Af hverju er Gerrard ekki í markinu?

Alan Hansen er snillingur, en hann er líka bullari. Á tímum kemur hann með svona gullmola – einsog þessa lausn hans á [Wayne Rooney vandamálinu fyrir enska landsliðið](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/4964924.stm):

>Personally, I think the answer is to play Joe Cole just off Owen and move Gerrard to the left, giving him a remit to roam.

Í alvöru talað? Besta miðjumann í heimi á vinstri kantinn? Hvaða landsliði öðru en því enska dettur í hug að láta besta leikmanninn sinn ekki leika í sinni bestu stöðu? Bara á Englandi. Alls staðar annars staðar væri lið byggð í kringum Gerrard, en í enska liðinu virðist hann vera einhvers konar afgangsstærð, sem er vegna hæfileika sinna alltaf settur í mestu vandræðastöðuna.

Þvílík vitleysa.

18 Comments

  1. Hann er besti leikmaður Liverpool og hann er látinn fylla uppí vandræðastöðuna okkar á stórum köflum. Þá hlýtur Rafa Benitez að vera svipaður bullari og Hansen? Eða er ég að misskilja þig eitthvað?

  2. Hann er besti leikmaður Liverpool og hann er látinn fylla uppí vandræðastöðuna okkar á stórum köflum – hægri kantinn. Þá hlýtur Rafa Benitez að vera svipaður bullari og Hansen? Eða er ég að misskilja þig eitthvað?

  3. Biddu afhverju ekki að hafa bara Cole á vinsti kantinum og Gerrard í frjálsu hlutverki fyrir aftan Owen.. yrði örugglega sterkt þar sem þeir þekkja hvern annan mjög vel…

  4. Ég skil nú ekki alveg hvað þér finnst svona fáránlegt við þessa hugmynd Hansens. Gerrard er búinn að spila í frjálsu hlutverki á kantinum hjá liverpool meira og minna í allan vetur og var á dögunum valinn leikmaður ársins fyrir frammistöðu sína í því hlutverki. Hvað er þá svona stórkostlega vitlaust við að vilja spila honum í svipuðu hlutverki fyrir landsliðið?

    Ekki nóg með að það leysi vandræðastöðuna í landsliðinu heldur losar það líka Erikson við þann hausverk að þurfa að púsla miðjunni saman til að koma bæði Gerrard og Lampard fyrir þar. Ég las einhvers staðar um daginn að ekkert landslið hefði nokkurn tíman unnið stórmót án þess að vera með a.m.k. einn varnarsinnaðan miðjumann í liðinu. Með því að skella Gerrard í frjálst hlutverk á vinstri kantinum er hægt að leyfa lampard að hafa sitt sókndjarfa hlutverk og láta carrick (eða hverjum sem erikson dettur í hug að spila þarna) sjá um að vernda vörnina.

    Gerrard á kantinum er ekki hans besta staða en ef það gerir liðið betra þá er það vel þess virði að prófa það. með Cole rétt fyrir aftan Owen gætu svo hann og Gerrard skipst á stöðum öðru hvoru í leiknum, svona svipað og Gerrard og Garcia hafa verið að gera hjá liverpool þegar Garcia hefur spilað fyrir aftan Crouch. Ég get eiginlega ekki betur séð en að þessi hugmynd Hansen sé beint uppúr leikkerfabókinni hans Benitez, bara búið að skipta um kant.

  5. Ótrúlegur málafluttningur Einar, hreint út sagt ótrúlegur. Þetta er í lagi hjá Liverpool en ekki enska landsliðinu!

  6. Ótrúlegur málafluttningur Einar, hreint út sagt ótrúlegur. Þetta er í lagi hjá Liverpool en ekki enska landsliðinu!

  7. >Ég get eiginlega ekki betur séð en að þessi hugmynd Hansen sé beint uppúr leikkerfabókinni hans Benitez, bara búið að skipta um kant.

    Nei, á þessu er að mínu mati mikill munur. Við höfum hjá Liverpool tvo frábæra miðjumenn, auk Gerrard. Hansen er hins vegar að tala um að færa besta miðjumanninn útá vinstri kant og setja **varnarmann** í miðju hlutverkið.

    Málið, sem fer í taugarnar hjá mér varðandi enska landsliðið (ekki að ég haldi mikið með því) er að Gerrard er ALLTAF einhver aukastærð hjá því liði. Hlutirnir virðast snúast fyrst um að koma Lampard fyrir, svo Beckham og svo á Gerrard að mæta afgangi. Það er að mínu mati vitlaus hugsunarháttur.

    Að mínu mati væri miklu betra að stilla upp

    Cole – Lampard – Gerrard – Beckham
    Crouch – Owen

    heldur en

    Gerrard – Lampard – King – Beckham
    Cole – Owen

    En ég veit að fullt af fólki er ósammála mér.

    Já, Gerrard hefur spilað á hægri kantinum hjá okkur í vetur, en það talar enginn af alvöru um að það sé hans besta staða. En munurinn á Liverpool og enska landsliðinu er að Liverpool er með 3 topp miðjumenn, en enska landsliðið bara tvo (eða allavegana tvo, sem SGE hefur trú á – Carrick virðist ekki njóta mikils trausts).

  8. Hjá Liverpool er hann að leysa stöðu sem er honum mjög eiginleg, og það vegna þess að það bjóðast nægir kostir á miðjunni en ekki á kantinum.

    Hjá enska landsliðinu, í fjarveru Rooney, er bara tvennt skynsamlegt í stöðunni að mínu mati:

    1. Að taka annan framherja inn, þá annað hvort Peter Crouch eða Jermain Defoe (Bent er of óreyndur til að vera annað en varaskeifa) og jafnvel nota þá báða til jafns, bara haga því eftir andstæðingnum hvor þeirra er notaður (Defoe þá við hlið Owen gegn lakari andstæðingum, Crouch settur í að halda boltanum gegn sterkari vörnum).

    2. Setja inn annan miðjumann við hlið Lampard, t.d. Michael Carrick eða Ledley King, og færa Gerrard upp í “holuna” fyrir aftan Michael Owen.

    Það er **EKKI** góð lausn að láta Gerrard fara á vinstri kantinn og Joe Cole í framherjann eða holuna. Þá ertu einfaldlega búinn að taka tvo lykilmenn í liðinu og setja þá báða í stöðu sem þeir eru óvanir og ekki upp á sitt besta. Gerrard væri upp á sitt besta sem second-striker, eða í holunni, en ekki á vinstri væng, og öfugt gildir um Joe Cole.

    Mér finnst líklegt að Eriksson kjósi sér þetta byrjunarlið í fyrsta leik á HM:
    Robinson

    Neville – Ferdinand – Terry – A. Cole

    Beckham – Lampard – Carrick – J. Cole
    Gerrard
    Owen

    Með þeim fyrirvara að ef Ashley Cole er ekki orðinn heill myndi Carra væntanlega fylla þá stöðu, og möguleikanum á að færa Gerrard niður á miðjuna á kostnað Carrick og setja inn annan framherja, þá yfirleitt gegn lakari mótherjunum.

    Þið megið ekki gleyma öðru sem mælir vel með því að láta Gerrard spila fyrir aftan Owen; þeir þekkjast ofurvel og ef einhver getur þefað hlaupin hans St Mike uppi með góðum sendingum er það Stevie G. Það þekkir enginn miðjumaður hreyfingar Owen betur!

    4-4-1-1 með Gerrard í holunni gegn erfiðari andstæðingum, 4-4-2 með Crouch/Defoe frammi og Gerrard á miðjunni gegn lakari andstæðingum. Sjáið bara til, ég *veit* ég hef rétt fyrir mér. 😉

  9. Einar, ef að fimm mönnum datt nákvæmlega það sama í hug á undan mér þegar ég las þetta þá getur vel verið að þú hafir alla vega kannski tekið fullt djúpt í árinni. Ég myndi alltaf spila enska landsliðinu 4-5-1. (Sumir myndu segja að með Rooney þá sértu alltaf að spila 4-5-1 því hann fellur alltaf svoldið tilbaka.)
    Þá skiptir heldur ekki alveg nákvæmlega hver heitir að eiga að spila hvað. þetta er ekki handbolti.
    En Carrick, aftastur og svo Beckham, Cole, Gerrard og Lampard ( í stafrófsröð nb) er náttúrulega ekkert slor miðja. Jafnvel ein sú öflugasta. Og þá skiptir ekki höfuðmáli hvar hver þeirra á nákvæmlega að spila ef þeir hafa smá frelsi og þetta smellur saman.
    Eins og stuðningsmenn Liverpool vita þá er liðsuppstilling eitthvað sem er dreift út fyrir leik til að misvitrir sjónvarpsþulir finni fyrir öryggi en ekki eitthvað niðurnjörfað.

  10. bara ítreka það sem ég sagði. Setjið Gerrard fyrir aftan Owen. Cole og Beckham á kantana og Lampard og carrick á miðjuna. málið dautt…

  11. Eins og ég reyndi að benda á fyrr að þá held ég að erikson verði að reyna að koma varnarsinnuðum miðjumanni fyrir í liðinu og þar finnst mér eiginlega enginn annar en michael carrick koma til greina. Gerrard og Lampard virka ekki nógu vel saman og Gerrard er miklu fjölhæfari en Lampard og því skynsamlegra fyrir liðið að spila Gerrard úr sinni stöðu en Lampard (merkilegt hvað allir virðast vera sammála þessu þegar kemur að enska landsliðinu en samt eru einhverjir ennþá á því að Lampard sé betri leikmaður :rolleyes:).

    Hvað það svo varðar að hafa Gerrard í holunni og Cole úti á vinstri kanti að þá er það bara mín skoðun að Gerrard er miklu betri þegar hann kemur á ferðinni á vörnina en þegar hann þarf að skapa eitthvað á minna svæði. Cole er teknískari leikmaður og ég held bara að hann myndi nýtast betur sem aftari sóknarmaður en Gerrard. Með þessu er ég alls ekki að segja að Gerrard á að vera fastur úti á kanti, það væri skelfing, hann verður að hafa frelsi til að sækja inn á miðju og að markinu, bara svipað og hann hefur haft á hægri kantinum hjá Liverpool.

    Ef allir væru heilir hjá enska landsliðinu er ég meira að segja á því að þeirra sterkasta lið væri með Gerrard í þessarri stöðu á hægri kantinum og Beckham einfaldlega á bekknum (eða jafnvel fórna lampard fyrir beckham og gerrard þá á miðjuna).

    Owen
    Rooney
    Cole – Lampard(Gerrard) – Carrick – Gerrard(Beckham)

    með Rooney meiddann þá vildi ég sjá liðið

    Owen
    Cole
    Gerrard – Lampard – Carrick – Beckham

    og ítreka það að Gerrard þarf að hafa fullt frelsi í þessarri stöðu og Cole dettur því niður á vinstri kantinn þegar á þarf.

    Þetta er að mínu mati best fyrir liðið, þó svo að Gerrard sem einstaklingur sé miklu öflugari í stöðunni sem er ætluð lampard í þessum kerfum. Fótbolti er liðsíþrótt og það er það sem skiptir höfuðmáli í þessu öllu saman.

  12. hmm, eitthvað skolaðist þessum liðsuppstillingum til, vantar eiginlega “preview” taka fyrir kommentin – býður ekki MT upp á svoleiðis? Annars átti í báðum tilfellum að hafa Owen fremstan og svo einn mann fyrir aftan (Rooney / Cole) og svo þeir 4 síðastnefndu að mynda miðjuna.

  13. Í alvöru talað? Besta miðjumann í heimi á vinstri kantinn? Hvaða landsliði öðru en því enska dettur í hug að láta besta leikmanninn sinn ekki leika í sinni bestu stöðu?

    Þú veist náttúrulega að það voru umræður í gangi fyrir áramót um að skella Gerrard á bekkinn því hann var svo slakur með landsliðinu.

    Og eins og Gerrard segir sjálfur, þá er Rooney langmikilvægasti leikmaðurinn í þessu landsliði.

    Eriksson veit hvað hann syngur.

  14. Steven Gerrard slakur með landsliðinu ? Það er eitthvað sem hefur algjörlega farið fram hjá mér. Það var nú í mörg á sem Gerrard var lukkudýr Enska landsliðsins en á þeim tíma tapaði Enska landsliðið ekki með hann innanborðs. Sennilega einungis bara um tilviljun að ræða en samt sem áður skemmtileg staðreynd.

    Ef að ég stjórnaði þessu blessaða landsliði myndi ég kippa Lampard úrr liðinu. Einfaldlega vegna þess að Lampard/Gerrard passa ekki saman á miðjunni og ég kýs frekar að sjá Gerrard þarna. Ef Scott Parker hefði ekki meiðst fyrr á þessu tímabili væri hann kjörinn til þess að taka sér stöðu með Gerrard á miðjunni en ekkert verður úr því. Hann gæti því sett Carrick á miðjuna en af einhverjum furðulegum fær hann ekki tækifæri. Nicky Butt virðist eiga það til að blómstra á stórmótun og því ekki úr vegi að taka hann með bara :laugh:

    En þetta er allt undir höndum SVE komið, það verður erfitt að púsla þessu saman fyrir hann en jafnframt spennandi og aðeins tíminn leiðir í ljós hvernig hann leysir þetta.

  15. Englendingar verða aldrei heimsmeistarar sama hvernig þeir stilla sínu liði upp. Persónulega myndi ég stilla liðinu þannig að Gerrard yrði fyrir aftan framherjann með Lampard og einhvern annan fyrir aftan, sitt hvorn kantmanninn og 4 í vörn.

  16. >Einar, ef að fimm mönnum datt nákvæmlega það sama í hug á undan mér þegar ég las þetta þá getur vel verið að þú hafir alla vega kannski tekið fullt djúpt í árinni.

    Þetta voru bara þrír einstaklingar. Tveir þeirra sendu hins vegar inn kommentin tvisvar, eflaust til að ítreka afstöðu sína. 🙂

  17. Sorry, my bad. Sá bara að þessi fyrsti tvítók.
    En málið er samt að hjá Liverpool ræðst það hvort Gerrard er á kantinum eða miðjunni af því hvort þjálfarinn ákveður að nota sissoko á miðjunni eða Garcia/Cissé á kantinum. Þannig að í grunninn er pælingin sú sama. Auðvitað er þetta vinstri kantur en Hansen segir “with a remit to roam”. Sem sagt varnarlega dettur Gerrard niður til vinstri en er með frelsi sóknarlega.
    Ps. Djöfull var Rio Cokehead lélegur á móti Chelsea og af hverju er Carragher ekki fyrsti kostur með Terry??
    Með Ashley Cole í bakverðinum þá er þetta góð hugmynd því hann hleypur utaná og Gerrard þyrfti því lítið að hanga á kantinum.
    Án Ashley Cole þá þarf vinstri kantmaðurinn að hlaupa mun meira upp og niður kantinn og þá versnar hugmyndin.

Baráttan um 2. sætið

Fréttir