Sunderland mætir á Anfield annað kvöld

Manni er skapi næst að hefja pistil sem þennan með þeim orðum að á morgun mætir Sunderland á Anfield Road og gerir jafntefli við Liverpool. Maður er orðinn svo óvanur því að liðið tapi leik að það er nánast eins og veröldin hrynji, allt eru þetta gagnslausir aumingjar og þar fram eftir götunum…það er hræðileg tilfinning að tapa leik og kannski er það eitthvað sem Liverpool þarf til að koma í veg fyrir að það gerist aftur, þeir þurfa að finna sársaukan sem tap eins og við lentum í á laugardaginn hafa í för með sér til að motivera sig upp í að slíkt gerist ekki aftur.

Likt og allt annað þetta tímabilið þá féll þetta með United, okkur tókst ekki að setja pressu á þá með þeim leikjum sem við áttum á undan þeim og það tekur því eiginlega ekki að svekkja sig á því. Á morgun er það Sunderland, fyrir þann leik þarf að gíra sig upp og að sjálfsögðu vinna, við erum núna komnir í mun raunverulegri baráttu við Chel$ki og Villa heldur en United og ekkert má gefa eftir.
Mest áberandi vandamál okkar þetta tímabilið er ennþá að plaga okkur og það afar illa, eini raunverulegi sóknarmaðurinn okkar, Fernando Torres, er ekki tilbúinn í þennan leik og verður því pottþétt ekki með, sama má segja um eina hægri bakvörðinn okkar (Degen er ekki talinn með lengur), og eins er Agger meiddur ennþá. Gerrard ætti hinsvegar að vera orðinn klár, hann fékk víst krama undir lokinn á leiknum um helgina en æfði með félögum sínum í morgun.

Eftir ævintýramennskuna með Skrtel frá því í síðasta leik verð ég nú að viðurkenna að ég hef ennþá minni hugmynd um það uppáhverju kallinn tekur í þessum leik, stilli þessu upp nokkurnvegin eins og ég vill sjá þetta, ekki endilega eins og ég held að þetta verði:

Reina

Darby – Carragher – Skrtel – Aurelio

Mascherano – Alonso
Benayoun – Gerrard- Riera
Babel

Bekkur: Cavalieri, Dossena, Kuyt, Zhar, Lucas, Ngog, Hyypia.

Ég er ekki mesti aðdáandi Jamie Carraghers í hægri bakverði, allra síst gegn liði eins og Sunderland á heimavelli, en í samanburði við Martin Skrtel í þessari stöðu lít ég á hann sem afkvæmi Dani Alves og Sergio Ramos. Ég held að það sé bara ráð að taka sénsinn á Darby í þessum leik og leyfa honum að spreyta sig. Hann hefur verið að banka á dyrnar undanfarið og hlítur að fá séns á endanum…svona fyrst allir hægri bakverðir klúbbsins eru meiddir. Annað er hefðbundið í vörninni, Aurelio gæti þó verið hvíldur, sjálfur vil ég bara sjá Insua eigna sér þessa stöðu en ég hef engu að síður frekar trú á að Dossena komi inn á undan honum.

Sama á við á miðjunni, JM gæti fengið frí og Lucas þar með þennan leik, Alonso er hinsvegar must til að halda einhverju flæði á liðinu þar sem Lucas og Mascherano eru álíka gagnlausir saman á miðjunni og flugnaspaði í janúar.

Val mitt á fremstu fjórum kemur kannski ekki á óvart, þ.e. enginn Dirk Kuyt. Ég hef fengið gjörsamlega nóg af honum undanfarið í ráðleysislegum og hægum sóknarleik okkar og væri mikið til í að gefa honum frí. Það er ekki mikil þörf á að hafa hann þarna gegn Sunderland á Anfield. Með því er ég samt fráleitt að segja að Babel hafi getað blautan skít undanfarið, hann býr engu að síður yfir hraða sem ég tel lífsnauðsinlegan Liverpool og því kerfi sem við spilum, henn getur tekið menn á og hefur bara ekki fengið mikinn séns einn upp á toppi. En guð minn góður hvað okkur vantar Torres. Eins þætti mér gaman að sjá Babel þarna með skapandi menn eins og Benayoun, Riera og Gerrard fyrir aftan sig.

fans

Eins og sjá má hérna finnst okkur reyndar alls ekkert leiðinlegt að spila við Sunderland, hvort sem það er heima eða að heiman. höfum t.a.m. unnið síðustu fimm leiki og markatalan í þeim leikjum er 9-0. Eitthvað sem núverandi lið Sunderland er alveg örugglega ekki búið að frétta og kemur að sjálfsögðu ekki til með að skipta nokkru einasta máli á morgun.

Mín spá: Eins freistandi og það nú er að spá jafntefli þá sleppi ég því á þeim forsendum að taugakerfið þolir það ekki, til að bjarga geðheilsunni verðum við því að vinna þennan leik, ég segi 2-0 með mörkum frá Skrtel og Riera.

Umfram allt, þá er þetta bara málið þessa dagana, svei mér þá :p

24 Comments

  1. Ok, verðum að sætta okkur við að vera núna að berjast um meistaradeildarsæti, allar titilvonir úr sögunni enda á liðið ekki skilið neinn titill miðað við spilamennskuna undanfarið. Verðum að vinna Sunderland og klára seasonið sómasamlega og svo þarf að skoða dæmið í sumar. Hvort sem Benites verður eða ekki er ljóst að það þarf að styrkja liðið og þá sérstaklega sóknarlega til að eiga séns á titli næsta season. Alvöru kanntmenn og striker með Torres og við erum sterkir.

  2. 28.2. Middlesbro 2:0 Liverpool Enski boltinn
    22.2. Liverpool 1:1 Man. City Enski boltinn
    7.2. Portsmouth 2:3 Liverpool Enski boltinn
    1.2. Liverpool 2:0 Chelsea Enski boltinn
    28.1. Wigan 1:1 Liverpool Enski boltinn
    19.1. Liverpool 1:1 Everton Enski boltinn
    10.1. Stoke City 0:0 Liverpool Enski boltinn

    ok 7 leikir frá áramótum 2 sigrar 4 jafntefli 1 tap. Við vinnum þennan leik ekki nema þeir séu enn að sjúga mjólkinna úr brjóstunum þessir leikmenn liverpool. annarrs á ég von að á að sjá algjört byltingalið á morgun, Annars er liverpool heldur betur að minna á Arsenal í fyrra, drulla upp á bak leið og þeir finna fyrir smá pressu 😀

  3. Hin raunverulega spurning fyrir þennan leik er hvort Gerrard mæti til leiks, eða hvort við þurfum aftur að spila lungann úr leiknum einum færri.

  4. Þetta er það mikilvægur leikur að Benítez á aldrei eftir að hvíla Kuyt á bekknum, tja….eða spila einum færri með Babel þarna inná.

  5. Mikið vona ég eins og Babu að Kauyt verði hvíldur í kvöld,en ég er samt alveg viss um að Rafa notar hann eins og vanalega.En þetta er nú leikur sem hefði passað Kean ,en það má víst ekki minnast á hann.
    En ég hef svo sem ekki orðið neina skoðun á því hvernig þessu liði er still upp því að taktíkin sem lagt er upp með í hverjum leik um að svæfa andstæðingana og skora seint ,er líka farið að draga úr mér máttinn og nenni satt að segja varla orðið að horfa á leiki Liverpool.
    En þessi leikur vinnst nú samt og ég giska á 1-0.

  6. Ég vill ekki sjá Babel inná vellinum aftur á þessu tímabili. Hann hefur ekki getað blautan fyrir utan að pota inn þessu marki gegn U#$%”;

    Fyndið að þegar menn voru að missa vatn yfir honum í fyrra var ég að benda á að hann væri ,,efnilegur,, ekki góður. Og það er komið á daginn að hann verður aldrei góður. Svo eru menn alltaf að röfla um að ef hann væri á toppnum myndi það breyta einhverju ! Í fyrsta lagi getur hann ekki haldið boltanum og lagt, í öðru lagi getur hann ekki gefið boltann.

    Hann spilaði ,,frammi,, vinstra megin í 4-3-3, það er bara mjög álíka staða og hann hefur fengið að spila í 4-2-3-1. Og samt getur hann ekki blautann, tekur alltaf menn á en klúðrar því eða drullast ekki til að koma boltanum fyrir þegar það tekst.

    Babel er tvímælalaust ofmetnasti lekmaður Liverpool hjá stuðningsmönnum.

  7. Svei mér þá, ég er farinn að hallast að því að það sé best að vera hrikalega svartsýnn fyrir Liverpool leiki. Alltaf þegar allir á þessari síðu spá um 3-0 sigra þá skítum við yfirleitt upp á bak 😉

    Ég ætla að spá 1-1 jafntefli ( þá fer hann 3-0 fyrir okkur) vá hvað maður er orðinn veikur á geði eftir þessa törn 🙂

  8. Vona að liðið verði ca eins og babu vill nema að ég held að það væri skárra að setja Hypia í senterinn en babel hann er búinn með sína sénsa svo vil ég Insua í vinstri bak og Aureilio á miðjuna í stað Argentínska fyrirliðanns. Annars er tilhlökkunin fyrir leiknum í sögulegu lágmarki. Skil ekki tal um að hvíla einhverja menn þegar að það er vika í næsta leik.

  9. Góð upphitun, en:

    „Með því er ég samt fráleitt að segja að Babel hafi getað blautan skít undanfarið, hann býr engu að síður yfir hraða sem ég tel lífsnauðsinlegan Liverpool og því kerfi sem við spilum, henn getur tekið menn á …“

    Babel hefur spilað 20 leiki í deildinni í vetur. Hann hefur ekki ennþá nýtt hraðann og getuna til að taka menn á í einum einasta þeirra. Hann hefur skorað tvö mörk, þar af annað hálfgert slysamark gegn Newcastle. Hann hefur ekki átt eina einustu stoðsendingu.

    Dirk Kuyt hefur hins vegar í 27 leikjum skorað sjö mörk og átt fjórar stoðsendingar. Af þessum sjö mörkum hafa minnst þrjú verið sigurmörk í deildarleikjum, þannig að segja má að munurinn á að hafa Kuyt inná og ekki inná sé minnst sex stig þar sem hann hefur breytt þremur jafnteflum í sigur.

    Ekki það að ég nenni enn og aftur í þessa umræðu, og ég tek undir með mönnum að Kuyt hefur misst dampinn eftir áramót, en ég er bara orðinn VERULEGA ÞREYTTUR á að sjá menn krefjast þess að Babel byrji inná fyrir Kuyt af því að hann er hraðari og leiknari, þegar Kuyt er klárlega að skila miklu meiru til liðsins. Þetta snýst ekki um hvað þú getur á pappír heldur hvað þú gerir inná vellinum.

    Og ekki koma með “Babel fær aldrei meira en kortér”-kjaftæðið, því það er algjört kjaftæði. Babel hefur byrjað inná í þremur af síðustu fimm deildarleikjum, en liðið hefur aðeins unnið einn af þessum þremur. Babel hefur í þeim skorað ekkert mark og átt enga stoðsendingu.

    Allavega, smá útúrdúr (ég má þráðræna, þetta er mín síða 😉 ) …

    Hvað leikinn í kvöld varðar er ég nokkuð bjartsýnn. Sunderland náðu góðu jafntefli gegn Arsenal um helgina en hafa annars ekki verið að gera neitt sérstaka hluti í deildinni. Einnig er vert að minnast þess að síðast þegar liðið tapaði leik, gegn Tottenham í deildarbikarnum 12. nóvember s.l., svaraði það þeirri skitu með því að fara á sigurbraut í deildinni í leikjahrinu sem lyfti okkur á topp deildarinnar og hélt okkur þar í tvo mánuði. Þannig að það er engin ávísun á áframhaldandi skitu þótt okkar menn hafi gert í brækur á laugardaginn var.

    Spá: 3-1 sigur fyrir okkar menn og það verða bara Liverpool-menn sem skora mörkin (Djibril Cissé skorar s.s. fyrir Sunderland). 🙂

  10. ég vil sjà Didrik Kuta spila thennan leik, hann er bùinn ad vera ad spila vel thetta seasonid (its all relative sjàidi til) og à thad skilid. Annars er tilfinningin ekkert spes fyrir leikinn, og tilhlökkunin enn minni. En hver veit, kannski vinnum vid í kvöld og thà eru 4 stig í Scum og their klùdra næstu tveimur? Thad getur allt gerst í boltanum, munum Istanbul!

  11. Smà follow-up… Liverpool víst ad scouta Raul Albiol frà Valencia, talandi um 13m punda fyrir hann í sumar. Thad gæti ùtskyrt, eda verid afleiding af, thessu samningaveseni hjà Agger og ad hann sé ordadur vid Milan?

  12. Maður heldur sér á mottunni með sögusagnir eins og Albiol þangað til að hann er búinn að skrifa undir. Hvort að það hafi áhrif á Agger veit ég ekki…..er Benitez ekki alveg líklegur að stilla honum upp á vinstri kanti þannig Riera og Babel mega fara vara sig.
    Að leiknum í kvöld þá er alveg klárt að Liverpool verður að vinna þennan leik því framundan er heavy program. Real heima eftir viku, svo Utd. og loks Aston Villa. Þó svo að útlitið sé svart þá gæti reynst vonarglæta að elta Utd áfram en skilyrðin eru þó að vinna í kvöld og Utd tapi sínum leik og Liverpool vinni svo Utd…..en það eru mörg ef í þessu….
    Sigur er ekki síst mikilvægur til þess að endurheimta smá sjálfstraust og styrkja stöðuna í baráttunni um CL sæti að ári.

  13. Það er alveg óskiljanlegt af hverju Rafa gerði sér enga grein fyrir hversu stóran leikmannahóp lið þurfa að hafa sem eru að spila í deild og meistaradeild sem og bikurum. Það þýðir ekki að koma fram í fjölmiðlum og segja að meiðsli Torres og Gerrards hafa gert okkur erfitt fyrir. Það eru alltaf 4-5 góðir leikmenn í hverju liði og þess vegna þarf stóran hóp til að mæta því. Það sem Rafa átti að gera um áramótin var að halda í Keane. Innkalla Voronin og koma Pennant í gang. Þessir þrír menn hefðu verið fínn kostur á móti Ryan hlaupa með bolta og missa Babel, Dirk djöflast áfram án þess að vita hvert hann fer Kuyt og who a fuck is Ngog. Það er alveg ótrúlegt hvað mannskapurinn er þunnskipaður og ég hef stundum hugsað að það væri alveg eins gott að setja Sammy Lee inn á en
    reynslulausa kjúklinga!!

  14. Ég segi eins og faðir minn sagði í gær, að núna snýst alt við, og við vinnum restina af leikjunum í deldini, bara af því að það er orðið of seint.

    En, já, ég hugsa að Torres setji 3 í kvöld.

  15. Ólafur Kr: Ég er búinn að prufa að vera svartsýnn. Spáði Liv tapi á móti Real M og þá unnu við , nú þá hélt ég að formúlan vær kominn spáði tapi á móti boro en þá kemur Hel$#”#$%$## tap. Það er komin tími hjá Rafa að hætta að refsa mönnum þegar að þeir eru góðir, samanber YOSSI B.

  16. Nr. 10 KAR
    Þetta er þá bara munurinn á minni skoðun og þinni. Ég hef meiri trú á sóknarleik með Babel fremstan (ekki á kannti) heldur en Kuyt fremstan. Eins held ég að munurinn í mínútum sé töluverður hjá þeim. En þetta eru auðvitað tveir vondir kostir, sérstaklega ef þeir eiga að koma í staðin fyrir Torres.

    • Einnig er vert að minnast þess að síðast þegar liðið tapaði leik, gegn Tottenham í deildarbikarnum 12. nóvember s.l., svaraði það þeirri skitu með því að fara á sigurbraut í deildinni í leikjahrinu sem lyfti okkur á topp deildarinnar og hélt okkur þar í tvo mánuði

    Shit hvað þeir mega nú svara þessu á sama hátt núna 😉

  17. Æj, mér finnst alltaf jafn kjánalegt þegar verið er að tala um að Rafa sé að refsa mönnum fyrir að vera góðir. Í alvöru talað, getur ekki verið að eitthvað annað spili þarna inn í sem við sjáum ekki? T.d. eitthvað varðandi líkamsástand manna á æfingasvæðinu eða eitthvað álíka? Þó svo að menn séu ekki sammála Rafa um hlutina þá held ég að það sé pottþétt mál að ákvarðanir sem hann tekur eru teknar af því að hann telur það vera rétt fyrir liðið. Ég bara neita að trúa öðru.

    Annars er ég bara nokkuð bjartur á þennan leik. Nú verða menn bara að “bánsa” tilbaka og sýna hvað í mönnum býr. Ég mun ekki gefast upp fyrr en þetta er tölfræðilega útilokað.

    Fyrst við erum komnir inn í Babel/Kuyt umræðuna enn og aftur, þá hendi ég hérna inn mínum 2 sentum. Ég hef oft rekið augum í það þegar aðrir (ekki Liverpool menn) eru að ræða um liðið okkar fyrir leiki, hvort sem um er að ræða leikmenn andstæðinganna eða stuðningsmenn þeirra. Þá er oft (t.d. á Official síðunni) spurt að því hvaða leikmenn þeir telji að þurfi að hafa mestar gætur á. Torres og Gerrard eru alltaf nefndir, að sjálfsögðu, en það er ótrúlega oft sem menn nefna Kuyt þar einnig. Þessu hef ég sérstaklega tekið eftir þegar verið er að taka viðtöl við leikmenn væntanlegra mótherja okkar.

    Varðandi Babel, þá verð ég bara því miður að viðurkenna það að hann er líklegast mestu vonbrigðin hjá mér persónulega í afar langan tíma. Var alveg ótrúlega hrifinn af honum á síðasta tímabili og gerði mér miklar vonir með hann. Hann hefur varla átt góðan leik sem um getur á þessari leiktíð. Er sammála KAR með það að ég hlusta ekki á það að hann hafi ekki fengið sína sénsa og að Rafa sé að eyðileggja hann. Hann er búinn að spila 32 leiki í heildina á þessu tímabili, þar af 20 í deild. Jú hann hefur oft komið inná, en þá er hann jú að fá tækifæri á að sýna sig og sanna. Vandamálið er að hann gerir það bara ekki.

    Og ég er algjörlega ósammála Babú með þetta “uppi á topp” dæmi. Babel spilaði þá stöðu ekki með Ajax alla jafna, ekki heldur með Hollenska landsliðinu. Hann hefur oftast spilað sem vinstri væng framherji hjá öllum sínum liðum og hefur staðið sig best í þeirri stöðu (nema þetta tímabil), þannig að ég hef bara aldrei náð þessu með að hann sé ekki að spila vel af því að hann fái ekki að spila stöðuna sína (ekki að segja að Babú hafi þó verið að halda því fram hérna að þetta sé hans staða). En mikið hrikalega vona ég að strákurinn fari nú að nýta sénsinn sinn og fari að koma sér í gírinn. Hæfileikana hefur hann svo sannarlega, en mér hefur bara fundist mikið vanta upp á leikskilning hjá honum. Hafir þú ekki leikskilninginn, þá nýtast hæfileikarnir einfaldlega ekki sem skildi.

  18. Steini Mér finnst herra Bentiez sjaldsn verðlauna menn fyrir góðann leik það getur hreinlega ekki bara veriðaf því að menn hafa sluksað á æfingasvæðinu. Keane spilaði vel nokkra leiki en var samt aldrei í liðinu eftir að hafa staðið sig vel, Aureilio var mjög góður á miðjunni gegn Pompey en samt ekki í liði næst, Benayoun aldrei öruggur í liði þrátt fyrir að vera okkar skársti maður eftir áramót, Coruch settur út þrátt fyrir að skora og skora bæði með okkur og landsliðinu. Þetta eru bara nokkur dæmi. Mér fynnst að menn eigi að spila ef þeir eru heitir og eru að standa sig í leikjum þó að þeir séu ekki bestu menn á æfingu enda fynnst mér að menn eigi frekar að slappa af þar en í leikjum.

  19. Það hljóta allir menn að sjá að þjálfari stillir alltaf upp því liði sem hann hefur mesta trú á í verkefnið. Við skulum ekki gleyma því að hann hefur jú allra mestu að tapa, sinni hugsanlegu framtíð í starfi!!!!!
    Ég styð Babú í vali á hægri bakverði, verðum að sjá hvort þessir strákar okkar ráða við leiki í efstu deild, trúi ekki alveg á það að Hyypia verði settur í hafsentinn á móti Cissé og spái því Carra og Skrtel í hafsentinn.
    Svo ætla ég ekki að eyða miklum tíma í Babel / Kuyt umræðuna, því hvorugur þeirra er svarið okkar uppi á topp. Þá vantar báða tækni í þá leikstöðu, þó ólíkir séu. Ég er sannfærður um það að ef að Krisztian Nemeth hefði verið heill í vetur væri hann nú að spila þessa stöðu sem fyrrnefndir tveir, og þaráður Keane, hafa sýnt að þeir ráða illa við.
    Ég vona að því að við sjáum Alonso og Gerrard á miðjunni, Kuyt, Benayoun og Riera þar fyrir framan og N’Gog uppi á topp. Hann getur ekki verið mikið verri en þeir sem á undan hafa verið!
    En ég hef trú á sigri í kvöld, ef leikmennirnir koma ekki eins og grenjandi ljón í leik kvöldsins eru þeir ekki treyjunni verðugir!
    Það er bara þannig!!!!

  20. gruna sterklega að

    kuyt
    riera- gerrard – yossi
    lucas – alonso
    dossena – skrtel – hyypia – carragher
    reina

    verði liðið, masch er of varnarsinnaður til að spila þarna og lucas verður fyrir hann held ég, 1-1, LFC kemst yfir með marki Gerrard’s en Cissé seturann á ’81 min og þeir halda út

  21. The French striker will partner Dirk Kuyt up front, while Javier Mascherano takes up a position on the right side of defence as Rafa Benitez makes four changes from the 2-0 defeat to Middlesbrough.

    Liverpool line-up in full: Reina, Mascherano, Carragher, Skrtel, Insua, Benayoun, Gerrard, Alonso, Riera, Ngog, Kuyt. Subs: Cavalieri, Dossena, Hyypia, Aurelio, Babel, Lucas, El Zhar.

    Wheeeeee!

    • Og ég er algjörlega ósammála Babú með þetta “uppi á topp” dæmi. Babel spilaði þá stöðu ekki með Ajax alla jafna, ekki heldur með Hollenska landsliðinu. Hann hefur oftast spilað sem vinstri væng framherji hjá öllum sínum liðum og hefur staðið sig best í þeirri stöðu (nema þetta tímabil), þannig að ég hef bara aldrei náð þessu með að hann sé ekki að spila vel af því að hann fái ekki að spila stöðuna sína (ekki að segja að Babú hafi þó verið að halda því fram hérna að þetta sé hans staða)

    Ég hef ekki fengið að sjá Babel fá marga leiki einn upp á topp, alls ekkert í líkingu á við þá sem undanfarin ár hafa fengið fleiri tugi leikja til að sanna sig án þess að geta nokkurn skapaðan hlut. Ég vil sjá hann meira þar heldur en út á kannti þar sem hann þarf að sinna mun meiri varnarskyldum heldur en hann t.d. þurfti að gera í Hollandi og hjá landsliði Hollands. Annars má ekki misskilja þetta neitt sem svo að ég sé eitthvað sáttur við Babel þetta árið, vá alls ekki. Alveg sammála með að frammistaða hans er ekki nálægt væntingum.

    Munurinn á honum og Kuyt er sá fyrir mér að ég er á því að Babel geti MIKIÐ betur og fari að sýna það fái hann til þess meira traust, helst upp á toppi. Kuyt tel ég að verði nú ekki mikið betri en hann hefur verið, hann er alls ekkert alslæmur, hugafarið er það besta í liðinu og af og til er hann með bestu mönnum á vellinum. Hann er bara ekki nógu hættulegur og alls ekki nógu fljótur til að vera einn frammi, er oftar en ekki einfaldlega fyrir þegar hann er þar. Þannig að ég vill alltaf Babel frekar. Þó helst vilji ég nú hafa a.m.k. tvo betri kosti til staðar (ekki bara einn (Torres) eins og nú).

  22. p.s.

    • The French striker will partner Dirk Kuyt up front

    Svo má svosem alveg prufa þetta líka, það er að hafa N´Gog inná og upp á toppi, hann hefur hæð og hraða, en mér hefur fundist hann ákaflega kraftlaus samt. Verður samt að fá séns til að bæta sig.

Af hverju skorum við ekki í fyrri hálfleik?

Um “motivation” og frammistöðu leikmanna.