby Zamora eða kantmanns. Hans hugmyndafræði virðist vera að þétta vörnina og spila mjög aftarlega á vellinum. Ekki pressa andstæðinginn og ég hef ekki hugmynd um hver hugmyndafræðin er sóknarlega hjá liðinu, ég efa stórlega að hann viti það heldur.

    Við eigum varla færi í leikjum liðsins, hvað þá góð færi og eins og KAR segir þá höfum við skorað 4 mörk. Miðað við textalýsinguna vorum við bara heppnir á köflum í seinni gegn Northamton og síst betri aðilinn.

    Gegn Arsenal gerði liðið akkurat ekki neitt fyrr en í seinni hálfleik sem var góður hjá okkar mönnum. Gegn City var liðið bara grín og afrekaði einn versta leik sem ég hef séð hjá Liverpool. Við vorum í svakalegu basli með WBA, sigurinn mjög ósannfærandi og færin í leiknum skammarlega fá. Við höfum Torres en ekki þeir og það bjargaði okkur þar. Gegn Birmingham vorum við enn og aftur hundlélegir og sköpuðum sama og enga hættu í þeirra vítateig og á Old Trafford áttum við einn okkar versta leik þar í mörg ár, þrátt fyrir að Torres og Gerrard hafi hent til okkar líflínu á smá kafla í seinni þar sem þess var sannarlega krafist að liðið drullaðist til að sækja. Eftir að við jöfnuðum var eins og Pepe Reina hefði boðið öllum í afmæli í sínum vítateig.

    Í öllum þessum leikjum hefur Hodgson verið steingeldur á hliðarlínunni, ekki breytt leikskipulagi neitt og varla skipt fyrr en leikurinn er svo gott sem búinn. Gegn Northamton viljum við varla fá framlengingu svo ég spyr, var í alvörunni ekkert á bekkum sem gat gert betur en þeir sem hófu leikinn og gerðu lítið sem ekkert í 90.mínútur?

    Það sem ég óttaðist mest með Hodgson var að hann hefur aldrei stjórnað stórliði lengi og náð góðum árangri með það, hjá Fulham, Sviss og Finnlandi byggði hann leik liðsins upp á að vera mjög þétt lið sem varðist vel. Semsagt varnarbolti og oft á tíðum alveg hreint drepleiðinlegur, þó hann hafi hentað þessum liðum vel enda jafnan underdogs í sínum leikjum.

    Hann þarf að gerbreyta leikskipulai sínu og klárlega hugsunarhætti ef hann ætlar að ná árangri hjá Liverpool, ekki gera það sem hann virðist vera að gera, reyna þröngva sömu formúlu og virkaði sæmilega hjá Fulham yfir á Liverpool.

    Þetta er auðvitað ekki búið og tímabilið rétt nýbyrjað, en ég þoli ekki mörg töp gegn Northamton og álíka góðum liðum og ef hann nær ekki að bæta liðið í þessum næstu 4 leikjum fer ég að vona að hann fylgi með eigendum liðsins þegar og ef við loksins fáum nýja og gáfulega eigendur.

    Ef þetta eru þessir fersku vindar og afrakstur þeirrar bjartsýni sem einkennt hefur liðið síðan skipt var um stjóra þá vill ég ennþá meira fá gamla stjórann aftur.

    Varðandi liðið í kvöld og leikinn þá voru þetta skilaboðin frá Hodgson til leikmanna fyrir leik:

    Roy: Show us you are LFC class.

    Á móti bið ég hann um að gera slíkt hið sama.

  18. Það er þó allavega jákvætt að N’gog heldur áfram að salla inn mörkum. Hver hefði búist við því fyrir þetta tímabil að hann væri að skora í næstum hverjum einasta leik sem hann spilar. Sama hvernig hann stendur sig restina af tímanum.

    Annars finnst mér svolítið furðulegt að sjá þessa umræðu um að reka RH. Sérstaklega þar sem í einhverjum tilfellum er um að ræða menn sem vörðu RB með kjafti og klóm, löngu eftir að hann var kominn á endastöð með liðið. Á RH ekki skilið þolinmæði eins og RB? Hversvegna er það?

    Það er mjög lítið búið af tímabilinu og liðið er búið að vera að skíta mestallan tímann. En við vorum að skíta allt síðasta tímabil líka, þannig að það er svosem ekkert nýtt. En ég sé ekki beinlínis ástæðu til að trompast núna og heimta höfuð stjórans á fati. Gefum honum smá tíma og sjáum hvað gerist. Ef hann heldur áfram að drulla, segjum t.d. næstu 5-10 leiki, þá er kannski kominn tími á að velta fyrir sér breytingum. Eða það finnst mér.

  19. Ég fatta ekki alveg, RH er núna búinn að hvíla aðalmennina í 2 leikjum í röð utan deildar. Er leikjaplanið virkilega svona rosalegt að það er ekki hægt að nota þessa aðalliðs leikmenn. Gefandi Torres frí, ég veit ekki betur en að hann sé ekki í leikformi, af hverju í fjandanum er hann þá ekki að koma sér í form með því að spila svona leiki og ekki bara hann heldur fleirri. Svona leikir eru tilvaldir fyrir liðið, sem er með 4 nýja leikmenn, til að ná betur sama. Meira að segja Wenger, var með leikmenn úr aðalliðinu í Tottenham leiknum. Vissulega stærra lið en Northhamton en ef ástæðan var sú að NH var ekki nægilega stórt lið, þá skrifast þetta á vanmat hjá Hodgson og skrifast á hann.

    Ég er eiginlega bara hálfdofinn – Hodgson er búinn með sinn séns – ég ætla ekki aftur í þennan Rafa meðvirknispakka með Hodgson. Það er zero tolerence hjá mér núna. Var það ekki Avram Grant sem skilaði Chelsea í annað sætið 2008 og var samt rekinn.

    Í lok seinni framlengingar þá voru 7 leikmenn NH ennþá heilir – hinir voru allir með krampa. Það segir rosalega margt um leik okkar manna að geta ekki klárað svona leik.

  20. Ég myndi ekki sakast við Hodgson… vantar bara Kuyt í liðið, annars fannst mér Shelvey flottur þegar hann loksins fékk að koma inná… hefði viljað sjá hann fá að dúndra í áttina að marki í staðinn fyrir Spearing sem velur alltaf að skjóta yfir. 🙂

  21. “Á RH ekki skilið þolinmæði eins og RB? Hversvegna er það?”

    Ef þeir báðir þurfa þolinmæði, af hverju þá að reka Benitez?

    • “Á RH ekki skilið þolinmæði eins og RB? Hversvegna er það?”

    Benitez var búinn að vinna CL, koma okkur í úrslit og undanúrslit CL, láta liðið spila besta bolta sem liðið hefur spilað síðan Evans var með liðið og ná besta árangri í deild í áratugi 2.sæti. Vinna FA Cup og margt annað gott. Raunar var hann bara búinn að eiga eitt afar dapurt tímabil og það voru nú flestir sammála um að það var ekki honum einum að kenna, síður en svo. M.ö.o. þó margir vilji ekki taka undir það þá var hann, fyrir okkur sem trúðum “í blindni” á Benitez búinn að gera mikið mikið meira til að sanna sig en Hodgson núna.

    Annars var ég fyrir mitt leyti ekki að afskrifa Hodgson ennþá og er ekki að segja að tap gegn Northamton eigi að réttlæta brottrekstur á honum strax, ég hef bara litla trú á honum og hún hefur lítið aukist og hverfur alveg ef liðið bætir sig ekki í næstu leikjum.

  22. RB var semsagt bara búinn að eiga “eitt dapurt tímabil” en RH heila 5 leiki. Ég fatta þetta núna. Hvernig datt mér þessi vitleysa í hug

  23. Og Babu, ég biðst afsökunar ef síðasta komment virkar skætingslegt í þinn garð. Það var ekki meint þannig, en þegar ég les það þá gæti ég ímyndað mér að hægt sé að skilja það á þann veg. Ég skil þína afstöðu mætavel, en er sjálfur á þeirri skoðun að fótboltinn undir stjórn RB hafi meira og minna verið algjör viðbjóður, mestallan tíma hans hjá liðinu. Einstöku afrek (sem ég vil ekki gera lítið úr samt sem áður) og eitt mjög gott tímabil. Annars bara leiðindi, andleysi og hreinn viðbjóður.

  24. Toggi: Jú það geri ég svo sannarlega. Þú talar um 10-15 leiki en í raun þarf nýr þjálfari lengra tímabil til að setja mark sitt á liðið(nokkur ár). Þannig ef þú ætlar að gefa Hodgson sanngjarnt tækifæri þá skaltu gefa honum lengri tíma til að sýna sitt rétta andlit.

    Hodgson sagði við okkur stuðningsmennina að Liverpool getur ekki unnið ensku deildina. Mér sýnist hann ætla með liðið á botninn og spyrna sér þaðan. Þeir sem þekkja það segja að besta spyrna sé frá botninum.

    Á þessum sex árum þá náði Benitez góðum árangri. M.a. 2. sæti með 86 stig, fa cup og meistaradeildarsigri. Síðasta tímabil hans var lélegt en hefði örugglega skilað toppbaráttu fyrir 20 árum. Liðin sem voru fyrir ofan Liverpool á síðasta tímabili voru Chelsea, Manchester United, Arsenal, Tottenham, Man City og Aston villa. Allt saman lið með sterkt sjóðstreymi og/eða trausta eigendur. Benitez hefði getað náð betri árangri ef, Torres og Gerrard hefðu ekki verið mikið meiddir.

    Eitt ár í viðbót hefði þýtt miklu minni þolinmæði en hvað þín þolinmæði varðandi 10 til 15 leiki í viðbót og fíaskóið í kjölfar þess að Hodgson verði rekinn( sem ég styð ekki, þ.e. að þjálfari Liverpool sé rekinn).

  25. Ég var alls ekki mótfallinn ráðningu RH en þrátt fyrir að leikmenn liðsins eigi að klára svona leik undir öllum kringumstæðum þá verður RH að axla sína ábyrgð. Þetta tap er samt eiginlega of fáránlegt til að hella sér yfir stjórann, því greinilegt var að leikmenn liðsins voru ekki að leggja sig fram fyrir stolt klúbbsins.

    Það hefur sést hingað til að nýr stjóri er að taka við stórskemmdu liði, og leikmennirnir hafa greinilega litla trú að því sem þeir eru að gera. En það er hans að snúa því við, og ef er ekki að takast það verður auðvitað að fá einhvern annan til þess. Ég vil meina að nú sé RH kominn með bakið upp við vegg. Hann fær tækifæri gegn Sunderland til að ná þremur stigum og ef hann getur það ekki, þá spyr ég, hvað getur hann þá?

  26. Zero: Enda hef ég hvergi kallað á að RH verði rekinn. Bara bent á að það sé ekki sanngjarnt að ræða það núna, en kannski frekar eftir 5-10 leiki í viðbót. Ég myndi alveg skilja að menn fái nóg eftir það, það þýðir ekki endilega að ég muni vilja það.

    Benitez náði ágætis árangri, ég mótmæli því ekki. Meistaradeildin var mjög sæt, FA líka, að komast aftur í úrslit meistaradeildar og svo næstsíðasta tímabilið. En fótboltinn sem hann spilaði fannst mér mjög fráhrindandi. Og fyrir utan næstsíðasta tímabilið, átti hann aldrei séns á að vinna deildina. Síðasta tímabilið var svo algjörlega hörmulegt.

    Og við vitum ekkert um hvaða árangri Benitez hefði náð ef hitt og þetta hefði farið svona eða hinsegin. Við vitum aðeins hvernig það fór. Og það fór ekki vel.

  27. Toggi, gott og vel verum sammála um að vera ósammála og förum ekki að snúa þessu þræði upp í Benitez þrætu, nóg er af þeim.

  28. Það er ágætt að segja það beint út að maður vill ekki láta reka Roy Hodgson.

  29. Ég get verið sammála Zero hvað það varðar. Allavega enn sem komið er

  30. Þetta er svo írónískt að þeir sem sýndu Benitez mestu þolinmæði og mikinn skilning, eru fyrstir til að rísa úr sætum og benda á Roy Hodgson.

    Ég ætla ekki að gera lítið úr ábyrgð RH en þegar maður fer að hugsa þá kemur í ljós að við töpuðum fyrir 4 deilarliði á heimavelli og vorum lélegra liðið. Í öllu falli fáránlegt, svo fáránlegt að maður spyr sig hvort ábyrgðin nái í raun út fyrir þá leikmenn sem voru á vellinum. Hversu góðan stjóra þarftu til að vinna svona leik?

    Vissulega keypti RH Brad Jones og Danny Wilson sem spiluðu báðir í kvöld. Aðrir komu upp úr unglingastarfinu eða voru keyptir af Rafa Benitez. Það gæti líka verið að RH sé ekki rétti maðurinn til að snúa blaðinu við á Anfield. En þegar maður hugsar út í reynslu RH og öll þau lið sem hann hefur komið á kjöl, þá getur maður vart hugsað til þess hversu sýkt þetta lið er.

  31. Þetta er svo írónískt að þeir sem sýndu Benitez mestu þolinmæði og mikinn skilning, eru fyrstir til að rísa úr sætum og benda á Roy Hodgson.

    Hvað er kaldhæðið við það?

  32. Ég á nú við íróníu í víðtækari skilningi, þ.e. persóna segir t.d. eitt og gerir eitthvað allt annað eða heldur fram einhverju tvennu sem stangast algjörlega á. Eins og liðið leikur illa undir Benitez; en ég sýni honum skilning og þolinmæði. Liðið leikur illa undir Hodgson; mér líkar ekki við Hodgson ég sýni honum einungis skilning og þolinmæði ef honum gengur vel.

    En góð komment hjá honum eftir leikinn. “Ég brást með því að velja þessa leikmenn vegna þess að ég hélt að þeir myndu vinna leikinn”.

  33. Bara að benda á það að á fyrsta tímabili sínu með LFC kom Benitez liðinu í urslit CC á varaliðinu, Zak Whitbread Darren Potter og Diao voru þar á miðjunni þar sem m.a. þeir mættu M’boro og Spurs.

    Einnig vil ég benda á að annar maður sem hefur náð titlum í erlendum deildum(Copenhagen/Twente), tekið lið í úrslit UEFA sem virtist ótrúlegt á sýnum tíma(Fulham/M’boro) er Steve Mclaren sem ég efast um að margir hafi viljað fyrir tímabilið. Ég er ekki hrifinn af Hodgson og ákvaðranir hans á leikmannamarkaðnum og fyrstu leikirnir eru ekkert að hífa upp væntingar mínar þótt prógrammið hafi verið erfitt. Maður gefur honum þó sjéns og gerir kröfu um að hann fari að hala inn stigum núna.

    ooog hefur Babel engann áhuga að halda áfram hjá Liverpool? Hrikalega dapur í kvöld, þetta var einmitt leikur sem hann á að standa upp úr

  34. Þetta er hlægilega ömurlegt !! Martin Oneill er á lausu en hann spilar kannski bara sama varnarbolta og Hodgson! Veit ekki við hverju er að búast en næstu fjórir leikir í deild segja manni kannski eitthvað um framhaldið og framtíð Hodgson hjá Liverpool.

  35. @9 – ég get ekki séð hvernig menn geta gagnrýnt þessi komment Hodgson eftir leikinn. Hann tekur á sig eins mikla sök og ég held að menn geti gert í svona viðtölum:

    “The fact is these players have to accept responsibility. I have to accept responsibility for changing a lot of players in the team, but I did it because I thought the players I put on the field would be good enough to go out and win the game.

    “They weren’t, so the obvious conclusion to that is that I shouldn’t have changed so many players and should have let some of those players who played against Manchester United play tonight, but I honestly believed the team we put out on the field would have been strong enough to get a result.

    “But we weren’t and that’s because we didn’t play well enough, didn’t pass the ball well enough throughout the game and you must give some credit to Northampton who worked extremely hard and I’m sure they’ll go away feeling they have stolen nothing here tonight and were worth their victory.”

    “They (the players) will have to do a lot of work to get themselves back into favour, but it’s early doors for some of them. Some of the players who played tonight are still quite young.

    Hvað vilja menn fá í svona viðtölum? Að hann viðurkenni að hann sé ómögulegur og það hafi verið vitlaust að reka Rafa? (sem reyndar Pourslow segir að hafi ekki verið rekinn, heldur hafi hann líka viljað hætta). Þetta er eins heiðarleg viðurkenning á að plan kvöldsins og leikmenn hafi gjörsamlega brugðist einsog við erum líkleg til að sjá í svona viðtölum.

    “It’s one of many setbacks we’re facing at the moment and it’s a tough period to work and live through, but we will work and live through it. We will survive it and get better. I will learn an awful lot from this defeat tonight about an awful lot of people.

    “We wanted to do well in the Carling Cup and we haven’t. We were given a fairly kind draw if you look at the other teams we could have drawn. If you get a team from three leagues below you, you’re expect to win and when you don’t win, then you can expect to be criticsed from the top downwards.

    “We must all take responsibility and I am bitterly disappointed that the team I had so much faith in did not repay that faith this evening, with the exception of one or two.”

    ÉG hefði getað staðið á hliðarlínunni í gær og samt hefðu menn búist við að þessir 11 Liverpool leikmenn hefðu klárað Northampton.

  36. 34

    “Þetta er svo írónískt að þeir sem sýndu Benitez mestu þolinmæði og mikinn skilning, eru fyrstir til að rísa úr sætum og benda á Roy Hodgson.”

    Tel mig vera einn af þeim sem þoldi alveg að hafa topp stjóra. Þú sérð mig þó ekki vera að úthúða Hodgson eins og mörgum þótti gaman að gera þegar Rafa var. Það var vitað mál að Roy er aðeins takmarkaðari stjóri taktískt séð, ofan á það trúi ég ekki öðru en að það dragi meira og meira úr leikmönnum að djöflarnir tveir reyni allt til að halda í klúbbinn eins lengi og þeir geta. ÞEIR eru vandamálið, Roy / Rafa / Snoogy Doogy eru algjört aukaatriði á þessum tímapunkti.

  37. Zero(#35) nietzsche (#34) segir:(innsk. Babu)

    „Þetta er svo írónískt að þeir sem sýndu Benitez mestu þolinmæði og mikinn skilning, eru fyrstir til að rísa úr sætum og benda á Roy Hodgson.“

    Þetta er þegar orðinn þreyttur punktur og ég vona að menn ætli ekki að koma með þennan gullmola í allan vetur.

    Menn vildu sýna Benítez þolinmæði af því að hann var greinilega að bæta liðið. Það varði í mörg ár. Svo þegar fór að halla undan fæti síðasta vetur sögðu menn það og ræddu um það hvenær væri komið nóg, hvort hann ætti inni annað tímabil eða ekki, og þegar hann fór mótmæltu því fáir held ég því jafnvel þeir sem studdu Benítez hvað mest í starfi sáu að það var kominn tími á að breyta til í brúnni. Ég skrifaði reiðipistil þegar hann hætti en sá pistill var meira í garð framkomu og starfa stjórnarinnar en þess að Benítez hafi hætt.

    Munurinn á Hodgson og Benítez (allavega ennþá) er sá að Benítez var að bæta liðið. Maður sá strax við komu hans hversu mikið betri bolta liðið fór að spila og hann skilaði Meistaradeildartitli á sínu fyrsta tímabili, auk þess að fara í úrslit Deildarbikarsins. Enn sem komið er er Hodgson ekki að skila neinni sjáanlegri breytingu í jákvæða átt með liðið frá því sem var á síðustu leiktíð. Ef eitthvað er virðist þetta vera verra. Þess vegna kvarta menn.

    Auðvitað er fásinna að heimta höfuð Hodgson á fati strax. Svo það sé á hreinu, eins og Zero og Toggi tóku fram, þá vill ég ekki að Hodgson verði rekinn. Ég var ekki 100% sammála ráðningu hans í sumar, mér fannst betri kostir í stöðunni en úr því að hann var ráðinn styð ég hann og gef honum þann tíma sem hann á skilinn til að bæta liðið. Sá tími er ekki mældur í vikum heldur mánuðum.

    Engu að síður er ekkert að því að segja það þegar hlutirnir ganga illa. Hodgson gengur illa, mjög illa, og virðist fátt gera rétt svona í upphafi leiktíðarinnar. Hann segir réttu hlutina en svo segir spilamennska liðsins allt aðra sögu.

    Er annars sammála Einari Erni. Það er ekki bara hægt að skamma þjálfarann fyrir leikinn í gær. Hann stillti upp byrjunarliði sem átti að geta valtað yfir Northampton og þeir einfaldlega brugðust, urðu sér og þjálfara sínum til skammar. Þeir eiga skömmina skilið frekar en hann því þeir hefðu átt að geta unnið þennan leik þjálfaralausir. Slíkur var getumunurinn, á pappírnum.

    Þannig að já, Benítez fékk þolinmæði og Hodgson fær hana líka. Við gagnrýndum Benítez þegar ástæða var til og gerum það sama með Hodgson. Það má gagnrýna hann þótt maður gefi honum tíma til að snúa hlutunum við.

  38. Því miður horfði ég á þessa hörmung og eftirfarandi veldur mér áhyggjum.
    – Þarna voru amk. 4 leikmenn sem höfðu verið á HM í sumar + brasilískur landsliðsmaður. Þeir spiluðu allir skelfilega illa og enginn þeirra tók af skarið.
    – Bakverðirnir ungu voru í vandræðum allan tímann og virtust helst ekki vilja vera með boltann.
    – Af hverju er Babel frammi, NGog fyrir aftan hann og Pacheco úti á kanti… þarna eru kraftar allra illa nýttir. Babel í sína stöðu á hægri kant, Pacheco fyrir aftan N’Gog.
    – AF HVERJU KEMUR FYRSTA SKIPTINGIN Á 90. MÍN?????
    – Agger kæmist ekki í Northampton miðað við frammistöðu undanfarin tvö ár.
    – Og svo hefur maður áhyggjur af því að þessi skítafótbolti sem boðinn var upp á í gær sé orðin einhverskonar “Liverpool way”. Þetta var vissulega ekki byrjunarliðið, en þetta var svipað þessum norska fótbolta sem þjálfarar Liverpool virðist telja líklegastan til árangurs. Menn án pressu að dúndra boltanum fram upp á vonina í staðinn fyrir að sýna smá áræðni og draga til sín leikmenn áður en sent er. Þetta var ekki Chelsea btw, þetta var Northampton. Lausir leikmenn að senda boltann á aðra sem voru með 1-2 í sér og steingeldur sóknarleikur. Hauslausar dúndrur og lélegar sendingar. Ef maður ætti að lýsa “The Liverpool way” þessa dagana og undanfarið árið þá væri það mjög lang frá pass and move og meira í ætt við “ímyndunarsnautt puð”.
    – Það er ekkert sem sannfærir mann um að Benitez hefði endilega gert betur. Hodgson valdi sterkt lið, nema hann setti bara menn í vitlausar stöður og breytti engu þegar ekkert gekk upp. Það hljómar alltof kunnuglega.

  39. Árangur RB í sínum fyrstu fimm deildarleikjum með Liverpool:
    1-1 gegn Tottenham
    2-1 sigur á City
    0-1 tap fyrir Bolton
    3-0 sigur á WBA
    1-2 tap gegn Man U

    Samtals: sjö stig af fimmtán, sjö mörk skoruð.

    Heimild: LFC History.

    Auðvitað þarf að gefa RH tíma, en aðal áhyggjuefnið er spilamennska liðsins. Mér væri sama ef liðið væri að vinna alla leiki, í það minnsta taplaust, en þar sem liðið er líka að tapa veldur þetta eðlilega áhyggjum.

    Ég hugsa að ég geti auðveldlega talið upp sjö, átta leikmenn sem mér finnst ekki nógu góðir fyrir aðallið Liverpool. Ég þekki ekki nógu vel leikmannahópa margra liða, en þessi hópur er bara með tvær “stjörnur” sem toga upp væntingar, annars er þetta miðlungslið að mér sýnist. Það er bara þannig.

  40. Mér finnst svolítið skondið að lesa hérna að sumir vilja reka Roy eftir 11 leiki eins og liðið hafi hreinlega tapað þeim öllum.
    Vissulega er tap heima gegn Northampton skelfing og eitthvað sem á ekki að gerast, það vita allir.

    En ef við lítum á heildina þá hefur liðið spilað 11 opinbera leiki undir stjórn Roy. 6 sigrar, 2 jafntefli og 3 töp sem er c.a. 54,5%
    vinningshlutfall. Ef við skoðum fyrstu 11 leiki Rafa sem er fráfarandi stjóri þá var hann með 5-1-5 eða 45,4% vinningshlutfall.
    Þarna inni eru auðveldir andstæðingar og erfiðir andstæðingar og liðið hefur ekki verið að spila áberandi fallegan bolta og í raun verið hálf geldir fram á við.

    En ég ákvað að lesa yfir þræði þar sem var verið að ræða hugsanlega nýja stjóra og svo ráðningu Roy.
    Þar kemur greinilega fram að nokkrir hérna voru á móti honum frá day one og vilja ekki gefa honum séns.
    Ég hafði blendnar tilfinningar fyrir þessari ráðningu en ákvað svo að ég mundi gefa honum séns og held mig við það þó ég sé ekki sáttur við spilamennskuna í öllum leikjum.

    Ég ákvað að gera smá samanburð á árangri Rafa gegn þessum liðum í deildinni sem við höfum spilað gegn og þá á sömu völlum.

    Arsenal. Rafa vinnur 2-1 og Roy gerir jafntefli 1-1.
    Man City. Rafa tapar leiknum úti 1-0 og Roy 3-0.
    Birmingham. Rafa tapar 2-0 og Roy gerir jafntefli 0-0
    WBA. Rafa vinnur 3-0 og Roy vinnur 1-0.
    Man Utd. Rafa tapar 2-1 og Roy tapar 3-2.

    Árangur Rafa 2 sigrar og 3 töp og 6 stig.
    Árangur Roy 1 sigur, 2 jafntefli og 2 töp eða 5 stig.

    Eins og menn sjá þá munar nú ekki miklu, Rafa með stigi meira og Roy með 1 tapi minna.
    Rafa með markatöluna 6-6 og Roy 4-7.
    Svo eins og að ofan tók ég fyrstu 11 leiki beggja stjóra og þar er Roy með 54,5% vinningshlutfall en Rafa 45,4% vinningshlutfall.

    Með þessu er ég bara að benda á að þetta er mjög svipað og aðeins Roy í óhag(í deildinni) vissulega en langt frá því að vera einhver dauðadómur eins og margir hérna vilja meina. T.d. er hann með betra vinningshlutfall en Rafa í fyrstu 11 leikjunum.

    Ég skora sérstaklega á þá sem vildu halda Rafa og voru hans stuðningsmenn að skoða þetta því þetta er svipað hjá þeim tveimur og þar voru varnirnar að Rafa tók við rústum frá Houllier. Það er sama með Roy, hann þarf að laga heilmikið eftir Rafa og t.d. bara að koma aftur sjálfstrausti í menn sem er gríðarleg vinna sem og að það er minna fjármagn í boði núna þar sem Rafa tók við liði í meistaradeild en Roy tekur við liði sem tók síðasta lausa sætið inní Uefa Cup.

    Verum þolinmóðir og gefum honum smá séns til að sanna sig, hann hlýtur að mega fá séns eins og fyrrum stjórara þó úrslitin í gær hafi verið hreint út sagt skelfing.

  41. Sælir félagar! Þessi frammistaða í gærkveldi fer í flokk með fimm verstu frá því ég byrjaði að fylgjast með. Þetta var svo hraksmánarlegt að maður þarf á öllum sínum andlega styrk til að afbera þetta. En er ekki rétt að færa fókusinn frá stjórunum að leikmönnum. Þessi útkoma í gærkveldi er algerlega þeirra sök. Þótt RH eða SL hefðu hvergi komið nærri hefði liðið átt að fara létt í gegnum þetta. Ég held helst að það sé eitthvað að andlegu hliðinni. Liðið kemur illa motiverað til leiks. Er seint í gang og einbeitingarlaust. Oft betra í seinni hálfleik. Það virðist vanta gleði í hópinn. Það er alltaf einhver angist í svip leikmanna. Myndir frá æfingasvæðinu benda líka til þess. En þetta smáskánar held ég. Leikurinn á laugardaginn verður að mörgu leyti prófsteinn á styrk liðsins.

  42. “It’s one of many setbacks we’re facing at the moment and it’s a tough period to work and live through, but we will work and live through it. We will survive it and get better. I will learn an awful lot from this defeat tonight about an awful lot of people.”

    Ég horfði á leikinn í gærkvöldi. Í alvöru.

    Þessi setning úr viðtalinu við Hodgson verður til þess að ég ætla að breyta skoðun minni frá gærdeginum, þ.e. ef ég get treyst nokkrum atriðum sem voru svo augljós í gær. Ég ætla að leyfa mér að vera í dómarasæti, ekki gagnvart Hodgson eingöngu og skjóta nokkrum punktum.

    • Danny Wilson er ekki bakvörður, hann fór aldrei fram á völlinn og hefur ekki hraða eða tækni í leikinn.

    • Sotiris Kyrgiakos verður að vera með mjög góða varnarmenn með sér, í gær var hann oft og mörgum sinnum afhjúpaður þegar hann var dreginn út úr stöðu.

    • Lucas Leiva á ekki að byrja næstu leiki.

    • Jay Spearing verður aldrei leikmaður í gæðaflokki fyrir Liverpool.

    • Milan Jovanovic hefur ekkert í það að vera kantsenter, hann komst aldrei framhjá bakverði Northampton og átti aldrei sendingu inní sem skipti máli. Hann hinsvegar kláraði færið sitt ágætlega og viðbúið að megi nota hann upp á topp, en hann er ekki kantmaður.

    • Pacheco er ekki tilbúinn að spila stórt hlutverk fyrir Liverpool, hann er efnilegur en því miður var ákvarðanataka hans í gær ömurleg of oft.

    • Ég veit að menn munu arga á mig. EN! Ryan Babel á að mínu viti ekki að fá fleiri leikmínútur í búningi Liverpool. Nú er kominn tími á að leyfa ungum mönnum að njóta vafans. Í gær treysti maður á það að hann myndi nú reyna að sýna eitthvað inni á vellinum. Hann var lélegasti maður vallarins í gær, vann Lucas naumlega í þeim efnum. Hann setti hausinn stanslaust undir sig og hljóp út í vitleysu. Kannski leit Pacheco svona illa út af því að Babel var aldrei í takti við leikinn. Ef að Ryan Babel var einhver alvara og hefur einhverja getu í það að standa við það að ætla að sanna sig á Liverpool þá var hans séns í gær. Það var átakanlegt að horfa á hann í gær og það var enn verra fyrir hann að þegar Hodgson loksins gafst uppá honum kom inná fyrir hann Jonjo nokkur Shelvey sem á tuttugu mínútum sýndi milljón sinnum meira en Babel gerði þar á undan. Hann fær fullkomna falleinkunn hjá mér og það er óverjandi að hann fái meiri sénsa. Enda er ég sannfærður um að hann er einn þeirra leikmanna sem Hodgson lærði sitthvað um í kvöld.

    • Roy Hodgson verður að fá aðstoð við að skipta inná leikmönnum, ef að aðstoðarliðið hans samþykkir það eftir gærdaginn að skipta ekki inná fyrr en eftir 90 mínútur þá eru þeir raunveruleikafirrtir. Lucas, Babel og Kyrgiakos hefðu átt að koma út eftir í mesta lagi 60 mínútur, þeir voru í ruglinu sem lykilmenn þarna inná og áttu bara að fara í burtu. Þeir sem komu inná voru ferskir vindar en komu bara of seint. Ég efast reyndar um Ecclestone þó hann hafi reynt en Shelvey sýndi áfram það sem ég hef séð til hans í vetur, alvöru fótboltamaður þar á ferð og Ince á framtíð fyrir sér. Þeir komu bara alltof seint!

    • Enn einu sinni stillir RH upp tveimur varnarsinnuðum miðjumönnum saman, nú á móti D-deildarliði! Ég skil ekki hvers vegna, Lucas og Spearing áttu ekki vel heppnaða sendingu fram á við allan leikinn, sendu 85% sendingar til hliðanna og til baka. Ef þú getur ekki notað svona leik til að láta menn eins og Shelvey eða jafnvel Cole fá fleiri mínútur, hvenær þá!!!

    • Jákvæðu punktarnir voru auk varamannanna bara tveir. Daniel Agger var sá sem hélt varnarleiknum uppi þarna í gær og lagði upp markið fyrir Jovanovic. David N’Gog reyndi og kláraði sitt færi, hann fékk bara enga þjónustu. Þessir tveir, auk mögulega Jovanovic í senternum eru þess verðir að skoða fyrir næsta leik í deildinni. Aðrir eiga að borga sig inn í stúku!!!

    Í dag biður Hodgson afsökunar, sem og Jovanovic sé ég. Það er gott og blessað, en ég horfi frekar á það sem hann talar um sem “many setbacks at the moment”. Fyrir utan léleg úrslit er alveg morgunljóst að félaginu kemur á óvart að enginn vill kaupa það og það hefur vafalítið komið í ljós í leikmannaglugganum að plönum þar þurfti að breyta. Ég neita að trúa öðru!

    Í slíku mótlæti sem félagið er í er marklaust að leita sér að skuggum til að skríða inní eða finna afsakanir fyrir slíkri skammarniðurlægingu eins og gengur nú yfir. Það er verkefni leikmanna liðsins að lyfta skítaskýinu sem liggur yfir klúbbnum og til þess þarf að sýna áræðni og dug. Falleinkunn þeirra sem hana fengu í gær verður að vera víti öðrum til varnaðar og félaginu til lærdóms.

    Flestir leikmenn liðsins eru að “underachieva” þessa mánuðina og árin, það þarf að vinna sig í gegnum þennan leikmannahóp, hætta að tala um bikartitla og meistaradeildarsæti og bara einfaldlega einbeita sér að því að hafa gaman af því að spila fótbolta og berjast fyrir liðið sitt.

    Við vinnum engan titil með þeim frammistöðum sem leikmennirnir hafa sýnt á árinu 2010 og verðum í mesta lagi um miðja deild.

    Hodgson. Stattu við stóru orðin þín og lærðu af þínum mistökum í taktík. Þá bíður þín örugglega framtíð á Anfield. Annars ekki. Það eru að koma nýir eigendur og þeir munu horfa til árangurs liðsins undir þinni stjórn. Hver leikur er úrslitaleikur, fyrir þig og félagið.

    Sjáðu til þess að allir viti það, þeir sem ekki fatta mega, og eiga að fara.

    Legg til að þið horfið á þetta slys frá í gær og skoðið það hvort menn eru ekki sammála mér…

  43. Gleymdi lykilsetningunni.

    Roy Hodgson á skilið lengri séns, en sumir leikmennirnir eiga ekki að fá fleiri.

  44. Frábært innlegg Júlli (#44). Þessi tölfræði er mjög áhugaverð. Ég veit að Rafa fór hægt af stað á sínu fyrsta tímabili í deildinni (þó ekki í bikarkeppnum) eins og Hodgson virðist vera að gera núna en mann minnti samt að úrslitin hefðu verið betri hjá Rafa en Roy. Það að Roy sé með svipaðan árangur, og betra sigurhlutfall í öllum keppnum eftir ellefu leiki, er mjög áhugavert.

    Vonandi er þetta rétt, vonandi á Hodgson eftir að rífa þetta lið upp á næstu vikum eins og Rafa gerði á endanum með Liverpool.

  45. Ég held að svo margir LFC aðdáendur sem búið hafa upp í Skýjaborg í töluverðan tíma, verði að koma niður á jörðina til að átta sig á ástandinu eins og það raunverulega er. [Það er hægt að leigja aðdáendum Chelsea húsin þar á meðan verið er að lagfæra LFC, sem verður aldrei fyrr en eftir næsta eða þar næsta sumar í fyrsta lagi].

    Ef hægt væri að redda öllu með því að heimfæra vandamál LFC yfir í Football Manager 2010 leik og lagfæra leikmannahópinn á einni viku með 4-7 tíma viðveru hvern dag, væri búið að gera það! Svona virðist þetta virka upp í Skýjaborg á meðan jarðbundnir aðdáendur sjá ástandið í rökréttu ljósi.

    Þegar RH mætti til starfa í byrjun júlí tjáði hann aðdáendum LFC að þetta yrði langur og strangur vegur að lagfæra klúbbinn, sem myndi ekki gerast á einni nóttu. Hann endurtók hið sama þegar fjölgaði Liverpool aðdáendum í Skýjaborg eftir að Joe Cole skrifaði undir. Tveimur til þremur mánuðum síðar þegar þessi Skýjaborg (enn eitt skiptið) er að hruni komin, ganga menn um skellandi hurðum og furða sig á því afhverju LFC sé ekki á toppnum og heimta að RH verði rekinn! Hafa þessir sömu einstaklingar ekki verið að fylgjast með fótboltanum undanfarin árin?!?!

    Það er ekki hægt að ætlast til að RH breyti 6 ára starfi fyrirrennara síns á 3-4 mánuðum, ekki frekar en að ætlast til að Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu komist á EM 2012, sem er enn fjarri lagi. Ástæðan fyrir því að LFC fékk ekki “stærra nafn” til að taka við er skortur af peningum. “Stærri nöfnin” treysta á að geta gert hvað sem þeir vilja þegar þeir vilja til að ná árangri. Það má gefa RH kúdos fyrir að hafa tekið þessari áskorun með þetta litla sem hann hefur úr að moða. Hvað mig varðar þá er þetta “so far, so good” hvað leikmannamál varðar þótt ég hefði viljað sjá meiri ógnandi kaup á miðjuna. Ég er ekki alltaf sammála uppstillingum, innáskiptingum, taktík ofl. en í dagslok er það þjálfarinn sem tekur ákvarðanirnar og leikmanna að framfylgja skipunum. Því miður hefur það bara sýnt sig að leikmannahópurinn er allt of veikur en þeim hefur verið gefinn séns á að sanna sig en ekki gert það. Ef RH hefði geta tekið hjartað og viljann úr Fulham liðinu með sér væri málið allt annað og þetta innslag ekki skrifað.

  46. Hjartanlega sammála Júlla #44 og Magga #46. Maggi hittir naglann á höfuðið marg oft með sínum punktum og er t.d tveir afturliggjandi miðjumenn saman á miðjunni dauðadæmt, hvað þá með Lucas og Spearing saman. Það eitt og sér hefði fengið mig til að sleppa því að horfa á leikinn ef hann væri að byrja núna því það gefur strax góða mynd um hversu hugmyndasnautt miðjuspilið myndi verða.

  47. Ég nenni ekki að tjá mig um þetta 🙂 Vona að mönnum sé sama þó ég afriti þessa löngu athugasemd sem ég geri að minni. Tekið af redandwhitehop foruminu.

    I’ve read a few posts now saying ‘give Roy a chance’. ‘the players are just as much to blame’. I have decided to post the reasons why I feel Hodgson is the most culpable person for this result. Feel free to counter argue if you disagree.

    Firstly he made 11 changes for a cup game. Now, when Benitez first started mass rotations the media were up in arms, saying he did not take the cup seriously. But Benitez always left experienced players on the bench as a fall back in case things got tricky. Hodgson did no such thing. While I welcomed the change in personnel (though was frankly concerned at so many changes) not having any experience in case of emergency was a bad mistake.

    The make up and formation of the team was also questionable. Hodgson effectively played 4 Cbs in a flat back four. I know Kelly has played quite a bit at RB but he is more suited to a central berth, while Wilson is still raw and an unknown quantity, but was signed as a CB. Again, while it can be argued that players playing FB rather than CB is not that problematic, there was no plan B on the bench, no back-up in case it all went wrong.

    In midfield we had the inexperienced Spearing and Pacheco, as well as the experienced Lucas and newbie but experienced Jova. Unfortunately the make-up of the midfield was unbalanced. Pacheco is an attacking player who is usually played centrally and behind the strike force. Jova is a wide man who hugs the touchline. Last night Spearing and Lucas played deep like you would in a 433, Jova stayed wide like a standard winger in 442, while pacheco kept cutting into central positions. The result was massive gaps all over the pitch, put particularly across the middle of the park.

    Up front both Ngog and Babel seemed confused as to their role. Were they playing a 442 side by side, or a 433 with Babel in the hole? In the end both players just ran to wherever they thought they could get the ball. Babel kept occupying the same space as Jova, while Ngog kept dropping off to try to receive the ball. There was no synergy between the forwards and none between the forwards and midfield.

    The game panned out strangely, a static backline rarely venturing forward, a wayward midfield following their own instincts rather than a gameplan and unorthodox forward play by strikers unclear as to the role they were playing. The shape of the team was poor and needed direction, but none was forthcoming from the manager.

    After the game Hodgson claimed that the team didn’t play as he wanted them to, until the last 15 minutes. This criticism of the the team by the manager (and I really don’t like our manager making comments like this) automatically generates the following question. If you didn’t like the way the team was playing, why didn’t you change it? This is the next mistake by the manager, imo, the slowness of reaction. It was not until the 90 minutes that he made his first change. The same lack of gameplan and discordant formation was in evidence and still in use in normal playing time. Why wait so long to make a move? Is that not poor management? Even when the change came, it made little sense. One of our experienced players (Jova) was taken off from a wide position and replaced by Ecclestone, a would be forward. Now the imbalance on the right was being mirrored by the imbalance on the left. Little wonder that a tiring and ragged Wilson was caught out of position and lacking cover for the second goal. With no experience on the bench and changes coming so late, inexperienced and young players like Wilson and Pacheco were out on their feet.

    the next change when it came was also inexplicable. Jonjo, a box to box midfielder, came on for Ryan Babel. Now, say what you like about Babel and his performance, but taking him off when a goal was needed and penalties in the offing for a midfielder was not the move of a man with a clear plan. Rather it was reactive, and while Jonjo did well, it still reflects the managers bizarre frame of mind. The final substitution was even more unusual, Young Ince, a raw talent, but not the man to get goals or be in place for penalties came on for a flagging Pacheco. Now, having Pacheco for penalties would have been useful, but I can understand the need to replace him… but for someone so far from first team football?

    In the end we clawed back a goal, but only in the most ridiculous manner. We sent a CB up front, played 3 at the back and started balls long in the hope Soto would get a flick on. That is the recourse of the desperate, a long ball game unsuited to a top side… however, Hodgson later admitted that it was during this period that the team played as he wanted them to. Is this what Hodgson wants from his team? 3 CBs pumping long balls over the the top of a mish mash of midfielders to a big man up front? Is that where we want our manager to take us as a club?

    The final error as I see it was in the selection of the penalty takers. Selecting a raft of youngster to take the penalties was a mistake, originating from the lack of experienced options on the bench and compounded by the decision to withdraw our most experienced players (Babel and Jova, the goal scorer) from the pitch. Ecclestone should not have been asked to take on such a responsibility, nor should Jonjo (though kudos to him, he took his goal well).

    Ultimately this was a failing of management, someone who did not take the competition or the opposition seriously, put out a poorly balanced and prepared team, failed to rectify errors due to a lack of options from the bench or an alternative plan B if plan A failed and who selected too many inexperienced and raw players for the final test, a penalty shoot-out.

    One final observation; When Benitez struggled to make 4th last year, at least he was competing for that position, and that was with a raft of injuries and poor officiating decisions (beachball). Already with nearly the same team Hodgson has us mired near relegation and out of a cup. He has already as good as said in the media we need to re-evaluate our expectations, that this team is not good enough to challenge. Thing is, only 2 of the players he brought in were on show and he withdrew 1 of those. Where was Cole, Poulsen and Meireles last night? They all need playing time for match fitness and to gel with team mates. How come they weren’t at least on the bench? They are his players after all.

  48. Eitt þó, Einar Örn skrifar:

    Hvað vilja menn fá í svona viðtölum? Að hann viðurkenni að hann sé ómögulegur og það hafi verið vitlaust að reka Rafa? (sem reyndar Pourslow segir að hafi ekki verið rekinn, heldur hafi hann líka viljað hætta)

    Ég trúi því ekki að þú trúir Pourslow 🙂 Benitez var þvingaður frá klúbbnum. Hann var dreginn úr sumarfríi, látinn vita að hann fengi engann pening og það væri ekki áhugi á þjónustu hans lengur. Hann var kannski ekki rekinn, en hann var alveg örugglega drekinn !

  49. 46 Maggi

    Kvitta undir þetta komment í einu og nánast öllu….
    eina athugasemdin sem ég set út á er þessi setning…

    *” Pacheco er ekki tilbúinn að spila stórt hlutverk fyrir Liverpool, hann er efnilegur en því miður var ákvarðanataka hans í gær ömurleg of oft.”

    Ef hann á ekki að fá stórt hlutverk núna þ.e. 15-20 leiki í PL, hvenær þá. Það er eitt sem einkennir unga og efnilega leikmenn sem eru að spila sína fyrstu leiki að þeir gera mistök og taka slæmar ákvarðanir. Það er alveg klárt að leikmenn taka ekki framförum og verða ekki fullmótaðir leikmenn með því að spila með varalinu og sitja á bekknum hjá aðalliðinu. Rétta leiðin er að leyfa þeim að spila og gera mistök. Hver man ekki eftir fyrsta tímabilinu hjá Ronaldo hjá Utd. og Fabregas hjá Arsenal? Þeir voru báðir yngri en Pacheco er í dag þegar þeir fóru að spila reglulega. Menn verða að sýna svona leikmönnum þolinmæði og það hefur e.t.v. vantað hjá Liverpool undanfarin ár þ.e. að ungir leikmenn fái sénsinn. Málið er að eldri og reyndari leikmenn verða að vera tilbúnir að bakka upp yngri leikmennina og vera tilbúnir að fórna sér fyrir mistök þeirra inná vellinum.

  50. Til ykkar sem segið að hér gangi menn um skellandi hurðum og segi að reka eigi Hodgson spyr ég hvar kemur þetta fram í þessum þræði? Ég hef aðallega séð menn tala um að gefa honum séns áfram, það sagði ég allavega sjálfur. Ekki endalausan tíma og ekki marga svona Northamton leiki í viðbót en klárlega mun lengri tíma en þetta. Maggi segir þetta reyndar alveg og hver leikur ætti sannarlega að vera meðhöndlaður sem úrslitaleikur hjá honum enda miklar breytingar fyrirséðar í nánustu framtíð.

    Eins er skondið að sjá núna hvað það er viðkvæmt að stjórinn sé gagnrýndur, af sömu mönnum og drulluðu yfir þann síðasta án afláts og skömmuðu þá sem gerðu það ekki. Núna eru það leikmennirnir sem þurfa að líta í eigin barm og það voru þeir sem brugðust stjóranum!

    Auðvitað er það rétt, þetta eru allt menn á allt of háum launum og þeir urðu félaginu til skammar með því að tapa og það sanngjarnt gegn 4.deildar liði Northamton. En það var stjórinn sem lagði þennan leik upp og það var stjórinn sem sá ekki ástæðu til að reyna að laga leik liðsins fyrr en á 90.mín. og það var hann sem hefur boðið upp á fótboltann í byrjun þessa tímabils.

    Annars svo ég haldí áfram með það sem ég sagði áður í þessum þræði um Hodgson þá er ég á því að þetta sé mjög fínn þjálfari, afar reyndur og kann þetta alveg. Ég hef bara áhyggjur af því að sá fótbolti sem hann hefur staðið fyrir sé eitthvað sem ég vill ekki sjá hjá Liverpool, sama hvað hver segir þá er hann neikvæðari en Benitez t.d. og minnir allt of mikið á tímann er Heskey þótti hip og kúl á Anfield. Hann hefur þó það mikla reynslu og þekkingu að hann ætti að geta þróað leikstíl sinn frá því sem hann sýndi með Fulham og hefur áður gert með þeim landsliðum sem hann hefur stýrt, hann er bara alls ekki að því eins og er og þarf að fara byrja á því í hvelli.

    Varðandi þennan samanburð Júlla þá byrjaði Benitez bara ekki vel í deildinni og liðið endaði í 5.sæti sem var alls ekki nógu gott. Hann var þó í nýju landi með takmarkaðan hóp sem var í miklu meiðslaveseni allt það tímabil og skilaði liðinu samt í úrslit í 2 bikarkeppnum. Önnur þeirra sú stærsta sem í boði er í félagsliðaboltanum. Þar fyrir utan þá vorum við þar með spennandi þjálfara sem nýlega hafði komið á Anfield með lið sitt og flengt Liverpool og að mínu mati var hann alltaf að bæta liðið allt þar til á síðasta tímabili og yfir það er búið að fara vel. Ég bara sé ekki Hodgson í sama ljósi og er alls ekki eins spenntur fyrir honum. Vonandi á það eftir að breytast á næstu vikum.

  51. Að mörgu leyti gott komment í #52 og haldbær rök, en mín reiði snýr að leikmönnunum sem ekki eru að aðstoða RH frekar en þeir gerðu fyrir RB. En ég er sammála umræðunni í #52 með taktíkina sem var ruglingsleg í meira lagi lengst af í gær.

    Svo má vel vera að ég hafi verið of harður við Pacheco, því ekki fékk hann stuðning frá leikmönnum gærdagsins. Vel má vera að þegar hann væri með Poulsen, Gerrard, Meireles og Cole með sér kæmi meira út úr honum. En í gær varð ég fyrir vonbrigðum með hann, hann virtist hafa lítið hjarta á meðan t.d. Shelvey kom inn til að sýna sig og ég treysti því að RH hafi tekið eftir því.

  52. Það er eitt annað í þessu sem má ekki gleymast. Það eru fæstir held ég að biðja um að Hodgson verði rekinn strax, menn átta sig á því að hans bíður stórt uppbyggingarstarf og þótt við séum ekki ánægð með spilamennsku liðsins hingað til eru menn alveg reiðubúnir að bíða og vona að þetta fari að smella hjá honum.

    Engu að síður er ljóst að Hodgson er að spila fyrir framtíð sinni sem stjóri félagsins akkúrat núna. Ef svo fer sem virðist að Hicks og Gillett missi klúbbinn úr höndunum í október til bankanna eða nýrra eigenda þá er nokkuð ljóst að í kjölfarið mun klúbburinn komast hratt í hendur nýrra eigenda. Þeir sem munu eignast klúbbinn, hvort sem það er í október/nóvember eða á næsta ári, munu þá standa frammi fyrir ákvörðun: er Roy Hodgson þeirra maður?

    Þegar þeir taka þá ákvörðun munu þeir fyrst og fremst horfa til starfa hans hjá Liverpool hingað til. Þannig að jafnvel þótt það kunni að hljóma ósanngjarnt getur vel farið svo að hann fái ekki einu sinni fram að jólum til að koma sínum hugmyndum á framfæri, það gæti vel verið kominn nýr eigandi jafnvel í október/nóvember sem ákveður að einhver annar stjóri sé betur til þess fallinn að stýra liðinu.

    Þannig að hvort sem við stuðningsmennirnir erum reiðubúnir að sýna Hodgson þolinmæði eða ekki er ekki víst að næstu eigendur muni sýna honum neina þolinmæði. Hann er því faktískt séð að berjast fyrir starfi sínu núna strax, því af þessum leikjum í upphafi tímabils gæti hann verið dæmdur mjög fljótlega.

  53. Það getur vel verið að RH eigi að fá sinn séns með liðið og allt það, en það sem stingur mig í augunn er taktíkin sem hann notar. Liverpool spilar einstaklega leiðinlega knattspyrnu, þetta er það sem hann setur upp og hann verður að vera gerður ábyrgur fyrir þessu.

  54. Er ekki miklu dýpra á þessu slysi! Ég held að eftir bölvað ástand í miðborg Liverpool í kjölfar leikja, þá hafi borgastjórnin þar beðið bæði Everton og Liverpool að yfirgefa þessa keppni eins fljótt og kostur væritil að losna við fyllirí og óspektir frá “utanbæjarmönnum”. Bæði liðin urðu við þessari bón og gerðu það á eins hógværan hátt og hægt var þ.e. að detta út í vító.

  55. Sælir félagar

    Frábært komment hjá Magga #46. Ég sagði í gær að ég vildi reka RH. Ókei, látum það bíða. Ef okkar menn vinna Sunderland um helgina þá má hann vera áfram einhvern reynslutíma til viðbótar. Ef leikurinn hinsvegar tapast þá við ég að hann taki pokann sinn strax.

    Kenny D var minn maður og ég var ekki hrifinn af ráðningu RH. En eins og ég segi, gefum honum tækifæri til að sanna sig gegn seigu liði Sunderland og svo einhverja leiki í viðbót.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  56. Tek undir með 52. Vil líka bæta við einu varðandi markmanninn. Jones er eflaust ágætur, en hvað er hann búinn að spila marga leiki síðan í maí? Hann er aldrei látinn spila með varaliðinu og því vonlaust að ætlast til þess að hann sé í leikformi til að spila þennan eina leik sem hann fær á tímabilinu (úr því sem komið er). Því ekki að nota bara Reina úr því að planið var að vinna leikinn og halda frekar Jones í formi með varaliðinu og hafa hann til taks ef á þarf að halda?

  57. Rafa benitez: 2sinumm spænskur meistari, 1sinni UEFA-cup, 1sinni CL, 1sinni FA-cup.

    Roy Hodgson: 4*sinnum sænskur meistari.

    Þetta er í alvörunni það sem við vorum með og það sem við erum með núna.

    Ef RH var í alvörunni það sem menn höfðu í huga þegar RB var rekinn, þá held ég að vandamál klúbbsins séu miklu miklu miklu alvarlegri en menn eru yfirleitt að ná.

    Afhverju ætti RH að fá meiri tíma til að sanna sig? Afhverju í ósköpunum? Hvað eru menn að sjá sem ég sé ekki? Hvað er það sem bendir til þess að RH sé að fara eitt eða neitt með þetta lið?

    Ég var svo sannarlega einn af þeim vildi alls ekki losna við RB (svona oftast). Æ ofan í æ spurði ég menn “hvað þeir vildu í staðinn”. Jamm Roy Fokking Hodgson er það heillinn.

  58. Meiri vællinn hérna. Ef við vinnum tvo ágæta sigra í röð í deildinni og þá verður allt voðalega gaman á nýjan leik. Held við verðum að gefa þessu meiri tíma, það er ennþá september og bara rugl að vera að ræða brottrekstur Roy !!

    Okkar lang stærsta markmið í ár er að ná fjórða sæti í deildinni sem yrði í raun frábær árángur miðað við stöðuna hjá liðinu. Við erum í dag 3 stigum á eftir City og Tottenham sem ég held að verði þau lið sem munu líka berjast um þetta fjórða sæti. City eru líka dottnir úr Carling Cup og eru að fara að mæta Chelsea um helgina. Við erum búnir að spila við Arsenal, City og ManU plús Birmingham á útvelli þar sem öll lið í deildinni þakka fyrir stig.

    Menn verða aðeins að líta raunsætt á hlutina og sjá hvernig þetta þróast hjá karlinum næstu tvo þrjá mánuðina.

  59. Sælir félagar

    Ég get alveg tekið undir með Sigurjóni #64 að það eru auðvitað engin merki um að RH sé að búa til neitt úr þessum mannskap sem margir telja að sé það góður að hann ætti ekki að vera í 16. sæti í deildinni. Og alls ekki að tapa fyrir liði sem er í 4. deild talið frá úrvalsdeildinni. En eins og margir hafa bent á þá eru 5 leikir í deildinni ef til vill ekki nóg til að afsegja manninn. En tæpt er það.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  60. Nr. 52 er snilld. Þá skiptir framtíðin ekki mál, EF við vinnum þennan eða hinn leikinn….

    Uppsetning á leiknum í gær hjá stjóranum var úti á túni !

  61. Sá ekki leikinn og kom ekki upp í huga minn að svona gæti farið. En svona er fótboltinn, þess vegna er hann svona skemmtilegur. Það er eitthvað mikið að hjá leikmönnum sem ekki hafa metnað í sér að klára svona lið!!!!!!!!!!!!!!

    EN ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!

  62. Sælir..
    Við verðum nú að vera slakir, RH þarf tíma rétt eins og nýjir leikmenn, þú byggjir ekki háhýsi á einni nóttu… En held að leiðin geti ekki annað en legið upp á við og vonandi förum við að sjá okkar menn sýna sitt rétta andlit… Ég er bjartsýnn á að þetta verði gott season, grínlaust…
    Áfram Liverpool

  63. Þetta er mesta niðurlægðing sem ég hef upplifað sem stuðningsmaður Liverpool !!!!

  64. Í gærmorgun eyddi ég löngum tíma í að pota fast í auma bletti hjá vini mínum og Tottenham manni nr. 1, Jóni heildsala í Borgarnesi. Mikið var það ljúft og mikið var það sætt. Þeirri gleði var snarlega breytt í martröð og eftir að hafa barið sófann minn heitt og innilega eftir gangi leiksins, tekið á móti miður skemmtilegum sms sendingum frá honum allt kvöldið gekk snemma til náða. Meiningin var að horfa á leikinn á LFCTV seinna um kvöldið, en NEI takk….
    Í pottinum eftir ræktina í morgun velti ég VIRKILEGA fyrir mér hvernig ég gæti tæklað aðstæður og staðið í hári Jóns því ég neyddist til að hringja og panta vörur. Taldi ég mig vel undirbúinn þegar að ég hringdi, en þegar svartónninn hjá honum var Anfield góðan daginn var bara eitt að segja; PÍNLEGT!!! Sammála heyrðist hinu meginn, VIRKILEGA PÍNLEGT.

    Svo mörg voru þau orð og varla mikið meira um þetta að segja. Við getum skeggrætt um eigendamál, karlinn þarf að komast inn í hlutina, Benites er ÆÐI eða þennan á að selja og þessi á að koma en eitt er á hreinu að þessi frammistaða var PÍNLEG.
    Ég nenni ekki að hlusta á taktíks bull og aðra vitleysu, færðu séns skaltu grípa hann, ef ekki finndu þér annað lið TAKK.
    Vertu þér til sóma, það eru þúsundir sem að stóla á þig. Treystir þú þér ekki í það vertu þá í öðru starfi.
    Mér er sjaldan orða vant en hvað er hægt að segja?
    Hvar er gleðin?
    Hvar er stoltið?
    Hvar er getan?
    Hvar er áræðið?
    Hvar er loyalitetið gagnvart stuðningsmönnunum?
    Sei, sei góðir hálsar PÍNLEGT!!!!!! Og skrifa ég þetta á 11 huglausa hálvita sem höfðu ekki dug og þor til að sækja sigurinn heim, já þessa 11 sem að traustið var lagt á ……………

    Með vinsemd og virðingu/3XG

  65. Af hverju erum við ennþá fastir með þjálfara sem hugsar meira um varnarleik en sóknarleik? Gera þetta frekar eins og í gamla daga. Skora bara fleiri mörk en andstæðingurinn og hætta þessari hræðslu við að fá á sig mark! djöfulsins pirringur, ekki bara útaf þessum skítaleik

  66. Svona þegar hörmungin frá því í gærkvöldi er yfirstaðin,þú skulum við bara anda með nefinu og vera rólegir og ekki vara að kalla úlfur úlfur það lagar ekki neitt,við vorum án okkar bestu manna og eins og staðan er í dag þá höfum við ekki efni á því,hópurinn er ekki það stór hjá okkur.Annað sem má kannski lesa úr þessum leik á frá því í gærkvöldi er að ungu leikmennirnir okkar eru eingann vegin nægilega góðir,þó svo að við höfum lengi vel haldið annað,sjáum t.d. ungu leikmennina hjá Arsenal sem eru mikið betri en okkar ungu strákar,kannski þarf að endurskoða þessa stefnu upp á nýtt,veit ekki,en það er greinilegt en endurskoðunar þar er þörf.En ég hef trú á því að þessi úrslit frá því í gær þjappi hópnum saman og og lið komi sterkara til leiks í næstu leikjum,ég er allavega bjartsýnn á það 🙂

  67. Mæli með að til að losna við þessa færslu af topp síðunnar verði sett inn önnur og skemmtilegri færsla, t.d. um stöðuna í IceSave málum 😉

  68. Mér finnst bara menn ekkert vera spila eins og lið, allir leikirnir á þessu tímabili eru búnir að vera algjörlega vonlausir.

  69. Er búinn að vera að reyna að hugsa eitthvað til að segja hér og fann bara út þessa setningu, þvílík niðurlæging.. Veit samt ekki afhverju en ég hef samt trú að betri tímar séu að koma. (kannski því ég er Liverpool maður)

    En ég er alveg 100% sammála Magga 46#!

    Og líka Hafliða 77# ..Er ekki málið bara að gera pistil um eitthvað gleðilegt, svo sem hetjur ‘Legend’ LFC eeða the glory times, eitthvað sem fær mann til að borsa 🙂

  70. Næstu 4 leikir ráða framtíð þessa tímabils að mínu mati. Ef við tökum 10 stig + úr þeim eigum við séns á þokkalegu tímabili. Ef við verðum nokkuð frá því tel ég að við verðum í tjóninu þetta tímabil.

  71. Nokkud til i thessu hja dagbladinu sem thid elskid (fjarlægt að sjálfsögðu, við vitnum ekki í þennan pappír, mæli frekar með Lambi) – Babu

  72. í alvöru? “United and Arsenal have long treated the Carling Cup with respect.” veit ekki alveg hvort menn taki almennt undir þetta.
    Annars held ég að menn vitni ekki í S** á þessari síðu, Ég fæ líklega skammir fyrir að hafa lesið þetta.

Liðið gegn Northampton

Reynið að finna David Bentley