Derhúfuhlé

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að fyrsta “derhúfuhlé” vetrarins stendur nú yfir. Reyndar eru í fyrsta sinn svo ég muni flestir nokkuð sammála um að þetta komi á góðum tíma fyrir Liverpool þar sem lykilmenn eru í meiðslum og liðið hefur ekki verið að smella nógu sannfærandi saman. Liðið hefur reyndar ekki ennþá náð að tapa leik þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir og ég ætla rétt að vona að það breytist ekkert að þessu landsleikjahléi loknu. ALLS EKKI.

En svona þar sem þetta er oftast semi gúrkutíð ákvað ég að renna létt yfir það hvernig þetta hlé kemur niður á okkar mönnum:

Javier Mascherano – Spilaði 90 mínútur fyrir Argentínu í 1-1 jafntefli þeirra við Paraguay og vann sér það helst til frægðar í þeim leik að fá á sig mjög líklega ósanngjarnt gult spjald. Í sama leik fékk Carlos nokkur Tevez tvö gul spjöld og því mjög sanngjarnt rautt, annað rauða spjaldið hans í þremur leikjum.

Á morgun á Argentína svo útileik í Perú sem okkar maður tekur að öllum líkindum þátt í og má því ætla að hann verði nú ekki alveg upp á sitt allra besta um helgina, þó ég trúi ekki öðru en að hann verði samt í liðinu gegn United. Það er bara vonandi að ferðaþreyta geri það ekki að verkum að hann tapi kúlinu aftur gegn United. Þetta ferðalag er líklega mesti ókosturinn við landsleikjahléin að þessu sinni og ég er ekki frá því að JM ætti að sækja um skoskt ríkisfang…allavega eitthvað nær heldur en Argentína.

Daniel Agger – Danir gerðu 0-0 jafntefli við Ungverja í Búdapest um helgina þar sem Agger spilaði 90. mínútur í miðri vörn Dana. Ef allt er eðlilegt verður hann líka í byrjunarliði Dana sem mæta Potúgal á morgun í Lissabon. Líklega er Agger einn af fáum sem hefur gott af því að fá þetta landsleikjahlé þar sem hann fær þarna tvö öfluga leiki sem a.m.k. halda honum í smá leikformi meðan hann er ekki að fá sénsinn í miðri vörn Liverpool. Líklega er hann hugsaður á bekkinn gegn United og því ætti þetta landsleikjahlé Aggers ekki að koma of mikið niður á Liverpool. 

Pepe Reina og Xabi Alonso – Reina hélt uppi stuðinu allar 90 mín á varamannabekk Spánverja er þeir öttu kappi við Bosníumenn. Alonso leysti hinsvegar Fabregas af hólmi á 65. mínútu í leik sem Spánverjar unnu 1-0. Svipað verður líklega upp á teningnum á morgun þegar Spánverjar fá stórlið Armeníu í heimsókn og því má ætla að þetta derhúfuhlé hafi ekki mikil áhrif á það að Reina og Alonso verða á sínum stað hjá okkar mönnum gegn United.

Robbie Keane – Fyrirliði Íra spilaði allar 90. mínúturnar í 1-2 sigri á Georgíu, hann þótti bara nokkuð sprækur og lagði m.a. upp mark í leiknum. Á morgun eiga Írar svo útleik gegn Svartfjallalandi þar sem fyrirliðinn verður að öllum líkindum á sínum stað.

Martin Skrtel – Slóvakinn var í banastuði gegn Norður-Írum og kom sínum mönnum t.a.m. 1-0 yfir í leik sem vannst að lokum 2-1. Slóvaski skriðdrekinn spilaði að sjálfsögðu fullar 90 mín í hjartavarnarinnar og hefði að öllum líkindum alveg verið til í aðrar 90 eftir leik. Hans menn eiga svo útileik á morgun gegn Slóveníu, en fyrir þá sem það ekki vissu þá er Slóvakía og Slóvenía ekki sama landið. 

Babel og Kuyt – Holland tapaði um helgina æfingaleik gegn Áströlum, Babel spilaði 83 mín. og Kuyt kom inná á í seinni hálfleik. Eina merkilega við þennan leik sem ég veit um var að Harry nokkur Kewell setti eitt fyrir Ástrala í leiknum af vítapunktinum. Á morgun fara þeir félagar svo til Makedóníu sem virðist byrja á tveimur heimaleikjum, en eins og flestir vita þá eru þessar þjóðir með okkur íslendingum í riðli. Líklega má ætla að hvorugur þeirra spili fullar 90 mín og eitthvað segir mér að þeir verði báðir í byrjunarliðinu gegn United. 

Yossi Bennayoun – Ísraelinn knái var fyrirliði sinna manna og markaskorari í 2-2 jafnteflisleik við Sviss á miðvikudaginn. Degen var ekki í hópi Svisslendinga. Á morgun eiga ísraelar svo útileik í Moldavíu þar sem Yossi verður líklega potturinn og pannan í leik sinna manna allar 90 mín.

Sami Hyypia (og í fyrra)- Finnar eiga afar erfiðan heimaleik á morgun gegn Þjóðverjum og skv. öllum helstu veðbönkum verður okkar maður á sínum stað í vörninni þegar að því kemur.

Andriy Voronin – Besti knattspyrnumaður evrópu spilaði 58. mínútur fyrir Úkraínu í tæpum 1-0 sigri gegn Hvít – Rússum, en svona í alvöru, hverjum er ekki sama? Nei ég verð nú að klára þetta með Voronin, en hans menn eiga ákaflega erfiðan útileik gegn engum öðrum en mínum mönnum í Kazakhstan á morgun.

 

Svona lítur þetta út í fljótu bragði og ég get ekki sagt að við séum að koma of illa út úr þessu landsleikjahléi, ferðalagið hjá Mascherano er kannski full mikið en það er auðvitað viðbúið þegar keyptar eru S-Amerískar stjörnur.

Næsti leikur er allavega sigurleikur gegn United og ég efa það stórlega að þeir komi eitthvað betur hvíldir til leiks.

 

15 Comments

  1. Finnst svolítið merkilegt hvernig mönnum tekst alltaf að láta það líta þannig út að landsleikjahléin komi illa út fyrir Liverpool, ef Liverpool er að spila vel þá skemmir þetta rithmann en ef Liverpool er ekki að spila vel þá finnst mönnum svo erfitt að fara í svona langt hlé án þess að fá að bæta fyrir það.

    Það er því ágætistilbreyting að í þetta skiptið eru ekki allir púllarar (og ég með talinn) sótbölvandi yfir þessu landsleikjahléi.

  2. Skil hvað þú ert að fara Þröstur en er ekki típískt að röfla yfir þessu akkurat þegar við sjáum þetta sem jákvæðan hlut? 🙂
    Þar fyrir utan er ég nú ennþá á því að þessi landsleikjahlé eru óþolandi þegar liðið hefur verið á góðu run-i

  3. Mér er eiginlega slétt sama hvernig liðið er að spila þegar svona hlé kemur, ég hef ekki þolinmæði í að bíða svona lengi eftir næsta leik 😀 Þetta kemur sér vel fyrir okkur núna því að við höfum lykilmenn meidda en það er sama, ég er nett þreittur á að bíða eftir næsta leik í 2vikur þegar tímabilið er rétt svo hafið 😀

  4. Ég heyrði að Casillas hefði spilað leikinn við Bosníu með númerið 12 en ekki 1 út af einhverjum djók hjá Reina í gæjanum sem sá um leikskýrsluna 🙂

  5. En er ekki Mascher í banni í leiknum á morgun vegna uppsafnaðra gulra spjalda ?

    Heyrði því a.m.k. fleygt eftir leikinn.

  6. Þessi landsleikjahlé eru alltaf vandamál, sérstaklega fyrir lið á “góðu runni” einsog Babu segir. En þetta vinnur með okkur í þetta sinn, torres-gerrard=tannlausum.

    Ein spurning: hvaðan er orðið “derhúfuhlé” komið? 🙂

  7. derhúfuhlé eru einfaldlega leiðinleg og líða ógeðslega hægt. er að verða gráhærður á þessu þótt ungur sé. en takk fyrir pistilinn babu.

  8. annars byrjaði, að ég hygg, þetta derhúfutal eftir pistil minn um Fernando Torres á sínum tíma. Sjá hér.

  9. Ég bara fattaði það ekki en Lucas var því miður í byrjunarliði Brassa í nótt, en þetta var fyrsti byrjunarliðsleikurinn hans (Baptista kom inná í seinni fyrir hann).
    Mascherano var líklega í banni eins og Alli benti á og svo spilaði Dossena allann leikinn fyrir ítali gegn Moldavíu.

  10. Nei ekkert sérstaklega þegar leikurinn er á miðvikudagskvöldi (nótt) og við eigum United snemma á laugardegi.

    Mér gæti ekki verið meira sama um gengi Brassa í sinni undankeppni, þeir verða í S- Afríku hvort sem er. Ekki að ég sé ekki sáttur við Lucas og að hann sé að komast í landsliðið…..en þetta eru engar rosa gleðifréttir fyrir okkur akkurat núna.

  11. Þetta gerir ekkert nema auka sjálfstraustið hjá Lucasi, sem gerir hann vonandi að betri leikmanni sem lætur hann pressa meira á sæti í byrjunarliðinu. Ekkert nema jákvætt. Ekki miklar líkur á því að hann byrji leikinn gegn United hvort sem er…

Fifa 08 neyðarástand

Coach Carra?