Benitez hættur (STAÐFEST)

Þá er það opinbert, Rafael Benitez er hættur sem framkvæmdastjóri Liverpool.

Fréttatilkynningin inniheldur svo sem ekki miklar upplýsingar, nema það að Christian Purslow og **Kenny Dalglish** munu sjá um að finna nýjan framkvæmdastjóra. Þannig að ég held að menn geti útilokað Dalglish (og þá væntanlega með allar aðrar fyrrum stjörnur Liverpool) sem væntanlegan framkvæmdastjóra. Þeir félagar setja sér engin tímamörk til að finna arftaka Benitez. Það verður þó að teljast vægast sagt ólíklegt að menn segji Rafa upp án þess að hafa grófa hugmynd um hver taki við. HM byrjar eftir viku og það ætti að gefa mönnum ágætis tækifæri til að klára þessa leit.

Benitez segir:

“It is very sad for me to announce that I will no longer be manager of Liverpool FC. I would like to thank all of the staff and players for their efforts.

“I’ll always keep in my heart the good times I’ve had here, the strong and loyal support of the fans in the tough times and the love from Liverpool. I have no words to thank you enough for all these years and I am very proud to say that I was your manager.

“Thank you so much once more and always remember: You’ll never walk alone.”

Ég hef stutt Rafa Benitez í gegnum öll þessi ár, bæði á þessari síðu og fyrir framan sjónvarpið. Án hans hefði ég ekki fagnað í Istanbúl í leik sem ég mun aldrei nokkurn tímann gleyma. Árangur hans var að mínu mati góður, en það verður að segjast að síðasta tímabil var svo hræðilegt að jafnvel ég var farinn að sætta mig við að Rafa myndi fara í sumar. Á tímum virtist það vera augljóst að Rafa hafði tapað öllu trausti leikmanna – mér fannst alltaf einsog þessi leikmannahópur gæti svo miklu, miklu meira.

Þegar við Kristján Atli stofnuðum þetta blogg fyrir 6 árum þá vorum við báðir kátir af spennu þegar að Houllier var rekinn því þá fannst okkur leiðin bara geta legið uppá við. Núna 6 árum seinna þegar að Benitez er rekinn, þá get ég ekki sagt að ég sé jafn spenntur.

En starf sem framkvæmdastjóri Liverpool er, þrátt fyrir allt, enn eitt af eftirsóknarverðustu störfunum í fótbolta í dag. Nýr framkvæmdastjóri mun erfa lið, sem inniheldur fulltaf frábærum leikmönnum. Og svo mun liðið vonandi skipta um eigendur einhvern tímann á þessu ári. Ég treysti alveg nýjum framkvæmdastjóra til að koma okkur aftur í Meistaradeildina og svo næsta sumar getur liðið undir nýjum eigendum vonandi geta styrkt sig með leikmannakaupum. Þrátt fyrir að eigendurnir séu slæmir, þá er samt svo margt annað sem er jákvætt við Liverpool. Maður á til að gleyma því á þessum síðustu og verstu tímum.

Einsog ég sagði í gær þá eru vissulega blendnar tilfinningar hjá manni útaf þessum tíðindum (ég fagna því þó að þurfa ekki lengur að rífast um Rafa á þessari síðu).

Við vonum það besta.

At the end of the storm is a golden sky

32 Comments

  1. Blendnar tilfinningar í gangi hjá manni.

    Þetta verður klárlega eitt athyglisverðasta silly season hjá Liverpool frá upphafi.

  2. Einar Örn sagði:

    „(ég fagna því þó að þurfa ekki lengur að rífast um Rafa á þessari síðu).“

    Það er mögulega það EINA jákvæða við þetta. Þ.e., að menn geta hætt að rífast um Rafa, með eða á móti, og farið þess í stað að einbeita sér að því að óska öllu liðinu góðs aftur.

    Þeir sem hins vegar halda að brottrekstur Rafa muni hreinsa andrúmsloftið og gera hlutina jákvæða í kringum Melwood og Anfield eru á rangri hillu. Slíkt mun aldrei gerast fyrr en Hicks, Gillett, Purslow og Broughton eru farnir sem lengst frá þessu félagi. Þannig að í raun mætti segja one down, four to go…

  3. Skiptir einhverju máli hvað stjórinn heitir, ef liðinu gengur illa fara menn að rífast um stjórann aftur, vittu til.

  4. þið birtuð meðal annars þetta viðtal fyrir nokkrum vikum við þennan martin Broughton http://www.youtube.com/watch?v=Y7DTZTep37M&feature=player_embedded
    þar eftir um svona 4 mín um að þeir seu ánægðir með Benitez og að þeir vilji hafa hann áfram og hann sjálfur vilji vera áfram með liðið en nú er búið að reka hann! er þessi martin broughton þá bara enn ein lygadrullu [ritskoðað] hjá þessu liði ???

  5. Ég er United maður. En ég er afar svartsýnn fyrir hönd erkióvina minna. Liverpool þurfa virkilega sterkan karakter þarna inn núna, annars muniði missa spánverjana og Gerrard. Nokkuð ljóst að Champions league peningamissirinn lætur finna fyrir sér.

    Afhverju skelfir þetta mann ? Því ef skuldsetta yfirtakan hjá LFC failar, er nokkuð ljóst að það sama gæti gerst hjá mínum mönnum ef innstreymi peninga klikkar.

  6. Takk fyrir síðastliðin sex ár herra Rafael Benitez.

    En hver í fj…. tekur við?

  7. Skiptir einhverju máli hvað stjórinn heitir, ef liðinu gengur illa fara menn að rífast um stjórann aftur, vittu til.

    Já, en þá fara menn að rífast um nýja hluti hjá framkvæmdastjóranum. 🙂

    Ef að nýr stjóri kemur inn og hefur Lucas og Kuyt í liðinu þá gæti það þýtt að þeir geti eitthvað í fótbolta, en ekki að þeir tveir hafi í fórum sinnum myndir af framhjáhaldi Benitez við norskan kynskipting.

  8. Skal játa það að þetta er blendnar tilfinningar. Hefði viljað sjá eigendurna fara fyrst, þar sem ég treysti þeim hreinlega ekki til að ráða rétta manninn. Fagna því hins vegar að King Kenny verður með í ráðum. Ég var kominn á þá skoðun að Benitez væri komin á endastöð og hlakkaði ekki beint til annars tímabils undir hans stjórn, né undir stjórn núverandi eigenda. Vissulega átti Benitez stóran þátt í tveimur gleðistundum í Meistaradeildinni og bikarnum en því miður þá var liðið aldrei nálægt því að landa meistaratitlinum í Englandi (vantaði talsvert uppá í fyrra þrátt fyrir 2. sæti)

    Nú er eitt þungt skref tekið í rétta átt að ég tel fyrir félagið. Ekki auðveld ákvörðun en nauðsynleg engu að síður. Það er enginn ómissandi og enginn er stærri en klúbburinn,,,,nema Ferguson hjá Utd.

    Nú er hægt að fara setja fram vangaveltur um næsta stjóra. Ég myndi vilja sjá Hiddink koma á Anfield, held að hann gæti náð miklu útúr núverandi mannskap. Annars má gera ráð fyrir að nú fari mikill farsi af stað í fjölmiðlum enda gerist það ekki á hverju ári að það losni svo stórt starf á markaðnum á Englandi.

  9. Þetta eru ekki góðar fréttir því Liverpool er að missa einn færasta þjálfara heims. Síðan toppar allt að engin annar þjálfari er í sigtinu. Þessir elskulegu eigendur eru búnir að toppa óvissufactorinn hjá Liverpool, næstu fréttir verða þær að lykilmenn yfirgefa þessa hörmung.

    Til að það sé á hreinu þá vildu leikmenn ekki losna við Benitez, t.d. las ég viðtal við Torres þar sem fram kom að hann talar við Benitez í hverri viku. Djöfull hlítur honum að vera ílla við manninn fyrst hann talar við hann í hverri viku.

    Ég mun sakna Benitez og vona að honum gangi allt í haginn í framtíðinni.

    Krizzi

  10. Guði sé lof Loksins!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  11. þá var liðið aldrei nálægt því að landa meistaratitlinum í Englandi (vantaði talsvert uppá í fyrra þrátt fyrir 2. sæti)

    Ha!

  12. Ég myndi veðja á að Benitez eigi bjartari framtíð fyrir sér á næstu árum en LFC.
    Að hann hafi kosið að fara núna bendir einfaldlega til þess að hann hafi ekki fengið staðfestingu á að hann fengi pening fyrir sölur á leikmönnum að fullu í það að kaupa leikmenn.
    Shearer talar um að Champions league peningamissirinn láti finna fyrir sér, hvar voru þessir miklu CL peningar á því tímabili sem LFC var efst á einhverju UEFA listanum yfir besta árangur í CL undanfarin (3-4?) ár?

    Kristján segir: Þannig að í raun mætti segja one down, four to go…

    Please, ekki flokka Rafa með þessum aðilum. Varðandi könnunina.. þá finnst mér hver verður næsti stjór ekki vera aðal málið, þeir skella bara inn tímabundnum já-manni meðan þeir dauðmjólka síðustu dropana úr félaginu.

  13. 3 Mai er dagurinn sem ég mun aldrei gleyma. Virkilega skemmtilegur dagur í mínu lífi

  14. Einar Örn hvernig getur haldið upp á mann sem gerði eitthvað 2005, við verðumað meta þjálfarann og hópinn út frá síðasta leik, höfum ekki efni á ,ef við elskum klúbbinn, að styðja einhver sem hefur lost it, spilar ömurlegan bolta og heldur uppá Lucas,Insúa og kuyt, tekur maxi fram yfir benni jón osfrv. osfrv…. bestu fréttir frá Liverpool í mörg ár að rafa sé farinn

  15. slæmur dagur í sögu liverpool, klúbbi sem er ekki þekktur fyrir að starfa þannig að stjórinn er rekinn um leið og á móti blæs. Menn eru of fljótir að gleyma því sem undan er farið. Liverpool spilaði frábæran fótbolta á síðasta tímabili og við vorum ekki langt frá því að taka titilinn og allir muna eftir 2005. Eftir eitt tímabil sem gekk illa er stjórinn látinn fara og allri sök skellt á hann þrátt fyrir að ég tel augljóst að innanbúðarvandamál eigenda og stjórnar voru ástæða númer 1,2 og 3

    YNWA Rafael Benitez

  16. og það á ekki að gefa neinar skýringar ennþá… djöfull er þetta pirrandi, ráku þeir hann eða vildi Benitez mikinn pening og halda öllum leikmönnum sem stjórnin gat ekki sætt sig við og þar af leiðandi samkomulag um starfslok hans?? fínt að losna við hann ef það á að eyða peningum í sumar, ráða topp stjóra, styrkja liðið og halda bestu leikmönnunum hjá félaginu, er bara skíthræddur um að það sé ekki staðan… Ef allt er í steik innan klúbbsins, engir peningar til og það á ekki að styrkja liðið heldur frekar jafnvel selja eitthvað þá sé eg engan toppstjóra hafa áhuga á djobbinu.

    Er það sem ég sagði nokkrum sinnum í vetur að fara að rætast? endar Liverpool eins og Leeds??? kannski hefðu menn ekki átt að gera lítið úr þeim orðum mínum eins og margir gerðu.. Ég er verulega áhyggjufullur yfir þessu ástandi á Anfield.

    Ég heimta einhverjar skýringar frá einhverjum af æðstu mönnum félagsins og finnst að við aðdáendur félagsins eigum þær skilið sem allra fyrst… Mættu gjarnan koma fram og segja okkur hver stefna og metnaður félagsins er á næstu vikum og mánuðum.

  17. Mér fannst yfirstandandi leiktíð nokkurs konar spegilmynd af síðasta tímabili Houllier með liðið, leikmenn virtust áhugalausir og engin leikgleði til staðar. Það er vísbending um að stjórinn sé kominn á endastöð með liðið. Í mínum huga þurfti bæði að skipta út stjóra og eigendum, þ.a. vonandi verður klúbbnum komið í aðrar hendur sem fyrst svo hægt verði að hefja klúbbinn til vegs og virðingar að nýju.

  18. Guillem Balague:
    “The reports of a complete breakdown in his relationship with key players are false. For example, Rafa called Steven Gerrard on the player`s birthday last Sunday and the pair chatted for 20 minutes.

    If Gerrard is seriously thinking about a move it is not because of Rafa, but because there have been so many promises unfulfilled by the people running the club and the Liverpool captain may feel that he must go elsewhere in order to compete for titles.

    Gerrard has four offers from English clubs and there have been conversations with Real Madrid. “

  19. Ég held að tími Benitez hafi verið liðinn hjá Liverpool fyrir nokkru. Því hafi þetta verið óhjákvæmilegt. Neita því ekki að maður hefði óskað sér nýja eigendur frekar en stjóraskipti núna en það virðist lítið vera að gerast í þeim málum. Auðvitað er fullt af toppstjórum sem vilja taka við liðinu. Ég get ekki ímyndað mér annað. Klúbburinn er einn sá stærsti og virtasti í Evrópu þrátt fyrir að undanfarin ár hafi verið mögur. Sé því alls enga ástæðu fyrir því að fara í eitthvað þunglyndi yfir þessu. Hef fulla trú á því að við fáum toppstjóra í staðinn.

    YNWA

  20. ÉG er helfiti fúll yfir þessu öllu saman … er ekki að sjá annað en fallandi gengi hjá okkar mönnum á næstu misserum… en vons svo sannarlega að ég þurfi að éta það ofaní mig ….

  21. Já það eru allskonar sögur í gangi varðandi stuðning lykilmanna við Rafa sé ég. Tony Barrett segir þetta í grein á the Times.

    “It has long been mooted that the only way to guarantee that the likes of Fernando Torres and Steven Gerrard will remain at the club would be if Benítez goes.”

    Svo í einhverju netspjalli við lesendur Times segir hann að það sé ekkert til í því að lykilmenn hafi viljað Rafa burt. Þetta er svokallað hringtal.

    Rafa Benites er þekktur fyrir það halda fjarlægð á milli sín og leikmanna sinna. Steven Gerrard sagði t.d. að Rafa hafi bara talað við hann þegar hann vildi að Gerrard myndi laga eitthvað í leik sínum. Hann hefði aldrei fengið hrós frá Rafa. Ég hef heyrt svipaðar sögur frá fleiri leikmönnum. Þeir sögðu samt að þem væri ekkert illa við þetta. Ég verð því að segja að mér finnst mjög ótrúlegt að Rafa hafa hringt í Gerrard til að óska honum til hamingju með afmælið á sunnudaginn eins og Balague er að halda fram, og spjallað við hann eins og þeir væru gamlir skólafélagar. Ekki nema Rafa hafi skyndilega breytt um taktík og ákveðið að vera rosa ljúfur og persónulegur.

  22. Lá í loftinu, nú er bara að finna góðann þjálfara og mann sem talar við alla leikmenn. Nú fara leikmenn að opna sig, er þaggi.

  23. Geta síðuhaldarar skilað kærri kveðju og þakklæti til Bentiez frá mér?
    Hann hefur ásamt Liverpool liðinu öllu veitt mér mikla gleði.
    Takk frá innstu rótum hjarta míns.

  24. Ég var ekki mikill Rafa maður í lok ferils hans hjá Liverpool.. En ég mun vissulega sakna hans! Hann var með alvuru Liverpool hjarta og elskaði klúbbinn og okkur stuðningsmennina alveg 100%!
    Fyrir það vil ég þakka honum og öll frábæru mómentin sem hann gaf okkur!
    Rafa You’ll Never Walk Alone! Takk fyrir allt!

    Og svo tvö ‘Tribute’ video svona til að kveðja kallinn (veit að hann er að lesa þetta)

    http://www.youtube.com/watch?v=LiwmijI34xA
    http://www.youtube.com/watch?v=t54qxFslgOs

  25. Ég verð að segja það, að menn með LIVERPOOL hjarta setja leikmenn ekki á bekkinn eftir að þeir hafi skorað TVENNU og jafnvel ÞRENNU, s,b, Crouch. RB er með einræðishjarta, en allt í góðu.

One Ping

  1. Pingback:

Liverpool bjóða Rafa starfslokasamning!

Hvern viltu sjá sem næsta framkvæmdastjóra Liverpool