Miðar á Liverpool – Inter

Ég fékk símtal í dag þar sem mér var tjáð að til væru 8 miðar á góðum stað á leik Liverpool og Inter sem fram fer nk. þriðjudag á Anfield. Ég ákvað að henda inn færslu hérna inn ef það væru einhverjir þarna úti sem hefðu áhuga á þessu og vil ég biðja þá um að senda mér e-mail sem allra fyrst á ssteinn@liverpool.is. Eins og gefur að skilja þá eru þeir ekki í ódýrari kantinum eða 250 pund stykkið, en þeir eru ábyggilegir. Fyrstir koma fyrstir fá.

42 Comments

  1. eins gott að þessi síða fái 100 pund í umboðslaun, hvert fer það smjör annars?

  2. Þetta er ósköp einfalt: Ef þið hafið ekki áhuga á miðunum, þá geta menn alveg sleppt því að kommenta við þessar færslur í stað þess að vera alltaf með einhverjar pillur um að þetta sé svona dýrt.

    Og nei, við fáum engin laun fyrir þetta – við teljum að þessar tilkynningar um lausa miða séu frábær þjónusta við fólk sem hefur áhuga á að fara á þessa leiki.

    Já, og by the way – ég hef einu sinni reynt að redda mér miðum á leik í 16 liða úrslit í CL og þurfti að borga 250 pund fyrir að sjá Liverpool tapa fyrir Benfica. Face value á miðunum er væntanlega eitthvað um 40 pund – þó ég sé ekki með það á hreinu.

  3. Keypti miða á leikinn fyrir 38þús Íslenskar, þetta er bara á fínu verði miðað við svarta markaðinn í Liverpool!

    Flott hjá ykkur strákar að vera að bjóða öðrum miða á leikinn gegnum ykkar “contacts”!

    Takk fyrir flotta síðu!

    Kv,
    Hálfdán

  4. Ég borgaði eitt sinn fyrir mörgum árum, meðan krónan var gjaldmiðill meðal miðla, 25000 krónur fyrir miða á 1-3 tap okkar manna gegn Man Utd… Minnir að miðinn hafi verið á 20 eða 30 pund (á miðann nú einhversstaðar… Fyrsta og eftirminnilegasta ferðin af þremur sem ég ég hef farið)… svo þetta er ekkert nýtt vinir mínir og enginn ástæða til að bregðast brugðnir við..
    En með geðheilsu þessarar síðu í huga; þá bið ég aðstandendur hennar að taka gagnrýni einsog menn, án eilífra afsakana, og átta sig á því að þegar hundruðir manna koma saman, flestir hverjir jafn heittrúaðir og þið, þá verður einfaldlega endalaust hægt að setja út á skrif ykkar!!! Ég bið ykkur því allra bæna að hætta jafn barnalegu þrasi og hefur verið hér síðustu daga og viðurkenna þegar þið hafið girt stuttbuxurnar of hátt!!!
    Við vitum allir hvernig spjallborðið var orðið á liverpool.is… Brennt barn forðast eldinn…

  5. Björn, þessi síða fær engin umboðslaun. SSteinn er með góð sambönd ytra og nýtir þær til að bjóða lesendum síðunnar miða, jafnvel áður en þeir eru auglýstir annars staðar.

    Miði á Anfield í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar kostar einfaldlega þetta mikið í dag. Hér er enginn að okra á neinum, heldur er eftirspurn að keyra miðaverð upp úr öllu valdi. En það er algjör óþarfi að koma hér inn og kvarta við okkur yfir miðaverði. Við erum ekki að okra á neinum.

  6. Ætlaði einmitt að hrósa ykkur fyrir að koma með auglýsingar um lausa miða hér á þessa síðu þar sem er hér er fólk sem á skilið að fá þessa miða.

    Þetta verð verður að teljast sanngjarnt miðað við hvað maður er að heyra hvað miðar eru að fara á þegar um stóra leiki er að ræða á anfield. Ef ég væri ekki fátækur námsmaður mundi ég skella mér. Endilega að halda þessu áfram SSteinn verulega vel þegið. Þið hinir sem eruð að kvarta þá býð ég ykkur góðrar skemmtunar að reyna að redda miða á leikinn á hagstæðara verði.

  7. Frh… v/ nr.7
    Réttast að nefna það líka að margar þær ásakanir sem haldið er uppi gegn umsjónarmönnum síðunnar eru hreint út sagt fáránlegar, sbr. það sem haldið hefur verið fram í ummælum við þessa færslu… Hélt sjálfur að menn væru að spauga!!

    Vil annars þakka fyrir fyrirtaks síðu…
    Þórólfur

  8. Borgaði töluvert hærri upphæð fyrir miða á Liverpool-Barcelona og fannst það hverrar krónu virði. Endilega halda þessu áfram SSteinn, þetta er flott þjónusta.

  9. Já, sælir félagar. Sitt sýnist hverjum í þessu auðvitað. Málið er engu að síður það að í dag er hrikalega erfitt að ná um miða á Anfield, svo ekki sé talað um Evrópuleikina þar. Ég ætla ekki að reyna að vera með neinn blekkingarleik hérna, því það er alveg pottþétt að það er einhver aðili sem græðir á þessu öllu saman. Ég get þó fullvissað menn um það að ég fæ ekki eina einustu krónu (né pund) fyrir miðareddingar, og hef aldrei nokkurn tíman gert. Vildi bara að það væri algjörlega á hreinu, þó svo að ég hafi jaft milligöngu um miða í fjölda ára.

    Fyrir mér er mikilvægast að vita hvaðan miðarnir koma og að þeir séu pottþéttir. Ég veit að fyrirtækið sem ég er mest í sambandi við er að leggja á miðana. Ég veit þó líka að þeir eru ekki að kaupa þá á þessu “face value” þó svo að það standi á miðunum sem slíkum. Þetta fyrirtæki t.d. kaupir miðana beint af félaginu á lágmarki helmingi meira en stendur á þeim, þeir gera þetta og á móti þá skuldbinda þeir sig við að kaupa ákveðinn fjölda á alla heimaleiki liðsins, sama hver mótherjinn er. Þetta fyrirtæki er jafnframt með eitt box á vellinum sem það borgar fyrir og þeir þurfa auðvitað sitt út úr þessu öllu, sem og að gera ráð fyrir kostnaði sem fellur til ef ekki næst að selja alla miðana eða sjálft boxið.

    En í rauninni er engrar réttlætingar þörf í þessu máli. Mönnum er að sjálfsögðu algjörlega í sjálfsvald sett hvort þeir hafa áhuga á að kaupa miðana eða ekki, þessu er ekki þröngvað upp á nokkurn mann. Miðarnir á svona stóra Evrópuleiki eru að fara á fáránlegar fjárhæðir og svo í þokkabót geta menn ekki verið öruggir með að fá miða, og stundum eru þeir falsaðir.

    Ég setti þessa færslu inn svona til að bjóða mönnum þetta, en ég veit að fyrirvarinn er stuttur til að klára dæmið hjá þeim sem áhuga hafa. Tveir miðar eru þegar staðfest seldir, og 4 aðrir eru búnir að senda inn fyrirspurn en hafa ekki staðfest. Það eru því alveg pottþétt 2 eftir af þessum 8 miðum eftir og gætu verið fleiri (þessir tveir fyrstu voru fljótir að útvega sér ódýrt flug út). Ég vil því biðja þessa aðila sem voru búnir að senda inn fyrirspurn um að haska sér örlítið, og aðra áhugasama endilega um að senda mér mail. Ég fæ miðana væntanlega í hendurnar í dag, og held svo sjálfur út til Liverpool á föstudagsmorguninn og hefði helst viljað vera búinn að klára málið þá.

    En það er á tæru að ég mun halda áfram að gefa lesendum síðunnar kost á miðum sem mér áskotnast á leiki liðsins.

  10. Góðan og blessaðan daginn!
    Það er algerlega frábær þjónusta að setja það hér inn að það séu 8 miðar fáanlegir á þennan stórleik. Ssteinn gat einfladlega boðið vinum og kunningjum miðana til sölu án þess að við lesendur þessarar síðu hefðum verið nokkru vísari.
    Varðandi fyrstu 4 kommentin hér um verð miðanna þá lít ég ekki á það sem gagnrýni á stjórnendur þessarar síðu, heldur eru menn einfaldlega að koma fram með sína skoðun á verði miðanna. Við verðum öll að viðurkenna að 33.000 kall fyrir miða á einn knattspyrnuleik er dýrt, en ég held að enginn hafi verið að halda því fram að Ssteinn né nokkur annar af stjórnendum þessarar síðu sé að reyna að okra á okkur lesendum, jafnvel kommentið um að það sé “eins gott að þessi síða fái 100 pund í umboðslaun”
    Ég held að við gerum okkur öll grein fyrir því að framboð og eftirspurn ræður verði miðanna, en þetta ER DÝRT, þó svo þetta sé gangverð. Það dýrt að ég gæti enganveginn réttlætt það fyrir sjálfum mér hvað þá konunni að kaupa miða á þessu verði, hvað sem síðar verður.
    Við stjórnendur þessarar síðu vil ég bara segja: Haldið áfram því frábæra starfi sem þið hafið innt af hendi hingað til og ef þið komist aftur yfir miða á leiki með Liverpool, hversu “dýrir” sem þeir kunna að vera, endilega setjið það hér inn því ég hef trú á að margir munu vera ykkur þakklátir þar sem fæstir okkar lesenda hafa möguleika á að redda þessu sjálfir.
    kveðja
    Ninni

  11. Þakka hlý orð þið sem mælt hafið.

    Ninni: Ég sagði líka í upphaflegu færslunni: “þá eru þeir ekki í ódýrari kantinum..:” 🙂 Þannig að ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta er MJÖG dýrt. Það er svo undir hverjum og einum komið hvort þeir telji þetta vera á verði sem þeir ráði við. Við erum greinilega alveg sammála um þetta.

  12. Já, bíðið þið bara eftir því hvað miðaverð á Clapton verður hérna heima í sumar. Þá fer þetta nú að sjást í öðru samhengi. Þar munu svartamarkaðsmiðar ná upp í 20-25þús kallinn, og gef ég mér þar að face value verði 10-15.000.

    Miðar á svona leiki eins og Liverpool-Inter voru að fara á 200 pund fyrir 10 árum. Svona er þetta bara og tek ég undir með þeim sem segja að öryggið skiptir öllu máli.

    Svo er bara vonandi að maður fái það sem maður borgar fyrir, 3-0. 🙂

  13. Þess má geta að ef þú átt svona miða þá er hægt að selja hann á 100 þúsund fyrir utan leikvanginn á leikdegi.

  14. Þetta er einfaldlega þjónusta sem að ekki allir myndu bjóða, að ég held. Þetta er ekkert nema frábær þjónustu og vona ég að menn taki eftir því, þessir miðar gætu þess vegna verið í byðstöðu og bara bíða eftir að það væri spurt eftir þeim. En núna er þeim hennt hérna inn til þess að láta þá sjást og bjóða mönnum þá, þetta er frábært 😉

  15. Sorrý Ásgeir, ég deili ekki þessum skoðunum með þér og Paul Tomkins. Samanburður við aðra þjálfara kemur mönnum aðeins svo langt. Nær er að velta fyrir sér leikstíl og stemningu í kringum liðið. Bill Shankly tók við Liverpool í mun slakari ásigkomulagi en Benitez. Það sem hann gerði var að rífa upp jákvæðnina og sigurviljann.

    Nú tala ég fyrir sjálfan mig þegar ég segi, Rafa hefur fallið í gryfju neikvæðni með því að lýsa klúbbnum, ástandi og samanburði við önnur lið. Leikstíllinn gerir meira út á varkárni heldur en sigurvilja, “They don´t play to win”, sagði einn þjálfari um helgina þegar hann var spurður af hverju Liverpool gengi svona illa að skora gegn Chelsea.

    Þess vegna er ég sammála Jaimie Redknapp en hinsvegar skal ég alveg fyrstur byggja mér gosbrunn til að stökkva útí ef Benitez leiðir liðið til Englandsmeistaratitils. Spurningin er bara hversu lengi haldið þið að það taki?

  16. Til að fyrirbyggja öll leiðindi þá er ég ekki sammála Jaimie varðandi “rotation” í þeim skilningi að aðrir róteri ekki jafn mikið og Benitez. Það má vel vera.

    Hins vegar set ég spurningarmerki við HVERNIG hann róterar og skiptir. Kannski er hann bara ekki nógu klár í því?

  17. Palli froðukall klikkar ekki 😉

    Er þessi gaur virkilega í vinnu hjá Liverpool við að skrifa þetta bull sitt? Ekki nema von að klúbburinn er í vanda.

  18. Sammála Daða með þennan pistil hjá Tomkins. Ég þoli ekki að það þarf alltaf að minnast á að það tók Ferguson X ár að vinna titil og blabla, þoli heldur ekki eins og Tomkins geri þarna að minnast á að Chelsea borgaði X mikið fyrir einhverja leikmenn. Ég er eiginlega bara þreyttur á svona afsökunum.

    Tomkins er sérfræðingur í að finna afsakanir fyrir slæmu gengi Liverpool, og hefur mjög oft gert það vel og opnað augu mín fyrir ýmsu. Hann er einn af mínum uppáhalds pennum hvað Liverpool varðar en ég varð eiginlega bara pirraður af því að lesa þetta.

    Kannski tengist gengi liðsins því, og staðan í dag reyndar 🙂 Hættum þessum afsökunum, höfum pung í að viðurkenna að við erum ekki með jafn gott lið og Arsenal, Chelsea og Man U, og byrjum að vinna, svo ég taki undir með fyrirliða vor með það 🙂

  19. Fyrir mig varða ekki þessi samanburður á knattspyrnustjórum sem blés mér bjartsýni í brjóst heldur var það umræðan um sálfræðilegu hindranirnar (psychological barrieers). Við þurfum að stíga upp úr drullunni og endurheimta sjálfstraustið.

    Hef fulla trú á að við verðum í Meistaradeildarforminu okkar á móti Inter og við sláum þá út! Ég trúi að við getum farið alla leið í Meistaradeildinni og þá erum við LFC kominn með e-ð til að byggja á. Klúbburinn hefur aldrei verið svona mikilli krýsu síðan Benitez kom og hann þarf nýjan kraft (sem kemur vonandi með góðum árangri í Meistaradeildinni). Ef við dettum út á móti Inter eru dagar Benitez sennilega taldir.

    Gleymum því ekki að við eigum möguleika á tveim titlum og og top 4 finish. Vona að sigurviljinn komi með Meistardeildinni.

    Benitez verður út þetta season, nú er kominn tími á að styðja liðið sitt í þeirri vegferð sem er framundan og tryggja okkur Meistaradeildartitilinn sem Ferguson, Wenger og rússneski auðkýfingurinn þrá svo heitt.

    GO ON YOU REDS

  20. Nei…ekki ætla ég SSteini að vera að græða. Maðurinn virkar bara ekki þannig týpa. Flott að einhver hafi sambönd þarna úti. Ég þekki einn sem er í Man U klúbbnum hér heima og hann segir mér að klúbburinn hér heima
    eigi 50 ársmiða á Old Trafford. Þannig að þeir geta verið með nítján 50 mann ferðir á leiki allt seasonið. Getur L´pool klúbburinn okkar ekki fengið svona. Allavega þegar nýr völlur rís að við fáum svona pakka. 50 kvikindi pr leik takk.

  21. Góðan daginn, snilld að það séu að koma einhverjir Íslendingar hingað um helgina, ég fer á leikinn á móti Barnsley á Laugardaginn og er búin að fara á alla heimaleiki Liverpool síðan Luton, þetta er búið að vera alger snilld. Við fórum 3 hingað út í byrjun Janúar og ætlum að vera hérna út tímabilið. Það var mjög skemtilegt hérna í kringum Sunderland leikinn því þá voru hérna fjöldamargir Íslendingar og skemmtum við okkur konunglega á leiknum og svo var nóttin ekki síður skemtileg. Því myður erum við ekki komin með miða á Inter leikinn en ég held að það reddist svo sem alveg fyrir rest. En þetta er frábært tækifæri fyrir alla að ná sér í þessa miða, og ef þið viljið kaupa þessa miða og sleppa við hótel vesen þá meigiði alveg koma með vindsæng og gista á gólfinu hjá okkur. Við erum bara hérna í skemmtiferð og erum ekkert að vinna eða neitt, bíðum bara eftir næsta Liverpool leik, og gerum ekki mikið þess á milli. Svo það yrði bara skemmtilegt að fá einhverja Íslendinga í heimsókn. Allavegana ef þið viljið getiði bara bjallað í mig í síma: 00447518388522, eða ef þetta virkar ekki 004407518388522. Ekki vera feymin við að hringja, og ekki láta þetta frábæra tækifæri á að sjá Liverpool-Inter á 30.000 kall aftra ykkur, ég fór í fyrra á Liverpool-PSV, leikur sem var unninn fyrirfram og Gerrard og Carra hvíldir og læti, borgaði fyrir það 35.000 kall fyrir miðan og varð ekki fyrir vonbrigðum…..

  22. Sæll Andri,

    Við sjáumst þá kannski á The Park fyrir Barnsley leikinn. Við bræður fljúgum út á föstudag og verðum komnir upp til Liverpool í kringum klukkan 18 þann dag. Væri gaman að koma á hittingi.

  23. Já SSteinn, það verður nátturulega farið á Park tímanlega á Laugardaginn, en ef þið bræður viljið taka einhvern léttan snúning á Föstudeginum getiði annahvort kíkt í heimsókn eða bjallað í okkur bara. Við búum á Waterloo Warehouse sem er þarna ekki langt frá Radison sas hótelinu, íbúð 71.

  24. Ok, líst vel á. Við bræður verðum í íbúð í Beetham tower sem er samfastur Radisson SAS hótelinu. Við ættum bara að stefna á smá hitting á barnum á SAS á föstudagskvöldinu, aðeins að hefja upphitun fyrir laugardaginn. Þið eruð sem sagt hinum megin við Toy’s R Us?

  25. Já, við erum hinum meginn við Toys r us. Heirðu já, við rúllum þá uppeftir á Föstudags-kvöldinu einhverntímann kannski um 9-10 leitið eitthvað svoleiðis?

  26. Það verður gaman að hitta aðra Íslendinga þarna úti (bróðir SSteins hér).

    Þetta er jónfrúarferðin mín og held ég að það sé málið að taka hana með stæl, þýðir ekkert annað.

  27. Ég var í The Kop á Liverpool-Sunderland í mínum jómfrúarleik. Það var snilld en ég er samt hræddur um að þegar ég fer næst og verð væntanlega ekki í The Kop þá verði ég fyrir vonbrigðum, þvílík var stemmingin. Tala nú ekki um mótmælin sem voru eftir leikinn, ég var með gæsahúð í viku. Þetta er svona eins og að missa sveindóminn með Jessicu Alba og þurfa svo að giftast Hallgerði bóndadóttur úr Húnavatnssýslunni, svona í þyngri kantinum en góður kokkur, ásættanleg.. en maður gleymir ekki Jessicu. Skiljiði mig?

  28. “Þetta er svona eins og að missa sveindóminn með Jessicu Alba og þurfa svo að giftast Hallgerði bóndadóttur úr Húnavatnssýslunni, svona í þyngri kantinum en góður kokkur, ásættanleg.. en maður gleymir ekki Jessicu. Skiljiði mig?”
    ) Instant klassíker !

  29. hahahahah, skil þig, maður prófar þetta 😉 Skal með glöðu geði lýsa tilfinningunni eftir þetta fyrir ykkur, mun líklega ekki nota sömu orð og ÓliB 😉

  30. Maður hefði nú kannski stokkið á þessa ferð en ferðalag til afríku kemur í veg fyrir það, en það er ekkert sem heitir að maður verður að fara að drullast á leik fyrr en seinna og mun ég hafa samband Steini þegar þar að kemur 😉

  31. Biðst afsökunar ef ummæli mín voru of beinskeitt, en verðið þykir mér hátt og er að reyna að kaupa mér miða sjálfur ódýrar, læt vita ef það gengur. Svo náttla skipta sætin máli þegar metið er hvort verðið er sanngjarnt.

    Hef ekki farið á 16 liða úrslit en af reynslu get ég fengið miða á deildarleiki á um 65-85 pund þegar íslenskar ferðaskrifstofur bjóða þá tvöfalt dýrari. Og ég skil ekki alveg af hverju ég á að borga fjórum sinnum meira á 16 liða úrslit miðað við deildarleik, finnst mönnum það þess virði?

    Allavega, góð þjónusta SSteinn, sakar aldrei að bjóða miða.

  32. Nei, og ég verð mjög glaður fyrir þína hönd Björn ef þér tekst þetta, ekki spurning. Ég er þó ákaflega vonlítill með það ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta verð sem þú talar um á deildarleiki, þá hef ég nú ekki trú á (án þess þó að vita um þín tilvik) að um stórleiki sé að ræða. Stórleikir í sjálfri deildinni eru nú yfirleitt ekkert mikið ódýrari en CL leikirnir.

    Þegar hingað er komið í CL er eftirspurning hreinlega orðin alveg hrikaleg. Reyndar eru þessir miðar sem ég er með, sérlega góðir. Var að fá þá í hendur áðan, og þeir eru í 6 röð í Lower Centenary nær The Kop. Gerast ekki mikið betri miðar sé tekið mið af bæði útsýni og stemmningunni.

    En eins og áður sagði, þá er það bara flott ef þér tekst þetta Björn. Miðarnir hjá mér flugu hreinlega út strax, en því miður þá hef hætti einn við og því eru tveir miðar ennþá lausir ef einhver er áhugasamur um þá.

  33. 65 punda miðar voru á Everton leik.

    Annars er ég farinn að skilja af hverju Rafa einblínir svona á meistaradeildina og ,,gefur frat í úrvalsdeild”, ef stuðningsmenn vilja borga svona álag fyrir 16 liða úrslit er þetta ekki þá það sem stuðningsmenn vilja? Allavega meirihluti þeirra, þó held ég að þeir í Kop séu líklega á annarri skoðun.

    En ég er sammála, þessi sæti sem þú hefur virðast á úrvalsstað.

  34. Björn, ert þú með símanúmerið hjá Rick Parry?

    Ef þér tekst þetta reglulega þá ert þú kominn í feitann bissness maður. 🙂

  35. Nei, their eru ekki allir bunir, that haettu vid sidustu sem attu mida hja mer. Ef thu ert ad spa i thessu, hringdu tha i mig thvi eg vil frekar lata tha i hendur islendinga en einhverra sem madur thekkir ekki. Siminn hja mer er 8588302

Ekki bara vítabani

Góðar meiðslafréttir