Rafa: Bilið að minnka!

Rafa telur að Liverpool hafi alla burði í ár til að [keppa við Chelsea](http://home.skysports.com/list.aspx?HLID=409395&CPID=8&title=Rafa:+Gap+closing+on+Chelsea&lid=&channel=Football_Home&f=rss&clid=14) um titilinn í vetur. Að Liverpool sé búið að brúa bilið þrátt fyrir að Chelsea eyði mest allra liða ár hvert.

“They spend more than everybody else every summer, but when we put a side on the pitch against them they know we will match them. We have beaten them in cup competitions, it does not matter how much money they spend, 11 against 11 for us always gives us a chance.”

Og þjálfari Chelsea segir að Liverpool séu betri í dag en Chelsea og að Liverpool eigi að vinna leikinn, Chelsea liðið sé einungis á 50% styrk.

“They will feel that they are in much better condition than Chelsea, so they have to win the game. If they lose against a Chelsea side at just 50 percent of their quality, that could affect their confidence ahead of the Premiership season.”

Djöfull er pirrandi hvað hann fer í taugarnar á mér, þetta er svo vitlaust!.

6 Comments

  1. Mourinho er alveg gjörsamlega óborganlegur. Hvernig hann fær það út að Liverpool sé með 100% styrk, en Chelsea bara með 50% styrk er alveg magnað. Einsog að einn leikur í undankeppni Meistaradeildarinnar breyti öllu þar um.

    Alltaf gaman af fólki, sem tryggir sig fyrir leiki og gera lítið úr hugsanlegum sigri andstæðinganna.

  2. Ef þetta ætti að vera rétt, segir það þá ekki ýmislegt um lélegan undirbúning stjórans á liðinu? Annars held ég að allir sjái í gegnum þessi ummæli að hann er að reyna að gera lítið úr hugsanlegum ósigri eins og Einar Örn segir.

  3. Já…Mourinho en merkilegur kall. Má þó eiga það að hann er með sálfræðina á hreinu og kann að pirra andstæðingana hvort sem hann tapar eða vinnur.

    En það er annað í þessu sem mér finnst líka alveg rosalega pirrandi. Mér finnst eins og Rafa sé aðeins of mikið með hugann við Chelsea og hvað þeir eru að eyða og on and on. Vil fá aftur gamla góða Rafa sem hugsaði bara um sitt eigið lið og var ekkert að dissa hin liðin og þeirra eyðslu, því fæst orð bera að sjálfsögðu minnsta ábyrgð.

    Kemur líka þannig til mín að hann sé að búa sér til afsökun fyrir sig og liðið ef þeir ná ekki Chelsea. Annars er ég ekkert beint að dissa kappann enda besti stórinn á plánetunni þessa stundina 🙂

  4. > Mér finnst eins og Rafa sé aðeins of mikið með hugann við Chelsea og hvað þeir eru að eyða og on and on

    Hvernig í ósköpunum færðu það á tilfinninguna?

  5. Hefur það virkilega farið fram hjá þér að í nánast öllum viðtölum sem hann gefur þá minnist hann á hvað Chelsea er að eyða miklu í leikmenn ?!

Beckham

Enn einn leikmaður frá Houllier farinn.