Liverpool 8 – Besiktas 0 !!!!!

“Fáum úrslitaleiksstemmningu í þetta” vs. “Enginn heimsendir þó við komumst ekki upp úr riðlinum” … þetta eru kannski viðhorf sem áhangendur Liverpool hafa verið að tala um, alla vega eru þetta orð sem Gerrard, Carra og Rafa höfðu látið frá sér, fyrir þennan leik. Og ég er ánægður með það að fyrra viðhorfið var svo sannarlega við lýði!

Byrjunarliðið var svona:

Reina

Arbeloa – Carragher – Hyypia – Aurelio

Benayoun – Gerrard – Mascherano – Riise

Voronin – Crouch

Það var engin hörkubyrjun hjá okkar mönnum, frekar virkuðu Besiktas tilbúnir, með tvær góðar sóknir á fyrstu rúmu tveimur mínútunum. En með rólegheitunum kom þetta. Og kom heldur betur! Crouch lét strax að sér kveða og fleiri færi fylgdu í kjölfarið. Mér leið vel og liðið var að spila betur en oft áður. Pressan varð meiri og meiri. Og auðvitað kom svo mark!!! Á 19. mínútu kom mark eftir góða baráttu, Voronin á sendingu sem varnarmaður sendir inn fyrir, Crouch með vinstrifótarskot sem er varið en fylgir vel á eftir og leggur hann inn með vinstri, 1:0!

Þremur mínútum síðar á Riise!! skalla að marki sem Ibrahim fyrirliði Besiktas varði á línu. Crouch átti skemmtilega skottilraun nokkru síðar … það var á þessu augnabliki sem ég var svo þakklátur fyrir símtal Einars til Rafa! Það var hreinlega frábær ógnun í Crouch allan tímann!!!

Og svo kom flott innkast frá Riise á Voronin, sem kemst inn fyrir og sér allan tímann Benayoun, sendir á hann og Benayoun leggur hann vel fyrir sig og skorar öruggt og flott mark á 32. mínútu, 2:0!! Eftir þetta færðist smá kyrrð yfir spilið og leikinn, en yfirvegunin var algjör í leik Liverpool. Mér fannst boltinn ganga vel, þrátt fyrir auðvitað að feil-sendingar hafi sést og stundum fannst mér móttakan á boltann hæpin. Þulirnir töluðu um að greddu hefði vantað dálítið í leikmenn Liverpool, en sem graður maður að eðlisfari, þá var ég ánægður með það sem ég sá. Auðvitað hefði maður ekkert á móti því að sjá 5:0 í hálfleik, en 2:0 og flott spilamennska var nóg til að gera mig ánægðan. Maður vonaði bara að sama yrði upp á teningnum í seinni hálfleik.

Síðari hálfleikurinn byrjaði vel, fastar sóknir og flottur baráttuandi strax í byrjun. Þriðja markið kemur svo á 53. mínútu eftir flotta sókn, þar sem Voronin á Riise, með skotið og Benayoun vakandi og leggur hann í netið, 3:0!!! Mínútu síðar hefði Crouch átt að bæta sínu öðru marki við, en sóknarboltinn var að virka, maður fyrirgefur það. Aukaspyrna stuttu síðar sem meistari Gerrard tekur, markmaðurinn ver en greddan var sko nóg í Benayoun, og hann leggur hann í netið, 4:0!!!! Benayoun að brillera!!

Á 63. mínútu kemur svo Babel inn á fyrir Aurelio. Yfirburðir Liverpool voru miklir. Gerrard prjónar sig svo í gegnum vörnina og skýtur en það er varið, Babel fylgir á eftir og nær skoti sem er varið. Og á þessum tímapunkti birtist skemmtileg tölfræði: 20 skot hjá Liverpool og 2 hjá Besiktas … Við höfum svosem átt skotyfirburði áður í leikjum og tapað þeim, en þarna fylgdust þessi atriði að. Á 69. mínútu kemur svo frábær sókn þar sem Gerrard sendir á Voronin sem hælar á hann glæsilega inn fyrir vörnina og Gerrard þrumar svo í markið, með viðkomu í varnarmanni Besiktas, 5:0!!!!! Harry Kewell kemur svo inn á fyrir Voronin við mikinn fögnuð áhorfenda á 72. mínútu og Voronin fékk verðskuldað klapp líka. Lucas Leiva kom inn fyrir Steven Gerrard! Ferlega leið manni vel eitthvað … ! Leiva sýndi strax kraft og stuttu síðar átti Kewell skot (ekkert sérstakt, en skot engu að síður). Á 79. mínútu kemur svo stórkostlegt mark. Frábær sending yfir frá Leiva á Benayoun, sem sendir vel fyrir og Babel nikkar honum í markið skemmtilega, 6:0!!!!!! Og á 81. mínútu þjarmar Babel að vörninni, varnarmaður Besiktas þrumar boltanum í hann, sem í frákasti stýrist glæsilega í markið yfir markmanninn, 7:0!!!!!!! Maður hafði varla við að nótera niður mörkin og færin, Babel stuttu seinna með sláarskot … lífið bara ultra-skemmtilegt! Og á 89. mínútu átti Benayoun glæsilega sendingu inn á teiginn þar sem Crouch skallar hann örugglega í netið, 8:0!!!!!!!!

Þrátt fyrir augljósar tafir á leiknum, þá blés þýski dómarinn leikinn af eftir venjulegan leiktíma. Stærsti sigur liðs í Meistaradeildinni staðreynd og Liverpool að sýna mátt sinn og megin. Hvar er sóknarboltinn? hafa margir spurt. Hann var hér í kvöld allsráðandi, og ég trúi ekki öðru en að þetta þétti mannskapinn til frábærra verka í deildinni. Að vísu fengum við ekki hentugustu úrslitin úr leik Porto og Marseille þar sem Porto vann og er núna í toppsætinu með 8 stig, Porto svo með 7 stig, Liverpool með fjögur og … æi, Bes-eitthvað… á botninum með þrjú stig. Ef við vinnum Porto heima og náum hagstæðum úrslitum gegn Marseille úti, þá erum við komnir áfram. Höldum frábærri knattspyrnu áfram.

Maður leiksins? — Mér fannst liðið allt frábært bara. Reina átti náðugan dag, vörnin var í léttri vinnu, en persónulega myndi ég velja Benayoun fram yfir frábæran Mascherano, sem er bara flottastur, vegna þess að Benayoun skoraði þrennu, átti þátt í öðrum mörkum og var frábær. Það var Crouch líka, og Voronin var virkilega flottur. Innkoma varamannanna var svo hin besta … já, liðið allt stóð sig frábærlega, en til að skorast ekki undan, þá vel ég Benayoun sem mann leiksins.

Það er gaman núna … ég trúi því að þetta sé byrjunin á frábæru gengi okkar á knattspyrnuvellinum í vetur og áfram. Látum kné fylgja kviði og sýnum að þessi sigur var engin tilviljun. Liverpool sló met í kvöld, stærsti sigur í Meistaradeildinni staðreynd, og við gleðjumst yfir því!! Til hamingju Púllarar!

93 Comments

 1. Ég fékk ekkert hjartaáfall…… bara hrikalegan bóner yfir þessari spilamennsku!

  Farinn á fyllerí að fagna.

  Sæææææææææææææææææææælar!

 2. Frábær úrslit og sennilega ætti liðið að geta sótt sjálfstraust í þessa frammistöðu og notað í deildinni : )
  Gaman að taka þetta met frá Nöllurunum aðeins nokkura daga gamalt : )

  Áfram Liverpool !

 3. Ja hér nú.Menn í boxinu,þríhyrningur og allur pakkin,þeir hljóta að lesa bloggið hér:-)

 4. Það er löngu ljóst að Rafa var beðinn um að lesa bloggið á Íslandinu góða, það lýsti sér í spilamennskunni í leiknum ekki nokkur spurning. Verum glaðir, etum, drekkum og sýnum okkar innri mann og ummframmmmmm alllllllllt VINNUM ALLLLLLLLLLLLLLLLT

  AVANTI LIVERPOOL

 5. Þetta var allt annað!
  Menn voru að spila fótbolta loksins.
  Benni, Maska og Vornin voru menn þessa leiks.
  Til hamingju og vonandi dugar þetta til að lyfta upp spilamennskunni.

  Áfram Liverpool.

 6. ég ætlaði ekki að trúa þessu 8-0 sigur 😉 en vonandi náum við að byggja eitthvað á þessu og sýna svipaða framistöðu í deildinni, það er langskemmtilegast að horfa á sóknarbolta og þar sem er sótt til sigurs og reynd að skora mörk, ekki eins og leikurinn um helginna en förum ekki að tala um þann leik 😉 njótum augnabliksins 😉

 7. Gaman að sjá bakverðina okkar í kvöld, og klárt mál að innkoma Aurelio olli því að boltinn spilaðist flott áfram úr vörninni, bæði langir og stuttir. Maska átti einnig frábæran leik, dreifði boltanum virkilega vel þó svo hann væri ekki að gera flóknustu hluti í heiminum. Arbeloa bjó til ógnun á hægri sem mikið hefur vantað.

 8. Ég skrifaði þetta í gærkvöldi, en þar sem síðan var í rugli, þá kemur þetta ekki inn fyrr en núna.

  Algjörlega frábært. Ég er búinn að heimta það lengi að fá nýja menn í bakvarðarstöðurnar og Crouch í byrjunarliðið. Ég er ekki að segja að liðið hafi gjörbylst við þessar breytingar, en þær hjálpuðu svo sannarlega til.

  • Það er einfaldlega ekki hægt að bera saman frammistöðu Arbeloa í kvöld (sérstaklega í fyrri hálfleik) og frammistöðu Steve Finnan að undanförnu. Hægri bakvarðarstaðan er Arbeloa, Finnan á ekkert erindi í þetta lið einsog hann hefur spilað að undanförnu.
  • Hyypia og Carra spiluðu boltanum, en kýldu hann ekki bara fram einsog vanalega. = Liðið spilar betur
  • Peter Crouch er hundrað sinnum hættulegri en Dirk Kuyt. Vonandi hættir Rafa núna í þessu þrjóskukasti og spilar Crouch.
  • Megum ekki gleyma Voronin, sem mér fannst líka verulega góður. Einsog ég sagði eftir Blackburn leikinn, Kuyt á að vera fjórði kostur.
  • Mascherano MASCHERANO. Þvílíkur leikmaður. Hann byrjaði illa á þessu tímabili, en gegn Arsenal og í þessum leik er hann að sýna sitt rétta andlit. Það er ekki oft sem maður er í vafa um það hver sé besti maður vallarins þegar að einn leikmaður skorar 3 og leggur upp 2, en Mascherano var bara svona góður.
  • Yossi er svo auðvitað hinn nýji Luis Garcia. Frábær leikur hjá honum.
  • Það skora bara snillingar svona mörk einsog Ryan Babel skoraði.
  • En það eiga allir hrós fyrir þennan frábæra leik. Sérstaklega gaman að sjá að menn keyrðu á Besiktas liðið í stöðunni 4-0 og 5-0.

  Spurning mín eftir þetta er: Hvað þarf eiginlega að gerast til að Rafa fagni marki? 🙂

  Í kvöld rifjaðist upp fyrir manni hvað það getur verið ótrúlega gaman að fylgjast með uppáhaldsliðinu sínu. Megi þetta vera forsmekkurinn að einhverju enn stærra.

 9. Hjartanlega sammála þér Einar, takk fyrir frábær skrif, ég var að verða vitlaus eftir leikin, var staddur í góðra vina hóp og sötraði rauðvín og var með Makkann minn í kjöltunni og hrópaði mark eftir mark eftir mark heheh svona á þetta að vera, var það kannski tilviljun að í gær fékst leifi til að byggja hin glæsilega leikvang okkar MANNA eða var þetta bara það sem við áttum inni. Held að þetta hafi allt haldist í hendur. Okkar menn sýndu stirk og það af bestu gerð, met og ég veit ekki hvað og hvað.

  Ég er bjartsýnn MJÖG BHARTSÝN og hef verið það lengi

  AVANTI LIVERPOOL

 10. Bara frábært, ekkert minna. Til hamingju með nýtt met púllarar. Nú er bara að fylgja þessu eftir, bara verst að handan við hornið er enn eitt landsleikjahléið, vonandi að liðið missi ekki þennan takt við það og að okkar menn komist meiðslalaust frá landsleikjum. Nú er bara að halda svona áfram, stilla okkar besta liði upp en ekki stilla upp eftir liðið andstæðinganna og keyra svo bara á þetta. Með okkar mannskap og þennan karakter þá eiga önnur lið að hafa áhyggjur af okkur og hverjum við stillum upp til leiks en ekki öfugt. Það var sérstaklega gaman að sjá menn hlaupa í eyður, koma með overlap upp kanta og spila framávið ekki endalaust dútl til baka eins og hefur verið allt of áberandi. Sammála öðrum hér að ég held að það henti liðinu betur að hafa arbeloa og aurelio í bakvörðunum sérstaklega sóknarlega séð.

 11. Frábær sigur! Ég tek undir með flestu því sem er sagt hér að ofan og langar aðeins að bæta við nokkrum punktum:

  1. Svona sigrar vinnast aldrei nema þrír þættir gangi sigurliðinu í vil. Í fyrsta lagi þarf allt sem er reynt að ganga upp, allt frá liðsuppstillingu og taktík þjálfarans til dagsforms leikmanna, það þarf allt að vera rétt. Í öðru lagi þurfa andstæðingarnir að gefa eftir á einhverjum tímapunkti og leyfa mönnum að vaða yfir sig. Það gerðist í fimmta marki Liverpool í gær, þá sá maður Besiktas-liðið gefast upp. Í þriðja lagi þarf heppnin að vera mönnum einnig í vil og hún var til staðar í a.m.k. einu marki í gær.

  2. Ég nefni þetta hér að ofan af einni einfaldri ástæðu. Þegar United unnu Roma 7-1 í vor töluðu menn vart um annað en hve stórkostlega United-liðið hefði spilað. Þegar Arsenal unnu Slavia Prague, sem er lakara lið en Roma en sennilega af svipuðum styrkleik og Besiktas, 7-0 fyrir hálfum mánuði síðan gerðist það sama; allir töluðu um hið stórkostlega Arsenal-lið. Eftir leikinn í gær var það áberandi meðal lýsenda og „sérfræðinga“ Sýnar, og að mér skilst á meðal slíkra manna í bresku sjónvarpi líka, hvað verið var að reyna að gera lítið úr sigrinum. Arsenal unnu nefnilega bara af því að þeir voru góðir, og alls ekki af því að andstæðingarnir voru lélegir eða Arsenal heppnir í ofanálag við góðu spilamennskuna. Arsenal eru sem sagt fyrsta atriðið á listanum, Liverpool eru hin tvö atriðin. Týpísk umræða hjá mönnum sem hafa keppst um að lýsa yfir andláti Rafa undanfarnar vikur …

  3. Andriy Voronin: 0 mörk, 3 stoðsendingar og ein lykilsending (á Riise í þriðja markinu). Peter Crouch: 2 mörk og yfirleitt sá maður sem allt spil liðsins fór í gegnum. Ég skal sætta mig við það ef Fernando Torres er í liðinu gegn Fulham á laugardag, að annar þeirra þurfi að víkja fyrir spænska undrabarninu, en ef Dirk Kuyt er í liðinu á kostnað annars þeirra verð ég brjálaður. Rafa, ég veit þú fílar róteringar en þegar einn fjögurra er í svona augljósri lægð og hinir tveir í stuði (og sá fjórði meiddur) er það einfaldlega ekki réttlætanlegt að setja Crouch aftur á bekkinn.

  4. Að því sögðu, þá finnst mér hjákátlegt að sjá menn lýsa því yfir að Crouch hafi átt að byrja alla leiki þessa tímabils, eins og það hefði leitt til betri októbermánaðar en raunin varð. Menn gleyma því fljótt að Crouch datt aftast í goggunarröðinni vegna þess að hann spilaði mjög illa í upphafi móts. Gott dæmi um slíkt væri frammistaða hans í útileiknum gegn Toulouse í forkeppninni, og svo fékk hann aftur séns á heimavelli gegn Marseille og átti þar sinn slakasta leik fyrir Liverpool (sem og fleiri). Hann hefur einfaldlega ekki verið að nýta sénsana sína og því verið verðskuldað á bekknum … alveg fram að Arsenal-leiknum. Að mínu mati snerist hans tímabil til hins betra í þeim leik, en þar fékk hann óvænt heilan hálfleik vegna meiðsla Torres og var mjög góður og hefur verið vaxandi síðan. Stundum hafa menn gott af því að lifa í smá óvissu um framtíð sína og að sitja á tréverkinu í smátíma. Vonandi hefur það svipuð áhrif á Dirk Kuyt að horfa á hina framherjana valda fram yfir sig, eins og það hafði góð áhrif á Crouch.

  5. Eins og Einar Örn segir, þá var stór munur á leiknum í gær og undanförnum leikjum sá að við vorum með tvo bakverði sem spiluðu nánast eins og kantmenn. Og gátu sent boltann, bæði fyrir á samherja og fram völlinn á samherja. Ég gæti rúllað boltum til baka á Carra og Hyypiä í 90 mínútur, sem er í raun það sem Riise og Finnan hafa verið að gera í undanförnum leikjum, en liðið einfaldlega þarf meira. Ég vona að Aurelio meiðist aldrei aftur, og ég tek undir með Einari að Arbeloa bara verður að halda stöðu sinni á meðan hann er að spila svona miklu betur en Finnan. Það sama gildir þar og um framherjana; þótt Rafa róteri mönnum alltaf eitthvað eiga þeir sem eru að spila best að vera oftar í byrjunarliðinu en hinir. Það er ekkert sem réttlætir að Finnan komi aftur inn í liðið gegn Fulham.

  6. Þegar rennt er yfir persónulegar upplýsingar leikmanna Liverpool vekur athygli að Javier Mascherano er áberandi lágvaxinn af miðjumanni að vera. Þetta vekur athygli af því að ég þykist vita að hver einasti leikmaður Besiktas myndi eftir gærkvöldið sverja við gröf móður sinnar að hann sé að minnsta kosti þriggja metra hár og þriggja metra breiður …

  7. Yossi Benayoun skoraði þrjú og lagði upp tvö í gær. Eins hrifinn og ég get verið af Jermaine Pennant stundum þá er alveg ljóst hvor þeirra er betri. Ég sagði við bróður minn eftir þriðja mark Yossi í gær að ef Pennant hefði verið í liðinu í stað Yossi værum við enn bara 1-0 yfir, en ekki 4-0, af því að Pennant væri enn úti á kanti að horfa á sóknina í stað þess að mæta á teiginn í fráköstin. Yossi er kominn með fimm mörk í vetur sem er að ég held meira en Pennant hefur skorað á öllum sínum ferli.

  Þannig er nú það. Staðan í riðlinum er svo sem óbreytt eftir þennan leik; liðið þarf enn að sigra síðustu tvo leiki sína til að komast áfram. Á pappírnum var þessi sigur bara þriggja stiga virði eins og hver annar sigurleikur, en andlega séð var þetta svona fimmtán stiga virði. Ég held við getum hér með lýst því yfir að árlegri haustlægð Liverpool-liðsins er lokið. 🙂

 12. Þetta var bara yndislegt og betra en nokkurt þunglyndislyf. Og það var frábært að sjá menn spila boltanum, það var varla að maður hafi séð háa og langa sendingu í gær. Mjög oft setti Reina boltann á bakvörð í útsparki og svo var spilað upp völlinn. Þetta var ekki andfótbolti, það er alveg á hreinu. Og mér er alveg sama hvað óvinir(smá dramatík) Liverpool segja um að þetta hafi verið svo lélegur andstæðingur. Gamla tuggan um að andstæðingurinn spili ekki betur en þú leyfir honum á vel við hér.
  Megi þetta vera byrjunin á góðu “runni” hjá Liverpool.

 13. Frábær frammistaða alls liðsins og einstaklega ánægjulegt að sjá Abeloa og Aurelio staðna upp úr meiðslum. Nú er vörnin loksins farin að spila boltanum og bakverðirnir horfa fram á við:-) Við vitum að liðið hefur á að skipa frábærum einstaklingum og nú virka þeir sem samhent lið:-):-):-)

 14. Frábær sigur í gær. Engin spurning. Munaði litlu að leikurinn viki fyrir lærdómi frá fyrri reynslu í meistaradeild vetrarins. En sem betur fer var skynsemin ráðandi.

  Eitt á ég þó erfitt með að skilja. Það er einkunnagjöf sky sports ( http://www.skysports.com/football/user_ratings/0,19768,11065_2888784,00.html ). Skv. henni þá fær Mascherano aðeins 6 í einkunn. Ég hugsa að hver heilvita maður sem hefur snefil vit á fótbolta er ósammála þessari einkunnagjöf.

  Eitt er ljóst að Crouch er kominn til að vera í byrjunarliði Liverpool. Liðið virðist bara hafa meiri sigurvilja þegar hann er inná, meira drápseðli. Einnig hlýtur að vera hægt að taka saman tölfræði yfir það hve mörg mörk liðið skorar þegar Crouch er inná og hve mörg þegar hann er ekki inná. Eitt er víst að röðin á framherjum er orðin Torres-Crouch-Voronin-(Babel)-Kuyt. Það er amk mitt mat.

  Einn sigur af nauðsynlegum þremur kominn í hús. Vonandi blússandi sjálfstraust komið í liðið og sigurgangan mikla er byrjuð…(glasið er hálffullt í morgun).

 15. Þvílíkur leikur. Bara snilld. Benayoun og Mascherano klárlega bestu menn vallarins en annars áttu allir leikmenn Liverpool stórfínan dag. En að öðru… þið hér sem hafið verið að dásama SkySports og þessa stórkostlegu sérfræðinga sem eru þar, ekki segja mér að þið séuð sáttir við einkunnagjöf þessa annars ágæta miðils. Javier Mascherano fær 6!!! Það er jafnhá einkunn og Bobo, framherji Besiktas fær sem sást nánast ekkert allan leikinn. Aðeins einn leikmaður fær yfir 8 í einkunn, Benayoun sem fær 9. Enginn útileikmanna Besiktas fær undir 5 í einkunn. Ég bara fatta ekki þessa lógík.

  Annað sem fer í pirrurnar á mér er hvernig Sýn velur þessa sérfræðinga sína til að ræða leiki kvöldsins. Hvað getur verið erfitt að finna hlutlausa menn. Hvernig stendur á því að þegar Liverpool er að spila skulu alltaf vera Man Utd menn í settinu, og ef það eru ekki Man Utd menn í settinu þá er það Everton maðurinn Leifur Garðarsson sem augljóslega gjörsamlega þolir ekki Liverpool. Maður sá það alveg á honum hvað honum leið illa í settinu að reyna að finna eitthvað neikvætt um Liverpool eftir þennan leik og þá var það eina sem hann gat gagnrýnt var það að Benitez skuli ekki hafa fagnað áttunda markinu. Ég man nú bara hreint ekki eftir því að Benitez hafi yfirhöfuð fagnað marki, hvað þá að hann fari að hoppa hæð sína í lofti yfir áttunda marki liðsins í 8-0 sigri. Svo voru að sjálfsögðu tveir Júnæted menn að lýsa. Það bjargaði þó stemmningunni í stúdíóinu að það hefði þurft vírklippur til að ná smælinu af andlitinu á Hödda Magg.

  En þetta er svo sem ekki dagurinn til þess að vera að kvarta og kveina. Þetta var bara snilld. Flott skýrsla, sammála nánast öllum punktunum sem hafa komið hér fram. Nú er bara að taka þetta mómentum í leikinn gegn Fulham og svo er tveggja vikna pása 🙁

 16. Frábær sigur… sammála KAR og EÖE og góð skýrsla.

  gott að vera Liverpool maður í dag…

 17. Þetta var magnaður leikur og litlu við þetta að bæta. Segi bara eins og gaurinn sem sá um textalýsinguna á Gaurdian, hvernig ætli Kuyt líði núna!!!!

  En það var því ótrúlegt eftir leikinn að ullarhattarnir sem voru í settinu á Sýn náðu þrátt fyrir allt að pirra mann, þrátt fyrir að Liverpool´s Rafa væru búinr að taka allt neikvæða rausið sem þeir voru að jarma fyrir leik (t.d. á Rafa ekki langt eftir að þeirra mati og róteringarnar eru bara hrein og klár vitlaeysa) og troða því ANSI LANGT upp þar sem sólin ekki skín á þeim
  ………..nei þá var það helst að leik Liverpool að Rafa brosir ekki nóg!!!!!!!!! (ég hugsaði með mér þá…. er Wenger með sinn fína fítbolta bara að springa af lífsgleði?)

  Ég hef sagt það síðan ég sá Tómas Inga fyrst á skjánum (núna í haust) að þarna er á ferðinni yfir meðallagi leiðinlegur maður og auðvitað United gimp, en hann fór (með Leif Garðars sem gott sidekick) langt yfir það að vera yfir meðallagi leiðinlegur og eins virkar hann bara hreint ekki sá skarpasti.

  Sýnarmenn, plííísss hættið að bjóða þessum ullarhatti í settið, það er leiðinlegt að þurfa að lækka hljóðið, ef það þarf endilega að hafa hann með þá eru United leikirnir fínir.
  ATH ég kvarta afar…….nokkuð sjaldan yfir íslensku þulunum og finnst þeir allajafna fá frekar óvæga meðferð, en svona rosalegir bessevisserar fara í mínar fínustu taugar. Held reyndar að Arnar Björns hafi aðeins skynjað þetta (þegar hann spurði Leif hvernig Liverpool leikurinn hefði farið).

  En mesti plúsinn við gærkvöldið er sá að þetta er núna gjörsamlega í okkar höndum, VERÐUM að vinna Porto heima, og eigum að vinna Porto heima. Þá er þetta bara úrslitaleikur í Mareille, og ef við vinnum hvorugan leikinn gegn Mareille þá eigum við bara ekkert erindi áfram, simlep as that.

 18. hehe Þröstur #21 sé það núna, við höfum verið svipað sáttir við “sérfræðingana” á sýn 😉

 19. Af hverju er svona ótrúlega trendy/heitt/vinsælt að dissa Benitez í fjölmiðlum? Eftir leikinn var ekki sagt eitt gott orð um hann í markaþætti Sýnar (sem btw samanstóð af skólastjóranum Leifi Garðarsyni sem verður skólabörnum sínum meira til skammar með hverjum aulabrandara, og manninum sem talar eins og hann sé Tinky Winky). Það sem var sagt um Benitez var:
  – Loksins setti hann Crouch í byrjunarliðið. (Við höfum vitað þetta allan tímann að það væri best – sagði Leifur G.)
  – Hvað er að manninum???!! Af hverju fagnar hann ekki mörkum? Það á að reka svona menn sem fagna ekki þegar liðið þeirra vinnur 8-0! (Sagði Tinky Winky.)

  Sem sagt, niðurstaðan eftir 8-0 sigur er að Besiktas er skelfilegt lið og Benitez er óhæfur þjálfari þar sem þessi 8-0 sigur sýndi einungis hvernig Benitez hefði átt að spila liðinu síðustu árin.

  Bravo, Leifur og Tinky.

  Við skulum svo hafa eitt á hreinu að fyrir mann sem er fæddur 1989 og man þess vegna bara almennilega eftir stjóratíð Houlliers fyrir utan Benitez’, að þá myndi ég alltaf kjósa Benitez fram yfir hann.
  Áfram Rafa.

 20. Komdu með samanburðinn hingað svo að sem flestir sjái :c)

  Avanti Liverpool

 21. strákar – hættið þessari djöfulsins neikvæðni út í allt og alla – sérstaklega einkunnagjöf og hvað aðrir tala um önnur lið betur. Þetta sæmir sér ekki eftir stórsigur.

  ekki láta eins og asnar.

 22. sorry ég meinti það ekki þannig, ég er einn af þeim sem fer bara hingað inn til að skemmta mér, langaði bara til að sjá samaburðinn, Höddi, þú ert flotttastur :c)

  Avanti Liverpool

 23. Athyglisvert að Arsenal er með 7,64 í meðaleinkun á meðan leikmenn Liverpool með 7,0. Besiktas með 5,28 og Slavia Prag með 5,57.
  Það er ekki sæmt að vinna 8-0 og helmingur liðsins að spila ekkert sérstaklega með 6 til 7 í einkun,,,maður spyr sig bara gerist og hvaða úrslit sjáum við þegar allt liðið fer að leika vel?

 24. Var gaman að sjá hvað Gerrard og Mascherano voru rosalega þéttir á miðjunni og stoppuðu gjörsamlega allt sem kom þar í gegn og svo voru kanntarnir og bakverðirnir rosalega virkir. Flottasti leikur sem ég hef séð með mínum mönnum og allt gekk upp.

 25. Sælir félagar.
  Þetta var auðvitað stórkostlegt og er met hvernig sem á það er litið. Það er eðlilegt að Liverpool fái ekki allt í einu toppeinkunnir eftir það sem á undan er gengið. Það er erfiðara að vinna sér gott orð en slæmt. Þannig er það í mannlífinu.
  Mér fannst athugasemdir manna um Rafa eðlilegar. Ég spyr eins og fleiri. Hvað þarf þessi maður til að brosa og fagna liði sínu og leikmönnum.
  Ég vona fyrst og fremst að Rafa læri af þessum leik. Það á að stilla upp til sóknar og það er hann sem stjórnar því hvernig bakverðirnir leika. Það þarf ekki að segja mér annað.
  Leikurinn var afburðaskemmtilegur og sóknarbolti frá A til Ö. Glæsilegt. Þó ég sé sammála mönnum um Benyoun og Masca þá vil ég benda á Frammistöðu Babel eftir að hann var settur í senterinn. Það er ótrúlegt með þá markaþurrð og frammistöðu Kuyt í undanförnum leikjum að Rafael Benitez hafa ekki haft hugmyndaflug(?) til að nota Babel þar sem hann á að vera og er hans staða.
  Ég spáði 1 – 0 fyrir okkar menn fyrir þennan leik og hafði ótrúlega rangt fyrir mér hvað allt varðar nema að spá sigri. Sem betur fer. Það aftur á móti sýnir hvað trú mín var orðin lítil á að Benitez mundi stilla upp liði sem sækti af þeim krafti og þunga sem raun bar vitni um.
  Eins og ég sagði hér að framan þá vona ég að Rafa læri af þessu og sýni liðinu það traust að láta það leika til sigurs í ÖÖÖÖÖLLUUUUUMMMM leikjum og hætti öllu helv… varnar og eymdardútli.
  Það er nú þannig.

  YNWA

 26. Höddi, slakaðu aðeins á. Þetta kallast umræður og þær eru ástæðan fyrir því að þessi síða er til. Finnst mönnum skrýtið að Arsenal-liðið fái miklu hærri einkunn fyrir sinn 7-0 sigur en Liverpool-liðið fyrir sinn 8-0 sigur? Þá ræðum við það að sjálfsögðu á þessari síðu. Hefur ekkert með öfund eða kvart/kvein að gera.

 27. Ótrúlegt að Sýnarmen fái Leif Garðarsson hvað eftir annað í upphitanir fyrir Liverpool leiki þegar það er jafnaugljóst og ég veit ekki hvað að hann hatar Liverpool. Svo loksins í gær þegar þeir gátu ekki vælt yfir spilamennsku liðsins eða rotation (heyrir einhver minnst á rotation eftir gærdaginn?) þá fara þeir að væla yfir því að Benitez fagni ekki!?
  Gjörsamlega óþolandi.

  Annars var þetta frábær leikur og ég vona innilega að við slátrum Fulham á laugardaginn líka.

 28. Ég þekki nú Leif Garðarsson nokkuð vel og ég get sagt ykkur að hann er ekki sú týpa að liggja á skoðunum sínum, en um leið get ég sagt ykkur að það er langt því frá að hann „hati“ Liverpool. Hann er harður Everton-aðdáandi sem hefur gaman af að skjóta á okkur Púllarana, en ég efast um að það sé mikið hatur þar á bak við.

  Leifur hins vegar hefur greinilega ekki mikið álit á Rafa Benítez og að mínu mati varð það honum að falli sem sjónvarpsspekingur í gær að hann gat bara ómögulega sleppt þessu hatri sínu í eins og eina kvöldstund og hrósað þeim spænska fyrir sigurinn. Fyrir leik var hann spurður hvort hann héldi að Rafa yrði enn við stjórnvölinn hjá Liverpool eftir fjögur ár, þegar nýji völlurinn verður tekinn í gagnið, og hann svaraði því neitandi og sagði að hann hefði bara enga trú á Benítez.

  Eftir leik var hann hins vegar sýnilega pirraður yfir því hversu rækilega liðið hafði stungið þessum ummælum aftur upp í hann svo að hann fór að reyna að finna eitthvað til að gera lítið úr þessu afreki Liverpool. Fyrst ræddu hann og Tómas ítarlega hversu rosalega lélegt lið Besiktas væri og svo fór Leifur í þann pakka að gagnrýna Benítez fyrir að brosa ekki. Hann sagði að það væri sennilega af því að ef hann myndi brosa gæti „kleinuhringurinn“ dottið af höku þess spænska.

  Málefnaleg umræða það.

  Leifur Garðarsson er góður drengur og mikill húmoristi en í gær lét hann pirring sinn út í Benítez hlaupa með sig í gönur, þannig að í stað þess að vinna sér inn punkta sem hlutlaus sjónvarpsspekingur og fjalla bara um leikinn út frá tæknilegu sjónarmiði (til þess eru þjálfarar fengnir í settið, ef menn vildu grín myndu þeir bjóða Ladda að lýsa leikjum) fór hann út í sandkassastríð gagnvart Benítez og hökutoppi hans.

  Já, og ég er að hlusta á Valtý Björn á X-inu 97.7 í þessum töluðum orðum og hann er búinn að eyða fyrstu tíu mínútum þáttarins í að agnúast yfir því að Rafa skuli ekki hafa brosað yfir áttunda markinu. Þetta er í besta falli sorgleg umræða og ég trúi því ekki að menn ætli að eyða tímanum í að ræða þetta í stað þess að ræða leikinn sjálfan.

 29. Ég sakna þess að heyra ekki umræður um róteringar Rafa eftir þennan leik. Nú gerði hann margar breytingar frá síðasta leik og enginn segir neitt nema jákvætt.

 30. Já satt er það. Rafa gerði heilar fimm breytingar á byrjunarliði sínu í gær, auk þess sem hann spilaði með aðra taktík en þá sem hann notaði gegn Blackburn. Og samt segir enginn neitt um það hversu glötuð róteringin er.

 31. Fyrir utan það, að vera góður drengur og mikill húmoristi,hver er Leifur Garðarsson?Annars frábær leikur í gær!!!!!!!

 32. Loksins er Liverpool farið að spila eftir getu og ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn feginn að hafa rangt fyrir mér varðandi kaupin á Benayoun 🙂
  finnst líka skammarlegt af þessum svokölluðu “atvinnumönnum” eins og Valtýr Björn og fleiri að geta ekki verið hlutlausir í 1 andskotans klukkutíma og sagt eitthvað jákvætt um liðið sem vann stærsta sigur í sögu meistaradeildarinnar.
  En svo ég verði nú leiðinlegur og tali um eitthvað annað en þenna glæsta sigur, þá er eitt sem ég hef áhyggjur af eftir þennan leik það er ekki að núna vanti sjálfstraust í liðið heldur að menn verði of “cocky” eða hrokafullir svo maður tali íslensku og taki leikinn við Fulham sem sjálfsagðan hlut, það þarf þó ekki að vera vonum að menn haldi sér á jörðinni og flytja þetta yfir í deildina og komi eins og hungruð ljón til baka eftir landsleikjahlé

 33. Flottur leikur, allir að spila vel. Benayoun maður leiksins.

  Það sem ég skil ekki hjá Sýn er, hvað er Everton-maður að gera í settinu yfir leikjum í meistaradeildinni? Ég þekki Leif ekkert og hef svo sem ekkert á móti honum en á dögum sem Liverpool og Chelsea eru að spila af hverju eru þá ekki fengnir Liverpool og Chelsea-aðdáendur og svo ManUtd og Arsenal-fólk þegar þeirra lið spila. Skil ekki hvað maður sem heldur ekki með liði sem spilar ekki í meistaradeildinni er að gera sem gestur þarna.

 34. haha góð ábending EÖE. #28

  Málið er að neikvæðnin gagnvart Benitez er oft á tíðum hreint fáránleg og allar vafasamar ákvarðanir hans blásnar þvílíkt upp, oft af fólki sem hreinlega hefur ekki skoðað allar staðreyndir, t.d. latir blaða/fjölmiðlamenn.

  Það þarf stundum ekki að líta lengra en á pistla Paul Tomkins og þær staðreyndir sem hann bendir á (lítið dæmi t.d. að Rafa hefur náð næst mesta stigafjölda á einu seasoni í sögu Liverpool……aðeins Paisly náði betra ….leiðréttið mig ef þetta er ragnt með farið hjá mér).

  Hence. Leifur Garðars og Tómas Ingi…….vinsamlega rennið yfir það sem hann hefur skrifað undanfarið………………nei never mind, bara aldrei covera Liverpool leik aftur, held að við flestir berum sömu tilfinningar til ykkar og þið til Liverpool 😉

  (ATh þetta var skrifað fyrir þremur tímum, en ljósleiðarinn hingað var grafin í sundur!!!)

  Annars er ég sammála KAR um Leif þó ég þekki hann blessunarlega ekki neitt, líklega fínasti náungi þannig en afar afar dapur í því að vinna sem sérfræðingur á Liverpool leik, finnst samt miður að umræðan um Leif skyggir of mikið að mínu mati á það hvað Tómas Tinky Ingi var leiðinlegur.

  Varðandi Valtý Björn þá er þessi þáttur hans oft á tíðum mjög fínn og ég hlusta oft á hann, en verstu momentin hans eru þegar hann fer að básúna sínar eigin skoðanir, þær gera það að verkum oft á tíðum að maður fær það á tilfinninguna að hann sé of vitlaus til að vera með svona þátt.
  Mætti taka vini sína í t.d. Reykjavík síðdeigis aðeins til fyrirmyndar og læra smá hlutleysi……..jafnvel þó þátturinn heiti Mín Skoðun (sem er reyndar frábært nafn á þennan þátt).

  Varðandi róteringarnar þá komu nú tvær róteringar loksins loksins og báðar höfðu þær mikið að segja, Sissoko spilaði í sinni réttu stöðu (aftarlega á bekknum) og var frábær í því hlutverki sínu og Kuyt fékk LOKSINS að hvíla fyrir Crouch.

 35. Biggi, takka fyrir þennann link, glæsilegt, en að einu atriði sem hefur riðið öllum spjöllum… þurfa stjórar eins og Rafa að fagna mörkum sinna manna?

  Ég hef séð þjálfara sem ekki hafa fagnað, í staðinn fyrir fögnuðu þá var hann (RAFA) einbeittur á svipinn og var greinilega að hugsa um hverning hann ætti að láta liðið halda áfram að skora mörk og stjórna.

  Ég persónulega hef ekkert á móti því þótt hann brosi ekki, þetta er jú ekki auðvellt starf sem hann er í og ég er á því að þetta sé bara byrjunin á því góða…

  Avanti Liverpool

 36. Ég tel mig nú bara alveg hafa séð Benitez brosa og fagna mörkum….ekki að það skipti nokkru einasta máli og segir akkurat ekki neitt um þjálfunaraðferðir hans.

 37. Frábær sigur og ekkert nema stórkostlegt að sjá framan í leikmenn í gærkvöldi.
  Mér finnst menn samt furðufljótir að koma með komment eins og Kristján gerir í númer 40 um að núna minnist enginn á róteringarnar. Eru menn þá bara sáttir með þær þegar þær skila einum og einum frábærum sigri?
  Ég vil sjá stöðugleika og ég trúi að hann komi með ögn minni skammti af breytingum á liðinu. Það er ekkert að því að breyta, en það er óþarfi að breyta breytinganna vegna.

  En aftur að því jákvæða
  Þessir vel spilandi bakverðir eru liðinu nauðsynlegir. Það var frábært að sjá Arbeloa hlaupandi upp kantinn og jafnel að ná erfiðum boltum og skila þeim svo vel frá sér. Aurelio vantar aðeins meira leikform en hann á eftir að eiga stöðuna þegar það verður komið.
  Carra var að spila boltanum ótrúlega vel og gaman að sjá Hyypia skella sér fram í sóknina í miðju spili. Hann hefði samt örugglega ekki leyft sér þetta í venjulegum deildarleik.
  Mascherano er lykilmaður á miðjunni og það er eins gott að hann verði keyptur, helst sem fyrst því það eru örugglega fullt af liðum sem eru tilbúin að borga honum vel.
  Gerrard átti góðan leik en einhvern veginn fannst mér hann samt ekkert svo áberandi. Það var því ennþá jákvæðara hversu liðið lék vel án þess að hann væri í sínu allra besta formi.
  Voronin var greinilega að spila fyrir sæti sínu í liðinu og maður minn hvað það er mikill munur á honum og Kuyt. Báðir hlaupa allan leikinn en manni finnst að Voronin hafi einhvern tilgang með öllu því sem hann gerir.
  Yossi var að gera frábæra hluti og það segir mikið um baráttuandann hvernig hann fylgdi á eftir í tveimur mörkum.
  Mér fannst Riise alls ekkert sérstakur en hann átti þó gott innkast sem var grundvöllurinn fyrir annað markið.
  Crouch var að sýna sínar bestu hliðar og menn voru líka að spila rétt upp á hann. Að vísu var vörnin frekar grunsamleg í seinna markinu hans en það er algjört aukaatriði, staðsetningin var góð og sendingin sömuleiðis.

  Til hamingju allir

 38. BABU, ekki misskilja mig, hef líka séð hann brosa og hoppa af kæti, en spurningin er VERÐA ÞJÁLFARA AÐ FAGNA MÖRKUM?

  Er ekki alveg nóg að setja þumalinn upp í loft og bara kinka kolli, komon gæs :c)

  Þetta hefur ekkert með leikinn að gera, þeir sem unnu leikinn vöru þau nöfn sem inná vellinum spiluðu og jú einnig RAFA.

  Avanti Liverpool

 39. Þetta var góður sigur, en andstæðingurinn var ekki upp á það besta. En leikmenn Liverpool ætluðu sér að sigra og maður sá lífsmark há öllu liðinu sem maður hefur ekki séð lengi.
  Það fer samt í taugarnar á mér að sjá Benitez aldrei fagna marki að hætti hússins. Það þyrfti að gefa honum eitthvað örvandi. hann er nú samt alltaf að jappla á einhverju, það er spurnig um að koma stera-pillum í nammipokann hans

  ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

 40. Sissoko spilaði í sinni réttu stöðu (aftarlega á bekknum)

  Þetta var ljótt komment. Ljótt! En ég frussaði samt næstum því kaffi yfir tölvuskjáinn. 🙂

 41. Don #49 – vorum við ekki allann tímann sammála?

  En vá, mikið rosalega vona ég að þetta verði áfram helsta deilumálið eftir Liverpool leiki og það sem menn geta helst sett út á Rafa, að hann brosi ekki þegar liðið setur áttunda markið 😉

  Það kallast lúxus

 42. Hvernig er síðan framhaldið strákar. Ef Marseille vinnur Besiktas á útivelli verða þeir með 10 stig fyrir leikinn gegn okkur. Nægir okkur að vinna leikinn gegn Porto og Marseille til að fara áfram (við endum með 10 stig ef við vinnum báða)? Hvernig eru reglurnar?

 43. Ef við vinnum Porto og Marseille vinnur sinn leik, þá munar þremur stigum á liðinum fyrir leikinn í Frakklandi.

  Marseille vann 0-1 á Anfield svo að við þurfum “bara” eitt mark til að jafna þá í innbyrgðisviðureignum.
  Þannig að ef við vinnum 0-1 í Frakklandi þá verður það líklega markatalan sem ræður….og hún er bara hreint ágæt hjá okkur. 🙂

  Þannig að þetta er gjörsamlega í okkar höndum.

  Fyrir utan að ég er bara alls ekkert búinn að sjá Marseille vinna í Tyrklandi, tyrkir eru allajafna trítilóðir…….en ég er hræddur um að þeir verði alveg snar í næsta leik sem þeir spila í CL.

  En það er ljóst að stressið á eftir að aukast með hverjum deginum sem líður fram að þessum blessaða Porto leik.

 44. “Sissoko spilaði í sinni réttu stöðu (aftarlega á bekknum)”

  Þetta var of fyndið!

  Ég skil ekki alla þessa umræðu um að Rafa þurfi að brosa og sýna fögnuð yfir mörkunum, mér er slétt sama hvort hann brosi eða ekki svo lengi sem hann heldur áfram að stjórna Liverpool svona vel. Plús það að hann er einfaldlega alltof mikill töffari til að hoppa af kæti. Við erum að tala um manninn sem settist pollrólegur í jógastellinguna hér um árið. 🙂

 45. Plús það að hann er einfaldlega alltof mikill töffari til að hoppa af kæti. Við erum að tala um manninn sem settist pollrólegur í jógastellinguna hér um árið. 🙂

  Hárrétt 🙂

 46. “Ég sakna þess að heyra ekki umræður um róteringar Rafa eftir þennan leik. Nú gerði hann margar breytingar frá síðasta leik og enginn segir neitt nema jákvætt.” (Jóhann 39)

  Þannig að þessi leikur réttlætir þá bara þetta róteringakerfi Rafa?? Auðvitað segir enginn neitt eftir 8-0 sigur. Held reyndar að fjöldi róteringa hafi ekki haft nein sérstök áhrif á hvernig leikurinn endaði.

  Ég held miklu frekar að sú staðreynd að Sissoko var ekki í liðinu og að Finnan og Riise hafi ekki verið í bakverðinum hafi haft þar mikið að segja. Benitez stillti upp sterku liði, líklega því sterkasta sem völ var á, í gær og uppskar eftir því.

  Vonum innilega að þetta sé upphafið að sterkri sigurhrinu okkar manna. Menn hljóta að átta sig á, eftir svona leik, að það er miklu skemmtilegra að vinna svona heldur er en að vera að tapa og spila undir getu.

  Áfram LFC

 47. Sælir félagar
  Allir eru glaðir enda ástæða til.
  Hvað róteringar varðar þá eru þær góðar þegar þær skila árangri. Ég hefi ekki mikið kvartað undan því kerfi sem slíku. Hitt finnst mér skelfilegt þegar stillt er upp sigurliði að maður skuli eiga von á því í næsta leik að þeir sem best spiluðu í síðasta leik og eru klassaleikmenn verði ef til vill á bekknum í næsta leiká eftir.
  Það er þessi hlið róteringa Rafa sem er áhyggjuefni en ekki róteringar sem eru til að stilla upp betra liði (vonandi) en liðinu á undan sem var ef til vill ekki að spila vel.
  Það er nú þannig með flesta stjórar rótera eitthvað og ef til vill jafn oft og Rafa. En ef við horfum til dæmis á Ch$$$$ þá spiluðu Lampard og Drogba alla leiki hjá Móra ef þeir voru á annað borð leikhæfir. Og fóru létt með það. Ég vil samt taka fram að ég þoli Móra ekki og vil ekki sjá hann stjórna mínu liði.
  Ég vona af öllu hjarta að Rafa og liðið komi nú til baka eftir þennan frábæra leik og sundurspili restina af liðum sem við eigum eftir að spila við í öllum keppnum. 🙂
  Það er nú Þannig

  YNWA

 48. Um leið og þessir leikmenn í hryggsúlu Chelsea liðsins fóru að meiðast fór vélin að hiksta…..KANNIST ÞIÐ EINHVAÐ VIÐ ÞAÐ? (þar fyrir utan róteraði Mourinho liðinu engu minna en Rafa, var bara með betri hóp…sem jú líka kostaði sitt)

  Reina, Agger, Carra, Gerrard, Alonso og núna líklega Torres spila vel flest alla leiki þegar þeir eru leikfærir……….aðalvandamálið er að þeir hafa bara alls ekki alltaf verið leikfærir, þetta ár hefur t.d. verið alveg magnað það sem af er. En þeir teljast sem hryggsúlan í þessu liði.

  Ég persónulega er ekki á móti róteringunum og tel Rafa oftast vera að rótera réttum mönnum (hence: skil ennþá ekkert í skiptingunni á Gerrard gegn Everton), vandamálið að mínu mati er að það eru ennþá nokkrir sem eru bara ekki nógu góðir til að vera í Liverpool og þessu rotation kerfi, menn eins og Sissoko, Kuyt og Riise eru næstum því nógu góðir og eiga sína góðu leiki, en eru bara því miður ekki nógu góðir (væru fínir í Blackburn/Tottenham)

  En hópurinn hefur verið að batna ár frá ári hjá Rafa og liðið er klárlega ennþá á réttri leið. Því finnst mér þessi ofur hyper gagnrýni á liðð undanfarið hafa verið alveg möguð á köflum og oftast um afar illa ígrundaðar blammeringar að ræða (að mínu mati).

 49. Ég skal bíta á agnið og tjá mig um róteringakerfið hans Rafa og af hverju það virkaði í gær!!!
  Þegar að það er róterað um 4-5 menn á milli leikja að þá kemur nú að því er það ekki að maður getur dottið niður á lið sem spilar glimrandi góðan bolta eins og okkar menn í gær eeeen málið er hvað gerir Rafa á laugardaginn á móti Fulham á Anfield??? Skiptir hann 4-5 út eða lætur hann duga 1-2??? Að mínu mati að þá fellur hann á prófinu ef að hann fer í að skipta fleiri en 2 út úr liðinu, held að það sé alveg á hreinu að eftir svona leik þar sem flestir ef ekki allir eiga glimrandi leik, að sjálfstraustið og trúin á þjálfarann minnki umtalsvert ef að hann fer í miklar breytingar, menn hreinlega hugsi með sér, meðvitað og ómeðvitað, að það virðist ekki breyta neinu hvort að maður spili vel eða illa, maður fær ekki að njóta þess að hafa staðið sig vel. Og það er ekki síst þessi ómeðvitaða tilfining sem grefur um sig, þó að maður haldi öðru fram.

  Lykillinn að þessum flotta leik í gær er að mínu viti hvað bakverðirnir voru viljugir fram á við og losuðu þar með um kantarana sem gátu þar með stungið sér inní teig og inná miðjuna og þar með fjölgaði sendinga möguleikunum um helming á þessum stöðum, meiri hreifanleiki komst þar með á liðið, eitthvað sem hefur ekki verið til staðar að mínu mati. Í stað þess að kantararnir væru að teygja á vörninni að þá gerðu bakverðirnir það og Massa féll síðan í þeirra stöðu eftir því sem átti við.
  Einnig var það sérlega ánægjulegt að sjá framherja í fremstu línu og inní teig en ekki sem fremsta varnarmann jafnvel þegar að við erum í sókn.

  Þannig að ég hlakka mikið til að sjá hvort að þessi frammistaða í gær sé ekki bara byrjunin á einhverju góðu og hvort að Rafa sjá það ekki núna hvað það er gott að hafa sókndjarfa bakverði.
  Eins gæti mér ekki verið meira sama hvað þessir spekingar segja í sjónvarpinu, þeir hljóta að mega hafa sína skoðun á hlutunum eins og við, hversu röng sem hún er;-) hverjum er líka ekki sama hvort að Rafa fagnar mörkunum eða ekki, hann var skælbrosandi fyrir leikinn og reiti af sér brandarana ef ég sá rétt, með kleinuhringinn á sínum stað:-)

 50. Róteringar, fóteringar…

  Hvað á þetta dæmi að ganga lengi? Það er búið að þvæla um þessar róteringar Rafa svo lengi að það er alveg hætt að vera fyndið. Þetta er að verða álíka hystería eins og með svæðisvörnina sem menn froðufelldu yfir hérna í upphafi.

  Bara til að árétta það, Rafa hefur undanfarin tvö tímabil ekkert verið að rótera neitt meira en Alex Ferguson gerði hjá Man.Utd og Mourinho gerði hjá Chelsea þegar þeir urðu meistara árið áður. Annað í þessu, Rafa róterar lítið sem ekki neitt hryggjarsúlunni í sínu liði, alveg eins og hinir tveir fyrrnefndu. Hvað er þá málið? Af hverju er þetta í lagi hjá þeim en svona hroðalegt hjá Rafa. Af hverju eru þessir sjálfskipuðu “sérfræðingar” (sem mér finnst persónulega vera eins langt frá því að vera sérfræðingar eins og hægt er) búnir að vera að gagnrýna rotation hjá hinum tveim? Þetta er hreinlega að verða orðið súrrealískt dæmi. Þetta hér að ofan hefur verið sannað með tölfræði síðustu tveggja tímabila og verður ekki hrakið. Í hvaða haldreipi ætla menn þá að halda í?

  Það er alveg ljóst að Rafa róterar lykilmönnum sínum ekki mikið. Gerrard, Carra, Reina spila nánast undantekningalaust alla leiki. Sama gildir með Alonso og Agger. Býst við að Torres væri kominn í þennann hóp ef hann hefði ekki átt í þessum meiðslum sínum.

 51. Heyr heyr SSteinn – mér finnst þú mæla vel! Tek líka undir með öðrum hér að þessi hlutdrægni “experta” Sýnar er stundum að gera mig óglaðan. Ég býst fastlega við því að Man U og Arsen vinni sína leiki í kvöld, og það verður eflaust fyrir “snilli” þeirra – umfjöllun hlutlausra blaða á leikjum gærdagsins og núna í kvöld verður því fróðleg.

  En annars held ég með Liverpool og er skítsama þannig séð, þótt einhver sé að dásama lið sem ég þoli ekki … það er þeirra mál. En sanngjarnt hrós mætti nú alveg heyrast í “expertum” Sýnar … every now and then.

 52. Hvort haldi þið( hér á síðuni )að sé berta lið, Derby eða Besiktas. það er nefnilega verið að tala um það að Besiktas sé ekki gott lið t,d #50. Bara smá pæling.Halda þessu áfram LIVERPOOL

 53. Einsi kaldi, allt tal um að lið séu léleg er bara fyrirsláttur að mínu mati. Af hverju talaði enginn um hvað Slavia Prague er lélegt lið? Besiktas er nógu gott lið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og sigra þar m.a. Liverpool. Þeir töpuðu „bara“ 2-0 fyrir Marseille og „bara“ 1-0 fyrir Porto í þessari keppni. Þannig að það er ekki eins og okkar menn hafi verið að sigra eitthvað pöbbalið, eins og Graeme Souness gaf til kynna í spjalli eftir leikinn í gær.

  Um Derby-liðið gildir svipað. Þetta er nógu gott lið til að komast upp í Úrvalsdeildina ensku og þar hafa þeir m.a. getað gert jafntefli gegn Portsmouth, Bolton og Fulham og unnið Newcastle.

  Hvorugt þessara liða er af sama gæðastaðli og Liverpool eða Arsenal, en það er Slavia Prague ekki heldur. Sigur gegn Besiktas á Anfield í Meistaradeildinni er skyldusigur og sem slíkur ekki eitthvað til að tapa sér yfir. En að vinna 8-0 er stórkostlegt afrek, alveg sama hvað menn vilja segja um mótherjana eða aðstæðurnar. Það er bara einfaldlega ekki hægt að taka þessi úrslit af liðinu, sama hvað menn reyna. 🙂

 54. Góður sigur og sannarlega gaman að hrifsa metið af Arsenal. Hvað er að því þó að menn vilji að stjórinn fagni aðeins á bekknum þetta á jú að vera leikur gleðinnar. Hann var meira að segja graf alvarlegur þegar við skoruðum 8 markið. Ekki var hann svo glaður heldur þegar að 6 markið kom gegn Derby bannaði liðinu nánast að sækja eftir það. Nú er bara að krossleggja fingur og vona að honum beri gæfa til að stilla upp sama liði um helgina gegn Fulham.

 55. Sælir félagar
  Ég er alveg sammála Kristjáni. Þetta er stórkostlegur árangur á sama hvaða mælistiku það er mælt. Það er talað um að meistaradeildin sé sterkasta deild í heimi. Sýnar menn auglýsa hana þannig. Þeir eru að gjaldfella deildina og sjálfa sig ef einhver lið í “sterkustu deild í heimi” ná ekki máli. Þetta eru öflugustu lið landa sinna á hverjum tíma og þó einhver þeirra séu í lægð og sðili illa einhverja leiki þá hlýtur styrkur deildarinnar að standa. Annars er sýn að selja flopp.
  Hvað róteringar varðar þá tek ég undir með Stjána #60 að það verður prófSSteinn ( 🙂 )á Rafa hvað hann róterar mörgum um helgina. Það verður, ég endurtek verður að launa mönnum góða spilamennsku með öðru en að skipta þeim út í næsta leik.
  Það er nú þannig

  YNWA

 56. Já þið sem vilduð sparka Rafa og hengja alla nema Gerrard. Sagði ykkur þetta, við erum best spilandi liðið og menn eiga bara að hlusta á Rafa enda hann sá færasti í dag.
  Hreyfing klassi eins og venjulega og loks nýttum við öll þessi færi sem við höfum verið að fá á þesus tímabili. Góður agi á varnarleiknum og gleði í liðinu, innanbúðarmál=bara kjaftæði í mönnum.

  Babel að gera frábæra hluti og eins og ég sagði þá verður hann heimsklassa-leikmaður von bráðar.

  Nú liggur leiðin upp á við, mörkin að hrynja inn. Þó svekktur yfir því að sjá ekki Kuyt.

 57. það að við skoruðum 8 var því að þakka að Kuyt var ekki í liðinu. Því Crouch var frammi ekki hlaupandi aftur á miðjum velli eins og smalahundur

 58. Gerrard hefur trú á Kuyt og ég líka,smalahundurinn kátur(kuyt) 🙂

 59. Jónas Árni, ertu ekki að grínast? Þú hrósaðir Liverpool fyrir að spila agaðan varnaleik og taldir það styrk að bakverðirnir tækju ekki þátt í sóknarleiknum. Horfðir þú ekki á leikinn í gær? Munurinn á Liverpool í gær og í síðustu leikjum var akkúrat að það liðið var að sækja á mikið fleiri mönnum og loksins tóku bakverðirnir þátt í sóknarleiknum – Arbeloa og Aurelio voru mjög virkir fram á við, voru sem sagt ekki mjög agaðir???

  Þessi sigur er ekki nóg til þess að sannfæra mig um það hvort Rafa er maður til þess að vinna deildina. Þetta var einn sigur, að visu stórglæsilegur en hann gefur okkur akkúrat ekkert einn og sér. Ég er ekki að detta í neitt þunglyndi eða draga úr því hversu geggjað þetta var í gær en ég ætla heldur ekki á flug. Rafa sýndi það í gær að liðið getur spilað frábæran fótbolta undir hans stjórn en hann verður að ná þessu fram í deildinni líka og í hverri viku án þess þó að ég sé að gera kröfu á 8-0 sigra í hverjum leik. Rafa hefur oft bent á að deildin sé langhlaup en ekki sprettur en mér hefur oft á tíðum fundist Rafa meiri spretthlaupari.

  Ég ætla rétt að vona það að Rafa læri eitthvað af þessum leik og haldi áfram að spila sóknarbolta on weekly basis en ekki bara þegar liðið er komið upp við vegg. Hann haldi þeim sem eru heitir inni og róteri mönnum þegar þeir standa sig ekki. Ég get ekki ímyndað mér að það geri einhverjum gott eftir svona sigur að vera settur á bekkinn og þess vegna vona ég svo innilega að Rafa breyti engu á móti Fulham ekki einu sinni þó að Torres verði heill.
  Núna þurfum við að taka nokkra góða sigra í röð og þá skulum við ræða hvort það hvort Rafa er rétti maðurinn í þetta. Ég var ánægður með hann í gær og vona svo sannarlega að ég verði það áfram:-)

 60. Frábær frammistaða og þrátt fyrir að Besiktas hafi ekki veitt mikla mótstöðu þá var rosalega gaman að sjá viðhorfið hjá Liverpool-leikmönnum sem gersamlega völtuðu yfir gestina alls staðar á vellinum og héldu áfram að koma jafnvel 4, 5 mörkum yfir. Sýnir endanlega að Benayoun á ALLTAF að vera í liðinu og að Babel á að fá fleiri sénsa.

  Ég skil ekki hvað menn geta verið að pirra sig á Leifi Garðarssyni og félögum né hvernig það væri betra að einhverjir harðir Liverpool-aðdáendur væru að sjá um upphitun fyrir Liverpool-leiki. Það er alveg eins leiðinlegt að hlusta á wank yfir hvað lið sé æðislegt eins og wank yfir hvað lið sé ömurlegt. Vandamálið með flesta þessa “pundits” hér á Íslandi er hvað þeir eru lélegir í að setja skoðanir sínar fram. Mér er alveg sama þó að Logi Ólafs eða Leifur Garðars segi eitthvað neikvætt um Liverpool en þeir kunna bara ekki að setja það fram á vitsmunalegan hátt sem er það sem er virkilega pirrandi.

  Ég er persónulega enginn sérstakur hatursmaður rotation-kerfis en mér hefur oft fundist eins og sumir benda á að Benítez rotate-i mönnum á vitlausum tíma frekar en að hann sé að rotate-a of mörgum. Eins og menn eins og Benayoun, Crouch, Cissé áður geti aldrei staðið sig nógu vel fyrir Benítez og þeim droppað strax eftir að hafa spilað vel. Eins og kemur fram í þessum pistli þá er það líka grátlega að hugsa til þess hvernig við höfum spilað síðustu 2-3 tímabil þegar við vitum öll að liðið getur vel spilað hraðan og öflugan sóknarbolta eins og í gær. Megum við spila eins og í gær sem allra oftast!

 61. Skrítið hvað menn er tilbúnir að kasta Kyut út í horn. Hann er kannski ekki sá klárasti á boltann en gefur sig 200% í alla leiki. Við höfum annann svona leikmann dauðans sem engum dettur í hug að gagnrýna!!

  Leikmaður eins og Kuyt er þvílíkt nauðsynlegur liði eins og Liverpool. Hver hafði hreðjar til að taka tvö víti á móti Everton á Goodison Park og skora úr þeim báðum. Hljómar kannski sáraeinfalt í derpy slag sem er venjulega með stressálag níu á Richter!! En er ekki svo einfalt þegar upp er staðið. Menn hafa klikkað á öðru eins.

  Þessi blessuð umræða um brosið/ekki brosið hans Benites er nú bara hlægileg. Ég upplifði Benites bara ánægðan og afslappaðan. Bara hans stíll. Kannski hefur honum fundist áttunda markið vera overkill!! 🙂 Nei ég segi svona. Ætli hann hafi ekki bara fundið til með Besiktas … hvað vitum við??!!

  Mér finnst skrítið að vera stilla Benites eitthvað upp sem hann sé að fara í próf í næst leik sem hann falli á ef hann róterar mikið.
  Bíddu… er ekki menn farnir að þekkja þjálfarann okkar??? Við vitum alveg að hann gæti þess vegna gert 5 til 6 breytingar í næsta leik. Meira að segja bara ekkert ólíklegt.

  Aftur á móti vona ég heitt og innilega að Aurilio og Arbeloa séu að komast í sitt besta form því við þurfum virkilega á þeim að halda.

  YNWA

 62. Frábær sigur og maður var eiginlega alveg gapandi hissa í leikslok. Við skulum njóta þessa sigurs vel en muna að hann gaf okkur bara þrjú stig. Vonandi munu leikmenn nýta þennan leik til að koma sér aftur á beinu brautina og byrja að innbyrða sigra í deildinni, það er ekki seinna vænna. Við erum ennþá bara 6 stigum frá toppnum og ef liðið er að hefja sigurgöngu með 5-6 sigrum í röð, eins og við vitum að það getur, þá er allt hægt!

 63. Hæjó.
  Loksins kominn í samband og tíma eftir langt ferðalag, m.a. á Anfield síðasta laugardag og spjall þar við fólk. Fékk því miður ekki miða á Blackburn eða Besiktas.
  Fyrir það fyrsta hylli ég leikmenn Liverpool sem sýndu stórkostlegan leik á Anfield á þriðjudaginn. Það er ótrúlegt afrek að hafa einbeitingu í að skora 8 mörk og fá ekkert á sig í svona leik. Frábært. Fannst Blackburn leikurinn ágætur á flestan hátt en ferlegt að nýta ekki eitthvað af þessum færum.
  Varðandi umræður um rotation hér á þessum link er ég bara alveg á því að menn eigi bara að bíða rólegir og sjá hvað verður í næstu leikjum. Ég er t.d. ekki sammála því að það eigi að vera sama lið á laugardaginn. Aurelio hefur leikið frábærlega í evrópuleikjum en átt erfitt í deildinni og Riise er ekki minn næsti kantmaður. Ég set líka ákveðið spurningamerki við Arbeloa í hægri bakverðinum gegn Fulham, væri alveg til í að sjá Finnan þar. Hins vegar vona ég að Crouch og Voronin haldi sætum sínum, en er ekki viss um það, Rafa hefur enn trú á Kuyt þó ég sé búinn að fá nóg af honum. Sat heillengi um helgina í bíl með leigubílsstjóra sem keyrir alltaf frá Living Room um helgar. Þar er Kuyt allar helgar og á lífinu, skiptir engu máli hvernig gengið hefur í leikjum, hann skeri sig alveg úr hvað þetta varðar, sem og fyrir hroka. Heyrði þetta svo líka á The Park yfir bjór um hádegi á laugardaginn, þar sem verið var að spjalla á næsta borði við mig hvernig liðið yrði seinna um daginn.
  Ekki jók þetta nú álit mitt á maraþonhlauparanum Dirk Kuyt.
  Hins vegar vona ég ekki að liðið hafi klárað kvótann sinn á þriðjudaginn, það er stundum svoleiðis, munurinn á leikjum er að skora. Blackburnleikurinn var fínn, ágætur að öðrum leyti en nýtingu færanna. Við erum komnir með lið sem fær alltaf 5 – 7 færi í leik, stundum fleiri. Við verðum að nýta 1-2 þeirra minnst. Þar finnst mér munurinn liggja.
  Eitt sem mér fannst skemmtilegt í umræðunni sem ég heyrði þarna á The Park var að það eru allir sannfærðir um að Heinze komi á Anfield, annað hvort í janúar eða næsta sumar. Fannst menn bíða spenntir eftir því.
  Ég veit það sosum ekki, en er alveg handviss að ef við værum með slíkan hafsent værum við búnir að spila nokkra leiki í vetur með 3-4-3 kerfinu.

 64. Gaman að fá svona “inside” upplýsingar Maggi -takk fyrir fínt það.
  Leitt að heyra þetta með Kuyt því hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Kannski er Kuyt ekki alveg að finna sig hjá Liverpool. Ég vil eiginlega ekki trúa því upp á sjómannssoninn að hann sé í einhverju rugli!! En hvað veit maður? Þessi goð okkar eru bara menn þegar allt kemur til alls.

 65. Ég hef nú ólíka sögu að segja af Kuyt því ég hef hitt hann í þrígang persónulega. Afar geðugur strákur í alla staði, ólíkt ákveðnum aðila sem spilar í rauðu treyjunni og ég nefni ekki á nafn (fyrsti stafurinn er Riise :-)).

  Ég er nú nokkuð viss um það eins og Maggi kemur inná, að það verður róterað á laugardaginn. Bara spurning um hvaða stöður það eru. Ég vil klárlega sjá þessa bakverði spila áfram og halda öftustu línunni algjörlega óbreyttri. Ég vil líka sjá Yossi halda áfram hægra megin. Það er helst vinstra megin sem ég vil sjá breytingu. Þar vil ég sjá Babel byrja, því ég hef ekki trú á því að Kewell sé klár í að hefja leikinn. Crouch á svo að vera frammi og þá er það bara spurning um hvor þjarkanna verði með honum. Ég persónulega vil gefa Dirk sénsinn á að bæta fyrir klúðrið á móti Blackburn (þrátt fyrir að Voronin hafi verið að spila vel gegn Besiktas). Það kemur meira að segja jafnvel til greina að setja Stevie á hægri kantinn og Yossi á þann vinstri.

 66. Merkilegt að heyra þetta með Kuyt og næturbröltið. Hrokinn er hinsvegar eiithvað sem virðist inngróið í nánast alla hollenska leikmenn.
  Ég hef hinsvegar enn mikið álit á Kuyt, við erum bara að nota hann vitlaust.

  Þegar Liverpool er að spila illa og vantar sterkan karakter sem hættir aldrei, hver er þá alltaf á fullu farti smitandi aðra með baráttu?
  Hver hætti ekki gegn AC Milan og minnkaði muninn í 2-1? Hver skoraði í útileiknum gegn Porto þegar var verið að algerlega yfirspila Liverpool?
  Hver er besta vítaskytta okkar í dag?
  =Dirk Kuyt.

  “Form is temporary, but class is permanent.” Kuyt hefur þetta extra(vinnusemi, auga fyrir spili, stungum o.fl.) sem getur skipt máli í stórleikjum EF restin að liðinu er að standa sig. Fyrir utan hvað hann er hrikalega sterkur líkamlega og heldur bolta vel. Hann er hinsvegar ekki leikmaður sem getur unnið leiki uppá eigin spýtur, hefur hvorki til þess hraða né tækni.
  Menn eru að lofsyngja Crouch núna útaf einum góðum leik. Kuyt var hinsvegar að spila frammi með Torres í 4-4-2 í byrjun leiktíðar og átti þá marga mjög fína leiki og náði upp góðum skilningi með Torres. Þeir eru enn langbesta framherjaparið okkar. Allt tal um að Kuyt sé orðinn 4.striker Liverpool er alger fjarstæða.

  Ef Liverpool notar Kuyt rétt (svo hann komist með boltann sem oftast við og inní teig) þá mun hann sýna sínar allra bestu hliðar. Til að draga fram kosti Kuyt þurfum við líka að hafa alvöru bakverði sem skapa vídd í sóknarleikinn og gefur honum meira svæði til að athafna sig. Kuyt er oft leitandi óþarflega aftur því hann er stöðugt með 1-2 menn í bakinu og engan á köntunum né miðjunni að gefa á í fyrsta.

  Stórkostlegur leikur Liverpool gegn Besiktas hafði mun meira að gera með endurkomu alvöru bakvarða og því að boltanum var spilað yfirvegað úr vörninni heldur en framherjunum. Þetta var leikur liðsheildarinnar þar sem allir voru klárir á sínu hlutverki og Gerrard t.d. var ekki hlaupandi um allan völl ætlandi að bjarga öllu. Menn létu boltann ganga og treystu hver öðrum.
  Liverpool er síðan bara allt annað lið þegar þeir hafa alvöru bakverði sem geta sótt og sent fyrir. Miðju og sóknarmenn hafa miklu meiri tíma á boltanum og geta tekið betri ákvarðanir. Þá koma kostir Liverpool líka í ljós. Við erum lið sem gengur best að spila fótbolta með heilanum og stjórna leikjum. Þannig spiluðum við í gamla daga og þann leik sáum við einmitt í senni hálfleik gegn Besiktas. Þegar við spilum þannig erum við lang langbesta liðið á Englandi og þó víðar væri leitað.
  Pollýönnu dúkkuspilið hjá Arsenal og eintómu hröðu færslurnar hjá Man Utd verða bara brandari við hliðina á alvöru fótbolta Liverpool. En til þess þurfum við betri bakverði og kantmenn en við höfum í dag.

  Ein albesta grein sem ég hef séð um Besiktas leikinn er þessi hér.
  http://sport.independent.co.uk/football/comment/article3135426.ece

  Er það kannski satt að Liverpool sé karakterslaust lið og án ryþma í dag sem lagar sig sífellt að leik andstæðinganna?
  Sama hversu mikill afburða snillingur Rafa Benitez er (sem hann er), getur verið að hann sé bara ekki rétti karakterinn fyrir þennan tiltekna klúbb? Hentar okkur þessi agaði evrópski meginlandsstíll? Þurfa leikmenn Liverpool meira á að halda leikgleði og sterkri liðsheild þar sem boltinn fær stöðugt að flæða???

 67. Arnór #78

  Það er ekki einu sinni verið að segja að Kuyt sé 4 besti strikerinn hjá Liverpool, hann er fimmti besti, sýnist á öllu að babel sé líka betri sóknarmaður. Já og Crouch er mun betri.

  og já ég er á því að Rafa henti mjög vel fyrir klúbb eins og Liverpool og sé fátt sem bendir til annars ef á heildina er litið.

  Varðandi gott flæði í síðasta leik þá þakka ég mikið frekar fjarveru varnarsinnaðra leikmanna sem koma mikið við sögu í sóknarleik Liverpool fyrir, þeim Kuyt og Sissoko, heldur en bakvörðunum, sem vissulega voru góðir.

 68. Þessi ágæti leigubílsstjóri hafði þau orð um Norðmanninn að þetta væri geðugur strákur “með heilann á vitlausum stað” 🙂 og hafði mikil geðprýðisorð um Carragher, Gerrard, Hyypia og Sissoko.
  Sagði Spánverjana ekki skilja kúltúrinn og væru nískupúkar en Crouch og Pennant væru “Southeneres, but OK lads”. Bellamy hafi verið stórfurðulegur en ekki gert neitt af sér.
  Hann viðurkenndi að vera Evertonmaður, en samt væri hann að lýsa málum af hlutleysi.
  En Dirk Kuyt hleypti hann ekki lengur upp í bílinn eftir að hafa skutlað honum af flugvellinum og Kuyt hafi boðið honum að borga með því að gefa honum leyfi til að taka mynd af sér í bílnum og birta hana.
  Ástæðan fyrir því að hann þekkti svo marga rauða væri sú að vinur hans væri einn eigenda Living Room og væri því alltaf þar í röðinni um helgar. Vildi nú meina það að Poolararnir væru oft úti á lífinu, en væru þó alls ekki miklir drykkjumenn.
  Alveg hörkuskemmtilegt að spjalla við svona kalla, við sátum í bílnum hans frá miðborginni út á John Lennon Airport og röbbuðum um þessi mál, hann sýndi okkur blokk sem Liverpool og Everton eiga nokkrar íbúðir í og margir nýliðanna búa í fyrst um sinn, núna t.d. Torres og Benayoun.
  Svona fyrir þá sem hafa gaman af svona blaðri.
  Mér finnst það alltaf gaman, því við megum finnst mér aldrei gleyma því að þessir drengir eru nú líka mannlegir og veikleikar þeirra og styrkleikar sem karakterar geta haft mikil áhrif á frammistöðu þeirra á vellinum.

 69. Ssteinn þótt að þér finnist Rise skíta karakter hefur það eitthvað með fótboltalega getu hans að gera?. Það getur vel verið að hann sé með hausinn á milli lappana á sér (gæti verið ástæðan fyrir því að boltinn flækist stundum fyrir honum). Hann átti stóran þátt í þremur mörkum á mót Besiktas og skalla á markið sem var varin á línu. Svo vil ég líka benda á það að hann spilaði í bakverðinum megnið af síðari hálfleik (frá að mig minnir 60. mínútu), fyrir þá sem hafa verið að gagnrýna Rise og lofa Aurelio. Ekki það að ég var stórhrifin af Aurelio í þessum leik. Hann fór ekki mikið yfir miðju en allar hreyfingar og sendingar til fyrirmyndar og hárréttar. (Stundum er betra að hreyfa sig rétt frekar en að hlaupa um eins og hauslaus hæna). En ég vil taka það fram að ég er engin aðdáandi Rise, mér finnst bara ekki réttlátt að dæma fótboltalega getu einstaklings eftir því hvort hann sé asni eða ekki. Svo vil ég meina að það sé þunn lína á milli hroka og sjálftrausts. Og ef leikmennirnir eru hrokafullir þá líður þeim væntanlega ekki eins og snáðanum í snjónum og það er bara gott mál fyrir liverpool. Sjáið t.d. fíflið hann Drogba.

 70. Enda reyni ég ekki að dæma frammistöðu Riise á vellinum eftir mínum persónulegu kynnum við hann. Hann átti alveg ágætis framlag í þessum leik, og ég tek það ekki af honum. Hann hefur aftur á móti verið afar dapur á þessu tímabili að mínu mati (reyndar eins og nokkrir aðrir leikmenn) og ég er einfaldlega á því að Aurelio sé klassa fyrir ofan hann sem bakvörður. Ég byggi það fyrst og fremst á því hvað ég hef séð af þeim inni á vellinum.

 71. Babu #79

  1) Ég bara skil ekki svona hugsunarhátt. Er Babel og Crouch orðnir á 1 nóttu miklu betri sóknarmenn en Kuyt? Hvar varstu í byrjun tímabilsins þegar Kuyt spilaði mjög vel og tók mikinn þátt í hröðum sóknarleik Liverpool og við spiluðum með 2 frammi?
  Fótbolti er ekki eins og hnefaleikar þar sem þú ert eingöngu jafngóður og síðasti bardaginn sem þú kepptir í. Kuyt er mjög góður leikmaður og þú munt sjá það þegar við fáum Torres og Alonso inn aftur og Liverpool hættir að spila varnarbolta með grótpassíva bakverði.

  2) Sammála því að Rafa ætti að vera hárrétta týpan fyrir Liverpool fótboltalega séð en eins og Maggi bendir á hér að ofan þá skilja þeir spænsku líklega ekki kúltúrinn í hafnarborginni. Rafa verður að fara hitta á rétta blöndu fljótlega enda eru nýju stjórnendur Liverpool mjög kröfuharðir á árangur.
  Ég er reyndar á því að það þurfi bara 1 frábær leikmannakaup í viðbót hægra megin og smá fínstillingu á hópnum til að senda okkur á toppinn.

  3) Ég er hræddur um að hversu góða sóknarmiðjumenn sem við höfum þá skiptir kantspilið miklu meira máli fyrir Liverpool. Við þurfum að ná upp sterkri liðsheild sem sækir að úr öllum áttum – Til hvers að hafa fljóta dútlandi sendingameistara á miðjunni ef það er enginn á köntunum til að gefa á? Þá hrúga lið bara mönnum á miðjuna gegn okkur og ekkert gerist frammá við og menn verða að gefa tilbaka = sama spilamennska og undanfarið.

 72. “Ég er reyndar á því að það þurfi bara 1 frábær leikmannakaup í viðbót hægra megin og smá fínstillingu á hópnum til að senda okkur á toppinn.”

  Þurfum við ekki miðvörð líka?

 73. Ég sá alveg Kuyt í byrjun þessa tímabils og hvað hann skoraði mikið af mörkum. Mér finnst hann bara ekki vera nógu góður sóknarmaður og það skapast mikið mikið meira hætta þegar t.d Crouch kemur inná, þá er ég alls ekki bara að miða við síðasta leik.

  • Crouch mætti reyndar alveg fá fleiri leiki til að “sanna” sig og það væri mjög gaman að sjá Liverpool spila fótbolta þó að Crouch komi inná, í stað þess að bomba alltaf bara á hann, hann er nefninlega fínn á boltann líka.
  • Babel er auðvitað erfitt að dæma svona strax og ég miða smá við tímabilið hans hjá Ajax í fyrra. En hann er bara hraðari og teknískari en Kuyt, og ég efa að hann skori minna fengi hann að vera frammi.
  • Voronin finnst mér var að mörgu leiti svipaður leikmaður og Kuyt og miðað við þetta tímabil vel ég Voronin frekar, hann er mun útsjónasamari.
  • Torres þarf ekkert að ræða, hann er gjörsamlega langbestur af þessum frammhrejum sem við eigum.

  Mitt mat er að Kuyt fengi t.d. akki mikið break í t.d. Arsenal, ManJú eða Chel$ki. Ég var að vona að tímailið í fyrra hefði verið það sem hann þurfti að læra á deildina og síðan myndi hann springa út í ár…en ég bara er ekki að sjá það gerast.

  Varðandi skemmtilegar sögur hjá Magga þá hljómar þetta eins og ekta leigubílstjóri í Liverpool sem kann sko vel listina að næla sér í gott þjórfé 😉 Einkenni leigubílstjóra frá Liverpool eru helst þau að þeir eru allir til í spjall og þeir eru allir með tölu Everton menn 😉

 74. “Mitt mat er að Kuyt fengi t.d. akki mikið break í t.d. Arsenal, ManJú eða Chel$ki.”
  Af hverju á Liverpool að miða leikmenn sína við hvort þeir kæmust í byrjunarlið þessara liða? Hvers konar minnimáttar hugsunarháttur er það? Eigum við að vera copy/paste af leikaðferðum annarra liða?

  Ættum við ekki mun frekar að miða mikið hærra en samanburð við þessi lið? Við erum nú einu sinni 5-FALDIR Evrópumeistarar…

  Baldvin, ég reikna með Agger og Carragher sem okkar miðvarðarpari og síðan erum við með Hyppia og Hobbs til vara. Reyndar væri fínt uppá framtíðina að fá varamiðvörð með reynslu ef hann getur einnig spilað bakvörð eins og t.d. Heinze. Okkar vandi er samt enn mestur á köntunum.

 75. þó svo að Babel hafi skorað 2 mörk(sem er jú gott, mörkin eru aðalatriði í þessum blessaða leik) þá vitið þið alveg hvernig þessi mörk voru.Babel er góður og verður eflaust betri, en hann hefur líka átt lélegan leik svo að manni leið illa og það hafa flestir leikmenn átt.Ekki gleyma því þegar menn dásama alla leikmennina núna þá voru þeir með buxurnar á hælunum í leiknum þar áður (skoðið gamla spjallið) .Svo ekki gleyma því sem að á undan er gengið.Ég vil sjá Torres og Crouch saman en ég held að Torres geti verið með hverjum sem er, en hann er nýr og þarf að aðlagast betur og að fá að spila fleyri leiki og þá elsku Liv,aðdáendur sjáið þið snilling.Og ég segi enn og aftur við erum með 5 frábæra framherja(sagði reyndar 4 síðast):-)

 76. Arnór vertu alveg rólegur í dramatíkinni. Ég tók þetta nú bara sem dæmi, aðallega vegna þess að þetta eru okkar helstu samkeppnisaðilar…….það er á allra vitorði, getur flett því upp.
  Flokka það nú ekki beint undr minnimáttarkend, finnst það reyndar bara fullkomlega eðlilegt að miða við þessi lið að einhverju leiti, enda var ég með þessu aldrei að segja að við værum eða ættum endilega að spila eins og þessi lið.

  Ef við tökum þetta á dramatíkinni og miðum við að við erum 5 – FALDIR Evrópumeistarar (smá kjánahrollur) þá held ég einmitt að Kuyt væri ekki heldur í sambærilegum liðum, Real, AC til dæmis…….og þá meina ég alls ekki. 🙂

 77. Þorir einhver að taka bet um að sucidalssissoko og kaldikuyt verði ekki í liðinu á móti fulham. Þessi þjálfari er örugglega rosalega klár og allt það en það kom berlega í ljós á móti besiktas hvað er að honum, hann fagnar ekki því sem vel fer. Því miður þá er þetta ekki maðurinn til að stýra Liverpool í þá átt sem sannir aðdáendur vilja sjá þá, hver t.d. heldur að Paul Anderson fái tækifæri þarna á næstu misserum. Losum okkur við Slena áður en það verður of seint og ráðum aston villa þjálfarann áður en hann gerir þá að betra liði en okkar. Burt með Benitez takk

 78. Babu, ég er bara að röfla þér til að koma þessum þræði yfir nr.100 múrinn! Öllu gríni fylgir samt einhver alvara.

  Mér finnst t.d. þessi blinda aðdáun margra hér á Arsenal illskiljanleg og við ekki eiga að reyna líkjast því liði helst á nokkurn hátt.
  Það eru líka ansi margir hérna sem leita alltaf að neikvæðum hlutum við okkar leikmenn til að gagnrýna en hugsa aldrei um ýmsa kosti sem þeir hafa framfyrir leikmenn annarra liða.
  Fókusinn er alltaf vitlaust stlltur fyrst á hin liðin í stað þess að hugsa bara um okkar eigin mál. Liverpool á einfaldlega að vera skör hærra og við að setja okkur viðmið sem þau ráða ekki við.
  Liverpool finnur aldrei sinn eigin karakter í að stjórna leikjum ef við erum alltaf í eltingarleik og miklum fyrir okkur helstu andstæðinga.

  Ef ég man rétt þá sendu m.a. bæði Real og Milan ásamt öðrum stórliðum útsendara til að skoða Kuyt og það voru nokkur lið að spá alvarlega í honum enda var hann einn af bestu leikmönnum hollensku deildarinnar nokkur ár. Kuyt væri heldur aldrei búinn að vera í hollenska landsliðshópnum svona lengi (og spilað á HM) ef hann væri ekki mjög góður leikmaður.

  Bíddu með að dæma Kuyt í ár þangað til hann fær aftur að spila í sinni stöðu. Ekki sérðu mig vera að atyrða t.d. Babel þó hann sé langt frá því að hafa standið undir væntingum. Mér dettur það ekki til hugar enda er hann ekki að spila sína réttu stöðu á vinstri kantinum.

 79. Þvílík og önnur eins vitleysa. Það að Rafa skyldi ekki fagna 8 markinu gegn Besiktas gerir það að verkum að hann er óhæfur og fagni ekki því sem vel fer??? Nei hættið nú alveg. Og er þetta ekki maðurinn til að stýra Liverpool í þá átt sem sannir aðdáendur vilja sjá??? Hann hefur verið að stýra Liverpool til titlasöfnunar, ég tel mig vera í hópi “sannra aðdáenda” og að mínum dómi þá er akkúrat áttin sem ég vil sjá liðið fara í sú að landa titlum.

  Þessi Rafa gagnrýni er svo oft komin út í svo miklar öfgar að maður á ekki orð yfir þetta lengur. Og hvað er það í spilunum sem segir manni að O’Neill fari með liðið í réttari átt? Gæti ekki alveg eins verið að liðið myndi hætta titlasöfnun ef hann tæki við?

 80. Arnór þú ert aðeins að mikla fyrir þér þennan samanburð minn á Liverpool og okkar andstæðingum. Það sem Kuyt hefur sýnt síðan hann kom til Liverpool hefur bara ekki heillað mig, því miður og ég sé það ekki breytast. Kannski þyrfti hann að spila meira í “sinni” stöðu, það er sem framherji, ekki mjög framliggjandi varnarmaður.

  Og ég geri ráð fyrir að öll lið skoði þann mann sem er markahæstur í Hollandi……en það þýðir ekki að þau bjóði í hann. En mér fannst Kuyt spennandi kostur þegar hann komog svo máttu heldur ekki misskilja, mér finnst Kuyt langt í frá alslæmur leikmaður, finnst hann bara ekki nógu góður sem sóknarmaður.

  Bjarni þú flokkast undir þessa ofur hyper, lötu og illa ígrunduðu gagnrýnendur að mínu mati. Og hvurn andskotann hefur O´Neill sannað umfram Benitez?

  P.Andersson fengi fleiri tækifæri ef hann væri nógu góður….ekkert útilokað neitt svosem að hann fái tækifæri.

 81. Hvaða helvítis væl er þetta endalaust um að Benitez hafi ekki fagnað þegar áttunda markið kom átti maðurinn að taka þrefalt heljarstökk, flikkflakk og arabastökk þegar Crouch skoraði hefði mönnum liðið betur þá?
  Orðin frekar þreytt umræða, mér persónulega finnst þetta merki um professionalisma, þ.e.a.s. að vera ekki að núa þessum um nasir Besiktas manna. Hann vann kannski stærsta sigur í sögu meistaradeildarinnar en hann veit líka að hinir töpuðu stærsta tapi í sögunni og líður alveg nógu illa án þess að 47 ára gamall maður sé hoppandi um fyrir framan þá, en það er nú bara mitt álit

Byrjunarliðið

Síðumál