United eða Arsenal?

Það hafði hvarflað að mér að skrifa einhverjar pælingar hérna í dag en á endaum hætti ég við það, allavega þangað til stórleik dagsins er lokið. Þannig að í stað þess að ég komi með pælingar langar mig til að gefa ykkur lesendunum orðið og biðja ykkur um að svara einfaldri spurningu:

Hvort höldum við með Man U eða Arsenal á eftir? Það er, eigum við að halda með Arsenal af því að það er raunhæft að Liverpool geti náð United í deildinni, eða er það of langsótt og eigum við því að vona að United vinni Arsenal sem missi af lestinni í baráttu við okkur og Chelsea um 3. og 2. sætið?

Með hvoru liðinu eigum við Púllarar að halda? Orðið er ykkar. 🙂

23 Comments

  1. Sorrí, ég er bara þannig og hef verið síðan 1989 að ég get ekki haldið með Arse í neinu. Varðandi deildina, þá segi ég bara og vona að leikurinn endi á réttan veg. Það er ekki til neitt lið sem ég “hata” meira en Arse…

  2. Auðvitað höldum við með Arsenal á eftir. Við erum ekkert að fara að gefast upp. Það er ekki stíll Liverpool.

  3. Tjahh, þegar stórt er spurt Kristján… 🙂

    Er jafntefli ekki bara málið? Ef jafntefli verður niðurstaðan erum við tólf stigum á eftir Man U og þremur á undan Arsenal…

    Diplómatískt svar, og frekar ódýrt, ég veit :biggrin2:

  4. Ég gæti aldrei nokkurn tímann haldið með United. Markmiðið er líka alltaf að ná næsta liði fyrir ofan sig og núna er það Chelsea, en þegar við verðum búnir að ná þeim er næsta markmið einfaldlega manchester united. Á meðan okkur gengur vel að ná þessum markmiðum fara Arsenal ekkert framúr okkur.

  5. Frekar vil ég að Arsenal vinni leikinn, ef að Manure vinna þá er eins og við höfum gert þeim greiða með því að vinna Chelsea í gær og styrkt stöðu Manure í toppsætinu.
    Annars spái ég jafntefli.

  6. Það er ekki raunhæft að Liverpool nái Man Utd úr þessu – við erum búinir að klúðra okkar málum sjálfir. Horfumst í augu við það. Lið sem tapar stigum í aulaleikjum eins og Liverpool í vetur verður ekki meistari. Því vil ég að Man Utd vinni Arsenal í dag og þar með styrkir það stöðuna í 3. sætinu. Það væri fínn árangur í vetur miðað við allt og allt. Svo má auðvitað reyna að ná dollunni í Meistaradeildinni ? miði er möguleiki.

  7. HALLÓÓ!

    Þetta er ekki einu sinni val, COME ON ARSENAL.

    Ég hreinlega neita því að trúa að við séum úti er varðar keppni um titilinn. Tapi ManU í dag, þá eru 11 freaking stig á milli liðanna, og þeir eiga bæði eftir að heimsækja Mekka fótboltans og Bryggjuhverfið í London. Þar eru heil 6 stig töpuð :biggrin:

    Arsenal eru fyrir neðan okkur og hvers vegna í fja…… ættum við að styðja manu í dag?

  8. ?Undir engum kringumstæðum – ég endurtek – undir engum kringumstæðum, heldur þú með Manchester United.”
    – Þetta sagði mér einu sinni Fúsi sem kenndur er við Fowler. Hann er einn sá harðasti í bransanum og er ég honum fyllilega sammála í þessu.
    Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta… áfram Arsenal!

  9. Arsenal.. man engin eftir því hverjir lentu í öðru sæti. eg vil ögna man utd með efsta sætið

  10. Arsenal… að sjálfsögðu, erum við ekki að stefna á toppinn? Hvernig sem þessi leikur fer þá eru úrslit helgarinar góð!!!

  11. :confused:Jafntefli eru bestu úrslitin. Það er raunhæft að reyna að ná öðru sætinu og Arsenal er hættulegra lið en C$$$$$$ svo jafntefli er best því það er ekki hægt að halda með manu :laugh:

  12. Auðvitað Arsenal. Við hljótum að vilja minnka bilið mili okkar og toppliðsins þrátt fyrir að sigur í deildinni sé afar ólíklegur.

    Svo skiptir ekki öllu máli hvort 3. eða 4. sætið verður hlutskipti Liverpool í vor. Bæði sætin gefa rétt til þáttöku í undankeppni Meistaradeildar og 3. sætið hefur fátt umfram 4. sætið.

  13. Fagna þessari spurningu,,,,,

    Það er ekkert verra á þessu jarðríki en Man utd. og sem sannur Liverpool aðdáandi óska ég Utd tapi í hvert sinn sem þeir spila.

    Var staddur á pöbb útí í Liverool sem var gjörsamlega pakkaður, þurfti að sitja á gólfinu ásamt fjölda fólks. Það gjörsamlega trylltist allt þegar Arsenal skoraði sigurmarkið, þar á meðal fögnuðu hörðustu Liverpool aðdáendur…..Staðreyndin er bara að erkióvinur Liverpool er Man Utd,,,,Það er ekkert verra en Man Utd,,og Everton þar á eftir…. :biggrin2:

  14. Tel að ekki sé séns í helvíti að ná fyrsta sætinu, smá sjens á öðru sætinu en aðalbaráttan verður um þriðja sætið við arsenal. Því vil ég frekar fá bil á milli liverpool og arsenal en að minnka bilið á milli liverpool og man utd. Veit ég er glataður en jafnframt óþolandi raunsær. :confused:

    Hef samt átt í töluverðri sálarkrísu vegna einmitt ofangreindrar spurningar, arsenal eða man utd.

  15. Það að segja að það sé “ekki séns í helvíti að ná fyrsta sætinu” kallast ekki raunsæi, heldur einfaldlega svartsýni. 🙂

    14 leikir eftir, 11 stig í Man U – og þeir eiga enn eftir að spila á útivelli gegn okkur, Chelsea, Portsmouth, Tottenham og Man City. Á meðan að erfiðustu útileikir Liverpool sem eru eftir eru Newcastle, Aston Villa og Portsmouth!

    Auðvitað er raunsæja takmarkið að reyna við annað sætið, en það er ekki fræðilegur möguleiki að maður sætti sig við annað sætið þegar að það fyrsta er enn möguleiki.

  16. Hrikalega væri gaman að laumast framúr þeim báðum! Ég held allavega ennþá í vonina!

  17. Þetta eru já 5 í næsta og 11 á toppinn. Móra-menn í tómu tjóni þar til Terry kemur og bjargar brúnni frá hruni og United eiga lang erfiðasta prógramið eftir. Þeir eiga eftir að fara á marga erfiða útivelli og svo eiga öll þessi lið eftir að mæta dýrvitlausum fallbaráttuliðum þegar fer að líða á vorið. Það eru 42 stig í pottinum og ég segi eins og fyrri ræðumenn að ég held ennþá í vonina. Eins og menn ræddu hér á síðunni þá áttum við 5 erfiða útivelli fyrir jól sem allir töpuðust þannig að það lítur betur út prógrammið hjá okkar mönnum en liðunum í kringum okkur. Þó að þetta virðist vera jafn vonlaust eins og að halda að Ísland vinni Frakkland í HM til að komast áfram, þá er þetta tölfræðilega mögulegt.

  18. Vera bjartsýnir strákar!Við höldum bara ekki með United, svo einfalt er það!Ég neita að gefa upp vonina á að komast upp fyrir United. ÁFRAM ARSENAL!!!!!

  19. Vera bjartsýnir!Við höldum bara ekki með United, svo einfalt er það!Ég neita að gefa upp vonina á að komast upp fyrir United. ÁFRAM ARSENAL!!!!!

Liverpool – Chelsea 2-0

Warnock til Blackburn (STAÐFEST)