Fifa 08 neyðarástand

Þetta er áríðandi tilkynning.

Málið er að FIFA 08 leikurinn, sem að ég á, er bilaður (það kemur upp einhver melding að hann sé rispaður). Þetta var mikið áfall þegar að ég flutti í ný heimkynni með tveim vinum mínum. Þar sem að FIFA 09 kemur ekki út fyrr en í október, þá hefur skapast hálfgert neyðarástand á heimilinu.

Ég spyr því, á einhver eintak af FIFA 08 fyrir Xbox 360 og er til í að lána okkur þangað til að FIFA 09 kemur út? Ef svo er, endilega sendið mér póst á einarorn@gmail.com.

Takk!

28 Comments

  1. Tek undir með ráðinu hans Grétars. Fáðu þér PES. Ég byrjaði í FIFA og var háður honum en eftir PES þá er ekki til FIFA í mínu lífi.

    Þú getur tékkað á xbox360.is á spjallinu þar undir kauphöllinn. Örugglega einhver sem gæti selt þér FIFA/PES á engu eða litlu verði, þeas ef þú hefur ekki enn fengið hann.

  2. sammála fyrri ræðumönnum, Pro Evo ber höfuð og herðar yfir aðra fótboltaleiki í dag, mesta furða að einhver skuli ennþá spila FIFA.

  3. Þú gætir líka farið með leikinn niður í Grensásvídeo…
    Þeir gera við rispaða diska. Hef sjálfur farið með eina DVD mynd og það lukkaðist mjög vel.
    Þetta kostar held ég einhvern 6 eða 7 hundruð kall….

  4. PES er málið.

    FIFA lúkar vel en í PES fær maður meiri tilfiningu að maður sé að spila alvöruleik.

  5. Pro Evo rústar FIFA að mínu mati. Var ekki alltaf þannig en síðustu tvö árin eða svo hefur þetta snúist við. PES og Football Manager eru EINU tölvuleikirnir sem ég spila að einhverju ráði.

  6. Hvernig er það, var ég sá eini sem datt þetta fyrst í hug?

    Annars frétti ég það eftir pistil hjá mér um daginn að Football Manager sé ennþá hip og kúl svo ég mæli bara með honum 😉

  7. Ekki líta á þetta sem vandamál, líttu á þetta sem hjálp frá guði til að losa þig undan valdi EA Sports og yfir til meistarana í Konami.

    Fifa er eins og hamborgari bara í brauðinu, engin sósa, ekkert kál.
    Pro er eins og 200g Heavy Special á American Style.

  8. hvað er málið með þetta pes. Pes er glataður leikur léleg grafík ofl.
    Hvað hefur pes sem fifa hefur ekki.

    Fifa til i die

  9. Ég er búinn að kaupa alla Pro evo leikina síðan þeir byrjuðu og er mikill fan, en eftir að þessar next gen vélar (Xbox360, Ps3) komu hefur Konami bara ekki náð að búa til almennilegann leik. Ég fílaði ekki fifa 08, en ég er hinsvegar að fíla Euro 2008. Allt öðruvísi gameplay Og miklu raunverulegri. Leiðinlegt að segja það en Pes er bara búinn að drulla upp á bak í síðustu tveimur leikjum á meðan Fifa er alltaf að verða betri.

    Einar ef þú getur beðið þá kemur Fifa 09 demo-ið út 11. sept þannig að þið getið prófað það. Svo myndi ég bara mæla með að þú kíkir með rispaða eintakið af Fifa 08 í Gamestöðina sem er staðsett í skeifunni, þeir eru með vél þar sem að lagar rispaða leiki. Man ekki hvað’ það kostaði en það var undir 1000 kr.

  10. Ég er eins og margir sem spilaði eingöngu Fifa og áleit allt annað drasl. Frá c.a. 95 þegar maður var að spæna upp grasið með John Barnes á miðri miðjunni og fram til c.a. 2004. Þá var ég píndur í Pes og féll alveg fyrir leiknum. En með tilkomu Fifa 2008 og að ég tel enn frekar með fifa 2009 þá hafa þeir einfaldlega stolið það miklu frá Pes gameplay hlutanum að þeir eru að ná yfirhöndinni aftur. Öll spilun leiksins er orðinn raunverulegri og meira í anda alvöru fótbolta. Enda er oft sagt að Fifa sé fótboltaleikur en Pes sé fótboltahermir. Þetta er einfaldlega að breytast með nýju fifa leikjunum. Þá er ótalið Net spilunin sem er miklu betri í fifa en Pes.

  11. Damn, eru menn farnir að tala Hebresku á þessari síðu? Skil ekki aukatekið orð um þetta Pes og Fifa dæmi 🙂

  12. Fifa og CM eru bara orðin börn síns tíma.

    PES og FM eru nútíðin og framtíðin!

  13. Síðasti PES var virkilega slakur og í fyrsta skipti í nokkur ár náði FIFA að gera betri leik. FIFA 08 var þó engin snilld en EURO 2008 er þeim mun betri.

  14. sama vada mál hjám ér minn er rispaður ég verð að spila pes þangað til
    liðið mitt var svona fif
    reina
    dabo agger ricards bale
    qvaresma gerrard mac babel
    torres vela

  15. Og fyrir þá sem vilja helst lesa komment sem skrifuð eru á íslensku, ensku eða smá skandinavísku þá er böddi að segja að

    • sama vandamál hjá mér, minn er rispaður ég verð að spila PES þanngað til.
      Liðið mitt var svona í FIFA
      Reina
      Dabo – Agger – Richards – Bale
      Quaresma – Gerrard – Mac – Babel
      Torres – Vela

      (ath með fyrirvara um stafsetningarvillur hjá mér 😉 )

    p.s. lyklaborðið eitthvað útlenskt hjá þér Böddi? 🙂

  16. Ég seldi mitt eintak af Pes 2008 eftir að ég keypti Euro 2008 og sá síðan smá eftir því vegna þess að ég gat ekkert spilað með liverpool í Euro þannig að ég fékk lánaðann Pes 2008 aftur hjá félaga mínum. spilaði 3 leiki og var þá búinn að fá meira en nóg af honum.

    Eina sem að Pes hefur er að það er aðeins skemmtilegra að spila 2 vs 2 í honum út af því að Euro er aðeins of hægur. En þeir eru búnir að laga það í fifa 09 þannig að ef að Fifa hefur betra gameplay en Pes, öll license fyrir allar deildir og betri online spilun ( þar á meðal 10 v.s 10 á netinu sem verður geðsjúkt) Þá er ekki spurning hvor er betri? Eða hvað?

  17. Babu þetta er örugglega Carlos Vela, frá Arsenal, ekki David Villa. Annars mjög góð þýðing 😀

  18. Skelltu þér í gamestöðina, fær þar annað eintak á 1500 – 3000 kall (reyndar notað). Einnig gera þeir við diska á 500 kall, skítódýrt…
    Svo hef ég heyrt að þeir séu harðir púllarar… ekki skaðar það nú góðan rekstur.

  19. munurinn á þessum leikjum er að mestu til að þú þarft að hugsa mun meira í pes.. og það byggist meir á þvi að spila boltanum kantana á milli að reyna finna svæði! Fifa er meira einstaklingsframtak og heppni sem vinnur leikina! En það er nátturlega ekki fyrir alla að spila svona leik þar sem þú þarft virkilega að nota hausinn! bæði í vörn og sókn!! hef spilað báða þessa leiki mikið.. og PES hefur KL’ARLEGA vinningin!

  20. Bíðið bara eftir Fifa 09 og gerið síðan samanburð á honum og Pes 09. Ég er búinn að skoða allt sem hægt er að finna um báða leikina og so far þá lítur Pes út fyrir að vera nákvæmlega eins og hann var í fyrra sem mér persónulega fannst arfaslakur leikur sem virkaði ókláraður og eiginleg móðgun við hardcore Pes fans.

    En á meðan Pes hefur staðið í stað er Fifa búið að fínpússa sinn leik og meðal annars stela helling úr Pes og bætt því í leikinn sinn.

  21. Ég hef spilað óhugnanlega mikið pes og tek einn og einn leik þessa dagana. Það sem mér finnst mest svekkjandi er að leikirnir snúast um það hvað tölvan fær mörg horn og hvort klaufaleg stjórnun á vali á leikmanni komi í veg fyrir að þú náir að dekka þennan eina leikmann sem er hættulegur, ef ekki þá verður það mark. Þar fyrir utan er ekki mikið mál að verjast og að sækja upp kanntana til að skora, hugsanlega ansi mörg mörk í leik. Spilaði mikið fifa áður þar til þeir leikir urðu bara brandari, ekki prófað hann í mörg ár. Vonandi er eitthvað til í því að þeir séu að verða betri.

Leikmannahópurinn í meistaradeildinni

Derhúfuhlé