Hvar er hann?

player_mcmanaman.jpg
Það kemur stundum fyrir að ég hugsa hvar ætli þessi leikmaður sé staddur eða hinn sem spiluðu með Liverpool fyrr á árum. Margir hafa farið í þjálfun sbr. Steve McMahon, John Barnes (gekk ekki vel), Steve Nicol, Bruce Grobbelaar, Steve Staunton o.s.frv. Aðrir hafa snúið sér að fjölmiðlum á einn eða annan hátt td. Alan Hansen, Jamie Redknapp, Jan Molby (var einnig stjóri um tíma) og John Aldridge. En hvað varð um Steve McManaman?

Steve McManaman er leikmaður sem gladdi mann í þau 9 ár sem hann var í Liverpool en rosalega var ég pirraður út í hann þegar hann fór á “bosman” til Real Madrid í vorið 1999. McManaman spilaði 272 deildarleiki fyrir Liverpool og skoraði 46 mörk í þeim og var oft eini ljósi punkturinn í liðinu á þessum árum. Hann fór til Real Madrid og vann m.a. meistaradeildina með þeim 2 sinnum en náði aldrei að festa sig almennilega í sessi þrátt fyrir að standa sig ávallt vel þegar hann spilaði. Macca fór því næst til Man City og var það enginn frægðarför og þegar samningurinn hans rann út vorið 2005 var almennt talið að hann væri hættur knattspyrnuiðkun. En nei skv. BBC Sport þá er Macca hugsanlega [á leið til Hong Kong Rangers](http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/6171473.stm) strax á nýju ári. Spurning hvort ekki sé laust pláss í Grindavík?

10 Comments

  1. Mikið svakalega fílaði ég manninn. Bjó yfir ótrúlegum hraða og leikskilning.

    Var brilliant hjá Real og hápunkturinn þegar hann skoraði á móti Valencia í úrslitaleik CL.

    Mér fannst alltaf ótrúlegt að honum skyldi leyft að fara frá Liverpool en ætli Hullier hafi bara ekki verið sama.

    Merkilegt samt hvað þessir uppáhaldsleikmenn manns hér á árum áður hafa brunnið fljótt upp eins og McManaman, Redknapp, Fowler og Owen. Kannski eru það bara meiðslin sem fara svona með menn?

    Áfram Liverpool!

  2. Houllier reyndi eins og hann gat að halda í Macca en hann vildi fara og neitaði að skrifa undir nýjan samning. Því fór hann til R.Madrid frítt. Hins vegar var ávallt gefið í skyn að RM ætlaði eingöngu að semja við Macca til að selja hann og græða pening á honum (ekki ólíkt og gert var við Owen).

  3. Verð að játa að mér fannst hálf sorglegt að horfa á feril hans fjara út hjá Real. Hann stóð sig vel þegar hann fékk tækifærin en þau voru bara alltof fá.
    Því miður fékk hann alltof góðan samning hjá Madrid sem gerði það að verkum að hann hafði ekki lengur metnað í spila fótbolta eftir að hann kom þangað og gerði sér það að góðu að mæta á æfingar og taka við launaseðlinum. Hann ákvað að eyða bestu árum sínum á spænskum sólarströndum frekar en á fótboltavellinum. Var alltaf að bíða eftir að hann myndi gefast upp á bekkjarsetunni og snúa aftur heim. Þegar hann snéri loks til Englands var hann alveg búinn að vera sem knattspyrnumaður.

  4. Það er erfitt að baða sig á sólarströndum í kringum Madrid sem er inn í miðju landi 🙂

    Macca og Fowler voru hryggjarstykkið í mjög svo skemmtilegu liði Liverpool sem blómstraði sóknarlega á árunum 1994-1997. Því miður var varnarleikur liðsins eins og allir muna… ja ekki nógu góður.

    En Macca stóð sig vel sérstaklega fyrsta árið hjá Real og sér alveg örugglega ekki eftir tíma sínum þar. Frábær leikmaður þegar hann var upp á sitt besta!

  5. samkvæmt kenningu einare þá missti McManaman (vá hvað þetta er asnalegt nafn að skrifa) metnaðinn í Real Madrid. Samt svoldið skrýtið að sjúkraþjálfarinn í Man city taldi meinið liggja í mjöðminni á honum. Nema metnaðurinn hafi legið þar og læknirinn hafi skorið hann burt!
    Ástæðan fyrir því að þetta Madrid dæmi gekk ekki upp var sú að það lið byggðist ekki upp í kringum hann (skiljanlega) meðan hjá Liverpool fékk hann allt það frelsi sem hann þurfti. McManaman to Fowler, goal – ohh, það voru skemmtilegir tímar!

  6. Humm,,,er nú vel að mér í landafræði og get hvergi séð að ég hafi minnst á einhverjar sólbaðsstrendur í Madrid, heldur minntist ég á sólbaðsstrendur á Spáni og eins og flestir vita þá er Spánn aðeins meira en bara Madrid.

    Vil minna á að hann fór til Real 27 ára spilaði mikið fyrstu leiktíðina en næstur þrjár leiktíðir var hann einfaldlega á bekknum og kom inná í flestum sínum leikjum. Vissulega er það mettnaður að fara til Real en þegar maður gerir sér það að góðu að sitja á bekknum þrjár leiktíðir þegar leikmaður er á sínum bestu árum finnst mér bera vott um mettnaðarleysi. Eftir aðra leiktíðina hefði hann átt að biðja um sölu og fara til stórliðs þar sem hann hefði fengið meira að spila. Meiðslavandræði hans byrjuðu ekki fyrr en hann var orðinn 31 árs á sínu síðasta tímabili með Real.

    Tek það samt ekki af honum að meðan hann var heill leikmaður var hann frábær spilari og titlarnir sem hann vann verða ekki teknir af honum. Hann gerði rétt á sínum tíma að yfirgefa Liverpool þó svo að hann hefði mátt gera það á annan hátt, skrifast þó líka á reikning stjórnarmanna Liverpool.

  7. McManaman fór frá Liverpool því stjórnin vildi ekki borga honum sambærileg laun og í boði voru t.d. hjá man utd. Man ekki tölurnar en held þeir hafi ekki viljað fara uppfyrir 55 þús pund á viku. Síðan fór hann til Real og fékk miklu meira, 90 þús pund að mig minnir. Þá kom stjórnin og sagði sjáiði hann vildi 90 þús, við gátum aldrei borgað það. Og málið var dautt. En það þýðir ekki að hann hafi verið að biðja um þá tölu frá Liverpool þótt hann hafi síðan samið eins vel og hann gat við Real. Fljótlega eftir þetta sprengdi Liverpool samt þessa tölu sem þeir vildu hæst bjóða honum fyrir menn sem hafa afrekað mun minna hjá klúbbnum, og sumir þeirra afrekuðu aldrei neitt. McManaman var nú valinn maður klúbbsins 3 ár í röð!!!
    Þannig að Liverpool voru of íhaldsamir og misstu af lestinni meðan önnur lið streymdu framúr.

  8. Ekki það að ég nenni að fara út í þessa McManaman umræðu aftur núna mörgum árum seinna. Það er samt alveg ljóst að hann dró Liverpool gjörsamlega á asnaeyrunum á sínum tíma. Hann sagði 3 dögum fyrir undirskrift hjá Real Madrid að hann væri bara að fara að skrifa undir samning við Liverpool og það væru bara örfá formsatriði eftir. Svo um leið og hann mátti skrifa undir hjá öðru liði, þá var allt klárt og búmm.

    Þætti gaman að vita hvaðan þessar tölur sem þú ert með eru frá komnar. Fyrir hvern var launaþakið sprengt fljótlega á eftir?

  9. fljótlega var ekki rétt orðalag. Síðan þá hafa hlutirnir breyst nær því kannski frekar. Við erum núna alveg samkeppnisfærir fyrir rétta menn þrátt fyrir að við getum aldrei og ættum ekki að reyna að yfirborga lið eins og chelski. Við héldum Gerrard t.d. þrátt fyrir að launapakkinn frá þeim hafi örugglega verið hærri. Einnig er nú hægt að eyða peningum fljótt með 2-3 meðalmönnum sem ekki skila sínu sbr. Diao umræðu hér um daginn.
    Tölurnar komu bara aftast úr heilanum en ekki ætla ég segja að þær séu réttar enda getur enginn staðfest þessar tölur alveg nema fundurinn hafi verið skrifaður niður eða tekinn upp á band. Punkturinn var bara að við vitum aldrei alveg hvað gerist bakvið tjöldin. En eftir að leikmaður er farinn er hægt að benda á nýju launin hans og segja “sjáiði hvað hann bað um mikið”. Það þýðir ekki samt alltaf að það sé rétt. Stundum biðja menn um tölu hjá sínu liði sem er hafnað og fá síðan hærri tölur á öðrum stað.
    McManaman fór á hæsta Bosman samningi sem gerður hafði verið þannig að kannski var aldrei hægt að keppa við það. En við vitum ekki hvort hann krafði Liverpool um það sama!

  10. Nei en bottom line-ið hjá mér var það að hann dró Liverpool á asnaeyrunum með því að segjast alltaf vera við það að skrifa undir nýjan samning, alveg þar til “korteri” fyrir að hann gat nýtt sér Bosman (og menn vita hvað það þýðir í sambandi við greiðslur til leikmanns).

Hverjir verða þá fjórða besta liðið í borginni?

Verður Crouch seldur í janúar?