Sættir við Pako?

Jæja, set þetta inn svona rétt áður en að byrjunarliðið gegn West Ham birtist.

En ég rakst á einu spjallborðinu á [vísun í þessa mynd](http://archive.propaganda-photo.com/Common/PhotoDetailPage.aspx?msa=0&pid=13882620&slid=e24f839d-fad9-410b-834d-ab7f29ecf737&slididx=40&lid=0&rstid=ea8df712-b86d-431c-b3a4-72b6f6c882fa&aid=1), sem var tekin á unlingaliðsleik Liverpool í gær. Eftir því sem ég best veit, þá hefur Pako ekki mætt á neina Liverpool leiki eftir að hann hætti hjá Liverpool í haust.

Það er spurning hvort framundan séu einhverjar sættir á milli Rafa og Pako eða hvort að Pako hafi bara leiðst. Ég persónulega hef oft þrætt gegn því að Pako hafi verið einhver snilldar heili á bakvið ágætt gengi Liverpool, en það er þó alveg ljóst að fráhvarf nánasta aðstoðarmanns Rafa hlýtur hreinlega að hafa haft áhrif á hann. Það verður spennandi að sjá hvort þetta rati inní einhverja fjölmiðla á næstu dögum.

Já, og vinur minn Dirk Kuyt ætlar víst að [snúa Liverpool ferli sínum á rétta braut í kvöld](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=dirk-kuyt-tonight-could-be-the-turning-point-for-me%26method=full%26objectid=20413093%26siteid=50061-name_page.html) gegn West Ham. Ég mun skrifa leikskýrslu fyrir þann leik, þannig að það væri mjög hressandi ef hann myndi fá mig til að efast um fyrri yfirlýsingar um getuleysi hollenska glókollsins.

3 Comments

  1. The Liverpool team in full: Reina, Finnan, Aurelio, Carragher, Hyypia, Gerrard, Alonso, Benayoun, Kewell, Torres, Kuyt. Subs: Itandje, Skrtel, Lucas, Babel, Crouch.

    Enginn Riise í hópnum, sem er gott, en því miður er Kuyt í byrjunarliðinu

  2. Hann er þá kominn aftur til Englands. Hann var kominn í nýja stöðu á Spáni um daginn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Real Sociedad en hætti eftir 17 daga eftir ósætti við nýja forseta félagsins.

  3. Þetta er nákvæmlega búið að vera vandamálið okkar þ.e. eftir að Pako fór hefur allt hallað á verri veg!!! Það verður að fá kallin aftur.

Myndir af keppnistreyjum næsta tímabils komnar á netið:

Liðið gegn West Ham