Rafa þjálfari mánaðarins (uppfært)

Rafael_Benitez__Liv_192778s.jpgJahá, einsog við vorum búin að heimta hér á síðunni, þá var [Rafa kjörinn þjálfari mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16465562%26method=full%26siteid=50061%26headline=manager%2dof%2dthe%2dmonth%2djoy%2dfor%2dbenitez-name_page.html).

Að sögn Echo, þá vann Rafael Benitez þennan heiður með nokkrum yfirburðum. Liverpool unnu auðvitað alla leikina í nóvember.

Tilkynnt verður um leikmann nóvember mánaðar seinna í dag og þar koma Steven Gerrard, og varnarþrennan okkar: Pepe, Sami og Carra sterklega til greina.

Á myndinni útskýrir Rafa muninn á sér og öðrum þjálfurum í deildinni.


Annars, þá talar Rafa um hugsanleg leikmannakaup og [hvernig leikmenn hann vilji sjá hjá Liverpool](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=16465573%26method=full%26siteid=50061%26page=2%26headline=the%2dend%2dof%2dthe%2dbeginning-name_page.html):

>”The players we need may not be the most expensive in the world. I’m looking for specific types of player,” he explained.

>”I like good professionals, not what some people call ‘star’ players. My idea of a star player may be different to others. When I tell Steven Gerrard I need him to play on the right, and he does this to the best of his ability, that defines him as a star player in my eyes.

>”I don’t like players who only play for themselves. They are selfish. It’s those who understand the needs of the team who are the best.

>”It’s not my idea of a successful team to have one individual as top goalscorer in the league, winning lots of personal awards as his team finishes fifth. There’s no point being the best in a bad team. You want to be the best in a good team and collect trophies.”

Jammmm, vel mælt.


**Uppfært (EÖE)**: Robin van Persie Arsenal [var valinn leikmaður mánaðarins](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/a/arsenal/4515002.stm).

8 Comments

  1. Þessi maður er svo mikill snillingur. Auðvitað er þetta alveg rétt hjá honum. Munið þið t.d. eftir Rivaldo hjá Barca á hátindi ferilsins þegar þjálfarinn vildi að hann spilaði á hægri væng en okkar maður sagði bara þvert nei, senter eða ekkert. Ég held að Gerrard hafi nánast spilað allar stöður á vellinum fyrir utan að vera í marki.

  2. Mikið er ég sammála honum, þetta er það sem byggir upp mikinn samhug á meðal leikmanna. Það er heildin sem skiptir meiru máli en ákveðnir leikmenn og það er þetta sem gerir þennan mann að einum besta þjálfara í heimi og hann þjálfar LIVERPOOL……. 😉

  3. mér finnst þetta hljóma eins og gagnrýni á leikmenn í fígókalíbenum

    Eða gagnrýni á ákveðinn hressilega tattúveraðan framherja?

  4. Það er sama hvað Rafa gerir eða segir – allt er 100%

    Ef hann hefur ekki not fyrir Cisse verður hann seldur og maður efast ekki um réttmæti þeirrar ákvörðunar hjá Rafa.

    Rafa er maðurinn!!!!

  5. Maðurinn er bara scnillingur.
    Annars langar mig að benda á þá staðreynd að ef að Reina tekst að halda hreinu gegn Boro um helgina þá jafnar hann met Bruce Grobbelaar síðan 1987-88 en þá urðum við meistarar undir stjórn King Kenny !
    Það væri alveg brilliant byrjun á ferli Reina hjá LFC !
    Reyndar hvort sem það tekst eða ekki þá er byrjunin hjá honum samt flott 🙂

  6. >?I don?t like players who only play for themselves.They are selfish.It?s those who understand the needs of the team who are the best.

    Cissé? Baros?
    :confused:

UEFA og Essien

ZENDEN FRÁ ÚT TÍMABILIÐ