Lucas Neill kemur í vikunni

Jæja, okkar maður Chris Bascombe greinir frá því að Lucas Neill komi líklega til Liverpool fyrir leikinn gegn Chelsea. Þessi kaup, sem Rafa vildi klára síðasta sumar, eru því að öllum líkindum loksins að ganga í gegn en Stephen Warnock fer til Blackburn í staðinn. Bascombe segir að líklega verði um hrein skipti að ræða.

Liverpool vildi upphaflega fá 500 þúsund pund á milli en Blackburn er ekki að gefa sig.

Þetta eru fín tíðindi. Neill er sterkur leikmaður sem hefur reynslu úr úrvalsdeildinni og hann mun gefa Finnan smá færi á að anda. Einnig getur hann spilað í miðverðinum og því er spurning hvort Paletta verði lánaður?

Í það minnsta eru fyrstu “alvöru” kaup janúargluggans líklega að klárast, semsagt leikmaður sem mun spila slatta út tímabilið.

20 Comments

  1. Já þetta er hið besta mál. Reyndar þykir manni ávallt leitt að horfa á eftir uppöldum leikmönnum fara en það er klárt mál að Neill er leikmaður sem hjálpar okkur meira en Warnock.

    Það eru nokkrir uppaldir leikmenn sem maður bjóst við meira af en hafa verið seldir á undanförnum árum:

    David Thompson til Coventry fyrir £2,750,000 (03.08.2000).
    Dominic Matteo til Leeds United fyrir £4,750,000 (18.08.2000).
    Stephen Wright til Sunderland fyrir £3,000,000 (15.08.2002).
    Jon Otsemobor til Rotherham United fór frítt (01.07.2005).
    John Welsh til Hull City í skiptum fyrir Paul Anderson (01.01.2006).
    Zak Whitbread Millwall fyrir £200,000 (13.06.2006)
    Neil Mellor Preston fyrir £500,000 (30.08.2006)
    Stephen Warnock í skiptum fyrir Lucas Neill (væntanlegt).

    Þetta eru allt leikmenn sem áttu að vera næsta framtíð Liverpool en annað hvort voru þeir ekki nógu góðir eða þáverandi þjálfari mat sem svo að þeir væru ekki nógu góðir s.s. ekki nógu góðir!

    Ég vona að Warnock haldi sér heilum og nái að slá í gegn almennilega hjá Blackburn. Hann hefur alla burði til að vera toppleikmaður hjá þeim.

    Hvað varðar að lána Paletta þá held ég hann hafi gott að því að vera út tímabilið hjá Liverpool og verði síðan lánaður allt næsta tímabil til liðs í næst efstu deild í England t.d. Stoke?

  2. Ég hef séð lítið með honum en það litla sem ég hef séð finnst mér hann ekkert merkilegur :confused:

    Ég get ekki flokkað hann sem heimsklassaleikmann, fínn upp á breiddina örugglega. Okkur vantar hinsvegar gæði frekar en magn 🙁

  3. Eflaust mjög góður leikmaður en hefur ekki sýnt sitt rétta andlit í Englandi. Það er bara staðreynd að Suður-amerískum leikmönnum hefur gengið mjög illa að aðlagast enska boltanum, sama hversu góðir þeir hafa verið annarsstaðar. Get nefnt nokkra leikmenn sem voru frábærir í öðrum löndum en fundu sig ekki í Englandi, Juninho, Veron, Emerson, Asprilla og Silvinho.

    Það er bara staðreynd að það eru gífurleg viðbrigði að fara frá Ítalíu og Spáni og spila á Englandi, hvað þá að fara frá Suður-Ameríku til Englands að spila. Vissulega gæti reynst Liverpool liðinu vel en bind þó ekki miklar vonir við hann verði hann fenginn til liðsins.

  4. UPPS,,, þetta svar að ofan tengist umræðunni af pistlinum fyrir ofan og átti ekki að koma í tenslum við Lucas Neill,,,,En kannski í umræðunni um bakverði,,,hvernig væri að skoða Gareth Bale hjá Southampton?…Skal játa að ég hef ekkert séð til hans en heyrt mikið talað um hann.

    Ekki veitir af að styrkja vinstri bakvarðarstöðuna eins og hún hefur verið í vetur. Jafnvel framtíðar bakvörður þarna á ferð.

  5. Andri Fannar: Ég veit ekki betur en varðandi hægri bakvörð vanti okkur akkúrat frekar magn en gæði. Við höfum einn gæðabakvörð en ef hann meiðist þurfum við að fara að færa menn úr sínum bestu stöðum.

    Einare: Eigum við ekki að segja að það sé nóg að fá einn 17 ára vinstri bakvörð í mánuði. Auk þess er Southampton að fara upp á það háar upphæðir, 7 millz punda, að Manchester United týmir ekki að kaupa hann, hvað þá að Liverpool fari að borga það. Eflaust mjög efnilegur leikmaður en Liverpool hefur ekki sýnt að þeir séu tilbúnir til að borga svona háa upphæð fyrir svona ungan leikmann. Kannski það breytist með yfirtöku DIC en ef ég á að segja alveg eins og er þá vona ég eiginlega ekki. Ég kann ágætlega við þennan minnimáttar stimpil sem Liverpool hefur á sér og titillinn verður bara enn þá sætari þegar hann loksins kemur.

  6. Er ekki LN vinstri bakvörður? Hann gefur þá ekki Finnan mikið frí.

  7. Lucas Neill er fyrst og fremst hægri bakvörður en getur annars spilað allar stöðurnar í vörninni.

  8. Já það er rétt Þröstur að Lucas Neill er fyrst og fremst hægri bakvörður eða miðvörður, hann er ekki ólíkur Carra nema hann er með betri tækni og losar boltann betur frá sér.

    Staðreyndir um Lucas Neill:
    Fæddur 8.mars 1978 í Sidney (Ástralía). Hann er 185 cm á hæð.

    Hann hóf feril sinn í England þann 13. nóv 1995 með Millwall og spilaði 153 leiki með þeim og skoraði 13 mörk. Var seldur þaðan til Blackburn árið 1991 (7.sept) og var upphæðin ekki gefin upp. Með Blackburn hefur Lucas spilað 187 leiki og skorað 5 mörk.

    Hann hefur verið fastamaður í ástralska landsliðinu síðan 1996 og spilað með því 29 landsleiki.

    Lucas Neill hefur verið fyrirliði Blackburn undanfarin tímabil ásamt því að vera fyrirliði Ástralíu í lok síðasta árs.

    Það er því alveg á hreinu að ef hann kemur þá mun hann styrkja hópinn og spila fullt af leikjum en hann mun eiga á brattann að sækja við að slá Steve Finnan út úr byrjunarliðinu. Mun klárlega var fyrsti maðurinn á bekknum og getur leyst þá bæði bakvarðar- og miðvarðarstöðuna af hendi.

  9. Niell hefur spilað vinstri bakvörð og Emerton hægri bakvörð, en Niell er þó fyrst og fremst hægri bakvörður. Ég vil þó meina að Stephen Warnock sé allt í lagi en ekkert meira en það. Hann hefur aldrei verið neitt frábær fyrir Liverpool. Á einmitt vel heima í svona meðalliði þar sem hann getur verið með skárri mönnum.

  10. David Thompson til Coventry fyrir £2,750,000 (03.08.2000).
    Dominic Matteo til Leeds United fyrir £4,750,000 (18.08.2000).
    Stephen Wright til Sunderland fyrir £3,000,000 (15.08.2002).
    Jon Otsemobor til Rotherham United fór frítt (01.07.2005).
    John Welsh til Hull City í skiptum fyrir Paul Anderson (01.01.2006).
    Zak Whitbread Millwall fyrir £200,000 (13.06.2006)
    Neil Mellor Preston fyrir £500,000 (30.08.2006)
    Stephen Warnock í skiptum fyrir Lucas Neill (væntanlegt).

    Held að allir geti verið sammála um það að það er engin eftirsjá eftir þessum leikmönnum, þó er alltaf gaman að sjá stráka koma upp úr unglingaliðinu og vinna sér sæti í aðalliðinu. Verð að játa að ég er farinn að sakna þess að hæfileikaríka stráka koma upp í aðalliðið. Hér áður skiluðu sér reglulega ungir strákar upp í aðalliðið eins og Fowler, Macca, Owen, Gerrard, Redknapp og Carra.
    Batt miklar vonir við Mellor en svo virðist sem ekki hafi ræst úr honum.
    Veit ekki til þess að einhver vonarstjarna sé að koma upp í bráð, en það væri óskandi að það kæmi einhver á svipuðum styrkleika og þeir sem nefndir eru að ofan upp í aðalliðið í bráð.

  11. Fínt að fá samkeppni um stöðuna hjá Finnan en hann er búinn að sanna sig sem einn allra traustasti bakvörðurinn í deildinni og verður ekki svo glatt sleginn út, en gott að fá mann sem getur hvílt hann. Lucas Neil getur, eins og fram hefur komið, spilað nær allar varnarstöðurnar sem er fínt en ég set spurningarmerki við eitt.

    Ef við hugsum nokkra mánuði tilbaka hverjum hefði þá dottið í hug að menn væru þvílíkt ánægðir og margir yfir sig spenntir og hrifnir fyrir að fá Lucas Neil ! Common. Fyrir utan að vera frekar illa liðinn frá gamalli tíð – getur hann varla talist feitur biti og einn af betri varnarmönnum sem hægt er að ná í. Þetta er akkúrat það sem mér finnst vera varahugavert og vera að grassera hægt og bítandi hjá okkur, þ.e. að detta niður í meðalmennskuna og reyna að réttlæta enn ein svona kaupin (Húlli gerði nú þokkalegar gloríur í þessum efnum).

    Við erum LFC og eigum og megum aldrei sætta okkur við meðalmennsku og eitthvað annað en að vera á toppnum að berjast við þá bestu og um þá bestu. Ekki eitthvað haga seglum eftir vindum núna því það væri skynsamlegra að kaupa færri fyrir hærri upphæðir og fækka meðalmönnunum, T.d. Zenden, Pennant, Bellamy, Gonzales, Aurelio o.s.frv. More quality instead of quantity.

    YNWA

  12. H.Daði, Lucas Neill er frábær varnamaður, sem við erum að fá nánast ókeypis. Horfirðu á HM í sumar og hefurðu horft á Blackburn spila? Hann er fyrirliði liðsins og getur spilað allar stöður í vörninni. Hann er líka betri hægri bakvörður en 14 milljón punda portúgalinn hjá Chelsea.

    Við erum í dag með besta hægri bakvörðinn í ensku deildinni og því ljóst að Neill er keyptur til að veita samkeppni. Það hefur vantað meiri breidd í vörnina og Neill er frábær í það hlutverk.

    En svo er líka alltaf hægt að vera fúll yfir því að við skulum vera að kaupa menn, sem heita ekki Ronaldinho.

    Gaman að sjá líka að þú telur Craig Bellamy sem meðalmann. Hann er sennilega búinn að vera heitasti sóknarmaður deildarinnar í desember og janúar.

  13. Já ég skil ekki af hverju við fengum ekki Daniel Alves til okkar fyrir 20 milljónir punda í stað þess að fá Neill í beinum skiptum fyrir þriðja vinstri bakvörðinn okkar… :confused:

  14. Hahahahaha Þetta finnst mér alveg frábært. “Við erum með besta bakvörðinn í deildinni”!!!

    Hvað hefur maður heyrt þetta um margar stöður? Besta markmanninn, miðvörðinn, besta miðjumann heims!, besta framherja deildarinnar, bestu miðju deildarinnar o.s.frv.!

    Af hverju erum við þá ekki ofar í þessari fjandans deild ef við erum með alla bestu mennina?

    Annað. Þetta lof á Steve Finnan hef ég aldrei skilið, ætlum við virkilega að verða besta lið heims með hann sem bakvörð, já hann er solid en kæmist ekki í neitt stórlið í heiminum. Síðan er þessi Neill. ENN EINN FOKKING MEÐALMAÐURINN.

    Ástæðan fyrir því að LFC hefur ekki getað rassgat á Englandi er þessi helvítis meðalmennsku kaup linnulaust. Þetta er óþolandi. Algjörlega. Frá tímum Souness hafa meðalmennsku kaup einkennt liðið. Hvenær ætla menn að átta sig á því að til þess að verða besta lið heims, eða segjum bara Englands, þá VERÐUM við að kaupa menn sem eru nógu góðir í það verkefni? Andri Fannar orðaði þetta afar vel “gæði frekar en magn”.

    Að lokum til umhugsunar: Hvernig ætlum við að vinna deildina með menn sem hafa leikið og fallið með Southampton og Birmingham og leikmenn sem hafa verið í meðalmennsku með Boro og Blackburn???

    Menn sem hafa alltaf verið meðalmenn eða á botninum verða aldrei neitt meira en það.

  15. “Við erum í dag með besta hægri bakvörðinn í ensku deildinni og því ljóst að Neill er keyptur til að veita samkeppni. ”

    Finnan er fínn, en hann er ekki það góður að hann sé óumdeildur besti hægri bakvörður deildarinnar. Eins og maður hatar nú Man Utd, þá er Gary Neville nú helvíti góður. Ekki að ástæðulausu að hann hefur átt hægri bakvarðarstöðuna hjá Man Utd núna í meira en áratug.

    Annars eru þeir nú nokkrir líka sem hafa verið heitari en Bellamy í des/jan. Nægir þar að nefna Oba Martins sem hefur skorað 7 mörk, Didier Drogba sem hefur skorað í nánast öllum Chelsea leikjunum frá því í des, Robin van Persie o.fl.

    But I get your point, Bellamy hefur virkilega tekið við sér núna nýlega, og sýnt sitt rétta andlit, enda virkilega góður leikmaður þar á ferð.

    Og Kiddi, David May var nú nokkrum sinnum Englandsmeistari með Man Utd, og jafnvel Evrópumeistari. Doesn’t make him a great player though 🙂 (sjálfur hef ég þó ágætar mætur á Djimi Traore og hefði viljað sjá hann áfram í Liverpool)

  16. Það var einmitt punkturinn – þetta komment um Djimi var svar við þessari setningu:

    Menn sem hafa alltaf verið meðalmenn eða á botninum verða aldrei neitt meira en það.

    Djimi Traore er tæpast mikið meira en meðalmaður og er búinn að vera ansi mikið á botninum eftir að við seldum hann – en hann getur nú samt stært sig af því að vera Evrópumeistari.

    Þetta var bara svona smá ábending um að sleggjudómar eru jafnan ansi brothættir…

  17. Ég get nú ekki sagt að ég sé sammála því að meðalmennskukaupin séu að draga Liverpool niður. Mér finnst frekar að þegar við erum að reyna að kaupa stórstjörnurnar þá floppa þær.

    Stan Collymore varð dýrasti leikmaður Bretlandseyja þegar hann var keyptur á 8,5 milljónir punda. Hann floppaði.

    Emile Heskey varð dýrasti leikmaðurmaður í sögu Liverpool þegar hann var keyptur á 11 milljónir punda. Hann átti eitt ágætistímabil en floppaði svo.

    El-Hadji Diouf var heitasta nafnið eftir HM 2002 og var keyptur á 10 milljónir punda. Hann floppaði.

    Djibril Cissé varð dýrasti leikmaður í sögu Liverpool þegar hann var keyptur á 14 milljónir punda. Hann hefði örugglega hentað vel í skyndisóknaboltann hans Houllier en hentaði ekki í leikplanið hans Benitez. Þannig að hann floppaði.

    Ef þessir leikmenn hefðu allir staðið undir væntingum værum við væntanlega í töluvert betri málum. Í heildina má segja að aðeins tveir leikmenn sem við höfum keypt á yfir 7 milljónir punda hafi orðið lykilmenn í Liverpool, Dietmar Hamann (8 millz) og Xabi Alonso (ca. 11 millz). Kuyt gæti átt eftir að komast í þennan hóp en ég bíð með að setja hann strax þangað. Annars höfum við verið að byggja liðið upp á fínum leikmönnum sem við höfum fundið og keypt fyrir “lítinn” pening eins og Hyypia (2,6 millz), Sissoko (5,5 millz) Reina (6 millz), Finnan (3,5 millz), Luis Garcia (6 millz). Að sjálfsögðu verða þeir ekki allir að stórstjörnum en þannig er bara þessi bransi.

… 21 árs og afskrifaður?

Liverpool búið að hafa samband við Fifa vegna Mascherano.