Brottför Mellor staðfest

Þá er búið að staðfesta það að Neil Mellor er horfinn á braut. Góður drengur þar á ferð en átti enga framtíð hjá félaginu. Ég vona svo sannarlega að hann komi til með að slá í gegn hjá Preston. Talað er um að hann hafi farið á 500.000 pund og skrifað undir þriggja ára samning við þá.

Maður mun aldrei gleyma tveimur mörkum sem kappinn setti fyrir okkur. Annars vegar á lokamínútunni gegn Arsenal á Anfield forðum daga, þegar þakið á stúkum vallarins ætlaði að rifna af og svo hins vegar markið hans gegn Olympiakos, sem setti Evrópuævintýri okkar af stað á sínum tíma.

Varð þeirrar gæfu aðnjótandi eitt sinn að eiga langt og gott spjall við kappann. Jarðbundnari knattspyrnukappa er eflaust erfitt að finna og heillaðist ég mikið af þessum persónuleika. Hann er afar metnaðarfullur og ég er handviss um það að ef hann heldur sér heilum, þá á hann eftir að setja ófá mörkin fyrir sitt nýja félag.

Sjá hér

4 Comments

  1. Já sammála þessu með mörkinn … þau voru rosalega skemmtileg. Ég var að horfa á leikinn vs. Arsenal og var orðinn frekar pirraður á því að hann var að enda 1-1 þegar Mellor nelgdi utan af kanti fram hjá Lehmann á 89.min c.a … snilld!

  2. Man ennþá eftir arsenal leiknum, það rétta er það voru komnar 3 min yfir venjulegan leiktíma og aðeins 12 sec eftir þegar hann skoraði þetta magnaða mark. tæpara gatt það ekki verið 😉 og hvað ég fagnaði mikið þessi leikur á eftir að lifa lengi í minningunni 😉

  3. Í Olympiakos leiknum gaf hann líka stoðsendinguna á Gerrard með skalla á frábæran hátt.

    Góður drengur og gangi honum vel í framtíð.

    YNWA

Söngvarinn Dirk Kuyt

Pongolle lánaður