Neill á leiðinni, Kromkamp og Warnock frá Liverpool og Diao kyrr

SVo virðist vera sem að síðasti dagur félagaskipta ætli að verða viðburðarríkari en við áttum von á.

Í grein í [Liverpool Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=17657203%26method=full%26siteid=50061%26headline=neill%2don%2dbrink-name_page.html) heldur Chris Bascombe eftirfarandi fram:

* Tilboði Liverpool í Lucas Neill uppá 2 milljónir var hafnað.
* Blackburn vilja Stephen Warnock + peninga fyrir Neill (sem á 1 ár eftir af samningnum). Það er hins vegar tóm steypa
* Liverpool eru sennilega tilbúnir að skipta beint á þessum tveim mönnum.
* Jan Kromkamp fer til PSV í dag fyrir 2 milljónir punda
* Salif Diao verður áfram hjá Liverpool þar sem hann gat ekki samið um laun við Recreativo á Spáni. Hann er á svo háum launum núna hjá Liverpool.

Þetta verður spennandi dagur.

13 Comments

  1. Mig langar að tala aðeins um hjörtu þessara manna 🙂

    Hjartað í Kromkamp slær greinilega ekkert fyrir Liverpool. Það sést bara þegar hann spilar. Því miður, því mér finnst hann ágætis leikmaður. En þessvegna get ég alveg sætt mig við að hann fari.

    Lukas Neill er uppalinn Liverpool aðdáandi og við vitum því hvar hjarta hans liggur. Hann myndi því gefa sig allan í þetta! Vona bara að hann sé ekki of grófur eða klaufskur.

    Hjartað í Warnock er klárlega hjá Liverpool en hann er bara löngu hættur að vera efnilegur (hann er jafn gamall Gerrard. Þessvegna verður hann að finna sér klúbb sem hæfir sinni getu.

    Hjartað í Diao virðist ekki slá fyrir fótbolta, heldur peninga. Svo hann ætlar bara að halda áfram að mjólka þá út hjá Liverpool! Frábært! :rolleyes:

  2. Ég verð nú bara að segja að ég skil vel afstöðu Diao. Af hverju ætti hann ekki að hugsa um sjálfan sig í þessu máli?

  3. Af hverju að skipta á Neill og Warnock? Það er rétt að hann er ekki lengur efnilegur heldur beinlínis góður. Og uppalinn Liverpool maður. Mér lýst bara ekkert á Neill og hvað þá ef það á að fara að fóra góðum og gildum púllurum fyrir hann. það er skítalykt af þessu.

  4. Kannski vegna þess að þegar við seljum Kromkamp, þá vantar okkur cover fyrir Finnan og Warnock er númer þrjú í röðinni í vinstri bakvörðinn og mun því ekki spila mikið af leikjum og vera tekinn fram yfir þá Riise og Aurelio. Að mínu mati nokkuð skynsamlegt og engin skítalykt (þó svo að mér sé ekki vel við Neill, þá veit ég að hann er afar öflugur varnarmaður).

  5. Ég vil alls ekki missa Warnock, þrátt fyrir að hann sé orðinn vinstri bakvörður nr. 3. Minnist enn og aftur á langt season, þarf að vera góð breidd. Riise er til dæmis meiddur núna, hvað gerist svo ef Aurelio myndi meiðast? Warnock á klárlega eftir að spila eitthvað í vetur og leysa það ágætlega af hendi. Svo er hann líka uppalinn Liverpool maður og svoleiðis menn vil ég helst ekki missa.

    Seljum Kromkamp á 2 mills, hækkum boðið í O´Neill uppí 3 og málið látið. Allir sáttir.

  6. Agger hefur reyndar líka talsvert spilað í vinstri bakvarðarstöðu, bæði með landsliðinu og fyrrverandi félagsliði sínu, þannig að þetta er líklega sú staða sem við erum með mesta breidd í.

    Líkar alveg ágætlega við Warnock. En ég set hann í hóp með strákum eins og S.Wright, D.Thompson, D.Matteo ofl. sem eru fínir fótboltamenn og með hjartað á réttum stað, en eru hreinlega ekki nógu sterkir til að gera alvöru atlögu að því að bæta byrjunarlið okkar (eða vera næsta cover fyrir byrjunarliðsmann og nálægt honum í getu).

  7. Diao getur þakkað Gerard Houllier fyrir þennan frábæra samning. Kaup Húlla árið 2002 hljóta að vera ein lélegustu kaup fótboltasögunnar(El-Hadji Diouf, Salif Diao og Bruno Cheyrou).

    Hvernig væri að taka upp símann og biðja Húlla að losa okkur við Diao, við eigum það inni hjá honum að mínu mati. Veður ekki Lyon í seðlum þessa dagana eftir tvær risa sölur (Essien, Diarra). Einnig hlítur hann að geta slípað til demantinn sinn Pongolle. Hvað gerðist átti ekki Lyon að hafa áhuga á honum?

    Það er aðdáunarvert að sjá hversu Benitez hefur verið duglegur að losa sig við alla þá meðalmenn sem Houllier hafði náð að safna saman. Af þeim 40 leikmönnum sem Húlli verslaði eru einungis 4-5 leikmenn nógur góðir fyrir Benitez.

    Það væri bull að skipta slétt á Warnock og Neill, hvað þá að borga pening á milli. Warnock hefur verið að banka á landsliðs dyrnar, bara það á að hækka verðmiða hans um 1-2 milljónir ef allt er eðlilegt. Svo á Neill 1 ár eftir af samningi sínum, þannig að verðmiði hans á öllu samkvæmt að vera lægri en gengur og gerist (hver man ekki eftir sölunni á Owen til Madrid á 8 millj þegar eðlilegt verð hefði verið 20 millj, bara vegna þess að samningur hans var að renna út ári síðar).

    Kromkamp má að mínu mati fara, hann er ekki nógu góður fyrir Liverpool eins og ég hef áður komið inn á. En auðvitað verður Liverpool að fá rétt verð fyrir hann (2-3 millj). Það er engin spurning í mínum huga að Liverpool sé mun líklegra til árangurs í deildinni með Neill í hægri bakverðinum en Kromkamp.

    Mér er samt spurn afhverju eru LFC að standa í þessu síðustu dagana fyrir lokun markaðar? það hefur legið fyrir í nokkrar vikur að LFC væri með hugan við kaup á Lucas Neill. Með því að bíða með að leggja inn tilboð þangað til síðustu andartök fyrir lokun markaðar setja púllarar Blackburn í mun betri samningaaðstöðu en þeir voru í fyrir nokkrum vikum síðan.

  8. Held að þetta sé einmitt öfugt Krizzi. Pressan er öll á Blackburn, því ætli þeir sér að fá aura fyrir Neill, þá verða þeir að klára það fyrir lokun gluggans. Gagnvart Liverpool, þá er verið að kaupa back-up leikmann og því enginn raunveruleg pressa. Ef hann kemur, þá fínt ef það er rétt verð, ef hann kemur ekki, þá annað hvort sleppa þeir því að láta Jan fara, eða treysta á að nota Carra, Paletta eða Guthrie í hægri bak, ef Finnan myndi meiðast.

    Held einmitt að menn séu að setja góða pressu á Blackburn með þessu. Annars vitum við svo ekki hvenær fyrsta tilboð í Neill var lagt fram, það má vel vera að þetta sé búið að vera í process mun lengur en blöðin hafa verið að velta þessu upp. Það er nú ansi oft þannig.

  9. SSteinn: “..ef hann kemur ekki, þá annað hvort sleppa þeir því að láta Jan fara, eða treysta á að nota Carra, Paletta eða Guthrie í hægri bak, ef Finnan myndi meiðast.”

    Er ég sá eini sem sá Lee Peltier spila mjög vel í hægri bak á undirbúningstímabilinu?

  10. Auðvitað meinti ég Peltier :biggrin: I hang my head in shame :tongue:

  11. Það getur vel verið að tilboðið hafi verið lagt inn fyrir einhverjum vikum síðan eða í þessari viku hver veit. Það breitir því ekki að menn eru að reyna að ganga frá þessu nokkrum klukkutímum fyrir lokun gluggans.

    Það lítur ekki út fyrir að það sé mikil pressa á Blackburn, annars hefðu þeir nú valla hafnað 2 milljón punda tilboði í hann.

    Þetta verða spennandi klukkutímar.

  12. Mér líst bara ágætlega á því að skipta Warnock út fyrir Neill. Warnock verður varla fastamaður í Liverpool liðinu úr þessu en Neill gæti aftur á móti sett góða pressu á Finnan.

    Diao virðist ætla að taka “Bogarde” á þennan samning sinn. Furðulegt að vilja ekki taka á sig launalækkun í staðinn fyrir að fá að spila og endurlífga steindauðan knattspyrnuferil. Græðgi og ekkert annað! Er ekki hægt að borga svona menn út og segja þeim að drulla sér í burtu?

Pongolle lánaður

Kromkamp farinn til PSV