Ekki bara vítabani

Já, mitt í allri bölsýn Liverpool manna þá er rétt að draga fram jákvæðan punkt. Pepe Reina. Hann er ekki bara stórkostlegur vítabani, heldur er hann sannkallaður metabani líka. Núna hefur hann slegið eitt flottasta met Ray Clemence sem er að halda hreinu í 50 leikjum á sem skemmstum tíma. Pepe Reina er snillingur.

Sjálfur talar hann um að ná öðrum 50 “clean sheets” sem er ákaflega jákvætt, því eins og staðan er í dag þá myndi ég ekki skipta á honum og nokkrum markverði í heiminum, ekki nokkrum einasta.

Lucas greinir jafnframt frá því í dag að hann hafi meðal annars hafnað Inter Milano til að koma til Liverpool. Ég hef tröllatrú á þessum strák.

Fyrirliðinn okkar er svo búinn að finna út hvað þarf að gera til að koma hlutunum í rétt horf: “We need to start winning” 🙂

18 Comments

 1. Reyna er klárlega besti markvörðurinn í deildinni og verður vonandi hjá okkur um komandi ár.
  Mjög djúp speki hjá Gerard, gott að hann er búinn að átta sig á vandamálinu.
  Lucas er framtíðarmaður hjá okkur og mér sýnist allt stefna í það að alonso hverfi fljótlega á braut.
  Önnur mál: Sá stórann hluta af leiknum í gær þar sá ég fyrrverandi poolara spila vel skil ekki hvað Aurilio hefur t.d fram yfir hann.
  Bestu kveðjur

 2. Gerrard hefði virkilega mátt frétta fyrir tímabilið!!

  En varðandi Reina þá er þetta ágætis sönnun á því að Rafa hefur verið að gera góða hluti í varnarleiknum þrátt fyrir að hafa lent í þónokkrum meiðslavandræðum, því held ég ennþá að það þurfi ekkert svo gríðarlega mikið uppá liðið til að hressa upp á sóknarleikinn. T.d. gætum við sparað heilmikið í leikmannakaupum með því að blóðga mikið meira leikmenn eins og Babel og Lucas og leyfa þeim að dafna í liðinu….í réttum stöðum, ásamt því að ég hef trú á að það sé ekki mjög langt í að það fari að skila sér í liðið ungir leikmenn sem keyptir hafa verið (í stórum stíl) á valdatíma Rafa.

  En Rafa er strax farinn að lappa upp á sóknarleikinn……það gerði hann með því að selja Sissoko, svo útlitið batnaði strax við það 😉

 3. Magnaður árangur hjá Reina, miðað við í rauninni hversu stuttan tíma hann hefur verið hjá félaginu. Skál, fyrir honum.

 4. Reina er frábær markvörður og á möguleika að verða sá besti í sögu Liverpool, frábær ákvörðun hjá Benitez að kaupa þennan strák. Var sko ekki sannfærður þegar hann kom á Anfield. Að mínu viti sá besti í ensku deildinni eftir að Cech hefur sýnt brotmerki reglulega í vetur.
  Gerrard auðvitað bara að brýna menn eins og fyrirliði á að gera! Sammála Babu varðandi Lucas og Babel, sem verða framtíðarsnillingar, er alveg sannfærður um það. En þeir þurfa auðvitað tíma, eins og Ferguson hefur gert með Ronaldo og gerir núna með Nani og Anderson.
  Svo varðandi Warnock. Hann var seldur í fyrra og ég ekki sáttur. Hef séð nokkra leiki í vetur með honum og tel hann alls ekki svar við okkar vanda. Þurfum að losa okkur við Aurelio og að mínu mati Riise, en ekki spila með leikmenn eins og Warnock. Það mun því miður ekki bæta okkar leik, hann er slakur varnarlega og mistækur sóknarlega.

 5. Reina er frábær og að mínu mati bestu kaup Benitez. Ég vona að hann verði hjá okkur og í sama forminu í mörg ár.

 6. Lucas hefur moguleika á ad verda frábaer midjumadur, vonum bara ad hann nái ad verda baerilegur vinstri kantmadur fyrir Rafa…

 7. Gerrard hefur verið að lesa Fótboltafélagið Fal 🙂

  Það er gott 🙂

 8. Stórkostleg speki, verst að þeir fundu þetta ekki út í upphafi leiktíðar á Anfield, það væri búið að spara manni mörg skrifin hér og létta manni lundina. 🙂
  Reina er klárlega ein bestu kaup Benitez, frábær markmaður, ungur og á vonandi eftir að standa í markinu um ókomin ár.
  Hvort að framganga Lucas verði til þess að Alonso verði látinn fara veit ég ekki. Tel að Liverpool þurfi á þeim Alonso, Gerrard, Mascherano og Lucas að halda til nálgast toppliðin. Vil ekki afskrifa Alonso þó svo að hann hafi slakt tímabil í ár, myndi allavega vilja gefa honum eitt ár í viðbót. Einn hluti af slöku gengi Liverpool hefur verið að hann hefur ekki náð sér á strik og enginn hefur getað coverað hans framlag þ.e. að stjórna miðjunni og gefa hættulega langar sendingar.

 9. Spurning um ad Liverpool selji Gerrard og Alonso eftir thetta tímabil og kaupi Andrés Iniesta fyrir peninginn. Fródir menn segja einmitt ad Iniesta sé búinn ad vera betri sídustu 1-2 tímabil en Gerrard og sennilega einn besti midjumadur heims í dag.

 10. Gerrard áttar sig vonandi á þessu í byrjun næsta tímabils … og þá ættu öll vandamál að vera burt farin. En Reina … bara snillingur! Enda með hárgreiðslu að mínu skapi!

 11. HAAHA LOL já hann er ekkert smá sköllóttur.

  Doddi er líka sköllóttur.

 12. Sæll Gummi,

  Sex í kvöld? Ef svo er hittu mig í Horninu.

  Kv BJ.

 13. Reina er frábær markmaður og svo gjörsamlega vanmetinn af “sparkspekingum” að mikilli furðu sætir. Heyrði þann ágæta lýsanda Gumma Ben fara fögrum orðum um Cech um helgina en sá enga ástæðu til að minnast einu orði á Pepe Reina sem ég myndi ekki vilja skipta út fyrir nokkurn markmann!

 14. Pepé er frábær markvörður og allt það en kommon hvað þetta met er mikið djók, óþarfi að búa til endalaust af einhverjum svona “metum”. Að halda hreinu í flestum leikjum eða mínútur í röð eða að verja hæst hlutfall víta (sem þess vegna gæti verið okkar maður), það eru met. Að vera fyrstur að ná 50 hreinum netum er ómerkileg og villandi tölfræði.

Chelsea 0 – Liverpool 0

Miðar á Liverpool – Inter