Liðin sem við getum mætt í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Á morgun verður dregið hvaða lið mætast í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Liðin sem við getum mætt eru eftirfarandi:

Atletico Madrid (Spain)
FC Sheriff (Moldova) or Sparta Prague (Czech Republic)
Drogheda United (Ireland) or Dynamo Kiev (Ukraine)
Levski Sofia (Bulgaria)
Slavia Prague (Czech Republic)
Galatasaray (Turkey)
Inter Baki (Azerbaijan) or FK Partizan (Serbia)
Vitoria SC (Portugal)
NK Domzale (Slovenia) or Dinamo Zagreb (Croatia)
Beitar Jerusalem (Israel) or Wisla Krakow (Poland)
Standard Liege (Belgium)
FC Twente (Netherlands)
Tampere United (Finland) or Artmedia Petrzalka (Slovakia)
Aalborg (Denmark) or FC Modrica (Bosnia)
SK Brann (Norway) or FK Ventspils (Latvia)
Anorthosis Famagusta (Cyprus) or Rapid Vienna (Austria)

Ég feitletraði það lið sem við munum mæta 🙂 og þá mun ég skella mér á völlinn í Álaborg.

14 Comments

  1. Ég mæti með þér á völlinn, þó eitthvað segir mér að það verði basl að fá miða.

    En hvernig fara annars Atletico Madrid og Galatasaray að því að vera ekki í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn á morgun? Það kæmi mér einhvern veginn alveg voðalega lítið á óvart ef við lentum á móti Atletico, það yrði heldur betur erfið viðureign.

  2. Mér er nokkuð sama um mótherjann meðan það er ekki Madríd eða Gala. Vill ekki hætta á að mæta þessum liðum á þessu stigi málsins.

    Langar líka smá að fá A. Madríd inn í CL.

    En ég held að þeir sú í neðri flokki þar sem þeir eru síðasta liðið inn frá Spáni og eiga litla sögu í þessari keppni (a.m.k undanfarin ár)

  3. Af hverju eru menn hræddir við einhver lið. Það segir sig sjálft að Liverpool er ekki nógu sterkt lið til að vinna CL ef það kemst ekki í CL. Einnig lítur það út að þið treystið Benites og leikmönnum LFC til að komast áfram sama hvaða lið við fáum.

  4. Ég er alltaf skíthræddur við þessa leiki í 3.umferð CL. Ástæðan er annars vegar að mér finnst liðið ekki alltaf koma nógu vel undan sumri og hinsvegar að allt getur gerst í fótbolta! Það er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að liðið spili illa einn leik og þá getum við lent í vondum málum. Þann möguleika hræðist ég í ágúst á hverju ári.

  5. er að flytja til UK … veit einhver hvernig er best að redda sér miðum á Anfield og á útileiki?

  6. Hef farið á leik hjá AaB og þeir eru alveg með fínasta völl og stemningu. Verð kannski meira að segja í Álaborg umkring seinni leikinn í þessari undankeppni svo ef allt fer á besta veg þá er aldrei að vita en að maður skelli sér í fyrsta sinn á Liverpool leik.

  7. Jón Björn
    Af hverju eru menn hræddir við einhver lið. Það segir sig sjálft að Liverpool er ekki nógu sterkt lið til að vinna CL ef það kemst ekki í CL.

    Svosem górður og gildur punktur þannig séð, en á þersum árstíma er Liverpool ennþá hálfpartinn á fullu í undirbúningstímabilinu og því veit maður ekki 100% í hvernig standi liðið er fyrir en eftir þessa leiki og vill því ekki að liðið sem á mjög vel raunhæfa möguleika á því að slá okkur úr keppni lendi geng Liverpool. Það er raunin með liðið sem lendir í fjórða sæti á Spáni, á góðum degi getur A. Madríd vel slegið okkur úr keppni. Það vill maður auðvitað alls ekki og eins vil ég nú bara einfaldlega sjá A.Madríd komast einhvað áfram í þessari keppni, þó auðvitað ekki á kostnað Liverpool.

Hvað mun gerast?

Standard Liege!