Pepe endurnýjar: SEX ár í viðbót!

Ég veit ekki með ykkur en mér þykja þetta sennilega bestu fréttir ársins hingað til:

“Pepe Reina has put pen to paper on a new six-year deal at Anfield, Liverpool Football Club can today confirm.”

Sem sagt, besti markvörður Úrvalsdeildarinnar hefur framlengt samning sinn við Liverpool FC um heil sex ár! Pepe verður 28 ára við upphaf næsta tímabils þannig að þessi samningur gæti haldið honum á Anfield þangað til hann verður 34 ára gamall.

Frábært!

Ég man eftir öllum árunum sem við áttum í vandræðum með markvörsluna. Eftir að Grobbelaar hætti (og hann var nú skrautlegur sjálfur á köflum) prófuðu sig margir á milli stanganna en enginn komst nálægt því að eigna sér stöðuna nema til skamms tíma. James, Friedel, Dudek, Kirkland og hvað þeir hétu nú allir reyndu og þótt sumir hafi verið betri en aðrir þá var maður aldrei fyllilega rólegur með þá milli stanganna.

Ég reyni að halda í þessa tilfinningu þegar ég horfi á Reina spila því þá finn ég vel hversu ótrúlega gott það hefur verið að hafa hann í liðinu síðustu fimm árin. Hann er bara svo öruggur að það nær ekki nokkurri átt og mistökin sem hann hefur gert á þessum fimm árum eru svo fá að ég get nánast talið þau upp án umhugsunar. Efast um að hann hafi gefið mikið fleiri en 3-4 mörk að óþörfu allan þennan tíma, sem er svipað mikið og manni fannst Dudek eða Kirkland gefa á heilu tímabili.

Pepe er sjálfur hæstánægður með samninginn og segir:

“To play for Liverpool is very special. I’ve been here for five years and now I will be here for six more and it’s very exciting.”

Hljómar ekki eins og leikmaður á Sökkvandi Skipi (© Albert Riera, mars 2010). Reyndar myndi ég fara svo langt með að segja að við getum leyft okkur örlitla bjartsýni fyrir sumarið í kjölfar þessara frétta, þar sem ég efast um að einn besti markvörður heims myndi binda sig niður í svo langan samning ef hann hefði ekki fengið einhverja fullvissu fyrir því að liðið væri á réttri leið.

Sem sagt, Pepe verður áfram í dágóða stund enn og það er bara frábært!

41 Comments

  1. Frábærar fréttir. Eitt sem fyllir mann alltaf öryggistilfinningu með Pepe er hvað hann er góður spyrnumaður og hefur greinilega góða knatttækni. Ég held það hafi verið í Barcelona-Arsenal leiknum, að alltaf þegar Almunia fékk boltann í lappirnar og þurfti að sparka fram undir pressu skaut hann boltanum nær undantekningarlaust út af. Þegar Pepe fær boltann í lappirnar, sama hver pressan er, hefur maður aldrei áhyggjur af því að hann klúðri einhverju, hann virðist alltaf finna samherja og ég veit ekki um marga markmenn sem leggja vísvitandi upp mörk með löngum spyrnum fram völlinn.

  2. Algerlega frábærar fréttir 🙂

    Það skyggir þó örlítið á þessa frétt að nákvæmlega sama frétt frá Sigursteini sem kom á undan hverfur í rykið 😉 Illa farið með góðan dreng 🙂

    En að öllu gamni slepptu þá eru þetta sannarlega frábær tíðindi að þessi snillingur skuli framlengja og það um heil 6 ár 🙂

  3. Ég las þessa frétt með bros á vör, alveg frábær frétt. Svo fer maður þetta líka glaður inn í helgina eftir sigur gærkvöldsins og 6 ár í viðbót með Reina, þetta er jafnvel orðin spurning um að opna einn Carlsberg í kveld.

    Krizzi

  4. Frábærar fréttir. Ég myndi ekki skipta honum út fyrir neinn annan markmann í heiminum.

    Nú væri ég til í sjá Mascherano framlengja sinn samning.

  5. Frábært!

    Svo sammála því að maður hlýtur að leyfa sér að gera sér vonir þegar slíkur gæðaleikmaður gerir svo langan samning. Við erum allavega í toppmálum með markmann næstu árin.

    Mikið vona ég að gleðin ríki nú áfram hjá manni næstu daga og vikur!

  6. Ég sagði einmitt við félaga minn í gær þegar að Pepe kom út og greip einhverja hornspyrnu að ég einfaldlega ELSKA þennan mann. Bæði hvað hann er fáránlega öruggur í öllu sem hann gerir og svo virðist hann elska þetta lið og lítur út fyrir að vera topp náungi, sem er frábær fyrir hópinn.

    Ég er alveg sammála því að það er ENGINN markvörður í heiminum, sem ég myndi vilja skipta út fyrir Pepe Reina.

    Þvílíkur snillingur. Bestu leikmannafréttir, sem ég hef heyrt í langan tíma.

  7. Já ég fór illa með SStein greyið, hann hlýtur að hafa sett inn sína grein bókstaflega sekúndum áður en ég setti mína í loftið því ég tékkaði rétt áður og þá var ekkert komið.

    Ég fjarlægði greinina hans SSteins svo við værum allir að ræða þetta á sama stað og set hana hér inn í staðinn sem ummæli:

    SSTEINN: Ekki vil ég ýta mikið niður þessari fallegu 4-1 leikskýrslu, en það verður bara að setja inn þessar fregnir sem hafa reyndar verið vitað mál í svolítinn tíma, en það hefur verið staðfest að Pepe Reina hefur krotað nafn sitt á samning við Liverpool FC til næstu SEX ÁRA. Svei mér þá ef þetta eru ekki bestu Liverpool tengdu fréttir sem maður hefur fengið í marga marga marga mánuði. Algjörlega stórkostlegur markvörður og þó ég sé litaður, þá er hann að mínum dómi sá allra besti í veröldinni í sinni stöðu.

    Þá var Hafliði búinn að skrifa ein ummæli við færsluna:

    HAFLIÐI: “þó ég sé litaður, þá er hann að mínum dómi sá allra besti í veröldinni í sinni stöðu”

    Algerlega sammála 🙂

    Bið báða þessa herramenn afsökunar. 😉

  8. Frábært! Ég held að menn þurfi að vera mjög á móti Benitez til að sjá ekki að maðurinn nýtur greinilega mikils trausts okkar bestu manna. Benitez gerir 5 ára samning sem ætti að sýna öllum að hann er þarna til langstíma og hvað gerist, jú öll mæna liðsins, okkar sterkustu menn gera langtíma samning í kjölfarið eða allvega vitandi það að Benitez er ætlað að vera þarna áfram með sína stefnu og áherslur. Stjóri fær ekki betri traustsyfirlýsingu frá sínum mönnum en að þeir geri langtímasamning við félagið eftir að stjórinn er búinn að gera slíkt hið sama. Það að mæra stjórann í einhverju viðtali gefur ekki neitt miðað við það, viðtal endist í 2 min, en samingur eins og í þessu tilfelli í 6ár!
    Annars vil ég bara segja flott síða og ég kem hér inn daglega en í fyrsta skipti sem ég tjái mig eitthvað hér. Spurning hvort þumla-skorið fari svo illa með mig að ég þori því aftur verðum við bara að bíða og sjá 😉

  9. Pepe Reina er maður þeirra gerðar sem stórveldi byggja á. Þetta eru frábærar fréttir á allan hátt. Reina er glæsilegur íþróttamaður og atvinnumaður fram í fingurgóma. Menn af hans tagi eru miklu meira en leikmaður sem spilar tiltekna stöðu. Menn af þessu tagi eru vörumerki félagsins og fulltrúar fyrir þau gildi sem það vill standa fyrir.

    Reina er ekki aðeins einn besti markvörður heims heldur heilsteyptur og sterkur persónuleiki. Afbragðs fyrirmynd annarra leikmanna á allan hátt. Hollusta hans við Liverpool, jákvæðni í garð félagsins og stuðningsmannanna þrátt fyrir mótlætið og þessi baráttuandi sem kappinn sýnir er nákvæmlega þau efni sem til þarf til að koma Liverpool í fremstu röð á ný.

    Þá má ekki gleyma að Reina og Torres búa hlið við hlið og eru nánir vinir. Vitað er að Torres, sem er stórstjarna í sérflokki, hefur áhyggjur af framtíð Liverpool. Þessi langi samningur Reina er örugglega mikilvægur þáttur til að fá Torres til að bíta á jaxlinn og standa mótlætið af sér Liverpool til dýrðar.

    Amen.

  10. Algjörlega frábærar fréttir. Hann er klárlega besti markvörður deildarinnar og í flokki með Casillas og Buffon. Myndi labba inn í hvaða landslið í heiminum sem er fyrir utan það spænska, sem segir kannski mikið styrk þess liðs.

    Hef líka einmitt verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hitta hann og spjalla aðeins við hann. Það var nota bene um miðja nótt á Keflavíkurflugvelli eftir landsleik hérna á klakanum. Þrátt fyrir fáranlegan tíma gaf hann sér tíma til að ræða við fólkið og fl. Sýnir bara hversu mikill klassa karakter hann er, meðan t.d. Alonso og Xavi og félagar hlupu nánast upp í vél (og Alonso nánast skemmdi treyjuna mína sem ég bað hann að árita með einhverju kroti). Finnst í raun að hann ætti að vera varafyrirliði liðsins og verður líklega fyrirliði liðsins fyrr en síðar (Gerrard hlýtur að hætta einhvern tímann). Þetta ætti líka einmitt að hjálpa til við halda Torres og laða enn betri leikmenn til félagsins.

  11. Þetta er alger snilld. Pepe klárlega besti markamaður PL og þó Casillas sé ansi sleipur finnst mér Pepe sterkari. Algerlega hlutlaus þar 😉

  12. GLEÐILEG JÓL kæru vinir og til hamingju með frelsarann. Í dag á Robbie Fowler afmæli og því skal fagnað.

  13. SNILLD! En smá off topic, langar að fá smá umræðu um Vinstri bakvörð Benfica, David Luiz, ég væri ekkert smá til í sjá hann koma til Liverpool. Drengurinn er að mínu mati númeri betri en allir okkar vinstri bakverðir (ef D. Agger er ekki talinn með)!!! Boltameðferðin, varnarlega tók Torres í gegn oftar en einu sinni og svo þarf nú ekki einu sinni að ræða hvað hann er öflugur fram á við. Er þetta bara ég eða hafa fleiri verið að spá í þennan dreng frá Brasilíu eftir framgöngu hans í leikjunum tveimur?

  14. Siggi S

    Sammála því, mjög öflugur, en ég held að hann hafi mjög svipað og Agger í gær, bara verið að leysa vinstri bakvarðarstöðuna tímabundið. Hef alltaf heyrt talað um þennan gaur sem miðvörð og held að það sé hans eiginlega staða. http://en.wikipedia.org/wiki/David_Luiz

    En engu að síður flottur leikmaður. Úr þeirra liði myndi ég þó helst vilja Di María eða Cardozo.

  15. Algjörlega tær snilld og einn af okkar mikilvægustu leikmönnum ef ekki sá mikilvægasti.

    Held hreinlega að hann sé farinn að gera tilkall í fyrirliðabandið.

  16. En smá þráðrán…Nýji búningurinn er kominn!! http://www.liverpoolfc.tv/shop/kit?ncid=store_preorder_newhomekit_splbox_25032010

    Líst bara virkilega vel á hann, minnir á fortíðina.

    Góðar fréttir að einare skuli vera kominn til byggða aftur.

    Enn betri fréttir að Pepe ætli að vera hjá LFC til 2016. Sammála þeim sem segi að hljóti eitthvað að vita um hvað félagið ætli sér að gera á næstunni í leikmannakaupum og öðru.

    Svo er bara að copy/paste-a þennan samning og taka út nafnið hans Pepe og setja nafnið hans Mache í staðinn og fá hann til að krota undir líka

  17. Bestu fréttir sem maður hefur fengið lengi. Nú ætla ég bara að vona að Mascherano fylgi fordæmi Pepe, og geri langtímasamning við LFC líka.

    YNWA

  18. Pepe Reina er sá leikmaður sem hefur staðið sig allra best á þessu frekar glataða tímabili. Hann er gríðarlega mikilvægur því ef við værum ekki með öruggan markmann ofan í þær hörmungar sem við höfum oft séð í vetur þá værum við bara miklu neðar í töflunni. Eins og talað er um hér að ofan, klassa markmaður, frábær karakter, stöðugur, gerir varla mistök, frábær spyrnumaður…the list goes on. Vísa í grein sem ég reit fyrir nokkru:

    http://knattspyrna.bloggar.is/blogg/449923/Snillingurinn_Pepe_Reina

  19. Afar skemmtilegur sólarhringur fyrir Liverpool aðdáendur, líklega sá besti í ár (en sem komið er allavega). Fyrst er rúllað yfir Benfica og svo þetta. Snilld 🙂 Gefur von um betri tíð.

  20. þessi leikmaður er einn af bestu leikmönnum í liverpool og á skilið að fá gullhanskan í ár

  21. algjör snilld, klárlega besti markmaður úrvalsdeildarinnar , það er ekki spurning

  22. Klárlega bestu fréttir ársins hingað til nú er bara að vona að fréttin sem slær þessa út komi fyrr en seinna.

  23. Persónulega vel ég Reina fram yfir Cassilas “any day of the week”

    En smá off topic. Þá mæli ég rosalega mikið með þessari síðu. Einhverjar allra skemmtilegustu greinar um fótbolta sem ég hef séð á einum stað.

    Svo er bara að taka Fulham á sunnudaginn, finna svo aðra plánetu og halda partíinu áfram…

  24. Frábærar fréttir fyrir alla Liverpool stuðningsmenn og leikmenn nema:
    Diego Cavalieri
    Charles Itandje
    Péter Gulácsi
    Martin Hansen
    David Martin
    Dean Bouzanis

    Þar sem Reina meiðist varla og mun að öllum líkindum halda stöðunni óáreittur þá ætti að vera óþarfi að eyða einhverjum pening í nánustu framtíð í markvarðarstöðuna og gætum jafnvel losað nokkra af ofantöldum leikmönnum af launaskránni. Gott mál.

  25. Reina er góður og getur enn bætt sig. Frábær markmaður á móti maður gegn manni og líkist þá oft handboltamanni þegar menn dúndra á hann of nálægt honum en þá passar hann sig á því að boltinn hrökkvi rétta leið af honum. Það er ekki auðvelt að leika á hann og lyfta snyrtilega yfir hann a la Torres. Reina liggur afar sjaldan í grasinu í þeim tilvikum. Reina er eldsnöggt kvikindi í að skutla sér milli stanganna. Hefur góðan leikskilning og þegar hann handsamar boltann eftir sókn þá er hann leiftursnöggur að kasta boltanum fram jafnvel langt fram fyrir miðju á fremsta mann Liverpool. Ef hann sér ekki þann möguleika þá býr hann yfir þeim hæfileikum að geta sparkað boltanum frekar nákvæmt á það svæði sem hann ætlar. Þegar Reina fær á sig langspyrnu að markinu hefur Reina góða hugsun hvort grípa eigi boltann eða slá hann yfir eða framhjá markinu. Ég sakna þess að Reina fái ekki fleiri vítaspyrnur úr að moða. Hann er frábær vítaspyrnubani. En það kemur þá kannsi í ljós í Hamburg, hver veit. Léttur galli á Reina er að gefa of mikið á Carra. Carra er ekki sá allra besti í boltanum til að skila 100% sendingu frá sér. Aftur á móti er Reina mjög góður í því að fá boltan til sín frá varnarmönnum í þungri sókn andstæðinga og skila honum aftur til sinna varnarmanna. Þá er Reina meira líkari varnarmanni en markmanni, spilar þá léttleikandi sambabolta. Galli sem að mér finnst að Reina megi laga eru hornspyrnur. Hann fer ekki mikið út í þær eins og hann getur. Ef hann gerir það þá kýlir hann alltaf boltann frá í stað þess að grípa hann. En þetta er partur af núverandi varnarvinnu Liverpool. Held meira segja að þetta sé partur af því að Reina er aldrei meiddur. Reina er góður, traustur, hefur frábæran leikskilning, kvikur, útstjórnasmamur og kappsamur leikmaður Liverpool. Hefur Liverpool hjarta. Tek heljarstökk afturábak fyrir hann. Ok, hann er betri í því. 🙂 Minn maður var alltaf Grobbelaar, sem fór í sínar skógarferðir. Alltaf gat maður fyrirgefið honum það. Nú er komin önnur stjarna sem er öðruvísi en samt til að láta manni líða vel með þessa markmannsstöðu þegar maður horfir á uppáhaldsliðið sitt, LIVERPOOL. You Never Walk Alone.

  26. Skemmileg lesning hjá þér Steingrímur. Tek undir hvert orð hjá þér.

  27. Hann er ekki bara bestur.. heldur lang massaðastur líka. Tæki menn eins og Saar og Cech og pakkaði þeim saman!!

  28. Þetta eru frábærar fréttir enda er Reina besti markmaður deildarinnar og einn sá allra besti í heiminum. Þetta er staða sem við getum við fullviss um að er rétt mönnuð.

  29. Reina er auðvitað frábær markvörður en ég væri líka til í að sjá hann taka eins og eina aukaspyrnu af 30-40 m, miðað við þessar föstu nákvæmu sendingar fram sem við sjáum stundum frá honum þá kæmi mér ekkert á óvart þótt hann gæti skorað úr aukaspyrnum af því færi – þótt við höfum svosem alveg menn sem geta tekið slíkar spyrnur

  30. Kristján Atli #10, þetta er algjör svívirða, algjör og ég hér með kæri þetta til ritstjórnar kop.is og ég veit að ég fæ algjörlega hlutlausa meðferð þar 🙂

Liverpool 4 – Benfica 1

Fulham mætir á Anfield á morgun.