Leikmannahópurinn í meistaradeildinni

Eins og kom fram í athugasemd við pistil nú nýverið var 1.september tilkynntur 25 manna hópur Liverpool í Meistaradeildina.

Í hópnum eru, innan sviga eru leikmenn í „hópi B“ sem þýðir leikmenn sem má kalla inn í „neyðaraðstæðum“.

Markverðir

Diego Cavalieri, Pepe Reina, Martin Kelly (Martin Hansen)

Varnarmenn:

Andrea Dossena, Daniel Agger, Fabio Aurelio, Alvaro Arbeloa, Jamie Carragher, Martin Skrtel, Phillip Degen, Stephen Darby og Steven Irwin

Miðjumenn:

Steven Gerrard, Xabi Alonso, Yossi Benayoun, Jermaine Pennant, Javier Mascherano, Lucas Leiva, og Jay Spearing (Ryan Flynn og Nathan Eccleston)

Framherjar:

Robbie Keane, Fernando Torres, Albert Riera, Dirk Kuyt, Ryan Babel og David Ngog.

Talsvert hefur verið ritað um skipan hópsins og sér í lagi talað um fjarveru Sami Hyypia, en einnig fjarveru Nabil El Zhar. Umræðan hefur verið nokkuð villandi þar sem margir skilja ekki í því að yngri mennirnir sem enn hafa ekki leikið opinberan leik, og svo Jermaine Pennant, séu í hópnum.

Mikilvægt er að við áttum okkur á nýjum reglum í Meistaradeildinni.

Átta af tuttugu og fimm leikmönnum í hóp félagsins verða að hafa „alist upp“ hjá liði í heimalandinu og þar af þurfa minnst fjórir að hafa verið uppaldir af viðkomandi félagi. Miðað er við að leikmaðurinn hafi leikið frá 16 ára aldri til að vera talinn uppalinn af félaginu.

Hjá Liverpool eru sex slíkir. Gerrard og Carragher, auk yngri mannanna Darby, Irwin, Kelly og Spearing.

Hinir tveir „uppöldu“ eru svo Robbie Keane sem kom ungur til Wolves og Jermaine nokkur Pennant. „Neyðarmennirnir“ þurfa svo líka að vera uppaldir hjá félaginu og Daninn Martin Hansen nær því.

Alltaf er hægt að vangavelta um slíkt val og Sami Hyypia er auðvitað ekki sáttur. Ég segi fyrir minn smekk að ég hefði haft þann gamla inni og geymt Degen, en auðvitað hefði það verið erfitt fyrir nýjan mann að kyngja! Á sama hátt var verkefni El Zhar, Insúa og Nemeth að komast í þennan hóp erfitt.

Sumarið kvaddi tvo heimamenn, Crouch og Finnan en í stað þeirra kom enginn þrátt fyrir tilraunir við ákveðinn mann. Þess vegna var þröngt um og ég held líka að þetta hafi verið einn þátturinn í því að Pennant var ekki látinn fara. Við megum ekki við miklum meiðslum, sér í lagi varnarlega til að hinir yngri verði bara tiltölulega fljótt inn!

Hvað finnst ykkur, hefðuð þið valið þennan hóp?

29 Comments

  1. Sammála þessu Maggi, þar sem Degen kom strax upp í hugann. En auðvitað væri það nú ansi hreint hart fyrir nýjan leikmann að vera settur út í kuldann, sér í lagi þar sem við erum með 3 afar öfluga miðverði á undan í röðinni en Hyypia. Þannig að valið er skiljanlegt.

    El Zhar átti svo bara ekki séns, Hyypia var að mínum dómi nær því að ná inn heldur en Marokkó maðurinn. En svona eru reglurnar bara.

  2. Að mínum dómi hefði verið gotta að fá reynslumikinn Englending til að vera varamarkvörður. Þá hefði verið hægt að koma Hyypia fyrir í hópnum.

  3. ætlar hann að sleppa damien plessis? ég hélt að hann væri í svo rosalega miklu uppáhaldi hjá rafa.

  4. Skrýtið að sjá ekki Hyypia, Plessis og El Zhar þarna inni… En væntanlega eitthvað með reglurnar að gera, en hvernig er það má svo ekki gera 3 breytingar á þessum hóp eftir riðlakeppnina?

  5. Ég myndi ætla að þetta val sé vel skiljanlegt miðað við reglurnar og þessi hópur ætti að duga til að koma okkur í gegnum riðlakeppnina. Það sést samt þarna að það er orðið mikilvægara að byggja í auknum mæli á enskum leikmönnum. Í janúar sé ég svo fyrir mér að Hyypia kom inn í þetta á kostnað einhvers sem verður komin í meiðsli (eða eitthvað) ásamt nýjum leikmanni sem mætir á svæðið í janúar glugganum!! 😉

    Skil samt vel að það sé smá sjokk fyrir Hyypia að detta út úr CL hópnum vegna þess að hann er ekki enskur. Hann er búinn að vera 10 ár hjá Liverpool sem er ca. þrefalt lengra en flestir þessara kjúklinga sem koma inn í hópinn. Held að gamli verði tekinn inn á seinni stigum enda löngu orðin legend í þessari keppni og reynsla hans mikilvæg.

    Annars til gamans má ég til með að benda á þetta sérstaka viðtal sem birt er á Official síðunni við þá Pepe Reina og Fernando Torres. En þetta skapar á tíðum sömu kjánahrollstilfinningar og maður fær þegar maður dettur óvart inn í þátt af Nágrönnum.

  6. þetta er nú ein aðalsástæðan fyrir því að Rafa lagði áherslu á að fá Barry fog Alonso út við þurfum fleiri enska leikmenn en ég er mjög ánægður með þessar reglur sem að ættu að vera strangari og einnig ættu einnig að vera á Englandi í PL

  7. Hyypia kallinn eðlilega ósáttur en ég skil þetta val. Við erum vel mannaði í miðverðinum og hann er klárlega 4. kostur í þá stöðu.
    Varðandi hægri bakvörðinn erum við með Arbeloa og Degen. Vissulega gæti Carra dottið þar niður en Benitez ætlar honum klárlega að vera í miðverðinum áfram.

  8. Þetta er ansi léleg framkoma við mann sem hefur gefið Liverpool F.C. jafnmikið og Hyppiä hefur gert í að verða áratug. Að þeir hafi ekki getað gubbað þessu út úr sér áður en félagsskiptaglugganum var lokað er ótrúlega skítleg framkomu við þessa miklu hetju. Og nei, það að Benítez vildi fá Barry allt fram á síðustu stundu er ekki afsökun fyrir því.

    ég er mjög ánægður með þessar reglur sem að ættu að vera strangari og einnig ættu einnig að vera á Englandi í PL

    Sammála því, það myndi yfir nóttu jafna út fjárhagslega yfirburði ensku liðanna yfir restina af Evrópu 😀

  9. Auðvitað er sárt að sjá að finninn er ekki í þessum hóp, fyrst og fremst er það náttúrulega sárt fyrir hann sjálfan, en einnig fyrir okkur stuðningsmennina sem svo sannarlega metum hann mikils. Það ber þó að hafa til hliðsjónar þessari ákvörðun að reglurnar í ár, eru öðruvísi en í fyrra. Ég er ekki í nokkrum vafa um að kallinn hefði verið í hópnum ef reglurnar hefðu verið öðruvísi. . Sumir velta því fyrir sér hvort Degen hefði verið næsti maður út.. já.. hugsanlega.. en hvað með Aurelio. Við höfum Dossena til að spila vinstra megin og vitum að Arbeloa getur líka afgreitt þessa stöðu. Þá er ég ekki í nokkrum vafa um að Skrtel gæti leyst þetta í hallæri líka. En kanski er þetta orðið nokkuð langsótt hjá mér. Það mætti kanski líta á þetta sem örvæntingafulla tilraun hjá mér til þess að finna Hyypia stað í hópnum.
    Svo má heldur ekki gleyma því, að hópnum má breyta eftir að riðlakeppninni líkur, áður en 16 liða úrslitin hefjast. Þá verður nú gott að vita til þess að við séum ekki búnir að ofkeyra gamla manninn og vita af honum ferskum og klárum í slaginn;) Ég hef trú á því að hann verði kallaður inní hópinn þá, og eigi eftir að verða mikilvægur hluti af þeirri liðsheild sem nær árangri í CL þetta misserið.

    Carl Berg

  10. Dónaskapur er þetta að segja að sumarið hafi bara kvatt tvo heimamenn! Alveg óþarfi að gleyma Harry Kewell strax! Hann var jú kominn til Leeds 15 ára gamall svo hann hefði flokkast sem heimamaður í þessu kerfi, rétt eins og Finnan og Keane.

  11. Ég held að það sé ofboðslega erfitt fyrir Rafa kallinn að velja 25 manns í hóp af þeim 48 eða eitthvað sem eru að æfa….
    Sumir verða að bíta í það súra og sumir í það sæta….
    Þetta fær vonandi þá sem ekki eru í þessum hóp til að æfa meira og vera ready þegar nýr hópur er valinn, og þá enn betri en síðast… smá pæling

  12. Life’s a bitch. Það mátti nú alveg búast við þessu. Agger hefur verið á bekknum eða inná í öllum alvöru leikjunum en Hyypia rétt slefast inn. En gamli maðurinn ná reyndar eiga það að hann stendur sig alltaf vel þegar hann fær sénsinn.
    Annars veit ég ekki hvað maður á að segja um þessa reglur. Ég veit allavega að ef þetta yrði heimfært á almennan atvinnumarkað (sem knattspyrnan á að vissu leiti heima í) og að eldra fólk, og þá er ég ekki að tala bara um 60+ yrði að víkja fyrir yngra fólki vegna einhverra kvóta þá yrði allt kolvitlaust. Það er því klárlega verið að vega að atvinnuöryggi manna eins og Hyypia.

  13. Margt til í þessu Rúnar Geir. Þess vegna skil ég ekki þegar Evrópusambandið segist geta stoppað svona reglur í keppnum innanlands!!!
    Evrópa er eitt atvinnusvæði og slíkar reglur eru algerlega klárt til að vinna gegn atvinnuöryggi fólks, t.d. Hyypia þarna.
    Á næsta ári held ég að meiningin sé að tíu leikmenn eigi að vera frá heimalandinu, þar af sex “uppalningar”. Vonandi verða okkar drengir bara tilbúnir þá!!!

  14. Þess vegna skil ég ekki þegar Evrópusambandið segist geta stoppað svona reglur í keppnum innanlands!!!
    Evrópa er eitt atvinnusvæði og slíkar reglur eru algerlega klárt til að vinna gegn atvinnuöryggi fólks, t.d. Hyypia þarna

    Maggi, ertu ekki í mótsögn við sjálfan þig þarna? Ætti Evrópusambandið ekki einmitt að geta stoppað svona reglur því þær mismuna fólki eftir þjóðerni (eða vinni gegn atvinnuöryggi eins og þið segið en er soldið loðið, Hyypiä fær jú borgað sama hvort hann spilar eða ekki :))?

  15. Nei, held ekki Kjartan.
    Það er alltaf verið að tala um að svona reglur yrðu settar upp í Englandi, t.d. sex plús fimm (6 breskir a.m.k. inná í einu). Enska knattspyrnusambandið hefur aldrei talað um að liðin megi ekki hafa 100 “ekki Breta” á samningi, heldur hafa reglurnar um hve margir mega vera inná í einu.
    Ég held nefnilega að Evrópusambandið geti ekki sett leikreglur í mótum og ég er að meina að þeir segja að reglur eins og sex plús fimm vinni gegn atvinnuöryggi Evrópusambandsþegna. Út af hverju gera þeir ekkert í þessari reglu í Meistaradeildinni sem er að vinna gegn atvinnuöryggi fólks eins og Hyypia.
    Þess vegna sagði ég í vetur og stend ennþá við það að Evrópusambandið getur ekkert gert ef að UEFA eða FIFA setja upp reglur eins og sex plús fimm í keppnum “heimalanda” á meðan að engar reglur eru á hámarki “erlendra” leikmanna á samningi.
    Ég spái því að svona farsi eins og á Middle Eastlands muni einfaldlega flýta fyrir slíkum reglum. Tel bara Englendinga, og hugsanlega Spánverja reyna að vinna gegn slíkum reglum. Franska, þýska, ítalska og hollenska deildin hefur stigið verulega niður í styrkleika innan Evrópu og ráðamenn UEFA koma flestir frá þessum löndum, t.d. er Platini eindregið að vinna gegn hagsmunum enskra stórliða og því held ég að hann negli þetta áfram.
    Watch this space…….

  16. Ok, skil. Ég hallast að því að það væru aðallega ensk lið sem myndu tapa mikið á þessari 6+5 reglu enda væri þá þeirra vanþróun sem knattpspyrnuþjóð endalega lýðum ljós. Ef maður lítur til nánast hvaða annars Evrópulands sem er þá eru leikmenn þar á allt öðru teknísku levelli en ensku leikmennirnir og þess vegna myndu lið frá segjum Spáni, Ítalíu eða Frakklandi ekki verða fyrir eins miklum skaða.

    T.d. eftir mjög yfirborðskennda úttekt þá voru 10 byrjunarliðsmenn (og 14 af 18 manna hóp) Espanyol í úrslitum UEFA-keppninnar 2007 spænskir (eini útlendingurinn verando Pablo Zabaleta frá Argentínu), Sevilla voru með 4 Spánverja í sínu byrjunarliði (8 af 18 manna hóp).
    Til samanburðar þá voru 4 af 18 leikmönnum Chelsea í úrslitum CL í vor enskir (allir í byrjunarliði) og 6 af 18 hjá United (ef við teljum Owen Hargreaves sem enskan en ekki kanadískan 🙂 ).

  17. M.t.t. reglunnar og þess að það eru leikir í ensku á stutt á undan og eftir öllum leikjum í riðlakeppninni hjá okkur, þar sem Hyypia getur spilað, þá er þetta vel skiljanlegt val.

  18. Hvernig virkar þessi B-Listi?? Vegna þess að Arsenal eru með Fabregas, Denilson, Djourou og Walcott á þeim lista hjá sér.

  19. Ef ég man rétt er B listinn enginn neyðarlisti heldur mætti frekar kalla hann kjúklingalista. Minnir að á honum megi vera leikmenn sem enn hafa ekki náð ákveðnum aldri (held að miðað sé við 19 en er ekki alveg viss) og hafa verið í a.m.k. 2 ár hjá klúbbnum. Liðin mega vera með eins marga menn á þessum lista og þau vilja og mega nota eins marga af honum og þau vilja á leikdegi.

  20. En Fabregas og Djourou eru báðir 21 árs og Denilson 20 ára. Og t.d eru klúklingarnir hjá Man Utd, eins og Possebon og brassabræðurnir Rafael og Fabio, ekki á þessum svokallaða B-Lista

  21. Denilson er 20, Fabregas 21 og Djourou er 20 þannig að Walcott er eini sem má vera á listanum en hann er 19. Pælið í því að Fabregas er bara 21 en er búinn að spila um það bil 150 leiki fyrir Arsenal og þónokkra landsleiki fyrir Spánn.

  22. Djourou er fæddur 18 janúar 1987 sem gerir hann 21 árs fyrir þónokkru löngu síðan

  23. Ótrúlegt hvað þeir geta flækt málin hjá UEFA. B-listi, A-listi, 4+8 og 6+5. Þetta er að verða að fáránlegum frumskógi. Mér finnst í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það sem Platini og co. eru að fara. Ég hef lengi beðið eftir því að klúbbar leggi meiri áherslu á unglingastarfið sitt. Það verður væntanlega líka til þess að arabísku sykurpabbarnir geta ekki gert nákvæmlega það sem þeir vilja og keypt heimsliðið á einu bretti. Englendingar munu koma illa út úr þessu til að byrja með en þeir jafna sig á þessu, enda eru þeir fyrir nokkru byrjaðir að spá í þessa hluti. Spurning hvað verður með argentínumenn, mexíkóa, spánverja og ungverja sem keyptir eru til Liverpool (og annarra félaga) 15-16 ára gamlir. Teljast þeir, líkt og Kewell, uppaldir hjá félaginu? Ef svo er þá færast kaupin bara neðar.
    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  24. Nei, ég er engan veginn sammála Ívar Örn (og reyndar fleiri hérna inni). Ég held að þessi steypa sem er að vella út úr Platini sé ekki þess eðlis að þessir sykurpabbar geti gert hvað sem þeir vilja. Það eina sem gerist er að það hækkar ennþá meira verðið á þessum topp klassa fótboltamönnum, því núna fylla menn stöðurnar sem eru available fyrir útlendinga, með eingöngu massívum stjörnum. Svo hækkar þessi verðmiði á Englendingum upp úr öllu valdi (ekki eins og hann sé nógu mikið út úr korti í dag). Þetta þýðir það að þessi lið sem eru ekki með sykurpabba og eru að berjast neðar í deildinni fara að fá enska leikmenn af minni gæðum því þeir geta ekki lengur gert betri og hagstæðari kaup á leikmönnum frá öðrum löndum.

  25. Ssteinn: þú ert kannski farinn að sjá þetta lengra, en það er útilokað að Platini sjái þetta svona því hann hefur verið að berjast fyrir auknum jöfnuði meðal klúbbanna í Evrópu. Minni klúbbarnir á Englandi eru akkúrat í þessari stöðu núna sem þú talar um, og því breytir þetta varla miklu fyrir þá eða hvað? Þeir eiga hvorteðer ekki möguleika á að berjast um leikmenn 10m+.
    Og gildir þessi regla líka í ensku deildinni? Ef ekki þá breytir þetta engu fyrir þá klúbba sem ekki komast í Evrópukeppni.

  26. “17.16 A player may be registered on List B if he is born on or after 1 January 1987 and has been eligible to play for the club concerned for any uninterrupted period of two years since his 15th birthday by the time he is registered with UEFA. Players aged 16 may be registered on List B if they have been registered with”
    Þetta er semsagt málið. Til að fá að vera á lista B og þar með vera kallaður inn með 24ra stunda fyrirvara þarf maður að vera ungur og síðan hafa verið hjá liðinu frá fimmtán ára aldri og spilað í tvö ár ótruflað fyrir skráningardaginn í keppninni. Það breytir ekki reglunni um þjóðernið.
    Arsenal sker sig verulega úr þegar kemur að nöfnum á B-listanum, þar eru margir alvöru leikmenn, enda er þetta afrakstur kaupstefnu Wenger síðustu 10 árin.
    Miðað við kaup Rafa síðustu ár er viðbúið að fleiri nöfn hjá okkur detti þarna inn, t.d. Insúa í janúar held ég og svo Babel, Nemeth og Plessis á næsta ári…..

  27. Tekið úr reglugerðinni fyrir meistaradeildina 2008:

    17.15 Each club is entitled to register an unlimited number of players on List B during the season. The list must be submitted by no later than 24.00 CET on the day before the match in question.
    17.16 A player may be registered on List B if he is born on or after 1 January 1987 and has been eligible to play for the club concerned for any uninterrupted period of two years since his 15th birthday by the time he is registered with UEFA. Players aged 16 may be registered on List B if they have been registered with the participating club for the previous two years without interruption.

    Í megindráttum þýðir þetta að á lista B mega vera allir þeir leikmenn sem eru fæddir á árinu 1987 eða síðar og hafa verið samfellt hjá klúbbnum í a.m.k. 2 ár. Fabregas er fæddur í maí 1987 og er því löglegur á listann. Varðandi manutd mennina, possebon og da silva bræður, að þá voru þeir skráðir til liðsins í janúar 2008 og hafa því aðeins verið í hálft ár hjá liðinu og mega ekki vera á B listanum, ekki frekar en pacheco, nemeth og önnur ungstirni hjá okkur.

    Ég sé ekkert að því að UEFA skipti þessu í A og B lista hjá sér eins og þeir gera, mér fyndist það fyrst óeðlilegt ef þeir færu að setja einhverja takmörkun á fjölda uppaldra kjúklinga sem mættu keppa fyrir liðin í meistaradeildinni.

Viðtal við Gerrard og taktískar pælingar

Fifa 08 neyðarástand