Liverpool búnir að kaupa Mark Gonzales

Liverpool hafa nú [staðfest](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N150325051020-1528.htm) að liðið hafi keypt Mark Gonzales, katnmanninn frá Chile. Áður var planað að hann kæmi fyrst að láni til liðsins, en hann hefur náð sér af meiðslum og hefur því skrifað undir 4 ára samning.

Hann mun þó ekki byrja að spila fyrir Liverpool nema að hann fái atvinnuleyfi.

14 Comments

  1. Snilld… þetta eru góð kaup. Sigurinn í gær var góður. Höldum þessu áfram… þ.e. sigurbrautinni sem og að fjárfesta í kantmönnum.

  2. Mér skilst á fréttum að hann geti ekki byrjað að spila fyrr en á næsta sísoni. Eitthvað varðandi work permit og european passport.

  3. Getur einhver sagt mér er hann ekki vinstrikantmaður sem getur spilað í bakvarðar stöðunni

  4. Þetta er nú orðin virkilega þreytandi lumma varðandi þessi leyfi.. en flott kaup! mikið hlakka ég til að sjá Liverpool spila með alvöru kantmenn í fyrsta skipti í mörg ár!

  5. Flott kaup? Hefur einhver séð hann spila? Ég get ekki sagt að ég hafi séð hann spila en samkvæmt Benitez er hann bara gaur sem getur hlaupið hratt, s.s. í staðin fyrir að reyna að sóla leikmenn þá sparkar hann bara boltanum framfyrir sig og eltir. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

  6. Öll kaup Liverpool góð? Ég hlýt þá að vera sjónskertur því að mér sýnist Liverpool vera í 12. sæti, ekki 1. Þið eruð svo ótrúlega hlutdrægir í garð Liverpool að það er hætt að vera fyndið.

  7. það stendur ÞANGAÐ TIL AÐ ANNAÐ KEMUR Í LJÓS, það ætti ekki að vera erfitt að skilja það God :rolleyes:

  8. Ekki vissi ég að guð gæti verið svona … skrýtinn!

    En finnst þér ekki eðlilegt að við séum hlutdrægir í garð Liverpool þar sem við erum jú … Liverpool-áhangendur?

    Og hefurðu ekki séð okkur líka kvarta yfir sumum hlutum?

    Og ég hélt líka að guð kynni að lesa… tek undir með páló… lestu guð, áður en þú gagnrýnir.

    En varðandi Gonzales þá hlakka ég til að sjá hann “in action”

  9. Speedy þarf líka að klára þessa standard rútínu, sem nýjir liverpool spilarar virðast þurfa að ganga í gegnum, áður en hann getur farið að spila eitthvað af ráði. þá er ég að tala um amk. 3 vikna tognun eða líkt.

  10. Don´t feed the trolls.

    Gott mál að fjárfesta í kantmanni og þar sem hann er vinstrikantmaður þá er það ekki jafn sárt að fá hann ekki strax. Ef hann væri hægri 😡 🙁

  11. Ég myndi telja líklegast að ástæða þess að nú er gengið formlega frá kaupunum sé sú að þannig sé hægt að fá hann til liðsins strax í janúar.

    Rafa var með miklar yfirlýsingar um hvað þetta væri góður leikmaður og yfirleytt eru veittar atvinnuleyfis-undanþágur í svona tilfellum. Staðreyndin er samt sú að þótt Rafa hafi talað mikið var hann ekki vissari í sinni sök með þennan mann en svo að hann vildi fá hann í eins árs lán með möguleika á kaupum, frekar en að kaupa hann beint. Auðvitað hlýtur atvinnuleyfaundanþágunefndin að hafa horft til þess þegar hún hafnaði umsókn um undanþágu. Varðandi spurninguna um hvort Gonzales væri það sérstakur að hann ætti að fá undanþágu þá var svar LFC í orði “alveg pottþétt” en á borði var það “það er hugsanlegt”.

    Þótt ég hafi verið fúll yfir ákvörðun nefndarinnar á sínum tíma, eins og flestir stuðningsmenn liðsins, þá hef ég aldrei almennilega skilið þessa miklu hneikslan manna yfir því að undanþágunefndin hafi ekki viljað ganga lengra en félagið gerði sjálft í því að úrskurða að þessi maður sé svo sérstakur hæfileikamaður að enska deildin verði að fá að njóta krafta hans. Menn gleymdu sér í að gagnrýna nefndina og horðfðu ekki á það hvaða efnislegi munur var á þessari umsókn og þeim fjölmörgu sem hafa fengið jákvæða niðurstöðu fyrir nefndinni. Ég get ekki betur séð en að nefndin hafi beinlínis haft góðar og málefnalegar ástæður fyrir því að hafna umsókn LFC um undanþágu frá reglum um atvinnuleyfi vegna Gonzales.

    Félagið virðist sem betur fer vera búið að læra sína lexíu. Núna er verið að undirbúa aðra umsókn til undanþágunefndarinnar svo Gonzales geti komið til LFC í janúar. Frekar en að vera enn á báðum áttum um hvort félagið telji hann geta staðið sig á Englandi (lánssamningur) þá sýnir félagið að það telur algerlega að hann geti staðið sig (kaupsamningur).

    Frá því að beðni um undanþágu var hafnað hefur legið fyrir að Gonzales myndi geta komið til Liverpool sumarið 2006 vegna þess að þá fái hann vegabréf frá ESB-ríki. Það er því ekkert nýtt í því að þessi möguleiki sé til staðar. Það er líka í sjálfu sér ekkert nýtt í því að LFC ætli að reyna aftur að fá undanþágu í janúar. Það sem er nýtt í þessu er að félagið virðist vera að grípa til aðgerða til að mæta þeim athugasemdum sem undanþágunefndin gerði á sínum tíma (væntanlega hafa menn ekki treyst sér í slíkar aðgerðir fyrr en ljóst væri að maðurinn næði sér af meiðslunum).

    Úr því sem komið er kæmi það mér á óvart ef Gonzales kemur ekki til Liverpool strax í janúar.

Anderlecht 0 – Liverpool 1

C. Ronaldo og Liverpool